Heimskringla - 28.01.1920, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.01.1920, Blaðsíða 2
2 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA V.'INNIPEG, 28. JANÚAR. 1920. Hverflyndi — Stöðuglyndi. Eftir Rögnv. Pétursson. Hverflyndi er einn með hinum mestu göll- um mannanna* Það hefir aldrei verið talið til kosta, sem sumir aðrir gallar. Það hefir fcótt hinn mesti ókostur að vera rei'kull í ráði. Þeir, sem óstöðugir eru og hvarflandi, eru í öllum efnum óábyggilegir og ótrúir. Hverf- ulir menn og hvikulir eru oftast svikulir og verða sjaldnast mörgu eða mörgum að liði. í flestum skilnmgi eru þeir á hlaupum og .þá hvergi að hitta nema ef vera skyldi þar sem verst gegnir. Um hverflyndið hafa myndast óteljandi málshættir, sem um flest það, er mikið er til af í mannfélaginu og tíðreyndast er. Er því líkt við brestandi bólu, fjúkanda fis, fljúganda flein, fallandi báru, hús hálfbrunnið og ein- nættan ís. Líkmgar þessar eru bæði ljósar og sannar. Þær eru víti, sem mönnunum er bent á, að varnaði að hafa, og lýsa þær öll- um hiiðum hverflyndisins, alt frá því að menn semja sig eigi að nokkru verki til lengdar- og afkasta svo engu um æfma, og til þess er þeir temja sér enga hugsun, mynda sér enga skoð- un, svo að hinna andlegu áhrifa þeirra og verka gætir heldur eigi að neinu — eru engin. Hverflyndið er móðir stefnuleysisins. Þó áformað sé að stefna að einhverju ákveðnu markmiði, þá er hætt við það, og eigi sízt ef einhverri fyrirstöðu er að mæta. Svo er því takmarki aldrei náð. Annað er sett í stað- inn, en frá því er horfið líka; er svo þannig stefnt ýmist áfram eða afturábak og seinast að engu. Þegar æfin er öll liðin, er engu lífstakmE”!. náð, nema því eina — er eigi þarf að k^ppa að, því þangað berast allir fyrirhafnarlaust, eins og blað með straumif' — að kveðja þetta vesæla líf og vera eigi fram- ar til. Sporjn í sanda tímans liggja fram ðg til baka og í allar áttir, og eigi til neins ákveo- ins staðar, sem smáfuglasp>or í nýfallinni fönn, þétt og í einlægum krókum, hvert innarv um annað’ tómt traðk og spark, en alls eng- in slóð. Þegar um verklegar framkvæmdir ræðir, er hverflyndið hið mesta mein. Það gerir út af við alt. Allan vilja, alla framtakssemi og alt starf. Oftar eru margar hinar ytri og erf- rðu ástæður manna og vandræða kjör hverf- lyndinu að kenna. Maðurinn byrjar á ein- hverju og hætt’r við verkið áður en það er hálfnað. Hann byrjar á öðru og hættir við það líka, og svo koll af koíli; verður svo arð- urinn enginn, en nóg stríð og strit, því frá engu er gengið og við ekkert lokið. Og í þessu efni má snúa við orðunum alkunnu: "Uppskeran er mikil en verkamennirnir fáir”. Verkamennirnir eru margir, ógrynni vinnu, en uppskeran er engin. Vinnan verður honum ekki að notum og engum að notum. Eigi er þ>ó svo að með þessu spari hann krafta sína. Hann slítur þeim út, tæmir þá — við ekkert. Margur maðurinn hefir svo lifað fram til hinnar síðustu stundar að hann hefir eigi upp frá erfiðinu litið, en lagst lúinn og dauðþreytt- ur til hvíldarinnar hinstu. Það sem hans hægri hönd hefir uppbygt, það hefir hans vinstri hönd rifið niður, vegna þess að hann hefir aldrei verið stöðugur við neitt. Saddur langra lífdaga, en þó saddastur allra hluta, erfiðisins og þreytunnar, kveður hann þetta Ijf, sem ekkert hefir eftir skilið’ varla rúst eða tóftarbrot, eða troðinn stíg, til merkis um að hann hafi verið til. Sem í hinum veraldlegu efnum svo í hinum andlegu efnum, hverflyndið hefir gjört flest að engu. Mörgum góðum gáfum hefir það spilt, mörgum ágætum hæfileikum, svo þeirra hafa orðið engin not. Hugsjónaauðurinn allur orðið að engu. Hugsjónunum hefir brugðið fyrir sem leiftri, en engar náð varan- legri mynd í þjóðfélaginu. Úr sjáifstæðinu ^ hefsr það gert hmn aumkunarverðasta háð- leik. “Frelsisblossinn”, sem um eitthvert skeið hefir funað upp, hefir orðið að reyk, og honum svo svörtum að í honum hef- ir ekki mátt greina hin minstu skil, orðgnótt- in sjálf að fjasi, framsóknin að flótta. AHar re.dd rnar, sem bergmálað hafa í sálinni hefir hverflyndið svæft. 1 fornri tíð voru þannig lagaðar umbreyt- ingar kendar töíraáhrifum, yfirnáttúrlegum og dularfullum. Frá fornöld’nni er til um það mörg fögur saga, Fornöldin kunni svo vel að segja frá og fallega — eins því sem var Ijótt. Enihver ill vættur ber fulihugan- um, spekingnum- ágætismanninum, magni blandinn mjöð, óminnisveig, í efra eða neðra hólfi drykkjarhornsins og hann gleymir og týnir sjálfum sér. Óminnisdrykkurinn slekk- ur frelsisþorstann, framfaralöngunina, ferða- þrána. Hann slekkur “frelsisblossann”, en reykinn leggur þykkan og megnin yfir sæynj- anina, og í reyknum greinir engin vegaskil. Hann villir um vegi. Þótt æfintýrin Iáti marg- an komast undan þessum álögum drykkjarins, þá er þó ein sagan þar sönnust — Völsunga- saga — er eigi lætur Sigurð komast undan þeim, en bíða þess bana. Undan áhrifum, sem hverflyndið skapar, vei’ður eigi komist, eigi þá sízt fái það að ráða jafnan um aliar gjörðir manna. Við það bíður öll nytsemi æfinnar bráðan bana. í orðum og dæmisögum Krists finnast margar líkingar um hverflyndið og hin skað- legu áhrif þess. Fræið, er féll í grýtta jörð, “Það óx að sönnu skjótt, því það hafði litla jörð. En er sól hækkaði á lofti skrælnaði það og visnaði sökum þess að það hafði ekki nægar rætur.” — Blaðið spratt en stöngin ekki og kornið ekki' svo uppskeran varð eng- in. Þetta land, með kornökrunum endalausu og ómælilegu, kannast við þessa sögu. Hún er endurtekin árlega. Margur akur, er fyrri hluta sumars vi'rðist ætla að bera góðan ávöxt, ber ekkert þegar kornskerutíminn er kominn, nema hismi og hýði. Kornhöfuðm eru tóm. Það fer svo með marga uppskeruna, að hún verður kjarnlaus hálmur og hýði — höfuðin eru tóm, svo hraparlega mörg,- Hugsanirnar, ákvarðanirnar spretta ekki. Þær hafa ekki nægar rætur, svo að þegar sól skín og hækkar á lofti með hita og birtu, þegar dagurinn kem- ur með viðfangsefnin og erfiðið og þungann, skrælna þær og ekkert verður úr neinu. Höf- uðin, æði mörg, eru tóm, og kornhöfuðin virð- ast þar eins og fylgja fyrirdæmunum æðri, og taka það eftir. Menn finna mest til þess með kornhöfuðið, þegar það er tómt’ telja það landinu mestan skaða, verkasvikin stærstu, launaprettinn versta, fyrir alt erfiðið. En hvort höfuðið tóma, er stærri launaprettur, kornaxið eða höfuð hús’bóndans? Eða er einu, smáu, vesa- lings kornhöfði ætlað meira hlutverk í heimi / þessum en höfðunum hinum, svo að á því sé orð gjörandi, þegar það bregst og hefir af erf- iðinu launin, sem því bera? Sagan af korninu, er féll á meðal þyrna, “en þyrnarnir uxu upp og kæfðu það”, er um sama efni. Allur sá ipikli ofvöxtur ætlunar- verka, er stefna í ól'íkar áttir, er skifta kröft- unum í óteljandi staði, er ekkert nema illgresi er kæfir hverja góða og gagnlega fyrirætlun- svo ekkert verður úr neinu. Hugsun og skynjun er óræktuð jörð, er ber engan ávöxt, nema þyrna og þistla. Nóg hefir verið til af þesskonar jörð til forna og það er nóg til af þesskonar jörð enn, sem minnir á, sem fyr, þá sem eigi leggja rækt við neina hugsun, setja sér ótal markmið, hvert upp á móti öðru, komast svo hvergh, því engin þeirra er sam- eiginleg, en eigi er mögulegt fyrir sama mann- inn að gjöra nema eitt í einu. Þau eru svo mörg' að hann kemst ekkert áfram. Verk- efnin svo mörg að á engu er byrjað. Svo mikið að gjöra að ekkert er gjört. Svo margt um að hugsa að um ekkert er hugsað. En altaf er hverflyndið að snúast frá einu til ann- ars, bæta við- hafa fleira í takinu, leita að nýj- um og nýjum vjðfangsefnun. Áður en sýnt er hvað framkvæma má í emu, er við það hætt og byrjað á öðru, en endmgin er sjálfri sér Iík. — Sem mylnuvængir gengur hverf- lyndið og snýst endalaust um sjálft sig. Dæmin höfum vér fyrir oss, þó eigi sé nema þegar litið er til andlegu málanna. Til eru þeir menn, og konur, er sagt gætu í orðum Gríms Thomsens eins og Tóki í höll Ólafs konungs t Tryggvasonar: “Margan hefi eg unnið eiðinn, ýmist kristinn — stundum heiðinn, — nú er eg ekki nema skar.” • Þeim verður nú ekki bylt við það sumum, þó þeir vinni margan eiðinn, þeir sem eiga guð- ina til skifta, herrana marga og þá heimtu- freka. Nokkrir hafa hallast að frjálslyndi, orðið hrifnir um stund af hinu fagra ætlunarverki hinnar frjálslyndu stefnu, að útrýma öfgun- um; að setja sannir.di í stað hieypidóma; að skýra fyrir hugskoti mannsins þann hinn góða kraft, sem fólginn er í allri sannri þekkingu; sýna helgunaráhrif sannleikans á mannsand- ann; og beina hinu fálmandi hugboði manns- ins, er fram kemur í hinni þokukendu hug- mynd um heilagan anda’ að sannleikans and- anum, er hreinsar hvern huga, helgar hvert verk og blessar hvert starf. Þessir hafa orð- ið snortnir um stund af þessum göfuga ásetn- ingi og fylst helgum hugmóði. En eigi líður nema lítil stund, og áður en verk þeirra eru nokkur orðin eða geta mögulega farið að bera nokkurn sýnilegan ávöxt, áður en nokkur á- rangur getur komið í Ijós, hvarfla þeir frá. Einstöku með einhver lítilsháttar brot af þess- um hugsunum í huga og ásetningi, að byrja að nýju, stofna nýjan andlegan félagsskap, en hinir með þeim ásetningi að hverfa til baka aftur þangað sem þeir áður voru. Þeim þykir það fullreynt að þetta sé ómögulegt. Svo er alt annað látið koma til greina. Þyrn- arnir vaxa upp, og kæfa allan gróður. — * Andinn ráfar um eyðimerkur og vatnslausa staði, snýr svo aftur og finnur hús sitt sópað og prýtt og tekur með sér sjö anda sér verri. Meira en þetta er þá eigi orðið af frelsishjal- inu, ræðunum við tækifærin hátiðlegu, Iof- orðunum til samtíðarinnar, eiðunum — kristnu. Vegna þess að kornskerutíminn er eigi samferða sáningatíðinni’ vegna þess að verkið, áður en það getur kallast byrjað, ber eigi þann á rangur, sem til var ætlast; þá er hætt við aft saman, snúið við og látið berast niður strauminn. Þeim, er frjálsum skoðunum vilja á lofti halda, er fengið þýðingarmikið verk í hend- ur, er felst eigi eingöngu í því að þeir játi þessar skoðanir sjálfir, heldur láti þær ná því að verða að ákveðnu afli í þjóðfélaginu, svo þær verði sanngirni og réttlæti til verndar og styrktar, bæði í stóru og smáu, — svo að sanngirnin og réttlætið verði aldrei yfirstigið í almenningsálitinu eða að engu haft. f skjóli þeirra skoðana, nái þær að festa rætur, vaxa mannréttindin og frelsið. En þar sem frels- ið á heima, þar á sannleikurinn fríða bústaði. Ef fara á að útrýma þessum frjálsu lífsskoðun- um’ ef taka á fyrir málfrelsið, ef banna á rétt- lætishugsjóninni að lifa, þá kemur til kasta þessara manna, er játa þessar skoðanir, að vera meira en játendur, að taka á móti árás- unum, fylgja sannfæringunni, fylgja skoðun- unum með oddi og egg og láta eigi staðar numið fyr en þær fá óhultar og í næði að festa rætur, þroskast og útbreiðast, í meðvitund þjóðfélagsins, öllum — og þeim er ofsóttu þær — tii blessunar. Það er verkið, sem frjálshugsandi mönnum ber að vinna. Það er umbótastarfið sjálft, en eigi hitt, aðeins að játa. -— Allir geta játað. Það er altaf vérið að játa, játa alt mögulegt og ómögulegt, all- an þvættmg hugsanlegan' verið með allskon- ar undanfærslur og afsakanir, til þess að gera sér mögulegt að játa. Það er eftirtektarvert, þegar eitthvað reyn- ir á, hvað marg’r gera sig ánægða með það að heita litlir, — “fáir,. fátækir og smáir” Þeir hinir sömu, er endranær yrðu stórreiðir, ef þeir væru kallaðir smáir. Þá er lítilmensk- an ekki óvirðuleg, eigi óásjáleg. Hún er ijúf og blíð sem barn og fögur og fr.'ð sem nakleys- ið, er aldrei hefir kynst við lífið. Lítill, getu- laus, vesall, smámenni, smælingi’ fáráður, og með óteljandi fleiri orðum af þessu tagi, at- yrða menn sjálfa sig, til þess að lægja í sér drambið, yf’irlætið að hafa komið einhverjum til að trúa því, að þeir mundu einhverntíma verða einhverju góðu málefm að liði. Laklega er þá staðið við stefnur og skoð- anir. Smátt er þá orðið úr hinni réttlátu reiði yfir hmu ósanna, og óþohnmæð’n yfir öfugstreymmu og rangindunum í heimmum orðin furðu spök. Verkið er ákveðið og einskorðað. Skylda mannsins gagnvart sannfæringu hans eða h'fs- skoðun er að fyjgja henni, efla hana, láta sannmdi hennar koma í Ijós hvenær sem hún þarf að reyna afl sitt og gildi við aðrar stefn- ur. Þá gjörir hann skyldu sína en fyr ekki. Hið nýrra og síinnara ber þá jafnan sigur úr býtum. Þeir ungu eru eigi eingöngu tímans herrar, heldur og lífsins herrar. — Það er á þennan hátt, að skoðanirnar og stefnurnar verði að reyna sig og gildi þeirra að prófast, — að þessi heimur vor yngist upp jafnóðum og hann eldist. Framhaldið sýnist vera mið- að við kynslóðir’ eins í hinum andlega heimi, sem í hinum líkamlega heimi. Grillu-herinn er fjölmennur. Hann er heldur aldrei smeykur við að kalla sig stóran. “Vér, allur almenningur vor,” segir hann. En hann er eigi stór. Hann er smár — óvið- jafnanlega smár. “Þó eins margir séu djöfl- arnir í Worms og tigulsteinar eru þar á hús- þökunum, skal eg samt óskelfdur fara,” sagði Lúter, og hann fór. Honum var það óhætt, hann einn var meiri og stærri en hinir allir til samans. Hver sá, er það ber á vitund'sinm að hann sé sannleikans megin, réttlætisins megin, getur með sanni sagt: “Eg er stór, eg er ríkur, eg er voldugur”. Hann er meiri en allir hinir. Þó eigi væri það nema einn maður, en hann héldi því fram, sem rétt væri’ og allit aðiir væru á móti honum, væri hann stærri og meiri en þeir allir til samans. Og þar er Kristur dæmið sjálft, hið bezta dæmi. Hugsið yður að þér hefðuð horft á aðíörina að honum í dómssalnum hjá róm- verska dómstjóranum Pílatusi, / vordaginn þann. Hann stendur þar einn, ákærður og yfirgefinn. Inni er þröng manna, háprestar og láprestar musterisins, Levitar,, þessir hjálp- armenn og undirtyllur prestanna, er hafðir voru til þess að safna saman fé fyrir þá, sam- ankalla fórnir, Utan af landsbygðinni’ offur- gjöld og aðrar kvaðir, slátra offurdýrunum, en fyrir það tóku þeir að launum einhvern bita af frálagi skepnunnar; allir ákærandi hann einum rómi. Og þess utan heill hópur Ijúg- votta, smá handverksmenn, prangarar, lög- vitringar og annar þesskonar lýður. Útifyrir er múgurinn, æðisgenginn og vitstola, must- erinu áhangandi, og hrópar í sífellu: “Kross- festu, krossfestu hann! ” En hann svarar eigi einu orði, öðru en því, að 11 þess sé hann fæddur og til þess sé hann í heiminn kominn- að hann beri sannleikanum vitni. Hann ber eigi af sér kærurnar, að hann hafi kent öðru- vísi en hinir skriftlærðu, né að kenning hans komi í bága við kreddur þeirra tíma. En hafi svo verið, var það vegna þess að hann- hafði borið sannleikanum vitni. I huga yðar gæti eigi verið neinn vafi um það, hvor meiri væri. hann emn, þar sem hann stóð bundinn frammi fyrir dómaranum, eða þeir, allir hinir til sam- ans, með öskrandi borgarskrílinn að baki sér. Hugurinn, er hann hvarflar til baka og virðir fyrir sér þannan atburð, er eigi í nokkrum vafa um það, hvor ríkari var, hvor voldugri, hvor fegurri, hvor göfugri og stærri, hann er ekkert átt’, en átti þó alt, þeir er alt höfðu, en áttu þó ekkert, vegna þess þeir höfðu mist bæði drengskapinn og viljann til réttlætisins. Hvor var sannari, hann, er gróðursetti must- arðskorn sannleikans í mannfélaginu, þeir, sem mykju báru að hinum visnu rótum upp- þornuðu trjánna ? Það er hinn andlegi styrk- ur, er gjörir myndina hans guðdómlega, — stöðuglynd’ð, að standa fast fyrir, láta eigi bugast, standa við alt, sem hann hafði öðr- um opinberað og kent, alt sem hann hafði helgað sér og sjálfur vissi og trúði að var satt. — Það var freisting,/ef til vill önnur hin mesta, að draga nú fjöður yfir alt; segja að þetta hefði verið eintómir smámunir. Það hefði eiginlega ekki verið neitt og hann værí nú til með að láta af því, ef nokkuð hefði ver- íð; að sér hefði aldrei neitt á milli borið við höfuðprestana nema um smámuni eina, og nú væri hann fús til þess að láta af þeim. En hann tók ekki þann kost. — Og þann kostinn taka heldur engir, ef þeir eru menn og hafa önnur eins dæmi fyrir augum, engir nema þeir einnir- er blauðir eru og ragir og engar taugar eiga til.--------- \ Jafnt sem hverflyndi er hinn stærsti ókost- ur, svo er og stöðuglyndið hinn mesti kostur, að standa stöðugur við það, sem maðurinn á- lítur að sé rétt, það sem samvizka hans býður honum og réttlætismeðvitundin, en fara eigi með séimvizkuna, sem óþægt barn, til ein- hverra eða einhverra, og fá þá til að typta hana til fyrir sig„ fella dóm á hana, og leita á þann hátt ytra samþykkis til að mega óhlýðn- ast henni og helzt að vera laus við hana með öllu. Að setja eigi samvizkuna og sannfær- inguna á hreppinn, lýsa hjá sér þrotabúi og fara sjálfur í vinnumensku’ standa girtur fyrir borði húsbóndans og með fádæma nægjusemí láta sér lynda molana, sem hrjóta af borðum hans, meðan samvizkan og sannfæringin svelta; á niðursetmngi, hjá þeim sem líta á þau sem þurfal’jiga og leggja því enga rækt við að ala þau upp Öðruvísi en sem þý og þjóna. En það er mörg sannfænngm og samvizkan á hreppnum, þó nokkrar séu farn- ar að dragast á legg og komast í dvöl eða vinnumensku, — vera til léttis. Að standa fast, standa sem maður, hopa hvergi, en sækja jafnan fram, það eru fríð- astir kostir, “Ættgeng er í Egils-kyni órofa trygð við forna vini. Vér höfum aldrei getað gleymt.” Segir Dr. Grímur Thomsen í kvæðinu um Helgu Þorstesndóttur á Borg. Og lýsir það stöðugiyndinu og staðfestunni, er auðkendi margar vorar göfugustu landnámsættir. Trygð við unnið heit jafnt í lífi og dauða. Finna má ótal önnur dæmi hinnSr sömu stað- festu, eigi eingöngu órofa trygðar manna á millum, heldur og fastheldni við hin andlegu málefni’ hugsjónirnar miklu, er hertaka allan huga mannsins, svo hann lifir þeim eingöngu og engu öðru; og eru þau dæmin æðst og fegurst. “Þér vinn eg, konungur, það sem eg vinn,” mælti skáldið, því hann trúði því að sannleikurinn brúaði að síðustu allar tor- færur á framfarabraut mannanna. Við það að lesa um þessi dæmi hlýnar mörgum fyrir brjóst’, en of oft sækir þó margan hrollur og kuldi heim að lestrinum loknum. Það eru þessi dæmi, er verndað hafa sannfæringar- eldinn til þessa í heiminum, svo hann hefir eigi í algjörann fölvska fallið, aldrei dáið. Konungurinn mikli, er hann sté á land í Rpeing, féll á kné með upplyftum anda til há- sala hjmins, og vann þess dýran eið- við hafið er hafði fkrtt skip hans að landi, við þá jörð er hann hafði undir fótum, að standa stöðugur við hinn helga ásetning sinn, hverju sem væri að mæta, að gefast aldrei upp fyr en þau maktarvöld væri brotin á bak aftur, er mein- uðu heiminum að hugsa og fyrirbuðu sam- vizkufrelsið. Andi vor, er fylgir honum á þeirri ferð og alt fram að haustdeginum myrka, við Lutzen, gegnum allar umbreyting- ar örlaganna og gæfunnar, finnur og sér, að þar við landtökuna virínur hann stærsta sigur- inn, og að eftir það muni eigi fótur hans hrasa. En andinn finnur og sér að verkið er svo mik- ið’ heitið svo heilagt og stórt, að um það því er lokið, muni æfin þrotin, og öllu til skila haldið. Það kemur því eigi óvænt að sjá, hann hníga í valinn, haustdaginn þann, eftir frækilega framgöngu og sigur í hverri orustu,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.