Heimskringla - 22.03.1922, Blaðsíða 5

Heimskringla - 22.03.1922, Blaðsíða 5
WLNNIFEG, 22. MARZ 1922 HEIMSKRINGLA x BLAÐSIÐA. PÉTUR PALMASON 15- júní 1865 — 29. jan. 1922 Sem áður hefir verið skýrt frá í ís- lenzku vikublöðunum andaðist hér í bæ sunnudagskveldið hinn 29. jan. síðastliðinn þinghúsvörður Pétur Pálmason frá Þverárdal í Húnalþingi. Hann var lengi búinn að vera þjáður af innvortismeinsemd er hann var skorinn upp við fyrir ári síðan án þess þó að uppskurðurinn færði honum nokkurn veru- legan bata. Hann fíuttist hingað t;l lands snemma á tíð, bá barn að aldri, var því hvorttveggja í hópi hinna fyrstu landnema íslenzkra hér í álfu, og mátti teljast til hinnar annarar (síðari) kynslóðar íslendinga hér vestra, en til þeirrar kynslóðar má teija alla þá er hingað komu börn að aldri og hafa al- ið hér lengstan aldur æfinnar. Hann var víða kyntur, dvaldi um lengri eða skemri tíma í þremur elztu íslenzku bygðarlögunum hér, og var hvarvetn að góðu kunnur- Hann hafði það skapferli, að hann viidi í hvívetna góðu skifta við menn, var friðsamur, góðviljaður og hjálpfús, óöfundsjúkur og vingjarrdegur, nærgætinn og hjartagóður við þá sem bug- aðir voru og beygðir. Jafnlyndi og glað- lyndi fylgdu honum lil æfiloka. Hann Var þrekmaður og tók öllu jafnar. með stillingu, hvort með var eður mót, orðvar og æðru- laus og höfum vér eigi þekt geðprúðari mann. Hann var afburða maður að afli, vel- vaxinn og gerfilegur, en eigi að sama skapi framfærinn og lét honum ekki að ýta sér fram. Það var eigi að skapi hans- Hann var goðum hæfileikum búinn en naut skólament- unar lítillar á yngri árum. En í þá átt hneigð- ist hugur hans, — að fræðimálunum, var sí- hugsandi og vakandi fyrir nýjum skoðana- bréytingum, íhaldssamur nokkuð vegna af- stöðunnar í lífinu en þó víðsýnn og frjáls og umburðarlyndur og lét eigi skoðanamun valda vináttufæð. — Hann var drengur góð- ur á forna og íslenzka vísu. Sakna því þar margir vinar er hann var og skarðar enn að nýju íslenzka hópinn eldri hér í álfu við burt- för hans. Pétur Páknason var af góðum ættum kominn, efnuðu bændafólki í báðar ættir, og voru frændur hans margir orðlagðir gáfu- menn. Hann var fæddur 15- júní 1865 íÞver árdal í Húnalþingi og voru foreldrar hans Pálmi Hjálmarsson frá Þverárdal (dámn 1 1. sept 1910) og fyrri kona hans Helga Jóns- dóttir frá Miðvatni Jónssonar og konu þans Helgu Stefánsdóttur alsystur Gísla bónda Stefánssonar í Flatatungu í Skagafirði, föð- ur Jóns í Flatatungu, föður Gísla læknis í Grand Forks og þeirra systkina. Faðir var Hjálmar bóndi Loftsson í Þverárdal hálf- bróðir Jóns Árnasonar skálds á Víðimýri. Var móðir þeirra Guðrún Illugadóttir á Tind- um Pálssonar, fimti maður frá Síra Birni á Melstað Jónssyni biskups Arasonar- Árið 1875 fluttu foreldrar Péturs til Vest- urheims og vo*n þaU, ásamt börnum þeirra í fyrsta Iandnámsmannahópnum til Nýja Is- lands haustið 1875. Þar andaðist velri síð- ar Helga móðir Péturs. Var hann þá 1 1 ára. Tvö systkini hans höfðu þá andast um vetur- inn, nokkru á undan móðurinni, Hjálmar sjö ára gamall og stúlka er dó fárra nátta. Þrjú voru á lífi: Hjálmar Jónsson Bergmann — hálfbróðir — nú verksmiðjueigandi í Chi- cago, Helga Björg kona Jakobs Linaals, eru þau bæði löngu dáin, og Jón Þorsteinn, býr í bænum Seattle vestur á Kyrrahafsströnd. Ári síðar kvæntist Pálmi annað sinn — Elínu Schram stjúpdóttur Jóhanns P- Hallssonar frá Egg í Skagafirði bróður síra Jóns prófasts Hallssonar- Eignuðust þau tvær dætur er báðar eru dánar. Lifa því af þeim systkm- um aðeins bræðurnir tveir er áður voru nefnd ír. Árið 1880 flutti Pálmi úr Nýja íslandi með fjölskyldu sína suður til Dakota og sett- ist að í grend við Hallsson- Bjó hann þar í bygð til dánardægurs. Hann var maður stilt- urvel og hægur í framkomu, spakvitur, kjarn yrtur og mæta vel að sér, orðhagur og hnitt- inn í svörum. Vinsæll vjir hann og vel látinn og fastur í trygðum, jafnt við menn sem mál- efni. Hjá föður sínum ólst Pétur upp til fuli- naðar aldurs, en stundaði jafnframt algenga vinnu sem þá gjörðist með alla er til vinnu voru færir. Veturinn 1889 hinn 21. desember kvæntist hann og gekk að eiga Hólmfríði Ásmundardóttur Guðmundssonar og Kristín- ar Sæbjarnardóttur- Foreldrar Hólmfríðar konu Péturs voru Ásmundur Guðmundsson bónda í Firði á Seyðisfirði Sigurðssonar, móð ir Ásmundar kona Guðmundar hét Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir bónda í Stakkahlíð í Loðí mundarfirði bróður Páis föður séra Þorsteins á Hálsi í Fnjóskadal. Höfðu þau þá búið um langt skeið á Húsavík á Tjörnesi er bau fluttu til Vesturheims. Reisti Pétur nú bú þar í bygð, fyrst á landi er han keypti á Vestur Sandhæðum, er hann svo seldi seinna. ,'g þar næst í bænum Hensel austan vfrt við ís- lenzku bygðina, En sumarið 1893 hófust útflutningar úr íslenzku bygðinni í Dakota. Fór annar hóp- urinn vestur yfir hin svonefndu Pembina- fjöll til staðar norðan til í ríkinu er síðar nefndist Mouse River bygð, en hinn hélt aust ur yfir Rauðá til héraðs er þá var að byggj- ast norðast og vestast í Minnesota ríki, og nefndist Roseau- Varð þar um tíma fjöl- menn íslenzk bygð en er nú sem næst eydd íslendingum. Fluttust þau Pétur og kona hans með þeim sem austur fóru og námu sér þar Iand, bjuggu þar um 5 ára skeið, en tóku sig þá uþp að nýju og fluttu norður yfir landamæri Canada og voru með þeim fyrstu er þar stofnuðu hina svonefndu Pine Valley- bygð. Þar námu þau Iand og fluttu á það alda móta árið, reistu sér bú við læk er nefnist Pine Creek, var þar sett póstafgreiðsla og nefnt að Pine Valley. Þaðan dró bygðin nafn. Setti hann þar á fót verzlun og hélt henni uppi um þau 10 ár sem hann var þar- Við mikla örðugleika var að stríða, langt til allra aðdrátta, en ilt yfirferða um bygð;na. En fyrir framtak hans með aðstoð annara bygð- armanna komust á vegir smám saman, og yfir svæði þetta var lögð járnbraut fyrir rúmum I 5 árum síðan. Árið 1910 fluttu þau Pétur og kona hans til Winnipeg, seldu verzlun sína og landeign þar eystra, bjó hann svo lengst af það sem eftir var hér í bæ. Um rúmt ár, 19 i 0—11, hafði hann eftirlit með innflytj- endum (Immigration þispector) og áttu þau þá heima í bænum Emerson. Árið 1916 fékk hann stöðu sem umsjónarmaður við þingihús fylkisins- Þeirri stöðu hélt hann til dauðadags. Eina dóttur eiga þau hjón á Iífi, frú Kristínu Emilíu Channing skólakennara í Wenatchee í Washington ríki, en tvö börn mistu þau er bæði dóu í æsku. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lút. kirkju laugardaginn 4. febr að viðstöddu miklu fjöl menni. Yfir honum töluðu þeir séra Björn B. Jónsson og séra Hjörtur Leo. R. P. ÍSLAND. Eftir Lögréttu í Reykjavík frá 5. jan. til 6. febr. Skipsstrand. Á gamlárskvöld strandaSi þýzkur botnvörpungur, Greta, á Slýjafjöru á MeSalllandi. Er hann frá Gesterhunde. Skips- höfnin, 1 3. manns, bjargaSist öll, og verSur flutt, þegar veSur leyfi- til Víkur í Mýrdal, og þaSan ann- aShvort til Vestmannaeyja eSa Reykjvíkur. Botnvörpungurin.i stendur aS miklu leyti á þurru á sandinum. ÓráSiS mun *nn, hvort Geir verSur fenginn til aS reyna aS ná honum út. BotnvörpuskipiS “Otur’’, sem lengi hefir veriS í smíSum í Þýzka landi, er nú fullbúiS og á leiS hir.g aS. — VerSur því haldiS út frá HafnarfirSi og er ráSgert aS þaS byrji veiSar um næstu mánaSar- mót. Skálda og listamannastyrkurinn Nýlega hafa veriS kosnir til aS úthluta honum, í staS Á. H. B. og Á. P., þeir Magnús Jónsson dósent og GuSm. Finnbogason | prófessor. Er Magnús kosinn af ; listvinafélaginu en GuSmundur af ! Stúdentafélaginu. ÁSur skipaSi háskólinn einn manninn. En nú er þaS úr gildi numiS. ÞriSji maSur- inn í styrksnefndinni er Matth. ÞórSarson fornmenjav. Hann er kosinn af Bókmentafélaginu. I Gamanvísnasöhgvari kóm hing aS á Gullfossi síSast. Er hann ráS inn til þess aS syngja á Hótel Is- land hvert kvöld. Gamagvísna- söngvari þessi heitir Harry, og er sagSur minsti söngvari heimsins, kvaS vera um einh meter á hæS og er því sannkölluS konungsger- semi. Mun margan fýsa aS sjá þennan litla mann. ...Lungnabólga hefir gengiS í Austur Skaftafellssýslu nú aS und- anförnu. Dánarfregn. Um nýáriS lézt To bias Magnússon hreppstjóri í Geld ingaholti í SkagafirSi. Hann var stjúpfaSir Brynleifs Tolbiassonar kennara á Akureyri. Skattstjóri er ráS.inn frá nýári Eíínar Arnórsson prófessor. Er em- bætti þetta stofnaS meS skatta- lögunum nýju, sem samþykt voru á síSasta þingi. Hjónavígslur fóru fram hér á Iandi alls áriS 1920, 653. Er þaS nokkuS fleira en nokkurntíma áS- ur. Flestar hafa þær veriS áSur áriS 1919, þá 623. ManndauSi. ÁriS 1920 dóu hér á landi 1338 manns, (669 karlar og 669 konur). Er þaS heldur. meS meira móti en veriS hefrr á síSari árum. Annars hefir mann- dauSi fariS minkandi yfirleitt. FæSingar. 2629 böm fæddust hér lifandi áriS 1920, en áriS áS- ur 2360. Andvhna börn fæddust 69 áriS 1920. Af öllum börnum, sem fæddusit á þessu ári voru 305 óskilgetin. Togaranir selja um þessar mund ir allvel í Englandi. Þessir hafa selt þar nýlega. Baldur fyrir 1 1 00 stpd. Jón forseti fyrir tæp 1600, NjörSur fyrir 1900, og Leifjsr hepni fyrir 2527. Prestkosning hefir nýlega far- iS fram í Árnessýslu. Ingimar Jónsson hafSi einn sótt um brat'S- iS, og hlaut 52 atkv. En kjó«erd- ur em um 260, og er kosni'ngin því ógild. Ólafsmálin. Bæjarfógeti hefir tilkynt 6 af þeim mönnum, s-rt teknir voru fastir út af Ólafsmál- unum, aS málsókn verSi h fin gegn þeim. Þessir 6 menn em: Ólafur FriSriksson, Hinrik Ottó-- sen, Markús Jónsson, Reimar Eyj- ólfsson, Jónas Magnússon og Ásg. M GuSjónsson. Nýrri fréttir í sambandi viS Franklin Wilhelm Julius Franklin Wiihelm JúMus sonur þeirra hjónanna Mr. og Mrs. J. Júlíus, 756 Elgin Avenue hér í bæ, lézt aS heimili foreldra sinna á rr ánudagskvöldiS þann 20. þ. m., eftir þriggja mánaSa sjúkdómslegu, 19 ára aS aldri. Franklin Wilhelm var einn meSal þeirra efnflegustu og aS öllu leyti gjörfilegustu ungra manna hér í Ibæ, og er þaS þung sorg fyrir foreldrana cg eftirlifandi systkini aS sjá hann hverfa burt í Iblóma lífsins og verSa aS kveSja þau þegar hádegiS er í nánd og þegar starfsviSiS er nýupprunn- iS og starfskraftarnir sem mestir; einkanlega þar sem for- eldrarnir hafa áSur orSiS aS kveSja 5 börn slín flest upp- komin. Hlýjar endurminningar um þennan horfna unga mann munu ætíS ríkja hjá þeim er drSu fyrir því láni aS kynnast hönum og, meS þakklæti munu þeir minnast þess skammvinna tíma er hann dvaldi meSal þeirra. BlessuS veri minning hans. * rsR,- þetta mál eru í nýkomnu blaSi Einhverju varS bjargaS af vörum frá Akureyri, ‘‘Verkamanninum” úr búSinni. o segir íþeim, aS Ólafur FriSriks j son hafi veriS dæmdur í 30 daga 1 , Major Baxter heitir enskur maS fangelsi upp vatn og brauS, Hin-^ ur úr brezka hernum, sem hing- rik Ottóson í 20 daga og 3 aSrir ; aS kom meS Boitníu síSast. Er- í 15 daga. Einn sýknaSur. Dóm-' mdi hans hingaS er aS skjóta s li urinn vekur undrun. Sakir svo litl- t;r og dómsástæSur. VerSur áfrýj- aS. fyrir British Museum í London, því þaS á ekki selategundir, sem skotnar hafa veriS hér um þetta leyti árs. Major Baxter er veiSi- maSur mikill og hefir veriS á dýraveiSum víSa um heim. Hann 5. fe-br. Slys vildi til austur í Hvammi á Landi 2. þ. m. GuSjón Jónsson, I ætlar a® eins aS dveíja hér á sonur Jóns bónda þar, druknaSi landi stuttan tíma, því leyfi hans í Þjórsá. Menn vita ekki hvernig frá störfum íhemum er mjög tak- slysiS vildi til. MaSurinn hvarf en markaS. Fer hann væntanlega út líkiS fanst rekiS á árbakkanum. aftur meS Botníu eSa Gullfossi. GuSjón var um þrítugt. FaSir hans liggur rúmfastur og þungt haldinn af krabbameini. Próf. Ágúst H. Bjamason hefir veriS kjörinn félagi tveggja enskra vísindafélaga: The British Society for Pshychical Research í fyrra, og The British Pshycho- logical Society í ár. Ennfremur hefir hann veriS beSinn um aS ganga í dómnefnd fyrir Islands hönd í norrænum vísindaritum á enska tungu (The Scandinavían Georg Brandes áttræÖur. 4. þ. m. átti próf. Georg Brandes átt- ræSis afmæli..Hann hefir starfaS meS óþreytandi afli og elju siS- astl. 50 ár., gerSist ungur merk- isbreri nýrrar stefnu í bókment- um Dana og hefir skapaS tíma- skil í andlegu lífi á NorSurlönd- um. I haust sem leiS var þess minst meS mikilTi viShöfn og aS- dáun, aS hann hefSi þá fyrir 50 árum byrjaS fyrirlestra viS há- . . , , - skólann þar um höfuSstrauma í Monograph Series), sem nu a aS > n f f , Vr . .. , I bokmentum NorSurálfunnar á 19. tara aS geta ut í K.rist]aniu, um sálfræSrleg efni. Próf. hefir tekiS öldinni. HöfSu þessir fyrirlestrar þessu boSi, og eirú því Islending- ar þeír, sem kynnu aS vilja skrifa ritgerSir þess efnis, beSnir aS snúa sér til hans. Húsbruni á Blöndós1. I fyrra- kvöld brann íbúSarhús og verzl- unafbúS á Blöndósi eign Magnús- ar Stefánssonar kaupmanns, sem rekiS hefir verzlun þar í nokkur ár. HúsiS rnun hafa veriS vátrygt mjög mikil áhrif og eru fyrsta stórvirki hans íbókmentunum. En síSan hefir hann unniS þau mörg og er nafn hans víSfrægt meSal bókmentamanna. Hann heldur sitarfskröftum enn, og er nýlega komiS út eftir hann stórt rit um ítalska myndhöggvarann og mál- arann Michelanglo. Verndið verðmæta hluti. Hvar hefirðu verSmæta hluti þína? Hefir þér nokkru sinni gleymst aS sjá óhultan staS fyrir ábyrgSarbréf, verSbréf, eignarbréf og önnur áríSandi skjöl þín ? Öryggishólf í bahkavorum eru tU leigu fyrir sáralitla þóknun og veita þér óhulta vernd. SpyrjiS eftir upplýsingum viS banka þennan. IMPERIAL BANKl 4 OF CANADA Riverton bankadeild, H. M. Sampson, umboSsmaSur Útibú aS GIMLI (339)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.