Heimskringla - 25.01.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.01.1922, Blaðsíða 4
4 JL. L A i HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 25. JANÚAR 1922 HEIMSKRINQLA (Stofnuð 1886) Kemur fit A hverjam mltSvikudeicl. pticefcndur o*: elgrcndurt TBE VIKING PRESS, LTÐ. 853 oK 835 SARGEJiT AVE., WIJÍSIPEG, Taloimi: N-6537 Vcrí blaSaina er Í3.0# firKanicnrinn borx- Int fyrir fram. Allar boreanir aenílat rftbNmanni blaWalna. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJöRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON UtauAakrlft tll bl«V«lMi THE VIKJIfW* rRlSS, Ltl.i »#x #171, Wtutpec, Mao. IJtanáskrtft tll rttatjáraM EDITOR HEiqiSKRnVGLA, Bax 3171 ' Wlaatfoc, Maa. The “Helmakrlncla” is arlntoá u< **b- llshe by the Vikiag Fress, Uaitefi. at 853 og 855 Sargent Ave., Winnipes, Manl- teba. TeAe^hoae: N-«6S7. WINNIPEG, MANITOBA, 25. JANOAR 1922 Fylkisþingið. i. “Það gera eMd nenia mikilmenni stórt ríki og voldugt úr lithi og fátæku ríki, en það er ekki nauðsynlegt, að þau kunni að drepa strengi á fiðlu til sláttar, til þess,” er haft eftir Bacon, enska rithöfundinum al- kunna. Fykisþingið er nú komið saman. Hvað hefir það fyrir stafni? Er það ekki eins og vant er með þessi þing, að það hafist heldur lítið að eða láti sig lítið skifta þau mál er alþýðuna varðar? Spurningar svipaðai þessu eru á fles'tra vörum þegar þing koma saman — hvort heldur eru fyl'kis- eða sambands- þmg. - Þegar sérstaklega er á þelta litið, gefur það efni tiJ íhugunar. Eins og öllum er kunn- ugt, er heldur en ekki handagangur í öskj- unni hjá alþýðunni þegar Pétur eða Páll sækja um þingmensku, að koma Pétri að en ekki Páli. Lán og hagsæld þjóðfélagsins á að hvíla á því. En svo þegar þeim látum er lokið og sá hefir hlotið skell sem skyldi, en hinn er borinn á sigurstóli, er sem hugsunin um fæill og hag þjóðfélagsins fal'li í kalda kol. Þá er ekki sömu augum Ktið á verk- efni þingmanna og áður; þá eru þau orðin harla lítilsverð; að minsta kosti ekki þess verð að gera sér neinar réllur út af þeim. Og þegar þingmennimir komast að þessu, sjá þeir það auðvitað ofurs auðvelt fyrir sig að gleyma “sopinni mjólk og etnum bita . Enda er raunin orðin. sú, að þó að með smá- sjá sé leitað í því sem þingin afreka, er erf- jtt að finna mikið af endurbótum sem bein- h'nis snerta og ráða tnSt á því sem aJþýðuna »enrtir og vanhagar, þegar öll kurl koma til igrafar. Að sjálfsögðu segja eirihverjir að þetta nái engri átt og benda á urmul laga- 'ákvæða sem hvert þing leysi af hendi, sem lómögulegt sé að bera á móti að séu borgur- únum í heild sinni til góðs. Og satt að segja ber ekki að neita því að slík lagaákvæði séu jtil. En þau verða svo fá borin saman við J>au lög sem þingin Ieysa af höndum í gagn- stæða átt í þarfir einstakra manna og ein- jstakra fyrirtækja að þjóðfélagið er í heild jsinni heldur ver af eftir hvert þing en áður. Harður og ósanngjam dómur? Betur að svo væri. En hví kvartar iþá bóndinn og verka- maðurinn og alþýðan nú meira en nokkru sinni áður? Er það alt UDDeerð? Er bað ”1- VöruJaus möglun fyrir manninum, sem uppi istendur með tvær hendur tómar þó altaf hafi hann unnið og horfist — hungraður og klæð- taus — í augu við atvinnubann og nístandi vetrarkulda ? Það verður seint hægt að fá ialla til að trúa því. 1 II. 1 Vikuna sem fylkisþingið kom saman, Igerðist fátt utan það er eitthvað var minst á í sfðasta blaði. Vom störf þingsins auðsjá- ánlega lögð fyrir til næstu viku. Það var heldur ekki mikið liðið af henni, þegar tek- íð var til óspiltra mála, því strax á mánu- daginn var byrjað að gera athugasemd við hásætisræðuna. Riðu verkamannafulltrúarn- ir á vaðið. John Queen tók verkamannamál- in upp og benti á að þingið þyrfti að gera éitthvað viðvíkjandi atvinnuleysinu sem ríkj- andi væri. En á það væri ekki minst í hásæt- isræðunni. Á eftir honiun talaði hver verka- mannafulltrúinn á fætur öðriim. Þótti þeim öllum það “guðlaus gleymska,” af stjórninni, að ganga framhjá þessu atriði. Aðrir en verkamenn tóku fáir þátt í umræðum þess- um þann daginn nema séra Albert Kristjáns- son. Var líkast því sem stjórnin væri, þá að minsta kosti, óundir búin að færast það í fang. Hvað úr þessu máli ætlaði að verða, ,var um tíma ekki sjáanlegt. Leit helzt út fyrir, að þar væri þegar komið í vænlegt efni með að fella stjórnina. , En það virtist þó ekki vaka fyrir verkamönnum, heldur hitt að vekja stjórnina tii umhugsunar um að taka þetta mál upp í sinn verkahring. Bern- ier þingmaður fyrir St. Bonifaoe leit öðru yísi á. Hann varð til þess að taka þetta efni fyrir cxg gera úr því tillögu, sem óþægilega gat kcmið sér fyrir stjórnina að greitt væri atkvæði um. En í veg fyrir það var komið af F. J. Díxon með því að hann gerði breyt- ingartillögu við tillögu Bemiers. Var sú breytingartiMaga í því fólgin, að bæta því við aðal tillöguna, að stjórnin og.þingið athug- uðu ástandi yfirleitt í sambandi við at- Vinnuleysið. Horfði tillagan þá öðmvísi við og gaf það forsætisráðherra Norris tilefni til þess að íara út í þetta mál. Og það gerði hann vel og rækilega, enda þurfti á öllu að taka tfl að stýra stjórnarfléytunni fram hjá þe ssum boða. Benti hann á að stjómin hefði gert, margt til þess að afla vinnulausum mönn- tun vinnu, sem ekki var hægt að bera á móti. Og framleiðslukostnað bóndans sagði hann að ekki mætti auka. Ef það væri gert, væri gert út af við frumiðnaðargrein landsins. Vinnuleysi kvað hann altaf mundi eiga sér stað, xnieðan verkairienn vildu ekki vi-nna nema sérstaka vinnu, fyrir sérstakt kaup, ekki nema ákveðinn tíma fyrir eitthvert á- kveðið takmark sem þeir keptu að. Bóndann kvað hann ekki geta komiist a)f með 8 tíma vinnu og þeir sem létu sér hana nægja kæm- ust aldrei af. En því mótmaélti Smith frá ■ Brandon. Hann kvað bændur komast af með það, éf ekki væri annað sem þrengdi að þeim. Þá veizt þú ekki hvað þú ert að tala um, sagði Norris. Ójú, svaraði Smith. Spurði hann Norris hvort hann áliti bændur geta reist rönd við að borga 11 % rentur af veðlánum. Norris svaraði því neitandi. Hversvegna reynirðu þá ekki að færa það einnig niður, spurði Smith. Er á þetta bent til að sýna að talsvert alvarlegar skærur áttu sér stað út af þessu máli. , Atkvæðagreiðsla hefir ekki enn farið fram um tillögu þessa. En stjóminni er samt nú ekki álitin stafa hætta af henni. Er talið víst að bændaflokksmenn muni sjá fyrir því. Ræða Norrisar við þetta tæktfæri er skoðuð ein sú bezta er hann hefir flutt, enda hepn- aðist honum að stýra málinu inn á þá braut, að það varð sókn af hendi stjórnarinnar í því í stað þess að vera vörn. Haig, leiðtogi Conservativa lagði síðustu daiga vikunnar góðan skerf til þessa máls, atvinnuleysisins. Leitaðist hann við að koma með lyfin sem við aéttu svo það yrði bætt. Taldi hann með- al annars það tvent bæta aðaflega úr atvinnu leysinu, að milliliðir nauðsynjavöru færðu verð hennar niður að sama skapi og önnur vara, t. d. bænda hefði fallið í verði. Annað var að fylkið reyndi að fá það sem því bæri af löndum hér norðurfrá og byrjaði að færa sér þau í nyt. Hann var sá eini, er virtist leitast við að finna einhver úrræði í mál- inu. Verður svo ekki meira um það sagt að sinni. III. Onnur tillaga sem fyrir þingið kom vik- una sem Ieið, var borin upp af J. T. Haig og fór fram á, að yfirskoðunarmenn sveitar- Jáns-reikninganna birtu eða legðu fram á þinginu skýrslu um iánin. Richardson þm. fyrir Robiin kjördæmi mótmælti þeirri til- lögu vegna þess, að hún færi fram á að birt væri efni, sem sérmál væri. En Haig kvað það ekki felast í tillögunni. Var þá gengið til atkvæða um hana. Skiftust atkvæði um hana undarlegar en nokkru sinni áður hefir átt sér stað. Tillagan var samþykt með 29 atkvæðum gegn 17. En sjálfir ráðgjafarnir greiddu ékki allir eins atkvæði um hana. Norr is og Brown greiddu atkvæði með henni, en T. H. Johnson og hinir ráðgjafarnir allir á móti. Það er spánýtt að slíkt hendi þessa menn. Sumir bændaþingmennirnir greiddu atkvæði á móti henni, en aðrir með; séra Al- bert og G. Fjeldsted greiddu atkvæði með til- Iögunni. IV. Þingið hefir þessa síðastliðnu viku verið vel vakandi og beitt sér skarplega í málun- um sem fyrir því hafa legið. 10 mánaða hvíldin hefir gert þingmönnunum gott. Verkamenn svona yfirleitt mundu auðvitað einnig geta tekið skarpann í árina fyrst í stað, ef efnin leyfðu þeim að hafa náðir svo lengi. En látum það alt vera. Að breyta fátæku þjóðfélagi í voldugt þjóðfélag krefst mikilmenna. Ef til viil lánast löggjöf- unum það að einhverju leyti, ef ekki er ó- sanngjarnlega mikils krafist af þeim. Og ef þeir þá eiga þá kostina til að bera, sem til bess þurfa, er ekkert út á það að setja, þó þeir geti tileinkað sér hinn kostinn einnig, sem Bacon saéli taldi löggjöfum ekki nauð- synlegan: að kunna að spila á fiðlu! tJr ymsum áttum. Tímarnir breytast — og mennin.:. með. Það á sér að vísu ávalt stað að bæði tím- arnir og mennirnir breytist. En gleggri merki þess í hvívetna hafa sjaidan sézt en einmitt á síðustu tímum. Þetta er alment viðurkent. Hve tímarnir eru nú clíkir því sem þeir voru fyrir stríðið mikla, er ölíum ljóst. í stjórnmálunum og í viðskiftálífinu eru menn þessa varir daglega. En breytingarnar hafa náð Iengra. Nálega ált sem aðhafst er í þjóðlífinu ber blæ þeirra á sér. Mennirnir og hugsunarJhátturinn hefir gerbreyzt. Um breytinguna á hugsunarhættinum í stjórnmálum fórust einhverjum nýlega orð á þá leið, að 50 vanaleg friðsemdarár hefðu ekki vakið frelsisþrána og útbreytt hana eins og fjögur stríðsárin hefðu gert. Og það sama eða svipað má eflaust segja um fleira. 'Ein er sú stöfnun í þjóðfélaginu, sem til þessa héfir ekki skoðað sig breýtingu tímans undirorpna. En það er kirkjan. Auðvitað eiga sér nokkrar undantekningar frá þessu sér stað innan hennar. Og fjarri fer því að aflar kirkjur séu eins. En þær undantekning- ar hafa verið fáar og smáar. Hinum fjöl- mennri og voldugri hefir óftast þótt hjól tím- ans velta óþarflega hratt og skopparaleikur jarðarinnar var um eitt skeið ægilega gázka- fúfflur í þeirra augum. En á þessu héfir orðið breyting. Hinir breyttu tímar og breytti hugsunarháttur nú hefir náð til kirkjunnar. Byssuhvellirnir hafa borist henni til eyma, að minsta kosti innan þessa lands og ríkis sem við eigum heima í. Hugmyndin um samvinnu hinna ýmsu kirkju- deílda virðist að minsta kosti bera nokkurn vott þessa. Eftir því er blöðin segja frá, eru þrjár stærstu ensku kirkjudeildir þessa lands, Kon- gregationalistar, presbyterar og meþódistar að efna til samvinnu, með því að steypa öll- um þessum kirkjum saman. Hafa þær lengi | haft þetta efni til athugunar. Og nú virðist málið komið svo llangt, að ’frá þeirra hálfu sé ekkert því til fyrirstöðu að þær gangi sameigirilega að verki. Em þær að semja fmmvarp til 'laga í þessu efni, sem Tagt verð- ur fyrir næsta sambandsþing. Að fenginni staðfestingu þingsins, verða þær allar einn og sami kirkjulegi félagsskapurinn. Oss er ekki vel kunnugt um hvað kirkjur þessar greindi á um. En eitthvað hefir það e'fJaust verið úr því að þær skiftust í flokka. Og fyrir nokkmm árum hefði það eflaust j þótt saga til næsta bæjar ef s'líkar tillögur j sem þessar áminstu hefðu komið fram. En j nú þykir ekkert athugavert við þær. Það I getur ekki dulist, að það eru á'hrif seinni ] tímanna á kirkjuna sem því valda. i , Og þetta er ekki sérkennilegt fyrir Can- j ada. Það á svipað sér stað á Englandi. Síð astliðið sumar vom fcvær stórHkirkjudeiIdir þar að tala um samsteypu. Og nú nýlega er [ farið að halda hugmynd Haigs herforingja á | lofti um að sameína aliar kirikjur þar í eina i kirkju. “Eins og þjóðin gat á sfcríðstímunum ] hélgað þjóðrækninni og æfctjarðarástinni j huga og hjarta sitt,” segir Haig, “ætti hún eins óskift að geta öll helgað sig drotni.” Hugmyndin þykir mjög tímabær. Á Norðurlöndum, eirikum í Svíþjóð, er einnig mjög mikil og mer-kileg breyting að ryðja sér til rúms innan kirkjunnar, sem í líka átt stefnir. Einhverjir kunna að spyrja hvort kirkj- j urnar séu að gera rétt með þessu. Um það j skal ekki dæma hér. En eitt virðist augijóst | af þessari sameiningar hugmynd þeirra. Og • það er, að þær álíti sig í aðal-atriðunum eiga I sameiginlegt mál að vinna að og að þótt at- J riðin sem greindu þær í flokka séu féld i burtu, sé ekkert vanrækt af því sem “mest á | ** ] riour. J Fjöldi mnana hefir áður haft þessa sömu j skoðun; hefir ekki trúað að sumir væru J hafrar en aðrir sauðir, heldur að aliir menn I væru guðs börn. En það hefir verið erfitt * að fá kirkju-flokkana til að líta á málið frá j þeirri hlið. En þegar þeir fundu hvöt hjá sér til þess, varð niðurstaðan sú sama og annara, að engu af aðal hlutverki kirkjunn- ar væri slept, þó s-kiftingin og flokkarígurinn hyrlfi. Að slíkt beri vott um þverrandi bróð- urkærleika, sem er æðsta boðorð kirkjunn- i ar, er héldur ekki sjáanlegt. Kína. Svo Tauk ráðstefnunni í Washington að Ængin úriausn fékst á málefnum Kína. Hvað oTli því strandi? Kína -krafðist þess að viðskiftadyr þess yrðu opnaðar. Annars væri ekki um takmörkun hers að ræða, að því er það snerti. En nú stendur svo á að Evrópumenn eru margir í KTria, sem verzlun reka þar. Eru l'íf og ei-gnir þeirra og yfirleitt þeirra manna frá V-estlægu þjóðunum, sem þangað fara huí't ef verzlun- ar samkepni allra þjóða er leyfð? Sú spurning vaknaði hjá Banda- ríkjunum. Japar hafa undanfarið verið mastu uppvöðslu og yfir- -gangs seggir í Kína. Og það frelsi eða þau stjórn-arfarslegu rétt indi sem Kína héfir notið og nýtur -enn, er talin Bandaríkjunum að þakka. Þessi áhrif sín voru Banda- ríkin hrædd um að litlu haldi kæmu fyrir Kína, éf allar þjóðir og einkum Japar fengu lausan tauminn þar. Að öðru Teyti er þjóðernissinna hreyfing að vakna í Kína. Kom hún vel heim við skoðanir Banda- ríkjanna, því þau álitu að hún yrði til þess að vemda Kína fyrir yfir- gangi Japana. Ef þessi hreyfmg væri eitthvað meira en hugmynd tcinv og gae't-ti í verki í Kína, þótti Bandaríkjunum sjálfsagt að veita Kínverjum það sem þeir fóru fram á á Washington fundinum. En sú hugmynd Bcmdaríkjanna reyndist ekki nema draumur. Þjóð ernissinnar hafa svo lítið vald enn í þjóðlífi Kínverja, að þeir koma þar ekki til mála. Og 19. desember síðastiiðinn kom sú frétt frá Kína, að hermála- stjórinn, Chang-Tso-hu 'frá Man- churiu hafi brugðið sér til Peking iOg kúgað Kínversku stjórnina á sitt vald og haldi í stjórnartaum- ana síðan. Að baki 'honum er fuilyrt að Japar séu. Fulltrúar Kína á Washington ráðstefnunni tóku því skipanir í raun og veru frá Japan en ekki Kína. Stjórnar- farslegur þróttur Kínverja er enn ekki meiri en þetta. Bandaríkin héldu að Kína væri að verða svo þroskað, að það gæti færst í fang það sem Bandaríkin færðust í fang fyrir eitt hundrað árum síðan. En það virðist öðru nær. Ráðstefnan í Washington varð 'þarna áskynja þess hvernig ástandið í raun og veru er í Kína. Og framhjá þeim sanri-Ieika gat fundurinn ekki geng- ið. Úr því Kína lætúr þannig fara með sín stjómar-farslegu réttindi, mundi það ekki sjá fyrir sínum hag í viðskiftum. Þessvegna strönd uðu málefni Kína þar. Einhverjir kunna nú að segja, að Bandaríkin hafi verið að hofcfa á sinn eigin verzlunarhag. En slíkt getur varla hafa vakað fyrir þeim. Stefna þeirra gagnvart Kína er áður búin að sýna sig að vera sú, að stuðla að því, að þar rísi um Iýðveldi á sama grunðvelli og í Bandaríkjunum. Enda væri meira fengið með því fyrir Bandaríkin en með þeirri verzlunar-aukningu sem núverandi fyriricomulag færir þeim. Hvernig fer það ? Þegar lögin vom gerð í Ottawa viðvíkjcmdi því að gjalda leiðtoga aindstæð in gafIo'kks is tj ó rna r in na r hærri 'laun en öðrum í fldkkinum á þinginu, var ékki gert ráð fyrir að hann yrði nema einn. Svo ólíklegt 'var þá að andstæðinga flokkar stjómarinnar yrðu tveir eða fleiri, að slíkt gat engum 'í hug dottið. Lögin á'kveða því einum stjórnar- andstæðings leiðtogá aðeins þes-si háu laun. En nú em þeir fcveir að minsta kosti. Og hvor þessara leiðtoga hiýtur nú Taunin ? Að Iíkindum em þau talin eiga við þainn — e'ftir lögunum — sem fyrir konserva- tíva flokknum er. En þar sem bændaflokkurinn er nú sterkari andstæðinga flokkurinn á sam- bandsþinginu, virðist skrítið, að svifta leiðtoga hans þessum laun- um. Hvemig fer það? England og Frakkland. Vinátta þessara landa hefir mátt heita allHgóð seinni árin. Stríðið sem þau háðu sameiginlega batt þau traustum vinaböndum um tíma. Samt er ekki laust við að upp úr hafi viljað slitna millli þeirra stundum. Ræður því skoð- anamimur landanna á ýmsum mál- um er þau vinna saman að. ....Dodd’s nýmapillur eru bezta nýiiMnieðalið. Lrckra og gigt. bakverk; hjartabilnn. þvagteppu. og ömur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllwm lyfsöl. um eðe frá The Dodd’s Medicine Co. Ltd., forontot Ont........... Nýverið virðist hafa siezt upp á vináttu þeirra. Orsökin til þess er sú, að á fundinum sem nýlega var haidinn í Cannes á Fralcklandi með það fyrir augum að reyna að ráða bót, á fjárhag Evrópu-iþjóðanna sem að gjaldþroti eru komnar. Stakk Lloyd George þegar upp á því, að Þjóðverjum væri heldur veittur gjaldfrestur á skuldum sín- um, heldur en að gera fjárhags- lega út af við þá. Benti hann á að ef eitt mesta iðnaðarland í heimi, legði'st til 'hvíldar væri það ekki til að reisa hag Evrópu við. Horium virtist réttara, að reyna að not- færa sér þétta mikla iðnaðariand til viðreisnar og veliferðar þjóðun- um. Svipað kvað Lloyd George ástatt með Rús'sland. Þar væri eitt mes'ta framleiðsluland í heimi. Að hjálpa því til að nota þær auðs- uppsprettur væri nok'kuð sem þeir á þéssum fundi, sem ráða ætti bót á hag þjóðanna, gaétu e)kki gengið fram hjá. Lagði hann því til að báðar þessar þjóðir yrðu kallaðar til fundar og þar yrði svo vegið og virt hvað hægt væri að gera. En út í þetla urðu Frakkar svo æfir, að BriandHstjórnin þeirra ing Fra'kklands, segja þeir, fyrir ing Frakklands, segja þeir, fyfir því að þessar þjóðir ráði ekki for- lögum þess, ef Lloyd George 'hetd- ur þessu áfram. Okkur vantar tryggingu fyrir því, að Þjóðverjar leiki ekki sama Teikinn og þeir ný- verið gerðu; og okkur vantar tryggingu fyrir því að Rússlancl geri o'kkur ekki mein, ef það kemst aftur í álnir. Áður en farið er að ráðfæra sig við þessar þjóðir um viðreisn þeirra, heimtar FrakkTand trygg- ingu. Á afvopnunarfundinum heimtuðu þeir að mega smíða neðansjávar-flota til tryggingar Fralkklandi au'k margra annara trygginga sem þeir fóru þar fram á. Hvar sem þeir ha'fa komið fram í alþjóða málum í seinni tíð hefir þe'tta verið krafa þeirra: okkur vantar tryggingu. En fer þetta ekki að ganga nokkuð langt fyrir þeim? Og geta þeir eklki gert sér grein fyrir því, að aðrir en þeir þurfi vernd eða aðstoð? Ef tiTraunir stórþjóðanna eins og Bretlands og Bandaríkj- anna til þess að reisa ástandið við, ef hægt væri, hjá þjóðum þeim er á heljarþröm eru komnar, mæta stöðuigt mótblæs'tri frá Frakklandi þá verður bágt að segja um hvern- ig fer urii vináttu þess og þeirra. Þessar tillögur Lloyd George fá hvarvetna góðar undirtektir og þykja bæði mannúðlegar og sann- gjarnar, nema hjá Frökkum. Amundsen og veðurfræði. Kapt. Roald Amundsen, upp- götvari suðurpóísins er nýkominn heim úr leiðangri sínum um Norð- ur-heimskautslöndin. Eitt með öðru er hann heldur fram er það, að með því að athuga vinda og veður þar norður frá, muni vera hægt að segja hér um bil ári fyrir fram fyrir um hvernig viðri hvar sem er á hméttinum. Veðurfræðingar byggja spár sínar enn á mjög takmörkuðum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.