Heimskringla - 17.03.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.03.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WLNNIPEG, 17. MARZ 1920, HELMSKKINGLA (Stwfnuft 1MN«) Kemur út á hverjum MitSvikudegl tTtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver'B blatSslns ! íanada og BandarikJ- ■inum *2 00 um áritS (íyrirfram borgab). )*ent til lslands $2.00 (fyrirfram borgaS). Allar borganir sendist rábsmanni blalis- ins. Póst eba banka ávisanir stílist til Tbe Viking Presa, Ltd. \ , Rílstjóri og ráSsmaSur: GUNNL. TR. JÓNSSON 720 SHERBIÍOOKK P. O. Box 3171 Skrlfstofai STREET, VI I.VÍflPSJB Talalml Uarry ■ÍITB WINNIPEG, MANIT0BA, 17. MARZ, 1920. Fj ármálaræð^ n. i. Hon. Edvvard Brown, fjármálaráðherra Norrisstjórnarinar, er glæsimenni og orðhagur vel. Og þetta eru kostir, sem koma sér vel í heiminum, og Mr. Bro^vn veit hva§ hann er og hvers hann má sín. Helzta skylda fjár- málaráðgjafans, ef hann vill standa vel í stöðu sinni og vera flokki sínum til sóma, er að sýna tekjuafgang á pappírnum í lok hvers fjár- hagsárs, þegar hann gerir reikningsskap sinn- ar ráðsmensku fyrii þinginu, og með því að hafa slíkan t kjuafgang á reiðum höndum, getur hann hælt stjórninni, sem hann hefir þann heiður að tilheyra, og hann getur ekki verið stjórninni til heiðurs, nema hann hafi tekjuafgang, sem hægt sé að segja kjósendum frá. Þess vegna er það að Hon. Edward Brown hefir tekjuafgang þetta ár. Hann segir að hann nemi $441,285.76. I fyrra hafði hann tekjuafgang, sem nam $322.867,- 43, og árið þar á undan og þar á undan> hafði hann einnig tekjuafgang. Suma kann nú að undra hvernig á þeim fjanda standi, að stjórn- in skuli leggja þessa þungu skatta á fyíkis- búa, þegar hún hefir altaf meiri tekjur en hún hefir brúk fyrir. En það virðist sem þessi tekjuafgangur gagm fylkinu'að engu, því þrátt fyrir það þó fjármálaráðherrann hafi undanfarin fjögur ár básúnað háa tekju- afganga, þá hafa skuldir fylkisips aukist um miljón dali á ári í höndunum á honum, Þeg- ar hann tók við embættinu fyrir 5 árum síðan námu skuldirnar $27,323,273; núna nema þær $32,351,599, að því er Mr. Brown seg- ir sjálfur. Hvað hefir orðið af tekju^fgöng- unum? Ef maður tekur tölur og skýrslur fjármála- ráðherrans trúanlegar, hvernig getur þá stað- ið á því, að skuldir fylkisins aukast ár frá ári, og þó eyðir hann langtum minna en kemur inn. Er þetta ekki dásamlegt öfugstreymi? Sannleikurinn er sá að tekjuhalli hefir ver- ið á hverju ári, og skuldirnar hafa þar af leið- andi aukist á hverju ári. Útgjöldin fyrir árið sem leið námu $8,544,- 799.85’ en fyrir fjárhagsárið 1920—21 eru þau áætluð nærfelt I /i miljón hærra, eoa $10,012,103.98, en tekjurnar eru áætlaðar $9,949,127.53, sem gerir þá áætlaðan tekju- halla sem nemur 77 þúsundum dollara. Fer nú Mr. Brown að bregðast bogalistin, er hann áætlar tekjuhalla. Má þó vera að öðruvísi horfi þá stjórnin gerir næst reikningsskil, ef h~nni auðnast að lifa svo lengi. Áætluðu útgjöldin fyrir hið nýbyrjaða fjár- hagsár eru þau hæstu, sem nokkru sinni hafa áætluð verið í Manitobafylki — réttum helm- ing; hærri en útgjöldin hjá Roblinstjórninni síðasta árið hennar, en Mr. Brown er stórlund- eð"r og ör á fé. Sæmir það slíkum höfðingja sem honum, og nokkrar miljónir eru aðeins þægilegir vasapeningar. II. Vér ætlum ekki-að fara út í hin ýmsu at- riði fjármálaræðunnac-að þessu sinni. Vér höfum áður hér í blaðinu minst all greinilega á fjármálaráðmensku stjórnarinnar, og stað- festir fjármálaræðan það sem þar er sagt um eyðslusemi stjórnarinnar og fjármálabrask. Jafnvel hinir sauðþægu stjórnarhingmenn höfðu aðfinslur fram að bera, sem h ^ja má nýlunda, og Dixon verkamannaþingmaður gamall bandamaður stjórnarinna' og fjand- maður Roblinstjórnarinnar göm:: kvað Norrisstjórnina vera orðna svo ev slusama að Roblinstjórnin hefði hvergi komist í sam- jöfnuð við hana. En harðasta árás á fjármálabúskapinn gerði þó P. A. Talbot, fjármálagágnrýnari andstæðinganna. Hélt hann tveggja tíma ræðu á fimtudaginn, og tætti fjármálaræðu hins virðulega Mr. Brown til agna. Með skýrum rökum færði hann sönnur fyrir því, að fjárhagsreikningurinn væri meira og minna villandi og vottaði fjárhag fylkisins alt annað en góðan, t. d. í stað 450 þús. dailara tekju- afgang ætti að vera 350 þús. tekjuhalii fyrir hið nýliðna fjárhagsár, og að hinn virðulegi Brown væri að glepja mönnum sýn með hag- fræðislegum reikningi, sem hefði það til síns ágætis, að enginn botnaði í neinu nema því að skuldir fyllcisins færu, vaxandi dag frá degi, og þó væri altaf tekjuafgangur á papp- írnum. En þegar þess er gætt að hinn virðulegi Brown er varaforseji Biblíufélagsins og geng- ur á guðs vegum á stmnudögum, þá er það Ijótt af honum að ganga svo í berhögg við sannleikann, því allir vita að þegar skuldir fara vaxandi, þá er fjárhagurinn engan veg- inn góður, og að tekjuafgangur, sem aðeins er sýndur á pappírnum, gagnar ekki til að borga með skuldir. Fjárhagsskýrslur eru jafnaðarlega þreyt- andi til aflestrar- og viljum vér því ekki fylla dálka blaðsins af töluliðum, sem í sjálfu sér gera engan fröðari um hag fylkisms. Hann er bezt sýndur í hinum árleguu skuldasúpum. Árið 1914, síðasta ár Roblinstjórnarinnar, námu skuldir fylkisins, eins og áður er sagt, rúml. 27'/4 milj. dollara. Nú nema þær nær- felt 32J/2 miljón. Útgjöld fylkisins hafa tvöfaldast á sama tíma, vaxið um miljón á hverju stjórnarári Norrisstjórnarinnar, eins og hér er sýnt: Roblinstjórnin. 1914......................... $5,638,658.61 Norrisstjórnin. 1917 ......................... 6,540,869.14 1918..,....................... 7,308,680.92 1919...............^....... 8,544,790.85 1920, áætlað .............. 10012,103.02 V Tölur þessar segja sína eigin sögu án skýr- inga. En með því að moka þannig út fé á báða bóga, hefir Norrisstjórnin stuðlað að velgengni einstakra vildarmanna og skapað sér skjaldborg, sem ver hana fyrir öllum árás- um og syngur henni lof og dýrð um nætur og daga. En hvað hugsar svo alþýðan um þetta háttalag? Canadiskur herfloti. i. ' Á Canada að koma sér upp herflota? Þessi spurning er nú að nýju komin á dagskrá þjóð- arinnar, og getum vér ímyndað oss að hún verði tíðrædd áður en henni er svarað að fu'lu. * Canada hefir haft siófloia síðan 19Ú9, tvö beitiskip, “Niobe” og “Rainbow”, sem Laur- ierstjórninni sálugu þóknaðist að kaupa af Bretum fyrir dýra dóma, eftir að þau höfðu verið dæmd ófær til hernaðar eða strand- gæzlu í brezka flotanum. Hingað komu þau svo nýmáluð og mönnuð enskum foringjum; og hér hafa þau verið síðan, mest þó inn á höfnum, því hvorugt reyndist sjófært nema í blíðviðri. Er stríðið skall yfir, voru þau dæmd óhæf til að vera á floti, og hafa legið við landfestar síðan. Vér sáum Niobe í Hali- fax, og allan þann tíma, sem vér vorum þar — rúmt ár — lá skipið við bryggju og fór aldrei þaðan. Lágu traustar landfestar marga faðma á land upp> sem tengdu skips- hrakið órjúfandi böndum við þurlendið. Þarna var hehmngur hins Canadiska herflota. Um beitiskipið “Rainbow”|, sem átti að vera til varnar við vesturströnd landsins> er líkt að segja, svo f sannleika var hinn Canadiski floti frekar á þurru landi en sjó, enda miklu betur þar kominn. Skipin komu því að alls engum notum með- an á stríðinu stóð, nema sem geymslukassar fýrir menn og muni. Til varnar landinu voru þau gagnslaus, og urðu Bretar að^sjá um strandvarnirnar að austan, en Japanski flot- inn'var á varðbergi fyrir vesturströndinni. Bretar hafa fram á þennan dag viljað að- einn sjóliðsfloti væri fyrir brezka alveldið, undir yfirráðum flotamálastjórnarinnar í Lundúnum, og að allar lýðlendur og nýlend- ur hins víðlenda ríkis, styrktu þennan flota með árlegum fjárframlögum. Á árunum 1887—1907' lögðu allar lýðlendurnar, að C*nada undanskilinni, fram fé í þessu augna- miðv. Stjórn þessa lands neitaði því stöfeugt að léggja nrkkuð fé af mörkum. Hún vildi byggja sérstak herflota fyrir Canada, en ekki styrki^ > ’.a flotann. Á sömu skoðun komst Astra'ía 19^7, eftir að hafa í 20 ár haldið uppi fjárr>- i til brezka flotans. Gerðu nú bæði lönd’n kröfu til þess að fá að koma upn sértök'-m flota, og fengu hana upþfylta 1909. En þá var ólíkt farið að. Ástralía fór þegar au cfna til herskipasmíðar, og innan skamms tíma voru tveir voldugir bryndrekar fullgerðir og settir til Íandvarna. Og þegar svo stríðið skall yfir, reyndust þeir ágætlega og urðu að stór miklu gagni. Það var annað þessara skipa> sem náði þý^ka her- skipinu Emden, og er sú viðureign fræg orðin. Annað skipanna var og sent hingað til land- varnar. Laurierstjórnin, í stað þess að fara að dærni Ástralíustjórnarinnar og smíða herskip, keypti í staðinn þessa tvo fyrnefndu upp- gjafadalla, og vat þar með allur sá floti feng- inn, sem Canada var þörf á, að dóm’ stjórnar- innar — sömu stjórnannnar, sem á undan- förnum árum hafði harðlega neitað að leggja nokkuð fé til brezka flotans, er landvarnir hafði umhverfis landið, vegna þess að hún vildi að Canada ætti sin neiginn herflota. Og þegar hún fær vilja sínum framgengt, að þá eru þessir gömlu járnkassar hæfir taldir fyrir Canada. Þannig var heillyndið hjá Laurier- stjórninni. Sannleikurinn var sá að hún vildi hvorki greiða Bretum fé fyrir strandvarnirn- ar, né koma upp flota til að-verja þær. En krafan um sérstakan flota var góð afsökun fyrir því að neita fjárframlögum, og Niobe og Rainbov/ nógu góð til þess að kallast gæti að Canada hefði flota! En svo kom Bordenstjórnin til sögunnar. Hún var þess fyllilega meðvitandi, hvaða “Húmbúg” þessi Canadiski floti var. Vildi hún breyta um stefnu í flotamálum og láta byggja fimm bryndreka og fá Bretum þá í hendur, sem ættu að manna þá og hafa íull umráð yfir þeim, gegn því að halda uppi strandvörnunum hér við land. En senatið drap þessa hugmynd> og áður en nokkur ný flotamálaáþ'ktun yrði soðin saman, kom stríðið, og Canada var varnarlaust og varð að vera upp á náðir Bandaríkjanna og Japana komið hvað strandvarnir snerti fyrir vestan landið. Brezki fiotinn hafði nóg að gera á öðrum stöðum. Ástralíudrekinn Sidney var um tíma á verði fyrir austurströndinni. II Þegar svo stríðið var um garð gengið, fóru menn að hugsa um flotamálin að nýju, bæði hér og annarsstaðar. Bandaríkin t. d. ætla að auka flota'sinn að miklum mun, svo hann verði jafn voldugur og brezki flotinn, að því er Daniels, flotamálaráðgjafinn, segir. Brezku sjálfstjórnarlýðlendurnar höfðu nú orðið all- ar sjóflota', nema Canada og Newfoundland, en brezka stjórnin reyndi að nýju að hafa lýð- : lendurnar ofan af þessari flotaflónsku, og fá | þær til að styrkja alríkisflotann með fjárfram- j lögum, svo sem verið hafði fyr á tímum. En þetta fékk slæman byr og varð því flotamála- | stjórnin að láta undan og leggja blessun sína j yfir lýðlenduflotana. En til þess nú að vit- i urlega væri að öllu farið og ekki rasað um ráð I fram í neinu, var Jellicoe aðmíráll sendur út í af örkinni, til þess að heimsækja lýðlendurn- i ar og leggja ráðin á um flotamál þeirra. Nú er Jellicoe kominn heim aftur til Eng- lands’ og hefir komið fram með álit sitt og áætlanir. Og hvað- Canada snertir, þá eru tillögur hans þær, að landið komi upp sérstök- um flota, sem sé undir stjórn Canadiskra sjó- I liðsforingja og mannaðir Canadiskum mönn- um, og að sérstök stjórnamefnd, óháð öllum stjórnmálaáhrifum, hafi flotamálastjórnina með höndum. Hann býður Canada 4 tegundir af flotum. Einn fyrir $25,000,000, annan fyrir $1 7,000- 000, þriðja fyrir $10,000,000 og þann fjórða og minsta fyrir $5,000000. Svo úr miklu er að velja. Hinn fyrst nefndi og öfl- ugasti er því aðeins ráðlegur, að Canada ætli sér samvinnu við Bretland og hluttöku í vörn alríkisins, og þá munu í þessum $25 miljóna flota vera einn bryndreki (dreadnought), tvö beitiskip, sex “destroyers”, 4 kafbátar og tveir sprengidufla-sópar. En ef Canada ætl- ar sér aðeins að fá flota til strandvarna um- hverfis landið, þá er fimm miljóna dala flot- inn ráðlegur, og hann er bezt saman settur af 3 litlum beitisk. og I stóru, 12 fallbyssubátum og 8 kafbátum. Þessi floti segir aðmírállinn að sé aðeins til strandvarna á friðartímum; 10 miljóna fiotinn verði fullkominn landvarn- arfloti, og 1 7 miljóna dala flotinn sé hæfur til styrjaldar og strandvarnar, þó hann geti ekki orðið alríkinu að liði. Hér er aðeins átt við hvað kosti að snrtíða flotana. Viðhalds- kostnaður og mannahald kertiur hér ekki til greina. Þess ber að geta að þessar tillögur Jellicoes eru nú í höndum sambandsstjórnarinnar í Ottawa, og má búcist vií að hún sníði eftir þeim frumvarp og leggi fyrir þingið, þó tæp- lega fyrst um sinn. Eins er það enn á huldú, hvaða flota stjórnin er líklegust til að kjósa> og skal engu hér spáð um, hver happasælaStur yrði þessu landi. En það verðum vér að segja, að illa er það land farið, sem ekki getur haldið uppi sínum eigin strandvörnum. Þýzkaland. Ný stjórnarbylting. Þau stórtíðindi berast frá Berlín að lýðveldisstjóminni hafi verið steypt af stóli og að herstjórn sett í staðinn, sem muni eiga að brjóta v^jginn fyrir enduneisn keisara- dæmisins. / Stjórnarbyltingin skeði föstu- dalginn 12. þ. m., en hafði verið lengi í aðsigi. Var það á allra vit- und að höfðingjaflokkurinn á | Þýzkalandi og hermannastéttin var sáróái.ægð rrteð lýðveldis- stjórnma og Ebert forseta, og hefir óánægjan vaxið með degi hverjum. Liggja tiil þess ýmsa rástæður, þó helzta ástæðan sé vitanlega sú, að lýðfrelsi var með öllu háskalegt \ augum höfðingjcinna og óþolandi að sauðsvartur almúginn hefði völdin í landinu. Maður sá, sem mest hefir verið við þessa uppreist riðinn, heitir dr. Wolfgang von Kapp> fyrrum þing- maður og leiðtogi íhaldsflokksins, sem nú kallar sig föðurlandsflokk- inn. Hann og nokkrir hershöfð- ingjar tóku saman ráð sín, og með hjálp bersveita nýkomnum frá Eystrasaltslöndunum, réðu þeir af að ráð^st á Berlín, og hrinda Ebert forseta og ráðuneyti hans af stóli. Og þetta tókst þeim án nokkurrar sýnilegrar mótstöðu á föstudaginn. Ebert og ráðgjafar hans flýðu, til Saxlands; þingið var uppleyst og byltingamenn skipuðu stjórnina úr sínum hóp, með dr. Kapp sem stjórnarformann eða ríkiskanzlara. Hermálastjórnin er í höndum von Luettwitz hershöfðingja, en for- setatignina er sagt að eigi að gefa Hindenburg, þar til keisaradæmið geti komist á. Ennþá virðist sem byltmgamenn j hafi aðeins náð yfirráðum á Prúss- | landi. Ebert situr suður á Sax- landi og stjórnar landinu þaðan. I Eru því tvær stjórnir á Þýzkalandi j og viðurkennir hvorug hina. Gust- j av Noske, hermálaráðgjafi Ebert- j stjórnarinnar, og hennar mikilhæf- asti maður, hefir fengið Ebert til að fyrirskipa allsherjar "verkfall um alt Þýzkaland, til mótmæla stjórnarbyltingunni. Lengra er málunum ekki komið En um tildrög til þesas ástands má sjá af eftirfarandi fréttagrein, sem nýlega stóð í Morgunblaðinu: Þegar Bethmann-Hollveg, Hel'f- erich, Hindenburg og Ludendorff var stefnt fyrir rannsóknarnefnd- ina í lok nóvemberfnánaðar s. 1. til þess að rannsaka skyldi ábyrgð þeirra á upptökum ófriðarins> þá komu þesáir gömlu fulltrúar þýzka stórveldisins þannig fram, eins og meðlimir rannsóknarnefndannnar væru hinir seku en þeir ekki. Og þessi framkoma þeirra studdist aug ljóslega við það að skoðanir þýzku þjóðarinnar eru að breytast þeim í vil. Vörn þeirra var aðallega fal- in í því að sýna að framkoma Þýzkalands gagnvart Rússlandi hefði altaf stuðst við meirihluta þingsins, og því bæru þeir enga á- byrgð á henni. Og sömuleiðis hefði þing og stjórn samþykt kaf- bátahernaðinn sem átti að ríða Englandi að fullu. Stjórnamála- mennirnir kendu þjóðinni um alt saman, er herstjórnin kendi aftur stjórnmálamönnunum um, þar sem þeir hefðu fengið hernum það ó- framkvæmanlega hlutverk í hendur að berjast við allan heiminn, án þess þó að fá þeim þá hjálp, sem til þess hefði þurft. Stjórnmála- mennirnir hafa nú reynt, ekki ein- ungis að neita allri þátttöku sinni í framkvæmdunum, heldur jafn- framt að reyna að draga fjöður yfir alt saman með því,, að gerast dómarar í sjálfs sín sök. Þjóðan er aftur á móti sárgröm yfir því, að sjá farið með uppáhaldshetjur sín- ar eins og einhverja óþekka skóla- drengi og það af undirmönnUm þeirra. Það er því, eins og nú standa sakir, jarðvegur fyrir eins- konar afturhalds-sameiningu í Dodd’s Kidney Pills, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. Þýzkalandi' jafnframt því, að stjórnarflokkarnir eru ósáttir. Þetta er kjarninn í þeirri byltingu, sem átti sér stað í Þýzkalandi undir áramótin. Höfuðástæðan til ósamlyndisins innan stjórnarinnar liggur á at- vinnumálasviðinu. Það hefir nú um langan tíma verið unnið a5 lagafrumvarpi um atkvæðisrétt verkamanna innan ýmsra atvinnu greina og störiðnaðar. Einkum er það 34. grein í lagafrumvarpinu, sem miklum vafninguip veldur. Samkvæmt henm áttu verkamenn rétt á að hafa 2 menn í stjórn hvers fyrirlækí? og iðnaðarreksturs. Sömuleiðis áttu öll atvinnufyrir- tæki, sem höfðu 50 verkamenn í þjónustu sinni, að leggja fram sundurliðaðan ársreikning og enn- fremur áttu verkamenn að fá mikla hlutdeild í ráðningu og uppsögn verkamanna. “Demokratar” eru á móti sundurliðuðum ársreikningi. Sumir flokkar á móti hluttöku verkamanna í ráðningu og upp-. sögn, en frjálslyndi flokkurinn, er áður studdi jafnaðarmannafrum- vörpin, vill ekkert með það hafa að verkamenn hafi þábttöku í stjóm og fyrirkomulagi. Þó hafði- er síðast fréttist einhver miðlunar- vegur átt sér stað, sem ekki var ólíklegt að yrði gengið inn á. Þar að auki kom þarna til greina, í ó- sættinni, utanríkismálin, sem mjög eru við kvæm eins og sakir standa.’ Lýðveldisstjórnin hefir aðeins. verið við völdin síðan 10. nóvem- ber 1918, að Vilhjálmur keisari flýði landið, og hefir Ebert, sem var ríkiskanzlari, verið forseti síð- an. Ebert er íhaldssamur jafnað- armaður og átti hann þegar í upp- hafi í vök að verjast af hendi hinne^ gerbreytingasamari jafnað- armanna> undir Ieiðsögn Karls Liebknecht og Rósu Luxemburg. En þau voru bæði drepin og fylgis- menn þeirra bfotnir á bak aftur. En altaf hafa óspektir og óeirðir verið að brjótast út, og vinsældum hefir stjórnin aldrei átt að fagna. Sífeldar ráðaneytisbreytingar hafa og veikt stjórnina og flokkadrættir og- æsingar hafa gripið fótfestuna undan lýðveldinu, og hefði þaS ekki verið fyrir járngreipar Gustavs Noske, hefði hrunið komið miklu fyr; og ennþá er ek'ki útséð um aX honum takist ekki að bjarga lýð- veldinu. Um uppreistarleiðtogana Dr. vori Klapp og barón von'Luettwitz, er fátt að segja enn sem komið er. Hinn fyrnefndi hefir helzt orðiA frægur fyrir það, að hann er einn af helztu formælendum kafbáta- hernaðarins, og framarlega í flokki þeirra marina, sem börðust gegn því að Þjóðverjar bæðu um frið. Luettwitz er hershöfðingi og var landstjóri í Belgíu um tíma, þá er hún var í höndum Þjóðverjá. Hann er kvæntur/ Bandaríkjákonu, sem áður hét Miss Ellen Cary frá Cleve- land, Oh’.o. Hann er sagður dug- andi herf .ringi. En meðan þessu’ fer fram í Þýzkalandi, situr Vilhjálmur keisari í makin n í Hollandi og bíður kallsins að “koma heim”. En nú er eftir að heyra frá Bandamönnum. Hvað hugsa þeir sér að gera ?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.