Heimskringla - 31.03.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.03.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HElMSKRiNGLA WINNIPEG, 31. MARZ 1920. HEIMSKRINGLA l.sisfanS 188« > Kebiur ót á hverjum MlSvlkude*l mcefendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerS blaSslns í Canada og BandarikJ- unum »2.00 um árlS (fyrlrfram borgaS). Sent tll Islands *2.00 (tyrtrfram borgaS). Állar borganlr sendist ráSsmannl blaSs- Ins. Póst eSa bnuka ávisanir stílist tll The Vlking Press. Ltð. Ritstjóri og ráðsmaSur: GUNNL. TR. JóNSSON HkrlfMtofai 729 SHERBROOKK P. O. Box S171 STREET, WWTTlPB® lalAlMl Gmrrj WINNIPEG, MANITOBA' 31. MARZ, 1920. Frjálst sambandsland. “Alfrjáls þjóð í alfrjálsu landi,” ætti að vera einkunnarorð allra sannra Canadamanna, og að því markmiði ættu þeir að vinna ein- huga og ósleitilega. Hérlendu blöðin segja að brezka stjórnin sé þess albúin, að veita Canada allar þærsjálf- stæðiskröfur, sem þing og stjórn fara fram á, sé ekki beinlínis heimtaður fullkominn að- skilnaður. Sé þetta rétt, sem vér ekki efum’ ættu stjórnmálaleiðtogar vorir ekki að vera seinir á sér og bera fram þessar kröfur um fullkomið sjálfstæði, því fullkomið sjálfstæði getur fengist án aðsíkilnaðar. Réttarstaða Canada í ríkinu, eins og nú stendur, er sjálfstjórnar nýlenda, eða sem sumir hafa vi’jað kalla, lýðlenda, líklega fynr þá sök að það lætur betur í eyrum, þó mein- ingin sé hin sama. Vér höfum haft fullkomna sjálfsstjórn í öllum innanlandsmálum og meira frelsi en alfrjálsar þjóðir. En engu að síður höfum vér ekki rétt til þess að kallast sjálf- stæð þjóð, þó sumir hafi verið að glamra um að svo væri. En nú er tækifærið að komast í tölu sjálf- stæðra þjóða. Canada hefir verið veittur réttur til inn- göngu í alþjóðasambandið, og um leið og því boði er tekið, kemst Canada inn í þjóðatölu. En, eins og áður var fram tekið, þarf að breyta stöðu Canada í ríkinu, og til þess er brezka stjórnin reiðubúin. Sjálfstæðiskröfur vorar ættu að vera í því fólgnar' að Canada yrði frjálst sambandsland Bretlands, og að sambandið væri konungurinn og utanríkismálin, aðeins þetta tvent væri sameiginlegt. Þannig var sambandið milli Noregs og Svíþjóðar; þannig var sambandið milli Austurríkis og Ungverjalands, og þannig er sambandið milli Danmerkur og Islands. Canada yrði þá fullveðja ríki í konungssam- bandi við Bretland og gæti haldið uppi höfði sem sjálfstæð þjóð í alþjóðasambandinu og í viðskiftum við aðrar þjóðir. I sambandsþinginu hefir framtíðarafstaða Canada gagnvart Bretum komið til umræðu, og voru ráðherrarnir, Sir Geo. E. Foster og Hon. Newton W. Rowell einhuga fylgjandi fullum sjálfstæðiskröfum, sem veittu Canadr fuMveðja þjóðar réttindi, og virtist mikill meiri hluti þingmanna samvilja ráðherrunum. Þó voru nokkrir annars hugar, og gátu #kk- Vt séð betra fyrir Canada en að vera brezk nýlenda um aldur og æfi. Helzti maðurinn með þennan hugsunarhátt, var Hon. W. S. Fielding, fyrrum fjármálaráðherra Laurier- stjórnarinnar. Hann sagði að Canadamenn væru bezt af eins og þeir væru; þeir hefðu ekkert méð það að gera að vera sjálfstæð þjóð. Núverandi fyrirkomulag væri í alla staði ágætt og hið ákjósanlegasta, og sem brezk sjálfstjórnarnýlenda væri Canada bezt komið í framtíðinni svo sem verið hefði að undanförnu. Dálaglegur hugsunarháttur eða hitt þó held- ur! og sem hefir við það að styðjast, að betr? sé að þjóðan sé öðrum háð en sjálfstæð, vegna þess að þá sé hún undir vernd móður- landsins, en verði að spila upp á eigin spítur, sé hún sjálfstæð’ og það sé ætíð varhugavert! Hugsun þessu lík er til niðurdreps öllum sjálf- stæðishreyfingum, og sýnir þýlyndi og grey- mensku á hæsta stigi. Og í sannleika er það vel farið að hún virðist hafa lítinn byr. Sjálfstæðismálið á enga verri fjandmenn en þá, sem eru svo miklir föðurlandsvinir að þeir óttast að valda vandræðum fyrir móður- landinu, ef einhverju er breytt frá fornum venjum, og þeir gæta þess ekki, að það er móðurmnar vilji að þeir verði sjálfstæðir menn, en verði ekki um aldur og æfi auð- sveipnir krakkar undir kjólfaldi hennar. Vér erum vongóðir að Canadamenn hafi þá manndáð, að bera fram sjálfstæðiskröfur sín- ar og þeim verði þær veittar án mikilla vand- kvæða, og að innan skams tíma verði Canada frjálst sambandsland Bretlands, með öllum þeón réttindum, sem fullveðja ríki hafa. Dómsvaldið verður að vera innan lands ó- skift og fullvalda, en ekki eins og verið hefir, að leyndarráð Breta hafi þar síðasta orðið. Að fara dómleiðir þangað hefir bæði reynst torvelt og dýrt, og er vonandi að þess þurfi ekki mikið lengur með. Annað nýmæli, sem fylgja mun í kjölfar fullveldisins’ er sérstakur Canadiskur fáni — þjóðflagg. Engin þjóð, sem sjálfstæð vill kallast, getur unað því að hafa ekki sinn eigin fána. Vér virðum brezka fánann og svo mun meginþorri Canadamanna gera, en ait um það yrði hann að víkja fyrir því. Alfrjáls þjóð getur engin þjóð verið undir annarar þjóðar flaggi. Þjóð- heiðurinn og flaggið eiga samleiðir. Vér vitum raunar að brezki fámnn er svo hjartfólginn öilum þorra þeirra Canadamanna, sem enskir eða skozkir eru að uppruna, að þeim mundi þykja það hin mesta goðgá, ef brezki fáninn yrði dreginn af stöng fyrir fult og alt. Væri þess vegna að sjálfsögðu hyggi- legra að halda honum jöfnum að virðingu Canadiska fánanum, meðan þjóðin væri að hugvendast að breytingunni. Canada, sem sjálfstætt ríki í konungssam- bandi við Bretland,, ætti því að vera mark- miðið. Vér trúum því trauðla, að stjórn- málamenn vorir reynist þær heybrækur, að gera sig ánægða með minna en það. TengsK in við Bretland yrðu öflugri en ekki veikari, því í vináttu, trausti og fullkomnu sjálfstæði sköpuðust trygðabönd milli sambandsland- anna’ sem eldur og sverð gætu ekki rofið. Manitobaþingið. i. Fylkisþinginu var slitið á Iaugardaginn, og var þess síðasta verk að samþykkja trausts- yfirlýsingu til Norrisstjórnarinnar. Mun það nýmæli í þingsögu þessa lands, að þing, sem hefir endað kjörtímabilið, fari að klikkja út með þesskonar svanasöng. En ástæðurnar munu hafa verið þær, að stjórnin átti miklum mótblástri að sæta í þing- lokin, og hefir þetta átt að vera balsam á kaunin, sem komið höfðu í andstreyminu. Það var ekki nóg, að hinir reglulegu andstæð- ingar stjórnarinnar bæru á hana þungar -og miklar sakir, híedur réðust hennar eigin menn á hana með þungum orðum og ámælum fyrir svikin loforð og tvöfeldni. Alvarlegustu ákærurnar komu frá George W. Prout, liberal þingmanni fyrir Kildonan kjördæmið. Þingmaður þessi er faðir hinna svo nefndu sveitalánféiaga, sem stofnuð hafa verið víðsvegar um fylkið, undir handarjaðri og umsjá fylkisstjórnarinnar, og sem telja hef- ir mátt hið þarflegasta, sem sú stjórn hefir haft afskifti af, þó vitanlega hugmyndin og framkvæmdrnar hafi verið Mr. Prouts. Hann hefir launalaust unnið að því af dugnaði og einlægni’ að þetta svo nefnda “Rural Credits System” yrði annað en nafnið tómt og ómynd, sem virðist hafa verið ætlun Norrisstjórnarinn- ar að yrði. I þinginu á föstudaginn sagði Mr. Prout sögu þessa máls. Sagði að stjórnin hefði frá því fyrsta gert sitt ýtrasta til að koma hug- myndinni fyfir kattarnef. Sérstaklega hefði fjármálaráðherrann, Hon. Edward Brown, verið sér og hugmyndinni andvígur og unnið að því af alefii að eyðileggja hana. Sveita- lánalögin urðu að lögum þvert á móti vilja hans, því hann hafði lofað bönkunum því að svo skyldi ekki verða. Hann kom því þá til leiðar, að þau voru ekki prentuð í lögbirtinga- blaðinu, og stöfuðu af því hin mestu vand- ræði. Síðan hefir hann reynt á allar lundir að draga úr gildi þeirra og^áhrifum, með breytingum og valdboði. Það var honum beinlínis að kenna, að þingi bankamanna var slitið án þess að lánvextir væru fastsettir; og það er honum að kenna, að bankarnir nú neita að lána félögunum peninga með 6% vöxtum. Mr. Brown hefir látist vera vinur sveitalán- anna í orði kveðnu í þingsalnum, en hann hef- ir reynst bitrásti fjandknaður þeirra í reynd- inni. “Hann er hræsnari, og sveitalánslögin eru ekki óhult í fjármálaráðuneytinu meðan hann er þar við völd,” voru síðustu orð Mr. Prouts. Hinn virðulegi Mr. Brown kvaðst vera standandi hissa á þessum ákærum, og krossaði sig á bak og brjóst, og sór að hann væri sak- laus, og sumir flokksbræður hans urðu jafn- vel til þess að trúa honum. II. Vinur vor Talbot, sem nú er orðinn góður og gildur conservativ’ var einnig harðorður í garð stjórnarinnar. Hon. Edward Brown fékk þar margt þungt orð í eyra fyrir fjár- málabúskap fylkisstjórnarinnar. En hann er orðinn því svo^anur, að hann brá sér hvergi, aðeins glotti um tönn. Voru svo fylkisreikn- ingar og fjárveitingar samþyktar alveg eins og Mr. Brown vildi hafa það. Dómsmálaráðgjafinn fékk og harðar átöd- ur fyrir eftirlitsleysið með vínbannslögunum, en sérstaklega þó fyrir f jarveru F. J. T. White, vínlagaumsjónarmannsins. Maður þessi, sem væri grunaður um hylmingar með lagabrots- mönnum, væri nú á Frakklandi ásamt konu og börnum, á sex mánaða skemtiferð. Væri eitthvað kynlegt við þetta alt saman, þar sem laun hans hjá stjórninni væru aðeins $150 á mánuði. Dómsmálaráðherrann hafði lofað að kalla White fyrir fylkisreikninganefnd þingsins, en það loforð hafði hann aldrei efnt. Bar Mr. Talbot það á ráðherrann, að White væri fjarverandi samkvæmt vilja hans. En það voru margir fleiri, sem voru harð- orðir í garð stjórnarinnar. Mr. Dixon gaf henni rækilega ráðningu, og Capt. Wilton slæmar piilur, en hinir sauðþægu liðsmenn voru margfalt, margfalt fleiri, og úrskurðuðu stjórnina hreina og flekklausa. Og með því var þinginu slitið. • III. • / Kjörtímabilið er úti- og kosningarnar eiga að fara fram seint í júní eða snemma í júlí- mánuði. Vér spáum engu um það, hvernig þær kosningar muni fara. En vissir erum vér um það að margir hinan sauðþægu stjórnar- dindla munu fá að húka heima, enda hefir þingferð sumra þeirra orðið þeim til lítillar upphefðar, né kjördæmunum, sem sendu þá til sóma. * Vér vonum að við næstu kosningar sjái kjósendur sóma sinn í því að senda menn á þing, en ekki stefnulausa, viljalausa og and- lega volaða “attan-í-ossa”. Það hefir verið altof mikið af slíkum rolum á undanförnum þingum, og þess vegna hefir svo margt farið öðruvísi en skyldi. Stjórnarskiftin á íslandi. Kvalafull hefir stjórnarfæðingin heima á Fróni, og lengi hefir hún verið á leið- ínm. En nú er hríðinm létt og króinn í heim- inn kominn, en ekki er honum spáð langra lífdaga, að því er ráða má af nýkomnum blöðiim að heiman. Bræðingsstjórnin, sem setið hefir að völd- um síðan 1916, undir forustu Jóns Magnús- sonar, sagði af sér í þingbyrjun í fýrrasumar, en flokkasundrungin var svo mikil í þinginu, að ekki tókst að mynda neina í hennar stað, og leið svo þingið. Svo var gengið til alþingiskosninga og bjuggust menn nú við, að einhver einn flokk- ur mundi hafa svo mikinn meirihluta að þeim loknum’ að honum tækist að mynda stjórn ein- um saman, án sambræðslu við aðra flokka. En það fór á alt annan veg. Flokkarnir voru á ennþá meira riðli eftir kosningarnar, en ver- ið hafði fyrir þær, og virtist enginn öðrum sterkari. Heimastjórnarflokkurinn varð fyr- ir þeim hnekki að missa foringja sinn í Reykjavík, sjálfan stjórnarformanninn, Jón Magnússon. Héldu því margir að stjórnar- formenska hans væri þar með særð því hol- undarsári, sem mundi leiða hána til bana. En svo reyndist þó ekki. Þegar þingið kom saman í annari viku fe- brúar, skoraði helmingur þingmanna, eða einum betur, á Jón Magnússon að halda á- fram stjórnarformenskunin, þrátt fyrir það þó hann væri ekki þingmaður, og má það furðanlegt heita í þingræðislandi, að ganga út fyrir þingið í því valL Raunar vitum vér að slíkt hefir viðgengist í Danmörku um með- ráðgjafa, en stjórnarformenn hafa síðastlið- in 18 ár verið þingmenn, að undanskildum þeim fáu vikunv sem Holstein Hleiðrugreifi var vð völd. Á Bretlandi, og öllum hinum mörgu sjálfsstjórnar nýlendum Breta, verða ráðgjafarnir að vera þingmenn. Sama er á Frakklandi og Italíu, og víðasthvar annars- staðar. En þingræðið á íslandi er líklega með öðrum hætti, og er því ekkert um það að fást Tverr flokkar gengust fyrir þessari áskorun til Jóns Magnússonar, Heimastjórnarmenn og bændaflokkurinn, en Sjálfstæðismenn og flokksleysingjar stóðu hjá og höfðust ekki að, enda mun sundrung hafa verið talsverð í her- búðum þeirra. Fyrst var búist við að hinn gamli fulltrm sjálfstæðismanna í stjórninni, Sigurður Eggerz fjármálaráðherra, yrði kyr, því bændur höfðu og skorað á hann; en þar sem að eiginn flokkur ráðherrans vildi ekkert vera við hina nýju stjórn bendlaður, mun Sig- urði ekki hafa þótt fýsilegt að sitja í henni áfram. Að atvinnumálaráðherrann, Sigurður Jónsson frá Yztafelli, sem var fulltrúi bænda- fiokksins, yrði ekki áfram- voru allir ásáttir um. Eftir miklar boHaleggingar og mannabrask, komst þessi nýja stjórn loksins úr burðarliðn- um, og er hún skipuð tveimur heimastjórnar- mönnum og einum flokksleysingja. Fram- sóknarflokkurinn eða bændaflokkurinn hefir ekki neinn sinna manna í stjórninni, og þó stóð hann að myndun hennar. Stjórnarformaðurinn er, eins og áður er sagt, Jpn Magnússon fyrr- um þingmaður Reykvíkinga og Ieiðtogi Heimastjórnarflokksins — gætmn maður og góður. Fjármálaráðherrann er Magn- ús Guðmundsson fyrsti þing- maður Skagfirðinga og áð- ur skrifstofustjóri fjármáladeildar stjórnarráðsins. Þetta er annað kjörtímabil hans á þingi. Hann kvað vera dugnaðarmaður og vel látinn innan þings og utan. Hann hefir verið talinn langsum megrn í Sjálfstæðisflokknum, en er nú flokksleysingi. * Atvinnumálaráðherrann er Pétur Jónssort frá Gautlöndum, þmg- maður Suður-Þingeyinga. Hann er heirnastjórnarmaður en hlyntui Framsóknarflokknum. Á þingi hefir hann setið um 30 ár, og þótt jafnan nýtur þingmaður og sæmdar bóndi heima í héraði.. En hann er nú farinn að eldast og því ekki til stórræðanna. Stjórnin nýja er því e*kki skipuð neinum afburðamönnum eða bylt- ingagjörnum ofurhugum, og er það að sjálfsögðu vel til fallið, eins og þingið er nú skipað, enda marg- reynt að afburðamennirmr eru ekki ætíð beztu stjórnararnir.. Vér teljum eftirsjá að Sigurði Eggerz úr stjórninni. Vér höfum haft mætur á honum frá því hann var ráðherra í fyrra skiftið, og skoðum hann sem einn allra heil- lyndasta stjórnmálamann hinnar ís- lenzku þjóðar. En nýju stjórninni óskum vér ! engu að síður góðs gengis, og von- verjg um af alhug að hún megi sem mestu Dodd’s Kidney Pills, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um iyfsöium eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. léttir nokkuS á heima fyrir, og Bandaríkin hafa tekiS þaS aS sér, aS reyna aS sjá þeim, sem heima sitja, 'farborSa meS matvaeli. góðu til vegar koma um sína daga. Hungursneyðin í Vín. Borgarstjórinn í Vín, Max Win- ter, segir aS nú sé í Vín um 550 þús. börn og unglingar innan 19 ára og aS af þeim svelti 300.000! Matvaelaúthlutuniinni er þannig háttaS, aS hver borgarbúi >fær hér um bil /4 hluta þess sem taliS er aS menn komist af meS minst til þess aS geta lifaS sæmilegu lífi. Og oft er skamtur til. BRETLAND Lloyd George og H. H. Asquith eru nú komnir í hár saman út af því hvor þeirra sé í raun og' veru leiStogi liberaMokksins. Lloyd George hefir skoraS á alla sanna lilberala aS gera bandalag viS í- haldsmenn til iþess aS hægt verSi aS veita viSnám hinni sívaxandi jafnaSarmannahreyfingu, sem nú fljúgi yfir landiS eins og eldur í sinu og sem miSi aS tortímingu auSsældar ríkisins. Asquith aft- ur á móti hefir skoraS á alla sanan liberala aS yfirgefa Lloyd George, sem vikiS hafi fra hinni grundvöll- uSu flokksstefnu. HræSslu Lloyct George viS jafnaSarmenskuna kallar Asquith hölfuSóra, og er þaS aS heyra á sem gamli maSurinn sé viljugur aS gera bandalag viS verkamannaiflokkinn viS næstu kosningar, til þess aS velta Lloyd George stjórninni úr sessi. ÁstandiS á Irlandi fer versnandi meS degi hverjum, svo aldrei hefir verrá veriS í sögunni en nú, segii London Times. MorS eru dag- ,nu sinni svona stór : ,]egir a6burSir. og menn eru hvergi Born á aldrinum 2— óhultir um Kf ega limu AUur. 6 ára fá /i pela af mjólk á dag, en hníginn dómari, Bell aS nafni var ddri börn enga mjólk. Kjöt sést' um hábjartan dag á föstudaginn tekinn út úr sporvagni í Dublin og varla^ etf til viill einu sinni á mánuSi svolítill biti. Sykur og kartöflur eru ekki til, oglfeitmeti nær ekkert. ASalfæSan er næringarlítiS græn- meti. Fyrir ári var 5. hvert barn í í borginni viS dauSann af hungri og rúmur hel'mingur allra barna leiS sult. ASeins I 0. hvert barn fék knokkurnveginn viSunanlegt fæSi. Nú er ástandiS miklu verra eins og sjá má á því, aS í janúar 1918 dóu þar í borginni 17,1 aí hverju þúsundi, en 42,3 af þúsundi í október 1919. Veikindi magnast. Börnin hætta aS þroskast og vaxa; þau hafa ekki þrek till þess aS ganga í skóla. Af andvana börnum fæddust 20 prósent fleiri 1919 hefldur venjulega. Er þaS aSallega því aS kenna, hvaS mæSumar hafa átt viS mikiS harSrétti aS búa. Berklaveiki geysar í algleymingi og af þeim sem deyja er þaS fjórSi hver maSur, sem deyr úr henni. FæSingum fækkar afskaplega því aS þaS gengur glæpi næst aS bera böm í heiminn þar sem þann- ig er ástatt. Og hvílíkt örvænt- ingaræSi hefir gripiS íbúana sést bezt á því, aS þaS hefir veriS yfir végaS hvort skuli heldur fórnaS á altari dauSans, þeim börnum^ sem eru í sjúkrcihúsuinum, eSa þeim sem eru í heimahúsum, því aS öll geta þau ekki lifaS. Og foreldrar svifta sig lífi, til þess aS eta ekki matinn f já munni barna sinna.--------- Þannig eru hinar hræSilegu frá- sagnir frá ástandinu í Vín og verSa þær ekki rengdar. ÞaS er því engin furSa, þótt hlutlausar þjóSir hafi brugSist vel viS þeirri mála- leitun, aS taka þaSan börn til fóst- urs. Sviss ætlar aS taka 30,000 börn og NorSurlönd 7—8000 hvert. VerSur þaS til samans 5. hlutinn af þeim börnum, sem hung urdauSinn vofir yfiri En viS þaS skotinn til dauSs a miSri götunni fyrir allra augum. MorSingjarnir komust undan. Þrjú hundruS Sinn Feiners hafa veriS sendir í fangelsi á Englandi, og vom í þeim Ihóp margir merkir menn og mæt- ir. Mestu umtali hefir valdiS handtaka Williasm O Brian bæjár" fullltrúa í Duiblin; hann hafSi veriS skipaSur af brezku stjórninni í á- byrgSarmikÍa nefnd í sambandi viS rekstur kolanáma, og virtist vinna verk sitt aif alúS og sam- vizkusemi. Alt í einu var honum varpaS 1 fangelsi og haldiS þar án rannsóknar í fleiri vikur. Tók hann þá þaS ráS aS svelta sig til lausnar eSa dauSa, og gekk þaS en svo langt aS nær dauSa en lífi var hann fluttur úr fangelsinu á sjúkra- hús. Þegar þetta fréttist varS- hörS rimma í þinginu. Verka- menn og Irar urSu óSir og upp- vægir og hallimæltu stjóminni harSlega. Mr. Bonar Law svar- aSi fyrir hönd stjórnarinnar og kvaS þetta leiSinda tilfelli, en hjá slíku yrSi ekki komist, eins og nú væri ástatt; O’Brian væri Sinn Fein og hann hefSi veriS hneptur í fangelsi aS undirlagi landstjóra Ir- lands, Frenöh lávarSar. Arthur Henderson, verkamannaleiStoginn kvaS þaS menn, eins og French lávarS og Bonar Law, sem mesta sökina ættu á því hörmungaástandi sem nú væri á írlandi. BlaSiS London Öhronicle sagSi, aS einsog nú væri komiS málunum, væri ekki nema um tvent aS velja, ann- aShvort aS kúga Ira til hlýSni meS hervaldi, eSa gefa þeim fullkomiS sjálfstæSi, millivegur væri ófram- kvæmanlegur. Skáldkonan Mrs. Humphry Ward, andaSist í Lundúnum 24. þ. m. Hún samdi alls 24 skáld- sögur, lítiS eitt áf ljóSum og skrif- aSi talsvert í blöS og tímarit. I f

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.