Heimskringla - 08.09.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.09.1920, Blaðsíða 4
4. blaðsiða HEIMSK-RINGlA WINNIPEG, 8. SEPT. 1920. HEIMS KRIN GLA (Stodaft 1884) Kemur *t á hverjum MiUvlkuée^l íHgeíenuur og elgoodur: FHE VIKJNG PRESS, LTÐ. Maötfin* ' >nada og Bandarikl- jr-viixt $2.00 uro Anö (fyrirfram borgao). f>Znt ti! tnlands $2.00 (fyrJrfram borffaaj. AUar borganir eendist ráö^mannl bla^a- >r**. ©Öu banka ávi&anir stilist i*l tTie Vlklnff Preaís. Ltd. Ritatjóri og ráSsmaSur: GUNNL. TR. JÓNSSON Skrlfatatei T*» tHERRROOKB P. O. Bn 3171 KTREET, wnstrat Talataal: H WINNIPEG, MAN., 8. SEPTEMBER, 1920- Fjárhagur Canada. Canada, eins og öll önnur lönd, sem tóku Jaátt í heimsstríðinu mikla hefir þunga skulda- byrði að bera, sem afleiðingar þess, og er það aðeins með viturlegri fjármálastjórn, að fjár- hagur landsins getur rétt við- Að núverandi sambandsstjórn vici, hvað til hennar köllunar heyrir í þessum efnum, er auðsýnilegt af því, hvernig hún hefir búið í haginn fyrir fjárhags- » búskapinn. Tekjur landsins eru nú miklu hærri en nokkru sinni áður og fara altaf vax- andi eftir því sem tímar Iíða. Fyrstu fjóra mánuðina af yfirstandandi fjárhagsári námu tékjur landsins $145,509,- 588, og er það $46,000,000 aukning frá því sem var á sama tímabili næstliðið ár. Þessi aukning ein fyrir þetta 4 mánaða tímabil, er eins mikil og allar tekjur landsins voru fyrir 20 árum síðan. Tolltekjur landsins hafa auki:t um $20,000,000 á þessum 4 mánuð- um, og svipaður vöxtur hefir átt sér stað að tiltölu í öðrum tekjugreinum. Tekjuskatt- urinn er t. d. miklu hærri en hann var í fyrra. Þrátt fyrir það þó óánægja hafi átt sér stað allvíða meðal þeirra sem minst til hans þektu og minst eða ekkcrt höfðu að gjalda, þá er sannleikurirm sá að tekjuskatturinn er alls ekki lágur eins og skattleysingjarnir hafa haldið fram, heldur þvert á móti fult eins hár og í nokkru öðru landi. En það eina, sem er ábótavant,' er að fullkomna kerfið, svo það vinni hindrunarlítið. Nú er það að ták- ast og landinu áskotnast meiri og meiri tekjur úr þeirri áttinni. Skatturinn á skrautvarn- ingi, sem síðasta þing setti, gefur og meiri tekjur en menn höfðu gert sér í hugarlund. Ef að tekjulindirnar halda áfram að renna í landssjóðinn, svipað því sem undanfarna 4 mánuði, verða tekjurnar í lok fjárhagsárs- ins helmingi meiri en þær voru næstliðið ár, eða um $600,000,000. Tölur þessar eru svo stórfeldar, að þær virðast næstum ótrúlegar, en engu að síður eru allar horfur á að þær reynist sannar. Tekjurnar verða því ekki aðeins nógu miklar til að mæta öllum nauðsynlegum út- gjöldum sambandsstjórnarinnar, heldur munu og margar miljónir ganga af.'sem varið verð- ur til að gyrnna á þjóðskuldinni. Utgjöld landsins verða auðvitað stórum mun minni en verið hefir á undanförnum fjórum árum, vegna þess að nú höfum við ekki lengur við- hald hers og herbúnað að sjá um. Stríðs- útgjöld vor eru nú í því eina ínnifalin, að borga vexti og afborganir af stríðsskuldinni, og eftirlaun handa hermönnunum. Fyrstu fjóra mánuðina af næstliðnu fjárhagsári námu stríðsútgjöld landsins $1 I 7,276,824, þar sem þau nema nú á sama tímabili $2,078,074- Stjórnin borgaði á þessu fjögra mánaða tíma- bili $25,000,000 af þjóðskuldinni og gat sarr.t staðið straum af öllum nauðsynlegum út- gjöldum. Þetta er í sannleika vel að verið, og munu allir sanngjarnir menn vera þakk- látir stjórninni fyrir, hversu vel hún hefir stjórnað fjárhagsbúi landsins. 4<Uían flokka”. Vér höfum aldrei haft miklar mætur á þeim stjórnmálamönnum, sem kallað hafa sjálfa sig óháða, eða utan flokka í pólitíkinni. Vér höfurn álitið þá menn stefnulausa og ósjálf- stæða, og ekki til gagns eða uppbyggingar á stjórnmálasviðinu. Og undarleg hefir oss fundist kenning þeirra manna, sem haldið hafa því fram, að þao bæri vott um sjálf- stæði að vera flokksleysingi. Fylkiskosningarnar hinar síðustu hér í Manitoba leiddu heil marga utan flokka póli- tíkusa fram á sjónarsviðið, og voru jafnvel nokkrir þeirra kosnir á þing. Hvort þessir herrar muni stofna utan flokka bandalag þegar á þing er komið, eða renna inn í ein- I hvern hinna flokkanna, sem hafa flokksnafn og stefnu, vitum vér ógerla. Vér lásum nýlega í blaðinu Tíminn, er gef- ið er út í Reykjavík og telja mun mega mál- * gagn bændafjokksins, grein, sem nefnist “Ut- an flokka”, og kemur þar fram nákvæmlega sú skoðun, sem vér ætíð höfum haft í þeim efnum. Vér birtum hér grein þessa, svo les- endum Heimskringlu gefist tækifæri að siá og sann'færast um, að vér erum ekki einir um að haf óbeit á þessum pólitísku spekúlöntum, sem kalla sig “utan flokka . Tíma-greinin er þannig: “Rétt áður en kosningar.iar síðustu í Dan- mörku fóru fram komst dálíti? riðl á stjórn- málaflokkana í þinginu Einn þingmaður úr hverjum þriggja flokka, róttækari vinstri- manna. afnaðarmanan eg hægri manna, .-.nerust á móti stefnu flolrks ri í stórmáli og gengu ur flokknum. Tveir hinir síðarnefndu \ cru í lre~ .tu röð r!ckksm >nr t oö buðu sig fram á ný ulen flokkanna. I’ att fyrir viður i'enr’i ræ' eika mannanna. þrátt fyrir | að þótt þeir æ.u báðir þraunoyndir ’pingmenn og hefóu nt! kosningu tvímcclalaust vísa inn- an flokks ., . s, biðu þeir fu l- omutn ósigur við kosningar.,:<r og náðu hvcrugur þingsæti. Létu þó einkis ófreistað um að halda áfram þingsætum sínum. Þótti þetta engum sérstökum tíðmdum sæta í Danmörku. Þjóðin er orðin svo þrosk- uð i stjórnmálum, að hún skilur nauðsyn og þýðingu flokkaskiftingarinnai Hún veic að ’pað eru stóru flokkarnir, sem ráða úrslitum allra mála- Þeir, sem utan við þá eru, þótt hæfir menn séu, verða með öllu áhrifalausir og gagnslausjr menn í þmginu. Það vær: því með öllu þýðingarlaust að kjósa slíka menn á þing. að er með öllu tilg'-ngslaust fýrir flokksleysingja að bjóða sig fram $ i þings í Danmörku og yfirleitt í ílestum þeim löndum, sem ráð hafa nokkrum verulegum sijór”málaþroska. Hér á Islandi mættu þetta aftur í móti heita miki! tíðindi. Margir íslenzkir kjósendur eru svo barnalegir að halda, að það beri vott um sjálfstæði manna að telja sig u-an flokka, að þeir séu þá “óbundnari” o. s. frv. Hafa lajigsummennirnir velflestir gengið á þetta lagið, kallað sig við framboð utan flokka, og síðan stofnað “utanflokka”-banda!ag, til þess að halda áfram að “spekúlera” í þessum hugsunarhætti. Vegna þess sama barnalega hugsunarhátlar getur það átt sér stað, að stjórn situr á Island: skipuð svo ólíkum efniviðum um stuðninc:, að hún getur enga stefnu haft í neinu máli, af því að þeir, sem að henni standa, fylla ger- ólíka stjórnmálaflokka. Þ^ð liggur næst að segja, að stjórnin sé í heild sinni “utanflökka”, c: sé stefnu- og á hugamálalaus, þótt svo sé ekki um hvern ein- stakan úr henni. Mundi hún af því vera sjálf- stæðari og óbundnari? Þvert á móti. Hún verður að taka tillit í allar áttir. Hún er svo margbundin á báða skó, að hún getur engu afkastað nema daglegum störfum. I öilurr stórmálum er hver höndin up pá móti annari. Það er líkast því að hver þriggja ráðherra sæti hver á sínum hesti, sem væru tjóðraðir saman og héldi tjóðurbandið meðan haldið væri kyrru fyrir, en slitnaði óðarar og fara ætti eitthvað úr stað, því þiá spertust hestarn- ir við að hlaupa hver í sfna áttina. Þetta er afleiðingin af trúnni á flokksleys- ingjana. Heimskt er heima alið barn og er holt að skygnast um á aðra bæi og sjá að þar eru menn löngu vaxnir upp úr þessum barna- sjúkdómum. Þess verður ekki langt að bíða, að við vöx- um upp úr þeim líka-” ---_—1 " ■■ ' 1 ~ ^ Landbúnaðarauðlegð i Canada. Blaðið “Financial America” flutti nýlega j ritgerð um vaxandi landbúnaðarauðlegð Can- ada, og telur þá auðlegð samanlagða að hafa verið við Iok ársins 1919 $737914 miljónir. Bændaframleiðslan á síðastliðnu hausti varð nálega 2000 miljóna dala virði, eða svo sem svarar/allri þjóðskuld ríkisins. Landbúnað- arframleiðslan hefir farið stöðugt vaxandi á hverju ári, þrátt fyrir þátttöku ríkisins í stríð- inu mfkla, frá 1914 til 1918, svo sem hér ,segir: 1915 1919 Uppsk. af ökrum .. ..$825,371,000 $1452,437,000 Lifandi peningur .. .. 73,958,000 180,569,000 XJll................... 3,360,000 11,000,000 Mjólkurafurðir....... 146,005,000 252,320,000 Aldin og garðávextir.. .. 35,000,00 40,000,000 Fuglar og egg......... 35,000,000 40,000 000 Alls .............$1118,694,000 $1975,841,000 Friðarsc mningarnir yið Tyrki. Þann 30. ágúst s. I. voru friðarsamningarn- ir milli Tyrkja og bandamanna undirskrifaðir, eftir mikla vafninga af Tyrkja háífu, þó þeir kæmu þeim að litlum notum. Með þessum J samningum hefir friður verið saminn við ail- ar þjóðir ófriðarins mikla, enda mál til kom- ið eftir tveggja ára tíma frá því er stríðinu lauk. Helztu atriðin í friðarsamningunuir; i við Tyrki eru sem hér fer á eftir: 1. Dardanellasundið skal opið til umferðar skipum allra þjóða á öllum tímum, hvort held- J ur það eru verzlunarskip eða herskip. 2. Skipaleiðir um sund þetta og nærliggj- andi siglingaleiðir skulu settar undir umsjór. þar til kvaddrar nefndar. 3. Allar vígstöðvar, hverrar tegundar, sem þær eru, skulu lagðar í rústir á 12 mílna breiðu svæði með fram ströndunum. Með þessu svæði telzt Gallipoliskaginn, sem jafn- framt er tekm nundan yfirráðum Tyrkja, 4. Tyfkir mega halda yfirráðum yfir Kon- stantinopel borg og svæði nokkru umhverfis hana, að meðtöldu stöðuvatni nokkru, sem •byrg.'r borgina að neyzluvatni Þó skal haft eftir'it með aðíörum Tyrkja á svæði þessu. 5. Aðrar landeignir Tyrkja í Evrópu, þar með Austur-Þrakía, eru afhentar Grikkjum til eignar og umráða. 6. Tyrkir viðurkenan sjálfsforræði Arabíu og Armeníu. 7. Sýrland og Mesopotamia eru og viður- kend sjálfstæð ríki, þó með tilsjón þar til settra nefnda. 8. Palestína er sett undir stjórn þar til settr- ar nefndar, sem skal framkvæma það ákvæði Breta að gera þar þjcðlegt heimili fyrir Gyð- inga. 9. Leyft skal Tyrkjum að hafa alls 50 þús. manna her að meðtöldu verndarliði Tyrkja- soldáns. En ekki mega þeir hafa fleiri en 2500 lierforingja alls. 10. Öll herskip Tyrkja, að undanskildum nokkrum smáskipum til löggæzlu, skulu af- hent bandaþjóðunum. 1 1. Tyrkjum er bannað að smíða eða á annan hátt afla sér nokkurra herskipa, og her- skip þau, semxnú eru í smíðum, skulu eyði- lögð. Tyr'kir kvarta sáran yfir því áð hafa orðið að ganga að þessum samningum, er. þeim var ekki annað fært. Með þeim eru þeir úr sög- unni sem Evrópuveldi, eftir 500 ára harð- stjórn og kúgun- Munu það fá;r harma og flestir búast við bjartari og betri framtíð fyrir lönd þau, sem frá þeim hafa verið tekin. Dýrtíðiri. 1 síðasta blaði var með nokkrum orðum drepið á dýrtíðina í ýmsum löndum heimsins og sýndu skýrslur þær, er tilfærðar voru vöru- verðshækkunina mesta á Frakjdandi. Þar hefir heildsöluverð hækkað um 457 prósent að meðaitah síðan 1914. En Island var ekki talið með. Vér höfðum engar skýrslur það- an og höfum raunar ekki ennþá. En ef dæma má eftir greinarstúf, sem nýlega stóð í dag- blaðinu Vísir, og sem hvergi hefir verið mót- mælt, að því er vér vitum bezt, þá mun dýr- tíðin í höfuðstað Islands engu minni en á Frakklandi ef ekki merj. Mun ekki mjög langt frá því að ætla vöruverðshækkunina þar nema um 500 prósent, frá því sem var fyrir stríðið. Til þess að gefa löndum vorum hér yestra hugmynd um dýrtíðina í Reykjavík, birtum vér hér mánaðarreikning fátæklegs húshalds, eins og Vísir kemst að orði, og er hann tekinn þaðan: Mánaðarúttekt heimilis. (6 manns og auk þess kvenmaður til hjálpar húsmóður.) : Brauð........................... kr. 50.0C Margarine...................ca. — 30.00 Fiskur 26 daga ................. — 65.00 Kjöt, salt., 4—5 hádegisverðir og ofan á brauð ............. — 32.00 Jarðepli ....................... — 12-00 Mjólk, 1 líter á dag ........... — 27.00 Sykur .......................... — 35.00 Olíæá prímus.................... — 24.00 Haframjöl............J.......... — 12.00 Húsaleiga í Iélegri íbúð ....... —100.00 Hjálp í húsi ...........•. ..... — 60.00 Kr. 447.00 Sé viðhald á fatnaði og skóm mán- aðarl. um .................... — 53,00 þá stemmir það með................ kr. 500.00 á mánuði, — en þetta er fyrir sumarmánuð og kol ekki reiknuð og engin fatakaup, en marga mánuði verður ekki lifað eftir þess- ari snúru, því á heimili hverju þarf að endur- nýja svo margt; þar koma fyrir fatakaup eldiviðarka.up, skókaup og svo annað, sem fólk getur ekki án verið, svo sem ýmislegt til hreinlætis o. s. frv. 500 krónur á mánuði þykja nú sæmileg laun fjölda heimilisfeðra, en í hverju á að spara af ofangreindum vörum — og hver ræður við heilsuleysi, læknishjálp o.g meðalareikninga? Hvernig komast þeir af, sem hafa 300—400 kr á mánuði ?” Þessi úttektarreikningur segir sína sögu og er hann þó ófullkom- inn. Þar er hvorki talið kaffi eða te, og vita þó bæði guð og menr að kaffilausir geta íslendingar alls ekki verið. Mætti því óhætt bætó einum 30 krónum á reikninginr fyrir þá vöru. Og það, að hafa kjötmat aðeins á sunnudögum, er sýnist auðlesið út úr reikningnum mun neyðarúrræði. Laun manan kváðu að sönnu vera hærri en nokkru sinni áður en að meðaltlaun alþýðumanns fari fram úr 500 krónum á mánuði að jafnaði, trúum vér tæpast, og er því auðsýnilegt að vöruverðið fer langt fram úr gjaldþoli manna. Fimm hundruð krónur á mánuði til húshalds, og það án kaffis, kak- aós, tes, klæða og skæða, að ko! um ógleymdum þegar kólna fer, er í sannleika hámark dýrtíðarinn ar. Og hér í Canada finst oss sem dýrtíðin liggi sem mara á þjóðinni og þó hefir vöruverðið síðan 1914 1 aðeins hækkað um 154 prósent. Hvað um Frakkland og Gamla Frón, þar sem það héfir meir en- fimmfaldast? Vér erum sannar- lega betur í heim settir þar sem vér erum. Canada mun enn serr oftar reynast bezta landið undir sólinni, þegar á alt er litið. ----------x————— Langiífi gerfa, I póvember síðastliðnum flutti | Yves Delage fyrirlestur fyrir frakk- | neska vísindafélagið, og lýsti þai rannsóknum þá nýgerðum af gerla- j fræðingi frönskum, að nafni Gal- ippe, til þess að ákveða um líf- j seigju og langlífi gerla. Fyrirlest- ur bessi hefir vakið mikla eftirtekt ! 4 um heim allan, og útdráttur úr hon- um birtist í júlíhefti “The Scientific j Monthly”- Galippe hefir við rannsóknir sín- ar sannfærst um, að í öllum parpp- írstegundum finnist gerlamergð, er Iífga megi og örfa til starfs. Eftir að hafa rannsakað pappír, sem feerður var á átjándu öld, og fund ið í honum gerla, sem enn héldu lífi, rannsakaði hann 15. aldar pappír með sömu afleiðing. Þá fann hann einnig gerlakerfi enriþá lifandi í kínverskum “papyros”, 4 þúsund ára gömlum. Þá rannsak- aði hann plöntu þá„ sem “papyr- os” er gerður úr, og fann í legg hennar algerlega samkynja gerla- tegundir þeim, sem í voru pappír og “papyros”. Engum getum leið- ir Galippe að því, hve gerlar þessi fái lengi lifað, en hann kvaðst nú með óbrigðulli vissu hafa sannað 4 þúsund ára aldursmöguleika þeirra. ----------x---------- Gimnar á Hlíðarenda. Eitt af lárviSarskáldum okkar Vestur-íslendinga —sem um mörg ár. hefir varpaS geislum sínum á myrkfaélna^r sálir og sem til þess aS Vera nú viss um, aS jáfnvel myrkfaelnustu sálirnar skyldu ekki án yls og birtu geisla sinna, hefir jafnvel oft veriS svo lítiSlátiS aS birta sama kvaeSiS í tveimur og þremur blöSum. Og í eyra þess befir nú skálda- gySjan sungiS Gunnari á HlíSar- enda unduífagurt ljóS. ÞaS byrj- ár á lýsingu af Gúnnari; og af því hversu dásamleg hún er, leyfi eg mér aS endurprenta hana: “Hár„ þrekinn, snar og beinn — ------fránhýr, bjartur.” ÞaS er sem eg sjái hina tigulegu hetju í anda. Og svo kemur landiS, Gunnars- hólminn^ en ekki þó: “....... meS blíSri brá- og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungsá og sælublómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá ng breiSum jökulskalla, — DODD’S nýrnapillur eru bezta nýmameSaliS. Lækna og gigt, bakverk( hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eSa sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsölum, eSa frá THE DODD’S MEDICINE CO., LTD., Tbronto, Ont. því lárviSarskáldiS, sem Baldwin- son krýndi, sér þaS í hyllingum og segir: þá var (bjart um velli víSa, vit og göfgi héldu ráS; yfir svein og svannan blíSa sólin skein á hólmann fríSa.” — ÞaS er fögur mynd, sem bregS- ur fyrir augun — bjartir, víSir vellir, og sól, 'sem y*fir svein og svannan skín á hólmann fríSa ------ hversu hrtfandi er ekki útsjónin.-- Svo lætur skáldiS okkur fylgja Gunnari nokkuS á lífsleiSinni, og viS finnum: “— Hann þar meSal höfSingjanna hugSi víSa leiS aS kanna, — þarna mætti hann dýrri drós —” Þetta er vel sagt, en þaS er ekk- ert listaverk til, sem ekki má út á setja, og mér er sem eg heyri rödd vandlætinganna spyrja: "Hvar er nú þetta “iþarna"t iþví á víS og dreif voru höfSlngjarnir í landinu? — En þeir fáráSlingar, segi eg fyr- ir hönd skáldsins, vita ekki allir„ aS þaS var aSeins á Þingvöllum, sem aS Gunnar kyntist HallgerSi. Og á sá staSur nokkuS betra skil- iS en aS vera ávarpaSur út í blá- inn og kallaSur "þ a r n a” ? SíSur en svo. Næst iber ástin aS dyrum hjá Gunnari og hinni “dýru drós”, og er henni allvel lýst hjá skáldinu í þes3ari línu: “Strax hjá báSum brenriur Ijós”. Því engum getur blandast hugur um aS þaS hafi veriS ljós ástarinnar, sem brann hjá þeim báSum, Iþó þess sé nú ekki beinlínis getiS. En samt skarar þaS ékki fram úr öllum öSr- um, og margir hafa reynt á liSinni tíS, ja'fnvel nú á dögum, aS lýsa þessari einkennilegu tilfinning mannanna, sem kölluS er ást, fyr en í byrjun næstu vfsu: “Lengi bíSa ekki eirSi ’ann, einkamálin flutti þýS. Kosti og lesti hennar heyrSi ‘anir Hrúti frá, en ástin reyrSi’ ’ann.—” Lesari góSur, ef þú skyldir vera svo óheppinn, aS hafa ekki veriS snortinn af áhrifum ástarinnar, þá munt þú ékki þurfa aS ganga grufl andi í því efni lengur, þessar lín- ur skáldsins hljóta aS hafa hrifiS þig-------og þar skarar þaS jafn- vel fram úr sjálfu sér. Svo koma lýsingarnar á Hall- gerSi og erjum þeim, sem Gunnar átti í, og mundi höfundur Njálu ef- laust rísa up púr gröf sinni af blygSun, yfir því hversu klaufa- lega sér hafSi tekist, ef hann aSeins gaeti lesiS þetta síSasta kvæSi um söguhetju sína, Gunnar á HlíSarenda. Og loksins sjáum viS drenginn góSa: “Þegar búinn síSsta sinni, svásu bóli reiS hann frá; fegurSin í FljótshilíSinni fyr svo aldrei stóS í minni — aftur sneri hetjan há — -»—” AuSvitaS verS eg aS viSur- kenna aS fér finst þessi partur kvæSisins ekki aldeilis gallalaus — t. d. fyrsta línan: “Þegar búinn síSsta sinni”. Því margur mundi %aka þetta sem svo, aS Gunnar

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.