Heimskringla - 08.11.1917, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.11.1917, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 8. NOV. 1917 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA Til kaupcnda Heimskringlu: Haustið er uppskerutfmi Heimskringlu, — Undir kaupendum hennar er það komið hvernig “útkoman” verður. Viljum vér því biðja þá, er ekki hafa allareiðu greitt andvirði blaðsins, að muna nú eftir oss á þessu hausti Sérstaklega viljum vér biðja þá, sem skulda oss fyrir fleiri undanfarin ár, að láta nú ekki bregðast að minka þær skuldir. Oss munar um, þó lítið komi frá hverjum—því “safnast þegar saman kemur”. — Kaupendum á þeim stöðvum sem vér ekki höfum innheimtumenn í, erum vérum þetta leyti að senda reikninga. Vonum vér að þeim verði vel tekið.—Sé nokkuð athugavert við reikn- inga vora, erum vér reiðubúnir að lagfæra það. Alt af eykst útgáfukostnaður blaðsins. — Munið að borga fyrir Heimskringlu á þessu hausti. S. D. B. STEPHANSSON. lcvæmdir þings og stjórnar eftir að í stríð var komið. Þeir, sem settu sig á móti her- skyldulögunum. Þcir, sem höfðu á móti, að send- ur væri her til Frakklands. Þeir, sem hafa hrotið herskyldu- lögin, og fengið aðra til þess. Þeir, sem þykjast elska friðinn ©n viija ekkert til vinma að fá var- anlegan frið. Þeir, «em halda þvf fram, að okk- ur komi þetta stríö ekkert við, og að Evrópuþjóðirnar eigi að útkijá deilurnar sín á milli. Þeir sem ekki sjá að hlutverk Bandaríkjanna á yfirstandandi tíma, er hið stærsta og þýðingar- mesta, sem Ameríkuþjóðin hetfir nokkurn tíma með höndum haft. Þessi smágrein er úr Grand Forks Herald, og er hún gott sýnishorn af því, hvernig margir einlægir og vitrir mannúðainnenn Bandaríkj- anna líta á óhætfu þá, sem verið er að hafa if frammi innhyrðis hjá þjóðinni, af ótrúum þegnum henn- ar og þýzksinnuðum óþokikum, sem svíkja vilja land sitt og ríki. Margt af því sem ihér er sagt, virð- ist eiga við Canada eins og nú stendur. Mætti líka bæta við á listann: þeim, sem eru að flagga með flokkapólitík, — þeim illkynj- aða óvætt, sem orðim er lands og lýða bölvun, og hefir reyndar alt atf verið..—(Aðsent). Fru Teresa Fenn Saga frá Vancouver, B. C. Eftir J. M. BJARNASON. Einhver sú einkennilegasta, und- ai'legasta og — fyrir margra hluta eakir — ein hin merkilegasta kona, sem eg hefi noklcurn tfma komist í kynni við, var frú Teresa Fenn. — Við (konan mín og eg) kölluðum hana jafnan Tárfinnu, þegar við á milli. — Hún bauð af sér góðan þokka, þó hún væri svona grönn, og svona mögur, og andlitið svona þunt. Það var eitthvað við hana, sem var aðlaðandi, eitthvað sak- laust, viðkvæmt, stórgáfað, en — kjarklítið. Hún var vel miáli íarin, röddin mjúk, hrein, snjöll og elsku- leg; og hún ’horfði jafnan beint í augu þess, sem hún talaði við. Maður hennar hét Ernest Fenn, af skozk-írskum ættum. Hann var tólf árum eldri en hún. Þau voru búin að vera saman í hjónabandi í rúm níu ár, þegar ihér var komið sögunni, en þau höfðu aldrei eign- ast barn. Herra Fenn hafði á hendi fasteignasölu í Vancouver, en gekk það stirðlega, sat á “klúbhum” lengi fram eftir á kvöld- in og hirti lftið um heimilið. Hann mátti heita hrottamenni, var stór vexti, rauðhærður, hátalaður, þrætugjarn og ómiskunnsamur. Hann hatfði verið málmnemi á yngri árum og verið lengi í Klon- dikc, og hafði grætt þar allmikið fé, sem nú var óðum að ganga til þurðar. Oft var hann hranalegur í viðmóti við konu sína, og hún var á 'stundum hálfhrædd við hann, þó hún á hinn bóginn virtist unna honum hugástum. Hún var katólskrar trúar, og sótti kirkju alla helga daga, og hlýddi bókstaf- lega öllum reglum og siðvenjum þeirrar kirkju, bragðaði aidrei kjöt á föstunni, las daglega allar þær bænir, sem fyrirskipaðar voru, ját- aði yfirsjónir sínar fyrir prestinum, eins oft og tilhlýðilegt þótti, og greiddi kirkjunni rækilega það, sem henni bar að gjalda. — En herra. Fenn var aftur á móti eng- inn trúmaður, og sótti aldrei kirkju, og honum var meinilla við það, að presturinn kæmi í hús hans. Hann var þá önugur. “Farðu og festu þér konu, eins og hver ærlegur maður,” sagði hann löngum við prestinn, “og farðu að búa; en hættu þessu bannsettu betli.” — Þá gjörði Teresa jafnan krossmark fyrir sér, og daginn eftir var hún grátbófgin. töiuðum um hana okkar á milli. Okkur fanst það einhvern veginn vel viðeigandi, og henni sjálfri Þótti það íallegt nafn, þegar við sögðum henni frá því. Það var haustið 1912, að við fyrst sáum þessa konu. Yið vorum þá búin að vera rúmt hálft ár í Yan- couver 1 British Columbia, og höfð- um búið f húsi á Bismarckstræti, en vorum þá nýflutt í húsið nr. 2075 á Third Avenue East. Það etóð hátt í hlíð, eða næstum upp undir brún á hinni svo kölluðu “Bröttu-brekku" f Grandview, sem er au'sturhluti Vancouver-borgar. Þaðan er útsýni fagurt, og loftið hreinna og heilnæmara en niðri i borginni við sjóinn. Þétt við hlið- ina á okkar húsi, að vestan, stóð hús það, er Teresa átti heima í. Það var fremur lítið, með “bung- uló” - lagi og minti á japanskt sveitabýli. í kring um það var hreinlegt: dálítill giasbali að fram- an, ofurlítill kálgarður á bak við það, og nokkrir blómsturpottar á veggsvölunum og í gluggakistun- um. — Gluggatjöldin voru sérlega dýr og vönduð, en ihúsmunir allir fornfálegir, að undamskildu litlu skrífborði, úr mahóní-viði, og bóka- skáp, sem stóð í framiherberginu. Teresa var um þritugt. Afmælið hennar var í júlfmánuði, ef eg man rétt. Hún var meðalkona að hæð, en framúrskarandi grannvaxin og mögur; og fötin fóru henni aldrei vel. Hún hafði langa og mjóa og veiklulega fingur. Hárið var hrafn- svart og ákaflega mikið. Hún var nokkuð dökk á hörund, eins og sveitakona á Suður-ítalíu, og hafði bunt andlit, lágt enni, hátt og beint nef, fremur fallegan munn og ®tór, dökkgrá, gáfuleg augu, ó- segjamlega djúp og fögur. En á hægri kinnini, rétt fyrir neðan augað, voru tveir litlir, hvftir depiar, eims og líkþrárblettir, sem sýndust langt til að sjá eins og tárdropar, og breiddu þeir angur- værðarblæ yfir þetta elnkennilega nndlit, hægra megin. Og þess vegna kölluðum við hana Tárfinnu, Þegar við töluðum um hana okkar Daginn, sem við fluttum í húsið nr. 2075 á Third Avenue East, sáum við þessa konu iðulega úti á vegg- svölunum á húsi 'sínu. Hún virtist veita okkur og húsmunum okkar mjög nákvæmar gætur; og okkur sýndist augnaráð hennar lýsa því, að henni stæði hálfgerður stuggur af því, að við flyttum f nágrennið við hana. Og álitum við, að það kæmi til af því, að hún heyrði og sæi að við værum útlendingar. Næsta dag kom hún til okkar 'yfir á grasflötinn fyrir framan húsið, stóð þar þegjandi nokkur augna- biik og horfði á konuna mína, og kastaði svo á okkur kveðju, hált feimmi'slega, hálfflóttalega og iágjt, en bauð þó um leið af sér elnhvern unaðdþokka, sem dró okkur und- ir eins að henni. “Eruð þið sænsk?” sagði hún hikandi, eftir að hafa minst á það, hvað veðrið var gott. “Nei,” sögðum við. “Maðurinn minn hélt það þó,” sagði hún, “en honum er i nöp við Svía.” Og það var eins og henni yrði léttara um andardrátfc “Einmit það?” sagði eg. “Eruð þið þé hollenzk?” spurði hún brosandi og færði sig nær konunni minni. “Ekki það heldur,” sagði eg; “við erum íslenzk.” “Islenxk?” sagði hún og horfði á á m i g stórum augum. “Ert þ ú kominn af hinum fornu víkingum, sem bygðu ísland á nlundu öld- inni?” “Já,” sagði eg. En það var eins og hún ætti bágt með að trúa þvi. Henni þótti eg víst ekki nógu vígamannlegur né vöxtulegur til að vera afkomandi vfkinganna norrænu. — En mig undraði það mjög, að hún skyldi vita, að Norðmenn bygðu Island á níundu öld. “Þú þekkir víst eitthvað til hinna fornu norrænu bókmenta?” sagði eg. “E'kki vitund,” sagði hún; “hetfi að eins lesið um víkingana i nútið- ar skáldsögum. Og lika hefir mér verið sagt, að þeir hafi fyrstir allra hvítra manna fundið Ameríku. Það atriði hefir fyrir löngu vakið eftirtekt mína af ástæðum, sem eg kæri mig ekki um að nefna að sinni. En eg veit, að eg mundi, fyrir margra hluta sakir, hafa mik- ið yndi ff að kynnast afkomendum þeirra.” Hún hortfði út í bláinn um stund, eins og hugur hennar hefði hvarflað til fjarlægra landa. (Meira.) KVIKMYND. (Aðsent. Flýgur vana fjöðrum, þá flónsku anar hvelið, líkt og hani heima á haug með þanið stélið. Manga gorinn metta kvið magni borin ölin stjórnar sporum sparkar við spanga-forar-völinn. Líkt og héri hundi frá hræddur fer um limin. Ljóða-meri móðri á Mangi ber við himin. KRINGLUR. Skyldi ritstjóri Lögbergs skoða yfirlýsingu Sir Wilfrids Laurier— “bitavirði”? Keisari Þýzkalands gleðst að sjálfsöigðu við yfirlýsingu Lauriers og vonar, að hún verði rothögg á stefnu samisteypustjórnainnar hér i Canada. Hver sagði, að Lögbergi væri bet- ur trúað af almenningi en Heims- kringlu — var það ekki ritstjóri LögLergs sjálfur? M. M. ihleypur undir bagga með ritstjóra Lögbergs og yrkir fyrir hann — “Bita.” Hvaða þrekvirki lágu eftir Sir Wil'frid Laurier á meðan hann var við völdin hér í Canada? Hvöt. (Ort í anda M. M.) Enginn niði tflokkinn fríða frjálsu undir merki lands! Geði hýru skáldin skýru skálmum veifi sannleikans. I,jóss í sali liberala iýðir stýri vængjum tveim; Quebec Frökkum kátir þökkum katólskunnar frelsis hreim. Hertýgjaðar hreyfist raðir, hræðist ekki kúlna él! Kjör þá harðna, kosningarnar kærleiks efla vonar þel. Góðir ihálsar! Flokknum frjálsa fylgið dýra sögustund. Liberala leiðsögn valin lands og þjóðar eflir pund! Hallæris samskot handa börnum í Armeníu og Sýrlandi. Safnað af Miss Maríu Johnson, cor. Wellington ave. og Simcoe str., Winnipeg: G. R. Guðmundsson..........$1.50 A. Oarlson....................25 Gustave Erickson..............25 H. Holmström..................25 Alfr. W. Wilson...............25 Gísli Magnússon............ 1-00 Gísli Johnson............. 1.00 Thor. Johnson.................50 A. Maria Johnison.............50 Miss Valla Friðriksson........25 Miss Hilda Johnson............50 L. G. Anderson................50 J. Anderson................. 25 Geo. E. Davies (Tyndall, Man. .25 Frá Dingwall Fact. Wpg.: J. H. Straumfjörð.............50 Ben. Rosenthal................50 — HÆTTIÐ AÐ SÓSA BÖRNIN YÐAR met5 sterkum laxerandi metiul- um—Chamberlain’s Tablets eru ábyggijegastar til ati laga alls- konar óreglu i maganum á litla fólkinu; ein tablet tekin á hátta tíma meinar brosleit og frísk andlit aó morgni. Hœgar inn- töku og bregöast aldrei. 25 cts. glasiö, i lyfjabúöum og meö pósti. Ckamberlaln Medlclne Co. Toronto. I a^nWrUi. HmUclm C.„ Tmit. CHAMBERLAINS . TABLETS . OKEYPIS! 7 ÓKEYPIS! Smávöru-, Fræ- og Bókalistar með myndom. Nú tilbúinn til útsendingar—send- ið 089 nafn og áitun. ALVnr SALXS 00. r.O. Box M, D«pt. H., Winnipog. J. A. Heath............v. .. .50 W. G. Kerr....................50 Mr. Troxer....................50 Mr. Grímsson..................25 Mr. Larson.................. 25 Mr. Mullroy...................25 Mr. George....................10 H. Cahan......................25 ,1. Binmire...................50 R. Hamilton...........'. .. .25 Mr. McKim.....................25 Mr. Reynolds..................25 C. .1. Woodman................50 J. Goodman....................50 G. Hall......................50 H. Baldwin...................25 Ónefndur (Beverley St.........25 Frá Mary Hill, Man.: Steinn Einarsson........... .25 Sigurjón Jónsson............. 25 Mrs. S. J. Eirfksson .........25 G. J. Eiríksson...............25 B. J. Eiríksson...............25 S. Sigurðsson................50 Mrs. S. Sigurðsson............50 B. G. Nordal..................50 Mrs. H. Ólafsson..............25 Mrs. A. Anderson..............50 E. Sigurðsson.............. 1.00 S. J. Sigurðsson........... 1.00 P. Johnson................. 1.00 Mrs. B. Johnson............ 1.00 J. B. Johnson.............. 1.00 Joe Johnson............i. .. .50 Guðný Johnson.................50 Thorir Johnson............. .50 Ingigunnur Johnson............25 R. D. Thorsteinsson........ .. .50 Frá Lundar, Ma.n: Björn Björnsson...............25 Björg Björnsson...............25 B. H. Björnsson •.............10 G. E. Björnsson...............10 E. J. Soheving................25 Högni Guðmundsson.............25 Eirikur Guðmundsson........ 1.00 Mrs. H. Guðmundsson...........25 Frá Siglunes P. O.: Helga Johnson.................25 R. Johnson...................25 Ingib. Johnson................25 J. Friðtfinnsson..............25 Mrs. J. Johnson...............25 Steinn Thorsteinsson .........25 ónendur.................... 1.00 Ónetfndur.....................25 Joe Eggertsson................50 Frá Dog Creek: ónefndur......................50 Eiríkur Johnson...............25 Rúna Johnson..................25 Jón Steinþórsson........... 1.00 W. Kernested (Narrows .. .. 1.00 S. Helgason, Hayland.........50 Andrés Gíslason, Hayland, .. .25 B. S. Peterson, Hayland.......50 M. Erickson, Oak View........ 50 S. Erickson, Oak View...... 1.00 Samtals .. $36.30 Safnað af Miss Valgerði Kristjáns- son, 650 Maryland St., Wpg.: Miss Elín Hall...................$1.00 Miss Hlaðg. Kristjánsson .... 2.00 Miiss Margrét Pétursson........50 Þorvaldur Péturson.............50 Ólafur Pétursson...............50 Jón Ásgeirsson.............. 1.00 Evelyn O. Bjarnason (Gerald) .50 Alls .. $6.00 Safnað af Hjálmari Gíslasyni, 560 Newton ave., Wpg.: Hjálmar Gíslason............$2.00 Mrs. H. Gíslason........... 1.00 Miss S. Gíslsaon............ 2.00 Mrs. Ingunn Stefánsdóttir .. .50 Ragnar Gíslason............. 1-00 Mrs. Ragnh. Gunnarson .. .. 1.00 Miss Friíða Gunnarsson .. .. 1.00 Mrs. Inga Goodrich.......... 1.00 J. Barbour.................. 2.00 Mrs. Guðrún Gillies............25 Samtais .. $11.75 Safnað af Mrs. Ben. Clemens, 602 Maryland St„ Wpg.: Mrs. Finnur Johnson.......$1.00 Mrs. John Goodman............50 Mrs. Th. Goodman.......... 1.00 Mrs. S. A. Johnson...........25 Mrs. Dahl................. 1.00 Miss H. Olson................50 Mrs. H. Halldórsson .. 1.00 ónefndur.....................25 Miss Steinunn Steinsson .. .. 1.00 Mrs. A. Hendry............ 1.00 Jón Ketilsson................25 Mrs. B. Clemens........... 1.00 Ónefndur .. ................25 önefndur.....................25 Ónetfndur....................25 Ónefndur.....................25 Mr. Anderson.................25 Samtals .. $10.00 Sent eða afhent féhirði: Guðrún Friðriksson, Wpg.......$1.00 Stephoni Thorson, Glmli .. .. 1.00 Aðalbj. Jónasson, Wpg......... 3.00 S. D. B. Stephanson.......... 2.00 Mrs. Valdfs Símons..............50 J. K. Joihnsón, Hekla, Man....1.00 Hildur K. Joihnson, Hekla .. 1.00 G. M. Johnson, Bifröst........ 2.00 John Guðmundsson, Bifröst . 3.0Q Áður auglýst: $131.99. Saintals nú: $210.54. Rögnv. Pétursson. (Framh.) Ljómandi Fallegar Silkipjötlur. til að búa til úr rúmábreiður — "Crazy Patchwork”. — Stórt úrvai af stórum silki-afklippum, hentux- ar í ábreiður, kodda. seseur og n. —Stór “pakki” á 25c„ firnm fyrir $1. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG Sendið oss brotna vélaparta. Vér gjörum þá eins góða og nýja, með \ irri “Autogenus” málmsuðu. — “Cylinders” bor- aðir upp, nýir “Pistons” og hringir.— MálmsuÖu útbúnað- ur til sölu á $100 og yfir. — Fríar leiðbeiningar gefnar með hverju áhaldi. — Sendið eftir prfslista og nefnið þetta blað. — Skrifið á eneku. D. F. Geiger Weld- ing Works 164-6 lst Ave. North SASKATOON, - SASK. Heyr! Daufirheira! Enn er von fyrir heymardaufa. The Mega-Ear Phone Ekki málmur eða gúmmi — ekkt óviðfeldið, safnar og eykur hljóð margfalt. Ósýnilegt Heyrnar tæki. sem endurtekuT hljóðið og marg- faldar það svo daufir heyra sean aðrir. Læknar veik eyru og bilaða hlustar-himnu. Bætir Eyrna SuSu og Skerpir Heyrnina. Hver sem orsök heyrnardeytfu þinnar er, og hvað gamall sem þú ert, og hvað margar læknistilraun- ir sem við þig hafa verið gerðar, þá mun Mega-Ear Phone Hjálpar þér Sendið eftir myndabók með öll- um upplýsingum —og sanníærið yðnur sjálf. Allar canadiskar pantanir af- greiddar af ALVIN SALES CO. P. O. Box 56, Winnipeg, Man. Verð $12.50—Tollur greiddur The Mega-Ear Phone Co. (Incorporated) 724 Perry Bldg., Dept. “H” Philadelphia, Pa. ALT CANADA-RÍKI VERÐUR ÞIN TRYGGING HÖFUÐATRIÐID í sambandi við hverja lánveitingu er tryggingin, sem boðin er, það er að segja, möguleikar lánþiggjenda að endur- borga höfuðstólinn og greiða vextina skilvíslega jafnótt og þeir falla í gjald- daga. Trygging á bak við Sigur skuldabréf Canada—Victory Bonds—er öll auð- legð Canada, framleidd og óframleidd, og allar eignir Canada þjóðarinnar, — þetta alt tryggir loforð Canada til borg- unar. Getur þú hugsað þér nokkra trygg- ingu bygða á öruggari eða bjargfastari grundvelli, en undirskrifuð skuldbind- ing Canada sambandsins og sem studd er af hinni ótakmörkuðu auðlegð þessa lands ? Ábyggilegri trygging er ekki til; því þetta innibindur allar aðrar tryggingar. Hver bújörð, hver skógur, náma, verk- smiðja, banki, verzlun — hver einasta hugsanleg auðlegð, sem til er innan vé- banda þessa mikla Sambands, er trygg- ingin að baki Sigur-skuldabréfum Can- ada—Victory Bonds. Sigur-skuldabréf Canada eru loforð Canada sambandsins að borga tiltekna fjárupphæð, vissan höfuðstól á tiltekn- um tíma, og að greiða vextina skilvís- lega á hverjum sex mánuðum. Sigur-skuldabréf Canada eru ætíð gild og í flestum tilfellum betri en pen- ingar. Ástæðan er þessi: ef þú til dæmis leggur $100 í öryggisskápinn, þá áttu þessa $100 að fjórtán árum liðnum og að eins þetta og ekkert meira. En ef þú aftur á móti setur $100 virði af Canada-sigurskuldabréf- um í öryggisskápinn og lætur svo vext- ina af þessum skuldabréfum á spari- banka á hverjum sex mánuðum og læt- ur þá ávaxtast, þá áttu sð fjórtán árum liðnum $200. Og Sigur-skuldabréfum Canada má auðveldlega breyta í peninga. Þú get- ur selt þau á hvaða stundu sem er. Hvaða banki sem er mun Iária þér pen- inga gegn tryggingu þeirra. Eignarréttur þinn til þeirra er líka sönnun þess, að þú hafir brugðist drengilega við þörfinni að Spara, svo þú mættir verða Iandi þínu að nokkru Liði í þess brýnu og og miklu þörf — að þú hafir verið viljugur að verja sparifé þínu til stuðnings þeim göfug- asta málstað, sem hugsanlegur er—til þess að vinna Sigur í stríðinu og Frelsinu til viðhalds. VERIÐ REIÐUÖÚNIR AÐ KAUPA Sigur-skuldabréf Canada— CANADA’S VIQ0RY BONDS Gefið út af Victory Loan nefndinni í samvinnu vi8 fjármálaráðherra sambandsstjórnarínnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.