Heimskringla - 07.04.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.04.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. APRÍL 1920. WiNNIPEG, MANITOBA, 7. APRIL 1920. Yerzlun Canada. Hvert það land, sem sýnt getur í lok fjár- Lagsársins vaxandi verzlun og viðskifti innan iands og utan, er á framfaravegi. Auðsæld þess og velmegun er mæld á metaskálum verzlunarskýrslanna, og reynast þær venju- lega ábyggilegur leiðarvísir í þerm efnum. Canada er land framtíðarinnar og er á framfaravegi. Verzlunarskýrslurnar fyrir hið nýliðna ár færa oss heim sannmn um að svo sé. Verzlun iandsins fyrir árið 1919 nam $2,235,928,072 og námu útfluttar vörur af því $1,29-1,420,372. Otflutt kjöt nam $108 000,000 og pappír $60,000,000, og er það þriðjungs hækkun að verðmagni á hvoru um sig, frá því sem var tvö næstu árin á und- an. Útflutningur á járn- og stálvöru hefir aukist um 25 prósent og nam $65,000,000. Óunninn trjáviður var fluttur úr landi fyrir $93,215,547, og bifreiðar og mótorvagnar útfluttar fyrir $16,744,000, sem er 50 pró- sent hækkun. Unninn trjáviður og pappírs- deig (Wood Pulp) var útflutt fyrir rúmlega $40,000,000. Útflutningur á guiii og silfri er minni á árinu en verið hafði tvö árin næstu á undan. Eins var það um útflutning osta. Aftur óx útflutningur smjörs að miklum mun. Og að öUu saman iögðu stóð útflutningur mjólkurbúsafurða í stað, nálægt $40,000,000 Útfluttur fiskur nam $45,042,374 og húðir og loðfeldir $19-435,174, hvorttveggja 30 pró- sent hækkun frá því árið á undan. Útfluttar vörur til Bandaríkjanna námu á árinu $454,686,294 og er það $21,500,000 meira en árið 1918. Raunar flutti Canada inn frá Bandaríkjunum varning fyrjr $740,- 580,225, sem gefur slæman halía á vora hlið, og á sök í þeim afföllum, sem nú eru á Can- adiska dollarnum í Bandaríkjunum. En þó nú svona hafi hallað á Canada í viðskiftunum við Bandaríkin, þá verður haihnn á aðra hlið þegar kemur til viðskiftanna við önnur lönd. T. d. námu innfluttar vörur til Canada frá Bretlandi aðeins 87'/2 miljón dollara, en út- fluttar vörur héðan til Bretlands námu rúmum $500.000,000, svo að hallinn, sem varð við Bandaríkin er hér meir en bættur. Verzlunarhorfurnar í ár eru hinar ákjósan- legustu að dómi verzlunarfróðra manna. All- ur heimurinn er opinn fyrir Canadiskum af- urðum og verði góð uppskera á komandi hausti ætti árið 1920 að reynast eitt hið mesta veltiár, sem runnið hefir upp í verzlunarsögu þessa lands. Danmörk. i. Stórtíðindasamt genst nú í litlu Danmörku- og munu næst^ dagar leiða það í Ijós, hvort konungsstjórmn á að haldast við þar í landi eða lýðveldi að koma í þess stað. Tildrögin til þessara veðrabrigða á hinum póntíska himni Danmerkur eiga rót sína að rekja tii atkvæðagreiðslunnar í Sljesvík og af- skiftum Zahlestjórnaj-innar af þeim málum, er konungi og hermannaflokknum hefir mislíkað mjög. Strax og stríðinu mikla !auk og friðarþingið hafði sezt á rökstóia, var það ákveðið að Dan- ir skyldu fá Sljesvík, því þó að Ðanir hefðu verið hlutlausir í ófriðnum, þá fanst mönnum sem réttlátt væri að þeir fengju aftur héruð þau, sem Þjóðverjar höfðu tekið frá þeim fyr- ir nærfelt 60 árum síðan. Raunar höfðu Danir einnig mist Holstein og Lauenburg, en þau héruð voru áður þýzk að mestu og nú ramþýzk, svo að ekki þótti vert að gefa Dön- um þau, þó Bandamenn hefðu hinsvegar gjarnan unnað Þjóðverjum a^ð missa þau líka. Danir urðu næsta glaðir yfir þessum væn- fegu horfum. En gleðin varð ekki Iangvinn, því menn sáu að afturkoma Sljesvíkur inn í danska ríkið hafði slæman dilk í eftirdragi, sem gat haft alvarlegar afleiðingar í framtíð inni fyrir hina litlu þjóð. Svo var orðið hátt- að í Sljesvík að Þjóðverjar voru orðnir þar í miklum meirihluta, Suður-Sljesvík að heita mátti alþýzk og Mið-SIjesvík þýzk að mestu leyti. Aðeins norðurhlutinn, sem heita mátti danskur. Þó að Sljesvík fyrir 60 árum síðan hefði verið því nær aldönsk, þá höfðu hin þýzku yfirráð og áhrif valdið þessum breyt- ingum; Danir höfðu ýmist verið flæmdir úr landi eða verið þröngvað til að gerast þýzkir, og þó að eldri kynslóðin héldi við danska þjóðernið eftir mætti, þá var þó öðruvísi var- ið með þá yngri- sem að alla sína mentun varð að sækja í þýzka skóla, og hafði blandað blóði við Þjóðverja og átti nú alþýzk afkvæmi MikiII meirihluta Sljesvíkurmanna var því ann- aðhvort aðkomnir Þjóðverjar, er tekið höfðu þar heimilifsang, eða þá þýzk-danskir Þjóð- verjar, sem voru engu frekar dansksinnaðir cn hinir fvrnefndu Aðeins í Nofður-Sljesvík hötðu Danir staðist þýzku álrifin og haldið við turgu sína og þj íðerni, þrátt fyrir núklar og margvíslegar oRóknir af hendi hmna þýzku yfirvalda. Zahlestjórnin var alls þessa meðvitandi. Hún hafði þegar í ófriðarlokin, eftir fengin fyrstu loforð bandamanna um að Sljesvík skyldi afhent Dönum, gert leiðtoga Dana í Sljesvík, Hansen-Nörremölle, að ráðherra, er gæta skyldi Sljesvíkurmálanna. Maður þessi hafði setið á Ríkisþingi Þýzkalands um rnörg ár og verið duglegur og/ótrauður málsvari hinna undirokuðu þjóðbræðra sinna. Strax og hann var kominn í Zahlestjórnina gerði hann meðráðgjöfum sínum kunna hina sönnu afstöðu málanna. Augu stjórnarinnar opnuð- ust þá brátt fyrir hættunni, sem af því gæti . stafað að fá Sljesvík eins og hún legði sig suð- ur að Kielarskurðinum, því að hálf miljón Þjóðverja fylgdi með í kaupunum. Og þó nú að alt gæti gengið friðsamlega til fyrstu árm, þá mundu þeir tímar koma að Þýzkaland næði sér aftur eftir áföllin, og þá væri Danmörk í yfirvofandi hættu stödd, því að hinn þýzki hluti Sljesvíkur mundi þá áreiðanlega vilja sameinast Þýzkalandi aftur, og koma vand- ræðum af stað- og þýzka stjórnin mundi þá ekki sein á sér að blanda sér inn í málin og koma hinum “undirokuðu” þjóðbræðrum sínum til hjálpar, líkt og prússneska stjórnin hafði áður gert; og þá sæi Danmörk sína sæng út breidda. Nei, Zahlestjórnin komst því að þeirri niðurstöðu, að happavænlegast væri fyrir Danmörku að fá aðeins danska hlutann af Sljesvík og lofa Þjóðverjum að halda þýzka hlutanum. Er þessi stefna stjórnarinnar varð kunn urðu íhaldsmenn í Danmörku og hermanna- flokkurinn óðir og uppvægir. Brígsluðu stjórninni um heigulshátt og Þjóðverjavináttu. Hófst nú Iangur og harður bardagi, bæði í þinginu og í blöðunum. En meðan á þessum deilum stóð hafði friðarþingið samþykt að bera það undir Sijesvíkurbúa sjálfa, hvort þeir vildu sameinast Danmörku eða ekki, og var Sljesvík skift niður í þrjú belti, Norður-, Mið- og Suður-, og skylcÉ atkvæðagreiðsla fara fram í einu í senn. Var á allra vitorði að Norðurbeltið mundi hallast að Dönum og Suð- urbeltið að Þjóðverjum, en Mið-beltið var í efa, en þar var borgin Flensborg, sem margir Danir áttu heima í, og þar var Flensborg Avis, langhelzta danska blaðið í Sljesvík. Höfðu því margir Danir hug á því að Flensborg kæmist aftur undir Danmörku. Atkvæðagreiðslan í Norður-beltinu fór eins og við var búist, að Danir urðu þar í miklum meirihluta og var Norður-SIjesvík formlega afhent Dönum nokkrum dögum síðar og danska flaggið dregið á stöng. , En á annan veg fór með M'ðbeltið. Danir j urðu þar í miklum minnihluta' urðu naumlega | fjórðungsdrættingar á við Þjóðverja. Jafn- j ve! Flensborg gaf Þjóðverjum mikinn meiri- hluta. Atkvæðagreiðslan sýndi það ótví- ræðiiega að Mið-Sljesvík vildi ekki sameinast Danmörku, og frá því var horfið að láta j nokkra atkvæðagreiðslu fara fram í Suður- Sljesvík, álitið alveg þýðingarlaust, þvf Þjóð- j verjar höfðu þar augsýniiega töglin og hagld- irnar. • Sljesvíkíurbúar höfðu því gefið þann úr- skurð að norðurbúarnir vildu sameinast Dan- j mörku, en mið- og suðurbúar vera kyrrir und- ! ir þýzkri stjórn, og virtist ekki nema réttlátt i að fólkið fengi að ráða. II. Að minsta kosti fanst Zahlestjórninni það, og hún skoðaði atkvæðagreiðsluna í Mið- Sljesvík sem fullnaðarúrslit. Norður-Sljesvík hafði heimzt úr herleiðingunni, og það varð að Iáta sér nægja. Og stjórnin og fylgismenn hennar þökkuðu himnaföðumum fý’rir að frelsa Danmörku frá þeim voða að fá hálfa miljón Þjóðverja fyrir þegna. En nú sikeður það merkilega að konungur- 'n:i Kristján X.t hervæddist á móti stjórn sinr.i og heimtar að krafist sé Póið Siésvíkur af full- trúaráði íriðarþingsins, þrátt fyrir atkvæða- greiðslur.a, eða þá að öórum kosti að Mið- Sljesvík með Flensborg yrði sett undir al- þjóðayfirráð. Að hafa hana undir þýzkum yfirráðum vildi Hans Hátign ómögulega. Her- mannaflokkurinn, sem gætir sára lítið í Dan- mörku, og hægrimenn, með blöðin ‘Berlingske Tidende” og “Dagens Nyheder”, gengu í Bandalag við konung, og jafnvel vinstrimenn undir forustu I. C. Christensen og N. Neer- gaard hömuðust á stjórninni. En stjórmn sat iast við sinn keip og taldi úrslit atkvæða- greiðslunnar endanleg í þessu máli. Konung- ur gerði sér þá hægt um hönd og rak atl ráðu- neytið frá völdum og mun þess ekki dæmi í nokkru þingræðislandi. Fór nú að grána gamanið fyrir alvöru. Ríkisþingið, sem hafði lokið setu sinni nokkr- um vikum áður, var hér að engu spurt til ráða, og neitaði konungur að kalla það saman, þeg- ar Zahle heimtaði það. Nei, konungur vildi ekkert heyra um þing eða þingbundna stjórn. Hann var konungurinn og vildi ráða ríki sínu. Ráðuneyti varð hann að fá sér til hjálpar, og sneri því Rátignin sér til vinstrimanna leiðtog- ans N. Neergaard. En þó nú að Neergaard væri svarinn óvinur Zahlestjórnarinnar þá vildi hann ekki að gengið væri fram hjá þinginu. Neitaði hann að verða við bón konungs, nema því aðeins að þingið yrði fyrst kallað saman og féllist á þessar gerðir. Konungur neitaði að skifta sér nokkuð af þinginu, og Neergaard neitaði þá að verða stjórnarformaður. Hægrimenn, sem aldrei hafa sérlega venð gefnir fyrir þingræði og þjóðvilja, gáfu þá konungi það ráð að vera ekkert að eltast við þingleiðtogana, velja sér heldur ráðuneyti af utanþingsmönnum, sem samúð hefðu með Hans Hátign í baráttunni fyrir heiðri ( ! ) hins danska ríkis, og þótti konungi þetta þjóðráð og fékk mann þann, er Liebe heitir og er hæstaréttar málafærslumaður, til þess að mynda stjórn. Liebe tók tvejm höndum við heiðrinum, og innan sólarhrings hafði hann stjórnina fullmyndaða. Var hún mestmegn- ir skipuð herforingjum og allir vita hvernig danskir herforingjar eru. Nú fanSt flokksmönnum Zahlestjórnarinnar keyra fram úr öllu hófi, er rétt kjörin þingræð- isstjórn varð að lúta fyrir þessari konunglegu scimsuðu, sem gefið hafði verið nafnið ráðu- neyti. Radikala-flokkurinn, sem Zahlestjórn- in var úr- hélt þegar fund og samþykti yfirlýs- ingu þess efnis, að konungurinn hefði gengið í berhögg við vilja þings og þjóðar, og að hann yrði að bera ábyrgð fyrir þinginu á gerðum sínum. Jafnaðarmenn, sem hafa verið banda- menn stjórnarinnar síðastliðin 7 ár, tóku enn dýpra í árinni; þeir bemlíms hótuðu að reka konung frá völdum og koma á fót lýðveldi, og virtist sú hugjnynd að falla í frjóan jarðveg í Kaupmannahöfn, því múgur og margmenni streymdi um götur borgarinnar og hrópuðu: ♦“Niður með konunginn! Lengi lifi lýðveldið! ’ Miðstjórn jafnaðarmannaflokksins samþykti því næst að kalla á allsherjar verkfall um alla Danmörku, til þess að knýja konunginn til að kalla saman ríkisþingið og radikalaflokkurinn félst á þá hugmynd. Var nefnd send á kon- ungsfund og honum tilkynt hvað væri í ráði, og að eina ráðið til þess að fyrirbyg’gja verk- falKð væri að kalla saman þingið. En kon- ungur sat fastur við sinn keip og afsagði að kalla saman þingið. En Liebe, stjórnarfor- maðurinn kvaðst viljugur til þess, að láta nýj- ar kosningar fara fram, en við gamla þingið vildi hann e'kkert hafa saman að sælda. En með því að kjörtímíabil þingsins er ekki úti, og ný og frjáislynd kosningalög áttu a<) samþykkjast, áður en gengið væri til kosn- inga, hefði Zahlestjórnin verið við völdin, vildi sendinefndin ekki aðhyllast tilboð Liebe um nýjar kosningar undir núverandi fyrir- komulagi. Honum var því tilkynt að alls- herjarverkfallið byrjaði að viku liðinni, ef hann yrði ekki við kröfum sendinefndarinnar fyrir þann tíma. III. Naumast getur nokkrum manni hlandast hugur um að Kristján Danakonungur hefir far- ið hér mjög óviturlega að ráði sínu. Að ganga í berhögg við þing þjóðarinnar kostaði Charl- es I. Englandskonung höfuðið' og Konstantin Grikkjakonung, sem og er náfrændi Dana- konungs, kórónuna, og væri því ekki að undra þó Kfistján X. ætti eftir að sæta útlegð með honum. ^ Eins munu flestir hugsandi menn vera sam- mála Zahlestjórninni um það, að ekki sé eftir- sóknarvert fyrir smá þjóð sem Dani, að fá heil þýzk héruð undir sig, því ægilegt getur Þýzka- land órðið aftur, og hvað gáeti vesalings litla Danmörk gert, ef hrammur jötunsins listi hana? Danir hafa fengið hinn danska hluta Sljes- víkur, það ættu þeir að láta sér nægja. Þeir eru ekkr ménn fyrir meiru en sínu. IV. Menn mega ekki halda að “radi kalafiokkunnn” í Danmörku eig’ nokkuð skylt við þann flokk manna sem hér er kallaður “radicals” og heimfæt er upp á svæsnustu æsinga menn og stjórnleysingja. Nei, raa...»lar i Da..mori.u cju f:ja:s- iyndi flckkurinn þar í landi og er skipaður mesta mannvali Dana. Flokkurinn er klofningur úr vinstri- mannaflokknum og varð hann til með þeim hætti að hinir gömlu fylgjendur Viggo Hörups, eins hins ígætasta stjórnmálamanns er Dan- Dodd’s Kidney PiUs, 50c askjan. ir haía átt nú á síðari tímum, gátu: eða ,ex ötkjur fyrir j2.50, kjá jfl. um lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. ikki átt samleið með Alberti og I. i C. Christensen, sem höfðu þá tekið j völdin yfir vinstrimönnum. Þaðj voru aðcins 8 þingmenn, sem úr flokknum gengu, en mætustu menn flokksins voru í þeim fámenna hóp, svo sem Herman Trier- Theö- dore Zahle og Christopher Krabbé, og helzta blað Dana, Politiken, sem bá hafði rithöfundana Dr. Edward Brandes og Ove Rode fyrir ritstjóra gerðist málgagn hins nýja flokks. Þetta var árið 1903. Síðan hefir svo ásmegin, að I Toronto, Ont. og sat kyr heima. En þungt var mannmum mnan brjósts. Því hefir og verið fleygt, að þessi margumræddi Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, ætli að sækja um þingmensku fyrir Winnipeg við næstu fylkUkosningar undir merkj- , *,, um verkamannaflokksins. fiokknum vax.ð svo asmegm, að; Ætli að McKenzie King, leiðtogi nu um langan t.ma hef.r hann venð liberalflokksirrS( muni Jeggja biess. stjornarflokkur Dana og kom.ðj un s{na yfír það framboð; ætii aS miklu og goðu t.l le.ðar. Og . j gamlir og góðir ]lbera,ar meðaI Kaupmannahofn hafa vmstnmenn þjóðflokks vors munj draga f efa ekk. verið t.l s.ðan radikalflokkur- heil,lyndl mannsins við liberalstefn- mn var myndaður. , una eftir að ^ hefjr kom|st á ; Nafnkunnustu og ágætustu menft framboðslista verkamanna og skip- '?ana eru flestir í þessum flokki. ar sæti í miðstjórn flokksins? Dr. Georg Brandes, Dr. Edward £ða mun þeim nægja yfjrlýsing Brandes, Dr. Peter Munch, Henrik frá honum: “£g er líka góður Cavling' Zahle, Hermann Tri-! liberal( maður ]ifandi. eg er, Eric Scavenius, Christopher Hage og Ove Rode, eru nöfn, sem fræg eru orðin víða um heim. All- ir eru inenn þessir í radikal flokkn- um og flestir hafa þeir verið í Zahle stjórninni eða henni mjög nákomn- ir. Og þetta eru menmrnir, sem Kristján konungur kallar landráða- j menn, vegna þess að þeir vilja ekki ! taka Mið-Sljesvík hershöndum’ eft- | ir að hún hefir ótvíræðilega gefið tii kynna að hún vilji ekkert hafa ! við Danmörku saman að sælda. Hamskiftingur- inn. sem er í miðstjórn liberalflokksins”. Og bændum gefur hann þá yfir- lýsingu, að hann sé einnig bænda- flokksmaður. Já, sumir menn eru skapaðfr með þeim ósköpum, að halda að þeir séu yfirnáttúrlegar verur. Hvað mundu menn annars hugsa i um þann mann, sem samtímis væri | safnaðarfulltrúi í Únítarasöfnuðin- um og Fyrsta lúterska söfnuðinum, jskipaði sömu trúnaðarstöðuna í þeim báðum, en væri þó ennfremur að míuiga til við kaþólsku kirkjuna og dilla henni framan í almenningi ? Mundi slíkur maður lengi í háveg- um hafður? Stjórnmála afstöðu Voraldar- mannsins er gersamiega eins varið. Vér sögðum eitt sinn að Vorald- armaðurinn væri þríhöfðaður á stórnmálasviðinu’ og að eitt höfuð- ið væri liberal, annað væri helgað verkamönnum, og hið þriðja í þjónustu bændaflokksins; öllum þessum flokkum hefði maðurinn svarið trúnaðareiða, þó allir hefðu þeir mismunandi stefnur, og öllum teldi hann. sig einlægur, þó einum væri aðeins hægt að fylgja, þá á hólminn væri komið. Ef menn hafa efast um sannleik ann í þessari samlíkingu, þá ætti sá efi að hafa horfið er þeir lásu Vor- öld, se msegir frá stjórnarkosningu verkamannaflokksins. Þar er sagt að meðal annara í miðstjórn þessa flokks sé Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, sem ætla má að sé sami maðurinn og skipar ritstjórnarsess Voraldar. Nokkru áður er þess getið í Vor- öld, að í miðstjórn Iiberalflokksins hér í fyikinu sé, ásamt öðrum, mað- I ur nokkur, sem kallaður er Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Og á flokks- þingi liberala í Ottawa í ágúst, var | maður með þessu nafni einn af fuiitrúunum frá Winnipeg. Mun mega gera ráð fyrir því, að alt sé þetta sami maðunnn; og að því er vér bezt vitum, mun það enginn annar en virðulegur stjórnarnefnd- armaður verkamannaflokksins og ritstjóri bændablaðsins (!) Vor- öld. Hann þjónar því tveimur herrum opinberlega. Getur hann reynst báðum trúr? Er bændaflokkurinn hélt þing sitt í Brandom var það á marrra vitorði að áður um getinn Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, hafði sterkan hug á því að sækja þingið og reync að komast í flokksstjórnina, en sökum þess að hann hafði nýlega brugðist bændum meinlega í Ass- 'niboia kosnmgunni, þorði hann ekki að sýna þar sína fríðu ásjónu Fréttabérf. Vogum 31. marz 1920. Flestöll fréttabréf byrja á tíSar- farsfréttum. Um hana má líka margt segja í vetur, því hún hefir veriS margbreytt og kvikul ------ næstum eins og pólitíkin. ÖSru- hverju haifa veriS blíSviSri og hlákur þennan mánuS, en oftast stormar og stórviSri á milli. Þó, tók út yfir alt 15. og 16. þ. m. Fyrra daginn var gott veSur um morguninn, en fór aS rigna og héldu menn komna vortíS. En þegar fram ó daginn leiS gerSi snjóbleytuveSur, og frysti undir kvöldiS og gerSi norSan rokviSri, er ,hélt alla nóttina og næsta dag, svo varla var fært húsa « milli. Mun þaS vera mesta harSviSri, er komiS hefir hér í mörg ár. Þó urSu e'kki skaSar hér af þessu. veSri en hætt voru skólabörn kom- in víSa, því þau eiga langan veg aS sækja á sumum stöSum hér í strjál- býlinu — víSa 3—4 mílur — en flestir vitjuSu þeirra í tíma. Eftir veSriS brá til batnaSar og hugSu menn harSindunum lokiS, en síS ustu dagana hefir hlaSiS niSur snjó svo ilt er orSiS umferSar, en frost- in eru lítil. Veturinn er því orSinn býsna langur, því kal'Ia mátti aS hann byrjaSi meS október. Þó er von- andi aS heybirgSir verSi nægar. þótt innistaSa verSi næsta mánuS, enda má búast viS aS talsvert hey þurfi handa kúm í maímánuSi. Mun þó vera búiS aS selja hátt á 4. þúsund tonn af heyi héSan úr SigluneshéraSi. S Heilsufar hefir yfirleitt vefiS gott hér um slóSir í vetur. Engin um- gangsveiki og enginn dáiS, svo eg yiti. En fjrrir vestan vatniS hefir /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.