Heimskringla - 25.04.1918, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.04.1918, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. APRIL 1918 WINNIPEG, MANITOBA, 25. APRIL 1918 Sumardagurinn fyrsti. Skoðanir vor Vestur-íslendinga eru skift- ar í flestum málum. Vér erum sjaldnast á eitt sáttir og sannast þess vegna fyllilega á oss gamla íslenzka máltækið, að “sínum augum lítur hver á silfrið.” Þrátt fyrir sterka tilhneigingu til þess að sundrast sem mest og skiftast í sem flesta flokka, fáum vér þó aldrei deilt um eitt atriði. Þar hljót- um vér allir að vera sammála, og fallast í faðma sem skoðanabræður, og það er: Að á meðan vér höldum hátíðlegan Sumardag- inn fyrsta, að góðum og gömlum íslenzkum sið, séum vér þó að minsta kosti að gera tilraun í þá átt að vera ísiendingar. Þetta er íslenzk hátíð, haldin samkvæmt ísienzku tímatali. Flestir Islendingar munu eiga hugljúfar endurminningar frá þeim stundum lífs síns, er þeir skemtu sér á Sum- ardaginn fyrsta. Sannur lífsfögnuður er mannssálinni dýrmæt heillagjöf, sem hún býr lengi að. Áhrif bæði gleði og sorgar gera vart við sig lengur en í bili, vara oft æfilangt. Á Sumardaginn fyrsta tekur unaðsþrung- inn sumarfögnuður sér dvöl í sálum allra Islendinga, hvar í heiminum sem þeir búa. Þá kasta þeir öllum áhyggjum fyrir borð, óska hver öðrum gleðilegs sumars og skemta sér svo í sameiningu eftir beztu föngum, sælir og glaðir. Vafnir ljúfustu framtíðar- vonum ganga þeir inn í sumarið, sæluríkustu og þýðingarmestu tíð ársins. Flestir munu viðurkenna, að þetta sé nokkurn veginn rétt lýsing á Sumardeginum fyrsta, eins og vér Islendingar höldum hann. Dagur þessi er oss einhver mesti gleðidagur ársins. Undantekningar eiga sér stað og margt getur fyrir komið, sem gerir Sumar- daginn fyrsta að réttnefndum sorgardegi. Dauðsföll ástvina og ýmsir aðrir sorgarat- burðir geta þá fylt huga vorn sorg og sökn- uði. Mannlífið er sambland þess blíða og stríða, gleði og sorgar. Og nú er svo komið fyrir oss Vestur- Isiendingum, að þó vér nú höldum hátíðleg- an Sumardagunnn fyrsti samkvæmt þjóðlegri venju, þá hlýtur gleði vor í dag að vera meir og minna blandin dapurlegum og sorg- legum hugsunum. Sú stórkostlegasta og ægilegasta styrjöld, sem heimurinn hefir séð, stendur nú yfir og enn eru úrslit hennar vafasöm. Virðist oft og tíðum óvíst með öllu, hvort lýðfrjálsu þjóðimar, sem neydd- ar voru út í þenna blóðuga hildarleik gegn einveldinu þýzka og hinni víðtæku harðstjórm þess, beri sigur úr býtum, þó allir vonum vér heitt og einlæglega að svo verði Canada, vor heittelskaða fósturjörð, er hluttakandi í þessu stríði. Þjóð þessa lands, þó ung væri og óreynd í hernaði, dróg sig ekki í h!é er járnhællinn þýzki tók að merja til agna saklausar smáþjóðir og um leið að ógna allri siðmenningu og öllum Iögum guðs og manna—þegar herskararnir þýzku fyrst ryðjast fram, tryltir af grimd og vígaæði, byrjar Canadaþjóðin tafarlaust liðsöfnun á móti og margar þúsundir hraustra og hug- prúðra drengja bjóða sig þá fram sjálfvilj- ugiega, reiðubúnir að leggja Hfið í sölumar til varnar góðum og göfugum málstað og til að halda uppi heiðri og sóma lands síns Vissulega megum vér íslendingar, eigi síður en aðrir þegnar þessa lands, vera stolt- ir af Canada við þetta tækifæri Fyrir svo góðar undirtektir strax í byrjun og fyrir sína hreystilegu framgöngu á vígvöllunum hafa synir þessa Iands getið sér ódauðlegan orð- stír og áunnið sér hrós allra þjóða. Canada herinn hefir aldrei legið á Iiði sínu, og oft barist þar sem hættan var mest, og hafa ó- vinirnir aidrei meir en þá fengið að kenna á hreysti Canadamanna og harðfengi. Og þar sem skerfur vor íslendinga til Canadahersins er hlutfallslega eins stór og nokkurs annars þjóðflokks hér í landi, höfum vér sérstaka ástæðu til þess að vera stoltir af afreksverk- ub hans — þeir íslenzkir borgarar hér í landi, sem ekki láta sér ant um íslenzku her- mennina og ófúsir eru að leggja fram alla krafta þeim til aðtsoðar, verðskulda ekki að eiga heima í Canada. Það eru íslenzku hermenmrmr, sem mest allra halda nú uppi heiðri og sóma þjóð- stofnsins íslenzka hér í landi. Ef ekki væri fyrir íslenzku hermennina, þá stæðum vér nú illa að vígi — svo margir hér heima fyrir hafa gert sig seka í ófyrirgefanlegri hálf- velgju viðkomandi þátttöku þjóðarinnar í stríðinu, og sem komið hefir í ljós á ýmsan hátt, en þó helzt í þeirra sterku tilhnegingu að láta heillast af orðaglamri æsingjagjarnra manna, sem ekki eru gæddir þeirri gætni eða stillingu, að geta þaulhugsað nokkurt mál. Ef slíkir menn fengi leitt Islendinga á eftir sér í stórum hópum, væri það sá svartasti blettur, sem fallið gæti á þjóðflokk vorn hér í landi. En íslenzku hermennirnir hafa lagt sitt til að hefja þjóð vora til vegs og frama. Með hreystilegri framgöngu sinni hafa þeir grafið nöfn sín gullnum stöfum á spjöld sög- unnar. Á meðan þeirra er minst, verður ís- lenzka þjóðarstofnsins minst með aðdáun og virðingu. Margir þeirra hníga í valinn og láta líf sitt í þarfir hins göfuga málstaðar, sem bandaþjóðirnar berjast fyrir. Ástvinir þeirra hér heima fyrir eiga þá um sárt að binda. — Og eftir því sem rimman harðnar á vestursvæðunum, verða sorgarfréttirnar fleiri og fleiri, sem þaðan berast. Sumardagurinn fyrsti hlýtur því í þetta sinn að verða óvenju dapur og gleði snauð- ur. Víðast hvar munu Islendingar þó að líkindum koma saman til þess að árna hver öðrum gleðilegs sumars. Þetta er þjóðleg- ur íslenzkur siður, sem aldrei verður niður lagður á meðan íslenzk tunga er töluð.. Al- vöruþungi mun þó hvíla yfir hugsunum allra í þetta sinn og lítið verða um galsa og kæti. En þeir sem árna nú hver öðrum gleðilegs sumars, gera að í þeirri von, að stríðið endi á þessu sumri — í frægum sigri bandamanna og að friður komist á að nýju; í þeirri von, að nú verði gerðir þeir alþjóða friðarsamn- | ingar, sem séu trygging þess að slík styrjöld 1 geti ekki átt sér stað aftur; í þeirri von, að þetta sumar lýsi í veraldarsögunni sem ár- dagsröðull fengins friðar og ljóss þess er lifi um allar ókomnar aldir. GLEÐILEGT SUMAR! Herkallið nýja. Ný herlög hafa verið samþykt á sam- ! bandsþinginu, sem ákveða, að tafarlaust skuli kallaðir í herþjónustu allir ókvongaðir menn og barnlausir ekkjumenn í Canada á aldrinum 20, 21 og 22 ára. Undanþágur all- | ar, sem veittar voru samkvæmt herskyldu- [ lögunum, eru þar með gerðar ógildar og allir menn á ofangreindum aldri, sem hraust- | bygðir eru og hæfilegir fyrir herþjónustu, verða nú kallaðir fram hvort sem þeir áður hafa fengið undanþágu eða ekki. Vafalaust koma lög þessi harðast niður á ! Quebec fylki. Eins og kunnugt er veittu héraðsdómstólarnir þar meginþorra her- skyldaðra manna undanþágu og hafði þetta þær afleiðingar, að svo fáir menn fengust þaðan í gegn um herskyldulögin. Nú er bót á þessu fengin og er þetta mannmarga fylki nú Ioks neytt til þess að leggja freun sinn skerf til hluttöku þjóðarinnar í stríðinu og engrar undankomu auðið. Er sagt að þetta seinasta herkall muni bæta rúmum 60,000 manna við Canadaherinn. Þegar herskyldulögin nýju voru lögð fyrir þingið, hélt Sir Robert Borden langa og á- hrifamikla ræðu og sýndi fram á, hve þörfin væri nú orðin brýn á auknum liðstyrk fyrir Canadaherinn. Meðal annars sagði hann: “Ástandið eins og það nú er hlýtur að skoðast stór-alvarlegt. Síðan 21. marz s.l. hefir staðið yfir ógurleg orusta á vestur- I svæðunum, sem haldið getur áfram í marga i mánuði enn þá og á endanum orðið útslita- orusta þessas örlagaþrungna veraldarstríðs. Að svo komnu hefir sókninni aðallega verið stefnt á varnargarð brezku hersveitanna, og tilgangur óvinanna sýnilega verið sá að brjóta þær á bak aftur og sigra áður Banda- ríkin fengi sent meiri liðsafla til vígvallarin:. Þannig hafa Þjóðverjar vonað að geta unnið nægilegan sigur yfir bandaþjóðunum til þess að geta ráðið friðarskilmálunum — og komist til æðstu veraldarvalda um leið. Með þetta markmið fyrir augum hafa þeir verið fúsir að fórna öllum þeim þúsundum manna, sem fallið hafa á þeirra hlið, og eng- an bilbug látið á sér finna að kalla fram nýja menn með herskyldu. Árið 1916 voru þau lög samþykt á Þýzka- landi, sem ákvað alla karhnenn í land- inu á aldrinum frá 1 7. til 60 ára undantekn- ingarlaust koma undir herskyldulög lands- ins og skylduga að hlíta ráðstöfunum her- stjórnarinnar hve nær sem væri. Á þenna hátt bættust undir eins ekki færri en 1,700,- 000 menn við þýzka herinn, og með þvílík- um öðrum ráðstöfunum voru Þjóðverjar búnir að auka herafla sinn um 2,100,000 mönnum fyrir vorið 1917. Svo hart hafði Þýzkaland gengið að sér fyrir ári síðan og því sízt að undra þó herinn þýzki sé nú orð- inn stór og öflugur. — Árlega koma um 500,000 menn á herskyldualdur á Þýzka- landi, en um 400,000 í Austurríki, og er þetta stórkostlegur liðsauki. Á Frakklandi er slíkur árlegur viðbætir við herinn ekki nema 300,000 og oft tæplega það. Ofan á þessa yfirburði Þjóðverja bætist svo það, að þeir hafa hnept í þrældóm marga tugi þúsunda af Belgíumönnum til þess að geta gert sem flestum af eigin mönnum sínum mögulegt að sinna að eins herþjónustu. Þjóðverjar hafa gengist fyrir liðsöfnun á Póllandi og halda þessu að líkindum áfram. Um 55 miljónir íbúa dvelja í löndum þeim, er þeir þýzku hafa nýlega tekið undir sig frá Rússum. Þegar Rússar lögðu niður vopnin og hættu að standa í stríðinu bandamanna megin, þá varð Þjóðverjum mögulegt að flytja stórkostlegan mannafla frá austur- svæðunum til vestursvæðanna.” Sir Robert las nú skýrslu frá neðri málstofu brezka þingsins, sem sýndi, að sökum þess að Rússar hefðu hætt í stríðinu, myndu Þjóð- verjar geta vorið og sumarið 1918 aukið herafla sinn á vestursfæðunum um 1,600,- 000 mönnum. Ef til vill gætu þeir þó gert enn betur en þetta. Síðan skýrði Sir Robert frá því hvað bandaþjóðirnar hefðu gert. Einn sjötti af íbúatölu Frakklands væri nú á vígvellinum. Ef Canada þjóðin hefði gengið eins hart að sér, Væri hún búin að leggja fram eina og hálfa miljón hermanna. Brezki herinn saman stendur af 7,500,- 000 mönnum. Af herafla þessum hefir Eng- land sjálft lagt til 4,540,400, Skotland 620,000, Wales 280,000, Irland 170,000, og Canada og aðrar brezkar nýlendur 900,- 000, en afgangurinn hefir komið frá Ind- landi og Afríku nýlendunum. Ástralía og Nýja Sjáland hafa lagt hlut- fallslega fram stærri skerf af mönnum en Canada. Viðkomandi þátttöku Canada í stríðinu skýrði forsætisráðherrann frá því, að 31. marz þ.á. hefði Canada verið búið að senda 364,000 menn erlendis — 348,00 óbreytta liðsmenn og 16,000 fyrirliða. Eftirfylgj- andi skýrsla greinir frá hvaða stöðum í Can- ada menn þessir komu: Military District No. 1 (London), 25,533; No. 2 (Toronto), 76,597; No. 3 (Kings- ton), 39,393; No. 4 (Montreal), 32,463; No. 5 (Quebec) 8,389; No. 6 og 7 (Strand- arfylkin), 37,205; No. 10 og 12 (Manitoba og Sask.)’ 75,503; No. 11 (Br. Columbia), 36,475 Og No. 13 (Alberta) 33,193. Afstaða Quebec er aðallega or- sök þess, hve lítinn árangur her- skyldulögin hafa borið. Hin öfl- uga mótspyrna Sir Wilfrids og fylgi fiska hans gegn þeim í fyrstunni á vafalaust stóran þátt í því, hve væg þau voru. Þessi vægð hefir gefist mjög illa í reynslunni — að eins 30,000 menn fengist, en 200,- 000 undanþágur verið veittar. —• En sem betur fer er nú loksins úr þessu bætt. Vonandi taka Islendingar þessu með karlmensku og hugprýði. Þjóðflokki vorum er ekki eiginlegt að vilja hopa þegar á hólminn er komið. ------o------ Síra Friðrik J. Bergmann. RÆÐA flutt í TjaldbútSarkirkju af síra Páli Sigurðssyni. “Til þín hljóður, Guð minn góður, græt eg eins og barn hjá móður.” Viðkvæmar og angurbliðar voru l>ær tilfinningar, sem 1 brjósturn vomm bærðust, þá er oss barst til eyrna fregnin uim hið sviplega and- lút þessa framliðna merkiismamis, inæta drottins þjóns, og góða heim- ili'sföðurs. Viðkvæmar og angurbliðar em tilfinningar vo¥Sir í dag, þegar vér söfnumst hér í Tjaldbiíð Guðs ó meðal mannanna, í kring um iík- kistu Tjaldbúðarprestsins. Nær og fjær er harmur í hjarta og sorg í sól, því hér hefir margur »vo mikið inist. Viðkvæmastur er harmur sá eðli- lega í hjörtum þeirra, sem unnu honum liugástum, vinaskarans, sem hér grætur Játinn son, eiginrnann og föður,— Já, það er einmitthin djúj>a, inni- lega viðkvæmni, í sambandi við þenna soi'garatburð, og í sambandi við þetssa soi’garatiiöfn, »om valið hefir ífyrir mig textann, sem eg las hér upp og fylgi nú, þar sem hinn mikli Drottins þjónn, Páll postuli, á efri árum sínum, með dauða sinn fastákveðinn fyrir augum, gelfur sjálfum sér vitnisburðinn, að af- stöðnu prófi í skóla lílisins: “Nú er svo komið, að mér er fórnfært,” »eg- ir hanin, “tíminn er kominn, að eg taki mig upp. Eg :hefi barist góðu baráttunni, fullkomnað skeiðið, varðveitt trúna.” Og hann hefur augu sín til-himinis, og þar isér 'hann sér sVeig geynndan, “sveig réttlætis ins,” og þar sér hann “sinh náðuga Drottinn og frelsara.” Og seina.st er eins og hann iyfti.st á léttum væng, upp í hinn "mikla dag”; en ó flug- inu er sem hann breiði faðminn út á móti öllum þeim, sem liann nóði til, og ihonum, og nnálefni því, sem hann bar fyrir brjósti, treystu — “öllum þeim, sem elskað hafa opin- beran Drottins vors Jesú Krists.” — það er sem hann á fluginu breiði faðminn á móti þeira öllum, að þeir mættu fylgja sér til ljóssins sala. Manntjón í Canadahernum frá stríÓs byrj- un hefir verið sem fylgir: Fallnir menn á vígvellinum 25,912; dán- ir af sárum, 8,671 ; dánir af sjúkdómum, 1,956; særðir, 106,185; fangar 2,736; horfnir og haldnir dauðir, 3,938; manntjón af ýmsum orsökum, 7.90. Um 41,000 ungir Canadamenn í alt hafa látið líf sitt síðan stríðið byrjaði. 1 Iok ræðu sinnar hallaði Sir Róbert sér eingöngu að herkallinu nýja og skýrði það frá ýmsum hliðum. Kvað hann þörf nú svo brýna á auknum liðstyrk fyrir herinn, að herkall þetta væri með öllu óumflýjanlegt. Engin annar vegur væri sýnilegur til þess að mæta þessari þörf tvo að notum mætti koma. Sumir kynnu ef til vill að segja, að framleiðsla landsins myndi bíða við þetta hinn mesta hnekkir, en vonandi yrði þó hægt að bæta úr þessu með einhverju móti. Sir Robert kvaðst fúslega viðurkenna hve mikils virði framleiðslan væri — eins og sakir nú stæðu væri mest um það vert, að geta mætt óvinunum á vígvellinum í þeirri von að geta unnið sigur. Sir Wilfrid Laurier tók næst til máls og andmælti herkalli þessu sterklega. Kvað hann menn þá, sem nú væru fram kallaðir, koma að betri og heppilegri notum ef þeir væru látnir aðstoða við framleiðsluna. Eftir þessu að dæma er öll aðal framleiðsla lands- ins í Quebec fylki; þar hafa flestar undan- þágur verið veittar og þar er meginþorri þeirra ungu manna í Canada, sem eru á of- angreindum herskyldu aldri. En þó Quebec sé mannmargt fylki, munu fáir Sir Wilfrid samdóma í því, að fylki hans framleiði meiri jarðarafurðir hlutfallslega en önnur fylki landsins. •Þenna vitniisburð powtulans inikla uim sjálfan sig, »em í fljótu bragði gæti virzt að væri sjálfshól, en er sannleikur, svo sannur og trúr sjálfum sér, sam «á maður einlægt var — vil eg nú Ihiklaust nota sem sannan vitnisburð, og ekkert hól, um þenna Drottins þjón, sem mitt á ineðal vor, í hinsta sinin, hvílir nár á börum. Og enn fremur vil eg nota 'þessi postuli'egu orð til sanninda- inerkiis þess, sein eg hér kann að segja um þenna framliðna vin og embættisbróður. — “En nú er svo komið, að mér er fórnfært, og tíminn er kominn, að eg taki mig upp.” Einilægt var síra Friðrik sál. Berg- mann að fórnfæra sér. Með fullri vibund og ehilæguim viija var hann stöðugt að slíta sjálfum sér út fyrir aðra. Þessi göfuga sál, þetta hlýja hjarta, þessi brennandi andi, var sí og æ að leggja líf sitt í sölurnar,— fyrir vinaskarann sinn ástkæra, fyr- ir söfnuðina sína, sein hann bar svo einlæga umlhyggju fyrir, fyrir aila, sem þassi víðfeðmni riierkisrnaður náði til, f ræðu eða riti. — Hann vildi öUuin svo vei. Hann fómaði sér í þjónustu sannleiks, réttlætis og kærleika. Hann fórnaði sér í þjónustu síns dýrðlega Dnottins og herra, sjálfuim sér og honum alt af trúr. 1 þessu fórnarstarfi sinu lifði hann, og í þeasu íórnarstarfi stnu dó hann, «vo sviplega og öllum svo óvænt, þegar tíminn var kominn— alt f einu, og fyr en nokkurn varði, —að ihann tæki sig upp, 11. þ. m. —Hann, sem svo margra sáina var búinn að vitja um æfina, hann deyr, þegar hann er að vitja elnmar ástríkrar sálar, sem áft hefir svo bágt að undanfömu, konunnar sinnar, sem hann elskaði og unni. Á leiöinni varö hann bráökvaddur. DODD'S NÝRNA PILLUR, góÖM fyrir allskonar nýrnaveiki. Laakna gigt, bakverk og sykurveiki. Dod-cþa Kidmey Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsöium eða frá Ðodd’s Medicine Go., Ltd„ Toronto, Ont. Og hefði ihonum enst aldur fjóra daga longur, þá hefði liann orðið sextugur að aldri. Síra Priðrik Jónsson Bergmann or fæddur á íslandi 15. apríl 1858, son- ur hjónanna Jóns Jónassonar Berg- inanriis, bónda á Ijaugalandi í Eyja- firði, og Hailldóru Bessadóttur konu iians, sem fjörgömul harmar ihér son sinn látinn. Þessi mikli fram'liðní mientamaður lagði ungur inn á mentabrautina 'hftima á ættlandi sínu, og læröi undir latínuskólann hjá síra Jóni Jónssyni Austmann á Halldórisstöðum í Bárðardal. Inn- tökuprófi í latínuskólann mun hann Ihatfa lokið, en fær jþki haldið námi sínu áfram þar; hann veiktist, og upp úr þeim veikindum stefndi hugur hanis til hins nja lands. Vestur um haf flyst hann 17 ára að aldri 1875, og heldur áfram námi hér. gengur á Luther College, Decorah, og útskrifast þaðan 1880. Að því loiknu leggur hann aðal- liega stund á guðfræðdsuám við háskólann í Kristjaníu í Noregi, og við Thiel College í Plhiladelplhia: lýkur hanm því mámi um 1885, og er þá vígður til prests að Gardar, í Norður-Dakota. öllum ísl. söfnuð- ununum í Dakota þjónar hann svo, með frábærri elju og trúmeusku í 16 ár, þrátt fyr.ir heilsuloysi, sem steðjaði að. En frá því um alda- mót og ait til þessa tíma, hefir iiann átt hér heinia í Winnipeg, verið prófeswor við Wosley College og presfcur þessa safnaðar. — Á prostskai>arárum sínum að Gardar kvæntist hann Guðrúnu Thorlacfus, sem oftir uærfelt 30 ára fanssæfca saimbúð, verður nú mieð veiikuin kröftuin að bera þann iþunga kross, að sjá 'honuin á bak, sfnum elskaða vini og ihetoilisstoð. 7 börn hafa þau hjón eignast, og af þeiin eru fjögur enn á lífi, som við ihlið móður sinnar gráta hér ástríkan föður sinn. Hér hvílir lliann þá rótt í friði. hoimilisfaðirinn ástríki og hirðirinn góði. 1 seinasta sinni er hann hér vor á meðal í kirkju Krists, í kirkju sinni. En ekkert hljóö, engin hugs- un og ekkiert orö heyrLst ihér framar af vörum haus. Einungis “bergmiál frá æfinnar Jiðnu dögum, af hljóm- grunni hugans vaknar. — “Eg hefi barist góðu baráttunni, fullnað 'skeiðið, varðveitt trúna.” Lfkkistan þessi minnir oss öll á margra ára svæsna baráttu og hart stríö. Og vér iniiinumst þoss uui loið moð djúpri lotningu og klökku þakklæti, að baráttan sú var íháð oss, eftirlifandi kynslóðoim, til bloss>- unar og heilla. það var góöa bar- áttan, þar sem um það or aldrei að ræða, að hlífa sjálfum sér, holdur þvert á móti að leggja alt af fram alla sína krafta meðbræðrum sfn- urn og systrum til blossunar og heilla. ffíra Fiiðrik 'sál. Bergmann va; hinn mikli stríösmaður Guös alla tíö. Ávalt ileitaðist hann við að berjast undir merkjum Jioss, se«i gott er og fagurt, satt og rétt, f þeiin myndum, sem iþað iblasti við sjón- nm hans á hverri tíð. Og ávalt skip aði ilrann sér undir fána frelsarans og hélt ihonum á lofti, já, liann deyr með merkið hans rlst f lmg sinn og hjarta. Á sfnu aðal-starfssviði, sviöi guöfræðinnar og prestsskaparins. stóð hann í fremstu röð, hvar sem leitað er nm kristinn heto, og að ýmsu ieyti er hann, án efa, lang- fremstur, á meðal sinnar þjóðar í Vesturheimi, í þeirri grein. Lær- dómsmann og mentamann í guð- fi'æðiieguni ofnuin, eiga Vostur-ís- lendingar engan á borð við síra Fr. Bergmann, og ekkort líkt því. Um það má sanníærast af ritum hans um þau efni, og af sainanhurði þeirra og því, 'Sem aðrir guðfræðing- ar hér hafa um þau efni skrifað. Urn það mátti og sannfærast af því að heyra hann um þau efni tala. Og um það rná sannfærast enn af þeim feiknamikla og fjölskniðuga bóka foröa, sem læssi mikli Iærdómsmað- ur Ihofir afiað sér. Og starfsviljinn og starfsþrekiö var óþrjótandi og dugurinn frábær. Aldrei vildi hann bregðast siniM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.