Heimskringla - 28.01.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.01.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRIMGLA WINNIPEG, 28. JANOAR, 1920 WINNIPEG, MANITOBA, 28. JANÚAR, 1920. Manitobaþingið og Norristjórnin i. Fimta og vonandi síðasta þing Norrisstjórn- arinnar kom saman í nýja þinghúsmu á fimtu- daginn, eins og til stóð. Var það sett með talsverðri viðhöfn, eins og siðvenja er til við sh'k tœkiferi, og fylkrsstjórinn, Sir James M. Aikins, las upp stjórnarboðskapinn eða há- saetisræðuna með hljómfagurri roddn og tign- ansvip, sem er hans eigin en ekki stjómar- innar. En þó nú að stjórnarboðskapurinn væri lesinn vel og sköruglega, þá mun hann hafa orðið flestum vonbrigði, sem hann heyrðu, því hann hafði engin nýmæJi að flytja, sem nokkur veigur var í; var mestmegnis mark- laust orðagjálfur og glamuryrði, sem ekkert var á að græða. Menn höfðu haldið, að þar sem þetta var náðarþing stjómarinnar og kosnmgar eru fyrir dyrum, að hún mundi Iáta lxiðskap smn vera fullan af stórfeldum nýmælum óg loforðum, svona sem kosningavöru, þó ekki væri meira; en það er eins og frostvindur hafi farið um huglendur stjórnarinnar og ^eytt þeim litla gróðri, sem þar var fyrir. Vér vissum áður að stjórnm var dáðlaus’ en að loforðaakur Irennar væri emmg frosinn, höfðum vér tæp- lega búist við. Tvent er það þó, sem stjórnin boðar í boð- skap sínum, sem á má minnast. Hið fyrra er breytingar á kosnmgalögun- um, og var þeirra að vænta. Raunar fara þœr ekki langt, að því er séð verður að svo komnu máh. Hlutfailskosningar á að lög- leiða fyrir Winnijoeg einvörðungu og líklegast að gera úr henni eitt áttmenningskjördæmi. Þykist stjórmn með þessu 'viss að tryggja dómsmálaráðgjafanum, landa vorum Hon. Thos. H. Johnson, endurkosningu, því aldrei getur svo ílla farið, að stjórnarlistinn komi ekki einum að í Winnipeg. Svo kvað eiga að sundurbúta Gimli, Rock- wood og St. George kjördæmin, að sjóða saman tvö ný kjördæmi úr afklippunum af hinum. Eru þetta allar þæV breytingar, sem fyrirhugaðar eru á kjördæmaskipun fylkisins og kosningalögunum. J Almennar hlutfallskosnmgar hefir Norris- stjórnin ekki þorað að ráðast í að innleiða, skoðar það of stórt nýmæli fyrir sig og sína h'ka, og er það ofur skiljanlegt. Annað fyrirheit stjórnarboðskapsins, sem í frásögur er færandi, er um að biðja sam- bandsstjórnina um leyfi til að láta fara fram ahnenna atkvæðagreiðslu innan fylkisins um innflutning vínfanga í fylkið. . Á þannig að gefa fylkisbúum sjálfdæmi’ hvort eigi að leyfa hann eða banna. Um atvmnumálin segir stjórnarboðskapur- ihn ekkert. Hafði þó verið búist við að þar mundi gefið fyrirheit um að stofnuð yrði sér- -stök stjórnardeild fyrir atvinnumálin und- ir stjórn fullveðja atvinnumálaráðgjafa. Nei, '-ekkert slíkt er þar á ferð. Ekki heldur minst einu orði á skattamálin, sem telja má eitt af lífsspursmálum fylkisbúa. Aftur er þar minst á unglingafélög og kristilegt siðgæði. Þinghúsið nýja„ er mikil bygging og fögur, en engan veginn eins skrautleg og Roblin- stjórnin sáluga gerði ráð fyrir í fyrstu. Engu að siður mun hún hafa kostað mun meira en Roblinstjórnin ætlaði í fyrstu, eða fyllilcga 7 miljómr dala, og yirðist því allur sá gaura- gangur og ákærur, sem Norrisflokkurinn gcrði í sambandi við þingnúsbygginguna á dögum Roblins, hafa borið lítinn árangur, né hafa orðið fylkinu til hagsbóta Engu að síður er þinghúsið mj ndarlegt og prýði fyrir fylkið, pn svo ætli það líka að vera fyrir siö iruliónir dala. III. Norrisarþingið, því svo er það réttnefnt, tck sér hvíld þegar eftir þmgsetningu ti! mánudags. Drukku þingmenn þó kaffi og tvíbökur áður en þeir fóru heim, sem forset- inn veitti þeim af rausn sinni, í þinghúsinu. Á mánudagmn höfðu þingmenmrnir hvílt sig, og tók þá þingið til óspiltra málanna. Þegar maður kannar þingliðið, iiggur manni við að hlæja og gráta í senn, því her er í raun og veru ekkert þing’ aðeins þægur og auðsveipur flokksfundur, sem segir já og amen við öllu, sem foringjarnir segja og gera. Andstæðingar fyrirfinnast ekki í þinginu. Tveir conservativar skipa þar bekkina, báðir franskir og því nokkurnveginn mállausir, og tveir óháðir srtja þeim við hlið, en þcirra gæt- ir engu meir. Stjórnin er því sem einvalds- konungur innan þingsins, því hjörðin er svo ósköp þæg og auðleidd. En það er einmitt í styrldeik stjórnarinnar, sem veikleiki hennar liggur. Því sú stjórn, er hefir enga mótstöðu, gengur blindandi veginn til grafarinnar. Vér höfum þess ótal dæmi. I British Cohimbia hafði stjórnin, sem var við völdin næst á undan þeirri sem nú er, allan þingheim sín megm, að einum manni undan- teknum. Við kosningarnar næstu á eftir beið stjómin aigerðan ósigur og kom aðeins örfáum þingmönnum að. Líkt skeði í New Brunswick og Prince Edward Isiand. Má því mikið vera ef stjóm Tobíasar Norris verður ekki sömu forlögum háð. IV. . Vinur vor á Lögbergi hefir núna um tíma verið að gefa lesendum sínum hugvekjur um “Góða stjóm”, en svo misnefnir hann Norris- stjórnina. En sökum þess að þessar hug- vekjur vinar vors eru ekki ennþá búnar, að- eins þriðji kapítulinn prentaður, viljum vér ekki vera að gagnrýna þær að þessu sinni. Látum það bíða þar til þær em allar komnar úr fæðingarliðnum, ef þess verður ekki altof langt að bíða. En vér viljum gefa lesendum vorum dálitla hugvekju frá eigin brjósti um “slæma stjórn”’ því svo hefir Norrisstjórnin reynst að voru á- Iiti. Norrisstjórnin hefir flestum orðið hin mestu vonbrigði, og ekki reynst þeim vanda vaxin, að hafa stjórnartauma fylkisins með höndum. Hún hafði ágætt tækifæri til þess að ná trausti fólksins, þegar hún fyrst kom til valda, ef hún hefði kunnað að nota sér það, með því að sýna af sér atorku, framsýni og leiðsögu. En þar hefir hún brugðist gersamlega. Þegar Tobías Norris valdi ráðuneyti sitt’ leitaði hann ekki eftir hæfustu mönnunum, heldur valdi þá sem dyggast höfðu þjónað flokknum, hvort sem þeir voru starfanum vaxnir eða ekki. Þar gerði hann sitt fyrsta glappaskot, og skiljanleg afleiðing af þessu misvitra vali hefir verið fádæma eyðshisemi á fylkisfé, og vandræða búskapur í heild sinni. Á síðasta stjórnarári Roblinstjórnarinnar námu útgjöld fylkisins $5,638,658.61. Þá þótti Mr. Norris og flokksmönnum hans vera óstjórnleg eyðslusemi. Ein nú er svo komið, að á yfirstandandi fjárhagsári eru útgjöldin áætluð $8,377,000.00’ eða 2J4 miljón döl- um meira en hæst var hjá Roblinstjórninni. Sþuldir Manitobafylkis 15. maí 1915 námu $27,323,273.64. I febrúar 1919 höfðu þær aukist um $6,560,000. Á sama tíma' hafði stjórnin selt skuldabréf fyrir rúma 1 Zl miljón, svo að réttiilega hafa skuldir fylkisins aukist um $8,140,000 á stjórnarárum Norrrsstjórn- arinnar. Þá er hlutdrægm Norrisstjórnarinnar í em- bættisveitingum í mesta máta vítaverð. Eng- ir aðrir hafa fengið embætti en dyggir fylgis- menn hennar, og jafnvel ný embætti hafa verið mynduð til þess að finna ný rúm fyrir suma af gæðingunum. Á hæfileika var ekki litið, aðeins flokksfyjgið. Fjármálastjórn fylkisins hefir verið þannig, að helztu fjármálablöð og fjármálafræðingar iandsins hafa fundið sig knúða til,að fordæma hana. Stefnan hefir verið að taka peninga að láni gegn 8 prósent rentu, og Jána þá út aftur gegn 6 prósent rentu, og að selja veð- skiildabréf fylkisms á laun vildarvinum og fé- lögum fjármálaráðgjafans. Eins er með loforðaefndirnar. Norris- flokkurinn komst að völdum með ákveðnum loforðum og háværum um beina löggjöf. Stjórnin kom henni meira að segja í gegnum þingið, en kæfði svo þetta afkvæmi sitt í laga- flækjum, þegar hún sá að nota ætti það gagn- vart henni sjálfri. Svona hefir það gengið til með ótal margt fleira. En að telja upp alt syndart. istur Norrisstjórnarinnar að þessu sinni- yrði of langt mál og verður því að bíða betri tíma. Það sem hér hefir verið sagt, er aðe’as stutt hugvekja, sem lesendur gerðu vel í a’> hugleiða. Dauðahegning. Nyjar bækur. aer Víðasthvar í hinum mentaða heimi er sterk hreyfing haf’n gegn dauðahegningum, og fjöigar altaf þeim mönnum, sem þá hreyfingu aðhyllast, og eins þeim ríkjum sem nema hana úr gildi. Hér í Canada er dauðahegning alltíð og fer vaxandi, en ekki þverrandi. T. d. hafa núna á tæpum mánuði 8 menn verið teknir af lífi hér í landi, og á einum stað voru þrír menn tekn.r af iífi samstundis á sama gálgan- um, og er það í annað sinn, sem slíkt hefir komið fyrir í þessu voru landi á ekki fjögra mánaða fresti. I báðum þessum tilfellum voru þrír menn teknir af lífi fyrir dauða eins manns; og í smábæ einum í Ontario voru 5 menn nýlega dæmdir til dauða fyrir verknað eins manns, og þess utan vildi verknaðurinn til af slysi. Engu að síður voru fimm menn í broddi lífsins dæmdir af lífi fyrir slysni eins einasta manns; þrír voru raunar náðaðir deg- inum fyrir aftökuna, en tveir voru hengdir. Endurgjaidsréttmum hafði þar verið fullnægt. Um dauðahegninguna eru tvískiftar skoð- anir, eins og flest annað. En athugum báðar hliðar. Verjendur dauðahegningarinnar segja að hún sé réttlát og nauðsynleg. Hún sé rétt- lát vegna þess, að gamlatestamentið mæli svo fyrir með orðunum “Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn”. Og hún sé nauðsynleg, bæði til að gera glæpamanninn óskaðlegan’ og.eins til þess að vera hræðilegt eftirdæmi fyrir aðra. Skyldi þá ríkið, sem hefir svo mikið vald yfir einstaklingnum, þurfa að deyða hann til að tryggj3 sig sjálft? Vér höfðum haldið að ríkið hefði nóg meðöl í héndi sér til að gera jafnvel hinn hættulegasta glæpamann óskað- legan, án þess að taka hann af Iífi. Og hvað því viðvíkur að dauðahegning s< nauðsynleg öðrum til við.vörunar og skelfing- ar, þá erum vér vantrúaðir á það. Maður- inn hefir að vísu ótta fyrir dauðanum, en ein- ungis þegar hann er viss. Lögin eru all holótt og oft hægt að smjúga í gegnum þau, og flest- ir glæpir eru unnir án tillits til afleiðinganna, eða að minsta kosti í von um að komast hjá hegningunni. Svo er og hitt, að ef hræðslan við hegn’nguna ætti að aftra mönnum frá glæpum, þá væri eðlilegast að hafa þær eins grimmilegar og tök væru á, og ætti þá að inn- leiða miðalda píslarfærin í öllum sinum óskap- leik. Murka lífið úr hinum dómíelda á sem kvalafylstan hátt; þá væri dálirið samræmi í hlutunum, því langvarandí dauðdagi mundi verða langtum hræðilegri fyri rglæpamenn en 3tefnum, íljttur dauðdagi. Oft er það einnig, að glæpamennirnir 11 ka sér þennan eða hinn aflífaðan stallbróður til fyrirmyndar. Verður hann í þeirra augum að hetju’ og verða þá áhrif dauðahegningar- innar miklu fremur til að hvetja en letja glæpat’ilhneigingu mannanna. I sumra aug- um verður maðurinn, sem aflífaður hefir ver- ið, að píslarvott og sem látið hefir Hfið fvrir ilsku heimsins og grimdareðli. Og þá er það hugsunin, að hefna hans, sem verður fest í huga félaga hans og vina. Hjá öðrum, sem eru af hinu sauðahúsinu og óskyldir glæpaheiminum vekur aftakan venju- lega meðaumkvun; og það er ekki af virð- ingu fyrir ríkinu og lögunum, að sú tilfinning stafar, heldur þess, sem lífið varð að láta, og jafnframt djúpur efi um réttlæti laganna og rétti ríkisins. Á aðra hönd er oss innrætt virðing fyrir mannlífi og mannrétti. Kirkjan kennir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd, og þar fram eftir götunum, og að vér eigum ekki að gjalda ilt með illu’ heldur ilt með góðu, og boðorðið sbgir: “Þú skalt ekki mann deyða’ . Boðorðið á jafnt við ríkið sem einstaklinginn og því megum vér ekki gleyma, að vér lifum í sannkristnu landi. v Líflát eru afskræmilegar og viðbjóðslegar leifar frá fornöldinni, sem úrelt og tilfinninga- laus réttvísi er að reyna að halda í heiðri, þrátt fyrir það þó ágætustu mannvinir állra alda hafi reynt að bera þessar leifar ofurliði. Þeirra skoðun er sú, að mannfélagið hafi eng- an rétt til að svifta nokkurn meðlima sinna lífi fyrir nokkra sök, hversu mikil sem hún kunni að vera. Vér erum þessum mönnum samdóma. Dauðahegningin er vansæmd manrifélaginu. Hún er leifar hefndargirni og jrlóðhefnda, og kemur algerlega í bága við mannkæríeika kenninguna og alment velsæm’. Hún kemur oftast sárast niður á alsaklausu fólki, ættingj- um óbótamannsins. Forelddr, kóna og börn hins líflátna bera þyngsta okið, og þá^dýpstu sorg í brjósti, sem nokkur maður getur fundið á þessari jörðu. Sönn menningarþjóð, sem skilur köllun kærleikans’ ætti að láta það vera ^sitt fyrsta verk, að afnema dauðahegningu, nú þegar herguðinn hefir slíðrað brandinn og engill friðarins er kominn aftur á stjá. Einokunarverzlun Dana á (slandi, 1602—1787, eft- ir Jón J. Aðils háskólakenn ara. Reykjavík. Útgef- andi Verzlunarráð íslands. 1919, 743 bls. 4vo. • Hér er mikil bók komin á bóka- markaðinn, mikil í öllum skilningi orðsins, og höfundinum veglegur bautasteinn. Saga einokunarverzlunarinnar er sögð blátt/ áfram og hispurs- íaust, án nokkurra útúrdúra eða dóma. Hér er aðeins sögulegur sannleikur leiddur fram til að træða. Einokuninni lýst eins og hún var í allri sinni hörmunga mynd, en án þess að draga fram einstakar skuggamyndir og spinna um þær söguþráðinn, sem að jík- indum hefði gert bókina spennandi aflestrar, en rýrt ’eið sögulegt gildi hennar. Hér er því sagnfræðingur, sem segir frá, en ekki skáld. Höfundurinn skiftir bókinni nið- meira um Dodd’s Kidney Pills, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. en venð hefir, aðeins 18 arkir á ári; enda hefir bókaútgáfa orðið nærfelt fjórum smnum dýrari en var fyrir ófriðinn. En hér skal innhaldsins að nokkru getið: Fyrsta hefti byrjar með minn- ingarorðum um Bjöm M. Olsen eft- er kallast inngangur og niðurlag. nngangurinn segir frá upphafi verzlunar Dana á Islandi- og niður- lagið sýnir einokunina frá ýmsum hliðum. Þó þessir tveir kaflar séu ekxi ýkja stórir, þá eru þeir þó en ur í tvo aðal kafla, eða þætti, en j ir Sigurð prófessor Nordal, eftir- sem liggja á milli tveggja smákafla,' mann Olsens við háskólann, prýð- is vel skrifuð. Þá er guHfallegt kvæði, “Nýjar brautir” eftir Guð- mund heitinn Guðmundsson. Þá ritar Jón P. Eyþórsson um veður- fræðisstöð á Isalndi og Matth. Jochumsson kveður um “Jötunn”; engu veigaminni en meginþættir eru það minningarstef eftir óðan bókarinnar. hund. Næst á blaði er Sigurður Fyrsti þáttur bókarinnar, frá Nordal með skemtilega ritaða grein bls. 67—258, heitir “Verzlunarút- sem hann kallar “Þýðingar”. Þá gerðin”, og segir sögu hinna ýmsu Jón Björnsson með kvæði “Hruni”. verzlunarfélaga, alt frá því að kon- lipurt kveðið. Síðasta ritgerðin ungur seldi verzlunina á leigu 1602 er “Island 1918”; er það yfirlit borgurum Kaupamnnah., Málmeyj- yfir helztu viðburði ársins eftir Vil- ar og Helsingjaeyrar, og ,þar til hjálm Þ. Gíslason. honungsverzlunin hin síðari endaði Annað og þriðja hefti eru heft ikeið sitt 1787, og verzlunin var saman. Þar kennir"margra grasa. gefin frjáls við alla þegna Dana- Byrjar á eftirmælum í Ijóðum eftir konungs. j dr. Björn Bjamarson frá Viðfirði, Annar þáttur bókarinnar, bls. er Guðmundur skáld Friðjónsson 259—617, heitir “Verzlunarhætt- hefirort; birtast þau á öðrum stað irnir”. Þar kennir margra grasa. hér í blaðinu, Þá kemur vel rit- Þar er öllu lýst, sem að verzlun uð grein um Björn heitinn eftir -landsins laut; verzlunarhúsum, Guðmund prófessor Finnbogason. verzlunarþjónufn, varningi, skipa-1 Þá ritar Halldór bókavörður Her- stól, höfnum’ kaupsviðum, kaup- mannsson um Englendinginn Sir mynt, vog og mæli, George Webbe Diserd’ er kuldaviðsk.iftin, launverzlun og hefir tvisvar um Island viðskiftum einokunarkaupmann- talsvert af íslenzkum fornritum og anna og Islendinga. Hér er öllu ritað nokkuð um íslenzk efpi. Þá lýst gaumgæfilega og blátt áfram, ritar Sigurður prófessor Nordal um og gefur ljósa hugmynd um á- Björn úr Mörk, alkunnu skopmynd- standið á Fróni undir emokumnni. 1 ina úr Njálu. Er sú grein skemti- Maður sér í hugamim Hólmfast lega og lipurt rituð. Guðm. próf. hjáleigumann Guðmundsson, bund- Finnbogason ritar grein, er nefnist inn við staurinn og hýddan fyrir j “0k nefndi tíu höfuðit”. Skýrir það skelfingar ódæði að selja í jhann það, hvernig á því stóð að Keflavík 3 löngur og 10 ýsur, sem mönnum heyrðist Kolur Þorsteins- ferðast, og þýtt hann átti að selja í Hafnarfirði, er var Iögboðinn verzlunarstaður hans og Tómas Konráðsson dæmdan til Brimarhólms þrælkunar og búslóð- armissis fyrir að selja í Búðakaup- stað 8 vættir fiska, sem aflast höfðu undir Stapa. Myndir þessu líkar verða manni minnisstæðar, en svipaðir atburðir voru tíðir þegar einokunin hélt landinu í heljar- greipum sínum. Vér erum ekki færir um að dæma um sögugildi þessa mikla rits. Há- skóli Islands var það el^ki heldur, því þegar höfundurinn lagði hana fyrir dóm háskólans sem doktors- ritgerð, sendi háskólinn honum bckina aftur, með þeim ummælum að það væri þar um megn að dæma slíka bók, og gerði Jón því að heiðursdoktor. En hafi nokkur ís- lenzkur fræðimaður unnið til þess að verða gerður að heiðursdoktor við Háskóla Islands’ þá er það Jón J. Aðils, ekki einasta fyrir þétta hið mikla verk sitt, heldur fyrir Gull- öld Islendinga”, og hin önnur rit sín sem jafnan munu í hávegum höfð. Einokunarverzlunar sagan færst hjá Hjálmari Gíslasyni og kostar $6.10. Það er hátt verð, en bók- in er þess fyllilega virði. II. Skírnir, I—IV. hefti 1919. Vér höfum nýlega fengið 4 hefti 93. árgangi if ar- Skírnis, allan ganginn, vel úr garði gerðan or 6'ölbreytilegan, svo sjaldan hefi- Skírnir haft betra að bjóða, þ' hann sé nokkuð minni að arkatölu son, sem Njála segir, nefna töluna tíu um leið og höfuðið fauk af bolnum fyrir öxi Kára. Þá kveð- ur Jakob Thorarensen um Ásdis á Bjargi, vel og skáldlega. • Stein- grímur Matthíasson ritar um lækn- ingar fornmanna, skemtilega grein. Þá læknuðu menn með rúnum og töfrum og ákalli á dýrlinga og aðr- ar góðar vættir. Finnur prófessor Jónsson ritar grein er hann kallar “Sannfræði íslenzkra sagna”. Rek- ur hann þar nokkur dæmi þess, hversu áreiðanlegir hinir fornu sagnaritarar vorir séu. Hafa þeir gott af að lesa þá grein, er halda því fram, að rit þeirra séu að miklu leyti skáldskapur. Næst er stutt grein um árferði á Islandi eft- ir Þorvald Thoroddsen prófessor og síðast staka eftir séra Jón Jónsson á Slafafelli, er hann kallar “Vit og strit” og er hún svo hljóðandi: Vegið var með viti af víkinga lýð- en stútað með striti á Sturlun^a tíð. Fjórða heftið byrjar á fyrirlestri. sem Sigurður magister Guðmunds- son flutti nýverið um Jón Thorodd- sen. Fyrirlesturinn erbæði skemti- legur og fróðlegur og á ágætu máli. Frú Theodóra Thoroddsen ritar endurminningar um Jón Árnason bókavörð, og um “Mann og konu” Jóns Thoroddsens, og sýnir þar eina vestfirzku fyrirmyndina er Thoroddsen lýsir. Báðar greinar frúarinnar eru ágætar. Guðm. prófessor Finnbogason ritar um

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.