Heimskringla - 02.06.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.06.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚNl, 1920. WINNIPEG, MANITO BA, 2. JCNI, 1920. Stefnuskrá . Norrisstjórnar. Stefnuskrá þessi er nú birt í tíu Jiðum eða lagaboðorðum, en fremur er útlegging-þeirra lagaboðorða fátækleg. Þegar farið er að lesa, til að fræðast um hvað hún ætli sér að gera í framtíðinni, þessi stjórn, sem frægust er fyrir að hafa komið mestu fylkisfé í ló, allra stjórna, sem fyrir þessu fylki hafa ráðið, síð- an það varð manna bústaður, þá verða flestir jafnfróðir um það, að öðru leyti en því, að hún ætli að láta sitja við það sama og verið hefir, ef níðartíminn stendur. Frá stefnu- skránni er svo gengið, að ekkert er sagt, ann- V að en það, sem auðvitað allir vita, að ajt verð- ur með hinum sama upptekna hætti og áður var, framkvæmdir fáar eða engar en sköttum bætt á skatta ofan, Líðir þess'arar stefnuskrár eru sem fylkir: I. Uppfræðing- Svo nefnir hún fyrstá liðinn. Þar er því heitið, “að uppfræðing barna skuli kostgæfi- lega stunduð, þó nú megi með sönnu kallast í ágætu horfi o. s. frv.” “Umbætur á gerð- ar sem við verður komist”: “Háskóli efldur til þess að 'samsvara þörfum mikils fólks- fjölda”. Hvernig á þessari uppfræðingu að vera var- ið, sem nú er í ágætu standi? I hverju eiga umbæturnar að vera fólgnar? Með hvaða hætti skal háskólinn efldur? Ekki er eitt orð sagt um neitt af þessu. Alt .þetta á víst að gerast “án vors tilverknaðar”, eins og þar stendur, gerast af sjálfu sér. En benda mætti á, hvernig meðhöndlun þessara mála hefir verið siðan að þessi stjórn tók við. Of langt yrði það að segja sögu hennar um meðferð mentamálanna um alt fylkið, en það nægir lesendum íslenzku blaðanna, að bendta á hvernig því hefir verið háttað á þeim stöðum, sem Islendingar búa. Má þá fyrst tilnefna dæmi vestan úr Grunnavatnsbygð, f kjördæmi Skúla vors sæla; en það er skólasameiningarmálið í Norðurstjörnuhéraði. Nokkru eftir að fylk- isstjórn þessi komst til valda, var því hreyft þar vestra af héraðsbúum, að færa út Norður- stjörnu skólahérað, þannig að lagt væri til þess bygð dálítil, er lá fyrir norðan það og eigi tilheyrði neinu skólahéraði. Þá átti að bæta við það að vestan og sunnan nokkrum búendum. Breyting þessi var samþykt með almennri atkvæðagreiðslu, og svo átti að byggja nýtt skólahús með minsta kosti þrerh bekkjum, ráða til skólans jafn marga kennara, og koma svo á flutningi barna á skólann. Með þessu móti var fram á það séð að auðið yrði að veita börnum innan héraðs alla þá upp- fræðslu, sem gert er ráð fyrir í kensluskrá al- þýðuskólans, svo foreldrar þyrftu ekki að láta böm sín í burtu frá sér til þess að ljúka við alþýðuskólanámið. Byrjuðu nú héraðsbúar á því að taka lán til þess að kaupa flutninga- tæki fýrir skólann, vista kennara, og var svo skólinn stofnaður með þessu fyrirkomulagi.. Yfirkennari var ráðinn og samið viVhann til allmargra ára. Þá kom til að reisa hið nýja skólahús- Má geta þess að gamla héraðið átti Iandspildu allstóra inngirta, þar sem skóla- húsið stóð; þar hafði verið grafinn brunnur og fleiri umbætur gerðar. Var staður þessi •'sem næst miðbiki hins nýja skólahéraðs, hvað íbúatölu snerti á allar síður, og hvað barna- tölu viðkom bezt settur .til skólasóknar af öllum stöðum innan héraðsins. Nú þegar kom til að ákveða, hvar nýjá húsið skyldi standa, urðu deilur um það innan . héraðsins, en þó svo að ekkert hefði úr þeim þurft að verða, hefði þá verið með lipurð og hagsýni að farið af hálfu mentamáladeildar- innar. En á það skorti mikið. Örlítiil minni- hluti nyrzt í héraðinu vildi nú láta færa skóla- setrið norðar. Til þess að greiða úr þessu máli var svo sendur af örkinni þangað vestur þjónn mentamáladeildarinnar, er hr. Stratton heitir, og hefir það háa embætti að ráða fyrir “Útléfndingum” um öil þeirra uppfræðslumál, og ákveða hvernig þeirra andlega uppeldi skuli hagað, svo þeir verði sem beztir borg- arar í hérlendu þjóðlífi. Á hann nokkra fundi með héraðsbúum og sannfærist strax um það, að meirihlutmn með allri skóianefndinni. eigi og skuli beygja sig fyrir hinum fáu mönnum, er voru í minnihlutanum. En er hann fær eigi héraðsbúa til að hlýta þessum úrskurði, ráðleggur hann að láta leysa upp héraðið og skifta í tvö smá héruð, er síðan hafa hvorugt getað staðið almennilega straum af skóla- haldi. Skuldir fyrir áhöld til skólans, er bú~ ið var að kaupa, féllu á gamla héraðið, og á það var svo bætt að stór sneið var tekin af því og lögð til hins nýja héraðs, svo að skatta- álögur jukust stórum, á héraðsbúum er eftir sátu, en hálfu örðugra gert að halda skólan- um uppi. Má svo segja að sjaldan hafi ver verið haldið á nokkru máli, og sannarlega mentamálum bygðarinnar eigi til framfara. Undan þessu var klagað og gerðar nefndir á fund kenslumálastjórans, honum sýnt fram á hvernig hagaði bygð í héraðinu, hvermg veg- ir lægju, og hvað mörg börn á skólaaldri ættu heima í hverjum bæ og hvað miklu fé hérað- ið væri þegar búið að verja til umbóta gamla skólastaðnum, er algerlega væri burtu sóað, ef nú yrði farið að velja um annan stað. Nefndinni var kurteislega tekið, en sagt samt, að þótt þetta væri nú alt samSn rétt, sem hún hafði þegar bent á, þá stæði nú svo á að kenslumálaráðið sæi sér ekki færj að ryfta neinu sem Ira Stratton hefði gert, því með því , vaeri það að veikja þá tiltrú, sem almenningi væri ætlað að bera til þessa þjóns kenslumála- ráðsins. Við það varð svo að sitja, eftir all- mikla frekari vafninga og flækjur, sem fram komu í þessu máli. En þar lá fiskur undir steini, að ekki mátti veikja vald eða umboð þessara pólitísku þjóna, sem skipaðir voru yfir vesalings “út- lendingana” og menta áttu þá, á stjórnarvísu. Ekki var um mentamál að ræða, því eigi var því neitað að skólanefndin hefði rétt fyrir sér', heldur hitt að það mátti ekki rýra vald umboðsmanna og undirtylina mentamálaráðs- ins. Hefir það og oftar sýnt sig, og í fleiru en þessu, að stjórninni er fremur sýnt um að halda taum mininhluta manna. Ef til vill eigi að furða sig á því, þegar þess er minst, að sumir ráðgjafarnir halda embættum sínum fyrir ráð minnihluta kjósenda, og finnast munu á meðal þeirra menn, er aldrei voru kosnir, en stigu upp í hásætið með leyfi og samþykki félaga sinna, því svo var til hagað útnefningu þeirra, að frá almennri kosningu var forðað, en það látið heita sem þeir væru kosnir gagnsóknarlaust. Um Ira Stratton, þenna þjón stjórnarinnar, eða mentamálaráðgjafa, eða uppfræðslupost- ula Utlendinga, eða hvað hann kallast, er það að segja, að aldrei hafði það heyrst fyr en stjórn þessi kom til valda, að hann væri tal- inn nem nsérstakur fræðimaður eða gáfnaljós eða mentamálaskörungur- En hann var talinn ramur að afli og afburðamaður er hann að vexti: Höfuðstór, úteygður, brúnamikill, vara þunnur, tanngarðurinn mikill og búkurinn all- ur í gildara lagi, handstór og hrikalegur, bein- in stór og liðamót öll. Flýgur öllum í hug, er sjá þenna mentfrömuð og netta barnakennara að honum myndi ekki verða mikið fyrir ef svoleiðis lægi á honum, að ganga nakinn og ,bíta í skjaldarrendur, og að hann ætti fremur að styðjast við krókaspjót eða gaddakylfu en ntblý eða pennaskaft.. En svona menn eru menningunni til hins mesta uppihalds og líklegastir til umbóta, “þó nú megi með sönnu alt kallast í ágætu horfi”. Einkum hlýtur ag- mn og óttinn í skólunum að njóta mikillár styrktár af svona sjálfgerðum vísindamönn- um! Annað dæmi um hið ágæta horf alþýðu- skólamálanna, eru skólarnir í Sprague-sveit- inni hér austur í fylkinu. Helzta bygðin í þeirri sveit er íslenzka bygðin við Pine Valley. | Námu íslendingar manna fyrstir land í sveit þessari og hafa búið þar einna lengst. Strax og þeir settust þar að, komu þeir á stofn hjá ! sér skóla, og hafa ekkert til sparað að Ieita þeirrar mentunar fyrir börn sín, sem þeim hef- ir verið frekast auðið. Land alt þar eys|ra er skógi vaxið. Nú á síðarf tíð hafa menn flutt' inn í sveitina af ýmsum þjóðum, til þess að vinna skóginn, og dvalið þar um tíma. Hvergi hefir þetta fólk myndað eiginleg bygðarlög, því þó að nafninu til fólk þetta tæki heimilis- réttarlönd, hefú það yfrgefið þau þegar það var búið að selja af þeim skóginn. En hin . mikla menningaralda sem stjórnin hefir veitt yfir landið, hefir auðvitað náð til þessa fólks, til að væta í hinum andlega harðvelli þessara skógarbúa, svo einhver dýrðleg rós, stjórn- inni til dýrðar, næði að spretta þar. Skólar hafa verið settir þar upp hvervetna, en við- haldi þeirra og öllum kostnaði varpað upp á sveitina, samkvæmt núgildandi lögum. Fólk- ið, sem skólana hefir átt að nota, hefir komist hjá að borga einn eyri, því fasteigmr hefir það engar átt, en flutt jafnóðum burtu þegar at- vinnuna við viðartekjuna hefir þrotið. Hafa þeir því, er gjalda verða til sveitarþarfa, orð- ið að bera allan kostnaðinn. Hefir þetta háttalag orsakað það, að skattur er nú orð- inn svo hár á íslenzku bygðinni, að naumast þýkir rísandi undir. En fynr þessa frammi- stöðu hælir svo stjórnm sér, og til að sýna hve ant hún láti sér um almenna uppfræðslu, telur hún upp hvað hún fjölgi mikið skólum á hverju ári. Naumast er nú hægt að segja, að þetta sé í eins góðu lagi og þörf sé á, né að það mæli með því að stjórnartími hennar sé lengdur um eitt kjörtímabil enn. Þetta er saga alþýðuskólamálanna. En hvernig standa svo sakir með æðri skólana? Við búnáðarskólann, er ávalt hefir verið talin mesta nauðsynjastofnun fylkisins, er það að segja, að þar er alt í hinni mestu óreiðu. Skól- inn er algeralega undir stjórn Val. Winklers, akuryrkjumálaráðgjafans, er vægast sagt skoðar hann sem deildarstofu í stjórnarráðinu og kennarana sem skrifstofuþjóna. Tillögur, sem kennararáðið gerir og samþykkir, eru gerðar afturreka, eða þeim et ékkert sint, og þegar eftir því er gengið að stjórnin skýri frá, vegna hvers að þeim sé enginn gaumur gefinn, er svarið: “Vér sjáum enga ástæðu til þess”, Eins og hverjum heilvita manni sé það ekki ljóst, að ef nokkrir eru færir um að segja til um þarfir skólans, þá eru það kennararnir en ekki akuryrkjumálaráðgjafinn, er sjálfur mundi eiga full erfitt með að ljúka prófi fyrsta bekkjar skólans. Afleiðingin verður svo sú, að flestir betri kennararnir fara, og hefir það sýnt sig þessi síðari ár. Þá er' háskólinn sjálfur annar spegillinn þe*sara miklu mentunarfra,mfara í fylkinu. Stjórnin segir í þessum fyrsta lið stefnus’krár- innar að “hann skuli efldur til þess að sam- svara þörfum mikils mannfjölda”. Já, hins stóra “mannfjölda” er eigi ætlar sér á skóla að ^anga. Hvernig hann hefir verið efldur á undanförnum árum sýna byggingarnar nýju, kumbaldarnir og ranghalarnir, bygðir í horn á tvo vegu.við háskólagarðinn, og eigi hærri en svo að maður fái staðið úppréttur í þeim. Ait hefir verið knifið, er að skólanum hefir Iotið, nema borgunin til byggingameistaranna fyrir þessi “langhús”, er sögð er að nema muni á annað hundrað þúsund dollara. Bygg- ingar þessar hinar nýju standa nú fram með tveimur strætum og útiloka alt útsýni frá gömlu háskólabyggingunni, svo að þaðan sést nú ekkert nema til “tukthússins” að austan, sem er nú orðið sem deild háskólans, því það stendur inn á milli tveggja aðal húsanna sem notuð eru fyrir kenslustofur. Þetta kann “að §vara þörfum mikils mann- fjölda”, en það svarar ekki þörfum hinnar æðri mentunar og menningar, er bústaði ættu að eiga í þessu fylki. (Framh.) Æfibrautin og auðnuvegurinn. Dagurinn sem framundan bíður eí öllum hulinn. Lengd æfinnar þekkir enginn. Hver verður þv^' að láta sér nægja þann mæli tím- | ans, sem honum kann að hlotnast. Hvað spor- 1 in vefða mörg, hvar þau hverfa í sandi tím- ans, fær enginn séð fyrirfram. Það hefir frá : a1da öðli hvílt á tilfinningu manan, að enginn réði því sjálfur, hvort æfibrautin yrði löng I eða stutt, heldur að þar réðu öfl og atvik, er l með öllu væru óskiljanlega og óviðráðanleg. : hvort þau eru stór eða smá, bera vott um þá það vitum vér eigi, og enginn enn sem kom- ið er. Þótt enginn fái talið stun^Jina né dagana, þótt enginn fái talið sporin fyrirfram, fram að takmarkinu Jiinsta, þótt enginn fái sagt fyrir- fram hvað mæta kunni á lífsleiðinni, þá er þó æfin.sjálf eigi með öllu hulin og manninum ó- viðráðanleg. Innra hjá manninum, í eðli hans býr máttur, sem hann ræður að öllu Iéyti yfir, og sem getur ráðið því hvernig æfin skuli vera; sem ræður því, hvernig dagarnir skuli verða, þótt eigi fái hann talið þá; sem ræður því, hvernig sporini skuli liggja, þó eigi viti hann hvað þau veroi mörg. Þessi máttur er manninum gefinn að vöggu- gjöf. Það er frjálsræði hans, vilji og ásetn- ingur, sem gerir honum það mögulegt að fylgja vissri stefnu í lífinu, og láta öll sin vefk, hvort þau eru stór eða smá, vera vott um þá stefnu- Hvert verk, hvort það er stórt eða smátt, getur borið vott um drengskap; hvert orð, sem talað er, borið vott um djörfung, um sannleiksást og góðvilja til mannanna. Sporin geta öll legið áfram — þurfa eigi að liggja á snið við það sem fagurt er og satt. Þau geta legið upp á við, þurfa eigi að liggja niður, >fan að ládeyðumarki lífs og dauða, svo að sama megi vera ivort maðurinn er til eða eigi. Ef lífið er naumt við oss menn- na, hvað lengd æfinnar snertir, ei pað eigi naumt við oss með það avað vér megum, vilja, eða vera o[ gera, af því sera sannan drengskap 'iefir til að bera. ^Sfin er að vísu hulin, en hún er í vorri hendi. Þrátt fyrir þessa huldu, ei^yfir hvílir æfilengdinni, getur æfibraut- n verið auðnuvegurinn. — “Eig; er þér skapaður aldur yfir aðra menn, en því get eg bætt við, að ivert sem þú fer, muntu hvarvetna verða talinn og þykja hinn bezti drengur”, — og það er auðna stór og mikil, sá er sannur gæfumaður- Hvað er annað til, er jafnast við það? Kostir mannkynsins hafa hafið það, reist þjóðirnar jafnan á fætur, þegar þær hafa verið fallnar ílatar í niðurlægingu. Kostir ein- stakra manan hafa reist á fætur heil þjóðfélög, er týnt hafa trúnni á sannleikanum, á réttlætinu, á hin- um æðra tilgangi lífsins, á sjálfum sér, og fengið þeim aftur hina horfnu trú sína og glötuðu von — fengið þeim lífð að nýju. Hvað er sælla og betra til, en hvarvetna og ávalt að vera hinn bezti dreng- ur. Ef svo væru flestir, hve létt væri þá eigi lítúmagnanum að ná rétti sínum, hve fækkaði eigi þeim. sem hrjáðir væru, sem beygðir væru og bugaðir, sem tapað hefðu áttupi og týnt sjálfum sér?. Og þau m^inin eru meiri og stærri, er af þeim orsökum leiða, en allir sjúkdómar, sem mannkynið hefir að bera. “IVIanna meinin eru mannkynsins skuld,“ sagði skáldið, — vegna þess að þeir eru of fáir, sem eru ávalt og hvarvetna mann- kostamenn. Auðna er of oft talin annað en er, og auðnuvegurmn annar en hann er. Sumir telja það auðnu hina mestu að verða svo settir að geta Iátið alt eftir sjálfum sér, vera þess megnugir og hafa ráð á því. E:? fer það eigi eftir því, hvað það er, sem mennirpir vilja láta eftir sér, hvort það getur auðna talist eður eigi? Aðrir telja auðnuveg- inn þröngan þyrniveg, sorgarspor og sjálfsfórnarbraut. En því er það þyrnivegur, að Iáta sín að góðu getið? Því eru það sorgar- Tpor, sem útrýma sorginni og fagn- aðarbergmálin vekja, sem breyta nótt í dag, kvöldi í morgun, ör- væntingu í von? Því er það sjálfs- fórnarbraut, sem hækkar manninn sjálfan og stækkar, af verkinu sem hann vinnur? . Er það eigi ein- mitt lífið sjálft í allri þess dýrð, tign og veldi? Það eru ekki þyngstu átökin að Iyfta undir byrð- ina, sem samferðamaðurinn ber, Þyngstu átökin, erfiðasta byrðin er eigin bagginrj, hlaðinn sérgæðum, öfund og orðsýki. Og í þann bagga bættist drjúgast hjá þeim, er aldrei hafa stund, engan hafa vilj- ann, til þess að lyfta með hinum minsta fingri undir byrði samtíðar- innar, er eigi hafa stund til og loka eyrum fyrir þeirri æðstu köllun lífs- ins, að lifa með samtíðinni um eyktar bil, að ferðast með þeim, sem á veginum eru, nema þá helzt um sólskins- brekkurnar, en sízt af öllu um hinn djúpa og þrönga dal. En þangað liggur æfibrautin einhverntíma, þó æfin verði eigi löng, og fár lifir svo að eigi verði hann að ganga þann hluta leiðarinnar líka; fram með hægt rennandi vatni, hinni lygnu á, er naumast ber ott um lífið, svo er lítið kvik þar á' straumi. — Nei, eklcert þessa er þyrnibraut. Eigi fórnarbraut í hinum algen^a skiln- ingi, því svo er lífið göfugt í eðli sínu, að í stað þess að tapa græðir það við það, þess meir sem það' stráir ynaði og Ijósi á veginn. Hér og hvar um vegu mannlífs- ins eru bjartar brautir — sólbraut- ir. Hver hefir Iagt þær brautir? Þeir, sem jafnan þóttu hinir beztu og ágætustu menn hvarvetna og hvar sem þeir fóru — auðnumenn- irnir miklu- Hvar eru þeir? Þeir eru til og frá á lífsbrautinni, og því er ofl bjart. Þeir eru horfnir, en þeir hafa skilið eftir merki þess að Dodd’s Kidney PiUs, 50c askjan, eða sex öskjor fyrir $2.50, hjá öll- um lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. i Toronto, Ont. þeir hafa farið þar um, og alt er því betra fyrir komu þeirra. Eins; og himininn, þegar loftið er raka- þrungið, ber merki sólgöngunnar, svo sólbrautin sézt glögg og skýr eftir sólsetrið, og ljósadýrðin slær blæ friðar og fegurðar yfir rökkur- stundina, sem er í nánd, — svo ber mannlífið, einkum um þær stundirnar þegar dapurleikinn sæk- ii heim, merki þeirra er hvarvetna þóttu ávalt hinir beztu drengir. Þeir hafa lengt daginn inn á nótt, og breytt dægurmótunum, svo a$ eigi varð séð hveaær dag þraut, og hvar nótt nam. Þegar æskan horfir fram á leiS og lítur hinn ókomna veg, sem viS henni blasir og liggur þráðbeinn og sléttur inn til framtíðarlandsins, er æfsbrautin heillandi og fögur. Hve margt er þar ekki að líta, hve stórt og viðburðaríkt ferðalág hlýtur það ekki að vera, hvd himneskt að Iifa? Hve mikið er þar ekki, er gefur rúm til hugsana og starfs? Þessi brant er auðnuveguirnn; og hve fegin vill hún eigi feta hann. Vissulega er þetta auðriuvegur- inn um Ieið og það er æfibrautin. Enginn annar auðnuvegur er tiL Það er fánýtt að leita hai>6 annars- staðar. Það er sami vegurinn og sama slóðin, og æfivegurinn sjálf- ur. Þess vegna er því svo fjarri, að auðnuvegurinn sé þyrnibraut, að hann er fegursti vegurmn, sol- brautin sjálf, sem æskan eygir viX vegamótin, þegar hún byrjar sjálf að velja fyrir sig og lifa. Hann er greiðfærasti vegurinn, beinasti og krókaminsti. Hann er- greiðfærasti vegna þess, að erfið- leikarnir eru allir fyrst framan af, og svo sléttist hann og liggur beinn það sem eftir er fram til endans; þess léttari fyrir fótinn, sem maður- inn verður eldri og kraftarnir taka að réna. Hann er krókaminsta leiðin, svo að til ferðamannsins má sjá til baka yfir árin, sem hann hef- ir farið, svo hann er sem samferða á öllum tímabilum æfinnar, þeim sem seinna Loma — og jafnvel þótt hann sé löngu farinn. Hvergi hef- ir hann orðið að ganga dulklæddur til þess að fela það að hann færi um þessar slóðir, hvergi að ganga öfugur, svo hælar sneru fram og sporin lægju öfugt. — Gamall og grár játar hann, að hann hafi farið hvern faðm vegarins, og hefir ekk- ert betra heilræði að bjóða ung- menninu, en að fara hinn sama veg, því þá (ræðist það um alt sem það sé að spýrja um, finni alt sem.þaS leitar að; ,þá yfirgefi vonin og trúnaðartraustið á lífinu það aldrei, þá nái það takmarkinu, sem það sé að hugsa um. “Þú vilt verða stór, mikill, vitur, virtur og elskaður af þinni samtíð: — Jú, hönd þín er smá, armur þinn mjór, en þú þarft eigi á meiri kröftum að halda til þess- ‘ Oft verður lítið til bóta”. Gakk þú auðnuveginn tl enda. Lát það jafnan spyrjast af þér, að þú hafir þótt hinn bezti drengur. Þá gengur gæfan þér við hlið, og þá þarf engu að kvíða; og þá sannast það að æskusýnirnir reynast allar sannar, o^ þetta er í sannleika góð- ur og dýrðlegur heimur. Það er undursöm braut.” Og allir hinir ungu vilja fara þessa braut, sem liggur til frægðar og frama. Þeir vilja ganga þá vegu og óttast eigi, þó hér og hvar gerist leiðin torsótt. Og hverjir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.