Heimskringla - 19.01.1921, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.01.1921, Blaðsíða 4
4. BLAfÖfcSííA M ö / MSIíRIH'CbA WI'NNIPEG, 19. JANÚAR, 192 f HEIMSKRINQLA IMofooð LK&%.) K«mw ftt á hTM*iaiB TUtndeifL Útffefendvr «g eig^nour: «ft V^BCQ PftfciVk Lm V®rC bUtMm cr ftSLftft áJgajiffurlna, ná battn borgrafcnr fyrirfrai*, annarc fftJM. AIUx boreaatr •endiat ráftunaikti bla^i* Ioa. Fóst- «ba banka&vlvaair stilftnt U1 Tbc Viking Fr«»a, Ltd OUNML. TR. K/HSSOSN m iHfl&BRe^KE snsif, P. (X Bov 3171 WINNIPEG, MANITOBA, 19. JANÚAR 1621. BændaþingiÖ í Brandon. Bændaþinginu í Brandon er nú lokið, og liggur eftir þáð mikið starf og merkilegt, þó hins vegar geti verið skiftir dómar um að- gerðir þess. * Það merkilegasta, sem þiíigið gerði, má að sjálfsögðu kalla löggilding bændaflokksins sem stjórnmálaflokks. Voru menn einhuga um, að tími væri kominn til þess, að bændur kæmu fram á stjórnmálasvið fylkisins sem sérstakur stjórnmálaflokkur, og var nefnd skipuð til þess að semja stefnuskrá flokksins og koma föstu skipulagi á stjórn hans. En það einkennilega við þessa sarúþykt var, að núverandi flokkur óháðra bænda á fyjkis þinginu, sem telur 1 7 eða 18 manns, var ekk viðurkendur sem reglulegur bændaflokkur. cg stefnuskrá hans stungið undir stól, því samþykt þingsins mælir svo fyrir, að engin hliðsjón skuli tekin til þeirrar stefnuskrár, er stefnuskrá hins reglulega bændaflokks sé samin. Eins kom það bert fram í ræðunum að stjórnarnefndin skyldi fara að engu óðs- lega við myndun flokksins, og hafa hinn póli- tíska áttavita sífelt fyrir augum, svo ekki yrði farið út í neinar villur vegar. Vér getum ekki annað en dáðst að þessari varfærni bændaþingsins, þó oss hins vegar geti ekki dulist, að mörgum muni hún koma kynlega fyrir sjónir. Það hefði verið langt- um fyrirhafnarminna að viðurkenna bænda- flokkinn, sem þegar er kosinn á fylkisþingið, og gleypa við stefnuskrá hans. Með þeim hætti hefði sparast strit og heilábrot, og það sem mun þykja hvað mest um vert, starf andi þingflokkur undir merkjum þegar í stað. En þingið sá fótum sínum forráð, og vill löfa þessum óháðu bændaþingmönnum að reyna sig, áður en þeim sé veitt hin “reglulega bændaflokks kápa”. Reynist þeir illa, ber hin nreglulegi bændaflökkur engan veg né vanda af þeim, reynist þeir aftur á móti Vel, Verður þeim greið gatan til föðurhúsanna. Gert er ráð fyrir að það taki alt árið, að semja stefnuskrá bændaflokksins. Fyrst er ætlast til að hinar ýmsu deildir hinna samein uðu bændafél. víðsvegar um Manitoba sendi aðaldeildinni skoðanir sínar og áht á stjórn málum. Verður það að gerast fyrir lok marzmánaðar n.k. Þar næst á stjórnar- 'v nefndin að gera uppkast til stefnuskrár, og leggja það fyrir hinar ýmsu deildir, sem svo eiga að fjalla um það og samþykkja með breytingum eða óbreytt, eftir því sem gengur og gerist. Þetta verður að hafa verið um garð gengið í nóvember n.k. Þar næst seml ur svo stjórnarnefndin hina eiginlegu stefnu- skrá, b>gða á vilja meirihluta hinna ýmsu deilda, því svo er mælt fyrir að stjórnar- nefndin verði að taka til greina þær breyt- ingar á uppkasti sínu, sem meirihluti deild- anna er fylgjandi. Þegar svo þetta alt er um garð gengið og stefnuskráin er samin. verður komið framundir næsta bændaþing. sem haldið verður í Winnipeg í janúar 1922. Verður þá stefnuskráin lögð fyrir þingið í allri sinni dýrð og samþykt þar, fái hún náð fyrir áugum þingheims. Þá fyrst getur bændaflckkurinn riðið út af örkinni sem reglulegur og formlegur stjórnmálaflokkur. Þó má víkja frá þesisu, ef í nauðirnar rek- ur, þ. e. a. s. fari fylkiskosningar fram á þessu ári. Þá má semja bráðabirgða-stefnu- skrá og útnefnH þingmannsefni. en vonandi þarf ekki að taka til þeirra örþrifaráða. En þessi varfærni bændáþingsins náði ekki til sambands-stjórnmálanna. Þar var ekk- ert hik á ferðum. Hon. Thos. A. Cr^rar var viðstöðulaust viðurkendur sem Ieiðtogi hins sameinaða bændaflokks, eða sem nú nefnist !im þjóðlegi framsóknarflokkur”, og hét þingið honum fulltingi sínu og blessun. Ýms önnur velferðar- og áhugamál bænda- stéttarinnar komu til umræðu á þinginu, og skal hér drepið á hin helztu þeirra. Skorað var á sambandsstjórnina að breyta grundvaíiariögum 'fy.kjasambandsins svo, að fyikin gætu lögleitt hjá sér beina löggjöf, ef þeirn sýndist. Einnig var skorað á sambands- stjórnina, að innleiða óbrotnari og ódýrari aðferð til að innheimta tekjuskattinn, en nú ætti sér stað. Þingið lýsti variþóknun sinni á því tiltæki forstjóra C. N. R. járnbrautarkerfisins, Mr. Hanna, að banna starfsmönnum þess að taka þátt í stjórnmálum. Var samþykt að senda áskorun til stjórnarformanns sambandsstjórn- arinnar og járnbrautamálaráðgjafans, um að sjá svo til að bann þetta yrði upphafið. Bankamál komu til umræðu á þinginu Vi'ldi þingið að hagfdldari bankaviðskiftum yrði komið á fyrir bændur, og var samþykt að biðja landbúnaðarráðið (The Canadian Council of Agriculture) að hrinda því mál áleiðis. ” Samvinna milli bændafélaga í hveitirækt- arfylkjunum, um samfélagsmarkað á hveiti, var talin æskileg, og stjórnarnefdninni falið að vinna að því markmiði. Samþykt var þingsályktunartillaga, sem ökorar á fylkisstjórnina að bera allan kostn- að af gagnfræðaskólum (High Schools) fylk- isins. Einnig var skorað á stjórnina, að breyta bifreiðaskattinum þannig, að hann yrði lagður á stærð bifreiðanna en ekki verð, vegna þess að stærri bifreiðarnar skemdu meira vegi en þær minni. Ennfremur vildi þingið að rýmkað yrði um skotfærasölu handa bændum." Núverandi fyrirkomulag væri illhafandi, þar sem bændur yrðu að fá stjórnarleyfi til þess að mega hafa fugla- byssur. Margt og mikið fleira kom til umræðu á bændaþinginu. Áhugamál bændastéttarinn- ar voru rædd af gætni og þekkingu, og voru sáralitlar deilur í þeim efnum. Bændurnir voru allir sammála um það, hvað bændunum væri fyrir beztu, og þeir vissu manna bezt, hvar skórinn krepti að bændastéttinni. HðTmulegt ástand. Utan úr heimi berast neyðaróp nauð- staddra þjóða. Kínverjar eru að deyja úr hungri. For- éldrar selja dætur sínar mansali fyrir fáein cent, til þess að forða bæði sér og þeim frá hungurdauða. Uppskerubreztur í landinu veldur þessu hörmungar-ástandi. Kristni, menn víða um lönd eru nú a ðtaka samskot til hjálpar hinu nauðsjadda fó'Iki. En ekk- ert heyrist um það að Kínverjar í framandi löndum séu að safna fé sín á meðal til þess að hálpa hinni nauðstöddu þjóð sinni. Þó eru þeir margir hverjir stórríkir menn orðnir. og því nær undanteknmgarlaust vel færir um að leggja ríflega af mörkum, ef þeir aðeins kærðu sig um. En þeim virðist standa á sama um hvað heimaþjóðin líður. Þeir hugsa aðeins um sjálfa sig. “Hvíta fólkið getur hjálpað, það hefir nóga peninga,” sagði Kín- verji við oss nýlega er vér áttum tal við hann um þetta. “Eg vesalings heiðinn Kínverji á enga peninga”. Vér vissum að maðurinn laug, hann er vel efnum búinn. Armeníumenn eru að deyja úr hungri. Um 200,000 þeirra eru bjargarlausir, og hungur- dauði virðist óumflýjanlegur. Armenía hef- ir verið og er vandræðaland. Tyrkir undir- okuðu það árum saman og reyndu að murka Tífið úr þjóðinm. En nú, þegar ánauðaroki Tyrkja léttir, dynur yfir þessa vesælu,þjóð oöld, óstjórn og hungur. Armenía átti sam- kvæmt fyrirmælum friðarsamninganna að vera. skjólstæðingur stórveldanná. En er tyrkneskir uppreisnarmenn brutust inn í land- ið, komu stórveldin Armeníu ekki til hjálpar, heldur Bolshevikastjórnin á Rússlandi. Friður var gerður við tyrkneska uppreisnarforingj- ann og fór hann úr landi með her sinn. Var nú Bolshevikastjórn sett til valda í Armeníu, er reyndi sem bezt að semja sig að siðum og háttum Rússastjórnar. Manndráp, rán og gripdeildir spentu hrömmum sínum yfir Iand- ið, og svo kom hungrið í lið með þeim. Bandaþjóðirnar höfðu áður séð Armeníu vel farborða með Iífsnauðsynjar, þó herstyrk væru þær ófúsar að veita. En er þjóðin kaus að hallast að Bolshevikastefnunni, þvoðu bandamenn hendur sínar af henni, og kváðu henm ekki við hjálpandi. Og hung- urvofan nístir köldum klónum að hjartarot- um hinnar ógæfusömu þjóðar. Mið-Evrópa líður hungursnauð. Sérstak- Iega kvað ástandið vera hörmulegt í Austur- ríki. Hið volduga ríki, sem eitt sinn var, er nú í rústum og gjaldþrota. Öaldarflokkar fara um landið með ránum og manndrápum, stjórnin í Vínarborg er magnþrota og situr auðum höndum o gbíður dauða síns. Helj- artök vonleysis og örvæntingar hafa gripið þjóðina, svo hún megnar hvorki að hræra legg né lið sér til bjargar. Vínarborg, sem fyrir stríðið var talin fegursta og glaðværasta borg Norðurálfunnar, er nú Iíkari kirkju- garði. Grafþögn og myrkur hvílir yfir öllu. Jafnvel kveinstafir barnanna, sem hrynja niður áf hungri, heyrast varla, örvinlanin hef- ir Iamað raddfærin. Montenegro, land hinria fornfrægu Svart- fellinga, er kúgað og undirokað af hinum fornu sariiherjum sínum, Serbum. Með báli og brandi æða þeir yfir landið, og fremja állskonar óhæfuverk á landslýðnum, mest konum, börnum og gamalmennum, því vopn- færir menn eru állir í hernum, sem, þó fá- mennur sé, verst af fádæma hreysti hinum fjölmenna Serbaher. Hungur og drepsóttir eru í bandalagi með Serbum, og ta'ka engu minni tolla af hinni þjökuðu þjóð en þeir. En Svartfellingar kvarta ekki; þeir eru hetj- ur og deyja sem hetjur. Og á írlandi. Hungur þjakar þar ekki mönnum, og ekki heldur drepsóttir; en allar þær hörmungar, sem borgarastyrjöld hefir í för með sér, hefir Irland í fullum mæli. Ástandið í heiminum er því alt annað en glæsilegt, og horfurnar fara versnandi ep e'kki batnandi. Lcstrafýsn| og þjóðerni i. “Bhndur er bóklaus maður,” segir mál- tækið forna, og er mikið satt í því. Lestur blaða og bóka hefir ósegjanlega mikil áhrif á hvern ernstakling, og þá að sjálfsögðu líka á hverja þjóð, sem einstaklingarnir mynda. Með lestrinum drekkur fólk í sig þær skoð- anir, sem blöð og bækur flytja, og hugsanir þess skapast að miklu leyti á sama hátt. Bók- hneigð þjóð stendur í andlegum framförum langt á undan þeirri þjóðinni, sem lítið les, og er því venjulega í hávegum höfð í bók-1 mentaheimmum. íslendingar voru bókhneigð þjóð. Fyrir einum eða tveimur mannsöldrum lásu sveita- menn á Fróni fornsögurnar vetur eftir vetur. Margir greindir og minnugir menn kunnu þær nálega utanað. Menn töluðu um fornkapp- ana íslenz'ku og norrænu í heimáhúsum og samkvæmum, og þótti það hið skemtilegasta samtal að rökræðá um þá. Það var skoð- uð hin mesta hneysa að vera staddur í sam- kvæim og geta ekki með sýnilegri þekkingu tekið þátt í umtali um persónurnar í Njálu, Grettissögu og Laxdælu,' og Noregskonunga- sögunum átti að vera hægt að gera hin sömu skil, jafr.vel Fornaldarsögur Norðurlanda þóttu fyllilega þess virði, að vera umræðu- efni, og kappar þeirra voru í afhaldi miklu hjá íslenzkri alþýðu. Veturinn á Islandi var nokkuriskonar svefn- og hvíldartími. Löng kvöld, stuttir vinnu- tímar og atvinniíleysi knúði anda mannsins til að hafast eitthvað að. Bókalestur var flestum hugþékkastur. Þjóðin var því sí- lesandi, síhugsandi, síkveðandi, síyrkjandi, sísyngjandi og sírökræðandi, það sem lesið var. Þegar búið var að lesa alt, sem hægt var að ná í og rökræða það ítarlega, var far- ið að kveðast á, og svona gekk það koll af kolli vetur eftir vetur. Þetta þroskaði þjóðina^og hélt anda henn- ar sívakandi. Eldhúsrómanar þektust þá naumast. Fels- enborgarsögurnar voru því riær eina undan- tekningin. Svona var það, en svona er það ekki leng- ur. Aldarhátturinn er breyttur, og það ekki til batnaðar. Nú er það útlenda skáldsagnaruslið, sem mest er lesið. Fræðirit og fornsögurnar skipa nú orðið hinn óæðri bekkinn. Islenzka þjóð- in er bókhneigð sem fyr, en hún hefir breytt um lesmál. Þó mun mega segja, að enn séu flestir af Frónverjum að meira eða minna Ieyti heima í Islendingasögunum, minsta kosti þeim helztu þeirra, enda mættu það kallast fimin meiri, ef þeim væri alveg útrýmt orðið af lesborðinu. II. En hvernig er afstaða vor Vestur-Islend- inga gagnvárt forsögunum og öðrum íslenzk- um bókmentum? Eidra fólkið er ennþá þyrst í íslenzk fræði- rit, íslenzk ljóð og fornsögurnar gömlu og góðu, og það hefir einnig fullmikinn veik- leika fyrir rómanamsli, sem þýtt hefir verið á íslenzka tungu, en verið getur að það með fram stafi af löngun til að lesa alt, sem það getur náð í á íslenzkri tungu, því margt af eldra fólki voru hefir ekki náð þeim tökum á enskunni, að það geti lesið sér hana til nota. Verður því alt, sem íslenzkt er, því kærkomið þó það sé ekki upp á marga fiska að bók- mentalegu gildi. En eldra fólkið á aftur mikla sök á því, að hin yngri kynslóð vor er svo að segja úti á þékju í öllum íslenzkum fræðum og bók- mentum. bó hún bæði lesi og skilji íslenzku, sem því miður fer nú einnig að ganga skrýkkjótt. Eldra fólkið hefir gert altof lítið að því að kenna uppvaxandi lýð að meta ís- lenzkar fornbókmentír, kenna hon- um að lesa sögurnar sér til gagns og ánægju. Jafnvel vestur-íslenzk- ir mentamenn, því svo mun mega kalla þ enna skólagengna lýð vorn hafa fæstir lesið íslendingasögurn- ar, og Noregskonungasögurnar og Fornaldarsögur Norðurlanda eru flestum þeirra óþektar, jafnvel að nafninu til. En þó er allur þorri hinnar yngri kynslóðar bókhneigður; það ligg- ur í íslendingseðlinu. Mikill meiri- hluti les skáldsögur, en þær eru sjaldnast af betra tæinu. Góður skáldskapur á hvaða máli sem er, hefir gildi frá listarinnar sjónar- miði, og er ekkert að lestri hans að finna. Góðar skáldsögur og fögur Ijóð geta bæði verið heil- næm og hrífandi. En það er ekki þesskonar skáldskapur, sem hin yngri kynslóð vor les. Það eru eldhqsrómanarnir svonefndu, sem fólkið drekkur í sig, og spennandi ástasögur hrífa kveriþjóðina og glæpamálasögur piltana og eldra .fólkið. Fjöldinn allur af þessu sögurusli er bæði óheilnæmur og skaðlegur, því hann flytur óheil- brigðar lífsskoðanir og glæðir þrá- faldlega dýrseðlið í manninum. En þessar sögur eru oft skemtileg- ar aflestrar, þurfa engin heilabro! og> vinna því altaf í samkepninni við góð skáldverk. Heimsfrægir skáldsagnahöfund- ar, t. d. eins og Tolstoy, Zola, Dickens og Björnstjerne Björnson, eru lítið lesnir í samanburði við Bertha M. Clay, Mrs. Southwordi, Nick Carter og aðra “reifara”- höfunda. Ljóð og leikrit stór- skáldanna lesa fáir og fræðibækur þaðan af síður. Það er sorglegt að þurfa að játa þetta, en það er sannleikur. íslenzk ljóðs'káld eru | hinrii yngri kynslóð vorri alls ó- kunnug, íslenzkir fræðimenn og rit þeirra eru hulin ösku; það eina, sem loðir í heilabúi þessa fólks, eru stöku tækifærisvísur, sem komið hafa í vesturJísílenzlku blöð- unum, eða lærðar af öðrum, og svo stöku sálmavers, sem kirkju- skyldan hefir þröngvað þeim til að læra. Vér vildum helzt að allir Vestur- íslendingar, ungir og gamiir, legðu alúð við lestur íslenzkra fom- sagna, Ijóðabóka og fræðirita, og þar næst við bókmentir annara þjóða, en í öllum tilfellum að forð- ast sem mest lestur eldhúsróman- anna. Þeir verða aldrei að neinu liði hér í heiminum, en o’ft til ills og bölvunar. Foreldrar ættu því að aftra börnum sínum frá að lesa slíkar bækur og ganga sjálf á und- an með góðu eftirdaémi. Því svo læra börnin málið, að það sé fyrir þeim haft. III. En oss segir svo hugur um að ilt sé úr að bæta svo komnu. Ald arhátturinn er breyttur orðinn, qg íslenzkt þjóðerni virðist dauða- dæmt hér í álfu að mannsaldri liðnum. Að fræða hina uppvax- andi kynslóð upp á íslenzka vísu virðist ekki lengur tiltökumál. For- eldrarnir eru því andvíg í flestum tilfellum. Um íslenzk fræði, forn- sögur og ljóð kærir sig enginn framar. Fræðafýsnin er týnd og tröllum gefin, líkt og Jónas segir: “Að fræða. Hver mun hirða hér um fræði? Heimskinginn gerir sig að vana- þræl. Gleymd eru lýðnum landsins fornu 'kvæði. Leirburðarstagl og holtriþokuvæl fylla nú breiða bygð-með aumlegt þvaður, bragðdaufa rímu þýlur vesæll maður.” Jafnvel rímurnar eru ekki leng- ur kveðnar, og bráðum verður hljótt um alt íslenzkt, hvort heldur er í bundnu eða óbundnu máli. Þannig eru horfurnar. Treystir nokkur sér að reisa rönd við þeim? Vér eigum fræga tungu og fræg- ....Dodd’* nýmapilcr era bezta nJrnamrihDB. Lrokrvt og g%t, bdkverk, bjHtabðBa, topp«v og ösanw v«3cjocH, mma *m£m há nýranon. — Dodd’* Kídæy PiBí koata 50c aakjan eZm 6 öokjur fyr- ir $2.50, o* fáat bjá ölkm *an e®» frá Tb* Dodd’s Uadicáu Co. LttL, Torontot Ont______....___ ar fornbókmentir, svo Grikkir einir komast í samjöfnuð við oss hvað það snertir. Er ekki vert að hug- leiða það, áður en dauðadómur ís- lenzkunnar er staðfestur? Vér höfum ekkert á móti því, þó hin uppvaxandi kynslóð læri ensku vel og rækilega. Það er sjálfsagt. Vér viljum að allir Vestur-íslendingar séu og verði góðir borgarar hér í Vesturheimi. En þetta hvort- tveggja þarf ekki að hamla þeim frá að kunna íslenzku og íslenzk fræði. Látum ekki sannast, sem kveðið er af einum Winnipeg-Is- lendingi fyrir skömmu: 4 “Þurkum af oss alla Frónsku, erfðagulli í sorpið fleygjum. Drekkum í oss Engla flónsku, útum sleikjum, guðlaun segjum.” Fleygjum ekki frá oss Islend- ingskápunni til þess að troða hana undir fótum. Hengjum hana held- ur upp á vegginn sem dýrgrip og förum í hana, þegar vér höfum mest við. Verum góðir þegnar þessa Iands í daglegri umgengni vorri við náungann, í heimahúsum — Isílendingar. En eini vegurinn til þess að geta þetta er sá, að leggja alúð við ís- lenzkuna. lesa hana vel og ræki- lega og kynna sér sem bezt forn- sögurnar. I þeim finnur maður mestan krrift, sem gerir manni það fært að standa og falla sem Islendingur, og vera stoltur af því að bera það nafn. Það er van- þekking ungdómsins á frægð for- feðranna og feðratungunnar, sem gerir hann skeytingarlausan um viðhald þjóðernisins. Úr þessu má bæta, ef foreldramir leggja rækt við börnin sín, sem sönnum Islendingum ber. Höfum það hugfast og breytum eftir því. Til þeirra scm það varðar. Svar hafði eg á reiðum höndum móti upptuggu Lögbergs í hinni síðari kviðu þess af |dví, sem blað á íslandi heima, blað sem engan hlut átti að þessum málum, nefnir nýlega “Vitleysuna um Vígslóða”. Svari mínu héfi eg þó stungið und- ir stcl í bráðina, án þess samt aS biðja beininga fyrir það af blöð- unum.o'kkar hér vestra. Ástæð- an e/ að þeim kvað vera lokað fyrir öðrum, sem orð vildu leggja í þann belg. Þfeir sem því réðu, bjuggust að líkindrim við, að hag- ur sinn myndi lítið hækka við lengri deilur, en orðnar eru. Þeir og eg, erum þar á einu má'li. Hitt er mér þó mest í mun, að firra þá sem flestum vandræðum, sem af mér kunna að standa, sem enn eru svo drenglyndir, að vilja unna, jafnvel vígslóða, varnarorðs. Þar að auki er eg ánægður ýfir mín- um hlut rif þessu máli, eins og hann er enn orðinn. Svo þakka eg Heimskringlu fyrir það s'kjól, sem hún skaut yfir min nmálstað, og vona að óhlutdrægir menn virði það heldur við hana. Lögbergi þakka eg liðveizlu sína Iíka, slík sem hún var. Sjálfur taldi eg Víg- slóða ekkért merkisrit. En eitt vann hann þó yfir vonir mínar

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.