Heimskringla - 25.04.1918, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.04.1918, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEINi^KRlNGLA WINNIPEG, 25. APRÍL 1918 VILTUR VEGAR ^ Rex Beach Á meSan alt þetta bar við norSan viS eiSiS, •var Kirk í gistihöllinni Tivoli aS búa sig undir dans- hátíSina. Hann bjó sig eins vel og framast var unt, eftir tízkunnar reglum. Allan athugaSi hann á meSan frá öllum hliSum sem vandlegast, og hrópaSi: ‘‘Jæja, Kirk! Þú lítur ágætlega út.” "Þökk, margar þakkir. Nú, nú, viltu muna þaS sem eg hefi uppálagt þér?” “Þó eg ætti aS láta IífiS.” "SegSu þetta ekki aftur. Eg er ekki í Ijúfu skapi. En hlustaSu nú á skipanir mínar enn þá: Læstu báSum dyrunum á herbergi þessu. Stattu viS þær er horfa aS framdyrapallinum og vertu vakandi og árvakur. Taktu eftir öllu. LeyfSu engum aS fara inn, nema Runnels og þeim, sem honum fylgja. Þú mátt ekki yfirgefa þenna varS- staS, hvaS sem fyrir kemur. Kemst þetta inn í hausinn á þér? Getur fílshausinn á þér gripiS og geymt þetta?” “Eg gæti herbergisins meS ströngustu varhygS. Ekkert aS óttast.” “Eg er samt smeykur, dauShræddur. Hendur mínar eru kaldar af ótta. Mundu aS- opna, þegar eg banka, og geymdu vitiS í höfSinu.” “Allan sést aldrei yfir. En hvaS stendur til?” "Engu skiftir þig hvaS til stendur. Þetta verS- ur viSburSaríkt kvejd, piltur minn,—mjög viS- burSaríkt”. Kirk hoppaSi út úr herberginu og fram í gang- inn. HljóSfæraslátturinn var byrjaSur. FólkiS streymdi aS og akfærin þjöpuSust saman viS dyrnar. Þar var iSandi ös og bar mest á Spán- verjum, eins og venjulega. ÞaS glansaSi á ein- kennisbúninga, og í fljótu tilliti líktist þetta mest herdeild. Þar kjöguSu feitir sjóliSsforingjar frá Basobispo, meS sólbrendar kinnar og gljáskafnir. ÆSri og lægri sjóliSsmenn af beitisnekkjum á hvít- um buxum. þar innan um sáust liSsforingjar Bandaríkjanna frá Washington á sérverSi, hlaup- andi pípustrákar og allar stéttir manna úr um- heiminum. Kirk ruddist í gegn um mannþröngina, beygSi sig og hneigSi fyrir þeim sem þektu hann og hann heilsaSi meS fárra atkvæSa orSum á vörum sínum. Augu flestra stefndu á einn vissan staS, — þaS var inngangurinn. Clifford nálægSist hann og byrjaSi aS masa viS hann. "Stórvirki,—a—eg kem frá miSstöSinni rétt núna, aS vita hvaS gengi á. HefirSu litiS á kvöld- blöSin?” "Nei”— “Garavel sækir um forsetastöSuna. Sérstakt pólitískt félag” — “Þeir ætla aS leiSa hesta sína saman, hann og Alfarez hershöfSingi. En þeir ætla aS miSla mál- um og fá liSsforingjann til aS hætta umsókninni. Garavel hefir hamingjuóskir og fylgi Bandaríkja- manna, er ekki svo? ÞaS er innbyrSis brall í klikkusálunum, eSa látalæti. Eru þetta ekki fagr- ■ar tilfinningar? ” "FyrirgefSu”— <• Kirk sá Runnels, sem leitaSi eftir herberginu kvíSafullur. Hann flýtti sér til hans og spurSi hann meS öndina í hálsinum: “Fanstu hann?” "Vissulega. Eg vísaSi honum á herbergi þitt.” “LokaSir þú hann inni?” “AuSvitaS ekki.” “Hann kemst út?” “Ónei, hann heldur áfram starfinu. En er hún komin? ” Kirk hristi höfuSiS. "Eg er skelkaSur.” Hann þurkaSi svitann frá augunum og var skjálfhentur. “HvaS? ViknaSu ekki! Eg er aS vona aS þú komist fram úr því. Eg sagSi konu minni frá því öllu saman; hugsa viS þurfum aSstoS hennar. Hún er forviSa svo eg hefi aldrei séS hana eins uppnæma. Láttu mig vita eins fljótt og auSiS er, hver dansinn þaS á aS vera.—ÞaS gengur, kunn- ingi. Þarna koma þeir. Hertu þig, gamli félagi." Inn í ganginn ruddist fjöldi manna, þar á meSal Andres Garavel og dóttir hans, Ramón Alfarez og Cortlandt. Kirk var náfölur, en djarflega skund- aSi hann til þeirra og reyndi aS brosa. Hann tók í hönd Edith og manns hennar, hneigSi sig fyrir Gertrudis og horfSist í augu viS föSur hennar. “Mætti eg mæla eitt orS viS þig, herra?” Garavel kinkaSi kolli þegjandi. Þegar hitt fólkiS hélt leiSar sinnar svaraSi hann: "Þetta er tæplega hentugur staSur eSa stund, herra Anthony.” "Jæja. Eg ætla ekki aS þyrla upp neinu mold- ryki. Eg svaraSi ekki bréfi þínu. Þar var engu aS svara. Er þaS alva'ra þín aS eg hætti aS veita dóttur þinni athygli?” "Já. ÞaS er ósk mín og hennar.” "Þá gjöri eg þaS auSvitaS. En er ungfrú Gara- vel dansar í kveld, þá æski eg leyfis frá þér aS mega hafa nafn mitt á móttökuskrá hennar.” "Nei!” svaraSi bankastjórinn. “Eingöngu til aS forSast umtal. Allir vita, aS eg hefi veriS meS henni og trúlofunarsaga okkar barst fljótt um kring. þaS er eina ástaéSan. Þess vegna kom eg á dansfundinn. Eg vildi heldur ekki hafa komiS hér en vera fjarri þessu öllu.” “Ef til vill hefir þú rétt aS mæla. -ViS skulum ekki gjöra fjaSrafök og hark úr þessu, um fram alt, — svo eg samþykki beiSni þína.” Málrómur Garavels breyttist til bóta, er hann hélt áfram: “Mér þykir undur vænt um, hversu hreinskilnislega þú tekur málinu, Kirk. ÞaS var alt frá upphafi til enda draumórar, eins og þú skilur, æskudraumar.” “LeyfSu mér aS samgleSjast þér í heiSri þeim, sem ríkiS eSa íbúar þess sýna þér í forsetavalinu í höndfarandi kosningum.” Þeir töluSu síSan vin- gjarnlega um eitt og annaS. Þegar bankastjórinn kom í ljós í danssalsdyr- unum, fór kliSur um mannþröngina. Allir litu í áttina og var auSséS, aS nýjar fréttir voru um hann meSal fjöldans. Hann færSist í herSarnar og sté áfram meS keisaralegum skrefum. Kirk náSi fundi Gertrudis. Hún leit flóttalega til föSur síns viS fréttina, samþykti danstilboSiS og Kirk færSi nafn sitt á skrána. Þegar þetta var búiS fór hann til frú Cortlandt og mælti: “Viltu dansa einn dans viS mig?” “Já, eg á eftir þann fjórSa og tíunda ólofaSa.” Um leiS og hann færSi nafn sitt á listann mælti hún í lágum rómi: "Þú ert hinn hugrakkasti maS- ur. LeyfSi Garavel þér aS dansa viS dóttur sína, eSa hvaS?” “AuSvitaS,” svaraSi Kirk; “eg hefi leyfi hans.” Hann dró sig út úr mannþrönginni aS njóta kæl- andi andrúmslofts. Hann var óstyrkur og óglaS- ur. BölvaSi hann í hljóSi öllum stjórnmálamanna samkundustöSum og drykkjusölum þeirra, þar sem frjálslyndur og frígeSja maSur er oft grafinn lif- andi í tóbakssvælu og ölvímu. En Runnels klappaSi á herSar hans utan dyra. “Ágætt. Fljótur til svars. HvaS er númeriS?” “Númer níu.” “Hamingjan góSa. Eg var aS naga af mér neglurnar. Ágætt aS þaS er búiS. Taktu þig sam- an í vöSvunum og dansaSu fyrsta dansinn viS frú Runnels. HljóSfæraslátturinn er góSur, en eg er of reikandi til aS dansa núna.” Kirk fann konu vinar síns í einhverju írafári og fékk naumast haft vald á sjálfum sér. “Ó, eg lifi þaS aldrei af, þaS veit eg meS vissu,” suSaSi hún þegar þau voru komin fram á gólfiS. "Hvernig getur þú veriS svona rólegur?” “Eg ^r alls ekki rólegur,—er á nálum, eins og þú.” “En—en hún sýnist stödd í dauSans angist.” “En er hún ekki aSdáanlega fögur?” Frú Runnels samþykti þaS hjartanlega. Hún fann vöSvakippina og stælinguna hjá Kirk í hvert sinn sem þau þutu fram hjá ungfrú Garavel, sem þá halIaSist á arma Ramóns Alfarez. Henni fanst þaS átakanlegur en augljós raunaleikur, er hún væri sjónarvottur aS. Aldrei hafSi Kirk sýnst Chicquita eins hrífandi í spænsku töfrandi fegurSinni, sem einmitt þá. Hún var aSdáanlega vel klædd, og klæSnaSurinn varp töfrafegurS og yndisþokka aS henni. Dans- meyjarnar voru aS hvísla nafni hennar aS svein- unum og allra augu fylgdu henni eftir. Þegar hlé varS á dansinum þyrptust liSsforingjar utan um hana, jafnt spænskir sem hvítir Bandaríkjamenn, og allir í þeim eina til gangi, aS hún veitti þeim eftirtekt. Eitt einasta tillit hennar virtist þeim sem guSdómlegt. Stundum gutu menn augum til Kirk. Þá sauS blóSiS enn ákafar í æSum hans. En þaS hafSi góS áhrif á hann, örvaSi tilgang hans og ásetning. Nægar skýringar voru á reiSum höndum meSal gestanna um Alfarez hershöfSingja og forseta framboSin. Þeir Garavel og hann heiIsuSust meS handabandi og brosi er þeir fundust, og menn vottuSu keppinautunum samúS sína í óSa önn. Frú Cortlandt fékk þá ósk sína aS sitja og hvíla sig meSan stóS á fjórSa dansinum. Hún náSi í Kirk og mælti: “Svo trúlofun ykkar ungfrú Garavel kvaS vera komin út um þúfur.” “Öll komin í glerbrot,—hlaupin í baklás, stýr- issveifin kengbognuS, gaslín-áman sprungin, og bálar á vörum hinna þögulu kvenna, — næstum mig þrjóti landfesti.”— “ÞaS funar þá ekki í geSsmunum þínum?” "Hví ætti eg aS æSrast. Eg er ekki jafningi gamla Samsons, — aS æSa um og kippa stoSunum undan musterinu.” “Áttu von á, aS hún umberi þaS stillilega?” "Eg er ókunnur tamningar-áhrifunum á hana. Sannleikurinp er sá, aS eg hefi ekki átt fundi meS henni.” “Senor Garavel tjáSi mér áSan, aS jafnskjótt og hann hefSi hermt henni þær óskir sínar, aS hún gengi aS eiga Ramón, þá hefSi hún óSara gefiS samþykki sitt, án möglunar.” “þar gjörSi hún alveg rétt. Neitun hennar hefSi orSiS banabiti í áformum föSur hennar." “Já, ef hún hefSi neitaS Róman, þá ef eg aS viS hefSum getaS bjargaS föSur hennar. Endur- kall á umsókn hershöfSingjans færir steinana úr götu Garavels, álít eg. Hún gjörSi þar dótturlega skyldu sína.” Svo bætti frú Cortlandt viS: “Kæri, góSi Kirk, en hvaS er svo um þig?” “Nú, jæja, eg er ekki farinn aS brjóta heilann neitt um þaS, eins og þú skilur. Þannig er því variS meS hjartagott fólk. Er þaS þá áreiSanlegt, aS Garavel bankasljóri sé nú sama sem kosinn?” “HershöfSinginn getur ekki haldiS áfram, þeg- ar hann opinberlega hefir sagt sig úr kjörvali. ESa finst þér þaS? ÞaS væri óhreinlegt. Hann tapaSi þá áliti fjöldans. Eg fullvissa þig um, aS mér þykir undur væint um þetta, enda þó mér þyki sárt aS þú lentir meS fingurgómana í báliS—I pólitísk- um skilningi. En hamingjunni sé lof, aS óvissan er nú á enda.” HingaS til töluSu þau sem aldavinir, en þá sneri Kirk orSum aS henni. “Eg held þú hafir fariS mjög kænlega aS. AuSvitaS var engjtm vegur fyrir mig aS vinna , á móti þér og þínum pólitísku slægSarbrögSum. Eg verS aS játa vanmátt minn." Hún hneigSi sig. Lézt ekki skoSa orS hans sem móSgun. “Já, þaS hefir stærri þýSingu fyrir mig, en fyrir þig eSa hana. Fyrir ykkur er þaS stundardraumur, sem gleymdur er eftir nóttina. Eg er næstum kom- in út úr þeim ævintýrum.” “Þú heldur eg gleymdi strax. Er þaS ekki skjall?" "Allir karlmenn eru fljótir aS gleyma. Þú fyrirgefur hluttöku mína í þessu máli og verSur betri vinur eftir en áSur.” “Setjum svo eg fari ekki þá leiSina. Eg sam- þykki ekki alt, sem fólki geSjast bezt.” "Kæri Kirk minn!” hún brosti blíSlega. “Þú verSur aS gjöra þaS í þessu máli. Hann hristi höfuSiS og mælti: “Eg héltv iS gætum veriS vinir, frú Cortlandt, en nú sýnist þaS ekki unt.” ViS þessi orS sindruSu glæringar úr augum hennar um leiS og hún mælti: “Eg biS þig einsk- is, sem þú getur ekki veitt. Mér hefir aldrei veriS neitaS og nú vil eg ekki heyra neitun. Þú mátt ekki viS því aS hlaupast frá mér.” "Hví ekki? Hver er ástæSa þin?” “HeyrSu nú. Eg hefi sýnt þér hvers eg er megnug, á stuttum tíma. Eftir eitt ár getur þú veriS stórmenni og hamingjumögur, eins og önnur stórmenni hqimsins eru. Um aS gjöra aS fara skemstu leiSina, sem þeir. Þú ert enn þá óreynd- ur og veizt ekki hver kraftur auSsins er. En nú fer þú aS Iæra, og þegar þú ert búinn, þakkar þú mér fyrir aS koma þessum ástaleik þínum í hreina strand. Þú þarft ekki aS krenkja manngildi þitt. Eg æski einskis né biS. Þú átt aS verSa auSkýf- ingur sem faSir þinn er. Runnels verSur ekki lengi þrándur í götu. Blakely þýSir núll. Þú verSur yfirráSssmaSur alls.” Blakely? Runnels er frárekinn?” “Já.” “Neiti eg aS gefa Chicquitu eSa ungfrú Gra- avel eftir, þá hvaS? ÞaS þýSir minn síSasta dag hér; er þaS ekki?” "Ef þú neitar? Bezti Kirk. HvaS hefir neitun þín aS þýSa í þessu efni? ÞaS er klappaS og klárt. Þú getur ekkert aShafst, enda þó þú vildir gera alt þaS versta. Þá eg geng út skal eg fara til banka- stjórans og gefa honum upplýsingar um þig. Hann sendir dóttur sína heim tafarlaust og sér auSvitaS um, aS þú nær eigi fundum hennar. Ramón er hamslaus aS kvongast henni og þaS er endinn á málinu viS þig. Nei, nú er þaS þitt, Kirk, aS á- kveSa, hvort þú vilt ganga leynistiginn, sem upp á gæfufjalliS liggur fyrirhafnarlaust, eSa klífa þrítug- an hamarinn gegn um gjár og hyldýpi, óstuddur og ná aldrei fjallinu fagra. Engin önnur skilyrSi Þú gjörir þig ekki aS flóni.” “En ef eg geng ekki aS skilmálum þínum, þá ætlar þú aS segja Garavel aS eg sé aS efna til upp- þots? ’ Hann veitti henni nána eftirtekt. Hún þagSi og mælti ekki orS. Eftir stundarkorn hélt han* áfram: Þar sem þetta virSist vera þín eina samþykkj- anlega uppástunga, þá mun eg hugsa um hana. Þegar viS dönsum næst dans saman, segi eg þér: já eSa nei.” Sem þér sýnist," svaraSi hún. Alveg rétt. ViS göngum inn á þaS. Nú er hlé á hljóSfæraslættinum, en hann byrjar bráSlega aftur,” mælti hann. Er hann snart arm hennar fann hann aS hún titr- aSi og mælti lágt til hans: “TrúSu einu, Kirk; þetta er alt annaS en gamanleikur fyrir mig, en eg þoli ekki aS bera laagra hlut.” XXV. KAPITULI. Kirk hafSi enga aS dansa viS áttunda dansinn og vaS því feginn aS fá næSi aS hugsa mál sitt. Hanrt varS aS sýnast rólegur í augum þeirra, sem umhverfis hann voru. Hann varS aS hugsa skarp- lega. Tækifæri hans sýndust fá. En nú lá honum á aS misstíga sig ekki í ákvörSun og orSum. Dans- fólkiS þyrptist út úr salnum aS ná, sér í hreint loft. Runnels og kona hans nálguSust Kirk. “Jæja, stendur nú alt vel aS vígi?" Kirk hneigSi sig en fékk engu orSi upp komiS. “HvaS er þetta? Þú ert náfölur í framan,” hrópaSi konan. “Eg er sú eina, sem finn og skil alt sem er á ferSinni hér í kring um okkur. þess vegna lít eg út eins og eg geri, svo allir góni á mig eins og einhverja undraveru, sem þá og þegar verSi mjög hættuleg.” “Ekki svona hátt," mælti maSur hennar um leiS og hann sneri sér aS Kirk. “Hamingjan góSa, gamli kunningi! Eg þyrfti styrkjandi dropa." OrS- in hálfdóu í koki hanrfi og hann fann þó aS sjálfur var hann fjasminni en þau. Hann barst meS þeim og þvögunni upp eftir strætinu og hvarf á leiSinni til norSurálmunnar á gistihúsinu. Langur tími leiS áSur en hljóSfæraflokkurinn lét til sín heyra. Kirk hélt næstum, aS eitthvaS sérstakt hefSi aS höndum boriS. Hann fór aS gefa gætur aS Chicquitu, einkum meS hlustum. Hún sat inni hjá föSur sínum og Bland sveitarfor- ingja frá Gatun, ásamt öSrum sjóliSsforingjum. Þar var Alfarez hershöfSingi, er sneri tilgerSarlega efrivarar skegg sitt og rólaSi sér í stólnum; brosti hann og hneigSi sig viS og viS undir samræSunum kring um hann. Kirk nísti tönnum og kiknaSi í hnjáliSunum aS heyra þetta og sjá. Þá heyrSist merki hljóS- færameistarans aS byrja skyldi. Kirk flýtti sér inn í danssalinn aS mæita ástmeynni. Honum þvarr höfuSverkurinn og hjartslátturinn. AuSvitaS sá hún hann koma. Hún var búin aS bíSa alt kvöldiS eftir stund þessari. Hún fitlaSi viS háls sér eins og einhver kökkur eSa óþægindi ættu þar heimasetu. Svo reis hún á fætur án þess aS mæla orS frá vörum; hann vafSi handleggnum um niitti' hennar og hún stakk litlu hvítu hönd- inn í lófa hans og skoppaSi af staS. Hann var aS stama nafn hennar viS og viS í tilfinningaflogum. Loks mælti hún: “Hvers vegna þrýstir þú mér svona? ÞaS er óþægilegt fyrir mig senor; þaS gerir mér þungt um stig.” “ÞaS skal ekki vera í síSasta sinni, sem eg held þér svona. Eg skal ætíS halda þér meS þessum tökum.” Hún stundi: “Sleptu mér — faSir minn horfir á okkur—og Ramón”------------ “HefirSu samþykt aS giftast honum?” “Já,—nei—nei. Ó, eg hefi beSiS þá heilögu mey sérhvert augnablik. Eg get þaS ekki, en samt má eg til. Findu, eg get ei stigiS valsinn, senor, tapa sþorinu, stíg ofan á þig; ó, fylgdu mér til sæt- is.” Hann þrýsti henni því fastar aS sér. Hann var aS ærast. LangaSi til aS hefja hana á arma sína og hlaupa burt meS hana. Hann var aS verSa brjálaSur. “Nfstu mig ekki sundur," mælti hún. “Eg get ei lengur varist tárum.—Ó, aS eg maritti deyja nú þegar! Mér líSur óbærilega.” “Komdu út í fordyriS,” hvíslaSi hann. “Nei, nei. Ekki úr augsýn föSur míns. ÆtlarSu aS fylgja mér til sætis? Ó---------” “Nei, þú verSur aS hlusta á þaS, sem eg segi, meS góSri eftirtekt. Reyndu aS láta ekki sjá nokk- uS á svip þínum, því þeir glápa báSir á þig.” Hún veitti orSum hans athygli, svo hann hélt áfram: “ViS megum ekki hætta aS dansa núna, þó eg segi þér þaS, kæra Chicquita, aS þú verSur aS gift- ast mér og engum öSrum. Þú skalt giftast mér í kveld, nú þegar. — Eg hefi undirbúiS alt, já, — lofaSum mér aS segja þér frá þv. Já, reyndu aS brosa. Eg hefi hugsaS þetta vandlega og búiS alt undir, svo alt er reiSubúiS á þessu augnabliki. Eg hefi herbergi hérna á næsta horni. Þar bíSur friS- dómari. Þar bíSur Runnels og frú hans----------” “Þú ert genginn af vitinu!” “Alls ekki. ViS smjúgum út um opna glugg- ann þarna á hliSinni, og viS verSum komin aftur áSur en þeir hafast nokkuS aS. Þessu veitir eng- irm eftirtekt. HvaS þeir hugsa eftir á, skiftum viS okkur ekki af. þú verSur konan mín og Ramón getur ekki átt þig líka. ViS látum á engu bera fyr en faSir þinn er löglega kosinn forseti.” “En Senor! Eg get ekki gifst á einni mínútu. Eg er katólskrar trúar og lýsingar hljóta aS fara fram— “Eg hefi grenslast um þaS. Borgaralegt hjóna- band bindur alla í borgarastöSum, og er lögmætt. En vegna kirkju og trúarbragSa getum viS ætíS síSar öSlast þá kirkjulegu athöfn. Eg lofa aS finna þig ekki eSa verSa á vegi þínum þar til yfirlýsing um löglega kosningu föSur þíns er um garS gengin. Þá sendir þú eftir mér. ViS getum beSiS meS op- inberun giftingar okkar, eins og okkur sýnist og bezt á stendur. Þeir léku á þig, elsku Chicquita. Þú ert ekki gefin vegna ástar. Þú ert seld í pólitík, Chicquita. Eg elska þig meira en alt jarSneskt og himneskt. Þú ert mín, og tækifæri býSst brosandi á þessu augnabliki.” Þau dönsuSu um stund án minstu vitundar um hvaS þau voru aS aShafast. En áhorfendur störSu undrandi á þá frámunalegu danslist er þau sýndu. Kirk vissi vel, aS þaS var hin heilaga föSurhlýSni og þjóSar trúræknisvenjur, sem öftruSu henni og ollu töfinni. "ÞaS eru eihf svik fyrir okkur bæSi, sem þeir hafa í ráSabruggi sínu. Eg veit hvaS eg fer meS. Frú Cortlandt mælti margt um sakir okkar og hefir veriS í ráSabrugginu ef ekki hyrningarsteinninn undir giftingu þinni og Ramóns. Hún sagSi mér þaS áSan í danshléinu.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.