Heimskringla - 04.01.1922, Síða 4

Heimskringla - 04.01.1922, Síða 4
HEIMSKRINGLA. WINNIPtEG, 4. JiANÚAR, 1922.. 4 B A B = I Ð A, HEIMSKRINQLA (Stofnnð 1SS«) Kennr öt ft hverjnm mllTlkmlefl. Cteefendur ok eisrendar: THE VIKING PRESS, LTD. SM OK SftS SARGENT AVE„ WIJiNIPECJ, Talafmi: N-«Mt7 Ver* blaSalna er *3.t*« ftr*an|tarinn borg- ist fyrlr frara. Allar borcanir sendiat rftSsmannl MntWitna. RáðsmaSur: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON Vtnnfiakrlft tll binbalnai THE VIKINV* PRES9, Ltd., Bel 3171, Wlnnlpear, Man. L'tanflskrlft tll rltntjdrana EDITOR HEIMSKRINGLA, Bnx 3171 Wlnnlpec, Man. The "HeimskrinKla" ia printed ftnd p«b- iishe by the Viking Press, Llmlteð. at 853 og 855 Sargent Ave., Winnipeg, Mani- toba. Telephone: N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 4. JANÚAR 1922 Aramót. t>á er nú árið er vér nefndum 1921 runn- ið framihjá og inn í djúp tilverunnar sem vér köllum hið liðna. Tímabil með nýju nafni — nafninu 1922 er upp runnið og er það ósk allra að það megi í skauti sínu fela far- saelt og heiílaríkt ástand yfir heim a'ilan. Með þakklæti megum vér minnast liðins árs, því að mörgu leyti hefir það verið happaríkt og miðað í áttina að lagfæra svo margt er aflaga og á glapstigu gengið hafði í þjóðmenningarfyrirkomúlaginu. Viður- kenning meðbræðraréttarins og jafngildi ná- ungans, jafnframt vöknuðum mannkærleika hugsjónum, hefir náð hærra takmarki á þessu nýliðna ári en ef til vill nokkru smm fyr. Ágirnd, sérplægni og drotnunarfísn standa skjálfandi fyrir geislum mannúðar og mann- kærleika er burtrekur skuggann svo þeirra rétta mynd verði sýnileg. Hatur og hefndar- hvatir hafa smámsaman eyðst undan vakn- andi innri meðvitund um hvað farsælast og happadrýgst sé fyrir þjóðina og þjóðirnar í heild sinni. Að vísu er margt af þessu enn stutt á veg komið en áreiðanlega hefir það rrakið færst í áttina á síðastliðnu ári og fyrir það megum vér þakka og óska að hið ný- byrjaða ár megi gefa enn ha'gstæðari og betri byr því til fullkomnunar og hreyfing sú sem alment er vöknuð til umbóta og sannra menta megi sigrandi læsast yfir jörð alla. Vér Islendingar í þessari álfu höfum ekki mörg sérmál á dagsskrá vorri, en því miður getum vér ekki sýnt að vér höfum tekið þá hluttekningu í þeim á síðasta ári sem hæfi- íeg er og ætti að vera, í samræmi við hið rétta íslenzka eðli. En vákning sú er rutt sér hefir braut á meðal stórþjóðanna á ár- inu ætti að vera fullnægjandi bending fyrir okkar fámenna flokk að láta nýja árið kenna okkur að fella niður misklíðir og opna sjón- ir þeirra sem andlega blindir eru orðnir af að stara á löngu fúnar og úreltar siðvenjur og kenningar, er halda því fram að þær einu séu réttar og þessvegna hljóti alt annað rangt að vera. Frá alda öðli hefir það verið ein fegursta draumsjón allra mannvina þeirra er að ein- hverju leyti hafa reynt að bæta kjör manna og vekja ef hægt væri þá sem dofnir og sof- andi standa við eiktamörk sjálfsálits og sér- gæða, svo þeir gætu séð mannkynið í heild sem bræður og systur, en því miður hefir þetta sjaldnast tekist. Eitt hefir þetta þó á- orkað og það er að orð þeirra hafa berg- málað í hjörtum fleiri og fleiri öld fram af öld og haldið lifandi meðvitundinni um hið fagra göfuga og sanna í mannseðlnu. Á um- liðnu ári hafa risið upp fleiri og sterkari raddir til að knýja hið góða málefni áleiðis en nokkru sinni áður. Þó hinar sorglegu misfellur yrðu á að stórþjóðirnar gætu ekki á afvopnunarþinginu í Washington komið sér saman um tákmörkun neðansjávarbátanna, eins og nú virðist vera orðið ofan á, þá samt er vonandi að þetta verði aðeins í bráð og þær sjái sér seinna fært að ganga enn lengra með afnám þessara voðalegu morðtóla, en Bandaríkin og Bredand þorðu nú að fara fram á. Þá fyrst fara draumsjónimar fögru fram að koma. Um Ieið og Heimsikringla þakkar kaupend- um símrni og velunnendum fyrir hið umliðna ár, vill hún árna þeim allrar farsældar og heilla á þessu nýbyrjaða ári og hún treystir því að þeir — hver einn einasti þeirra — leggi sinn skerf, smáan eða stóran, til um- bóta og vellíðan öllum þeim er þeir mega hafa áhrif á. Heiman og heim. Frásögubrot og minningar úr fslandsferð. . Framh. Öðmvísi er nú um að Htast á Garði (Stú- dentabústaðnum við háskólann) en fyrrum. Em þaðan nú allir íslenzkir stúdentar á brott og eiga þangað að líkindum aJdrei framar afturkvæmt. Er það mi'lliríkjasamningnum að þakka frá 1918, er afþakkar þau styrk- veitingahhmnindi er íslenzkir stúdentar hafa haft við háskólann í þrjú hundmð ár. I sum- ar var einn nemandi eftir á Garði og var oss sagt að hann héldi styrknum aðeins til næsta vetrar, yrði hann þá að fara og væri íslend- ingar þar með úr sögunni. Var eigi laust við að fögnuður væri í rómnum hjá hinum dönsku stúdentum er sögðu oss frá þessu. Fanst þeim sem Islendingar hefði setið þar að réttinckilm er Dönum einum hefði borið, og væri gott að þeim órétti væri nú hrundið. En eigi var þess gætt að hér Var um fjár- hagsskifti að ræða til mentamála beggja þjóðanna, er (fullgíltu sem lög og stöfuðu frá sjálfu einveldistímabilinu, meðan öll mál lágu undir konung beggja ríkjanna. Þessi styrk- ur var því það arfalóð er Islandi bar, af eign- um hins eldra siðar, Kaþólskunnar, eftir að Siðabótinni er komið á í báðum löndunum, og kirkjufé og klaustraeignir em lagðar und- ir krúnuna. Gat því námsstyrkur þessi eigi í neinum s'kilningi is'koðast sem ölmusa, þótt Danir hafi svo viljað heita Iáta á síðari tím- um. En því miður hafa íslendingar sjál’fir með mörgu styrkt þá skoðun Dana, og farið : þeim orðum um háskólastyrkinn, að sæmdar sinnar vegna gætu þeir eigi þegið hann, og gætu þeir þá fyrst sýnt sjálfstæði sitt er þeir afþökkuðu hann með öllu. Undir þetta mun hafa verið róið af erindsrekum Dana í Rvík við samninginn 1918. Var haft eftir sumum íslenzku fulltrúunum að þeim samningi, að þeir væri ekki að hugsa um fánýt fjárhags- ítök, nú.er gerður væri upp reikningar milli þjóðanna, heldur um sjálfstæði og fullveldi íslenzku þjóðarinnar! Ótal raddir heyrðust þá og 'líka um það, “að Garðsstyrkurinn mætti fara.” Fanst sumtxm með því að styrkt- ur væri háskóli íslands, stúdentum væri hald- ið 'kyrrum í landinu! Og auðvitað er þeim haldið kyrrum í Iandinu. Þeim gefst ekki kostur á því nema fæstuta, að fara til út- lendra mentastofnana og fullnuma sig í þeim fræðigreinum er þeir hafa lagt stund á. Efna- hag mentalýðsins ís'Icnzka er eigi svo farið, og hefir aldrei venð ,svo farið, og til þess mætti þeir muna er brotist hafa áfram menta- bfautina. Að háskóla íslands sé nokkurt gagn unnið með því að gáfaðir og framígjarnir en efnalausir ungir menn geti eigi lengur farið til Háskólans danska og kynt sér lifnaðar- háttu og menningu hinna Scandinavisku þjóða verður með engu móti séð. Þótt nú svo fhe'fði verið að tilskipanirnar fornu er stofnuðu Garðsstyrkinn hefðu að engu verið hafðar, þegar fjárskifti voru gjörð milli þjóðanna, sem iþó engan veginn var rétt, hefði vel mátt hliðsjón hafa af öðru og stærra verðmæti er ísland átti inni við Hafn- arháskóla, en það er hið volduga og dýr- mæta handritasafn Árna Magnússonar. Að öllum líkindum verður það ævarandi eign háskólans, og ef meta ætti til fjár, myndi það eigi svara háum vöxtum, þótt hinn forni námsstyrkur hefði verið látinn haldast. Hin foma kvörtun að Hafnarspillingin verði íslenzkum mentamönnum að fjörlesti, og frá því sjónarmiði hafi það því verið gott verk og þarft að vama því að þeir gætu sótt háskólann, verður og hefir sannast að segja áltaf verið fáránleg og nú eigi sízt þegar sjálfstæðið er orðið svo mikið. Fremur hefir sú kvörtun virzt vera sákar áburður á Is- lendinga sjálfa, en afsökun fyrir því, ef ein- hverjir hafa lent þar í glötun. Sú þjóð er sorg lega komin, og menningu hennar, er eigi má senda sonú sína að heiman frá sér, svo þeim sé eigi glötunin vís, fyrir ístöðuleysi og vönt- un á sjálfstjórn. Hún á eigi stóra framtíð. En svo hefir íslenzku þjóðinni eigi verið far- ið, og hefir kvörtun þessi aldrei annað verið en aumlegt víl og þröngsýni er við lítið hefir j haft að styðjast. Allir mestu mentamenn þjóðarinnar, skáld hennar og leiðtogar á þjóðmálasviðinu hafa verið Hafnarslúdent- ar. Undirstaða hinnar íslenzku menningar og þekkingar hefir verið Háskólinn í Khöfn á hinum síðari öldum. Því er nú Iíka svo komið að ýmsir eru j farnir að finna til þess að þessi ráðbreytni í mentamálunum hefir verið tíl mikils óhagn- aðar. Einkum eru það hinir yngri menta- menn sem það eru farir að sjá hvað skýrast. Áttum vér tal við nokkra um það og voru þeir allir á einu máli, að neraa því aðeins að ungum námsmönnum gæfist kostur á að sækja útlendar mentastofnanir, að námi loknu í Rvík, hlyti mentun og þekking að fara aftur í landinu við það sem nú værí. Sárast fundu þó þeir fá íslenzku stúdentar er nú eru í Khöfn til þess, hversu erfitt það er að geta stundað þar nám, með þeim efnurn sem þeir hafa. Voru sumir hverjir annars hugar um framtíð sína og gerðu helzt ráð j fyrir að þeir mættu hætta námi alveg. Eng- '■ in veit hvað átt hefir fyrr en mist hefir, og er ; eigi ólíklegt að svo muni fara að Garður þyki góð vist, er fram í sækir. Þá er og að líta á þetta mál frá hlið Dana. Þótt þeir hafi öfundast y’fir þessum hlunnindum er íslendingum hafa verið veití og hafi nú fengið þau afnumin er vanséð að j hagnaður þeirra hafi vaxið jafnmikið og þeir i hugsa við það. Sé það meira en málið tómt, ! að þeir óski þess að sambandið fái haédist scm styrkast við íslendinga er ervitt að sjá með hvaða móti það hefði fremur mátt vera en að þeim hefði gefist kostur framvegis, sem á liðnum tímum að sækja háskóla þeirra j og njóta þar þeirrar mentunar og menningar sem fáanleg er. Eigi Norðurlönd að dragast nær hvert öðru og myndast með þeim slerk- ara samband en verið hefir, verður það að gerast meðal mentamannanna fyrst. Annars verður það aldrei. Benda má á að það er einmitt þesskonar hugmynd sem felzt í stofn- un Cecil Rhodes námsstyrksins Brezku þjóð- arinnar. Sú hugsun virðist hafa vakað fyrir Cecil Rhodes að ef útrýmt yrði misskilningi og ríg úr huga mentamannanna á hinum ýmsu stöðum, myndi ríkiseiningunni minni hætta búin. En þetta er að verða út úr dúr í frásög- unni og mun því bezt að snúa við, áður en lengra er farið, og er þá að því að hverfa, er áður var frá horfið. Sem vikið hefir verið að áður, var kon- ungur hans og fylgilið alt lagt af stað til ís- lands áður en ferðahópur vor kom til Khafn- ar. Voru það að vísu vonbrygði mikil að I hitta hvorki konung né drotningu heima, en hitt var þó öllu lakara að skip öll voru farin, og vanséð um hvort mögulegt yrði að kom- ; ast áleiðis fyrr en um miðjan júlí. Eftir ferðaáætlunum að dæma var aðeins um tvö skip að ræða er fara áttu í byrjun mánaðar- ins. En óséð var enn hvort með þeim fengist far. Lá því fyrst fyrir að komast eftir því. Óbeinlínis olli oss þetta þó engrar áhyggju, því í huganum höfðum vér talið víst að hvernig sem aít færi gæti eigi brugðist að hægt yrði að komast með einhverju skipa íslenzka Eimskipafélagsinc. Með því fyrsta sem eg gerði því eftir að til Hafnar kom var að leita uppi skrifstofur Eimskipafél. Isl. og komast eftir hvort hægt væri að ná fari með skipum þeirra heim. j Eftir mikla erviðismuni hafði eg upp á staðn- um. Eru skrifstofur þess niðri í einum l'ak- ari parti borgarinnar, á svonefndri Strand- götu út frá Kristjánshöfn. Ægjr þar öllu ! saman, hesthúsum, júðabúðum, verksmiðj- ! um, fiskisölu og fleiru þessháttar. Sá hluti borgarinnar er afgamall og húsin að hruni komin og næsta óásjáleg. Er eg var að spyrj- ast fyrir til vegar þangað hé!t eg að verið væri að leiða mig í gönur. Strandgatan liggur eftir hólma sem er sunnan við hina svonefndu Innrihöfn. Herskipastöðvar Dana taka j'fir mestan h'uta hólma þessa. Að sunnan standa gamaldagshús meðfram götunni, en þegar Dpeftir henni dregur er girt upp við göt- una með hárri borðagirðing og eru hér og hvar hlið á. Eru þau kölluð port. Þegar inn um þau er gengið, standa húsahróf upp með þessari girðingu. Innum eitt þetta port varð að ganga til þess að komast á skrifstofu Eimskipafélagsins. Einn lítill enamleraður skjöldur er bar nafn félagsins var negldur á girðinguna við portið lítið stærri en algeng nafnplata. Er inn úr portinu var komið var gengið til hægri eftir óþrifalegum ranghala er lá þar nn í húsið og aftur til hægri Var beygt upp tröppur og var þá komið mn á skrifstofuna. Einn Islendingur vinnur á skrif- stofunni Jón Guðbrandsson er áður var í New York. Yfirmaðurinn er danskur og skilur ekki orð í íslenzku, svo er með þá þrjá þjóna er þar vinna líka. — Ekki get eg sagt hvað félagið greiðir þarna í skrifstofuleigu, en ein- hvernveginn fajist mér eg ekki verða upp með mér af þessum bústað stærsta íslenzka verzlunarfyrirtækisins er enn hefir stofnað verið. — Alt erfiði mitt að hafa upp á skrif- stofunum varð til ónýtis. Lagarfoss lá að vísu við bryggju, en mest alt farþegarúm í honum var ráðið. Mér var sagt að eg gæti fengið far fyrir tvo en alls ekki fíeiri. Eg spurði eftir áætlan með næstu siglingu, já, þær voru ekki til. Gullfoss gat komið um miðjan júlí, Goðafoss gat orðið ferðbúinn snemma í ágúst en svo var búið að gefa út prentaða áætlun með hann, svo hann mátti ékki fara frá Khöfn fyrr en 18. ágúst. Eg varð 'því að 'fara til hinna Dönsku Samein- uðu. Það voru allar upplýsingamar sem mögulegt var að fá. Við Lagar- foss hafði þá tekið Júliníus Júl- íusson kapteinn, er siglt hafði gamla Goðafossi í strand, og hra. Nielsen danski, útgerðarstjóri fé- lagsins hafði sagt að -skyldi aldrei fá skip aftur hjá félaginu. Var því og spáð við mig að eigi myndi á löngu líða þangað til honum yrði fenginn Goðafoss nýi. — Alt þetta fanst mér mjög kyTiI'egt. Við leituð um þá á náðir hins Danska samein- aða og fengu far eftir mikla snún- ;nga með Botníu er sigldi frá rihöfn 3. júlí Er hún orðin gömul en ennþá fer prýðilega vel um farþega og fengum við þar ágætis klefa með dálitlu aukaútsvari til jómfrúarinnar og hofmeistarans. Hlaupa verður yfir frásögnina um iferðina heim. Á skipinu voru fjöldamargir Islendingar, stúdent- ar, kaupmenn, prófessorar o. fl. Ellefu manns voru héðan að vest- an, þar á meðal próf. Halldór Hermannsson frá Cornell. Kona með dóttir sína, Mrs. Eiríksson frá San. Diego, Cál., Gunnl. Tr. Jóns- son og við sjö. Til Rvíkur kom- um við að kveldi þess 9 en feng- um ekki að lenda. Svo skip fái að lenda verður bæjarlæknir að gefa vottorð um að allir séu ósjúkir inn anborðs. Engin s'koðun fer þó fram farþega. KI. var orðin rúmt 1 1. um kvöldið en auðvitað albjart. Þótti 'Iæknir þetta of seint að fara ífram á skip og gekk því til náða. Varð því skipið áð leggjast fyrir utan hafnargarð og bíða til morguns. Framh. ....Dodd’s nýmapillur eru beztá nýmame'Sali'ð. Lækna og gigt, bakverk^ hjartabilun. þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eÖa 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöL um eÖa frá The Dodd’s Medicine Co. Ltd., Toronto Ont............. Þorvaidur Thoroddsen. NiÖurl. IV. Það er ekki unt hér, aÖ gefa fullkomið yfirlit yifir vísindalegan árangur af rannsóknarstarfi Thor- oddsens. Á nokkur atriði má þó eigi að síður benda. Að því er snerti landabréfið ís- lenzka, gerði ‘hann engar breyt- ingar á gamla uppdrættinum eftir Björn Gunnlaugsson yfir þá .hluta landsins, sem bygðir voru; eigi að siíður réði hann bót á margri óná- kvæmni, er þar átti sér staS. En landaibréfiS af óbygSum landsins umskapaSi hann alt og endur- baetti. ÁriS 1889 rannsakaSi hann fyrstur rnanna tvo stóra vatnaklasa, sem kallast Fiskivötn og VeiSivö.tn og fjallahryggi í gr.end viS þau. Allan efrihluta og upptök bæði Skaftár og Hverfisfljóts, ásamt fjöllunum milli Tungnár og Skaftár og fjöll- unum og hrafntinnuhraununum viS Torfajökul, rannsakaSi hann og gerSi uppdrátt af árin 1 889— 1893. SumariS 1893 rannsakaSi hann fyrstur manna eldgígana miklu, sem E’ldgjá kallast, og eru 4/2 dönsk míla á lengd; er þaS stærsta eldgjá í heimi, og hefir af hennar völdum átt sér staS eitt- hvert stærsta eldgos, sem sögur fara af. ÁriS 1884 voru öræfin milli Jökulsár á Fjöllum og Skjálf- andafljóts mæld, og gerbreytti sú maeling uppdrætti þeim, er áSur var til af því svæSi; fundust þar fjöll og ®tór vötn, sem enginn vissi áSur aS þar væru. ÁriS 1888 fann hann eldfjalhS mikla, Strýt, uppi í miSju landi. Alls gerSi hann um 1200 h'æSarmælingar á ferSum sínum. Snjólínuna mældi hann nákvaemlega á fjöllunum á íslandi; einnig breytingar skriS- jöklanna. Og mikilvægar voru þær rannsóknir, er (hann gerSi viS víkjandi myndun stöSuvatnanna, dalanna og fjarSanna á lslandi. Eins mikilvægar og þessar landfræSisrannsóknir voru, eru hinar þó df til vill ennþá mikils-' verSari, er Ihann gerSi í sambandi viS jarSfræSina. — ÁriS 1867 hafSi sænskur vísindamaSur, aS nafni C. W. Paijkull, gefiS út jarSfræSisuppdrátt af Islandi, meS maelikvarSanum 1: 1,920,- 000, en sem var mjög ófullkom- inn, þar sem níu tíundu hlutar landsins hiöfSu ekki veriS rann- sakaSir í jarSfræSislegum skiln- ingi. JafnóSum og Thoroddsen m’ældi og rannsakaSi landiS, 1 gerSi hann jarSfræSisuppdrátt af héruSum þeirn, er 'hann fór um. Og áriS 1901 gerSi hann stióran. jarSfræSisuppdrátt af öllu land- inu meS mælikvarSanum 1: 600, 000. Á þeim uppdTætti sást f fyrsta sinni merkileg grein gerS- fyrir eldfijöllunum á lslandi. Þá mátti .og mikinn og nýjan fróSleik j sjá þar í samjbandi viS allskonar jarSefni, svo sem steina og málma.. Leifar af hinum gömilu i sögulegu skógum, sem nú voru j steinrunnir, og kallast surtarbrand j ur, voru nú rannsakaSar. Mjög gaumgæfilega rannsaikaSi hann eldfjöllin og öræfin, sem einkenna fsland einna mest, og leifar þær, er þar finnast frá ísöldinni. Þeg- ar hann byrjaSi ferSir sínar þekt- ust 30 eldfjöll í alt á Islandi. Ár- iS 1898 sýndi hann skrá yfir 130 j eldfjöll þar, og hann heldur, aS j þaS séu nokkur enr.þá r ,’>ekt. j Hann benti meSa'l annars á þaS, aS á Islan’di væru enn eldfjöll í" lögun, eins og þau voru mjög snemma á tímum úit um allan heim, þ. e. langar eldgjár eSa sprungur, en ékki aSeins gígar. Fann hann og rannsakaSi milli 70---80 sprungur eSa .eldgjár af : þessari tegund. EftiT jarSskjálft- ana miklu á SuSurlandi áriS 1896, ferSaSist Tlhoroddsen um þessi svæSi og gerSi margar mjög náikvæmar rannsóknir snertandi uppruna jarSskjálftanna þar, sem- alfar mikilsverSar eru fyrir þekk- ingu á jarSskjálftum yfirleitt. Hita hveranna rannsakaSi hann einnig mjög ná’kvæmlega; af 109' hverum, sem hann skoSaSi. höfSu 80 aldrei veriS rannsakaSir. Hin- ir miklu brennisteinshverar í Kerlingarfjöllum voru óbektir meS öllu, þar til hann k'om þang- aS áriS 1 888. — Ransóknir hans hafa vakiS nýjar ihugmyndir um myndun Islands og þróunarsögu þess í jarSfræSislegum skilningi, sem hér yrSi of 'langt aS fara út í. Þrátt fyrir þaS mikla verk, sem í þessu efni héfir veriS afkastaS, heldur enginn því eindregnara fram en Thoroddsen sjálfur, hve mikiS sé ógert. En víst er þaS samt sem áSur, aS hann hefir lagt grundvö’ll, sem síSar má byggja á. AuSvitaS munu síSar ! koma fram hugvitsmenn, sem hin ; einstöku atriSi verka hans eSa | hugmynda munu leggja sér fyrir hendur aS rannsaka, og komast munu lengra en hann var kominn. Ef til vill líta þeir smáum augum á verk Thoroddsens í þeim sér- greinum. ÞaS er e’kki aS efa, aS menn meS betri áhöld og aSra aSstöSu en hann, komist lengra í einstöku atriSum, en hann gerSi. En aS nokkrum einum vísinda- manni auSnist aS afikasta meiru og mikiIsverSara verki, undir sömu kringumstæSum og hann, þaS g,etur veriS mjög vafasamt. V. ÁriS 1898 hætti Thoroddsen rannsóknarferSum sínum. Fékk hann þá leyfi til aS ferSast um ut- an lands. ÁriS eftir 'baS 'hann um lausn frá kennarastöSunni. Var hún veitt og ákvaS Alþingi, aS hann hetfSi full laun eftir sem áS-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.