Heimskringla - 08.11.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.11.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 8. NOV. 1917 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA uppreístarmönnum ró.. efiir þessi hermdarverk. Fóru þeir þá og fálu sig utan oæjarins. Y borgin þá aftur rænd af fólkinu í nágrenn- inu. Ætlaði það með því að hefna dauðaib iskupsins á bæj'arbúum. Konungurmn tók ýmist í tauma biskupsvaldinu eða bæjarbúum i vil, þangað til 1239. Frelsi Laon- borgar var upp úr því ekki þröng- vað af neinum, þangað til árið 1331, þegar sveitarstj 'rn þar var afnuin- in. 1 hundrað ára stríðinu gerðu Búrgundar árás á borgin^ og tóku herekildi. Þeir gáfu hana aftur Englendingum eftir krýningu Karls VII. 1 styrjöldinni 1814 reyndi Napó- leon til að hrekja Bluecher úr bænum. 1 stríðinu milli FVakka og bjóðvcrja 1870 sprengdi frakknesk- ur vertofræðingur upp púðurekál- ann í borgarvirkinu rétt um leið og þýzka herliðið óð inn í bæinn. i'jöldi fóltos lét líf sitt. Dómkirkj- an og gamla biskupshöllin stoemd- ist. Á dögum stjórnarbyltingar- innar frakknesku glataði Laon þeim heiðrl að vera biskups að- »etur. l*að er gott að láta viðburðina, soin nú eru að gerast, kenna sér eitthvað. Mannkynssagan, som 8’erst hefir á þeim stöðvum, er orðið hafa ný heljarslóð á vorum dögum, setti að renna upp í huga manna. Enginn ætti að lesa svo um þá at- burði, sem eru að gerast, að hann ekki verði einhvers fróðari. Menn œtti að ganga fram og aftur um þossar orustuslóðir og gera sér 'sem ljósasta gein þass, sem þar er mark- vert, og hefir verið fyrr á tírnum, elns og góðir ferðamenn. Ósigur Itala. Sá atburður, sem alt annað hefir yfirgnæft þessa síðustu viku októ- bermánaðar er ósigur sá, sem Italir hafa beðið fyrir Þjóðverjum og Austurrítoismönnum. t>að Mtur út fyrir, að afar mikill undirbúning- ur af liálfu Þjóðverja hafi átt sér stað allan síðast liðinn mánuð. Rússar eru ekki lengur ægilegir f huga Þjóðverja. Allar hemaðar til- raunir hafa nú verið lagðar iniður af Rússum að heita iná og þá hefir Þjóðverjum fundist bezt að láta þá eiga sig um tíma og nota tæki- færið’ til að korna rothöggi á eitt- hvert stórveldið annað í hópi sam- herja. Þá voru ítalir næstir til að verða fyrir því. Þarf ekki að ganga að því gruflandi, að Þjóðverjar liafa verið ítölum afarreiðir, síðan er þeir rufu bandalagið við þá og gengu í lið með óvinum þeirra. Nú var tækifærið gott að hefna sín. Enda voru Austurríkismenin toomnir í krappan sjó. Italir hefði haft ráð þeirra f hendi sér, of þeir hefði verið látnir einir um hitu. Að lítoindum hefði Austurrfkis- menn samið frið áður langt hefði liðið og gengið að þeim friðarkost- um sem Itaiir hefði boðið. En nú tatoa Þjóðverjar til sinna ráða ig <lraga fjölda herliðs af austur- herstöðvuuum og senda suður, her Austurrfkismanna til eflingar. Nú hafa þeir gert elna mestu árás, sem þeim hefir nokkuru sinni iiepnast að gera, síðan er innrásin var ger á Fratokland og síðan Hindenburg gerði sína miklu innrás í Rúss- land. Þjóðverjar gerðu áhlaup sitt um »ama leyti og Frakkar; það hófst 24. okt. í þeim ihluta Mundíu fjalla, sem kendur er við Julius Sesar. Þar hittu þeir fyrir vinstra fylking- ararm ítala. Það hittist svo á, hvort sém verið ihefði tilviljan ein, að rétt um sama ieyti segir stjórn Itala af sér. Ef til vill hafa Þjóð- verjar rent grun í að það var í að- sigi oig hún myndi vera í öngum sínum. Það var vistaskortur í iandinu, sem virðist hafa verið or- sök þess, að hún sá sér ekki fært lengur að bera stjórnarvandann og sú ólga í þjóðlífinu, sem ávalt verð- ur því samfara. ítalir sáu þegar þann kost einan að draga sig frá Bainsizza-slétt- unni, sem þeir hafa smám saman verið að leggja undir sig með afar- miklum tilkostnaði og erfiðleikum. Mannafla höfðu óvinir þeirra marg- faldan, svo að fjórir voru á móti hverjum einum Itala, eftir því sem fregnir segja. Afstaða ítölstou fylk- inganna varð voveifleg þar sem Þjóðverjar og Austurríkismenn sóttu að með svo óvígan her að norðan. En um leið sóttu óviniirnir af al- efli í áttina til Gorizia, og á stutt- um tfma fellur borgin í hendur þeirra. Að það var með svo fljót- um svifum, segja síðustu fregnir að orsakast hafi af heigulshætti nokk- urra herdeilda í annarri aðaldeild ítalska ihersins. Foringinn, sem þar réð yfir, heitir Luigi Capelle. 1 þessarri feikna atlögu er sagt, að Þjóðverjar og Austurríkismenn hafi tekið ektoi færri en 100,000 fanga og eiinar 700 fallbyssur. Ilt er tilhugsunar með fangana svo marga, því ekki er fangavistin góð. En ítalir hafa mannafla mik- inn að sagt er til hermensku og verði etotoi framhaid af viðburðum þessum það, að Þjóðverjum hepn- ist að buga meginher Itala alger- lega, sem ektoi er að vita nema kom- ið geti fyrir, verður tiltölulega auð- veldara fyrir ítali að ná sér eftir missi svona margra manna, en það verður að bæta l>að tjón, sem þeir iiafa beðið með að verða af með failbyssur svo margar. Sá þýzkur foringi, sem frægðina fær fyrir þenna imikla sigur, er von Mackensen. Eru allar lítour til að honum takist að komast með her sinn yfir 'slétturnar allar vestur af Gorizia. Hann sýnist geta íarið með her sinn yfir mitoiar fjarlægðir á örstuttum tíma. Haldi bann á- fram að gjöra það, eins og verið hef- ir síðan er áhlaupið hófst, eru allar líkur til að hann taki enn miklu fleiri fanga en orðið er og miklu meira af hernaðargögnuiri. Italir standa þar svo undur illa að vígi. Þeir verða að fá svo að segja öll sín kol frá bandalagsþjóðunum. Þeir hafa kepst við að senda þeim kol, því annars er þeim þess varn- að að smíða nokkur ihernaðar- gögn í veiiksmiðjum sínum. En slík hernaðargögn bæði til sóknar og varnar, eru éngu síður lífsnauð- syn í hernaði nú á dögum en mik- ill maninafli, nema að fremur sé, eins og nú er fyrir löngu kunnugt orðið. Tilgangur Þjóðverja er vitaskuld sá, að vinna nú algeran bug á Itöl- um, eins og þeim hefir tekist af á- stæðum, sem ekki þarf að nefna, gagnvart Rússum. Bæði eru lík- indi til að þeir komi þá fram með ný friðartilboð, og svo má búast við, að þeir hrúgi þá herafla 'sfnum öllum, mönnum og skotvélum, sam- an vestan megin á móti Frökkum og Englendingum. Hepnist þeim þá að koma fram vilja sínum eins vel og þeim hefir tekist í þetta sinn gegn ítölum, verður friðurinn þýzkur, eins og leiðtogar þeirra hafa talað um frá upphafi vega. En næsta ólíklegt er, þrátt fyrir allar þessar 'sigur- vinningar á Italíu, að þeim verði toápan úr því tolæðinu. Léti allar þessar bandaþjóðir, sem nú eru orðnar nær tuttugu, Þjóðverja vinna úrslitasigur nú, eftir að ekki er lengur hægt um það að tala, að allir sé óviðbúnir, nema Þjóðverjar einir, segði eg fyrir mitt leyti, að samherjum væri það mátulegt. Það iiggur svo sem í augum uppi, að annar eins ósigur og sá, sem Italir hafa beðið, hlýtur að lengja stríðið meira en lítið. Orð Northcliffes lávarðar, töluð fyrir skemstu, ifá nýja merkingu: “Þetta stríð er að einis byrjað. Engar staðhafnir er enn unt á að benda, Royal Crown Soap’s Ltd. GóSSar Jólagjafir — ÓKEYPIS ! / / N V R PREMIULISTI ÚTKOMINN! Vér erum nú að senda út vorn nýja mynda- / bækling um FRIAR premíur fyrir Royal / Crown sápu umbúðir. Ef þú færð ekki .' Royal Crown eintak fljótlega, þá sendu oss nafn y' 0£Winnipég þitt og áritun á meðfylgjandi / eyðufonmi. «/ Kæru horrar, — Sendið mér yðar nýja myndabæk- a' lint ™ * The Royal Crown, Ltd. WINNIPEG S l>nK um Fríar prcmfur. y / Nafn........................ / m / Áritun. sem gefi rétt til að ætla, að skamt sé eftir til stríðsloka. Á Þýzka- iandi er alt í góðu lagi,—neana keis- arinn.” Lengi, eftir. þvf senn við má búast, verða nú ítalir að sætta sig við ef þeir geta veitt óvinum sfn- um viðnám, einhvers staðar á sléttum sínum, unz þeir aftur hafa safnað svo iherliði og hergögnum, að þeir geti hafið þá írækilegu framisókn, er þeir hingað til hafa háð gegn Austurríkismönnum. Það getur munað svo sem missiri eða heilu ári í mesta lagi. Þýzka iherstjórnin veit, að þjóðin heima fyrir er að verða býsna ó- þolinmóð yfir framhaldi stríðsins. Henni er nú líka ljóst, að meiri al- vara muni verða úr þátttötou Bandaríkjanna í stríðinu, en þeir bjuggust við f fyrstu- Svo hefir l>etta verið aðferðin frá upjíhafi, að siá citthvert rothögg að hausti, svo þeir stæði betur að vígi gagnvart þjóð sinni heima fyrir, sem borga verður alt fé og fjörvi. Það er líkt því, sem haft er eftir gamla Smuts, foringjanum frá Suð- ur-Afríku, er hann talaði um ít- alska ósigurinin í Cardiff á Eng- landi þann 29. okt.: “Árás Þjóðverja gegn Itölum er endurtekning þess, sem átt hefir sér stað ihaustin að undaníörnu. Þið munið að fyrsta haust styrjald- arinnar börðu þeir á Serbíu. Þeir urðu með einhverju iað glæða vonir fólksinis, til þess að komast gegn um veturinn. Það var eins með þá og Salóme og Jóhannes skírara. Þeir koinu með höfuð Serbíu á fati. Haustið 1916 komu þeir með höfuð Rúmenfu á fati, og nú isjáum við þá hiamast gegn Itölum. “ítalir eiga f alvarlegum herkjum, en ekki til að örvænta yfir. Italfa veit, að samherjar hennar standa með henni til lyktia. Við munum ekki sjá höfuð hennar á fati. Mig skyldi ekki furða, þó ástralski þoginn kæmi Þjóðverjum f koll aft- ur. Stríðið var ektoi útkljáð f Serbíu og ekki í Rúmeníu. Og það verður ekki útkljáð á Italíu. “Á aðal herstöðvunum eru Þjóð- verjar stöðugt að lúta í lægra haldi. Hvað eftir annað eru þeir hraktir af Frökkum og Englend- inguim.” Auk Gorizia hefir her Miðveld- anna tekið borgirnar Cividale og Udine, báðar meikar borgir. Síð- arnefnda borgin hefir verið höfuð- aðsetur ítölsku herstjórnarinnar. Það er all-stór borg og telur nú einar 40 þúsundir manns, með hér- aðinu í kring. Sagt er, að þegar vinstri fylking- ararmur ítala lét undan fyrsta á- hlaupi ihafi það verið sökum þess, að Þjóðverjar notuðu iniýja og ó- þekta gastegund. Að minsta kosti höfðu ítialir ekki vanist henni. Gastegund þessi hefir þær verkan- ir, að þeir fá óþolandi kláða um andlitið, sem fyrir verða. Það freist- ar hermannanna til að taka af sér grímuna, en þá hefir gasið drep- andi áhrif. Nú hefir nýtt ráðuneyti verið myndað á ítalíu og heitir sá pró- fessor Orlando, sein hefir hlotið það hlutskifti að verða foreætisráð- iierra. Hann hafði verið mjög hlyntur lilutleysi ftallu, áður en ftalir stoárust í leikinn. Lfkindi eru til að hættan, sem land og þjóð nú er í, verði til þess að hernaðarhug- urinn með þjóðinni verði meiri en ekki minni og hér eftir einmitt auð- veldara að eiga við þann mótþróa, sem átti sér stað í landinu. Þjóð- frelsi ftala er nú meira en nætur- gamalt og það þarf naumast að gera því skóna, að hernaðarhugur- inn bili eiirs og með Rússum. Borgin Gorizia eða Gorz. Hún liggur í Austurríki og nefna Austurríkismenn hana Gorz, en á ftölsku heitir borgin Gorizia. Hún er höfuðborg í krúnulandi því í Austurríki, er Gorz nefnist og Gradisca. Borgin liggur 390 mílur suðvestur frá Vínarborg eftir járn- braut. Árið 1900 var íbúatalan þar 25,432 manns. Tveir þriðjungar íbú- anna eru ftalir, svo von er, að ítöl- um finnist, að hún eigi að heyra þeim til. Einn þriðjungur íbúanna eru að mestu Slóvenar og Þjóð- verjar. Borgin er prýðis vel sett og út- sýn fögur og hrffandi. Hún stend- ur á vinstra bakka Isonzo-fljótsins, f dal einum frjósömum. Hún er 35 mílur norðvestur frá Triest með járnbraut. Hún er aðsetur erki- biskupsins. Þar er dómkirkja, sem þykir mjög merkileg, reist á 14. öld. Þar er líka hin marg-prýdda kirkja lieiiags Ignatiuss, reist á 17. öld af Kristsmunkum. Hæð ein gnæfir yfir borgina og á hæðinni stendur borgarkastalinn gamli. Þar sátu Görz-greiíarnir forðum. Nú er kastaiinn að mestu leyti notaður til bermannastoála. Þar er veðurblíða hin mesta á vetr- um og vcgna hennar er borgin vetr- arbústaður fjölda fólks, víðs vegar um Norðurálfu. Hefir borgin verið nefnd Níkea Austurríkis. Bærinn er prýddur mjög yndis- legum lystigörðum, fullum blómst- ur skrauts suðurlanida. Á hæð einni norður af bænum liggur klaustrið Castagnavizza. í klaust- ur kapeiiunni liggja leiifar Karls X. Frakka konungs (d. 1838), síðasti konungur af ætt Burbona. Þar hvílir einnig hertoginn af Angou- leme (d. 1844), sonur Karls, og her- toginn af Chambord, »em lézt 1883. Sjö mflur norður frá Gorizíu ligg- ur fjailið Monte Santo og er 2,275 fet á hæð. Þangað sækja miklir her- skarar fóiks, því á fjallinu stendur gömul pílagríma-kirkja. Iðnaður talsverður er í bænum. Eru þar vefnaðarverkstæði mikil, sem vefa bæði úr bómull og silki. Þar er sykurgerð alLmikil og ölgerð. Einn- ig er mikið gert af munum úr leðri og svo nefnt 'sóldaggarvfn ku'nma bæjarbúar að gera, er þykir fyrir- taks gott. Þar er líka heilmikil verzlan með alls konar viðarverk, garðávexti, aldini og vín. Um Gor- izia er fyrsta sinni talað f hyrjan 11. aldar og fekk hún stofnskrá sem bær 1307. Um miðaldirnar allar var stærsti hluti íbúanna Þjóð- verjar. Nú er borgin að lang- mestu leyti ítöisk. Ítalir tóku Gorizia 9. ágúst 1916 og var borgin aftur tekim af Mið- veldunum 25. okt. 1917. Bærinn Cividale del Friuli. 1 fyrndinni var bær þessi nefnd- ur Forum Julii. Hann liggur i Fen- eyja-fyiki, í Udine-héraði, 10 mílur norðaustur frá borginni Udine með jármbaut. Ibúatala var þar árið 1901,-4,143. En í héraðinu öilu voru 9,061. Bærinn liggur við Nati- sone ána og er í henni foss rétt við bæinn, sem þykir íyrirtaks fagur. í bænium eru töluverðar listaleifar frá 8. ötd. Dómkirkjan er frá 15. öld og í henni áttstrendur himinn með upphieyptu bíldiiöggvaraverki úr marmara, uppi yfir iskínarfonti frá 8. öld, sem þó síðar hefir verið nokkuð breytt. Háaltarið í kirkj- unni er alt úr hreinu silfri að fram- an og var það smíðað árið 1185. Listasafn er þar og á því forn- gripir frá Rómaborg og Langbarða- landi. Dýrmæt handrit eru þar líka geymd. Listaverk eru þar úr gulli, silfri og fílabeini, sem áður mun iiafa lieyrt dómkirkjunni til. Litla kirkjan, sem nefnist Santa Maria in Valle, er frá 8. öld og í henni alls staðar listfengar skrautmyndir frá 11. og 12. öld. Þar er djöfuls brúin, Ponte del Diavolo, sem liggur upp að kirkju heilags Marteinis. 1 henni er altari frá 8. öld með híldhöggvara verki, sem gert var eftir fyrirskip- unum Ratchis, Langaharðakon- ungs. Paulus Diaconus, sagnaritari Langbarða, sem uppi var á dögum Karlamagnúsar, var fæddur í Civi- dale. Þar var lífca fædd ágæt leik- kona í nýrri tíð, Adelaide Ristori, fædd 1822, dáin 1906. Rómverski bærinn eða sveitarfé- lagið (municipium), er nefndist Forum Julii, var stofnaður annað hvort af Júlíusi Sesar eða Ágústusi, lfklega um sama leyti og lijóðvegur- inn, sem nefndist Via Iulia Aug- usta, og lá í gegn um Utina, nú Udine, þar sem stefnt var í norður. Eftir að Aquileia og Iulium Carnis- um ientu í afturför, varð bærinn lielzta þorp i Friuli-héraðinu, sean gefur bænum nafn. Aquileia-feð- urnir bjuggu ihér frá 773 til 1031. Þá iiurfu þeir aftur til Aquileia. og loks til Udine 1238. Þessi síðasta tilbreyting orsakaðist af ágreiningi milli Cividale og Udine, sem að lyktum varð til þess, að báðir bæ- irnir urðu háðir Feneyjum, annar 1419, hinn 1420. Engin verð= hækkun á 3 j Þegar allir hlutir OVllTYI svo mjög í verSi, C&I Ulli síSan stríðiS hófst, þá hlýtur það að vera ánaegjuefni fyrir þá, sem meta gott kaffi, að vita, að engin verðhaekkun hefir átt sér staS á Red Rose kaffi á þremur árum, — og aukin sala á Red Rose kaffi á þeim tíma sýnir, aS verSiS er metiS. Fólk alstaSar virSist nú brúka meira kaffi en áSur. — Red Rose Te er drjúgt vegna yfir- burSa í gaeSum, — en Red Rose Kaffi er baeSi gott og billegt—hvorttveggja kostir, sem meta má, nú á þessum stríSstímum. Red Rose Coffee Aðal-iðnaður bæjarins er silki- spuni. En auk þess er þar línvefn- aður og bómullar, hatta og papp- írsgerð. Þar er inokkur verzlan með hamp og hör. Járnbrautir tengja bæinn við umihverfið. Uppruni Udine horgar er óljós. Hún er að sönnu á þjóðbrautinni Via Iulia Augusta, sem áður er nefnd, en engar sannanir eru fyrir hendi um, að bærinn hafi verið til í fornöld. Á miðöldum varð lvann blómleg og fólksmörg borg. Á ár- unum 1222 og 1238 gerði Berthold patríarki hana að höfuðborg Friuliihéraðsins og 1420 féll hún til Feneyja. Árið 1752 var hún gerð að aðsetri erkibiskupsins. (Framh. á 7. bls.) ----o------ Fréttabréf. Borgin Udine. Hún heyrir til erkibiskupsdæmi Femeyja á ftalíu og er höfuðborg í héraðinu Udine, sem iiggur á miili Feneyja-flóa og Mundíufjaila, 84 mílur með járnbraut norðaustur af Feneyjum. Árið 1906 voru í borginni taldir 25,217 íbúar, en 40,629 í hérað- inu öllu. Gömlu virkisgarðarnir um bæinn voru rifnir fyrst síðast á 19. | öld. Kastalinn gamli, sem eitt si'nin j var aðsetur Aquileiu-feðranna og nú er notaður sem prísund, varj reistur af Giovanni Fontana 1517, i j stað annare kastala, sem brunnið hafði f landskjálfta 1511. Dómkirkj- an er í rómömskum stíl og í henni eru margir ihugðnæmir munir, sem eru vitnisburður um þá list, er þarna átti eitt sinn heirna. Þar var einn af lærisveinum Raphaels, að nafni Giovanni da Udina. Á helzta skrautvelli bæjarins stendur borgarhöllin, reist 1448— 1457. Hún er í gotneskum Feneyja- stíl, og mjög haglega endurbætt eftir eldsvoða 1876. Gegnt henni er klukkuturn, í líkingu við þann, sem stendur á Piazza di San Marco í Feneyjaborg. Á skrautvellinum er standmynd, líkneski friðariuB, til endurminningar um friðinn 1 Campo Formio 1796. Spanish Fork, Utah, 27. okt. 1917. Herra ritstjóri:— • Síðan eg skrifaði þér seinast, hef- ir lítið skeð af verulega söguiegum viðburðum. Tíminn iíður áfnam fremur rólega, og inndæít hefir tíðarfarið verið í alt haust. Snjór eða regn hefir ekki gert vart við sig enn þá; hefir því öll nauðsyn- leg haustvinna gengið í Ibezta lagi, Oig uppskeran varð mikið góð yfir- leitt á öilu, sem sáð var til og vana- lega er uppskorið hér um slóðir. Verð á öllum mögulegum hlutum er hátt og gott, atvinna sæmiieg og 'heilsufar fremur gott. Yfirleitt er því líðan vor á meðal í bezta lagi. Hinn 11. septemiber síðasti. and- aðist að heimili foreldra sinna hér í bænum unglings pilturinn Valter Guðmundsson, sonur herra Guð- mundar Eyjóifssonar og konu hans Ingibjargar Jónatansdóttur, hjóna hér í Spanisth Fork. Hann var rúmra 26 ára að aldri, fæddur 2. maí 1891, dugnaðar og myndar pilt- ur, ótovæntur. Lfka andaðist að heimili sínu hér í bæ, hinn 28. sama mánaðar, sept- ember, bóndinn Ketill Eyjólfsson, föðurbróðir hinis fyrnefnda. Hann var 52 ára að aldri, fæddur á Is- landi 7. október 1865, sonur Eyjólfs bónda Guðmundssonar á Eyrar- baktoa á Vatnsnesi í Húnaþingi, Ketilssonar frá Móbergi. Hann lætur eftir sig ekkju, tvo bræður og fjórar systur, og 10 börn, næstum öll í ómegð. 4--------------------------------V Ketill var dugnaðar og iharð- neskju maður, eins og hann átti kyn til að rekja, og komst furðu vel áfram, þrátt fyrir slæmt slys, sem hann heníi fyrir 16 eða 17 árum síðan, að hann varð undir járn- brautarlest og misti við það hægri fótinn upp að miðju læri, og varð síðán að ganga á korkfæti, sem oft inun hafa verið erfitt við staut og snúninga í baráttunni fyrir lífinu. En hann bar sinn kross með frá- bærri hreysti og þolinmæði og sýndist komast áfram næstum eins vel og þeir, sem hafa heilbrigða báða fætur. Dauðamein hans á endanum var nýrnaveiki. Öllum öðrum löndum vorum iíð- ur bæriloga, utam Sigurði bónda Árnasyni; hann hefir nú legið rúmfastur um tveggja ára tíma, þjáður af gigt og máttleysi ihægra- megin í öllum líkamanum, og eru það mikil viðbrigði, skoðað frá umliðna tímanum, því Sigurður var á yngri áruin sínum inesta hraustmenni og burðamaður mik- ill, og um langt skeið einn af vor- um beztu dugnaðar og fyrirmynd- ar bændum í Spanish Fork. Um stríðið þýðir ekkert að tala, það sést og heyrist ntjg um það daglega. Einlæg.t er samt verið að kalla vora ungu menn til þess starfa. Á imeðal landa vorra, eða öllu heldur af fslenzkum ættum, hefi eg heyrt getið um 5, sem til herþjónustu hafa verið kallaðir; gengu tveir af þeim í sjóliðið sem sjálfboðar, tveir fengu undanþágu um hríð, vegna þess þeir voru kvongaðir og höfðu fjölskyidur til að sjá fyrir; en einn varð að fara í landherinn, og er nú sem stendur í “Camp Lewis, Washington”. En allir ifrá 21'—31 ára urðuáð skiá- setjast, svo búist er við að margir þeirra verði einnig að fara, þegar toallið kemur. Skal eg síðar geta um nöfn þeirra og ætterni. Með vinsemd, E. H. Johnson. Ný og undraverð uppgötvun. Eftir tlu Ara tllraunir og þungt erfiði hefir Próf. D. Motturas upp götvað meðal, sem er saman blandað sem áburður, og er á- byrgst að lækna hvaða tilfeili sem er af hinum hræðilega sjúk- dómi, sem nefnist Gigtveiki og geta allir öðlast það. Hví að borga lækniskostað og ferðakostnað í annað loftslag, úr því hægt er að lækna þig heima. Verð $1.00 flaskaan. Póstgjald og stríðsskattur 15c. Einika umboðsmenn MOTTURAS LINIMENT CO. P. 0. Box 1424 (Dept. 8) Winnipeg, Man. Hafið þérborgað Heimskringlu ? HRAÐRITARA OG BÓKHALD- ARA VANTAR Það tr orðið örðugt að fá seft skrifstofufólk vegna þess hvað margir karlmenn hafa gengið í herinn. Þeir sem lært hafa á SUCCESS BUSINESS College ganga fyrir. Success skólinn er sá stærsti, sterkasti, ábyggileg- asti verzlunarskóli bæjarins Vér kennum fleiri nemend- um en hinir allir til samans —höfum einnig 10 deildar- skóla víðsvegar um Vestur- landið; innritum meira en 5,000 nemendur árlega og eru kennarar vorir æfðir, kurteisir og vel starfa sín- um vaxnir. — Innritist hve- nær sem er. The Success Business College Pttrtage oic Ednonton WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.