Heimskringla - 14.03.1918, Qupperneq 5
WINNIPEG, 14. MARZ 1918
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSIÐA
fiólskrnsifangi og- skautum þinrta
skúra,
rfcemtidrauma vaka um sumamótt.
MeS ströndum íram or eitt af
longstu kvæðunum og er nákvæm-
arl lýsing alls þess, »em fyrir augun
ber, er farið er með fram vströndum
landsins og einkennir líifið og nátt-
imina og athafnir fólksins, en eg
miiimlst að ihafa séð 1 öðru islenzku
kvæði.
Kvæðin, Betra er aö hafa yndi en
auð og Bárðardalur, eru bæði á
þjóðwagnagrunni og vel farið með:
I>ó Bárður flytti fjallavegi
isitt fé og mal,
hann flutti bæ, en búsæld eigi,
úr Bárðardal.
Af kvisti og skógi að krafsa snjó
á kuldabeit
og hafa þó af nesti nóg
í næstu sveit.
Hann stendur á leiði gamallar
konu, sem hann hafði kvatt, er
hanri fór, með kjforð um að koma
fljótt aftur, og segir:
Þú (hefðir ekki, þar sem hvílir,
þekt hann aftur,
hálfur enn þá heimalningur,
hálfur skiftur útlendingur.
Gvöndarbrunnar er kvæði um
Ouðimund góða, og er þar margt
gott og vel sagt:
Gvöndur igóði,
settur hæst í sögu og ljóði
fyrir að vígja veisu-keldur—
haihníælt heldur,
þegar hann móti rasi rís
aldar, sem varð ofjarl honum,
og að hann þá snauðu kýs:
Yeitti rusli og ræningjunum
rúm í sinni paradfs.
Við Geysi yrkirhann:
Ekki er neitt i mínu hugar-horfi
iielgispell, svo leikir fyrir mér,
né í kviku kverkarnar á þér
hefi eg skap að troða mínu torfi.
Hyggur þú eg hroflinn okki finni
lieftrar listar, neydda annars vild!
Betra að sóa sinna krafta <snild
ókend lind í eyðimörku sinni.
Þeim, sem vilja fara þrönga veg-
inn, ræður skáldið til að fara Stein-
grfmisfjarðarheiði, sem er ein fræg-
asta vegleysa landsins:
Ríði þessum þrengslum á
og þig bafi í Sfon langað,
hvergi muntu fleiri fá
íótakefli þangað.
Ekki ræður skáldið fslenzku hest-
unum, sem hann yrkir um Vegtams
kviðu, til þess að fara vestur hing-
að:
Vestur að flytja er vart þín hæfa—
ver á situr hitt,
þar í striti kaups að kæfa
ikosti og vitið þitt.
Það hetfir verið sagt af ágætum
rifchöfundi: “Hámark lífsins er til-
finningin. Hiámark lundernisins er
sainúðin og hljómlistin er sú teg-
und hstar, sem tengir þær saman.”
Tilfinningin lætur hljómlist og ljóð-
list renna saman í eitt.
Eitt kvæðið nefnist Afsökun.
Það er ort til roóður, eem misti son
ainn fullorðinn úr tæringu, meðan
skáldið dvaldi heima. Hann þekti
hvorugt, en Ihafði séð piltinn að
bón móðurinnar áður hann iézt;
svo sendir hann móðurfnni að hon-
um látnum þessa atfsökun:
Eg á engin orð þau til, sem orkað
geta,
— þó eg væri lengi að leita —
leiði drengsins þfns að skreyta.
Mér er hvorki leyft í ljóði að lýsa
honum,
né blekkja kámi af kvæðum mínum
kranzinn stóra af vonum þínum.
Bæði efni og orðin mín, þau yrðu
smærri
móður-hjarfcans hljómum skærri—
hika þeim að syngja nærri.
Svo er mér stundum tungu-tregt,
Ihef’ tll þess fundið:
Þögula en hlýja höndin
hjálpar bezt um skuggalöndin.
Eg hef’ setið þrátt og þrátt við
þagnar-kvæðin,
og sjálfur aleinn eftir sfcaðið
einfl og þú, við hinzta vaðið.
Það er góð æfing í íslenzku þeim
sem búnir eru að týna niður, og
hinum, @em vilja læra, að lesa þessi
kvæði. Eitt allra stærsta furðuefn-
ið f sambandi við skiáldskap Steph-
ans, er sú uppspretfca af fslenzkum
orðum, sem hann geymir í huga
sér, þrátt fyrir að hafa alið allan
sinn manndómsaldiur fjarri ætt-
jörðu sinni og fjarri nokkuru íjöl-
mennu, ísJenzku mannlélagi.
Oftast er hann einkar vandvirkur.
En — Interdum dormit ipse Hom-
erus,—stundum dottar jafnvel Hóm-
er. Kannske skeöur (bls. 48) eru of-
urlítii lýti á annars ljómandi fögru
kvæði. Vætti (bls. 29) ætti vfst að
vera vættir og er ef tid vill prent-
villa, ]>ar sem samhengið bendir til,
að bað sé fleirtala. Klifar (bLs. 38)
á víst að vera klífur.
Annars gæti Stephan kent þeim
íslenzku mörgum, sem nú þykjast
kunna. Að lesa ijóðin hans er að
ganga inn í námu fslenzkra orða og
íslienzkra hugsana og verða furðu-
lostinn yfir, hve mikið gull er í berg-
inu. Mest dái eg, hve sterkt og karl-
mannlegt málið verður í höndum
hans.
—------o------
Æfiminning
Frú Oddnýjar Jónínu Jakobsdóttur
Eggertsson.
Hinn 21. janúar síðastl. andaðist
að heimili sinu, 766 Vietor str., Win-
nipeg, merkiskonan frú Oddný Jón-
ína Jakobsdóttir, kona Árna Egg-
erfcssonar fyrrum bæjarráðsmanns i
Winnipeg, en nú verzlumarerind-
reka fyrir stjórn íslands í New
York, þar 'sem hann var staddur, er
sorgaratburð þenna bar að liönd-
um. Daginn áður fæddi frú Oddný
meybarn, en fékk strax á eftireða um
barnisburðiixn Olkynjaðan nýrna-
sjúkdóm, er varð henni brátt að
bana. Mun enginn hafa búist við
því, að svo sviplega og fyrir örlög
fram yrðu vinir og vandamenn
henni á bak að sjá.
Prú Oddný fæddlst 24. febr. 1874,
í Iíauf á Tjörnesi, en þar bjuggu
foreldrar henirar, Jakob Oddsson,
sonur (Kkls Sigurðssonar og Sigur-
björg Jónsdóttir, dóttir Jóns As-
mundssonar frá FjöHum í Keldu-
hverfi. Til Canada fluttist hún með
foreldrum sínum og öðru skyld-
fólki sumarið 1884. Tóku foreldrar
hennar sér bólfastu nálægt Oi.mli
hér í fylkinu, og -bjuggu þar sfcöð-
ugt þar til Jakob dó, 30. dos. 1905;
þá lét Sigurbjöi’g af bús-kap og
flutti til Winnipeg, til dóttur sinn-
ar og tengdasonar, Arna Eggerts;
sonar. Hjá þeim hefir hún dvalið
síðan.
Frú Oddný ólst upp , í foreldra-
húsum þar ti 1 er hún fluttist til
Winnipeg, og var þar með skyld-
fólki 'sínu unz hún 5. apr. 1895 gitft>
ist manni sínum, Arna, syni Eggerts
Jónssonar fyrrum bónda á Fróðhús-
um í Borgarfirði og Sigríðar Jóns-
dóttur frá Deild-artungu. Ávalt síð-
an hefir heimili þeirra hjóna verið í
Winnipeg. Þau eignuðust sjö börn;
eitfc (Sigurbjörg) lézt í æsku, en á
lífi eru: Árni Guðm. hcrskólasveinn
í Toronto í flugliðinu, Sigurbjörg
Thelma, Eggert Grettir, Egill Ragn-
ar, Sigurður Hjalti og Oddný Olavía,
öll í föðui'húsum; ásamt eigin-
manni, móður og börnum syrgja
hina lófcnu tvær sy-stur, Jako'bína
Guðrún kona ölafs S. Thorgeirsson-
ar og Ása Sigríður Laventure, báðar
til heimilis í Winnipeg.
Útför OdcLnýjar sál. fór fram 28.
janúar að viðstöddu miklu fjöl-
menni bæði á heimilinu og í kirkj-
unni. Á undan útfararathöfninni
var ungbarnið skírt af séra Birni B.
Jórrssyni og látið heita eftir móður-
inni liðnu. Síðan las séra Rúnólfur
Marteinsson bibWukafla og flutti
bæn, en húskveðjan var flutt af séra
Friðriki J. Bergmann. í Fyrstu lút.
kirkjunni hélt séra Björn B. Jóns-
son útfararræðu og frú Sigríður
Hall isöng kvæði, ort af Dr. Sig. Júl.
Jóhannessyni, sein kveðju frá manni
hinnar látnu. Síðan hélt iíkfylgd-
in út í Brookside grafreitinn. Kist-
an var þakin með blómum frá ýms-
um vinum og vandam-önnum. Eiun-
ig var þar forkunnar fagur blóm-
sveigur frá stjórn íslands.
Frú Oddný heit. var mesta sæmd-
arkona í hverri grein, prýðilega vel
gefin og lesin. Hún unmi mjög fram-
förum og fróðleik og -fögrum listum,
og gladdist innilega, þegar ein/hver
af íslenzku bergi brotinn hófst til
vegs og virðingar. Hún var kona
fríð sýnum, snyrtileg í allri fram-
koniu, ljúfmannleg í viðinóti og
háttprúð, en yfiriætislaus með öllu.
Heimili sínu veitti hún fyrirmynd-
ar forstöðu. Alt var þar jafnan í
röð og reglu; var hún líka með af-
brigðum heimilisrækin kona. Hún
skoðaði heimilið sitt sem helgan
stað, og það gat hún ekki vanrækt
frekar en eitt af börnum sínum.
Enga konu hefir sá, er þetta ritar,
þekt, sem hefir haft dýpri og Ijósari
skilning á hjúskapar- og heimilis-
skyldunni, en hún. Enda var hún
manni sínum ágætasta eiginkona
og börnum sínum ástrík-asta móðir.
Að eðlisfari var hún glaðiynd og
félagslynd og gestrisin. Var heimili
beirra hjóna sannkallað gestaheim-
ili, svo marga bar þar að garði.
Veitti hún jafnan með rausn og
skörunglyndi og munu margir oft
minnast þeirra gleðistunda með
þakklátum huga, er þeir sátu þar í
góðu yfirlæti. Hún var innilega
trúrækin kona, einlæg og staðföst í
barnatrú sinni, og lét sér mjög ant
um að innræfca börnum sínum
kristna trú og kristilegar dygðir.
I>ó var hún laus við alla þröngsýni
í þeim efnum, sem öðrum.
Nokkru áður en hún dó, iét hún
gera erðaskrá sfna og mælti hún svo
fyrir, að $1,000 af eignum sinum
skyldi látið á vöxtu • og þar með
myndaður stoínsjóður til að koma
ó fót heimili handa umkomulaus-
um börnum. Ef eftir vissan ára-
fjölda sjóður þessi yrði ekki nægi-
legur að vöxtum til að koma þessari
stofnun hér á fót, þá vildi hún að
allur sjóðurinn gengi til slíkrar
stofnunar á okkar kæru fóstu’rjörð,
Íslandi. Bað hún þess, að þetta
barnaheiiinili yrði látið Ihelta “Móð-
urást.” Lýsir þetta áform henni bet-
ur en orð fá gert, hve hún var alvar-
leg og hugsandi kona, og hve göf-
ugar tilfinnlngar og fagrar hugsjón-
ir bjuggu f hjarta hennar. Hún var
einkar staðföst og trygg, þar sem
hún tók vináttu við, gjafmild og
raungóð og mátti aldrei vita neinn
líða.
Þegar sorgai fregn sú barst út, að
frú Oddný væri dáin, setti imargan
hljóðan við. Og hve mikillar al-
menningshylli hún naut og hve
mikíls hún var metin fjær og nær,
kom bezt í ljós í tfjölda mörgum bréf-
um og símskeytum til manns henn-
ar, er öll hörmuðu hið óvænta frá-
fatl hennar. Þar á meðal voru bréf
frá Fyrst-a lút. söfnuði og bæjarróð-
inu hér í Winnipeg, er lýstu yfir
innilegri liluttekning í sorginni.
Ennig á við að birta hér stef frá
Klettaf jallaskaidinu:
“Eg vildi gjarnan hugga. En hlýt
að þegja.
Svo hönd þér rétti. Mannraun þína
skll,
Þimn dýpri harm, en hægt er mér
að segja —
og huggun stærri en eg á orðin il.
Því allir þeir, sem unt var henni að
kynnast,
Þeir eigi sízt, sem snerist lán á hæl—
Um hana eiga einhvers góðs að
min-nast.
Að efstu lokum það er að vera sæl.”
Hennar er þvf að maklegleikum
sárt saknað, ekki að eins af hinum
nánustu, heldur og af öllum þeim,
er áttu liana að vini og þektu liina
ágætu mannkosti hennar. Hér er
hnigin til moldar, fyrir örlög fram,
sann-íslenzk ógætiskona, sem í allri
framkomu sinni og í öllu starfi sínu
vildi vera sómi sinnar stéttar og
sæind þjóðar sinnar.
Biessuð sé minning hennar.
N.
-------o-------
T I L
Stepháns G. Stepháns-
sonar
i.
Kveíja.
Boðsgestur íslands alls,
útskaga, heiðardals,
velkominn handan um hafið!
Gnýr milli fjöru og fjalls
fagnaðarkliður alls
þess sem er vorgeislum vafið.
Iveikur á oddi alls,
einherji failins vals,
fólk þitt, við fjöllin og sæinn,
eins og til ondurgjalds
unaðar þúsundfalds
þú sem að hirgðir of hæinn.
Þig hefir dísin dals,
drotningin hamrafjails,
hlýlega að hjarta sér vafið.
Boðsgestur íslands alls
einhýsis, borgarsals,
far þú nú hcill yfir hafið!
Nefið Stíflað af Kvefi
eða Catarrh?
REYNIÐ ÞETTA!
Sendu eftlr Breath-o-Tol In-
haler, minsta og einfaldasfca
áhaldi, sem búið er tiL Settu
eltt lyfblandað hylki, — lagt
tQ með áhalainu — í hv«rn
bollana, ýttu svo bollanum
upp í nasir þér og andfærin
opnast aJveg upp, höfuðið
frískast og þú andar frjálst
og reglulega.
Þú losast vlð ræskingar og
nefstiflu, nasa hor, höfuð-
verk, þurk—enígin andköf á
inæturnár, þvl Breath-o-Tol
tollir dag og nótt og dettur
ekki burtu.
Innhaler og 50 lyfblönduð
hulstur send póstfrítt fyrir
$1.50. — 10 daga reynsla; pen-
ingum skilað aftur, ef þér er-
uð ekkl ánægðir.
Bæklingur 502 ÓKETPIS
Fljót afgreiðsla ábyrgst.
Alvin Sales Co.
P. O. Box 62—Dept. 602
WINNIPEG, MAN.
Búið til af
BREATIIOTOL CO’Y
Suite 502, 1309 Arch Street,
Philadelphia, Pa.
II.
t gamni og alvöru.
(Brot.)
Óravegu iáðs og iagar
lýstu bjartir júnídagar
honum, sem í hróðri glöggvast
hefir skýrt tfná þeim,
sem að -aftur allra snöggvast
er nú kominn heim.
f
Minni íorn að telja og tina,
til að finna móður sín-a,
sem að eirir enn á floti
yzta reginhaf,
sem að honum krakka í koti
kossinn fyrsta. gaf.
Eitt gat lyginn sagt með sanni:
“Sá varð husi að drjúgum mianni”,
slíkt hið sama: “Fyrstu fetin
framar honum rann.
Nú er eg aftur einskis metin,
öllum framar hann.”
Ef svo nefndi’ hann guð og gæfu,
get eg þetta minni hæfu.
Er þó rótt að erfðum fékk hann
eðli gott og rót,
og er kaldan Kjalveg gekk hann
kraft og þroskabót.
Kjalveg þann er kjarki lyftir,
Kjalveg þann er heimum skiftir.
Veg, sem eflt fær eðlisknáa,
aðra -að fullu kyrkt,
leið, sem getur þokan þráa,
þr-ítugnætta byrgt.
Fór að heiman fangasnauður,
fól-st í hverju taki auður.
Þor og vilji, þau hafa dregið
þrautalilassið mest.
Hjartans gull í gangmynt slegið
greiddi för hans bezt.
Þéttur f skapi, þungur í vötfum,
þrár í sóknum, harður í kröfum,
strangur og vandur við sitt eigið
vfsna og hátta lag.
Þrótt í líf og ljóð gat hlegið
lúans höfuðdag.
Verið ihefir á ferð og flugi
fjalls og sléttu ofurhugi,
sá víst oft á svaðilferðum
sólhvörf tvenn og þrenn,
lyftir stoltu höfði og herðum
hátt yfir stærðar mcnn.
Hans er vegur úr vanda brotinn,
valdsmiannstign f listum hlotin.
Um hann Stephan alíir tala
og hans ljóðin snjöll,
vóbönd þandi hann vorra dala
vestur í Klettafjöll.
Aldrei verður hann anda lúinn,
æ til nýrra staría biiinn,
veit eg hefir verið löngum
við hann lullað, þó
vanst hann aldreiseyðingssönguim
svefnsins: korr i ró!
Notað hefir nótt og daga
norrænn—vestrænn -sonur Braga,
tveggja heima sífelt sungið
söng á hæstu bust,
oddum hvassra örva stungið
Inn í læsta hlust.
Svo menn urðu að vakna og vaka,
vö-kuskarfi móti að taka,
margra hefir Stephans staka
stolið næturfrið.
Fleiri í draumi fram og tll baka
ílutt um Edens hlið.
Ýmsa hefir hann sært til saka,
sár og benjar þeirra -flaka
er hæst um trú og kærlcik kvaka
en kvtga ó laun og snið,
þurrir liöfuðhluti taka
hinna er berja á svið.
öllum vill á kaldan klaka
koma er rétti og sannleik þjaka.
öllu vill hann illu stjaka,
ýta og róta við.
Sjálf fær dygðin dauðaspaka
dræmimgs frið og grið.
Rétt til þín menn þykjast haí«.
þó er meiri hinna krafa,
sem þér mót of sævar klökkum —
seilast höndum tveim,
far þú vel, og vafinn þökkum,
vestur ó bóginn, heim.
Vegaþrautir láðs og lagar
létti mildir haustsins dagar,
snilling mannvits, máls og óðar
með sinn djúpa hreim,
boðsgest allrar Islands þjóðar
ausfcanmegin heim.
Indriði á Fjalli.
— Tíminn.
------o-------
HAFIÐ ÞÉR BORGAÐ
HEIMSKRINGLU?
BORÐVIÐUR MOULDINGS.
Vi8 höfum fullkomnar birgðir af öllum tegundum
VerSskrá verður send hverjum þeim er þess óskar
THE EMPIRE SASH & DOOR CO.r LTD.
Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511
KAUPIÐ
Heimskringlu
Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-Islendinga
Þrjár Sögur!
og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda
oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar
kaupa flestir íslendingar Heismkringlu. — Hví ekki að
bregða víð nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir
kaupendnr valið þrjár af eftirfylgjandi sögum:
•‘SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖL.” “DOLORES.”
“JÓN OG LARA.’* “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HON?”
“LARA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL.” “BRÓÐUR-
DÓTTTR AMTMANNSINS.”
Sögusafn Heimskringlu
Þessar baekur fást
keyptar á skrifstofu
Heimskrínglu, meban
npplagi’S hrekkur.
Engmn auka
kostnatSur viíj póst-
gjald, vér borgum
þann kostnað.
Sylvía ............................. $0.30
Bróðurdóttir amtmannsins______________ 030
Dolores ——------------------------ 0.30
Hin leyndardómsfullu skjöl.......... 0.40
Jón og Lára ....................... 0.40
Ættareinkeimið.................... 0.30
Ljósvörðuriwi..................... 0.45
Hver var hún?.....:................. 0.50
KynjagoII--------------------------- 0.35
Mórauða músfn .................... 0.50
SpelIvÍTkjamir ..................... 0.50