Heimskringla - 11.01.1922, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA
(Stofnuft 1SS0)
Kch
aur tit A hYcrjura ml^vikudcsl.
Útpefendur og eigettdurt
THE VlKiNG PRESS, LTD.
853 o«t 855 8ABGEJÍT AVE., WINNIPEG,
Tflialmlt N-«S37
VfrS blaSslHH er $3^0 arsrnnKurlm. barK-
Itrt fyrlr frin. AUar bareaair »e84I«t
rtSauml MaCaiBS.
RáðsmaSur:
BJÖRN PÉTURSSON
• Ritstjórar:
BJÖRN PÉTURSSON
STEFÁN EINARSSON
Vtanðskrtft tll blabslaat
THE VIKINÖ riUISS, Ltd, B»I «171,
Wlnutpetc, Haa.
Utanftskrl^t tll rltntjftraaa
EDITOR HEIM»KRIJIGL,A, Box 3171
Wlnmlpoc, Man.
The "Helmskrinrla” is prlntal anft pub-
lishe by the Vikiag Press, Lintitsð, at
853 eg 855 Sargent Ave„ Winnipeg, Mani-
taba. Telepbome: N-45R7.
WINNIPEG, MANITOBA, 11 JANOAR 1922
“Holt er heima hvað.”
Eitt af því sem mjög er alið á málum um
í Canada tim þessar mundir er það, að menn
eigi að kaupa heima-unnar eða canadiskar
.vörur.
Hagurinn sem þjóðin í heild smm er talin
hafa af því, er alment viðuikendur.
Að vísu halda einstöku menn þvi fram, að
canadiskar vörur séu lélegri en vörur ann-
arsstaðar 6g að það se að þvi leyti ekki eftir-
sóknarvert fyrir kaupanda að seilast eftir
þeim. Og það virðist heldur ekki vera ef sú
vara kostar það s£tma og betri varan. En
hvort sem svo er eða ekki og hvort sem að-
finsla þessi á rót að rekja til þess að mönn-
um finst oft bezt það sem fjarst er eða ekki,
er hitt víst, að það líta margir svo á að ein-
sta'klings fórnfærsla þurfi ávált að eiga sér
stað í þarfir heildarinnar og að fyrir þann
þjóðarhag sem það hafi í för með sér að
kaupa heimaunna vöru, sé það fyllilega þess
vert, að það sé gert og því beri að leggja
áiherzlu á það og hvetja menn til þess.
Þetta er alment skilið að eiga við allla
framleiðslu og íðnaðarvöru landsins.
En það er þó ein tegund vöru eða fram-
leiðslu, sem sjaldan eða aldrei er minst á að
þetta eigi við. *']
Það eru bókmentir þjóðarinnar.
Það er ekki verið að hvetja menn til að
sækjast eftir þeim, eða kaupa bækur
eftir canadiska höfunda fremur en bækur
annara þjóða.
Og þó er bókaútgáfa sú framleiðslu-grein,
sem einna erfiðast á uppdráttar af öl'lum
framleiðslugreinum landsins.
Skoðar þjóðin hana svo Iítils verða, að
orðtakið, að “kaupa heimaunna vöru”, geti
ekki náð til hennar?
Eru þjóðlegar bókmentir svo þýðingar-
lausar, að það sé árangurslaust og óþarfi að
Vera að hlúa að þeim?
Hvað sem hænsnarækt og silkipilsaiðn ði
!íður, er það viðurkent, að ékkert gefi þjóð-
lífinu meiri festu en bókmentir þjóðarinnar.
Ekkert kannast brezka þjóðin fúsara við en
það, að skáldin og rithöfundar hennar hafi
skapað enskst þjóðlíf. Og eitthvað mundi
íslenzk þjóð haía orðið öðruvísi en hún er,
ef hún hefði ekki hlúð að íslenzkum og
norrænum bókmentum. Það er ekki ólík-
legt að einkennin sem hún á og vér hér segj-
um að ekki megi deyja, hefðu þá ekki verið
hennar eign. Ef til vill hafði hún þá ekki
heldur haft ástæðu til að stæra sig af því
að “hún mamma og hann pabbi ættu merg-
inn sér,” eins og Þorst. Erlingsson kvið.
Sagan hefði þá orðið önnur og ekki eins al-
ger mynd af íslenzku þjóðinni og hún er.
Hver einstaklingur hefði ekki filndið sjálf-
• an sig vera þann hlekk í þjóðarkeðjunni sem
nú er raun á. Hann .aefði ekki orðið eins
þjóðlegur íslendingur.
Ekki má þetta skiljast svo, að útlendar
bókmentir séu einskisverðar. En svo góðar
og svo miklu fremri sem þær geta verið að
ýmsu leyti innlendum bókmentum eru þær
ávalt fjarri sjónarsviði þjóðarinnar af því
að þær gerast á öðrum leikvelli — meðal
annarar þjóðar. Það er með bókmentirnar
eins og með jurtagróðurinn, að það þatf vist
loftslag og vissa tegund gróðrarmoldar til
þess að þær dafni. Og það Ioftslag og sú
gróðrarmold er náttúran sem þjóðlífið nær-
ist á. ‘ Að moldu skaltu aftur verða,” má
því með fylsta rétti segja um framandi bók-
mentir eigi áíður en um líflausa mannskrokk-
ana. En þær rísa eigi að síður upp aftur, en
í annari mynd — þióðlegri mynd. Og þá
bera þær ávöxt að miklu eða litlu leyti eftir
því, sem hreinsunareldurinn — hugur skálds-
ims — orkar að brenna þ'að óþjóðlega í þeim
til ösku..
öðru vísi er því farið með bókmentir 'þær,
sem algerlega verða til heima hjá þjóðinni.
Þær eiga dýpri rætur af því að þær verða til
i jarðvegi þeim sem þjóðin þekkir og hefif
séð. En þjóðin þarf meira en að sjá og
þekkja jarðveginn. Hún þarf að kynnast
gróðrinum sem þar getur vaxið. Og hver
bendir á hann í þjóðlífsakrinum? Skáidin.
Þau ein sjá fegurstu blómin sem þar geta
sprottið. Og skáldin ein geta sýnt okkur þau.
Af þeim Iærir þjóðin að þekkja þau og af
þeim lærir hún að meta þau og 'láta sér þykja
vænt um þau. En úr því eru þau takmark
lífs hennar, takmark sem allir stefna sð. Þar
er mynduð þjóðlífsstefna, þjóðareinkenni.
Þannig skapa bókmentirnar þjóðlífið.
En þennan bókmenta þjóðlífsþroska, hefir
alt fram á síðustu tíma skort í þessu landi.
Hérlend skáld og rithöfundar hafa verið fá
til þessa. Og þjóðin hefir einnig tfl skamms
tíma verið ómóttækileg fyrir “vöruna” sem
þeir framleiða, þó einhver hefði verið.
Canada er nýbygt land. Þjóðin er á bernsku-
skeiði sínu. Hin mörgu brot eru svo ólík,
að nokkurn tíma tekur, að gera eina sam-
felda steypu úr þeim. En börnin vaxa.
Bemskuskeið þjóðanna endar einnig. Þó
Canada sé ungt Iand, eru samt byrjaðar að
mikið. Þó segja megi um ritverk þeirra að
þau séu sum ekki stórfengileg, er hinu ekki
mikið. Og þó segja megj um ritverk þeirra,
að þau séu ekki stórfengileg, er hinu ekki að
neita, að verk sumra þeirra em orðin xunn
út um allan heim. Þau hin sömu standa því
ekki mikið að baki því skárra í heimsbók-
mentunum. En auðvitað ættu þau ritverk,
að vera meira virði til vor sem hér erum en
nokkurra annara. Skáld sem hér eiga heima
og séð hafa náttúru þessa Iands og kunn eru
þjóðinni og háttum hennar og högum, ættu
betur að geta túlkað það alt fyrir oss, en
aðrir sem ekki hafa séð það. Ekkert skáld
heima á íslandi hefði getað lýst hérlendu
þjóðlífi eins og t. d. Stephan G. eða J. M.
Bjamason hafa gert. . Eins e? því farið
fneð hérlenda enska höfunda. Verkefni
þeirra er mikið. Og úr því þeir eru farnir
hér af stað, verður þess vonandi ekki lengi
að bíða, að þjóðin öM þroskist svo, að hún
geti metið það og notið þess. Þá fyrst en
ekki fyr, fær þjóðlífið hér festu og sjálf-
stæði. Þá fyrst má eiga von á því hér, sem
sameiginlegur þjóðarþroski getur heitið. Að
kaupa þá heima-unnu vöru,” sem orkar að
skapa hanin, ætti ekki síður að vera keppi-
kefh þjóðarinnar en að kaupa tvinnakefli af
því að það er framleitt í Canada.
Einhverjir kunna nú að halda, að hér sé
átt við að þjóðlífið hér eigi sem fyrst að
verða enskt og allar aðrar þjóðir eigi að
neita þjóðerni sínu sem fyrst. En það er
ekki hugmyndm. AHir sem þetta land byggja
eiga og verða að þekkja það. Þeir verða
hverrar þjóðar sem eru, að kynnast þeim
lögmalulm, sem þjoðlífið her er háð og hlýt-
ur að stefna að í framtíðinni, ef það á að
eiga þroska fyrir höndum — þjóðlegan
þroska. Canada eitt á að geta framleitt hann
en ekkert annað land og engin önnur þjóð
en Canada-þjóðin. Hver sem í sönnum skiln-
íngi túlkar hann, á hvaða tungu sem er< sem
af einhverjum hér er lesin, skapar eitthváð af
þeim þroska á sinn þátt í því að fegra og
bæta og byggja upp canadiskt þjóðlíf Auð-
vitað verður þjóðmálið hér enska. Það sem
á öðrum tungum er hér skráð verður í svip
ekki eins útbreitt og það sem á ensku er
vel þektir
ersc'll, Ho;
in skrifa g
Winnipeg.
ságnahöR. um sem mikið ber á má nefna
Arthur Sa.nger; hann er afkastamikill og
sögur han; þykja góðar , t. d. “The Prairie
Wife” og : . P. L. Packard og Basil King eru
öguhöfundar orðnir. W. E. Ing-
in Moorehouse og Douglas Durk-
Óar sögur; þeir eiga allir heima í
Þá eru RobertWatson og Robert
Al'lison Hcc i í British Columbia. W. A. Fras-
er frá Nóva Scotia er mjög viðurkent sögu-
skáld. — I?á eru sögur sem konur rita hér
ekki e'ftirbáiar góðra skáldsagna. Mrs. Neilie
McClung er vel þekt fyrir sögur sínar jafn-
frarnt fyrir afskifti sín af stjómmálum. Mr?.
Saunders kannast líka margir Islendingar við,
höfundinn að “Beautiful Joe” og rleiru.
Garce McLeod Rogers, er og ágætur skáld-
sagnahöfundur. “Joan of Halfvcay’ ’ cftir
hana er lík að fjöri og lipurð og Pollyanna,
sem rnárgir íslendingar kannast við, því
fyvri partu'- þeirrar sögu var í Lögbergi þeg-
ar Dr. Sig. Júl. Jóhannesson var ritstjóri þess.
Agnes Laut er og frábærilega góður sögu-
höfundur. . Og iþannig mætti Iengi telja. En
það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm Vér get-
um þessara aðeins til þess, að benda á nöfn
nokkurra, sem nú em að leggja skerf til
þjóðlegra bókmenta í Canada og að nöfn
þeirra em nægileg trygging fyrir því, að fólk
fær góðar sögur, sem kaupir eitthvað af því
sem eftir þá liggur. 1 skáldverkum þeirra
sumra em fyrirtaks lýsingar á hátturn og lífi
canadrskrar þjóðar og gullfallegar náttúru-
lýsingar. Þau bregða upp spegli, sem ekki
er neinn spéspegill, heldur sýnir sanna mynd
af þessu nýja, þróttmikla þjóðlífi, sem hér
er að vaxa upp. Þegar íbúar þessa lands,
Islendingar sem aðrir, fara að njóta þessara
bókmenta — þjóðar bókmentanna — al-
ment, sjá í þeim það sem hér er að gerast,
sjá í skuggsjánni sem skáldin bregða upp af
því sem fagurt er og þróttmikið við cana-
diskt þjóðlíf, það sem lífið hér hefir bg mun
og á að bjóða, þá fara þeir að þekkj^ sig
hér og finnast að þeir eigi hér heima, en
séu ekki framandi menn í framandi landi.
En það er einmitt það sem mjög hefir bmnn-
ið við til þessa. Og það em ekki “Útlend-
ingarnir” sem kallaðir em hér, sem það má
segja um, heldur einnig Englendinga sjálfa.
Ef vel hefði verið, hefði þurft að benda á
rit hér’Iendra höfunda og einkum hvað sér-
kennilegt er við þau. En að benda á sér-
kenni candiskra bókmenta, verður ekki í
hasti gert. Þeir Islendingar sem lið vildu Ijá
I í því efni, ynnu þarft verk. I þessari gerin
| gefst ekki tími eða rúm að fara út í það.
Einn Islendingur er talinn að hafa lagt
| bókmentum þessa lands lið af enskum blöð-
j um hér nýlega. Það er Vilhjálmur Stefáns-
I son norðurfari. Tilefnið er hin nýja bók hans
1 “The> Friendly Arctic.” Að vísu er sú bók
j ekki skáldverk, en hún er svo mikið og vís-
! indalegt rit og þykir auk þess svo vel skrif-
uð, að hún er af þeim talin mikið og þarft
| innlegg bókmentanna canadisku.
Þegar um framfarir og þroska einnar þjóð-
ar er að Tæða, er það margt sem til greina
kemur. Aukin fraimlleiðsla og iðnaður, ef
sala eða þörf er fyrir það eflir líkamlega eða
efnalega velferð. En andlega þroskast þjóð-
in ekki fyr en hún á sjálf bókmentir. Hlúum
| því að þeim vísir bókmenta sem hér er að
| myndast, að minsta kosti með því, að láta
í orðtakið “að kaupa heimaunna vöru” ná til
! þeirra eigi síður en annarar vöru. Þau eiga
ekki síður við þjóðarsáiina en þjóðarlíkam-
i ann orðin sem standa yfir þessari grein:
“Holt er heima hvað.”
ritað. En þættirnir geta verið sterkir í því
sem á útlendri tungu er ort og komið al- NÚtílHaSaga UF
ment að liði seinna; því þegar bókmentalíf '
hér er byrjað fyrir alvöru verður einnig leit- Reykjavík.
að í þvf sem á útlendum tungum er hér ritað
og það bezta af því þýtt. ÖIlu slíku verður j
til skila haldið og sumt af því getur meira að j
segja orðið til mikílla bóta þjóðlífinu sem í !
framtíðinni byggist hér upp. ( Höfundur skáldsögu þessarar hefir ekki
Því miður gefst ekki tækifæri hér til að •[ orðið einj kunnur og skyldi íslendingum vest-
Gunnar Gunnarsson — Sælir
eru einfaldir. Útg. Þorst. Gísla-
Reykjavík, 1921.
son
birta nöfn allra þeirra, sem skerf leggja ti!
canadiskra bókm'enta. Þó sá hópur væri ekki
stór í fyrstu, verða þeir sem hann nú fylla
ekki taldir á fingrum sér. Það munu ekki
ýkjur, að þeir, sem eitthvað leggi til
af skáldverkum, sem góð eða ágæt mega
teljast séu ekki færri en 50. Hinir eldri og
alþektu af þeim eru skáldsagnahöfundarnir
Sir Gilbert Parker, T. C. Haliburton og Ralph
Connor (Rev. *Dr. C. W. Gordon). Hefir
eitthvað verið birt á íslenzku eftir hinn fyrst
og síðastnefnda. (Eftir G. Parker í Iðunni
an Atlantshafsins. Ber margt til þess. Borg
arættarsögur hans voru mörg ár á ieiðinni
hingað. Einmitt þær sögurnar, sem megin-
þorra ísl. hér mun þykja skemtilegastar af
sögum hans, sökum mikilla náttúrulýsinga
frá íslandi og þess æskueldmóðs sem í þeim
býr. "
“Ströndin” og “Vargur í véum” komu hér
hér fyrri fram á sjónarsviðið og þóttu af al-
menningi dimlnar og daprar. Þær “fara ekki
ems ve!” og “blaðasögurnar,” sem enda næst
og R. Connor ein saga í Heitaskringlu). Af | um æfinlega í brúðkaupi söguhetjanna. En
Ijóðskáldum lön'gu viðurkendum má nefna
G. D. Roberts og BIiss Carman; eitthvað
hefir verið þýtt á íslenzku af ljóðum þeirra
og nú nýlega sitt kvæðið eftir hvorn í Lög-
bergi af Einari P. Jónssyni. Þá er Duncan
fólk er nú einu sinni svo gert, að það vill
lesa sér til ánægju, og ánægjan er vanalega
ekki fólgin í því að brjóta til mergjar sálar-
líf og athafnir hvers einstaks, eða grafa 'fyr-
Campbell Scott talinn ágætt ljóðskáld og ný- | ir rætur orsakanna sem knýja óumflýjanlega
lega sæmdur heiðri (Doctor of Letters) af fram atvikin sem heilldina mynda. Það er
háskólanuim í Toronto. Af öðrum skáld- of mikið verk -og of örðugt. Þessvegna skift-
ir minstu máli listin sú. sem ^ér
mannlífið ofan í kjölinn og lýsir
því með öllum sínum göllum og
snild, heldur er sá frásagnarandi
hæstur á baugi, sem blæis saman
nógu af kitlandi viðburðum og
innsiglar þá seinast með kossi. Á-
nægjan hjá lesaranum nær há-
marki sínu þegar “þau” ná sam-
an. Stríðið er unnið, sigurinn
fenginn. Þakklætisándvarp stígur
upp frá brjósti hans. þetta var líka
svo auðskilið — svo fyrirhafnar-
laust!-------
Sjálfsagt finna hvorki Danir né
aðrir Norðurlandabúar eins mik-
ið til með sögupersónum Gunnars
Gunnarssonar og Islendingar, sök-
um 'þess að allar eru þær bræður
og systur þeirra. Það er ekki nóg
með það að þeir þykkist við höf-
undir.n vegna ýmislegs sem hárrétt
er dregið, en miður fer og er til
ósóma á Islandi, og finst það ætti
að liggja í þagmargildi en „ekki
hrópað út um öll lönd, heldur
verður þeim ernnig í nöp við hann
fyrir það að sorgin hjá honum
verður daprarj og sárari en öðr-
um, ódrengskapurinn níðsl'egri, fá-
tæktin allslausari, hrokinn heimsk-
ari og vitfirringin ægilegri — og
alt innan -íslenzkra vébanda.
Myndir hans eru svo skýrar að
lesarinn sér þær Ijóslifandi, og
þær eru dregnar af þeirri Iist, sem
ógjarna gleymist athugulum les-
ara fyrst um sinn.
Sannast sagna er G. G. “harð-
ur” á Iesendum sínum. Hlffðar-
Iaus eins og íslenzki vorkuldinn
cða brunahitinn og brunafrostin í
Winniþeg. Hann tekur ekki tillit
til þess hvort lesaranum líði vel
eða iila/eða líki ekki hitt eða
þetta. Miskunarfaust rísa og falla
öldur íífsins í sögum hans —
bera suma á heilu skipi upp á
kambinn en soga aðra í kaf, rétt
eins og gérðist hjá okkur í gær,
og gerist í dag, og gerast mun á
morgun, án þess bón eða bræði
stoði.
Eins og aðrar sögur Gunnars,
genst saga þessi á íslandi. Svo er
hann heimelskur, að þótt hann
dvelji fjarri ættjörðinni, er hún
umgerð allra hans mynda, og í
umhverfi hennar lifa og hrærast
öll, þau jötunöfl sáilarlífsins sem
bækur hans birta.
Sögúþræðirnir vefjast um sjö
daga, þegar inflúensan illræmda
heimsækir Reykjavík fyrst og eld-
súlan rís á loft upp yfir Kötlu.
“Sælir eru einfaldir,” er miklu
“hlýrri” saga en hinar tvær sem
fyrr voru nefndar. Kuldinn, sem
andaði um “Stampkerlingarnar” á
“Ströndinni“ er horfinn og inni-
leg samúð sem vermir lesarann er
komin í staðinn, þótt sagan eigi
það sammerkt við aðrar sögur
Gunnars að vera harmsaga mann-
lífsins. Sá sem söguna segir heit-
ir Jón Oddsson, góður náungi og
skemtilegur. En aðalmaðurinn, og
sá, sem sagan hvílir á, er Grímur
Elliðagrímur læknir, skylduræk-
inn maður og bezti drengur. En
inn á Iífsbraut hans ryður sér gam
all skólabróðir frá Kaupmanna-
höfn, Páll Einarsson (eða réttara
nafni þó: “Kölski”), samvizku-
laus persónugerfingur nútíðar-
innar, sem lætur eitur drjúpa í lífs-
bikar hans með slíkri rósemi, læ-
vísi og djöfulsskap, að Grímur
verður örviti áður en kaleikur sá
er til botns tæmdur — eða um
leið.
F.inna fegurslir eru kaflarnir
um vinstúlku Jóns Oddssonar, sem
dó úr “flúnni”, en alstaðar eru
vel sagðar setningar að finna,
djúpar hugsanir og næman skiin-
ing, því svo má heita að hendi
list^rinnar sleppi aldrei af penn-
anum, þótt drættir séu ei allir jafn
feitir.
Málið á sögunni er hið ágæt-
asta í þýðingu Vilhjálms Þ. Gísla-
sonar úr dönskunni. Gefur þýð-
andinn í eftirmála útdrátt úr rit-
dómum ýmsra danskra blaða um
söguna, og sýna þeir ljósilega hví-
líka sigurför hún hefir farið um
Norðurlönd. Stendur G. G. snjall-
astur hinna yngri ridiöfunda þar
og er í fremstu röð nútíðarrithöf-
....Dodd’s nýmapillur eru bezta
nýmamcSalið. Lackna og gigt.
bahverk^ hjartabilun, þvagteppu,
og önnur veiksndi, sem stafa frá
j nýrunutn. — Dodd’s Kidney Pills
j kosta 50c askjan etSa 6 öskjur fyr-
| ir $2.50, og fást hjá öllum Iyfsöl.
um etSa frá The Dodd’s Medicire
* Co. L.td., foronto Ont.....
unda, næstur á eftir Knúti Ham-
sun.
Bókin er 456 bls., í heldur lithi
broti og í snotru bandi. Aðalum-
boðssala hér vestan hafs hjá
Hjálmari bóksalla Gíslasyni, 637
Sargent Ave., Winnipeg. Verð
$4.25.
Þ. Þ. Þ.
Misjaínir dómar.
fliufit á “FjaIlkonu”-samkomu
8. des. '2 1.
Daglega verÖum viÖ þess vör,
: bæÖi í fari sjálfra vor og annara,
^ að dómar eru feldir um menn og
I málefni, eigi æfmlega af ein-
skærri sanngimi eða heilli rétt-
Tætistiiíinningu. —
Við erum gjörn á að dæma;
dæmum °ft án þess að leggja svo
j imikiÖ á hugann, að kynna okkur
j málavöxtu ti'l hlítar; af 'því verða
dómar vorÍT oft ranglátir —
sleggjudómar.
Oft verða rangir dómiar til fyrir
misskiilninig, án þess að illar hvat-
ir ráði þar um. Vér festum þá
' ekSki auga á sannindum þeim sem
málefnin hafa í. sér fólgin. Við
skiljum ekki hlutina ávalt á sama
veg; sitt sýnist hvorum. — Af því
skapast misjafrPr dómar.
Þeir sem lesið hafa landnámu
munu minnast þeirra Hra'fna-
FJóka, Herjólfs og Þórólfs. Þeir
komu til lands í Vatnsfirði. Var
fjörðurinn fiskisæll og voru þe;r
félagar að veiðuim um sumarið.
en gættu þess ei að afla heyja
fyiir fénað þann er Flóki hafði
rneð sér frá Noregi. Afleiðingin
varð sú að skepnurnar dóu af
haTÖrétti næsta vetur. Illu heilli
ráfaði þessi fyrirhyggjulausi bóndi
upp á háfit fjall, svo hann sá fjörð
fullan af ís í norðri. Néfndi hann
fjörðinn IsafjÖTÖ, en landið Is-
lamd.
lEnginn fær sagt hversu mikið
ógagn Fióki hefir unnið fóstur-
jörð vorri með nafngjöfinni. En
kuldalegt er nafnið í mesta máta,
og sízt fiiil þess falilið að laða hugi
fjarlægra þjóða til sín.
Þegar þeir Flóki komu til Nor-
egs aftur uig voru spurðir frétta
frá Islandi, lastaði Fló'ki mjög
landið. Herjóifur sagði af því
“kostu og löstu”, en svo feitmet-
iskend var frásögn Þórólfs, að
hann kvað smjör drjúpa þar af
hverju strái. Var hann og upp
frá því kalÍaðuT Þórólfur Smjör.
Ekki finst imér ólíklegt að
gremja Flóka yfir vanhöildum
fénaðarins, ihalfi átt nokkurn þátt
í því, hversu kaldfrétta hann var
um Isiand. Sér þó hvex heilvita
maður að hann átti sjálfur sök á
því, hversu fór um fénaðinn og
búmannlega afkomu hans þar, og
bar því að kannast við fyrir-
byggjuleysi sitt framar öllu öðru
í þessu sambandi.
En það eru margir hiiðstæðir
Flóka; — teija öðru og öðrum til
ókosta afieiðingar sinnia eigin yf-
irsjóna. En slíkt ber vott um and
lega vesalmensku.
Ofsagt mun það háfa verið í
frásögn Þórólfs, að smjör drypi
af igrasinu á íslandi, bókstaflega