Heimskringla - 19.09.1918, Side 4
4. BLAÐSJÐA
HEIMSKRINGL.A
WINNIPEG, 19. SEPT. 1918
t*—■——M
WINNIPEG, MANITOBA, 19. SEPT. 1918
Alþj óða-bandalag,
Margt og mikið er nú ritað og rætt um
væntanlegt samband þjóða eftir stríðið.
Engum hugsandi einstakling dylst, að ein-
göngu með myndun og viðhaldi alþjóða-
bandalags verði varanlegur friður möguleg-
ur og komið í veg fyrir það, að ein þjóð, trylt
af valdahugsjónum og ofmetnaði, fái steypt
alheimi í ægilega og langvarandi styrjöld. Til
þess eru vond dæmi að varast þau og það
vonda dæmi, sem Þjóðverjar hafa nú sýnt sig
í, mun óneitanlega verða mannkyninu til
ævarandi viðvörunar.
Frá aldaöðli hefir reynslan verið bezti
kennarinn. Styrjöldin mikla hefir haft þrosk-
andi áhrif og opnað augu allra þjóða fyrir
hinum skelfilegu afleiðingum hervaldsins, er
það birtist í sinni fullkomnustu mynd. Sú
þjóð, sem alla menningu sína byggir á her-
valdi, herskyldu og öflugum vígbúnaði, getur
ekki verið annað en hættuleg öðrum þjóðum,
hve langt sem hún kann að vera komin á
braut vísindanna og hversu fullkomnar sem
menningar stofnanir hennar eru. Þetta hefir
nú reynslan sýnt á Þjóðverjum, svo ekki er
um að villast. Þeir bygðu alt á hervaldi og
að herbúnaður þeirra gæti verið sem öflug-
astur var þeim fyrir öllu. Þegar Englending-
ar voru að afnema herskyldu og um leið að
færast á æðra menningar svið, voru Þjóðverj-
ar að herða á hnútunum á ýmsan hátt og að
leggja fram alla sína krafta til þess að geta
verið allra þjóða fremstir í öllum vígbúnaði á
landi Engin önnur þjóð stóð þeim jafnfætis
hvað þetta snerti og meðvitundin um það
skóp sjálfstraust þeirra og dramb. Þeir þótt-
ust öllum meiri og litu niður á allar aðrar
þjóðir. Keisara sinn tignuðu þeir eins og
guð og í núverandi keisara þeirra virðast öll
sérkenni þýzkrar þjóðar birtast í fullkomn-
ustu mynd. Hann er eins og persónugerfingur
alls, sem er þýzkt, og í hans augum er “Þýzka-
land yfir yfir öllu” og Þjóðverjar guðs útvalin
þjóð til þess að stjórna á jörðu. Sízt er því
að undra þó hann hafnaði öllum málamiðlun-
um í byrjun þessa stríðs, er hann þá þóttist
sjá svo óviðjafnanlegt tækifæri að ryðja þjóð
sinni Ieið til öndvegis — til alheims valda.
Og eins og Þjóðverjar voru aðalorsök
stríðsins, eins eru þeir nú helzti þröskuldur í
vegi fyrir alþjóða-bandalagi. Hervaldsandinn
þýzki hefir aldrei samrýmst friðarhugsjónum
þjóðanna og nú eru ávextir hans að birtast í
verkinu. Bandaþjóðirnar eiga nú í baráttu
við þá öflugustu hernaðarvél, sem heimurinn
hefir séð, og um alþjóða-bandalag er ekki að
tala fyr en þeim ayðnast að ná algerðum
sigri. Til að geta háð þessa baráttu, urðu þær
að taka upp herskyldu þrátt fyrir sterkan óhug
sumra þeirra gegn slíku, því hervaldinu þýzka
varð ekki kollvarpað með öðrum vopnum.
Með illu skal iit vinna, segir máltækið íslenzka
og hefir sannleiksgildi þess áþreifanlega kom-
ið í Ijós í þessu stríði.
En þrátt fyrir torfærur allar er skeiðið
bráðum á enda runnið og engir af leiðtogum
bandaþjóðanna bera minsta kvíðboga fyrir
því að takmarkinu verði ekki náð. Þegar her-
vald Þjóðverja, Tyrkja og Austurríkismanna
er brotið á bak aftur, þá er stærstu hættunni
burtrýmt og hver umbóta viðleitni frjálsra
þjóða þessa heims hlýtur þá betri byr en áð-
ur. Alþjóða-bandalags hugmyndin, sem nú
er öllum hugsandi einstaklingum svo mjög
hjartfólgin, nær þá að líkindum að rætast.
Hagnaðurinn af slíku verður þá hlutskifti
smærri þjóðanna engu síður en þeirra stærri.
Tilveruréttur allra þjóða jafnt verður þá við-
urkendur, og rétti engrar þjóðar til sjálfsá-
kvörðunar, hve smá sem hún er, verður þá
neitað. Island sem fullvalda ríki getur þá
lagt sinn skerf til alheims málanna og afstaða
íslenzkrar þjóðar verður þá alt önnur en
í liðinni líð. Alheims bandalag allra þjóða er
það fegursta markmið, sem þjóðirnar geta
kept að. En á meðan hergarðar Þjóðverja
eru órofnir og hervaldið þýzka ekki lamað
meir, er ekki um slíkt alþjóða bandalag að
tala. Hernaðar jötuninn þýzki, er öllum heimi
hefir ógnað svo lengi, verður að leggjast að
velli áður nokkur framkvæmd í þessa átt er
möguleg.
Lloyd George hélt nýlega ræðu í Man-
chester á Englandi, er fjallaði aðallega um
stríðið og væntanlegt bandalag þjóðanna, er
því væri lokið. Fáir munu neita að orð hans
slíku viðkomandi hafi mikið gildi. Enginn
er málavöxtum öllum kunnugri en hann og
sökum mikilhæfni og fram úr skarandi. leið-
toga hæfileika, hefir hann afkastað miklu í
þarfir þess göfuga málstaðar, er fjálsar þjóð-
ir nú berjast fyrir. Skoðanir hans hafa því
mikla þýðingu og lesendum til fróðleiks birt-
um vér hér í íslenzkri þýðingu kafla úr ofan-
nefndri ræðu hans:
“Að eins hjartabilun brezkrar þjóðar gæti
nú komið í veg fyrir sigur vorn. Vér erum nú
stöðugt að færast nær og nær takmarkinu og
baráttan er oss nú ekki jafn kostbær og áður.
Mannfallið á vora hlið (Breta) í seinustu sókn
á Frakklandi, var að eins einn fimti hluti þess
mannfalls, er vér áttum að sæta 1916.-”
“Eg hefi ætíð stutt alþjóða-bandalags hug-
rayndina og hvað bandaþjóðirnar snertir, er
slíkt bandalag þegar myndað. Brezka veldið
er grundvallað á bandalagi frjálsra þjóða og
allar þær þjóðir, er berjast nú undir sameigin-
legum merkjum í þágu lýðfrelsisins, eru nú í
orðsins fylsta skilningi bandalag frjálsra
þjóða.
Til þess að binda enda á öll stríð, verðum
vér að hljóta samþykt varanlegs friðar frá
hálfu óvina vorra. Hervaldið prússneska
verður ekki eingöngu að sigrast, heldur verð-
ur Þýzkaland sjálft að vita og þýzka þjóðin
að viðurkenna að valdhafar hennar hafi á sví-
virðilegan hátt brotið gegn öllum lögum
mannkynsins og að prússneskur máttur megni
ekki að verja þá frá hegningu.
Þetta verður að vera seinasta styrjöld
mannkynsins, en látum oss ekki leiðast í þá
blindni að halda, að stofnsetning alþjóða-
bandalags án valds væri í sjálfu sér trygging
varanlegs friðar. Alþjóða-bandalag með her-
valdið prússneska sigrihrósandi í broddi fylk-
ingar væri að eins bandalag úlfs og lamba —
eins úlfs og margra lamba. Og lömbin myndu
brátt týna tölunni.---
“Eini öruggi grundvöllur alþjóða-banda-
lags,” hélt Lloyd George áfram, “er sigur
bandaþjóðanna. Friðarsamningarnir verða
að vera þannig, að hljóta samþykki heil-
brigðrar skynsemi almennings í öllum löndum.
Einskorðaðir öfgamenn mega ekki vera við
þá riðnir á hvoruga hliðina.
Vér munum hvorki samþykkja sjálfir né
reyna að neyða upp á óvini vora neina Brest-
Litovsk samninga. Og vér munum heldur ekki
leyfa Bolsheviki flokknum á Rússlandi að
þvinga oss til samþyktar þess friðar, sem
eingöngu væri niðurlæging fyrir oss og van-
virðing gegn þjóðfána vorum—og sem gerðu
endurtekning þessa stríðs óumflýjanlega fyr
eða síðar og allra þeirra hörmunga, er það
hefir haft í för með sér. Þegar viðunanlegur
friður er fenginn, getum vér haldið stefnunni
með hreinni samvizku og lagt vorn skerf til
viðreisnar alls, sem aflaga hefir farið.”
Oss er nær að halda, að þýzksinnuðum
möunum, bæði hér í landi og annars staðar,
þyki Lloyd George all-harðtækur og að þeir
bregði honum um að vera einhliða. Alt er á
sömu bókina lært hjá þeim þýzksinnuðu og
öll spor í friðaráttina, sem ekki miða að sér-
stökum hlunnindum fyrir Þjóðverja, eru
einskis verð í þeirra augum. En óhætt mun
að fullyrða, að allir, sem með lífi og sál eru
bandamanna megin, viðurkenni að Lloyd
George hafi tekið hér í rétta strenginn og að
orð hans, þó óhefluð séu, votti bæði réttsýni
og víðsýni. Friðar bandalag þjóða á milli
verður aldrei framkvæmanlegt, ef hervalds-
stjórn Þjóðverja fær að sitja við völdin.
... . - - - ..... .. - .*
Mál hjartans.
Það er engin nýjung, þó eftirtektaverðar
staðhæfingar heyrist frá munni Lloyd George,
stjórnarformanns á Englandi. Hann getur vart
um nokkurt mál fjallað, svo ekki taki hann
það einhverjum frumlegum tökum, og það er
óbifanleg skoðun margra, sem þekkja hann
bezt, að þessum frumleika í hugsunum engu
SÍður en mælsku sinni, eigi hann að þakka,
hve áhrifamikill ræðumaður hann er. Áhrif
hans eru líka varanleg. Hann er ekki í tölu
þeirra ræðumanna, er með glymjandi mælsku
og eldheitu tilfinningamáii hrífa hugi áheyr-
enda að eins í bili — hann nær mönnum öllum
en ekki hálfum á sitt mál og heldur þeim
bjargföstum. Þessi lýsing á honum sýnir, að
mikið muni í manninn spunnið og um leið
verður skiljanlegra en áður hið mikla fylgi,
er hann nú hlýtur í landi sínu.
Flestir Islendingar munu vita, að Lloyd
George er úr Wales héraði á Englandi og því
af velsku bergi brotinn. Um hann hefir verið
sagt, að hann beri á sér öll einkenni Wales-
manna, þó ekki sé hægt að heyra það á mál-
færi hans, þegar hann talar ensku. Velskuna,
móðurmál sitt, kann hann þó vel og tilh^yrir
enn kirkju ættfólks síns. Nýlega hélt hann
ræðu á Fríkirkju ráðstefnu í Edinburgh á
Skotlandi, og mintist þá á skyldleika þessarar
Fríkirkju Skotanna og sinnar eigin kirkju.
Við að heyra ekta skozkar guðsþjónustur
kvaðst hann kannast við sum orðin — og
berast á hljómi þeirra til heimahaganna í
Wales Um þetta sagði hann meðal annars:
“Þér þurfið að eins að þekkja hljóm-auðlegð
fjallanna, lækjanna og fossanna þar, og þyt-
inn í vindinum, hægan og Ijúfan, og aðra
stundina þó svo óstýrilátan og þungtækan —
til þess að þekkja hljóm keltneskrar tungu,
keltneskra söngva og keltneskrar guðsþjón-
ustu. Og þessi hljómur er mjög við mitt skap.
Stundum þegar eg er þreyttur og leiðinda-
gjarn er mér hin mesta hugfróun að lesa ljóð
keltneskrar tungu og hverfa þá í anda til
löngu liðinnar tíðar, er forfeðurnir — mínir
og yðar — háðu orustur frelsisins á meðal
hæða og dala heimahaga vorra.”
Svo minnist Lloyd George á háðsglósur nyt-
semiskenningarmannanna svonefndu viðkom-
andi viðhaldi og verndun velskar tungu og tók
það fram, “að þeir sem bezt töluðu ensku,
væru þeir, sem mest töluðu velsku,” ®g eng-
inn gæti heldur neitað þeim hagnaði, sem því
væri samfara, “að eiga mál, er ekki væri mál
verzlunarviðskiftanna, ekki mál útheimsins,
heldur mál hjartans, mál þess altaris, er vér
tilbiðjum á og alls þess hjartfólgnasta í fari
voru. Slíkt getur ekki skoðast annað en
hagnaður, uppörvun, gleði og huggun.”
Þannig kemst Lloyd George að orði um
móðurmál sitt, velskuna. Hann er ekki þrung-
inn af neinni löngun að kasta henni algerlega
fyrir borð, ber heldur til hennar hlýjan rækt-
arhug og vill stuðla að verndun hennar. Og
þrátt fyrir þessa afstöðu fær enginn brugðið
honum um óhollustu gagnvart landi sínu og
þjóð. Enginn maður á Englandi í seinni tíð
hefir látið meir til sín taka en hann í velferð-
armálum lands og þjóðar. Sagan mun geta
hans sem eins hins mikilhæfasta og áhrifa-
mesta Ieiðtoga er þjóðin brezka nokkurn tíma
hafi átt. ’
Ræktarhugur hans til móðurtungu sinnar
ætti að geta verið öðrum til hvatningar, sem
líkt er ásfatt fyrir. Og vissulega ætti þetta
að geta vérið oss Vesturlslendingum alvarlegt
umhugsuraarefni. Hví skyldum vér ekki geta
staðið jafnfætis Wales-búum og Skotum hvað
þetta snertir? Ef tungur þessara þjóða geta
lifað í gegn um allar aldanna raðir, þrátt fyrir
það þótt landsmál þeirra sé annað, hví þá
þessi hugstin, sem svo víða bólar á meðal vor,
að íslenzkan geti ekki orðið Ianglíf hér í landi,
hljóti að deyja fyr eða síðar? Stöndum vér,
Vestur-Islendingar svo langt að baki Wales-
búum og Skotum að ræktarsemi, eða er þjóð-
armeðvitund vor ekki eins glögg og þeirra?
Ef svo er komið fyrir oss, Vestur-íslendingum,
kippir oss lítið í kyn til forfeðra vorra,
er ætíð höfðu það svar á reiðum höndum
við berserki annara þjóða, að þeir væru þeim
“ekki eingöngu jafn-snjallir, heldur mikið
• •** |
meiri !
Hví skyldi íslenzkan ekki geta verið mál
hjartans, þó hún sé ekki lengur landsmál vort
og vér nú þegnar annars lands en Islands.
Lloyd George hikar ekki við að segja velsk-
una sitt hjartfólgnasta mál og er þó einn af
helztu leiðtogum brezkrar þjóðar. Hví skyld-
um vér Vestur-Islendingar þá vera hikandi að
játa rækt vora til íslenzkunnar?
Sannleikurinn er sá, að vér Vestur-Islend-
ingar, þó fámennir séum, erum að líkindum
sundraðir í fleiri parta en nokkur önnur þjóð
í heimi. Sundrungarandinn hjá oss keyrir
fram úr öllu hófi og aldrei hefir meir verið
blásið að neistum ósamkomulags og úlfúðar á
meðal vor, en einmitt nú. Þeir menn eru nú
komnir hér til sögunnar, sterkir þjóðernisvin-
ir á íslenzka vísu (að þeirra eigin áliti), sem
ekki láta sér nægja að æsa íslendinga til sem
mests ósamkomulags sín á milli, heldur vilja
þeir einnig æsa þá gegn þjóð þessa lands og
öllu hérlendu. Og á meðan slíkir menn ná að
hafa nokkur áhrif, er ekki von að vel fari —
hvernig sem þeir birta hugsanir sínar, í ljóð-
um, ræðu eða riti, eru áhrif þeirra hin skað-
legustu.
En vonandi verða áhrif slíkra manna hvorki
víðtæk eða langlíf. Og þegar ósamkomulag-
inu ögn linnir, getti oss Vestur-Islendingum að
verða alt viðráðanlegra og auðveldara en áð-
ur. Til þess að vér getum komist hér sem
lengst, verðum vér að kappkosta að samþýð-
ast sem bezt þjóðhugsun þessa lands og meg-
um hvergi draga oss í hlé — og þetta þarf
engan veginn að koma í veg fyrir, að vér
0000*8 NÝKNA PILLUR, gótiai
tyrir aUskonar nýrnareikL Lækna
Kigt, bakverk og sykurveiki. Dod<T«
Kidiuey Pills, 5Öc. askjan, sex ösk>
ur fyrir $2.50, bjá öllum lyísölum
eða frá Dodd’s Medicine Oo., LtdL,
Toronto, OnL
leggjum rækt við íslenzkuna.
Reynslan sýnir, að þeir Isiendingar,
sem lengst hafa hér komist, hafa
verið “góðir Islendingar” um leið
og þeir hafa verið góðir þessa lands
borgarar
Til þess að vér getum haldið ís-
lenzkunni hér við, þarf að glæðast
ræktarhugur hjá yngri kynslóðinni
gagnvart íslenzkri þjóð og íslenzk-
um bókmentum. Framtíð íslenzk-
unnar hér er undir yngra fólkinu
komin og vonandi er, að það
bregðist ekki skyldu sinni. Von-
andi taka ungir Vestur-Islendingar
aðrar þjóðir til fyrirmyndar í þessu
efni — Islendingar mega ekki vera
eftirbátar annara, hvorki í þessu né
Öðru. Lloyd George ætti að geta
verið þeim ágætt fyrirdæmi.
íslenzkan ætti að vera mál hjart-
ans.
--------o-------
Or mannheimum
Eftir Kr. Ásg. Benediktsson.
Lengi hiaJfði vofað yfir höfði mér,
að ferð-ast uorður með Manitoba-
vatni. I>ar vildi eg isérstaklega
ganga fyrir þau öiidurmennin ólaf
Helgason Thorlacfus, að Dolly Bay,
og Pál Kr. Kjernested við Narrows
P.O., og Sigurð Baldvinsson í Hjart-
arey við Narrows P.O., og nokkra
fleiri menn í þeiin bygðum, ef heill
stæði með. Eg er ekki mjög fram-
gjarn né ferðavanur, og Irtt kunnur
útþjððum í þessu landi. Hugði eg
þess vegna að verða aðnjótandi föru-
meytis viinar mfns Magnúsar Mark-
ússonar, hirðskáfds Norrisnstjórnar-
innar, því hann er framaður vel
mieðal norðurbúa. Eftir nokkurra
mánaða von og bið, brást sú happa-
von að öWu. Þreif eg þá náðarsekki
mlina og lagði í utanför. Með C..NR.
mönnum hlaut eg að fiara norður
land. En ekki var happasói mín til
viðar runnin, þó Magnús þryti.
Eöruneyti fékk eg með Arnór Árna-
syni. Hann er vegstæða-kaupi Norr-
isstjórnarinnar og knæfur karl, víð-
föruli og harðfpngur í ihvevetna
mannraunum.
Pörin byrjaði brosandi með jafn-
snjöllum dreng og gömlum fóstbróð-
ur. Þá noTður kom að staðnum
Clarkleigþ, ekildum við föruneyti.
Þar býr Benedikt ríki Rafnkelsson.
Síðla -um kveldið kom eg norður á
Ejalir, sem enskir kalrla Ashern, og
er það smiáþorp. Þar eru varnings-
menin íslenzkir, og þeim næstir Gyð-
ingar og aðrir. Þar eru: Þorkell
Jónsson Þ. Klements og Guðmund-
ur Árnason vörusalar; Geirfkinur
Sigurgeinsson Péturssonar, nauta-
kaupmaður m. 1.;, Bagnar Smith
rjómameistari, og Þorsteinn Guðna-
sion kaupamaður og fleiri höfðingj-
ar, sem eg ber engar kendir á. Þar
gisti eg að Grikkja um nóttina.
Sæmileg vist- Þó var fátt um ferðir
í fjörðu ofan og útlitið ískyggiþgt.
Þá á leið daginn, sendi happadísin
mér þangað Guðmund Þórðarson.
Hann er sunnlenzkur að ætt, en
vopnfirzkur að uppeldi. Hann hafði
eg þekt Wtillega í Winnipeg fyrir
nokkrum árum. Guðmundur er örr
tiil orða og fljóifcur tiil greiða. Hann
bauð óðara að flytfla mig til manna-
bygða, í sveitir niður. Þá varð eg
hólplnn um stund. Guðmundur
keyrði mig til Jóels Gíslasonar, Silv-
er Bay P.O., og leysti það vel af
höndum, og mininiist eg þess með ó-
gleymandi 'þökkum.
Guðmundur hefir farið yfir alt fs-
land og getur frá mörgu agt.
Hlýddi eg á sögur hans með mesbu
alúð. Hann hefir lfka farið aW-víða
um Canada. Var austur í Keewatin
íá ár. Eluttí veetur til Manitoba-
vatns síðasta vetur, með gripi og
búslóð. Býr nú við Siver Bay.
Jóel Gíslason er póstafgreiðslu-
rnaður á pósbhúsinu Siver Bay.
Hann er Þingeyingur. Móðir han«
var Aðaibjörg, dóttir Björns ríka á
Bakka á Tjörnesi í Þingeyjarsýslu.
Jóel, sem eg kalla bónda á Silfrastöð-
um, á ættartöiu sína. Hún var f
láni, því miður. Hanm sagði Björn
afi sinn ihefði fengið Torfa á Klúk-
um í Eyjafirjði fciil að semja hana,
miargfróðan karl á sinni tíð. Kona
Jóels er æfctuð úr Reykjadal. — Gott
og gleðilegt er til þeirra hjónia að
koana. Jóel bóndi fylgdi mér suður
með Silfurfirði 3 mílur. Hanin stund-
ar griparækt og kornyrkju; var ak-
ur hans vel sprottinn. Jóel er m'eista
ljúfmenni viðtals. ómengaður Þing-
eyingur í framgöngu og tali. Mætti
eg margs hafa orðið vísari um eldri
Þingeyinga, hefði eg lengur með
lionuim dvalið. Hann fylgdi mér
heim til H. O. HaUssomar .kunninigja
iníns.
Hallur Ólafsson Hallson tók mér
stórmanmilega, og með góðri alúð.
Haliur afi Halls var ólafsson, Jóns
sonar. Er það beinn karileggur
frá Halli presti digra ólafesonar á
Höfða í Þingeyjarsýslu. Sú ætt er
komin frá Þonsteini Rauða Skota-
konungi. Bailiur bóndi er hinn
gerðarlegasti maður, þó hniginn sé
á aldur. Móðurætt hans er Sauð-
liagaættin «vo mefnda. Kona Halls
er Guðrún Kriistjana Björnsdóttir,
bónda í Hjialiatúmi i Tálknafirði,
Þorleifssonar kaupmanns á Suður-
eyri, Jónssonar, siðar kallaður Þor-
leifur ríki í Bíldudal. En móðir G.
K. var Arnna Elízabet Bergsteins-
dóttir bónda á Bergvaði. Hagyrð'
ingur og þjóðhagasmiður. Haliur
býr í góðu húsi og rúmnægu. Flöt-
ur kring um (húsið er umgirtur.
Iivergr hefi eg >séð á bóndabýli eins
þriflegan og fágaðan garð. Pyrir
framan lilið ihúsins eru tré og
iianga þar fuglaibúr hátt uppi, fe’r'
ir sináfugla að verpa í. Mig minnir
sex ibúðir í hverju búri. Búrin
enu 4 eða 6 balsims. Það hefi
iivergi séð fyrri. Austan við húsið
utan garðs, er sáðreitur. Það er sá
frjófasti sáðreitur, sem eg hefi út-
ið. Akur er nokkuð norðan v’p
húsið. Var Ihann mjög frjór að sjá.
Skógur hár og þéttur er alt í kring
um húsið; nefni ag Hall og öæ
hans Hall í Mörk.¥
Hallur á 2 syni, ólaf kaupmtann í
Eríksdale og Björn nálægt öak
Point; báðir giftir.
Næsba d-ag íylgdi Haliur m^r
suður tiil ólafs H. Thoriacíu«ar, 7
eða 8 mllur. Þá fórum við meðfra®
eða yfir engjalönd ÓIafsvallttrui»rloa.
Þar var víða sfcrjúgur í istráum. Á
þeim engjum ihefi »g séð mest og
flest fimingahey fyr og síðar.
Á leiðinni ræddum við mörg mál.
Hallur er stálbeifctur fslendingur
frá hvirfli til táar. Við hann er gntt
að ræða. Hann er ifyTÍrirrannlegur
sýnum. Maður í hærra lagi á vöxt,
kraftalegU'r, en eigi feitur. Svarar sér
vel, beinvaxinn og mjúkvaxínn. Við
höfðum góða fararheill til O. H.
Thorl-aciusar. Þar kvaddi. eg Hali
úr Mörk. Er hann mér minnis-
stæður.
Ólafur Helgason Thorlacíus er
póstafgreiðslumaður á Dolly Bay P-
O. Hann er hirnni elzti og gildaMI
bóndi þar um slóðir. Bær lians
stendur á vatnsbakkanum. Eru víð-
ir vellir suður frá bænum. Þess
vegna nefni eg Ihann Ólaf á Óiafe-
völluim. Ólafur koin fyrir 40 árum
vestur. Var í Wintnipeg, í Norður
Dakota, svo norður í Álfitavatns ný-
lendu ifáein ár. Flufcti þaðan, þang-
að sem hann ©r nú, fyrir 25 árum
fjórðung aldar. — Hann er tvígifbur.
Misti fyrri konu sína litlu eftir að
hann kom til Canada. GUtist núlif-
andi konu sinni eftir að 'hann kom
sunman írá Dakota. örðugt áttu
þau hjón fram eftir. Nú á hann og
synir hans mörg lönd. Höfðu á fóðr-
um síðasfca vetur á annað hundrað
nautgripi. Yfir 60 kýr með kálfum
í vor er leið. Þeir eiga hesta, margt
sauðfé, svín og fiugla- Nokkuð af
yrktum lendum, og engjalönd mikii
og -góð, að mér virtist. Ólafur er nú
66 ára gamal, kona hans nokkuð
yngri. Þau eiga tólf böm upp kom-
•) Menn í bygfcum þessum hafa fáir
nefnt býli sín bæjarnöfnum. Er þao
leltt og óíslenzkt. í>ar eru Ný-íslend-
ingar framar iiörum islenzkum uy
lendumönnum hér. Aö nefna pöstbu
hvers manns um letö og hann «r
nefndur, -;r staglsamt og rthafand1-
Þess háttar ónefni þolir ísleuzk sagn'
ritun ekki. Sum prtsthúSMnöfnin «•“
afkáraleg og láta llla í eyrum.
eru indíánskar nafnleysur.
er aö gefa prtsthús niannsins i
sinn fyrir öll, þá um hann er ritaö- "
stagla sí og æ á þeim ieiöi ag •''i'J’*
hest frá. En aö nefna ekki he*?i>c
sreitarhöffllngja þá um þá er ritao,
frekar en villidýra á víflavangi, er °
þolandl. Þegar sagafræflingar
fræfllmenn eftir mörg hundruö “
fara afl leita bústafla landnáms®*” .
frá Islandi, mega þeir frekar
grun í hvar þeir hafi bútfl, e_
styfljast vifl pósthús, og íslenzk “®Jar
nöfn. Þafl verfla ekki Englendinfe _
efla Indiánar, sem rita efla ranns£at5
sögu Vestmanna 1 landl þessii. ' .
verfla tslendlngar og engir an '
Margir munu segja, afl slíkt haf' «njC
þýflingu, afl halda uppl sagnafrófl'e*a-
Nú, þeir um þafl. En hvafl n*und
þeir segja ef litu upp úr grof 8'nn
eftir þúsund ár, og þá væru hér Bra
ir og gulir þjóflflokkar, sem bent vœ
á mefl fyrirlitningu og sagt: vet'a
eru afkomendur ísl. Iandnáms i Pe”T
landi. Aumustu og fyrirlitleBnsrn
skrælingjar. Þafl væri líkt og
Eskimóa flokkinn, sem Vilhjálæyi
fann og menn halda. og vita surojr. a
séu nlfljar Islendlnga á Gr*nlan '
Þafl má alt segja, þegair engln er »as
né sannindi. K. Á. B.