Heimskringla


Heimskringla - 20.04.1922, Qupperneq 6

Heimskringla - 20.04.1922, Qupperneq 6
6. BLAÐ3I&A. jdEiMSICRINGLA. WINNIPEG, 19. APRIL 1922 Ónytjungurinn. Eftir FRANK I. KLARKE. Niðurlag. Hann nam staðar spölkorn frá tjöldunum oí? hrópaði kveðjuorð á Krí-Indíána máli, en fékk ekkert svar. Það var dauðaþögn, nema það sem hundarnir héldu uppi harmakveini sínu og sem nú voru komnir til Louis og farnir að flaðra upp á hann og hestinn. Hann héit af stað aftur og nálgaðist tjöldin meir, en fór haegt og gætilega. Honum leizt engan vegin^ á þetta alt saman. Innan stundar fann hann þef nokk- urn og ekki þægilegan, og óx fýlan eftir því sem hann nálgaðist meir tjöldin. Nú fór honum ekki að lítast á. Hann varð hálfhræddur, stökk af hestinum og hljóp í spretti heim að tjöldunum. Hann leit mn í það næsta og — hræðileg sjón — þar sá hann liggja fimm svört og þrútin lík, karl og konu og þrjú börn, sem dáið höfðu úr hinni viðbjóðslegu bólusótt! Hann snerist skyndilega á hæh, í því skyni, að flýja svo skjótt sem yrði frá þessu voða pestarbæli. En svo alt í einu nam hann staðar aftur og hlustaði. Ofur lágt og veiklulegt neyðaróp hafði í þessari and- ránni borist að eyrum hans. <?pið var svo lágt, að það líktist meira litlum goluþyt en mannlegri rödd, en samt hlustaði hann og á sama augnabliki heyrði hann í sama veika rómnum stunið upp einu orði: “Vatn! ” Það hefði verið hart hjarta, sem ekki hefði kom- ist við af þessu andvarpi, af bænarorðunum öllum, sem fólgin voru í þessu eina sttuta orði. Hver mundi hafa staðist það? I sömu andránni hafði Louis gleymt hræðslunni við sýkina, hættunni, sem hann var staddur í, viðbjóðnum — gleymt öllu nema því, að þarna var manneskja á lífi og þjáðist óbærilega. Á styttri stund en þarf til þess að segja frá góðverk- inu, hafði'Louis sótt vatn í lækinn, fundið sjúklinginn í einu tjaldinu, lyft honum upp og hallað honum að barmi sínum á meðan hann hélt hinum lífgandi, lengi þráða vatnsdrykk að þrútnum, sollnum vörunum. Þessi eini. langt leiddi sjúklingur, sem eftir var á lífi í tjöldunum, var ung stúlka af Krí-Indíána ætt. Hún hafði enst lengur en allir hinir, hafði hjúkrað þeim einum eftir annan, á meðan kraftar hennar leyfðu. En svo að lyktum greip sýkin hana líka. Þá var enginn til, sem gæti rétt henni hjúkrandi hönd og lagðist hún því niður til a$ deyja. Þegar Louis fann hana, var hitinn mesti burtu. Lífsaflið hafði mátt meira en dauðinn, og lifnaði hún við, af því hjálpin og hjúkrunin fékst einmitt þegar mest lá á. Það var greinilegt, að hún átti honum líf sift að launa. Hann gerði henni laufskála á lækjarbakkanum, gerði þar dyngju af heyi og laufi og ofan á hana breiddi hann svo ábreiður sínar. I þenna skála flutti hann svo sjúkhnginn og lagði hann á þessa tillölulega mjúku sæng og hlúði að henni með ábreiðum sínum. Að þessu búnu fór hann að hugsa um hina dauðu, — ell- efu talsins. Verkfæri var engii/að fá í grendinni, nema eina skógaröxi, en með henni og höndunum tókst honum einhvernveginn, með ósegjanlegu erfiði, að grafa svo stóra gröf, að líkin öll komust í hana. Þannig tókst honum að ausa alla þessa vesalinga moldu, og að.því búnu brendi hann öll tjöldin og alla muni, sem höfðu tilheyrt Indíánunum. Þetta sjálf- fyrirsetta mannkærleikansverk var bæði þreytandi og viðbjóðslegt í hæst máta, og var Louis bæði úttaug- aður og veikur af viðbjóðnum, þegar verkinu var lokið. -* -3' * Indíánastúll^an hrestist nú óðum og sagði hún honum, hvernig stóð á þessum litla hóp. Bólusóttin hafði gosið upp í meginflokk Krí-Indíána og tóku leiðtogarnir þá undireins það ráð að sundra flokkn- um, að skifta honum í smáhópa, er hver héldi sig frá hinum. Var það gert í þeirri von, að þá yrði tekið j fyrir útbreiðslu veikinnar. Hvaðan drepsóttin kom, | var óvíst, en ætlað að hún hefði borist með Blood- og Sarcee-Indíánum sunnan frá Skógafjöllum og ná- grannahéruðunum, því þar var sagt að sóttin væri í algleymingi sínum. Louis hlustaði á sögu hennar með athygli og þótti alvarlegt málið. Hann vissi að -veiðimannaflokkur- inn, sem hann hafðr verið rekinn úr, var á vesturleið, á slóð vísundanna. og að veiðimennirnir þannig stefndu beina leið að sjálfri uppsprettu bóluveikinn- ar. Ef svo heppilega hefði til tekist, að þeir hefðu ekki enn rekist á neina þessa ógæfusömu Indíána, sem, tvístraðir í smáhópa, voru að flýja í allar áttir undan drepsóttinni, var hugsanlegt, að enn ynnist tími til að ríða í veg fyrir þá og afstýra voðanum með því að snúa þeim aftur. En nú var Louis sjálfur að veikjast, orðinn ófær til ferða. Það var ekki hægt að misskilja seyðings-verkinn í öllum líkama hans, pínuna, sem ætlaði að kjúfa höfuðið, ofsa-hitann og sviðann í augunum, eða breiskingsþurkinn í kverkum og munni. Hann var máttfarinn og svo mikil þyngsli og drungi yfir honum, að hann gat naumast gengið og ekki nema með því að reika. En hvað sem því leið, þá skyldi nú^af stað, gera tilraunina undir öllum kringumstæðum. Indíána-stúlkan, sem nú var sjálfbjarga orðin, gerði sitt til að aftra honum. “Vert þú kyr, bróðir,” sagði hún. “Þig skortir krafta til að framkvæma það, sem þú hefir sett þér fyrir. Hin vonda veiki er búin að grípa þig nú þegar, og áður en þú kemst langt áleiðis, sortnar þér svo fyrir augum, að sjónin fer al- veg, og hver verður þá til að leiða þig til þíns fólks. Nei, vert þú kyr og eg skal annast þig, þegar máttur þinn er þrotinn. Þegar þú svo ert búinn að ná þér aftur, skulum við bæði fara og aðvara veiðimenn- ína. En Louis gaf sig ekki fyrir nokkrum röksemdum eða bænum stúlkunnar. Hann hafði tekið í sig að reyna þetta og tilraunin skyldi gerð, þó það kostaði lífið. Hann steig því á bak hesti sínum og hélt af stað í suðurátt. Hann hugsaði sér að stefna svo vestarlega, að þegar á slóðir vísundanna kæmi, gæti hann fest upp einhverskonar auglýsingar, sem und- anreiðarmennirnir sæju og skildu, þó aldrei sæju þeir hann sjálfan. Tækist honum þetta, gesði minst til, hvað um hann sjálfan yrði. Hann var búinn að lifa enda of lengi, eins og stóð. Sorgar- og smánardagur hans hefði átt að vera hans hinn síðasti. Tækist hon- um að aðvara sína fornu flokksbræður nú og vernda þannig alla sína litlu vini, sem í förinni voru, og mæð- urnar þeirra góðu og hana Maríu, hana Maríu hans, þá var æfi hans ekki til einkis. Hann léti þá lífið í sannarlega góðum, göfugtim tilgangi. Veikur," eins og hann var, kepti hann áfram og knúði hest sinn Syrgjandi. Eftir A. W. LIGHTBOURN. Þegar fram á brúnina kom, og komið var á enda plógfarsins, sneru hestarnir við til vinstri, og var ekki iaust við að þeim stæði stuggur af að fara framar. Þarna var sem sé snarbratt og áin og vatnið fyrir neðan. Þeir stiltu sig þó strax, og nú áttu þeir að fá ofurlitla hvíld, áður en þeir lögðu næstu umferð undir plóginn. Þegar þeir höfðu kastað mæðinni fóru þeir að fá sér tuggu af hinu græna grasi, sem í svo ríkum mæli var fyrir fótum þeirra. Eg batt taumana við plóghölduna. Eg ejálfur var ekki á móti því að sanzað væri ögn. Eg gekk fram á brúnina og stóð með hendurnar á mjöðmunum, og var í baráttu við sjálfan mig um, hvort eg ætti að klifra niður brattann og fá mér kæl- andi og svalandi drykk af hressandi og hreinu vatni úr ánni sem rann þar í vatnið stóra, eða þá hvort eg ætti heldur að hvíla mig í nokkur augnablik, jafn- framt og eg hvíldi hestana. Ef að löngun mín hefði mátt ráða, hefði eg vafalaust farið þegar í stað nið- ur að ánni, þegar mér kom það til hugar, en hugsun- in um að þurfa að klifra aftur ulpp, kom mér til Vó hika, og á endanum komst eg að þeirri niðurstöðu sem mest hann mátti. Hvað tíma leið vissi hann ekk-: að betra væri’að fá hvíldina og vera með þurrar ert og var hka sama um það. Og hann fann ekki til, kverkarnar. Eg sneri mér því ér hæl,vnærri því sorg- tímalengdarinnar, nema þegar hann mátti til að á litla bitinn, sem eigi svo ósjaldan kemur fyrir okkur, þeg- stund endur og sinnum til að hvíla sinri góða og þolna (ar þurfum að neita okkur um eitthvert smáræði reiðhest og gefa honum tækifæri til að kroppa gras : sem gæti aukið ^ vellíðan okkar og velta sér. Þó hann syfjaði, þorði hann ekki að | Eg senri mér því í hálfhring frá vatninu, en þá sofna. Hann þorði ekki einu sinni að njóta hvíldar- var þaig sem rykug og stór stígvél vöktu alt í einu athygli mína. Stígvélin voru í svo undarlegu sam ræmi við jörðina þarna sem þau voru, að eg gat . ekki annað en horft á þau í nokkur augnablik; en í þau hrifinn. Það voru sjaldgæf augu, með ein hverri óskiljanlegn dýpt af sorg — og þau voru sí innar og setjast eða leggjast niður, en var altaf á rjátli þó hann skjögraði á fótunum, þegar hann var ekki í hnakknum og á ferðinni. Altekinn af banvænni veiki og úttaugaður af þreytu, stóð bann með vak- smátt og smátt lögðu þau meira undir sig, og leituðu andi auga á verði og varðist dauðanum, sem lá í Ieyni hærra — brúnar buxur með knépokum, þarnæst í grendinni. Svo ofsaleg var hitasóttin orðin, að bómullar skyrta með nokkrum silkiröndum, og svo hann sá hræðilegar ofsjónir með köflum. Allskonar sterklegir handleggir, og að síðustu einkennilegt voða-myndir voru á vegi hans og hvervetna umhverf- andlit með djúpum, brúnum augum. Þegar eg hafði is hann. Djöfullegar raddir öskruðu í eyru hans og uppgötvað þessi augu, gat eg ekki annað en starað ógnuðu honum með allskonar bölbænum og skelfing- um, er biðu hans. Annan sprettinn gerði þetta fjandasafn gys að honum og rak svo upp helvízkan og æ á hreyfingu hlátur. En þrátt fyrir öll þessi undur og skelfingar | “Sæll veri ’ann!’’ sagði eg og gat ekki Ieynt gugnaði Louis ekki, en hélt hestinum á jöfnu, þéttu undrun minn yfir því að vera ekki einn. brokki í suðvestur. Hann fann ekki til sviðaverksins,1 “Sæl1- kunningi! Getur þú sagt mér hvar Fiski er læsti sig um hvert hans bein og hverja taug. Hann klettur er ?” var spurt með djúpri en mjúkri rödd. hugsaði um eitt, og eitt einungis og hafði eina einustu 1 Fiskiklettur? Eg má segja að hann sé um hugsun og hana svo aðkvæðamikla, að hún yfir-,tvær mílur ut með vatninU, eða um mílu fyrir utan ^næfði allar þjáningar líkamans, þá, að geta aðvarað nesið M arna,” og eg benti honum með hendinni veiðimennina. Hvað lengi hann hafði verið é ferð- * áttina- ~ “En hvaða erindi att Þu þangað? Hann inni, vissi hann ekki, og ekki heldur, hvað langt hann er um halfa mílu frá næsta húsi, en það er þó aðeins var kominn. En þohnn ems og reiðhesturinn var, kofagarmur sem eElíl hefir venð notað fyrir rrianna- var hann orðinn uppgefinn. Hann titraði allur og bústað í mörg ár?” — Spurningin varð til fyrir ein- skjögraði svo, að honum lá við falli í hverju spori, !skæra undrun ^ess er SpurSÍ’ ^VÍ hver hafði nokkurn þegar hann að morgni dags, réttum sólaruppkomu, kom á hæð eina litla og sunnan undir henni blasti við alfaravegurinn vestur að Skógafjöllum. Þegar á hæðarbrúnina kom, nam vesalings skepnan staðar og hneggjaði hátt. Vakti það Louis upp af dvala, sem á honum var og var hann þegar með sjálfum sér aft- Samtímis \ar hinum slæpta reiðskjóta svarað. ur. J tírna heyrt ókunnuga spyrja um Fiskiklett? En áður en eg hafði þó farið nánar út íþetta, áttaði eg mig á að þetta gat verið óþægileg spurning. - “Fyrirgefðu ef eg er að skifta mér af því sem mér kemur ekki við,” sagði eg afsakandi. “Það eins og var óvart hjá mér, þar sem enginn býr á löndunum þar í kring, og óvanalegt að nokkrir fari þangað Það hneggjuðu hestar á sléttunni niðri undir brekku-, ut‘ barðinu. Louis rétti úr sér eins og hann gat og rýndi út yfir sléttuna. Sjón hans var'óðum að þverra og alt, sem hann leit á, virtist honum blóði drifið. 1 gegnum þessa blóðlitu þoku kom hann þó auga á tvo menn niðri a sléttunni, er riðu geyst og stefndu í vest- urátt. Það voru fyrstu undanreiðarmerin veiðimann- anna. “Hó, hó,” hrópuðu þeir og námu staðar niðri fyr- ir brekkunni: : “Néi, heilaga nafnið!” sögðu þeir svo í senn. “Þetta er þá Lojais! Heyr þú, drengur! Hvað ert þú að gera hér?” “Bíðið þið svolítið!” svaraði Louis og hrópaði svo hátt sem hann gat. “Gangið ekki fótmáli nær mér, ef þið viljið halda lífi! Pestin, bólusóttin er alstaðar vesturundan! Til búðanna með ykkur! Til baka strax! Heim með ykkur öll til bygða! Segið Mar......” Hér þraut rómurinn og hér þraut lífsaflið. Endirinn á nafni ástmeyjar hans dó á vör- um hans í titrandi, grátþrungnum stun. Samstundis hneig hann af hestinum, hreyfingar- og meðvitundar- laus. Þegar hesturinn Iosnaði þannig alt í einu við byrði sína, gerði hann tilraun til að nálgast hina hest- ana, en veiðimennirnir brugðu byssum sínum upp að öxlinni og hleyptu af og hneig hann þar dauður nið- ur í brekkunni. Án nokkurs undandráttar sneru veiðimennirnir við og hleyptu á harðasprett austur sléttuna, eins og væri óvinurinn ‘sjálfur á hælum þeirra Og hver í kapp við annan, öðrum í nágrenn- inu til viðvörunar, orguðu þeir svo í sífellu: “Bólu- sóttin! Bólusóttin! ” “Guði sé Iof! Hitinn er úr honum. Hann lifir! ” Þessi orð, töluð í lágum, þýðum og kunnuglegum róm, léku um eyru Louis, er hann vaknaði, að honum virtis.t við það, að kaldri en mjúkri hönd hafði verið þrýst að enni sér. Hann opnaði augun, en hægt og seint og þreytulega, og það, sem fyrst mætti þeim, var góðmannlega andlitið hans “faðir” Lachase, er brosti blíðlega framan í sjúklinginn. En þar var líka uppi yfir honum annað andlit, — andlit, upp- Ijómað af elsku og nývakinni von, — andlit ástmeyj- arinnar, andlit — Maríu. ^ndir. “Það gerir lítinn mismun,” sagði hann og I.Ió við. “Sannleikurinn er sá, að eg hefi neyrt klettsins getið — og eg hefi aldrei séð hann.” “Mér hefir verið sagt að kletturinn væri í lögun líkt og fiskur. Eg hefi þó aldrei séð hann, og ef til vill sé eg hann aldrei.” “Já,” sagði hann en hafði augun á skipi í fjar lægð er var á siglingu framhjá. — “Jú, jú, það er nú einmitt það sem mér var sagt. og hann á sír sögu: alt á sér einhverja sögu, eins og þú veizt.” “Mér var ókunnugt um að Fiskiklettur ætti sér sögu,” sva aði eg. “Já, eg hafði heldur ekki gert mér það í hugar- lund,” hélt hann áfram. “Bændur hugsa um lítið annað nú á dögum en uppskeru og kornverð. En eg þykist þó sjá, að þú ert ekki einn í þeirra tölu.” Hann horfði yfir akurinn sem eg hafði verið að plægja, og var auðsjáanlega að veita illgresinu eft- irtekt og þessum sjö löngu, krókóttu plógförum. Hann brosti hlýlega. “Nei, eg er fremur ókunnugur hér sjálfur,” sagði eg. “Eg er svo að segja nýkominn aftur heim, og lagði fyrir mig landbúnað, þar sem ekkert annað betra var að fá.” ^ “Já, þú hefir verið fyrir hándan.” og hann virti mig nákvæmlega fyrir sér. “Eg þóttist vita það á því hvernig þú komst mér fyrir sjónir. — Nei, ekký stríðsslitinn eða úttaugaður — en — bara — eg get hér um bil ætíð séð það — það breytir mönnum einhvern veginn.” “Er langt síðan að þú komst?” spurði eg hann. “Það er komið hátt á árið.” Hann hreyfði hægri hendina sem var honum svo að segja gagnslaus. “Eg hefi unnið á skrifstofu síðan eg kom. — Lok- aður inni sem fugl í búri. Guð má þó vita að eg hefi haft sterka löngun fyrir útiloftið.” Hann þagnaði hér og f hugleiðingum sínum fór hann eins og ósjálf- rátt að sparka steinnibbum fram af brúninni, og var ekki að hlífa stóru rykugu skónum sínum, eins og þau væru ekki til annars gerð. Eg settist niður á brúnina og fór að dingla þar fótunum í lausu lofti. Hann settist niður við hliðina á mér. “Eg vona að torfan sú arna okkur,” sagði hann fjörlega. láti ekki undan “Sömuleiðis hér, og það mjög innilega,” sagði eg og hugsaði um það hvað það mundi vera óþægi- !egt að Iosna þarna úr háa lofti og velta síðan eins og bolti niður alla þessa brekku, og láta síðan vatn- ið taka á móti sér. “Brattinn er allmikill með köflum,” sagði hann. “Já, það er ekki laust við það, og þegar neðar dregur fer hún að verða töluvert klettótt, og eigi óvíða dálagleg hamrabelti, ekki minna en hundrað fet.” “Já, auðvitað, miklu fleiri en sjáanleg eru hér að ofan.” Hann tók upp steinvölu og kastaði henni með afli miklu, en það var rétt svo að hún næði vatninu. Eg reyndi að leika þetta eftir honum, en dró iþó ekki eins langt og hann. “Já, það er talsverður spölur,” sagði hann hugs- andi, og horfði á óhreina fingurna. “Hvernig er því varið, að þú dregur lengra með vinstri hendinrii en eg með þeirri hægri?” spurði eg “Það kemur til af því að eg nota hana helmingi meira,” sagði hanun fyndnislega. Líkt og hann væri að hugsa upphátt, hélt hann áfram: “Einungis við skriftir í loftlítilli skrifstofu, allan daginn og alla daga. Já, auðvitað, og þá var það sem White sagði mér söguna um Fiskiklett, og eins og þú getur nú séð, þá er eg nú hér kominn til að sjá hann sjálfur. I Japan, Indlandi eða jafnvel Suður-Afríku mundu menn ekki leggja mikið á sig til að sjá slíkan klett sem Fiskiklett, en — hér í þessu landi! Þar sem fólk dreymir ekki um annað en peninga — og les ekki annað en það sem skrifað er á dollarana — er öðru máli að gegna — og eg varð að sjá þenn- an stað.” Mér fanst þetta næstum því dularfult. Gestur minn leit þó ekki út fyrir að hafa sloppið af geð- veikrahæli. — Hvað bjó undir þvf er hann talaði um? Forvitni mín var nú vöknuð. Eg leit yfir til hestana, til að ganga úr skugga um að þeir væru þar/ennþá. Einn þeirra stóð á þrem fótum, en hinir voru ennþá að bera sig eftir björginni. I fjarska — ef til víll um fimm mílur undan landi — buslaði flutnsingsdallur áfram á hinu bláa, víða vatni. Við og við flaug máfur með vængjaþyt yfir höfðum okkar, ekki til annars enl að rjúfa þö, úna sem þarna átti heima. Að baki mér voru þessar sjö plógumferðir eftir endilöngum akrinum, en að öðru leyti stóð jarðargróðurinn óhreyfður. Náttúru- barnið fann að hér var ríki þess. Landbúnaðarmað- urinn leit á þetta öðrum augum. Hann gat ekki virt fegurð hins græna og nýja grass, eða hina óbreyttu fegurð fífilsins. Landið það arna gaf honum óspilt til kynna örðugleika og vandræði. — Eg var neydd- ur til að líta á það augum landbúnaðarmannsins. Hestarnir mínir voru heitir og slæptir, og aktýgin skyldu mörk sín eftir á þeim. “Hvernig hljóðar sagan um Fiskiklett?” spurði eg, en bætti þó strax við: “Það er að segja, sé það ekki einkamál.” “Nei, það er ekki einkamál, eða að minsta kosti hefi eg ekki kynst því fólki sem við þá sögu er riðið. Það var ekki fyr en í gær að eg heyrði söguna. —- Það skeði fyrir mörgum árum síðan, þegar búgarð- arnir hér í kring voru ákaflega víðáttumiklir, og mikill hluti þess landflæmis var óruddur. — BjöIIur voru á þökum sumareldhúsanna, sem víða var ekki nema ómerkilegur skúr, sökum þess að þá brendi fólk að mestu leyti við, og vönduð eldhús mundu hafa orðið óþolandi heit. Kvenfólkið hringdi bjöll- unni þegar maturinn var tilbúinn fyrir karlmenn er unnu út á akri, svo enginn tími færi til ónýtis. “Maður að nafni Crow var eigandi að einum arð- vænlegasta búgarðinum her i sveitinni. Ibuðarhus- ið var heldur óásjálegt, með vilhvínívið er vafði sig upp með veggjum þess en fallegum og þykkum búsk- um alt í kring. Það var nálægt vatninu og ekki langt frá Fiskikletti. “Crow átti dóttir eina barna, og var hún vön að hringja bjöllunni klukkan tólf og svo aftur klukkan sex, til að kalla á' hann heim til þeirrar beztu mál- tíða sem fáanlegar voru í allri sveitifini, að honum fanst. Hún var mjög elskuverð stúlka, og eins og nærri má geta, þótti öllum sveinunum í nágrenninu sem það mundi bezta gjaforðið sem hægt værf rið íugsa sér. Crow vildi gifta hana einhverjum af son- um nágrannazsinna, svo þegar annarhvor kadaa.ia írykki upp af væri hægt að vinna bæði löndin sem eitt — rétt eins og landflæmið væri ekki nógu mik- ið fyrir. — En stúlkan mátti ekki heyra það. “Eg vil íeldur líta eftir þér eins lengi og eg má, og vil ekki giftast,” sagði hún við karl föður sinn. — Ef lil vill hefir ástæðan verið sú, að hún hafi lært það af móður sinni, að það væri ekki eftirsoknarverð staða að vera bóndakona, og eg get þess til að hún muni íafa haft svona hérumbil rétt fyrir sér.” “Ungur skólapiltur vann hjá Crow gamla í sum- eyfi sínu. Hann var dreymandi og fíngerður ung- lingur, og ef til vill var það mögulegt, að hann væri ekki ákaflega hrifinn af harðri líkamsvinnu, en hann gerði þó sitt bezta, og hélt það furðu vel út. Áður en langt um leið fór það að hafa nýja þýðingu fyrir dóttir Crows gamla að hringja bjöllunni á sumar- eldhúsinu, og fyrir unga skólapiltinn fór það að þýða meira en bara góða máltíð og dálitla hvíid. — Það fór að hljóma M-a-r-j-a, M-a-r-j-a. Og Marja byrjaði á því aftur að færa þeim drykkjar- vatn út á akurinn þegar heitt var, eins og hun hafði gert áður en móðir hennar dó. “Crow hafði það fynr sið að fara reikandi yfir land sitt eftir kvöldmat, eða rétt í Ijósaskiftunum, en á meðan hjálpuðust þau Marja og skólapilturinn ungi, að þvo upp mataráhöldin og taka til eftir mál- (NiSurlag á 7. síðu)

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.