Heimskringla - 09.05.1918, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.05.1918, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. MAI 1918 HEIMSKRINGLA (StnfnaV 188«) Knmur út & hverjum Fimtuderi. tttgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerS blaSeins í Canada og BandaríkJ- unum Í2.00 um áritS (fyrirfram borgali). Bent tH íslands $2.00 (fyrirfram borgati). Aliar borganir sendist rátSsmanni blatSs- lns. Póst etSa banka ávísanlr stílist tll The Vlking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur Skrlfstofa: T*S 9HERBHOOKK STKEET., WIKNIPEO. P.O. Bni 8171 Talalml Garry 411« WINNIPEG, MANITOBA, 9. MAI 1918 Skattlögin nyju Hon. A. K. McLean, vara-fjármálaráðherra sambandsstjórnarinnar, flutti á þriðjudaginn var þá eftirminnilegustu og þýðingarmestu fjármálaræðu, sem haldin hefir verið á Can- ada þinginu síðan samibandið hófst. Eftir þá ræðu þarf enginn að ganga að því gruflandi lengur, að Canada eigi nú í stríði—blóðugu stríði. Heljargreipar hinnar ægilegu verald- ar styrjaldar eru nú teknar að gera vart við sig hér í landi á sama hátt og í öðrum stríðs- löndum. Hingað til hefir Canada farið varhluta af ýmsum þröngkosti, sem önnur lönd — t. d. England og Frakkland — hafa átt við að búa. Tilfinnanlegur matvöruskortur hefir ekki gert vart við sig hér að svo komnu, og engin mat- vara því verið skömtuð eða mæld úr hnefa. Verð á allri matvöru hefir að vísu hækkað að miklum mun, en samfara þessu hefir átt sér stað hlutfallsleg verðhækkun á öllum lands- afurðum og öll verkalaun einnig hækkuð að miklum mun. Þrátt fyrir alt og alt hafa kjör Canada þjóðarinnar yfir höfuð að tala því verið ólíkt betri en hinna stríðsþjóðanna, og þetta um leið haft þær óumflýjanlegu afleið- ingar, að margir hér hafa eins og átt bágt með að átta sig á því, að þjóð þessa lands gæti í raun og veru verið þátttakandi í stór- kostlegu veraldar stríði. Hefir þetta birzt á margvíslegan hátt; í baráttunni gegn her- skyldu, óánægju við stjórnina og mörgu öðru. Sem betur fer hefir þessum mönnum þó farið fækkandi upp á síðkastið, og nú er svo komið, að augu allra hljóta að opnast fyrir alvarleik yfirstandandi tíðar. Þjóðhollum þegnum þessa lands hlýtur að vera augljóst, að þrátt fyrir þungar þrautir og örðugleika, sem ætíð eru stríðum samfara, dugar nú hvorki að hika né hopa. Hervaldið þýzka, er nú ógnar alheimi, verður ekki sigrað með orðaglamri, aðfinslum eða óánægju—skylda allra góðra Canada borgara er því að leggja sig alla fram í framkvæmdum og starfi mál- stað þjóðarinnar til liðs. Enginn má mis móðinn þó slagurinn harðni—það reynir ekki á hreysti kappans fyr en á hólminn er komið. Nú þarf meira að gera en moka hermönn- unum á vígvöllinn; það þarf að standa vel og drengilega með þeim og sjá um að þeir líði engan skort og vanhagi ekki um neitt er þeir þarfnast. Eftir því sem herinn stækkar, fara þarfir hans eðlilega vaxandi og við þetta verða útgjöldin meiri og meiri. Á herðar stjórnarinnar fellur að mæta þessum auknu útgjöldum með þeim ráðum, sem heppilegust eru skoðuð og affarasælust, en á herðar allra einstaklinga þjóðarinnar Iegst sú skylda, að ljá stjórninni eindreginn stuðning — hverjar svo sem skoðanir þeirra eru í stjórnmálum. Núverandi sambandsstjórn Canada er banda- lagsstjórn tveggja áður andstæðra flokka, kosin með því markmiði að stýra fleyi þjóð- arinnar gegn um brim og boða stríðsins. Samkvæmt skýrslu vara-fjármálaráðherr- ans verða útgjöld Canada fyrir 1918 í alt $980,000,000. Af þessari upphæð fara $420,000,000 í stríðskostnað, $330,000,- 000 í útgjöld hér heima fyrir, en $423,000,- 000 brezku stjórnarinnar. Árstekjur Canada þetta ár verða $700,000,000, að meðtöldu sigurláninu og öðru, og upphæð þá, sem vant- ar ($280,000,000) til þess að mæta út- gjöldunum, verður að fá með Iántökum bæði hér heima fyrir og annars staðar. Að upp- hæð þessi er ekki hærri og árstekjurnar svo miklar orsakast að miklu leyti af hinum aukna tekjuskatti, sem nú er í vændum, og auknum skatti á gróða verzlunarfélaga — eða anðfé- laga með öðrum orðum. Sömuleiðis verða lagðir nýir stríðsskattar á ýmsar vörur, svo sem tóbak, vindla og sígarettur, kaffi og te, svaladrykki og eldspýtur, og hefir þetta þær óumflýjanlegu afleiðingar, að vörur þessar Hljóta að stíga töluvert í verði. Einnig hafa nýir stríðsskattar verið lagðir á kvikmyndir, gullstáz, bifreiðar, talvélar og fleira. Tekju- og gróða-skattar, skattar á tekjum auðmannanna og gróða auðfélaganna, eru nú orðnir hærri hér í Canada en í Bandaríkj- unum, þó ekki muni þetta miklu. Sýnir þetta ljóslega þann vilja stjórnarinnar hér, að á herðar hinna auðugu falli sem stærstur skerf- ur til stríðsins. Eftirfylgjandi tafla sýnir hvað mikið þeir verða nú að borga undir hinum nýju skattlögum og hvað þeir borguðu áður: Tekjuskattur á ógiftar persónur og barn- lausa ekkjumenn eða ekkjur. Skattur Skattur Tekjur: áður nú $ 1,600 $ 10 2,000 .... $ 20 30 2,500 .... 40 50 3,000 .... 60 70 4,000 .... 100 110 5,000 .... 140 150 6,000 .... 180 190 7,000 .... 240 300 8,000 .... 300 410 9,000 .... 360 520 10,000 .... 420 630 11,000 .... 530 1,540 12,000 .... 640 1,850 13,000 .... 750 2,060 14,000 .... 860 2,270 15,000 .... 970 2,480 16,000 .... 1,080 2,690 17,000 .... 1,190 2,900 18,000 .... 1,300 3,110 19,000 .... 1,410 3,320 20,000 .... .... .... 1,520 3,530 Tekjuskattur á allar persónur aðrar. Skattur Skattur Tekjur áður nú $ 1,500 2,000 2,500 $ 10 3,000 20 4,000 .... $ 40 60 5,000 .... 80 100 6,000 .... 120 140 7,000 .... 180 250 8,000 .... 240 360 9,000 .... 300 470 10,000 .... 360 580 11,000 .... 470 1,490 12,000 .... 800 1,800 13,000 .... 690 2,010 14,000 .... 800 2,220 15,000 .... 910 2,430 16,000 .... 1,020 2,640 17,000 .... 1,130 2,850 18,000 .... 1,240 3,060 19,000 .... 1,350 3,270 20,000 .... 1,350 3,270 ÖIl verzlunarfélög landsins, með höfuð- stól frá $25,000 til $30,000 og sem undan- þegin voru frá gróðaskatti áður, verða nú að borga 25 % af öllum gróða, sem fer yfir 10%. Corporation skattur er aukinn frá 4% til 6%. Á hinar ýmsu vörur o. fl. er lagður skatt- ur sem hér segir: Tóbak — innanlandstollur tvöfaldaður; hækkaður skattur á vindlum, sígarettum og erlendu laufi; fimm centa innanlands-tollur lagður á tóbakslauf ræktað í Canada. Te—áður tollfrítt, nú 10 centa tollur á hvert pund. Kaffi—brezkur forgöngutollur (preferen- tial tariff) aukinn í 5 cent á pundið; vana- legur tollur 7 cent á pundið. Svaladrykkir — skattur aukinn í 40 % á svaladrykkjum er útheimta malt eða korn í tilbúningi. Svefnvagna-skattnr—á verð horgað fyrir rúm í svefnvögnum legst 10% skattur og aldrei,sé skattur sá minni en 25 cent. — Á sæti í stofuvögnum (parlor cars) er skattur hækkaður frá 5 centum upp í 10 cent. Á eldspýtur er nú lagður innanlands tollur -eitt cent á hverjar hundrað. Spil — 8 centa tollur á hvern pakka. Kvikmyndir—5 centa tollur lægst á hvert fet í kvikmynda-Iengjum. Á alt gullstáz legst 10 centa innanlands- tollur. Bifreiðir—10% tollur á söluverð, hvort heldur þær eru tilbúnar hér í Canada eða er- lendis. Sami tollur legst á talvélar. Breytingar þessar fengu beztu undirtektir á þinginu og var engum mótbárum gegn þeim hreyft. A. R. McMaster, þingmaður frá Brome kjördæmi, fann stjórninni til foráttu, að hún hefði ekki afnumið með öllu toll af landbúnaðar verkfærum. Spor í þessa átt hefði verið stigið, er tollur var numinn af öll- um dráttvélum, sem seldar eru á $1,400 og þar fyrir neðan, og kvað hann sjálfsagða skyldu stjórnarinnar að halda hér áfram unz öll landbúnaðar verkfæri bænda Væru tollfrí. Ekki var þessum aðfinslum hans þó mikill gaumur gefinn á þinginu, enda hafa flokkarn- ir komið sér saman um það að leggja öll á- greiningsmál upp á hylluna, meðan stríðið varir. Ljótar hliðar stríðsins helga (Þýtt úr “Lit. Dig”) Ekki með óvináttu, heldur með opnum örmum var tekið á móti herfylkingum Breta, þegar þær gerðu innreið sína í borgina Jerú- salem, og öllum fréttum kemur saman um, að síðan hafi alt breyzt til betra í borginni helgu. Líðan fhúanna er betri og borgin þrifalegri og kyrlátari en áður. Hvernig ástandið var undir herstjórn Tyrkja getum vér dæmt af ritgerð einni í blaðinu E1 Kowkab, sem gefið er út í Jerúsalem. Höfundur ritgerðar þess- arar heitir Khalil Bidas, á heima í Jerúsalem og er þar vel þektur. Meðal annars segir hann “Þegar Tyrkir slógust í stríðið, voru allir þegnar óvinaþjóða þeirra tafarlaust gripnir og hneptir í varðhald — konsúlar, prestar og kaupmenn, sem margir voru búnir að vera hér búsettir í fjölda mörg ár. Nú var þeim hrúgað saman sem glæpamönnum, síðan fluttir til Damaskus og þaðan dreift yfir norður Syríu og Antoliu. Voru þessir ógæfu- sömu þegnar bandaþjóðanna skoðaðir stríðs- fangar og um leið talið viðeigandi að láta þá mæta allri hörku og illri meðferð. Voru þeir látnir þola allar hugsanlegar þjáningar og reið þetta mörgum að fullu, er ekki voru Iík- amlega nógu hraustir til þess að standast lengi drápsaðferðir þær, sem sérkennilegar eru Tyrkjum og þeir mestu snillingar að fram- fylgja. Skömmu síðar voru allir biskupar, æðri og lægri, og aðrir forvígismenn kristnu kirkj- I unnar einnig fluttir burtu undir því yfirskyni, að þeim þyrfti að forða áður óvinirnir kæmu. Alt þetta var gert til þess að skelfa þá Múha- meds trúuðu og hvetja þá þannig til þess að styðja ‘stríðið helga’—er svo var nefnt—og var ekkert sparað, sem blásið gæti að neist- ; um trúar ofstækis þeirra. Tyrkneska stjórnin lokaði undir eins öll- um skólum og góðgerðasofnunum, sem sett- ar höfðu verið á fót fyrir tilstilli Englands, Frakklands og Rússlands, og einnig Italíu og Ameríku síðar. Ekki voru tyrknesku herfor- ingjarnir heldur seinir að láta greipar sópa um kirkjurnar og skólahúsin og stela þar öllu verðmætu, sem hægt var hönd á að festa. Ef þeir hefðu látið sér þetta sér nægja og geymt hina stolnu muni vel, þá hefði atferli þeirra verið skiljanlegra — en slíku var ekki að fagna. Létu þeir meira að segja alveg af- skiftalaust, er hermennimir og skríllinn voru að tæta til agna bóka- og forngripasöfnin og svo að selja ýmsa ómetanlega muni við opin- ber uppboð fyrir smáræði. Sömuleiðis lokuðu Tyrkir án tafar öllum nunnuklaustrum og hröktu nunnurnar burt úr borginni. Var þá umkomulausu börnunum dreift í allar áttir, sem þessar hjartagóðu konur höfðu tekið að sér og sem ekki þektu aðra foreldra en þæjr.” En ekki virðist þetta ‘helga stríð” Tyrkj- anna hafa hlotið mikið fylgi á meðal þeirra Araba, sem þarna voru og er að heyra sem þeir hafi verið mjög ófúsir að taka til vopna trúar sinnar vegna. Um þá kemst Khalil Bid- as þannig að orði “Stjórnin reyndi af ítrustu kröftum að blása að trúarofstæki þeirra og koma þeim til þess að skoða þetta ‘helgt strfð’ (jahad). Tjáði hún sig fúsa til þess að veita móttöku og aðstoða við myndun þeirra herdeilda, sem samanstæðu af þeim ‘hetjum trúarinnar’, er byðu sig fram sjálfviljuglega. En áskorun þessi bar engan árangur, því Aröbum varð ekki að vegi að bjóða sig fram. Þeir gengu ekki gruflandi að óeinlægni stjórnarinnar og vissu vel, að nú vær engan veginn um neitt trúar-stríð að gera, heldur hefði stríði þessu verið hrint af stokkum af Þjóðverjum. Bækl- ingum útbýtti stjórnin í allar áttir, sem allir fjölluðu um ‘stríðið helga’, og þannig reynt að blása elcinóði og vígahug í íbúana. Flagg sem átti að vera ‘heilagur herfáni spámanns- ins’, var borið frá einum stað til annars. Áð- ur Iangt leið var komið með flagg þetta til Jerúsalem og urðu allir íbúarnir að fara til móts við það, þó flestir þeirra gerðu það sár- nauðugir, því þeir gengu ekki í neinni blindni um þann tilbúning tyrknesku stjórnarinnar, að þetta væri merki og herfáni spámanns- tt ms. Ástand blaðanna á þessum stöðvum hefir vissulega verið aumkuparvert. Um það segir höfundurinn: “Rithöfundar skrifuðu þá í Syríu-blöðin, sem listfengir mjög virtust að setja saman lygar og skapa fréttir. Oss var sagt, að kon- ungurinn í Hedjas hefði flúið til Mekka og væri hann kominn á flæking og vonarvöl — Arabar allir væru búnir að skilja við hann og fylkja sér undir merki soldánsins. Soldán Egiptalands væri flúinn frá Cairo , og tyrkneskir hermenn væru nú á hælum hans, í þeirri von að geta náð honum áður hann kæmist a stað til Evrópu sem flóttamaður. Lygasögur nójf&r voru líka á reið- um höndum um stríðið í Evrópu. I byrjun stríðsins var sagt að Þjóð- verjar hefðu tekið París og var þá mikið um dýrðir á meðal Tyrkja og Þjóðverja í héruðum vorum og þetta haldið hátíðlegt með veizlu- höldum og margvíslegum gleðilát- um. Zeppelinarnir þýzku áttu að vera að leggja Lundúnaborg í rústir og íbúarnir þar lagðir á flótta í allar áttir. Hindúar, Afgh- anar og Persar áttu að hafa sagt Bretlandi og Rússlandi stríð á hendur og íbúar Morocco ag Al- geriu að vera að snúast gegn Frökkum, Sennussi íbúarnir gegn Itölum og Mexicomenn gegn Banda ríkjunum.” Og í ofanálag við þessar lygar fylgdi herstjórn Tyrkja í Jerúsalem sem annars staðar sú versta harð- stjórn, sem hugsanleg er. Eignar- rétturinn var oft fótum troðinn og íbúarnir látnir sæta þrælslegri meðferð. Sízt er því að undra, þótt miki breyting ætti sér stað í Jerúsalem, þegar Bretar og bandamenn tóku þar við yfirráðum. -------o-------- Landar í Sayreville Eg dvaldi í Sayreville um þriggja mánaða tfma í vetur, og nú, þegar eg skrifa línur ipassar, er eg ekki langt þaðan. En af því eg man ekki til >að cg hafi >séð mikið minst á ihima fáu landa, sem þar eiga heiina, né Jieldur tel líklogt, að svo verði f ná- ínni framtíð, ætla eg að geta stutt- lega þeirra, sem mér er kunnuga.st um. SayrevilJe er f New Jersey ríkinu, sem er andspænis New York borg, hinumegin við Hudson fljótið, og miá eiginJega teljast einn ihluti henn- ar. SayreviUe er einkennilegur bær að því leyti, að bæjarstæðið er afar- stórt umniáls, en bygðin í mörgum hfverfum, ifiestum srriáum, og eyður á milli. Eifct hverfið þó imikiu stærst. l>egar Landar fluttu þangað fyret, mun bygðin ekki ihaifa verið rnjög mikil, og aðaJ atvinnuivegurinn hafa verið tiígulsteinsgerð. Fyrir henni stóð félagið Sayreville & Fisher, og sfcundar það sarna ifélag hana enn í stórum stíl og veitir ifjölda manns atvinnu. Mun bærinn draga nafn sitt af íéJagi þessu. Á milli hverf- anna, og uinhverfis, er alt útgrafið, þar sem leirinn hefir verið tekinn í bígulsteinana. En auk nefnds fé- lags hafa nú á síðari árum risið þar upp önnur stór afcvinnu íyrirtæki. Heizt þeirra eru tvö púðurgerðar fé- lög (annað þeirra er hið nafnkunna Du Point íéiag); Er ekki of mæJt, að þessi þrjú félög séu aðal undir- staðan, sem bærinn stendur á, því lanigflestir bæjarbúar vinna við eitb- hverb þeirra.—• Annað einkennilegt við Sayreville, og aðra nálæga bæi, er það, hvílíkur feikna sægur þar er af slavnoflkum þjóðflokkum, eink- um Pólverjum og Rússum; auk þess margt af ítölum, Grikkjum og Gyð- ingum, og eigi allfáir Pjóðverjar. Landar munu fyfst hafa flutt til Sayreviile milli 1880—90, og á þeim árum verið þar fleiri en nokkru einni síðar. Eibthvað uim 20 fjöl- skyldur, og allmargir einhleypir menn munu hafa verið þar um eitt skeið, eða rúmlega 100 alls. Höíðu Ijandar undanbekningarlítið — eða undantekningarlaust — allir at- vinnu ihjá félaginu' Sayreville & FLsher, og hafa sumir þeina unnið þar alla tíð síðan, eða um 30 ára skeið, og vinna enn. Sá er fyrstur settist þar að, var vfefc Viilhjálmur (Sigurðsson minnir mig). Hann flubtist þangað fiá Stóra-Hólmi í Leiru á Suðurnesjum (séra Sig. Ólafsson í Blaine vestra er frændi þess fólks og á fleiri frændur í Sayreville). l>að hefir líklega ver- ið um 1886 að hann flubtist vestur. Ári síðar, cða tveiim, kom íleira af fólki hans og ýmsir aðrir, ibæði fjöl- skyldur og einhleypt fólk. Var það alfefcór hópur og þó flest af Suður- nesjum. I>á um það leyti munu Landarnir iflestir hafa vcrið í Sayre- ville. Félagið Sayreville & Fisher veitti 'körium ölium abvinnu og sá fólki tfyrir húsnæði, en þröngt máttu þó sáttir sitja. Mangar fjöl- skyldur urðu l>á að hafa aðsefcur í sama Ihúsinu og lítið var um hús- búnað eða búshluti. Ein konan hafði flutt imeð sér dáíitla sbeinolíu- vél (“kaffimastofnu”) og gokk hún inanna á milli allan daginn. Héfir hún verið sannnefnt þarfaþing og augasfceinn aiira kvenmanna. Ekki DODD'S NÝRNA PILLUR, góðu fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveiki. Dod<Fa Kidniey Pilfe, 50c. askjan, sex öskj- ur íyrir $2.50, hjá öllum lyfsöluxa eða frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd, Toronto, Ont var nú heldur kaupið ýkja-ihátt, er karlmenn fengu. Eitthvað rúinur dollar ($1.12?) >á dag fyrir erfiða vinnu, og jaifnvel minna að vetrin- um. Samt fanst fólki þessu það dýr- mæbt að fá sfcrax vinnu, og tatoa má einnig tiiiit til þess, að dollarinn var drjúgur f þá daga. Og eins og eg gat um áður, þá vinna sumir þessara inanna ihjá sama félaginu þann dag i dag, en nú er kaupið æði mikið hærra, og þó segja þeir að þeitm finnist okki verða mikið meira úr þvi nú en áður. En nú gera menn víst Jfka alment kröfu til meiri þæginda og betri aðbúnað- ar á allan hátt, en þá var gert. I>ær fjöfekyldur, sem nú eru í Sayrevilde, eru al'lvel staddar efnalega, það eg frekast veit, og eiga flestar (eða all- ar) lagleg íbúðarhús og snofcur helmilL >Skal og nú fceJja þær upp, eftir því sem eg inan ibezt: 1. Tómas Gunnarsson og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. Hann er bróðir Þorsteins lögregluþjóns í Reykjavík og þeirra systkina (Magnús Gunn- arssonar o. fl.l, en hún er dóttir Vil- hjáims frá Stóra-Hólmi, sem áður er nefndur. I>au eiga uppkomin börn og gift. 2. Felix Þórðarson og Sigríður Loftsdóttir. Hann er ættaður úr Ijandeyjuim og er íöðunbróðir Þórð- ar Guðnasonar (frá Ljótarstöðumq kennara í Hafnarfirði, en hún «r ætfcuð af Miðnesi suOur. Þaðan er margt gott fólk komið eins og t.d. eg, sem rita línur Jæssar.—Þau eiga tvær dæfcur giiftar. 3. Hákon Þorsteinsson og Katrín Pétursdóttir. Bæði æfctuð úr Bong- arfirði syði'a. Fluttu vesbur frá Steinurn í >Sta5holfcstungum, en þar bjó þá ihöfðinginn Þorbjörn Ólafe- son og kona hans Krisbfn. Pébur faðir Kristínar er enn á lífi og á hetmUi hjá syni sínum Krfetjáni (Johnson) nálægt Hayland P.O. í Mantoba. — Þau éiga uppkomin börn og sum gift. 4. Guðmundur Steindórsson og Solveig Einarsdóttir. Þau áttu áð- ur heiima í Biskupstungum, nálægt Geysi, og eru æbtuð þaðan úr Tung- unuim, eða Grímsnesinu. Þau ciga uppkomin börn, sum gift. Dvöldu þau hjón víst um eibt skeið f Winni- pog, en fluttu ausbur aftur. 5. Þorsteinn Björgólfsson og Guð- rún Jónsdóttir. Bæði ættuð úr Út- Landeyjum. Hann ófet upp á Skeggjastöðum en hún er fá Atourey. Þau eiga 4 börn og er eJzta þeirra innan við tvftugt. 6. Sigurður Jónsson og Sigurbjörg Felixdóttir. Hún er dóttir hjónanna nr. 2 hér að ofan, ifædd á íslandi, en kornung, er þau flufctu vestur. En Sigurður er isonur Jóns heitins, sem aU-lengi var kaupmaður f Borgar- nesi, og ýmtet kendur við þann stað eða Akra. Það eru ekki mjöig mörg ár, wíðan Sigurður flutfci vcst- ur, en var áður aUmörg ár við vorzl- un í Reykjavík og verzJaði sjálfur. Þetta eru þá fjölskyldunnar, en auk þeirra eru þar nokkrir ein- hleypir menn, öðru hvoru um lengrí eóa -skdmmri tíma. Ein íisienzk kona (ifædd á íslandi) er þar einnig bú- sett, sem gift er hérlendum manni af frakkn&kum ættum. Hún heifcir Anua og er dóttir Emiis Hall, sem Jengi var verzlunanmaðUr í Reykja- vík, Koflavfk og vfðar, og kannast iniargir við hann. Foreldrar hennar eiga heima í næsta bæ, er Soubh River neíniist. Nokkrir landar eru á vfð og dreif í nálægum bæjuui, sem áður áttu heiina f Sayreville. En unga fðlkið, sem hér hefir alfet upp og seíðan glfet, hofir langflest valið .sér rnaka af öðrum þjóðflokk- um, og af bömum ViIhjáJmis heitims frá Stóna-Hóimi munu nú þær Ingi- björg (sjá nr. 1) og Sigríður, gift hérlenduin inanni, vera hér vastan hafs. Sum flubbu heim attur, en 'hin eru dáin. Um MÍðasbliðin aldiamót var fe- lenzkur presbur um tíma f Sayre- viiie. Það var séra Runólfur Run- (Framhald á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.