Heimskringla - 22.03.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.03.1922, Blaðsíða 4
í». BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA. WINNIREG, 22. MARZ 1922 ' ■ - ■"» HEIMSKRINQLA (8to(M« 1H»«) Kenur fit fi kverjum mtSvlkmáeiI. Ctfiefeadur »r eliemiuri THE VIKING PRESS, LTD. 853 «r 80S SAK«ENT AVE., WINMPEG, TalwlmUi N-6S3T Vct* klaSalms er f3.«fi fir*uu*urln« bora- Ut fyrtr fram. Allar’ borganir aenfilot rfiSamamml Mattatna. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstj órar : BJÖRN PÉTURSSON STEFAN EINARSSON. Utanfiakrlft tJIi blaSslnai THB VIKIiTti PKBSS, LtlL, Box 8171. MTbinlfec, Han. Vtanfiakrift tll rltatjðrana EDITOR HEINSKRINGLA, Box 8171 Wlnnfpes. Han. Tho “Helmskrlnfiln” 1» print»d anfi pub- Ushe by the Vlkln* Preas, Hmltofi, at 853 Ofi 855 Sargent Ave., Wlnnipefi, Mani- toba. Teiephane: N-6637. WINNFPEG, MANITOBi* 22. MARZ 1922 Astandið í Manitoba. Leitt er til þess að vita hve oft menn reka ^ig á það, að þeir sjá ekki hlutina fyr en eftir á, sem þeir áttu að sjá fyrirfram. Að Norrisstjórnin var ekki rekin frá völd- um fyrir ári síðan, er eitt af því ögiftusam- Jega sem af þeirri óheilla fylgju mannanna, óframsýninni, leiðir. Vegna þess að þetta var ekki gert, á fylkið ,nú mörg og erfið spor fyrir höndum, spor sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir, (ef í tíma hefði verið séð fyrir því. Það verður að vísu ekki sagt með sanni aim Norrisstjórnina að hún hafi brotið stjórn- arboðorðin í stórum stíl. En hún hefir ekki borið gæfu til að koma neinu sérstaklega igóðu til Ieiðar. Fjármálin hafa farið í ó- reiðu í hennar höndum. Og formenskan hef- ir verið mjög reikul- Á fyrra stjórntímabili sínu fytjaði hún upp á ýmsu, sem sumpart hefir reynst þolanlegt, en sumpart afleitt og ekki annað en kostnað hefir haft í för með sér. Á seinna stjórnartímahilinu eða }>essu hálfa tímabili sem hún sat íið völdum, hefir hún rekið á reiða, og það liíla sem hún hefir í framkvæmd komið orkar mjög tvímælis um að til bóta horfi; hún virðist síðustu árin ekki hafa setið við völd til ann- ars en að bruðla fé fylkisins. Og síðastliðið ár hefir veika hlið hennar verið sú, að hún hefir alls ekki getað stjórnað, vegna þess að hún var búin að tapa valdi yfir þinginu. Áð- ur var hún búin að tapa trausti kjósenda. Nú var fylgi þingmanna eða þingsins einnig farið; í því skjóli skákaði hún þó árið áður. Nú var hún sama sem valdlaus, þó við völd- in væri. Hún var ekki stjórn nema að nafn- inu til. Hún gat fullum rómi tekið undir með Kristjáni “fjórða” í “Kærleiksheimilinu” eft- ir Gest heitinn Pálsson: “Eg er húsbóndi á míriu heimili, fari í hevíti,” en það sagði karl, þó ibæði guð og menn vissu að hann væri ekki húsibóndinn, heldur Þuríður gamla. 1 sögunni ættu ekki önnur einkunnarorð bet- ur við Norrisstjórnina en þessi áminstu. Og þegar hún fer nú frá völcfum, á hún fremur fáa erki óvini, en jafnframt fáa einlæga vini. Hún getur sagt að skilnaði: “Lítið var. en lokið er”- Og þá er saga hennar sögð. Ástandið í Manitoba er því ekki sem æski- legast. Það verður talsvert erfitt að ráða bætur á því til fullnustu. Fj^rhagsferjan stefndi út í hafsauga; útgjöldin og eyðslan fór dálítið lengra en góðu hófi gengdi og tekjur fylkisins leyfðu. Fylkið hefir ráð- ist í ýms fyrirtæki, sem reynast munii þung útgjaldabyrði fyrir það og borgarana. Og það þarf á mikilli ráðsnild og framsýni í stjórn að halda á komandi tíma ef a't á að fara vel. Þetta fylki þarf því nú öllu öðru fremur á þeirri stjórn að halda, sem gefur sig við því, að rétta við fjárhag þess, en lætur ekki Ieiðast af sýngirnisórum út á þær-leiðir er efnahag þess skerða ennþá meira en þegar hefir verið gert. En fyrir því er óhætt að treysta kjósendum. Þeir sáu fyrir tveinrur árum síðan hvert stefndi. Og þeim hefir sviðið það sárt að sjá hverju fram hefir far- ið síðustu árin og mega engan þátt eiga í því að bæta úr skák- Þegar ráðríkni fráfarandi stjórnar var loks heft og kjósendum gefst tækifæri á að velja sér stjórn eftir sínu höfði þarf ekki að vantreysta þeim neitt í því efni. Það verður eftir kosningarnar í sumar stjórn við völdin í. fylkinu, sem vilja og óskir borg- aranna virðir ekki að vettugi, og gætilegar og samvizksamlegar mun fara með hag fylk- isins, en gert hefir verið nokkur undanfar- in ár. Hver bráðabirgðastjórnin verður, eða hver með völdin fer fram að kosningum, gerir ef til vill minst til- Óviðkunnaolegt er þó að heyra málgagn Norrisstjórnarinnar, enn halda því fram, að þann tíma sé enginn fær um að stjórna nema Norrisstjórnin sæla. Ofan á alt sem á undan er gengið, er það einna aumkvunarverðasta lokleysan, sem enn hefir komið úr þeirri áttinni, og var þó ekki á sumar þeirra bætandi. ■PUHPOHPIIBBOBBIIMIIHPIIAIIM Kom ekki upp orði. Það var heldur en ekki ys og þys hér í borginni s. 1. þriðjudagskvöld. Tilefnið var auðvitað fregnin um fall fylkisstjórnarinnar. Dagblöðin hér komu út aukablaði; svo.mikl- um tíðindum fanst þeim þetta sæta. Og sag- | an barst um bæinn á svipstundu- “Já, nú er hun falhn óhræsið, kvað við í öllum áttum svo undir tók í byggmgum borgarinnar. Tveim dögum eftir að þetta skeði, eða á fimtudag kom út stærsta íslenzka blaðið í öllum heimi. En hvernig sem leitað var í því og rýnt um hinar stóru síður þess, fanst ekki eitt orð þar sagt um þennan viðburð- Það var ekki minst á fall stjórnarinnar í blaðinu einu einasta orði. Þá varð margur hissa- Lögberg, sem í veraldle^um skilmngi á heima í sama bænum og stjómin, og þar sem þessi tíðindi gerðust, og er auðvitað þerna stjórnarinnar í andleg- um skilningi, mintist ekki á þessa frétt- Hvað veídur? — Ja, spyrjið ekki oss að því. Blaðið hefir hlotið að vita hvað fram fór. Fréttin hefir ugglaust borist því til eyrna Astæðan fyrir þVí, að hún var ekki birt, get- ur ekki verið sú, að hún hafi ekki verið þeim íkunn. Hitt eru meiri Iíkindi fyrir að hún ekki birtist, að fréttin hefir efalaust ollað blaðinu sorgar. Óvænt áfallin sorg getur stundum verið orsök til þess að menn fá ekki mælt- I Og hvernig sem vér reynum að gera oss grein fyn’r þessu, sjáum vér enga líklegri áslæðu fyrir því, að ekki var í blaðinu minst á falf (Stjórnarinnar en þá, að ritstjórinn hafi ekki 4V0 fyrstu dagana á eftir mátt um þetta hugsa fyrir sorg, -og hafi því ekki getað kom- ið upp orði um það. “Rökkur”. Svo heitir sufn af ljoðum, sögum og grein- um eftir Axel Thorsteinsson sem nýbyrjað er að koma út. Fyrsta heftið er ný hlaupið af stokkunum- Er það 15 blaðsíður í Iitlu broti. *Efni þess eru fjögur ljóð og ein saga. Ljóðin heita: Bæn, Til Noregs, Kvæði, Gang- an þunga. En sagan sem er 7 blaðsíður heit- ir góða nótt. Hún er um atvik sem fyrir höf. bar í hernum . Þýzkir drengir, húsvillir og munaðarlausir koma inn í skála hermann anna. Mannúðin grípur hermennina og þeir gefa drengjunum að borða og segja þeim að hvíla sig í skálanum hjá þeim yfir nóttina- 1 Og þegar hnokkarnir eru lagstir fyrir undir kápum hermannanna, því ekki voru rúmföt- 5n önnur og eru nýsofnaðir sinn hjá hverjum hermanni og einn hjá höfundi sögunnar, kem ur herforingi inn til þeirra og þegar hann sér drengina skipar hann að reka þá út, því her- menn megi ekki neitt hafa við annað fólk saman að sælda. Það var rigning. Og það er samblandið af hugrekkinu og angurblíðu drengsins sem fyrir þeim var, sem kom fram í orðunum er hann sagði: “Góða nótt”, við hermennina og lagði af stað út í óveðrið, sem sagan ber naín af- Sagan er raunaleg, en vekur það goða hja hverjum sem les hana og er snildarlega sögð. Og um kvæðin má segja hið sama. Þau eru fremur vel ort og tala máli þess fagra og góða. Og ef sð ekki glóir einhversstaðar á gimsteina í safni þessu, þegar dálítið er komið út af því, fer öðru vísi en ætla má, af þessu fyrsta hefti að ráða. Þetta hefti kostar 15c. I sambandi við þetta Iitla kver datt oss margt í hug. Hér á ungur fátækur maðuf í hlut, en óvenjulega góðum skáldhæfileikum gæddur. Vegna fjárskorts, verður hann að gefa þetta safn sitt út í mörgum smá pörtum, um 16 blaðsíður í éinu, sem auðvitað bæði dregur úr gildi þess og heftir skáld- og rit- hæfileika höfundarins- Hér er fult af vel fjáðum Islendngum. Hví gefur enginn sig fram og gefur út þetta safn alt í einu? Það þyrfti ekki að kosta þá neitt að lokum. Rit- smíðar höfundarins seljast. Á því getur ekki verið vafi. Það þótti efnaðri mönnum heima á Fróni Iöngum sómi að stuðla að því, að hæfileika- menn, sem við erfið kjör áttu að búa, nyti sín. Og í rauninni er það einn sá veglegasti minnisvarði sem með efnunum er hægt að reisas ér, því á móti því munn færri bera að: -----“með ein manns anda ávinst oft þrekvirki þúsund handa.” En vestur-íslenzkir efnamenn hafa ekki reist sér neina slíka minnisvarða ennþá. Þegar þannig stendur á að góðir hæfileikar njóta sín ekki vegna efnaleysis, ættu ríkisbubbarn- ir að koma til sögu og greiða veginn. Vér eigum hér ekki við ölmusugjafir né stór fjár útlát, heldur aðeins stuðning með- an mest kreppir að, eða meðan fyrstu sporþi eru stigin. Þau eru oft erfiðust og ríða mörg um efnismanninum að fullu. Það gæti orð ið útgjaldalítð að lokum fyrir efnamanninn að bregðast þá drengilega við — og væri þeim til sóma og þjóðfélaginu til gagns- Þeir sem skáldskap eða ritlist leggja fyrir sig á ensku, eiga hér kost á sUiðnmgi frá skólum og stofnunum. En þeir er á íslenzku taka sér slíkt fyrir hendur, eiga í engin slík hús að venda. Efnamenn er íslenzku meta, ættu að vera þeim stoð- Þegar Þjóðrækms- félagið orkar nokkru er hér verkefni fyrir það. Hermenn unnn. Nokkrir menn er í stríðinu mikla voru héð- an úr fylkinu. hafa átt í erjum síiðan þeir komu til baka við talsímafélagið. Er erjum þeim þannig háttað að hermennirnir sögðu lalsímafélagið sem þeir unnu hjá hara lof- ast til að greiða þeim nokkurt kaup meðan þeir væru í stríðinu. En við það vill nú fé- Iagið ekki kannast. Lögðu hermennirnir mál þetta fyrir fylk- isþingið í vetur. Þótti þinginu þörf á að rannsaka það og skipaði nefnd til þess. Sú nefnd hefir nú lokið starfi. Er niðurslaðan sem hún komst að sú, að samningar hafi átt sér stað viðvíkjandi þessu milli félagsins og hermannanna- Hvað kom félaginu til að gera þennan samning, er ekki getið um. En sennilega hef- *ir hann átt að miða að því að örfa menn þess til að innritast í herinn. Það var kallað ættjarðarást á þeina tímum að íta undir menn að fara í stríðið, og talsímanefndin hefir eflaust ekki verið laus við hana- En hver sem ástæðan var fyrir samningn- um, var ótiíhlýðilegt af nefndinhi að ætla sér að halda hann ekki. Samningur er, samning- ur. Og það var heiður fylkisins sem kominn var undir því að þessi samningur væri hald- inn. Sú eina afsökun sem giít gat, var sú, að fylkið væri gjallþrota og gæti ekki greitt féð. - Símanefndin mun hafa borið því við, að slíkir samningar væru ólöglegir. En nefnd þingsins komst skjótt að þeirri niðurstöðu, að svo var ekki. Og hún skar mjög rétlát- lega þannig úr málinu, að félagið héldi ekki í dalina, heldur héldi loforð sín og greiddi hermönnunum það sem þeim bar. Indland. Á Indlandi virðist alt vera í uppnámi sem stendur. Montagu ríkisritarinn hefir sagt af sér. Og Reading fávarður landstjóri er hald- ið að einnig muni fara frá embætti. Upp- eistir eru hvað eftir annað að gjósa þar upp- Sá er valdur er talinn að þeim er Gandhi. Fylgja honum um 300,000 manns að því er saígt er og það er þetta lið sem uppreistum veldur. Krafa Gandhi og þessara menna er sjálfstjórn fyrir Indland. Og sú hreyfing er nú orðin svo öflug á Indlandi, að þióðin öll kvað meira og minna gagntekin af henm. Ekki er það samt Gandhi, sem upreist ann; hann vill að Indland fái réttarbót sína án þess að grípa til vopna. En fylgjendur hans eru ekki allir eins rólegir og hann. Gandhi er sonur indversks kaupmanns í Bombay. Hann er 52 ára gamall, lágur vexti, dökkur og brún og brá og ekki mikiii fyrir mann að sjá- Hann hefir mætt mörgu mis- jöfnu og má það á honum sjá að ýmsu leyti. Hann segir skoðanir sínar í landsmálum styðjast við Fjallræðu .Krists og bók Tol- stois: “Guðsríkið í sjálfum þér,” Hann fyrir- lítur vopnaburð og segir að “menn eigi að sigra með kærleikanum-” Hann átti mikinn þátt í því að Indvérjar í Suður-Afríku fengu borgaraleg réttindi; var hann þar þrisvar sett ur í fangelsi. Þátttaka hans í Suður-Afríku stríðinu var sú, að líkna særðum. Eins gerði hann á fyrsta ári síðasta stríðs, en fór heim til Indlands árið 1915. Sjálfstjórnarhugmynd ir sínar hefir hann því eflausut sniðið eftir því sem hann hefir séð gerast hjá vestlægu þjóðunum. Gandhi hefir nú verið hneptur í varðhald og nokkrir fleiri af skoðanabræðrum hans. En hætt er við, að uppþotunum linni ekki við það. Prinsinn af Wales er nú að leggja af stað frá Indlandi og segja blöðin að eftir að hann sé farinn þaðan, ætli stjórnin að fara að beita sér öflugar gegn uppreistarmönnum en til þessa- Skáldsögur Gunnarr Gunnarssonar. I dagblaðinu “The Record” sem út kem- ur í Los Angeles er ritgerð um bækur G. Gunnarssonar undir fyrirsögninni frá íslandi til India, yfirlit yfir beztu nýútkomnar bæk- ur. Höfundur greinarinnar telur bækur G- Gunnarssonar tvímælalau^: þær merkustu og skáldlegustu sögur er út hafa komið f seinni tíð. I byrjun greinarinnar getur hann þess að höfundurinn skrifi á dönsku en ekki íslenzku af þeirri ástæðu að danska sé víðlesnari. Hann getur þess einnig að hann sé sjaldan hrifinn af verkum sem þýdd eru úr einu máli á annað, einkanlega úr norðurlanda málun- um yfk á ensku, því þau tapi vana lega öllu bókmentalegu gildi. Sög- ur Gunnars segir hann að skari svo langt fram úr að þó aldrei nema þær hafi eitthvað mist, þá mæni þær samt yfir alt annað er nýlega hafi sést. “Eg hefi verið að reikna út,” segir hann, “þann leyndardóm í hverju kraftur og og andagift Gunnars Gunnarssonar er innifalinn /og líklegasta ráðn- ing þeirrar gátu finst mér vera sú j að íslendingar hafi yfirleitt hreinni háleitari og göfugri hugsunarhátt j en hjá stórþjóðunum alment ger- [ ist og enn eimi eftir í ríkum mæli i hjá þeim, hinn kraftamikli andi, sjókonunganna og víkinganHa for. feðra þeirra.” ---------x-------- Ótrúleg. Það mun margUr eiga bágt með að trúa því, að Bretland hafi orð- ið að borga Frakklandi tuttugu og tvær miljónir sterlingspunda fyrir hafnleyfi, Ieigu á byggingum ! og Iandspildurnar fyrir skotrafir brezku hermannanna á stríðstím- unum, auk ótal margs annars í sambandi við dvöl hersins á Frakk landi. En þetta hefir Bretland þó gert. ,\'f? Að því er hafnargjaldið og húsaleigu snertir er ef til vill ekki ósanngjarnt með öllu að eitthvað sé borgað fyrir það, þó alt væri það í sambandi við flutninga og geymslu á herútbúnaði. En að Bretland iþurfi að borga fyrir land spildurnar sem skotgrafirnar voru gerðar á, virðist ótrúlegt, ef ekki ósanngjarnt- Bretland var það fyrir miklu, að stríðið fór fram á Iandamærum Frakklands og Þýzkalands, í stað þess að vera háð á vesturströnd Frakklands. En í því efni var ekki um hag Bretlands eins að ræða. Samningar þess við Belgíu gerðir á fyrri hluta 19. aldar ásamt samn ingum þess við Frakkland 1914, bera það með sér að það var um sameiginlegan hag allra þessara landa að ræða og að það var hag ur þeirra allra en ekki Bretlands eins, sem að stríðið var háð á austurhluta Frakklands. Bretlandi hefði stafað hætta af því, að Þóðverjar hefðu komist vestur á ströndina. En hv-ar var Frakk- land þá? Brezku hermennirnir sem skot- grafirnar grófu sér til skýlis, voru því fyrst og fremst að vernda jarðir Frakklands og Frakkland sjálft. Að Bretar þyrftu að kaupa þá skotgrafareiti af Frökkum, virðist ótrúlegt. Ekki hefir heyrst að Bandaríkin hafi gert það, eða aðrar þjóðir. Enda mælir fátt með því- —--------x-------- Bændur vaka. Já, þeir vaka. Vér eigum ekki við vökurnar þeirra við erfiði 16—18 klukkustundir á sólar- hring. Þæi' eru svo algengar, að þær eru ekkert tiltökumál. En það er viðVíkjandi félagsmálum þeirra sem þeir vaka nú og sýna mjög mikinn áhuga- Það berast vikulega orðið fréltir af fundum þeirra hér í Manitoba sem annars- staðar í Vesturlandinu, og á þeim fundum eru rædd og yfirveguð málefni sem þjóðfélagið varðar mikíð. Þannig hefir bændafélags- skapurinn að Arborg, sem saman stendur af íslendingum eingöngu, haft fundi sem vel h-afa verið sótt- ir og kappræður og fleira hafa haft til gagns og skemtunar. Og á hverjum fundi er sagt, að félags- mönnum hafi fjölgað í bændafé- laginu þar. Fyrir rúmum tveim vikum var kappræðuefnið á fundi félagsins: “Að konur ættu að hafa jöfn umráð yfir eignum bús- ins og einkum peninga eignum þess, og bóndinn.” Á síðasta __Dodd’fi nýmapiilur eru beylfi nýmame'SaJi'8. Lækna og gigt, bakverk; hjartabilan, þvagteppu, og önmsr veikiiKli, sem stafa frá nýrunum. — Dodd's Kidney Pilla kosta 50c askjan eða 6 ö*kjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl. um etSa frá The Dddd’s Medicine Co. Ltd., TorontOj Ont..........- fundi snerust umræðurnar um, “Hvernig búskapur gæti borgað sig. ” Var á margt bent, sem vert er að geta í því sambandi. T. d. að Alfalfa mætti rækta með góð- um árangri í þeirri bygð- Að svínarækt sé þar arðvæn- Að “þistil” megi uppræta með því að plæga að haustinu og sá snemma að vorinu. Plægingu álitu þeir nauðsynlega eins fljótt og kornið væri af sáðlandinu og unt væri og öll önnur vinna, svo sem herfing, o. s- frv., væri gerð sama haust- ið. Að bændur legðu slund á fleiri en eina búnaðargrein og bættu nautpening sinn sem bezt. Að betra væri að hafa lítið bú og gott en stórt bú og ilk hirt. í bændafélagsskapinn álitu þeir að allir bændur ættu að ganga til þess að vinna að sameiginlegri velferð þeirrar stéttar og alls þSðfélags- ins. Á alt þetta var bent sern veg til þess, að láta búskap borga sig. Víðar í Manitoba hafa bænJa- íélögin haft fundi og rætt og f- hugað -landsins gagn og nauð— synar. I Souris veiður bráðlega rætt um: 1- Að landsstjórnin kaupi og reki allar járnbrautir íandsins, 2. Að uppgötvanir síð- ari ára hafi þannig verið notaðar, að menn séu yfirleitt ekki mikið sælli fyrir þær, og fl. fl. Þannig mætti lengi telja- En þetta nægir til að benda á hve starf þessara bændafélaga er orðið mikið og hve mjög sum þeirra snerta þjóð félagið í víðtækum skilningi. ----------X----------- ÍSLAND Slysfarir. I fyrri nótt fanst ma^u ur örendur í fjörunni vestan viS Völund. Hét hann Þorsteinn ‘3or- steinsson, og átti heima á Berg- staSastræti 1 7ib. HafSi hann f&riS út af heimili sínu seint í fy.rra kvöld og skiliS eftir peninga- buddu sína, var hvorttveggja ó- vanaiegt, svo kona har.s baS lög- regluna aS sviipast eftir honum. En hún varS ekki vör. viS hann. Ekki er hægt aS segja um, hvort maSurinn hafi falliS í sjóinn eSa dregt sér vísvitandi. Þorstéinn átti uppkomin börn í Ame-íku. »l)Bfil)fi»IHllH)B»l)<fi>IHfil SÝRA IMAGANUM VELDUR MELTINAR- LEYSI. . Orsaknr kan, sArlmlI (>K verkl. HverMii Mkal læknaMt. MetjalafrætSingar segja at5 níu tí- undu alra veikinda magans stafi af meltingarleysi, sárinda í maganum, gasi, þembu, brjdstsvit5a o. s. frv., og orsakist af of mikilli Klorih magasýru, i en ekki, eins og sumir halda, af of litl- um meltingarvökva. Hin næma maga- hút5 er uppýft5 og meltingin frestast, fæt5an eúrnar og afleit5ingarnar vert5a mjög óþægilegar, eins og allir, sem af slíku þjást, kannast vel vit5. MeltingafmetSöl eru óþörf í svona tilfellum og geta verit5 hættuleg. Lát- it5 á hilluna öll þannig lögut5 meööl, og í stat5 þeirra fáit5 frá einhverjum áreit* anlegum lyfsala nokkrar únzur af Bisurated Magnesia og takit5 af þvj eina teskeit5 í vatni rétt eftir máltít5, I kvartglas af vatni. t»eta sykrar mag- ann, kemur í veg fyrir myndun of mikillar sýru, og þér finnit5 engan verk et5a sárindi et5a gas. Bisurated Magnesia (í tablets etJa duftmyndun— alls ekki í vökva et5ur mjólkuruppleys- ing) er skat51aus fyrir magann, ódýr at5 taka og er sú áreitJanlegasta Mag- nesia vit5 öllum magasjúkdómum. Þ*at5 er brúkaö af þú9undum rólks, sem boröar máltítiir sínar nú, án ótta fyrir meltingarleysisþjáningum. Ruthenian Booksellers and Publis- hing Company, 850 Main St., Wpg. \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.