Heimskringla - 29.06.1921, Síða 4

Heimskringla - 29.06.1921, Síða 4
'4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JÚNI 1921 HEIMSKRINQLA (St»fna& 1NS6) Krotur út á hverjum miSvlkodeyl. Í Uve.íV»<I «r oií elfcendar: THE VÍKING PRESS, LTD. 729 SHERBltOOKK ST., WIJiSIPEG, MAIS. T.NÍml: N-4I537 VerS blaSxlnn vrr M.IW írs.ncnrlna b«rs- lst lyrlr (rnm. Allar borwani* aendlat rfiHmnnnní IjlnlVnlnn. RáðsmaSur: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON lltaninkrlft tili hlnHabuil THE VIIvI Jf'-t PHES8, 1.»*., B»I 3171, WtnnlprK: Mnn. Utanftnkrlít til ritHtjtrralkH EDITMl HEIMSKRISULA, B»i 3171 Wlnilprc, Hu. The "Tlelmekrlnsla” is prlnted and pub* lishe by the Viktng Preas, Ltmited. at 729 Sherbrooke Street, Wlnnipeg. Mant- toba. Telephone: N-S637. WINNIPEG, MANITOBA, 29. JÚN11921 Breytingar breska stjórnskipulagsins. (Grein með ofanskráðri fynrsögn er skrif- uð af Sir John F. Fraser og er hér j>ý<W úr bandarísku blaði). Er ekki að leiða til stjórnarbyltingar á Bretlandi ? Þessi spurning hefir að minsta kosti verið lögð fyrir mig einu sinni á dag síðan eg kom til Bandaríkjanna. Og vanalega hafa menn spurt hikandi og í hálfum hljóðum, eins og það væri eitthvað ógurlegt við þessa spurn- ingu, eitthvað sem ekki mætti nefna upphátt. “Eg get varla varist að brosa að þessu. Sannleikurinn er sá, að það hefir altaf verið stjórnarbylting á Englandi, ávalt síðan að Magna-Charta var undirskrifuð að Runny- mede. Wat Taylor og Jack Cade voru fyrir- boði þeirra manna er síðan hafa komið fram og mest hafa unnið að viðreisn og breytingu þjóðfélagsins á Englandi. Fyrir heilli öld síðan olli það uppþoti á meðal íbúanna í Middlesex, er neðri deild þingsins ætlaði að bægja John Wilkins, frjálslyndum manni, frá að vera á þingi. Er það dálítið ólíkt að verið en hér í New York ríkinu, er þingið í Albany kaus að útiloka frjálslyndan mann frá þing- störfum um árið, og lét atkvæði fólksins skera úr því, og fólkið var með þinginu í þessu, greiddi alt atkvæði á móti frjálslynda manninum. Frá dögum Miltons og alt fram til þessa tíma má segja að á Bretlandi hafi verið ó- slitin bylting; það hefir einn maðurinn öðr- um meiri komið fram og sett sig upp á móti fyrirkomulagi þjóðfélagsins. Undirstöðu- átriði byltinga virðast ávalt hafa verið í blónia sínum á Englandi. Þau hafa einnig verið blys endurbótanna í öðrum löndum og bandaríska byltingin var bara viðsjárvert stig af byltingar-anda þeim er landlægur er á Bretlandi. Svo þegar eg er spurður að því hvort að það muni verða bylting á Englandi, get eg ekki öðruvísi svarað því en þannig: “Að það hafi altaf verið bylting þar.” Það má aðeins segja það um þær byltingar, að þær hafa ekki verið fólgnar í því, að steypa sér og öllu kollhnís. Byltingamar hafa oltið eins og hjól sem byrjað er að setja á hreyfingu hægt og gætilega; hjólið hefir oft stöðvast, eða jafnvel runnið dálítið til baka aftur vegna málamiðlunar-andans, án þess þó að fara alla leiðina aftur til baka. En með tím- anum hefir hjólið komist alla leið í hring. Af- leiðingin er sú, að aíþýðan getur nú haft tögl og hagldir á stjórninni í Bretlandi, og átt og á við betra og frjálsara þjóðskipulag að búa en nokkur þjóð í heimi, eftir því sem brezka þjóðin sjálf ltur á. Og þessi einkenni hafa komið æði greinilega í Ijós hjá ensku þjóðinni. — Hvenær sem einhver óánægja rís upp á milli einhverra flokka eða stétta.á milli iðnaðarrekenda og verkamanna, er ávalt sú hugmynd ríkjandi, að jafna sakir með sátt og samningi beggja málsaðila; þar eru hvorutveggju reiðubúnir að slaka til og sýna sanngirni. I því efni er andinn í Banda- ríkjunum miklu fremur sá, að beita bolmagni þar til annar hvor aðili bíður algerðan ósig- ur. Það skiftir e'kki miklu hvað stjórnir eru kallaðar. Konungsstjórn og lýðstjórn geta átt ýmislegt sameiginlegt þó nöfnin séu ólík. Eins getur íhaldsstjórn verið miklu nær lýð- stjórn, en sú stjórn er frjálslynda nafnið ber. Nöfnin ein eru aldrei einhlýt. Jafnvel sjálft frelsið er því aðeins allra meina bót að menn , kunni með það að fara. Það er með það sem hvern annan hlut, að það “veldur hver á heldur”. Og að því er Bretland snertir og brezku þjóðina, held eg að hún skilji þetta allvel. Hún virðist sjá, að aitaf þurfi ein- hverja stjórn. þ. e. fáa góða menn að fara með völdin svo að segja ótakmarkað. Hún virðist þess ávalt fulltrúa, að hún geti fund- ið þá menn sín á meðal, á einum tíma sem öðrum, undir því stjórnarskipulagi sem hún á við að búa. Hún trúir ekki á að hún detti niður á stjórnskipulag, sem sé frekar eftir hennar höfði, þó það sé kallað öðru nafni. Eg var nýlega staddur á stjórnmálafundi í Chicago. Ræðumaður þess fundar taldi þar upp ýmislegt, sem hann sagði bráðnauðsyh- legt að lögleiða. Hann mintist á verkamanna- löggjöf, á þjóðeigna tryggingarfélag sern borgaði þeim mönnum laun. sem vinnulaus- ir væru, þjóðeigna tryggingafélag í sjúkdóms tilfellum svo fólk gæti notið læknis ef á þyrfti að halda frítt,, skrifstofu sem rekin væri á kostnað landsstjórnarinnar, sem leitaði upplýsinga um hvar vinnu væri að fá og hvar vinnuekla væri, og borgaði fargjöld manna fram og aftur sem taka vildu vinnu langt í burtu; sömuleiðis ætti stjórnin að sjá um að hlutföll væru fundin ábyggileg fyrir því, að kaup og verðlag stæðist á, óvilhallar nefndir í bæjum sem áónægjuefni verkveit- enda og og vinnuþyggjenda væru borin und- ir til úrskurðar; ellistyrk svo að hver maður, eftir að hann hefir náð vissum aldri, fái styrk frá landstjórninni. “Hann fer býsna langt þessi,” sagði náun£i einn er við hlið mína sat og hnipti í mig um leið. “O-jæja” varð mér að orði, “það hefir hvert einasta atriði af þessu er upp var talið, verið gert að lög- um á Bretlandi — já, og sum þeirra hafa meira að segja margra ára reynslu.” Ástæðan fyrir því að England komst yfir vinnuleysis tímabilið í fyrra án þess að líða við það eins og búist var við, var það, að þar hafði um $100,000,000 verið lagðir í tryggingarsjóð, sem slá átti varnagla við vinnuleysinu. Sjödalir á viku eru ef til vill ekki mikið, en til þess manns og konu, sem af gildum ástæðum er vinnulaus, og þar af leiðandi inntektarlaus, er það samt noíkkur hjálp og óneitanlega betra en ekkert. 1 neðri deild þingsins á Englandi eru nú sem stendur 60—70 þingmenn úr verka- manna flokknum. Ekki segjum vér að þeir séu allir æstir í vedcamálaskoðunum sínum, en þeir hafa allir verið í hópi verxamanna, unnið að einhverri iðn, hlotið traust og fylgi stéttarbræðra sinna, orðið talsmenn þeirra hugsjóna og loks verið sendir á löggjafar- þingið. Fyrir kemur að hávaðasamir menn komast á þing úr þessum flokki. En af minni 25 ára reynzlu og náinni kynningu af því sem gerst hefir í Westminster, get eg allvel dæmt um það, að þingmenn verkamanna standa ékki að baki þingmönnum annara stétta frá hvaða hlið sem skoðað er. Þátttaka þeirra í umræðunum hefir verið dýrmæt, því þeir hafa haft reynzluna fyrir sér, hafa þess utan verið vel lesnir menn og skilið hagspursmál- in; skoðanir þeirra hafa því haft þunga þýð- ingu á þinginu. En vegna þess að þeir hafa þama Líka mætt mönnum, sem aðrar grund- va'llar-skoðanir fyrir þjóðskipulagi, hafa haft en þeir, hafa þeir kynst ýmsu, sem þeirra málefni var ekki áður neitt samgróið, en sem samt þurfti að taka til nokkurra greina. Margir þessara verkamanna-þingfulltrúa hafa orðið ráðherrar eða hlotið aðrar á- byrgðarmiklar stöður, svo sem ríkisritara- embætti; af reynslu þeirra þar hefir afleið- ingin oft orðið sú, að þeir hafa um leið og þeir hafa kynst ábyrgðinni af þv að stjórna, orðið varfærnari í skoðunum sínum, og ekki legið á liði sínu með að halda í við það, sem þeim hefir þótt nauðsynlegt, að halda í við; hafa með öðrum orðum séð nauðsyn íhalds- ins þegar þangað var komið, betur en þeir sáu það áður og að óreyndu á þeim sviðum. Samt sem áður er ómögulegt að neita hinu, l að ekki séu til menn í verkamannaflokknum, ! sem ekki eru ánægðir með hinn hægfara gang ; málanna á þinginu og sem vilja sjá verkföll og byltingar flýta fyrir því, að hagur verka- manna breytist og batni, en vegur stóreigna-1 eða iðnaðaAóngana rýrist. Á Bretlandi er jöfnuður í iðnaðarlegum skilningi (Collective bargeining) viðtekin regla. En erfiðleikarn- ir fyrir atvinnurekendum og stjórninni, þeg- ! ar hún lætur sig málin ^kifta, sem er nærri altaf, er sú, að veAamannafélögin bafa : óbeinlínis skifts í tvo flokka í öndverðu þar, þó að sú flokkaskifting sé ekki nærri eins aðgreinanleg og t Ameríku á meðal verka- manna á síðari árum. Iðnaðarfélagsskapirn- ir sem vanalega fara fram á meira en réttir | og sléttir verkaimenn, eru nálega ávalt nær ] því að ná samningum við atvinnurekendur en Ihinir; þannig er það hér vestan hafs að i minsta kosti. En það kemur til af því, að j þeir eru færri og þörfin meiri fyrir þá. Á j Englandi eru verkam. sem iðnir kunna fleiri og þeim fylgja aðrir verkamenn betur en hér. Verkamannamáiunum á Englandi hefir því yfirleitt skilað betur áfram en hér. Spurs- máiið milli verkamanna þar er ékki eins mik- ið fólgið í því að berjast sín á milli um það, hvað séu réttmæt laun hinna æfðari verka- manna og hinna. Sú gjá hefir það verið brú- uð. Og þar sem að hinir ákafari eru ávalt fleiri í almenna verkamannahópnum, eru þeir færri á Englandi en hér. Verður af þessu s'kiljanlegt hvernig á því stendur að þófið milli vinnurekenda eða stjórna og verka- manna, er þar oftast sótt fastara og með nokkrum árangri fyrir verkamenn, en ekki með gerbyitingu eins og víða annarsstaðar. Verkamannamálin eru þar komin af því stig- inu og yfir á hitt, að verða sótt á lögmætan hátt. Stjórnunum og verkamönnum er það Ijóst, að aðal-atriðið sé það að bæta hag verkamanna, að mikil breyting þarf að verða á fyrirkomulaginu sem á sér stað á milli verkveitenda og vefkamanna, að séimvinna á milli þeirra þarf að byggjast á réttmætari grundveLIi en hún stendur nú á. En aldagöml- um venjum er erfitt að breyta. Orlausn þess- ara mála virðast helzt vera fólgin í því hjá hugsandi alþýðu, að veita hverjum verka- manni, eða framleiðanda jafnan hlut af á- góða fyrirtaékisins, eða að fyrirtækið sé rek- ið undir sameignar fyrirkomulagi. Annara þjóða menn sem vel voru kunnug- ir ástandinu á Englandi fyrir stríðið, geta ekki gert sér rétta grein fyrir hugsunarhaetti fólks þar nú. Jafnvel enska þjóðin sjálf er ek'ki með öllu vör við breytinguna. Auðvitað rík- yfirdrotnunar. Þar er einnig talsvert af rót- tækum uppreisnar anda. En það er ekki and- ir þar altmikið af gömlum anda, ófrelsis og inn sem alment er þar ríkjandi. Það hefir sýnt sig í svo ótal mörgu. Ungu mennirnir sem í stríðið fóru hafa betur eftir en áður farið að gefa því gaum, sem fram fer í þjóð félaginu. Að tala við þá 414 miljón manna um það, að stríðið hafi verið háð í þarfir almenns mannfrelsis, er ekki til neins Þeir finna of vel til óréttiætisins sem enn ríkir til þess að trúa því. Að þeir þurftu að ganga út í þann eld, vekur nú aðeins þá einu hugsjón hjá þeim, að eitthvað stórkostlega öfugt og ranglátt hafi átt sér stað. Og það ranglæti, snýst nú hugur þeirra sjálfra að, hvernig verði bætt fyrir í framtíðinni. Öðrum treysta þeir ekki betur en sér, að ráða fram úr því. Það hefir vakið þá til að hugsa að sínum hluta um það hvernig velferð þjóðfélagsins sé borgið í framiíðinni. Eg hefj tekið eftir því, að þeir sem hér í Bandaríkjunum láta sig það helzt skifta, að reisa og hefja þjóðina, eru menn sem efna- lega eru vel stæðir, eru bjartsýnir og lífsglað- ir eins og ekkert ami að þeim, og eru und- antekningarlaust miðaldra menn og þar yfir. Á Englandi eru það ungu mennirnir á aldrin- um frá 25—30 ára, sem fyrir slíku gangast. Eg er ekki að tala hér um þá af yngri mönn- um, sem blása að kolum verkfallsins, sem nú stendur yfir, heldur ungu mennina yfir- leitt, hvaða stétt eða stöðu sem þeir tilheyra. Mér finst ekkert auðseerra en það og auð- veldara að sanna, en að þær verulegu um- bætur sem (vonast er eftir að bráðlega verði gerðar á Bretlandi, verði hinum ungu sonum þess að þakka. Það virðist sem þeir öllum öðrum fremur Iíti alvarlegum augum á ástand ið, og að það séu engir ákveðnari en þeir í því að breyta til og bæta ástandið bæði í því er að iðnaði lýtur og þjóðfé'aginu yfir- leitt —Meira— Stóru orðin Það eru flestir á eitt sáttir um það að Það eru flestir á eitt sáttir með það að enginn sannleikur er svo sterkur, að hægt sé að sannfæra þá sem ekki þekkja hann með tilheyra peð þau og menn, alt upp til riddara og biskupa, sem ein- hver stjórn eða drotnari hefir tugg ið upp einhvern gamlan bræðing í dúsu handa og stungið upp í þá og gefið þeim svo að sjúga og er ! dúsan svo sogin í gríð, en ef þeir eru hræddir um að sitthvað orsaki missir hennar, þá öskra þeir og veina og berjast um og baða út öilum öngum, því þeir eru svo ó- sköp hræddir um að þeir missi af bræðingnum sínum, en hann er orð inn þeim aðal-l'ífsskilyrði. Þe„sa menn ætti sem bezt að sýna al- menningi í sinni afmáttlegu mynd því þeir og þeirra skoðanir, ef þær hafa annars nokkurntíma nokkrar verið, eru orðnar annaðhvort dauð ar múmíur eða rotnir líkamir með ógeðslegum ólyfjunar sárum sem út úr vellur og hættulegt er að smitti út frá sér, nema varkámi og þrifnaður sé viðhafður. Þriðji flokkurin ner ekki eins fjölmennur og hinir tveir; samt teljast til hans þó nokkrir. Ein- kenni þeirra er, að þeir eru mjög úftblásnir; þeim finst þeir vera svo undurverðir og aðdáanlega stórir. Þeir hrópa “sjá! Eg segi þetta og hitt. “Þér eigið að gera það sem eg segi og þið þurfið ekki að grenslast eftir neinu frek- ara þar um, því vér erum sann- leikurinn og vér skiljum fyrir ykk- ar hönd.” Þessum mönnum finst þeir oft vera staddir í hásölum skýjanna og það an vilja þeir tala til þess flokks sem þeir álíta sjálfa sig sjálfkjörna stjórnendur yfir. Þeir renna sér gandreið fram og aftur um tím- ans aldir, þeir tilla niður tánum hjá Adam og Evu í aldingarðinum Edin, í Eisleben á Þýzkalandi og hjá nýja þinghúsinu í Wpeg og al- staðar sjá þeir ofsjónir. Þeim finst eitthvað það vera að ryðja sér til rúms sem hreint megi ekki eiga sér stað og máske skyggi á sína ! dýrð. Þeir byrja með fangið fult ] af stórum og háfleygum orðum og heilmiklu moði af gömlum úrelt- um, margupptugnum hefðum og hreyta þessu svo holt og bolt úr sér þar til alt er upptæmt og koma svo niður með dunum og dynkjum í megnu ómegin, svo þeir vita eig- inlega ekki hvað s'keð hefir og geta ekki áttað sig á um hvað þetta hefir nú reyndar alt verið eða hvers vegna þeir þurftu nú að gera allan þennan gauragang. Botninn er fallinn úr öllu og ekk- ert eftir að sjá, uppþemban er öll spmngin og eydd. Tveir þessir síðustu flokkar blandast einatt saman, og geta sumir tilheyrt þeim báðum. Það er leiðinlegt að Islendingar skuJi ékki geta verið iausir við þetta, en því er ver að 9vo er ekki; það sýna bezít stóryrðin og fúkyrðin sem kom'.ð hafa fram hjá vissum mönnum nú upp á síðkastið, í rit- hætti þeirra. Þó mennirnir fyndu að þeir væru að berjast fyrir röngu mál- efni, þá héldum vér að þeir mundu sitja svo á skálk sín- um að láta ékki slfkt frá sér fara, því að kalla einn heimskan og segja að hann fari með lygar og leggja honum orð í munn eða halda að hann hafi sagt þetta og * ' . , iidiud do iiaiin iian sagi peua og storyrðum einum, enda er það vopn sjaldan | hjtt sem honum hefir a,drei { hug notað af þeim sem mæla máli sannleikans. Þeim sem hafa ilt mál að verja, verður það helzt á, að hnoða saman gífuryrðum, stór- yrðum og illyrðum til þess að þeim megi auðn ast ef unt er að yfirskyggja sjálft málefnið. Deila maetti þessari aðferð niður í nokkra liði. Fyrst koma veslingarnir, sem svo reið- ast yfir sig, ef þeim og öðrum er sagt frá einhverju sem gerst hefir, en þeir ekki vilja láta neitt hrófla við, að þeir verða algerlega staurblindir, hrífa pennann í hönd og moka saman öllum þeim brígslyrðum og stóryrðum sem tungan á til og heili þeirra getur fram- leitt, án þess að leitast nokkursstaðar við að ræða málefnið. Þetta er aumkunarvert ástand og er bezt að láta þessa menn sem mest afskiftalausa, því það hryggilegasta við það er, að þeir eru oft gæfir og nýtir menn að öllu öðru leyti, og með aðgætni lagast þetta smátt og smátt. Aftur er annar flokkur sem er veðsettur einhverjum. eða hefir þá venð keyptur til að dansa eftir vissum nótum. Þessum flokki komið, verður aldrei annað en gangslaus hefndarorð fyrir þann sem slíkt mælir eða ritar og hittir hann verst sjálfan.. Vonandi er að þetta Iagist bráð- lega og moldviðrinu létti því mein- in hljóta senn út tæmd að vera. Málefni kvenna. Þann 1 5. og 1 6. júní s. 1. héldu ritarar kvenfélagsskaparins, sem stofnaSur hefir veriÖ í sambandi vi8 bændafélagsskapinn í Mani- toba, fund hér í Winnipeg. Efni þessa fundar var aS skýra frá hag og störfum kvenfélagsskapanna og ræSa ýms nauSsynjamál hans í framtíSinni, og var þaS svo langt “prógram” sem í því efni var lagt fyrir fundinn, aS þaS verSur ekki aS sinni alt ibirt hér. En aS minna ....Dodd’s nýrnapillur eru bezta nýmameSaliS. Lækna og gigt, bakverk, hjartahilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eSa 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl. um eSa frá The Dodd’s Medicine Co. Ltd., Toronto^ Ont.......... á þenann fund, vildum vér samt og draga athygli fslenzku kven- þjóSarinnar aS þessu starfi kven- þjóSarinnar í samlbandi viS bændafélagsskapinn í fylkinu.. ÞaS starf er aS verSa svo víS- tækt, aS baS á óefaS eftir aS leysa- af hendi margt og mikiS í þarfir þjóSfélagsins. Og illa skoSum vér þaS fariS, hvaS íslenzka kven*- þjóSin lætur sig þann félagsskap- litlu skifta enn. AS því er vér vit- um bezt, er aSeins ein deild stofn- uS í samibandi viS hann á meSal íslenzkra kvenna, deildin á GimlL Fyrir hönd þeirrar deildar mætti á þessum áminsta fundi, ritarí hannar Mrs. Jónína Christie frá Gimli. KveSur hún þessa íslenzku deild vel vakandi, og spáir því, aS þ eim eigi eftir aS fjölga meSal Islendinga. Væri betur aS þaS sæist í verki og fleiri tækju hönd- um saman v:S þessar áhugasömu ! konur á Gimlj. ÞaS er og hefir ] lengi veriS skoSun þess er þetta i ritar, aS því meiri þátt sem kven- ! þjóSin tekur í almennum málum, því betur verSi velferS þjóSar- ) innar borgiS. ÞaS hefir einhvern- | veginn komist inn í meSvitund' j vora, aS kvenþjóSin hafi í fórum ‘sínum "tromfiS”, sem meS þurfti, til þess aS bæta þaS sem rotiS er I og fráleitt í þjóSfélaginu, og aS I þaS sé hún sem sé færari um aS leiSa þaS sem fagurt er og til full- ! komnunar horfir, fram á sjónar- sviSiS en sjálfir karlmennirnir, | meS allri virSingu auSvitaS fyrir ] því skársta úr þeiml Á þetta mál 1 verSur ef til vill minst frekar í. þessu blaSi viS hentugleika. _____ ,y*7’ Konur í Quebec, hafa stofnaS félag meS sér, sem vinnur aS því aS koma vitinu fyrir /kvenfólk í klæSaburSi; hafa strax 10,000 konur gengiS í þann félagsskap og strengja þess heit aS láta okki, tízkuna draga sig út í hverja vit- leysu sem sé, í klæSaburSi. Þa& hafa veriS samin lög í þessum fé- lagsskap sem ákveSa hvenær klæSnaSurinn gangi oflangt, eftir tízkunni, og eru sektir lagSar viS, ef þær reglur eru brotnar. Slíkir félagsskapir hafa VíSa veriS stofn aSir, og er vel aS þeim sé sint;; Tilgangurinn á bak viS þá er aS ala upp tildurlausar og sannar konur, en ekki hugsunarlausar prjáldrósir. 1 Alberta-þinginu voru lög samþykt, sem lúta aS því aS heim ila kvenfólki aS hafa sæti í kviS- dómi, en þó meS því skilyrSi, aS ekki væri um höfuSglæpi (morS) eSa svæsin siSferSis lögbrot aS ræSa. Kvenréttindakonan Mrs. McKinney andæfSi löggjöf þess- ari og kvaSst ekki sjá aS konur gætu ekki, án þess aS hneykslast, setiS í kviSdómi hvernig sem á stæSi eins og aS hlýSa á þau mál fyrir dómstólunum af áheyrenda- pöllunum. Lög voru samþykt í fylkisþing- inu í Ontario, sem lúta aS því, aS 1 anna aS kvenfólk vinni á næt- jrnar, eins og oft á sér staS á mat sölukrám og annarsstaSar, nema sérstökum skilyrSum sé fram_ fylgt og hjá því verSi ekki kom-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.