Heimskringla - 22.03.1922, Blaðsíða 7

Heimskringla - 22.03.1922, Blaðsíða 7
WINNIPIEG, 22. MARZ 1922 HEIMSKRING^A. 7. B L A Ð S II) A. The Ðomlnion Bank horni notre dam avb. og SHEHBReOKE ST. HöfutSstóll, uppb...S 6,000 000 VaraijóSur .........? 7,700,000 Allar eignir, yfir..$120,000,000 Sérstakt athygli veitt viðskiít um kaupmanna og veralunsrté1 aga. Spo.risjó'Ssaeildin. Vextir af innstæðufé greiddir jafn háir og annarssta(5ax við- gongst. _____ rHOHE a oasa. P. B. TUCKER, RáðsmaíSur Rómantík. (Framhald frá 3. síðu) ir ættjarðar sinnar, að minsta íkosti ekki í upphafi; þeir lifðu svo að segja í almennum hug- sjónaheimi.sem hggur handan við aettjörð og samtíð; íþeir leituðu sér að verkefnum hvarvetna í heiminum log á öllu'mi öldum. En þetta breyttist, þegar nokk- uð kom út .á nýju öldina, — yngri rómantíska kynslóðin, Arn- im, Brentano, Grörres og fremur pðrum Kleist, er fyrst og fremst Jjýzkt; Iþjóðernistilfinnimg þeirra er ákveðin og kappsöm, — þeir eru ættjarðarvinir. Við verðum Iþó að varast að gera tákmörkin of skörp; það er hér sem alstaðar ella í sögunni, að landamærin eru óljós; svo sem eg hefi reyndar þegar bent á, voru einnig til straumar í elztu rómantíkinní, sem runnu beint í sömu átt sem hin þrengri þjóð- ernislega stefna, er hreyfingin fylgdi síðar. Þegar Wackemoder sökti sér á s’túdentaárum sínum af ástríðu niður í rannsókn forn- þýzkra handrita, eða dvaldi í Herzensergiessungen með ástúð við Albrecht Drurer, þegar hann syngur lof um Nurniberg og forn- þýzkra gyggingalist, — þá liggja^ faldar í þessu rætur að sérstak'lega þjóðernislegri list. Um Tieck er sama mláli að gegna; áhugi hans á œfintýrum og fornum alþyðu— bókum, sem hann færir sér í nyt í skiáldskap sínum, vinnur með að breytingunni. Það er Iþó einikennilegt fyrir elztu rómantísku kynslóðina, að ættjarðarást hennar er mestmegn- is bókmentaieg; áhugi þeirra á hinu þjóðlega á helzt rót sina að rekja til iþess, að þeir finna þar ný verkefni — nýtt efni í skáld- skap. Hjörtu iþeirra eru ekki brenn heit og iþrungin af hinum veru- legu örlögum ættjarðarinnar, sem voru harla dimm, í kringum þa. Fyrstu og sterkustu æskuáhrifun- um urðu þeir 'fyrir a þeim tima, þegar pólitíska ástandið heima fyrir vakti sikelfingu ií staðinn fyr- ir hrifiningu. I loik átjándu aldar- innar lá þýzkur þjóðarandi' og þjóðernistilfinning svo gersam- lega í dvala og ástandið var svo aumt, að beztu menn þjóðarinn- ar forðuðust að skipta sér af op- inberum málum og leituðu hælis í hugsjónaheimi fyrir handan skýin, sem földu fyrir þeim veru- leikann, er þeir höfðu andstygð á. Þessi kynslóð horfir til himins á leið sinni gegnum lífið, sökkv- ir sér ofan í hið djarfasta hugar- flug í heimispeki, reisir kyn'lega loftkastala úr kóngulóarvef drauma sinna en sér hvorki né vill sjáþiá veröld, sem er umhverfis. Á meðan gekk járnharður veruleikinn í manns liíki frá Frakk landi út yfir alla Evrópu, og hver þjóðin e'ftir aðra kiknar í hnjá- liðunum fyrir veldi hans, en eng- in þjóð hrapar svo langt niður sem Þýzkaland, er ált var í mol- um og skorti enn þá tilfinninguna umþað, að vera ein jþjóð; að lok- um var hið mikla þýzka ríki kom ið á grafarbakkann; — en á barm inum vaknar kynslóðin upp úr drumum sínum, lítur skelfd í kringum sig, tekur heljartökum og bjargar sér frá glötun. Þessi þjóðarraun grípur smá'tt og smátt allar hugsandi sálír, og söngvar skáldanna fyllast líka meir og meir af örlögum ættjarðarinnar. BARNAGULL HANS OG GRÉTA Til mannf. • . frá Piney. Frítt til þeirra er þjást af Asthma eða Hay Fever 'rltt tll reynnlu nííferö arm ulllr geta brtikníS fln 61»œgin«la e»a tlma miaaia. Vér höfum aSferS til a« Iœkna Asth- ía og viljum atS þér reyni'ö pat) a kkar eigin koatnat5. Gerir mif~ lun hvort veikin er nýfcyrju'ö eoa vort hún gerir vart vi$ sig sera Hay 'ever eöa chronic Asthma, þér se*t-u~ amt at5 senda eftlr frrtt Pru£u eynslu. Gerir engan mismon í hvaja jftslagi þér eigit5 heima 1 ^va/Öa töt5u þér hafit5 et5a á hvaöa aldri þér rut5 ef þér þjáist af Asthma et5a Hay 'ever þá œtti at5fert5 ekkar aö lœkna afarlaust. Vér viljum helzt af öMu senda til eirra er þjást af þeim sro kölluöu' bœtanlegu sjúkdómum þar sem óll nnöndunar met5öl eins og ópíum og ufuloft o. þ. h. hefir brugt5ist. Vér iljum sýna öllum á okkar eigin kostn t5 at5 okkar at5fert5 hlýtur aö koma í eg fyrir erfiöan andardrátt, krampa- :enda hnerra og andardrátto þyngsli. jÞetta ókeypis tilboö er of árítSandi II þess at5 þat5 sé vanrækt einn ein- ista dag. Skrifit5 nú og byrjitS at5 eyna þaö undir eins. Sendit5 enga •eninga. Bara senditS ávisunina sem lér fer á eftir. Gerit5 þat5 i dag. Þér ►orgitS ekki einu sinni buröargjald. FREE TRIAIa COöPON FRONTIER ASTHMA CO.,Room 11G Niagara & Hudson Sts.,Buf£alo,N.Y Send free trial of your method to: *‘Oft má af máli manninn » þekkja,” flaug mér í hug þegar eg las greinina frá Pineybóndanum í Hkr. 1. þ. m., sem á að vera svar við grein er ibirtis í 'Lögbergi 26. janúar s. 1. Ekki er það ætlun mín að svara þeirri grein, því hún mun að mestu svara fyrir sig sjálf, eða að henni verður ef tii vill svarað seinna. En það er nú ekki þungamiðja þessarar fallegu grein ar hans, heldur er það persónuleg illkvitni til1 mín. Betra hefði honum verið að vera skynlaus skepna, en að láta annað eins rugl og andans fúl- mensku frá sér fara, eins og þessi grein hans er í ’Hkr., 1. ,sl. mán. Mikið finst honum. til um þessa forarpolla, enda muniThans and- legu oig líkamlegu hæfileikar þríf- ast þar bezt. Hann ögrar mér um að það mundi fara ver fyrir mér, ef eg reyndi að fara hér til kosn- inga alftur. Mikill þýkist hann vera, og mannaráð hafa, en þar skjátlast honum heldur illa. Slík- ur molduxi gæti ekki verið leið- togi hvítra manna! — Ekki ætla eg að geta til hver maðurinn muni vera, en það er víst, að um það mun fáum villast sjónir sem til þekkja. Eitt ráð vil eg gefa hon- um, og það er að reyna að leita á náðir guðs 'og góðra manna til að reyna að útrýma þessum vonda anda, sem sýnist hafa yfirstígið hann, því líklega er hann orðinn svo magnaður, að hann getur ekki orðið af með hann af sjálfdáðum. Svo er þessu máli Iokið frá minni hálfu, og legg múl mitt und- ir dóm þeirra manna sem þekkja mig bezt, hvar helzt þeir eru. B. G- Thorvaldsson Aths. Þar sem vini vorum Mr. B. G. Thorvaldssyni hefir fundist vera persónulega sneitt að sér í á- minstri grein, og vér vibum að hann er þektur sem nýtur og góð- ur iborgari í sínu bygðarlagi, vild- um vér ekki sinna honum svars. Persónulegheit og nágranna bú- skaiparkritur ætti ekki að vera gert að blaðamláli. Meira verður því ekki tekið þessu viðvíkjandi í blað vort. Ritstj. Framlh. “Hvar eru þau?” ‘Þau eru í litla húsinu okkar" uppi á hólnum. Við fundum þau við liækinn, og þeim var kalt, og þau sögðust ekkert hafa fengið að borða í dag nema þurt brauð og það væri ekkert til í kveldmac- inn nema svo lítill mjólkurdropi, og þau Ihafa enga siokka eða skó, og hén á Nonna standa út úr bux- unum hns. — Mamma, er það ekki fallegt að ihjálpa þeim sem bágt eiga, eins og Jesús gerði?” Móðir barnanan stóð upp. Það- voru tár í augum hennar, og henni varð orðfall um stund. Hún gekk að matarskápnum, og fylti dálilla körfu af kökum og kjöti, smurðu rúg'brauði og nokkrum sykurmol- um o. fl.; svo fékk hún þeim körf- una og sagði: Hérna er svolítið til að gleðja Iitlu börnin sem eiga bágt. Fylgið þeim svo yfir lækinn áftur, og ver ið góð við þau. Svo kysti hún bæði börnin sem hröðuðu sér af stað sem mest þau máttu. Þegar iþau kotnu upp á hólinn sátu þau Ella og Nonni kyr inni í húsinu. Ella sat með brúðuna hennár Grétu í fanginu, en Nonni var að skoða boga semi Hans átti, en ekki þorði hann að skjóta af honum, því hann hélt að hann mundi skemma hann. Andlit Nonna og-EHu Ijómuðu af gleði þegar þau sáu hvað var í körfunni. Svo settust þau Hans og Gréta með Nonna og Ellu á milli sín og réttu þeim úr körf- unni. Við skulum bara borða sína kökuna hvert sagði Hans við Grétu, því við erum ekkert svöng. Nonni borðaði um stund, og svo hætti hann. “Viltu ekki borða meira Nonni? Það er miikið eftir, sagði Hans. “Jú," — svo híslaði hann í eyrað á Hansi. “Má eg gefa mömmu líka; hún er svo lasin og eg held að það sé af því að hún er svo svöng.” “Já, já,,” sagði Hans. Svo rétti hann þeim sínar tvær kökurnar hvoru og lók svo klútinn sinn og bréfið sem var í körfunní, setti það sem eftir var í það, og batt klútinn utan um og fékk Nonna hann. Nú ætlum við að koma með ykkur yfir lækinn.” Ellu langaði ekki til að fara strax. Hún leit Föngum augum til brúðunnar. Gréta sá það, tók brúðuna og fékk Ellu bana. Þú mátt eiga þessa brúðu, eg á tvær aðrar heima.” Og þú mátt eiga þennan boga, Nonni; eg skal biðja hann Bjarna gamla að srmða mér annan, og hérn eru tíu örfar sem fylgja hon- um.” Nonni og Ella voru orðlaus af undrun og gleði. Aldrei höfðu þau lifað slíka hátíð fyr. Aldrei höfðu þau att brúðu og -boga fyr en nú. Ella kysti brúðuna og þrýsti henni að hjarta sínu sem væri hún heilagur dýrgripur sem hún aldrei skyldi glata. ; Nonni skoðaði bogann í krók og kring, eins og hann gæti ekki j trúað því að hann ætti svo fall- i egan hlut. Þau fóru ofan að læknurn. Ella dáðist mest að kjólnum sem brúð an var í, og lét hún hverja spurn- ínguna reka aðra við Grétu á leiðinni ofan að læknum, en Nonni og Hans töluðu um bog- ann og hve langt vaeri hægt að skjóta með honum. “Við þurfum að fara að fara heim, Gréta,” sagði Hans. “Vertu sæl, Ella,” saði Hans. Ella hljóp til hans og kysti hann, og svo Grétu á eftir; sama gerði Nonni. Hann faðmaði Hans að sér og sagði: “Við skulum biðja Guð að blessa ykkur, í kvöl-d þegar við förum að sofa, og við skulum biðja Guð að senda ykkur pen-- ingasvo Iþið getið fengið góð föt og nóg aS borða. Svo hluipu þau sitt í hverja átt- ina. Nonni og Ella heim að Koti en Hans og Gréta upp á hól og tó<ku körfuna og fóru svo heim glöð yfir dagsverki sínu. Nonni og EUa komu heim heit og rjóð af hlaupunum. Mamma, mamma; líttu á hvað Gréta á Hvoli gaf mér.” “Og líttu á hvað Hans gaf mér,” og Nonni rétti fram bogann sinn. ^XDg, mamma, þau, þau gáfu okkur ó- sköpin öll af góðum mat, og líka handa þér, mamma,” og Nonni rétti mömmu sinni böggulinn sem maturinn var í. Fóruð þið upp að Hvoli?” “Nei, þau komu ofan að lækn- um,” og svo sögðu þau alla sög- una, sem var ekkert smáræði í þeirra augum. Jóhann kom inn í þessu, og var honum sagt og sýnt alt saman. Hann -horfði um stund þegjandi a börnin og leikföngin og matinn, sem kona hans hafði tekið úr böglinum. Eru Har.i og Gréta ekki góð, pabbi? ” “Jú, þau eru góð, og guð gefi að þau verði aldrei svo rík að þau glyemi að hjálpa þeim sem ,eiga bágt.” Þau ætla að biðja Guð að senda okkur peninga svo við get- um fengið ný föt og nóg að borða. “Þið eigið líka aðbiðja guð að blessa systkinin á Hvoli fyrir hvað þau eru góð við ykkur.”* j “Við ætlum að gera það, pabbi, áður en við förum að 'ofa, ! og svo settust þau öll til borðs : með mjólk og matinn frá börn- j unum á Hvoli, o,g sjaldan mun máltíð hafa verið meðtekin með meira þakklæti en þessi. Þegar Héns og Gréta komu heim, voru þau glöð og ánægð I yfir því sem þau höfðu gert, en um leið iháflsneyft yfir því að hafa gefið í 'burtu brúðuna og bogann í leyfisleysi. Þegar þau komu inn kallaði móðir þeirra á þau og spurði þau hvort Nonni og Ella hefðu orðið glöð við sendniguna, og kváðu þau já við því. “Fylgduð þið þeim yfir lækinn aftur?” ‘Já, og Ella kysti mig, mamma,’ sagði Hans niðurlútur, “Og Nonni kysti mig líka,” sagði Gréta. “Mamma,” sagði Hans. “Er það nokkuð Ijótt að gefa öðrum það sem maður á sjálfur.” “Nei, barnið mitt, það er fallegt en ekki ljótt. “Eg gaf Ellu brúSuna mína, gall Gréta við. “Og eg gaf Nonna bogann minn. Ó, mamma, ef þú vissir hvað þeim þótti vænt um.” “Þið eruð góð börn, og ham- ingjan blessi y.kkur fyrir alt gott sem þið gerið öðrum. Svo fengu börnin að iborða, og svo fóru þau upp á loft til að sofa, Niðurl. DANIR TAKA LAN. Skömmu fyrir jólin samþykti danska ríkisþingið lög um að taka 30 miljón do'llara lán í Ameríku. ASallbankarnir í Kaupmannahöfn annast lántökuna, en National City Bank í New York útvegar peningana. Ríkislán þetta er borg- að út með 90% og er afborgunar- laust í næstu 20 ár. Að þeim tíma loknum á lánsuppbæðin að greið- ast með 1 05 fyrir 1 00, svo að lán þetta verður nokkuð dýrt. Frjálslyndari flokkarnir í þing- inu höfðu haldið því fram, að taka þyrfti þetta lán strax í haust, en stjórnin tók því fjarri þá. —* Síðan Ihefir það komið fram, að tekjur hafa brugðist og gjöld orð- ið meiri en ráðgert var, og verð- ur því að taka þetta lán til þess að ibæta upp tekjuhallann. Þegar lántakan var ákveðin, steig dönsk króna mjög að gengi, en síðan hefir hún smáfallið aftur. Lögr. LOFTÁRÁSIR. Engri borg reyndu Þjóðverjar jafn þráfaldlega að granda með loftárásum á stríðsárunum eins og London. Árangurinn varð ekki að sama skapi, og skemdir bser, er Þjóðverjar unnu á borginni námu ekki eins miklu og kostnaðurinn við flugferðimar til Englands. Samkvæmt skýrslum, sem nú hafa verið gefnar út um loftárás- irnar, hafa 1 74 hús verið ger eyði- lögð og 619 mikið skemd, en nokkur þúsund hús skemd smá- vægilega. Meðal skemdra húsa var aðalsímastöðin, járnbrautar- stöðvarnar í Liverpoll Street og St. Pauccas og St. Páls kirkjan. Skaðinn er alls metinn 2,042,000 sterlingspund. Mannskaðinn við loftárásirnar var mikill. 524 manns msitu lífið og 1264 særðust. En í öllu Englandi létu 15 70 manns lífið við ‘loftárásir en 4041 særð- ust, og kemur því þriðjungur á Lundúnaborg. Miklu fleiri lata lífið við slys á götum borgarinn- ar á einu ári, en alls við’ loftáras- irnar þau þrjú ár, sem þaer stóðu yfir. Árásirnar höfðu enga hern- aðarlega þýðingu, hið eina sem með þeim vanst var það, að drepa og saera saklaust fólk, sem engan þátt tók í ófriðnum. Lögr. ÓTBREIDSLA TALSÍMANNA. Bandaríkin í Ameríku eru lang mesta símaland heimsins. Út- breiðslan hefir orðið svo mikil þar, að heita má að síminn þyki jafn ómissandi á hverju heimili eins og algengustu innanstokks- munir. AS notkun símanna er svo miklu meiri þar en annarsstað ar, telja menn stafa af því, að símarnir eru eínkafyrirtæki, en ekki reknir af ríkinu. Talsíma- afgreiðslan er einnig talin þar miklu betri en annarsstaðar og yf- irleitt ,hafa símamálin náð meiri fullkomnun þar í landi en annars- staðar, eins og viðeigandi er í föðurlandi talsímanna. Tveir þriðju hlutar allra talsíma í iheiminum eru í Bandaríkjunum. , Þar eru 12 miljón talsímar, eða 114 símar fyrir hverja 1000j manns. Stóra-Bretlandi eru ekki nema 19 símar fyrir hverja 1000 manns, eða 854,045. Síðan 1. janúar 1919 hefir símum fjölgað í Bretlandi um 100 þúsund en í Bandaríkjunum um meira en milj- ón. Canada hefir 8 1 síma á þús- und fbúa, Danmörk 73,, New Zee- land 65, Svíþjóð 64, Noregur 45, Ástralía 40, Sviss 30, Þýzka- land 23. Langfullkomnastir eru símarnir í Svíþjóð af öllum þeim sem ríkisrekstur er á. Það er Bell-íélagið (kent við höfund talsímans), sem hefir eins- konar einkaleyfi á talsímum í Ameríku og greiðir það ríkissjoði 9% rentu af 1 180 miljón dollur- um fyrir leyfið. Evrópumönnum er gjamt til að álíta talsíma nokkurskonar ó- þarfa, sem hægt sé að komast af án. Ameríkumenn telja hann ó- missandi á hverju heimili, hvort heldur er í borgum eða til sveita. Lögr. Prentun Allskonar prentun fljótt og vel af hendi leyst. — Verki frá utanbæj- armönnum sérstakur gaumur gef- inn. — Vei'Sií sanngjamt, verkið gott. The Yiking Press, Limited 853—855 Sargent Ave. Talsími N 6537 BORGIÐ HEIMSKRINGLU. ENN ÞÁ eru margir, sem ekki hafa aent oss borgun fynr Hei kringhi á þeasuni vetri. ÞÁ vildum vér biðja að draga þetta ekkr lengur, helaur senda borgunina strax í dag. ÞEIR, aem aktdda oss fyrir marga árganga eru sérstaklega beðn- ir iira að grynna nú á skuldum anun sem fyrst. Sendið nokkra dollara í dag. Miðinn á bkcði yðar sýnir frá hvaða mánuði og ári þér skvádið. THE VIKING PRESS, Ltd., Winnipeg, Man. Keeru herrar:— Hér með fylgja — .Dollarar, sem borgun á áskriftargjaldi mínu við Heimskringlu. Nafn .—...-----...-------------— ------ Áritun ................................ BORGIÐ HEIMSKRINGLU.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.