Heimskringla - 26.04.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.04.1922, Blaðsíða 4
& BLAÐSIÐA. HEIMSICR INGL A WINNIPEG, 26. APRIL, 1922' i" 11 --------'J----'-*■> HEIMSKRINQLA <stofiuitt ism> Kemur fit á hvcrjum mlDtlkaáffL Ctfefeidor •* elfeadin THE VIKÍNG PRESS, LTD. 8S3 ug 853 SAKGBNT AVE., WIA’NIPEG, Talxlml i N-«537 Ver» blaSnlan er (3.M Incutartai b»r«- lat trrtr fria. AUtr krriutr teillal rltaauil blaCalna. Ráðsínaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFAN EINARSSON Vtulakrlft tlli blaSalaai THE VIKINvi PKBSS, Ltd., B«x 8171, WtnBlref, Maa. Utandakrtft tll rltatjðrna* EDITOR HEIMSKKINGLA. Bux 3171 Wlulfef, Max The "Helmakrlinla” ls prlntod and pub- lishe by the Vlklnp Press, Llnlted, at 853 og 855 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Manl- toba. Telephone: N-6537. ■ ,:~v • • J WINNIPEG, MANITOBA, 26. APRIL, 1922 Genua fundurinn Störf Genúa fundarins eru eitt af því sem meiri eftirtekt vekja út um allan heim um þessar mundir en nokkuð annað. Einkum eru það samningarnir milli Rúss- lands og Þýzkalands sem blöðunum virðist starsýnt á og misjafna dóma fá hjá þeim. Halda sum þeirra, einkum brezk, frönsk og ítölsk blöð því fram, að fundurinn hafi með samþykt þeirra stígið það spor sem óheilla- vænlegt sé, og sem haft geti í bráðina þaer afleiðingar að fundurinn verði leystur upp og starfi hans sé með því lokið. Gera þau svo mikið úr þessu, að þau þykjast ekki sem stendur sjá neina leið opna fyrir þennan fund til að halda áfram starfi. Ástæðan fyrir þessum undirtektum blað- anna, er ekki alls kostar skiljanleg. Á fundi þessum virðist ekkert hafa átt sér stað, sem ekki mátti vænta. Lloyd George skýrði það ótvírætt, að tilgangur fundarins væri sá, að reyna að bæta ástand Evrópu efnalega, en það verði ekki gert með því að einangra Rússland að öllu leyti, eins og gert hefir ver- ið. Hann þóttist sjá þar svo mikinn auð í landi, esm aðgerðarlaus læi. Og með því að iðnaðarlöndin kæmust í eitthvert sam- þand við Rússland og gætu hagnýtt þetta mikla óunna efni, eem þar væri, mætti skjót- ara búast við viðreisn á hag Evrópu en ella. Frakkland og fieiri lönd voru á móti því að.Rússlandi yrði leyfð nokkur þátttaka í þessum fundi. En Lloyd George og blöðin á Englandi og þjóðin öll virtist eindregin þeirr- ar skoðunar, að Rússland yrði að. vera tek- ið til greina. jNú eru ensku blöðin sjálf á iftóti samning- unum sem Rússar og Þjóðverjar hafa gert jfn á fnilli. Og hvers vegna? Ástæða þeirra virðist nú vera hifí satiia 9? Frakka var, að við Rússland ætti ekki að gera neina samn- inga. Þykjast þau nú sjá, að með þeim sé lagður grundvöllur til annars stríðs, ekki að vísu í bráðina, en semna. Þau líta svo á, sem Rússland hafi þarna fengið þann ómetan- lega styrk, til þess, að etja kappi við Vest- ur Evrópu þjóðirnar, sem ilt verði að brjóta á bak aftur. En hvernig stendur á þessum ótta Vestur- Evrópu þjóðanna við stríð frá hendi Rúss- lands, þó samningar þessir væru gerðir? Svíþjóð og flest Norðurlöndin og Eistrasalts- löndin, Lithuania, Ukrania og Pólland hafa gert slíka samninga við Rússland. Hvers- vegna mátti það ekki eins gera samninga við Þýzkaland? Rússar komu ekki til þessa fundar til þess að seba stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt. Við því gátu Vestur-Evrópu þjóðirnar ekki búist. Það sem Lloyd George að minsta kosti áleit að gera þyrfti, var að koma á viðskiftum við Rússland. Og fylgir þeim ekki oftast einhver viðurkenning í stjórnarfarslega átt? Hví geta ekki hinar vestlægu þjóðirnar farið að dæmi Þjóðverja og viðurkent Rúss- Iand og byrjað að reka viðskifti við það? Kemur ekki að því fyr eða síðar úr þessu? Annars eru Iýðveldisstjórnar ríki að jafn- aði ekki eins herská og konungs og keisara- ríkin. Að fyrra bargði leggja þau sjaldan út í ófrið. Það virðist að minsta kosti sem að þeim sé fyllilega eins trúandi til að halda frið og hinum síðar nefndu. Lloyd George sér vonandi einhvern veg út úr þessum áminstu klípum, sem Vestur- Evrópu-þjóðirnar tala um í sambandi við þessa samninga milli Rússa og Þjóðverja og þær þykjast vera komnar í. Og vantreysti Vestur-Evrópu þjóðirnar friði nema því að eins að þær geti ógnað öðrum þjóðum með vopnum, ættu þær eitt augnablik að geta sett sig í annara spor og fundið að aðrar þjóðir hafa einnig nokkra ástæðu til að van- treysta jafnvel þeim með vopnin yfir höfð- um sér. Þýzkaland er afvopnað og Rússland er með afvopnun. Norðurlöndin eru einnig með henni. Á hverjum stendur í því efni? Af- vopnunuin er vissasti vegurinn til algers frið- ar. Hver á að ráða? I síðasta “Lögbergi” er æðilöng ristjórnar- grein með fyrirsögninni: “Fólkið á að ráða.” En hálf óheppilega er sú fyrirsögn valin, því efni greinarinnar lítur alt að því að sanna hið gagnstæða, eða að fólkið eigi e k k i að ráða. Hvaðan blaðinu kemur þessi lýðfrelsis- andi eða hitt þó heldur, nú á tímum, sem í greininni hefir tekið holdgan, er erfitt að gizka á. Að vísu hefir ýmislegt áður bent á, að andi frelsisins hafi ekki sveimað yfir rit- stjórnarborði Lögbergs. En að hann íklædd- ist ham, eins og áminst grein ber með sér og æddi svona út í dagsljósið, það hefði fáum | dottið í hug að óséðu. Verkefni nefndrar greinar er hvorki meira : né minna en það, að sýna fram á, að alþýða manna sé sá óviti, að henni sé ekki trúandi fyrir því að fara með völdin. Og mál sitt sannar ritstjórinn með því að benda á að verkfæri hafi verið uppgötvað til þess að mæla með vitsmuni manna. Verk- færinu er ekki lýst, en það á að hafa verið j notað við inntöku manna í herinn og hafa I reynst mætavel. Eftir jví sem vér vitum bezt, var þetta nýja verkfæri, sem notað var til þess, að ; ; reyna að komast að því, hve fljótir menn, i sem í herinn gengu væru að hugsa, ekkert ! annað en vanalegt pappírsblað og blýantur. Með blýantinum voru tölustafir skrifaðir á i blaðið — og munu einhverjir hafa séð eitt- hvað svipað því aðhafst áður — og menn- | irnir yoru látnir reikna dæmin sem þeim voru gefin. Sumir eða ef til vill flestir þeirra er undir þetta “próf” gengu, höfðu auðvitað ekki lagt stund á reikning að ráði í langan tíma. i En þó að þeim tækist ekki að skila dæmunum, réttum innan ákveðins tíma, er það heldur rýr sönnun fyrir því, að þeir væru óvitar eða vissu ekki meira en 9 ára gömul börn. Einn af fjölnismönnum, Brynjólfur Pét- ursson, var gáfumaður mikiil, eins og þeir félagar aliir. En í reikningi botnaði hann al- drei verulega, að sagt var. Og því kvað | Grímur Thomsen um hann: “Hverja réði hann rún sem vildi, en reikning hjartað al- drei skildi.” Ætli að því hafi ekki getað verið svipað farið með mennina sem undir þetta “próf” gengu. Ætli að lífsreynslan hafi ekki verið búin að færa þeim sum þau sannindi, sem 9 ára barnið vissi lítið um? “Reynslan sannaði í hernum að þessi mæ!- ' ing vitsins í mönnum var óskeikul,” segir í greininni. Samkvæmt því er vit mannsins mikið eða lítið eftir því hve snarráður hann er í stríði. En ef sú staðhæfing er rétt, þá ættu vitrustu menn heimsins’ að vera hep. foringjar. Menn eins og Edíson, Marconi, William James, Finsen og Darwin, og eiginlega flestir uppgötvarar og vísindamenn, ættu þá ekki að vita mikið, bornir saman við menn eins og Foch, Hindenburg, French, Ha[g eða Perching. Þó allir þessir herforingjar sýndu snarræði og framsýni í stríðinu, dettur fáum í hug að skipa þeim í tölu að því er vit snert- ir hinna fyrtöldu manna. Hver á að ráða? Hugtakið sem felst í þessari spurningu er jafn gamalt mannkyn- inu. Ein kynslóðin eftir aðra hefir leitast við að svara henni og heíir svarað henni hver á sinn hátt. En öll svörin lúta að því einu og san*a, því, að fólkið eigi að ráða sér sem mest sjálft. Saga stjórnmálanna sýnir, að stjórnarumbæturnar hafa einmitt verið fólgnar í því, að greiða frelsi fjöldans í þjóð- félaginu veginn. Og þó mjög hafi verið farið í kring um þessa stefnu af þeim, sem einir vildu öllu ráða og það lið hafi öðru hvoru orðið sterkara, þá virðist þó, sem meðvit- undin um það að allir séu jafningjar, og allir eigi að vera jafnir, sé ekki hægt að kæfa. Miklu veikari í sessi meðvitundarinn- ar er einveldið orðið hjá þorra manna. Dag- ar þéss spá margir að þá og þegar séu taldir. Enda geta þjóðirnar séð sælli daga en þá, er það hefir úthlutað þeim síðustu árin. Það er hálf hlægilegt að hlusta á einveldisstefnu mennina vera að tala um uppreistaranda hjá alþýðunni, sem stafi auðvitað af fáfræoi hennar, eftir aðrar eins blóðsúthellingar og einveldið, ráðríknin og fégræðgin kom af stað og hélt blygðunarlaust uppi mörg ár til eymdar og bölvunar fvrir aílan heim, eða alþýðuna að minsta kosti; það má vera, að einhverjum hafi fundist það alt borga sig. En það eitt er víst, að alþýðunni finst ekki til um þá viturlegu ráðsmensku einvaldanna. Og það er engan veginn ólíklegt, að ein- j veldið hafi með því framferði búið sjálfu sér til þá gröf, er það ætlaði öðrum að detta ofan í. Einn hinn vitrasti og kærleiksríkasti og yfirlætislausasti maður í Bandaríkjunum. Abraham Lincoln forseti, sagði þessi orð um sama efni og hér er um að ræða: “Því minna sem oss er stjórnað, því betra er það.” Á hvað bendir þetta annað en að einvaldið eigi að hverfa og að þjóðin öll eigi að ráða. Vér erum að minsta kosti trúaðri á orð þessa mannvinar og spekings, en vitsmuoa mæl- ingar á landi sálarlífsins af herþjónustu vitr- ingum. Það mun nú orðið stoða lítið í kosningum, að telja alþýðu manna trú um, að vegna þe .s að hún viti ekki meira en 9 ára gamalt barn ætti hún ekki að sækjast eftir að fara með völd. Alþýðan kann orðið dálítið að laka höndum saman og er eigi síður líkleg til, að taka til sinna ráða ef á að fara að beita hana slíku vopni. Fólksflutningur frá Bandaríkjunum. Það er talsvert áhyggju-efni fyrir Banda- ríkin hve mikið flyzt þaðan af fólki til Can- ada um þessar mundir. Bændur þaðan eru að taka sig upp hópum saman og setjast að hér í Vesturlandinu og er engin mótvon, þótt slíkt þyki ærið umhugsunarvert í Bandaríkjunum. En hvað veldur því að þessir menn eru að yfirgefa Bandaríkin og setjast hér að? Bandaríkin eru frelsis og framfaraland. Þjóðin þar er ein sú auðugasta í öllum heimi. Veldi hennar er óskaplegt í augum annara þjóða, og mun þó ekki ofsögum af því sagt, þó rannsakað sé niður í kjölinn. En samt er því nú svo háttað, að bændur í Vesturfylkjunum þar hafa -síðustu árin átt all erfitt aðstöðu og hafa ekki komist of vel af. Stafar það einkum af því, hve jarðir eru orðnar dýrar þar og öðrum en auðmönn- um um megn að eignast þær. Verðhækkun- in sem átt hefir sér stað á þeim síðustu árin, hefir farið fram úr öllu hófi. Gróðabrallið með þær á stríðstímunum gekk eins langt og það hefir nokkru sinni gengið. Afleiðing- in hefir svo nú orðið þessi, að alt of mikið af jörðunum lenti í hendur stóreignamanna, sem leggja urðu svo þungan skatt á leigu- liðana, að þeir gátu ekki risið undir því; en það urðu jarðeigendur að gera til þess, að fá þaer rentur af fénu sem þeir lögðu í jarð- irnar, sem þeir þóttust þurfa að fá. I Canada er land ekkert síður fallið til framleiðslu en í Bandaríkjunum; landskost- ir hér eru nálega hinir sömu og sunnan landa- mæranna. Hér má framleiða eins mikið af hverri ekru og þar. En munurinn er þessi, j að ekran kostar hér ekki nema $30. í stað þess sem hún kostar í Bandaríkjunum frá $300. til $500., Þetta er ástæðan fyrir því að bændur þaðan flytja umvörpum hingað. Þeir sjá veg sinn greiðari hér með því fé er þe:r hafa í fórum sínum en suður frá. Canada býður hinum fátækari opnari arma og betri tæki- j færi en Bandaríkin. j Gefur þetta ekki tilefni til að spyrja? Eru Bandaríkin að verða skjól auðmanna einna? Er auðvalds fyrirkomulagið í þessu lýð- frjálsa landi í þann veginn að svifta alþýð- una eða hina fátækari verndinni sem einu sinni var búist við að í þeirra hlut féili? ! Hvert stefnir þetta? Bútar,. heita þættir úr ættarsögu íslendinga frá fyrri öldum, sem Steinn Dofri hefir samið og nú hafa verið gefnar út í sérstakri bók. Ættarsögubútar þessir birtust áður í “Syrpu” tímariti 0. S. Thorgeirssonar. Að efni til fjalla þeir um: ætt frú Þrúðar á Grund, upp- haf Langs-ættar, og þátt úr ætt Oddverja á 14 öid. Ættir þessar munu vera einar af þeim, sem allra óljósastar eru í ættarsögu íslendinga og má því nærri geta hvort ekki ! hefir þurft á miklum sérfróðleik að halda í þessum efnum til þess, að rita þessa búta. Hvernig höfundi hefir tekist það, verða ætt- fræðingar að skera úr. Ritið er því vísinda- legt, þó auðvitað geti margir er ættfræði unna, haft gagn og skemtun af lestri þess. En gallinn er, að sú fræðigrein er nú að Ieggjast á kistubotninn hjá almenningi og er þó ekki hægt að vita mikið um sögu þjóðar vorrar eða hverrar þjóðar sem er án nokk- urrar þekkingar á ættfræði. Þættir sögunn- ar eru spunnir þannig, að vita verður nokkur deili á ættum, ef rétt skal skilja hana, á sama hátt og þekking á ætt hvers manns sem nú er uppi, getur mjög hjálpað mönnum til að skilja og vita hvers vænta má af þeim manni. “Það kemur ekki dúfa úr hrafnseggi,” segja menn. Nú — ættfræðin getur um það frætt, hvort búast má við góðu eða illu í fari manna ef augað er glögt fyrir þeim fróðleik. Hvað verður gert til þess að vekja áhuga fyrir þessari gagnlegu fræðigrein, sem svo lengi hefir verið í hávegum höfð að mak- legleikum, en virðist nú vera á hverfanda hveli hjá' íslenzkri alþýðu? SumargleÖi í Tjaldbúðinni. Mér fanst sumardagurinn fyrsti ætla að vera lengi að líða. Veðrið var alls ekki eins og maður hefði ákosið þennan gamla hátíðisdag okkar Islendinga. Eg leit út á Dall- inn fyrir framan húsið mitt nokkur- um sinnum um daginn til þess að aðgæta hvort eg ætti engin merki sumarsins að sjá þann dag, en alt- af varð eg fyrir vonbrigðum. Altaf var sami kuldagjósturinn, þegar höfðinu var stungið út úr dyrun- um. Eg var búinn að sitja yfir dagblöðunum og treina mér þau meiri hluta dagsins, og var farinn að hálf kunna þau. Þá vildi svo til, að eg rak augun í “Heims- kringlu”. (Það var eins og vant var, eg, húsbóndinn á heimilinu, fékk ekki að hla í blaðið fyr en allir aðrir voru búnir að lesa það.) Eitt af því fyrsta, sem eg rak aug- un í, var auglýs'ng frá Kvenfélagi Scimbandssafnaðarins um kveld- skemtun, sem það ætlaði að efna til í kirkjunni um kvöldið.. Eg leit á úrið. Klukkan var jöfnu milli nóns og miðaftans. Þá mintist eg þess, af fyrri reynslu minni af sam komum á þeim stað, að lítil lík- indi mundi vera til þess að eg kæmist að, fyrst ekki væri fyr á stað farið til þess að ná sér í að- göngumiða. Það sýnast eins og álög á því húsi, að þar sé altaf fult, þegar efnt er til einhverra mannfunda, hvort sem það eru guðsþjónustur eða annað. Þetta var því lakar sem skemtiskráin var mjög freistandi. Eg kallaði þá fram í eldhús til konunnar minnar og spurði eftir “Lögbergi”. Það var ekki alveg óhugsandi, að þar Dodd’s nýrnapillur eru bezta nýrname'Salið. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun, þvagteppu^ og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eSa frá Th'e Dodd’s Medictoe Co., Ltd., Toronto, OnL væri sagt frá einhverri annari fs- lenzkri samkomu, sem meiri lík- indi væri til að hægt væri að kom- ast að á. Konan mín vissi ekkert um Lög- berg. Það er borið í húsið af göml- um vana og krakkarnir eru farnir að þekkja það og vita að það verður engin rekistefna úr því, þó þeir taki það, þegar það kemur í húsið, og noti það til bátasmíða eða annara þarfa. Eftir nokkura leit hafðist þó upp á slitrum af blaðinu og þar var auglýsing frá öðru kvenfélagi um skemtun þetta sama kvöld. Það var kvenfélag hins fyrsta ísl. lúterska safnaðar. Eg leit á skemtiskrána. Hún var í tólf Iiðum. Af því var ein ræða. Hjálmar Bergmann! Eg kallaði aftur til konunnar minnar. (Hún ^í^^^^s^osoosíífloocsMossocooossessosossooeosoDSöosaS ur “Stabat mater dolorosa,,, og sálmi ríka mannsins í Heljarkvölum. i. TILEINKUN: Herra S. Sigurjónsson, ritdómari Mrí _ Lögbergi. Sjálfsagt hefir þú heyrt hundrað sinnum, eða oftar, söguna um ríka manninn og Lazarus, sem lesa má í Lúk. 16. kap. Óvíst er þó, að þú létist skilja við hvað sé átt, væri þér sýnd vísa, sem nefndi nöfn úr henni, og heiti bókarinnar sem hún finst í, eins og þér vildi til með Vatnsdælu, og nafn Ingimundar gamla og heimili hans. Hér er þá fyrir það sker siglt, með þessari “skýringu.” _ vinsamlega, Stephan G.— II. 14, Hrokkinn upp úr hinztu kvölum, Helsár, starði augum fölum Hermaður í hnignum val — Alt var feigra-blóði blandið, Bælið hans og föðurlandið, Jörðin hverfð í dauðans-dal. Eins og blossi úr eldibrandi 0’t sem kulnar — snar-leiptrandi Hendist upp í hinzta sinn — Þó fyrir augun skjóti skýi Skref úr síðsta lífsins vígi, Opnast hjarta-himininn. Þá er gleymd ö!l fölsuð fræði — Friður á jörðu, sátt og gæði! Verða instu óskar köll — Hjöðnuð fjarlæg hæða-löndin — Heima-jörð á lengstu böndin, Fastheldari en önnur öll: “Ekki fyrir mig, en mína! Móðir jörð, fyrir ásýnd þína, Fram sé borin bænin mín: Láttu ei koma á kvalastaðinn — Kyntan mér, en framúr vaðinn Börnin mín né börnin þín!” Lægri dýra linkind gladdur Lazarus var betur staddur! — Það hefi eg með þrautum lært — Stríð er grimm’ra en taki tárum — " Til að mýkja úr banasárum Hingað var ei hundum fært!” '22. Stephan G.—

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.