Heimskringla - 14.03.1918, Side 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. MARZ 1918
HEIMSKRINGLA
(Stofmati 188«)
Etmur út «. hverjum Flmtude*l.
Otsefendur og elgendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerB blatSnlns 1 Canada o« Bandarlkl-
unum J2.00 um úriS (fyrlrfram borEaí).
Sent tll lslands $2.00 (fyrlrfrara borgab).
Allar borganlr sendlst rátSsmannl blatSs-
Ins. Pðst etSa banka ávísanir stilist tll
Tbe Viking Press, Ltd.
O. T. Johnson, rltstjóri
S. D. B. Stephanson, ráðsmaður
Skrifstofa:
TM IHERBROOKB 8TREBT., WINNIPE&
F.O. Bez 8171 Talslesl Garry 411«
WINNIPEG, MANITOBA, 14. MARZ 1918
Atkvæði hermanna.
Fyrir nokkru síðan var aflokið að telja
atkvæði hermannanna, bæði hér heima fyrir
og erlendis og eins og vænta mátti studdu
hermennirnir Unionstjórnina eindregið. Gera
atkvæði jieirra það að verkum, að núverandi
stjórn hefir stærri meirihluta á þingi en nokk-
ur önnur stjórn hefir haft síðan sambandið
(Confederation) hófst. Samkvæmt síðustu
skýrslu yfir atkvæði hermannanna verða úr-
slit kosninganna sem fylgir: —
Unionist. Lauriersm.
Prince Edward Island 2 2
Nova Scotia 12 4
New Brunswoick . . • • 7 4
Quebec 3 62
Ontario . . . • • 74 8
Manitoba 13 1
Saskatchewan 16 0
Alberta 11 1
British Columbia .... 13 0
I alt 151 82
Við þenna meirihluta stjórnarinnar (69)
bætist svo áreiðanlega eitt þingsæti enn, þar
sem John Campbell hefir náð kosningu gagn-
sóknarlaust fyrir Nelson, Man., kjördæmið.
Kosningum þar var frestað þangað til 1. apríl
næstkomandi; en verða nú engar þar sem
Lauriersmenn hafa engan útnefnt til sóknar
í þessu kjördæmi. 1 Yukon kjördæminu hefir
kosningum verið frestað þangað til 1. apríl.
135 þingmcinnsefni töpuðu tryggingarfé
(deposits) sínu, 25 Unionstjórnarmenn (all-
ir nema 3 í Quebec fylki), og 110 Lauriers-
menn. Eins og flestum lesendum hér mun
kunnugt, verður hvert þingmannsefni að
leggja fram vissa fjárupphæð, sem trygg-
ingu þess að hljóta að minsta kosti 50 prct.
af atkvæðum mótsækjandans. Tapast þetta
tryggingarfé, ef svo mörg atkvæði fást ekki.
Hon. Frank Oliver varð undir í Vestur-
Edmonton og komst mótsækjandi hans að
með 2,700 meiri hluta. Við ósigur Olivers á
Laurier á bak að sjá einum af sínum allra
öflugustu fylgjendum.
Hvergi voru atkvæði hermannanna ein-
dregnari með Unionstjórninni en hér í Mani-
toba, og mun svo hafa verið í öllum kjör-
dæmunum. — I Mið-Winnipeg komst Major
Andrews að með 21,000 atkvæða meirihluta,
og er það stærsti meirihluti kosninganna. ^
* —— --------------------------— 4,
Yerkin sýna merkin.
Allir Islendingar munu kannast við Þorkel
Iögsögumann Þorsteinsson, sem nefndur er í
Islendingasögunum “Þorkell máni.” Líf
hans lýsir eins og bjart ljós í gegn um allar
þær aldanna raðir síðan hann var uppi og
fram á þenna dag. Mun óhætt að fullyrða,
að á meðan íslenzk tunga er við lýði muni
nafn hans aldrei gleymast. Hvernig víkur
þessu við?
Hvemig stendur á því, að þessi heiðni
maður liðinnar tíðar skuli hafa þrýst sér svo
inn í meðvitund allra Islendinga á öllum tím-
um? Þeir hafa ekki gleymt honum. Ekki
var hann þó neinn afburða kappi, sem skar-
aði fram úr öðrum að líkamlegum íþróttum
og atgerfi — ekki er lögspeki hans heldur
orsök að aðal-frægð hans.
Um hann segir svo í Landnámu: ..Þor-
kell lögsögumaður, er einn heiðinna manna
hefir bezt verið siðaður, að því er menn vita
dæmi til. Hann lét sig bera í sólargeisla í
banasótt sinni, og fal sig á hendi þeim guði,
er sólina hafði skapað; hafði hann lifað svo
hreinlega, sem þeir kristnir menn, er bezt eru
siðaðir” Þessi lýsing er ekki löng, en eftir
að hafa lesið hana ætti öllum að verða aug-
Ijós orsökin að frægð Þorkels mána.
Hann var frægur sökum síns bjarta hugar-
fars og göfuga lífernis. Jafnvel þó hann væri
maður heiðinn, “lifði hann svo hreinlega, sem
þeir kristnir menn, er bezt eru siðaðir.” Alt
sitt líf þráir hann ljósið og hagar allri breytni
sinni samkvæmt þessari þrá — sýnir hana í
verkinu, með öðrum orðum. Og er hann
finnur dauða sinn nálgast, lætur hann bera
sig út í sólarljósið og felur önd sína guði
þeim á vald, sem sólina hefir skapað.
Mynd þessi er ógleymanleg, og fleiri finn-
ast slíkar í Islendingasögunum.
Og vissulega geta Islendingar enn tekið sér
Þorkel mána til fyrirmyndar. Þá munu þeir
sýna trú sína eða æðri þroskun í verkinu
engu síður en orðunum.
Mörgum hættir svo við að tala ósköpin öll
en gera sáralítið. Þeir stagast á sannleiksþrá
og framþróun og leggja alla áherzlu á að
kærleiksþel einstaklinganna hvers til annars
þurfi að glæðast. Sjálfir eru þó menn þessir
oft þektir að því að vera bæði ágjarnir og
ráðríkir, uppstökkir og öfundssjúkir, tor-
trygnir og skilningssljófir á tilfinningar ann-
ara.
Frægð slíkra manna varir ekki lengi, hve
fagurlega sem þeir tala. Þeir eru alveg ó-
líkir Þorkeli mána.
Ef vér gætum unnið stríðið með orðunum
tómum, værum vér búnir að sigra fyrir löngu.
En þessu er ekki að fagna. Orðin tóm duga
nú ekkert.
Nú þörfnumst vér þeirra manna, sem reiðu-
búnir eru að sýna sinn góða vilja í verkinu.
Nú er hægt að koma landi og þjóð til aðstoð-
ar á margvíslegan hátt fyrir þá, sem viljann
hafa.
Með því að leggja stund á alla nýtni og
sparsemi, með því að leggja sem beztan skerf j
til eflingar framleiðslu Iandsins, með því að
aðstoða af ítrustu kröftum alt sem miðar til
góðs á yfirstandandi hörmungatímum —
þannig geta allir borgarar þessa lands unnið
þjóð sinni ómetanlegt gagn.
Allir undantekningarlaust geta nú eitthvað
hjálpað ef þeir bara vilja — en þeirra góði
vilji er með öllu gagnslaus, ef þeir sýna hann
ekki í verkinu.
4-------------------------------------------i.
Núverandi stríðshorfur.
Veraldar styrjöldin mikla hefir nú staðið
yfir hátt á f jórða ár og enn eru endalokin hul-
in slæðum óvissunnar. Hervaldið þýzka er
enn þá eins öflugt og nokkurn tíma áður og .
þjóðin þýzka jafn blind og leiðitöm. Þjóð-
verjar ryðjast nú fram á vígvöllum Austur-
Evrópu ógnandi og æpandi og að líkindum
“nagandi skjaldarrendur”, og hvorki Rússar
né aðrar þjóðir þar eystra fá þeim minsta
viðnám veitt. Tekið getur þetta þó töluverð-
um breytingum og ekki er með öllu ómögu-
legt, að mótspyrna Rússanna eflist að mun er
frá Iíður. Bolsheviki stjórnin, sem svo mikla
bölvun hefir orsakað á Rússlandi, virðist nú
vera á heljar þröminni. Þjóðin rússneska er
að vakna til meðvitundar um þær hörmulegu
afleiðingar, sem allar gerðir þessarar stjórnar j
hafa haft í för með sér fyrir land og þjóð. |
Sterkur grunur er að vakna um að Lenine, |
æðsti ráðherra Bolsheviki stjórnarinnar, hafi
verið keyptur af Þjóðverjum til þess að koma !
öllum þessum spellvirkjum í framkvæmd. j
Frá því hann tók við völdum, á hann að hafa j
fengið frá þeim stórar fjárupphæðir í laumi i
— en þrátt fyrir þetta mun þó ásetningur
hans hafa verið að svíkjast undan merkjum
þeirra og haga stjórn sinni samkvæmt eigin j
vilja. En hann skorti kænsku og stjórnvit til
að verjast hinitm margvíslegu áföllum og sá
ekki við slægð hinna þýzku stjórumálamanna.
Honum hefir til dæmis aldrei komið til hugar,
að Þjóðverjar myndu halda stríðinu áfram,
þrátt fyrir það þó friðarsamningar hefðu ver-
ið undirritaðir af báðum hliðum, og þessarar
og annarar skammsýni mun hann þunglega
gjalda áður lýkur. Leon Trotzky, utanríkis-
ráðherra hans, mun hafa verið meðráðamað-
ur hans í öllu, en þó einlægari gagnvart landi
sínu og þjóð og ekki eins leiðitamur af er-
lendum áhrifum. Síðustu fréttir, þegar þetta
er skrifað, segja hann hafa sagt af sér sem
utanríkisráðherra, en að svo komnu hafa ekki
orsakirnar verið leiddar í ljós, sem liggja
til grundvallar þessu tiltæki hans.
Reynslan hefir sýnt, að oft er lítið mark
takandi á fréttunum frá Rússlandi, sérstak-
lega síðan Bolsheviki stjórnin komst þar að,
en samt sem áður virðist ekki minsti vafi á,
að ástandið þar sé nú hið ískyggilegasta. Að
Þjóðverjar eru þar sigurvegarar, er deginum
ljósara, hvort sem þeir bera mikinn hagnað
úr býtum við þann sigur eða ekki Einnig virð-
ast örlög Rúmaníu ætla að verða svipuð og
Rússlands, því ef Rússar eru nú algerlega úr
sögunni, er ekki til þess að hugsa, að Rúmen-
ar geti haldið áfram að berjast. Næsta högg-
ið munu Þjóðverjar svo ef til vill láta ríða á
Makedoníu, Italíu—eða hver veit hvar? Eins
og nú horfir sýnast þeir stefna að því mark-
miði, að verða drotnendur allrar Austur-
Evrópu og smátt og smátt færa svo út kvíam-
ar í aðrar áttir eftir því sem vald þeirra vex.
En óvæntir viðburðir eru nú ef til vill á
næstu grösum, sem hafa í för með sér stór-
kostlegar breytingar frá því, sem nú á sér
stað. Þjóðverjar hafa oft orðið fyrir von-
brigðum miklum. Markmið þeirra í byrjun
stríðsins var að taka París á skömmum tíma
—borg þessi er ótekin enn. Við tilraunir að
taka borgina Verdun hafa þeir fórnað mörg-
um þúsundum manna — árangurslaust. Þrátt
fyrir sinn mikla herafla og langa undirbúning
hefir þeim ekkert að heita má orðið ágengt
á Frakklandi síðan þeir biðu ósigur í orust-
unni við Marne og á mörgum svæðum hafa
þeir oft orðið að fara halloka síðan. Og á
þessum tíma hafa bandamenn verið að eflast
að kröftum, unz þeir nú fyllilega standa Þjóð-
verjum jafnfætis, bæði hve mannafla snertir
og allan herbúnað.
Engin ástæða er því fyrir bandamenn að
örvænta. Or því Þjóðverjar eftir 40 ára und-
irbúning, fengu ekki brotið hergarð þeirra á
bak aftur í byrjun stríðsins, eru ekki nokkur
líkindi til að þeir geti þetta nú. Að úrslita-
orustur þeissa stríðs verði háðar á Frakklandi
og í Belgíu, virðist Iitlum vafa undirorpið, og
ef Þjóðverjar bíða þá ósigur, sem full ástæða
er til að vona, þá verður fótum fyrir fult og
alt kipt undan hervaldi þeirra og úr því
munu hernaðardólgarnir þýzku ekki eiga sér
mikla viðreisnar von. Þá er loku fyrir það
skotið, að þeir verði til lengdar drotnendur
síns eigin lands — hvað þá annara landa.
Frakkar hafa nú lengi átt við þröngan kost
að búa, en hingað til hafa þeir þó getað sigr-
að alla örðugleika og standa saman með það
eina markmið fyrir augum, að verja land sitt
til síðasta blóðdropa. Þrátt fyrir ófarir
Rússanna og sigurvinninga þeirra þýzku
eystra, er öðru nær en Frakkar láti nú nokk-
urn bilbug á sér finna. Alt bendir líka til
þess, að þjóðin á Englandi fylgi óhikað sömu
stríðsstefnu og áður. Friðarpostular gera þar
að vísu vart við sig ekki svo sjaldan, en hafa
ekki stórleg áhrif. Lansdowne lávarður hef-
ir nú í tvígang skorað á stjórn sína að taka
tafarlaust til íhugunar þá friðarkosti Þjóð-
verja, sem hann telur aðgengilega. Vill hann
að stjórnin brezka samþykki að allsherjar
friðarstefna sé haldin sem fyrst, þar sem
reynt sé að koma á sem bráðustum friði —
við hervaldið og aðalinn þýzka.
Ekki er að heyra, að þessar friðartillögur
Lansdownes hafi haft mikil áhrif að svo
komnu. Samtímis því að seinna bréf hans
birtist til stjórnarinnar, birtist einnig útdrátt-
ur úr ræðu Hendersons, leiðtoga verkamanna
flokksins, er hann hélt í sambandi við hin-
ar væntanlegu kosningar á Englandi.
Þar er (farið fram á frið líka, en
gagnólíkah frið. Henderson leggur alla á-
herzlu á alþjóða-bandalag, þar sem lægri
stéttir landanna hafi engu minna að segja en
þær æðri; afnám alls hernaðar undirbúnings
og alls þess, sem gerir stríðin möguleg, og
mannjöfnuður og réttlæti komi í staðinn fyrir
hervald og hnefarétt. Þetta er í fáum orðum
aðal kjarninn úr ofannefndri ræðu Hender-
sons — og svo mikið er víst að frið þenna
samþykkir keisarastjórnin þýzka aldrei, utan
hún bíði ósigur í stríðinu.
Stefna verkamanna flokksins á Englandi
þýðir því í raun og veru ekki annað en að
brezka þjóðin haldi stríðinu áfram unz her-
valdinu þýzka er kollvarpað, annað hvort
við sigur bandamanna, eða að þýzka þjóðin
sjálf rís öndverð þeirri kúgun, sem hún nú
verður að búa við. Og óhætt mun vera að
fullyrða, að þetta sé stefna þjóðarinnar
brezku í heild sinni.
Um Pólland.
Fáir munu eira við sagnalestur nú á dögum.
Einstaklingar yfirstandandi tíðar lifa of mikið
í nútíð og framtíð til þess þá fýsi að láta hug-
ann lengi dvelja á ófullkomnun og yfirsjónum
fortíðarinnar. Sögulegs fróðleiks vilja menn
nú afla sér þannig, að eiga kost á að lesa um
helztu viðburði í sögum hinna ýmsu landa,
þar sem skýrt er frá öllu í sem fæstum orðum.
Langlokulegt málastagl er ekki “í móð” leng-
ur og ekki bjóðandi nútíðar lesendum blaða
eða tímarita; — slíku fleygja þeir frá scr
með blótsyrði á vörum.---------Vér vorum ný-
lega beðnir að birta helztu drætti úr stjórnar-
farssögu Póllands, í sem fæstum orðum, og
við þeim tilmælum viljum vér nú reyna að
verða:
Saga Póllands hefst með ríkisárum Miec-
zyslaw konungs (962—992) ; um viðburði
þar fyrir þann tíma eru aðeins til þjóðsagnir,
sem ekki hafa við nein sannsöguleg rök að
styðjast. Konungur þessi tók kristni og á
stjórnarárum hans var Pólland skoðað eitt af
voldugustu ríkjum Evrópu. Síðar hrapaði
veldi þess niður á við og í tvær aldir eftir ár-
ið 1101 var Pólland hertogadæmi. Á stjórn-
arárum Casimirs II (1177—94) var fyrsta
löggjafarþing þar stofnsett. Mongolar rudd-
ust yfir landið árið 1241, gerðu mikinn skaða
og fóru Pólerjar algerlega halloka fyrir þeim.
Þjóðverjar höfðu þá stofnað nýlendur í
mörgum héruðum landsins. Fyrsta ríkisþing
á Póllandi var kallað saman árið 1381 og
ríkti þar þá konungur að nafni La-
dislaus Lokietek. Árið 1454 hafði
ríkisþing þetta aukið völd sín að
miklum mun og breytt stjórn lands-
ins úr konungsstjórn í stjórn fárra
manna (oligarchy). Vald konungs
var þá mjög takmarkað, en væri
hann góðum hæfileikum búinn gat
hann töluverðu til leiðar komið
með áhrifum sínum; öll aðal völd-
in voru þó í höndum hins svo-
kallaða ríkisþings. Ákvað ríkis-
þing þetta sér rétt til þess að kjósa
konung landsins — svo sízt var að
undra þó það vildi ráða athöfnum
hans. Á ríkisárum Stanislausar
Augustusar konungs tóku völd rík-
isþingsins fyrst fyrir alvöru að
þverra og áttu sér þá stað ýmsar
stjórnarfarslegar endurbætur á
Póllandi, eða sem þá voru skoðað-
ar endurbætur. Þá var til dæmis
það merkisspor stigið í sögu lands-
ins, að krúnan var ger arfgeng.
Árið 1772 átti sér stað fyrsta
sundurliðan Póllands, er Austur-
ríki, Prússland og Rússland her-
tóku stórar landspildur þar. Bar
það sama við aftur árið 1 793, er
Rússar og Prússar hneptu undir
sig enn fleiri héruð og er þetta átti
sér stað í þriðja sinni árið 1 795,
var konungsstjórn Póllands alger-
lega kollvarpað. Eftir það var
stjórn landsins ölll í molum að heita
mátti, unz árið 1868 að hún var
algerlega innlimuð í stjórn Rúss-
lands. Hélzt þetta þangað til sum-
arið 1915 að Þjóðverjar brutust
inn í landið og hertóku allan þann
hluta þess, sem áður tilheyrði
Rússum. — Við þetta situr eins og
nú er og hver örlög Póllands verða
í framtíðinni verður öllum hulið
þangað til varanlegur friður er
kominn á milli allra hinna stríðandi
þjóða. Sýnilega er markmið Þjóð-
verja að leggja stærstu parta Pól-
lands undir Þýzkaland, en hvort
þehn hepnast þetta, verður tíminn
að leiða í ljós. (Þýtt.)
-------o-------
Við Austurgluggann.
Eftir síra F. J. Bergmann.
58.
Stephan G. Stephansson:
Heimleiðis.
Vænt þótti mér að fá þeeei ferða-
kvæði úr Islandsför skáldslns öll í
einni heild. l>að sem fyrir augað
bregður í blöðuin, firnist yfir og
hverfur úr huga, að minsta gloprum
eins og mér.
»Svo er þassum kvæðum .skálds-
ins farið eins og öðru, sem eftir
liann iiggur. Maður ]>arf að sitja
með ]>að og láta imgann grafa sig
inn í það, ef maður á að hafa þess
fuil not. Kvæðin hans eru ekki eins
og skyndtleiftur, sem nóg er að
bregði fyrir augað í einni svipan.
Líkiega breta þossi kvæði ekki
við skáldfrægð Stephans, enda þarf
þess ekki. Bn ]>au bera öll einkenni
ljóðlistar ihans og haifa all-mikinn
hugtsana aiuð í vsér fólginn.
Þó er auðsætt, að skáldið hefir
ekki ætlað sér í ferðinni að yrkja
neinn djúpsettan speki-brag og
binda í honum allan þann hug-
mynda sæg, sf'in flogið hefir í gegn
um sál hans á ferðalaginu.
Kvæði iþessi ber fremur að skoða
sem mola, er fallið hafa af borði
auðugs manns. Eða neista, er
hrjóta úr skeiifu, er riðið er um
grýttan fieiðarveg fjörugum ísienzk-
uim fáki.
Eg held það hafi verið við lestur
síðasta kvæðisins, sem nefnt er AS
leikslokum, að mér flugu í hug orð
Tennysons:
Break, break, break
On the cold gray stones, O Sea!
And I would that my tongue
eould utter
The thoughts that arise in me.
Skáldið segir um íeið og hann
hverfur aftur heimleiðis í vestur
ótt, að þó skyndi depurð grípi róm-
inn, eins og þegar lóan kveður dal-
inn á hausti, við hugsanina um: að
það sé efsta sinn, ihlægi sig það þó:
“að hér var steinum þungum
hnykt úr leið, ef aðstoð þína brast,
vissa ljós, að leika á yngTÍ tungum
ljóðin, sem þú aldrei kveðið gazt.
Jbrár og óskir þroskast, vaxa, fyliast,
þína hönd, sam aldrei fær þú léð.”
Flest skáid finna sjálfsagt til þess,
hversu mikið sem ort hafa, að það,
sem þeir mest hafa þráð að segja,
liggur enn bundið og fjötrað í sál-
um þeirra og öðrum ætlað.
En hins vegar gott til þesis að
hugsa, að ljóðharpan gengur frá ein-
DODD’S NÝRNA PILLUR, góðar
fyrir allskonar nýrnaveikL Lækna
gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’a
Kidniey Pills, 60c. askjan, sex öskj-
ur fyrir $2.50, hjá öllum lyísölum
eða frá Doda’s Medicine Oo., Ltd.
Toronto, Ont
um til annars, og sá sein tekur við
kemist ef til vill einlhverri nótu ofar
—túikar ef til vilf einhverja tilfinn
ingu, sem elgi harfði áður verið færð
í hæfilegan búning.
Kvæðið endar svo:
“Yður ihjá, sem hugsuðum oss saman,
ihjartað sikilur gestuirinn, sem íer,
varmit og heilt—að hverrl stund
var gaman—
Hiönd hans óveil-^sé hún kuldæber—
rétt er þeion, sein iánast á að erfa
æsku vorrar stærri þrár og dug-----
Sælt úr ijósioglandi hinztað hverf*.
loks með söknuð—þó með glöðum
liug.”
En eg ihefi byrjað á sfðustu bla’:
síðu, eins og Gyðingurinn, sem fer
að lesa hebresku biblíuna sJna.
Ivvæðin anda hlýtt bæði austuf
og vestur. Fyrsta kvæðið er kveðja.
til Kanada:
“Hefir þú aldrei athugað,
að ísland teyigði úr sér!
íslondinigur séihver veit,
að honum gegna ber
heiilli landvöm heima fyrir,
hálfri landvörn hér —
heimi öllum þegnskyldugur,
hvar sein helzt hann fer.
Hann slæst nú, með sinni sveit.'
í iið á lengdri strönd,
iítil taug í sinnar þjóðar
vöraiu bróðuihönd;
reynast vill og rauna-góð,
sem rétt er út í lönd
roifin eða sundurleit
að knýta hjartab Jnd.
Kanada nefnir skáldið fósturjörð
sína, en ísland föðurland sitt
Hann segir til Kanada:
Flý eg ekki fósturjörð,
þá illia kornið er!
Eftirsjá þó Jítil myndi
þykja helzt í mér.
Koma skal eg aftur
hve óraiangt sem fer,
•ef ekki fyr á dómsdegi
að vitna einn með þér.
Svo leggur hann út í Austurveg
eins og víkingamir forðum:
Með föðurland framundan
við fósturland eg skii.
Þá yikir hann um Ægi og Rán og
Ránardætur, allar tíu, sem hann
nefnir mieð nöfnum: Himin-glæfa.
Dúfa, Blóðughadda, Hefring, úður.
Dröfn, Hrönn, Byigja, Kólga og síð-
ast Ljóseyg.
Yið úthöf og eilífðir
í ættsemd er hún.
Þó fögnuður sé að sigia austur, er
þó hugurinn bundinn við heimilið
í vestri:
En þó sælir siglum vér
svona öðruhváru,
hugurinn vestur fljótar fer
en Fossinn aust’rum báru.
Hafísinn, kafbáturinn og Sigurð-
ur skipstjóri fá hver sína stöku:
Fossinum stýrðu alténd af
öllu tjóni og broti.
Yfir sérhvert heimsins haf
ihalt’onum æ á floti.
Hvað eftir annað skfn það í gegn
um kvæðin, að vonin um áð vinna
gull og græna skóga, som voru /
huga hans, er hann ungur fluttist
áf ættjörðu sinni, hafa ekki ræzt, og
má það maður manni segja, þó góð
hiafi Ameríka flestum verið. Hann
yrkir af Skipsfjöl:
Lánsæid er það, létthlaðinn að
mega
iækka segl f feginahöfnum skjótt.
Hvað er heimvon, örbirgð manns
né eiga.
oftir ianga hungur-vöku nótt?
Vitkað barn, með tveimur tómum
. mundum
til þín sný eg, æskudrauma grund—
Það var stundum flóns-guil, sem við
fundum
fyrir handan þetta breiða sund.
Eg kem engin afrek til að vinna,
æbtjörð mín! en finna skal hjá þér
stuðlaföHin fossboganna þinna
fjallæþögn og gullið handa mór!
Þvf eg kýs í kjöitu þinni að lúra
kyrt og sælt, og vaggast blíttog rótt