Heimskringla - 17.05.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.05.1922, Blaðsíða 4
s. BLAÐ31ÐA, HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 17. MAI, 1922 HEÍMSKRINQLA (StofnS 1BM> Kenr Ot • Inrjn ttC«leutn oar elfemtir! THE VIKíNG PRESS, LTD. 853 ,( 855 SAHGBÍIT AVE, WINNIPBO, Talwlmli N-C537 Ver» llaftlu er |i.W ír*»mnirlam b*r«- Imt fyrlr frim. Allar bmr(tmlr Mt<W rtbmuml blaMn. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFAN EINARSSON Vtanflmkrlft tlí blaSslaa: THB VIKIIia PRHSS, Md.. Bol 8171, WlmmlKI, Maa. Utanflokrtft tll rltatjðianm EDITOR HBIMSKJUITGIiA. Boi 8171 Wlulfei, Han. Tho "HelmskrlnBla" ls prlntid anð pab- lisbe by the Vlklnr Freas, Llmalteð, at 863 og 865 Sargent Ave., Wlnnlpef, Manl- teba. Tetepbene: N-6687. WINNIPEG, MANITOBA, 17, MAl 1922. Trúgirni. Það er eftirtekarvert, hve trúgirni manna er mikil á sögur. Hvort sem sagan er lesin eða sögð, er löng eða stutt, er sannleiksgildi hennar sjaldnast skoðað niður í kjölinn. b Langir reifarar, sem efninu hefir verið smal- að í úr austri, vestri, norðri eða suðri, og alt er hjáleitt í augum þess, er dálítið athugar það, því er öllu saman trúað sem óbrigðulum sannleika, af fjölda, er les reifarana. Eins er það með sögur, sem í daglegu tali eru sagðar til þess að krydda með samræður. Það er ekki verið að spyrja að því, hvort þær sögur séu sannar eða ekki; því er naumast nokkur gaumur gefinn, hvort þær einu sinni séu sennilegar. Sögumaður kemst auðveld- lega út af því við boðorð sannleikans. Frá- sögn hans vekur jafnt yndi og er eigi síður tekin sér nærri af lesaranum og jafnvel til fyrirmyndar og viðvörunar, þó hún sé ósönn, eins og þó hún væri sönn. Það er ekki með þessu átt við það, að menn segi ósannar sögur af ásettu ráði. Það er aðeins trúgirnin á sögur, hvernig sem þær eru til orðnar, sem svo eftirtektarverð er. Hér er dæmi af því, sem átt er við. Eitt laugardagskvöld var maður nokkur niðursokkinn í að lesa söguna af “Borgunum tveimur” (The Tale of Two Cities). Það, sem sérstaklega hafði yfirgnæfandi áhrif á huga hans við lesturinn, var frásögnin af af- tökuverkfæri einu, er þar var minst á, og af- drif þeirra, er fengju það um háls sér spent. Myndin af þesu brauzt hvað eftir annað fram í huga mannsins eftir Iesturinn. Daginn eftir bað konan hans hann að koma í kirkju með sér. Presturinn hélt Janga bæn og maðurinn sofnaði undir henni. Ög hann fór að dreyma einmitt um þetta verkfæri, sem hann var að lesa um daginri áður, og að það vofði nú yfir hálsi sér. Þeg- ar konan hans rétti sig upp í sætinu eftir bænina, varð hún þess vör, að maðurinn hennar svaf. Hann lá með handlegginn fram á næstu stólbríkinni og faldi andlitið í hönd- um sér. Hún hélt á blævæng í hendinni. Til þess að vekja manninn sinn, svo lítið bæri á, snart hún hálsinn á honum með blævængn- um. En á manninn, sem var að dreyma að aftökuáhaldið vofði yfir sér, hafði þetta þau áhrif, að hann hélt, að það væri nú fallið að hálsinum, og féll dauður niður á gólfið. Við sögu þessa virðist ekki neitt athuga- vert í fyijstu. Og sé hún vel sögð, hlýtur hún að hafa mikil áhrif á þá, er heyra hana. En sé nú farið að íhuga hana nánar, verður ann- að uppi á teningnum. Ef menn spyrja t. d.^ hvernig hægt hefði verið að vita, hvað þenna dauða mann hefði verið að dreyma rétt fyr- ir andlátið, sést brátt, að sagan er ósönn og ekki til þess að Ieggja sér hana á hjarta. Onnur saga er oft sögð hér sem dæmi um hreysti. Hún er af hermanni frá tíma Napo- leons mikla. Napóleon á að hafa komið auga á mann, sem mist hafði annan handlegginn í stríði. Til þess að sýna manninum, að hann viðurkendi hann fj'rir framgöngu sína, sæmdi Napóleon hann heiðursmerkjum. Manninum fanst svo mikið til um þá virðingu er honum var með þessu sýnd, að hann greip sverð sitt og hjó af sér þenna eina handlegg, sem hann hafði. Saga þessi þykir tilkomu- mikil og mun þykja gott dæmi um hreysti, þjóðhollustu og hugprýði. En spyrji einhver að, hvernig maðurinn, sem ekki hafði nema einn handlegg, hafi farið að því, að höggva hann sjálfur af sér, rýrnar sannanagildi sög- j unnar. Ganga má þó að því vísu, að sá, er segja kann sögu þessa vel, sé álitinn djúp- sær, áhrifamikill og sannfærandi ræðumaður. Sögur þessar eiga mjög vel við aldarand- ann, eins og hann er nú. Það eru svo fáir, sem tíma gefa sér til að hugsa. Alt, sem menn lesa og heyra, er viðtekið sem óyggj- andi sannleikur. Að athuga dálítið fyrir sjálfa sig, þykir ekki ómaksins vert. “Þagalt og hugalt skyldi þjóðans barn,” stendur í Hávamálum. Það væri ekki neitt að því, þó að þessum fornu spakmælum væri oftar beitt en gert er. Það gæti að minsta kosti haft það í för með sér, að draga dálítið úr trúgirni manna á skröksögur. Og það mun heldur ekki rýra sannleiksástina. íhug- un á hverju máli sem er, hlýtur að leiða til meiri þekkingar á því, menn komast með því nær sannleikanum. Hversu fróður og djúp- sær, sem sá kann að vera, er einhverju máli heldur fram, getur þetta ávalt átt við, að at- huga málið frá eigin brjósti. En það er þó einkum þegar sögur, sagðar eða skrifaðar, eru á ferðinni, að þessa gerist þörf, vegna þess, að þar er oft svo skamt á milli öfga og þess, sem rétt er _og satt. Hunter heitir amerískur rithöfundur. Hann hefir meðal annars nýlega skrifað bók, er hann kallar: “Hugsaðu” (Think). Það orð ætti að vera gert að “einkunnarorði”, sem lifað væri eftir. —------------1 Fyrirspurnir. Háttvirtu ritstjórar! Vinsamlegast viljum við mælast til þess, við ritstjórn Heimskringlu, að þessum spurn- ingum sé léð rúm í blaðinu við tækifæri. Greindir og góðir Islendingar myndu — ef til vill — vera fúsir á að svara þeim við hent- ugleika, því vissulega er gætnum og hugs- andi mönnum raun að, hvernig stjórnmála- menn nútímans haga sér. Stjórnmálin. Var ekki Norris-óstjórnin rekin frá völd- um af fólkinu við síðustu fylkiskosningar 29. maí 1920? Og var hún ekki aftur fordæmd og rekin á flótta á þinginu í vetur af meiri hluta þingmanna? Ef svo er, að Norris-klíkan sé tvisvar sinn- um búin að verða sér til minkunnar, hvern- ig víkur því þá við, að hún hangir enn við völd, gegn vilja fólksins? Voru það nema þrjár og hálf miljón doll- ara, sem Kelly ætlaði að ljúka við þinghúsið fyrir? Sé þessi áætlun rétt, hvernig stendur þá á því, að þetta sama þinghús, eins og það átti að vera úr garði gert og eins og það er nú í dag — er búið að kosta fámennu þjóðina í Manitoba á tíundu miljón dollara? Ef ráðsmenska Norrisstjórnarinnar er svip- uð þinghússfarganinu á öðrum sviðum og við önnur mikilvæg verkefni, er þá nokkur furða þó þeir Tommi og Tobias standi nú uppi gjaldþrota og ráðþrotla? Hversu margar eru verur þær í manns- I mynd, sem eru að bera út brennivín fyrir Norrisflokkinn? Frézt hefir að Skúli ætli einu sinni enn að sitja á Norrisbykkjunni við fylkiskosningarn- ar í sumar, og að M. M. eigi að teyma undir honum. Er ekki þetta syndsamlegt athæfi, i eins og blessuð skepnan er nú á sig komin,’ öll hlaðin kaunum? Haig, einn af duglegustu þingmönnum þessa Iands, hefir oft sagt og sannað um Ieið, i að Norris-klíkan hafi sóað meiru fé en dæmi séu til með nokkurn annan póiltískan flokk j síðan landið bygðist. Hverjum er betur treystandi til þess að segja satt, en einmitt þeim mönum, sem sitja þing með þeim mönn- j um er hlut eiga að máli? Voru það ekki þrjátíu þúsund dalir, sem fólkið í Manitoba þurfti að punga út með fyrir Evrópuför Tómasar Jónssonar? Hvaða drusla er það, sem hangir ávalt á rensinu viö Logberg ? Það var Ijóti grikkurinn, sem séra Albert Kristjánsson gerði Norris og hans fuglum, þegar hann bar þeim það á brýn frammi fyr- ir öllum þingheimi, að hann (Norris) væri að aðhafast þá óhæfu, að halda samsærisfundi með bændafulltrúum þingsins eftir miðnætti. Getur nokkur frætt kjósendur fylkisins á því, hvað helzt hafi borið á góma á skúmaskota- fundum þessum?. j Hverjum er betur treystandi til þess að fala sannleikann, þeim manni, sem á enga heilbrigða sannfæringu ti! í eigu sinni, en er : jafnan til sölu við öll tækifæri, hvaða póli- tískur flokkur, sem annars vill líta svo lágt að nota hann; e^- hinum, sem Iætur ekki berast með straumnum, en heldur fast við sannfæringitsína og það, sem hann álítur rétt að vera, jafnvel þó glæsileg staða og fé blasi j við honum? Eftir að búið var að reka Norrisflokkinn frá völdum, bæði af þjóð og þingi, tók hann á sig rögg og myndugleika og byrjaði að reka menn úr þjónustu sinni, líklega í því skyni, að bæta úr atvinnuleysinu í landinu. Hafa þannig bæzt við hópinn á annað fiundr- að manns, sem allir hafa dregið fram líf ð á stjórninni í bezta yfirlæti og hálaunaðir. — Liggur nú ekki í augum uppi, að allur þessi hópur, sem Norrisflokkurinn hefir nú svift í atvinnu eftir 7 ára dygga þjónustu, hafi allir j verið óþarfamenn, fyrst “flokkurinn” þykist nú geta komist af án þeirra? Er það sýki eða annað verra, sem þjáir þá menn, sem aldrei geta litið fátæklinginn réttu auga, en jafnan tylla sér á tær við alla, sem á einhvernJiátt hafa náð í auð og völd? Eru nokkur líkindi til þess, að verkalýð- í urinn í Manitoba greiði atkvæði með Norris- flokknum í sumar, jafn svívirðilega og þeir herrar komu fram í verkfallinu 1919? Er nokkur íslendingur svo spiltur orðinn, ! að hann geti fengið af sér að halda uppi hlífiskildi yfir þeim mönnum, sem ódrengi- j Iegast allra pólitískra flokksmanna hafa far- ið að ráði sínu? Lögberg er trygt sem seppi, sem er stríð- alinn. Það er nú aftur tekið til að halda j lofræður um Norrisflokkinn, eins og það gerði fyrir kosningarnar 1920. Allir muna ! eftir löngu vitleysunni: “Stjórn fólksins”. j En eftir á að hyggja, alt er eðlilegt og sjálf- í sagt fyrir þá, sem auðinn elska. — Er ekki Lögberg búið að taka á móti hundrað þús- und dollurum af fólksins fé, síðan Norris brauzt til valda? Nokkir kjósendur. Þýzka gæsin. Ef segja ætti sanna söguna af því, hvernig ástandið er út af stríðsskaðabótunum milli i Þýzkalands annars vegar og Frakklands og j Bretlands hins vegar, yrði hún eitthvað á þessa Ieið: «■ “Heyrðu mig María-Anna,” sagði Jón Boli. “Eigum við ekki að giftast og fara að búa?” “Jú, elsku Jón,” sagði María-Anna. “Eg var orðin svo vonlaus. Eg var svo hrædd um, að þú værir búinn að gleyma mér.” “Af hverju, yndið mitt?” “Þú veizt, Jón, hvernig í því öllu liggur, — eg — eg meina hana — hana ungfrú Goethe.” “Vitleysa, María-Anna. En hvað kven- fólkið er altaf undarlegt.’ “Jæja — við skulum þá gleyma því, sem liðið er,’ sagði María-Anna. “Ljúflingurinn minn! Eg skal einhvern veginn reyna að sjá fyrir þér,” sagði Jón. “Já — minstu ekki á það. Við eigum stóra gæs í eldhúsinu. Hún er frá Þýzka- landi. Við getum drepið hana strax okkur til matar.” “Nei, nei, góða María-Anna. Dreptu hana ekki strax. Við skulum reyna að ala hana, svo að hún fitni og sjá þá til, hvort hún verp- ir ekki. Það væri meiri búhnikkur fyrir okk- ur, að tína undan henni eggin en að drepa hana strax.” “En við erum vön að slagta gæsunum, þegar þæ reru farnar að garga, eins og þessi þýzka gæs gerir, og reka höfuðin út á milli rimlanna í byrginu.” “Onei — sussu nei,” sagði Jón. “Það gera gæsirnar aðeins meðan þær eru svang- ar. Hún er vön að hafa nægtir í kringum sig. En nú hefir hún þær ekki. Við höf- um orðið að taka þær frá henni um tíma. Eins'og við vitum, María-Anna, þá átti hún það skilið fyrir eyðilegginguna í görðunum okkar árin sem hún var laus og við vorum að eltast við að koma henni í byrgið.” “En, elsku Jón, mér þykir gæsasteik svo góð!” “Veit eg það, María-Anna. En mér þykja eggin betri.” “Þú mátt ekki halda, að eg sé að gera mig að húsbónda yfir þér, Jón. En ef gæsin skyldi aftur komast út úr byrginu? “Meðan eg dreg öndu um barka, skal hún ekki gera þér mein.” “Þú veizt meira en eg, Jón. En eg er til- finninganæmari en þú. Hugsaðu út í það, að konur eru altaf tilfinninganæmari en karl- menn.” “Já — við skulum hugsa málið betur, María-Anna.” Og gæsin er gargandi í byrginu, á meðan Jón og Maríu-Önnu er að dreyma um fram- tíðina í hjónabandinu. j Friðarboðinn í vestrinu. ( Svo hafa sumir nefnt þjóð- fundinn, sem háður var í Washing' ton síðastliðinn vetur. Með hon- um voru friðarvonirnar endur- vaktar í hjörtum magra göfugra og góðra manna, sem láta sig heill og hamingju heimsins miklu varða. Á friðarþinginu í París 1919 var þessum vonum svefnþorn stungið og flest, sem síðan hefir gerst, hefir verið miður til þess fallið að endurlífga bjartsýni mannanna. Með skelfingu sáu menn Japan I teygja fjárdráttar- og hervalds- klærnar yfir hið varnarlausa Kína- veldi og Austur-Síberíu. Með viðbjóði horfðu menn á rán og manndráp Tyrkja í Litlu-Asíu, og lásu svo síðar — nú nýlega — um þá ráðstöfun stórveldanna, að Ar- menía skyldi aftur afhendast hin- um gömhi grimmu böðlum sínum í Miklagarði. Við og við bland- aðist neyðaróp ýmsra þjóða — Svartfellinga, Sýríumanna, Meso- potamíubúa og annara — sem sviftir Voru sjálfstjórn og seldir öðrum í hendur með friðargerð- inni, við vopnaglamur Pólverja, Grikkja, Rússa og annara, sem enn þá létu sig dreyma um meiri landa rán og orustufrægð. I stuttu máli: Menn vöknuðu af styrjaldarvímunni og fundu að heimurinn var óbreyttur — að hann stjórnaðist ekki fremur en fyr af hugsjónum, sanngirni og skynsemi, en laut þvert á móti ennþá hinum gömlu heimsdrotn- um: eigingirni, valdafýkn og þjóðarhroka. Auðsjáanlega bjuggust þjóð- irnar við nýjum styrjöldum og viidu vera við öllu búnar, því all- ir bjuggu her sinn og flota eftir beztu getu. Japan hratt hverjum vígdrekanum öðrum ægilegri af stokkum. Bandaríkin bjuggu flota sinn á Kyrrahafinu af miklu kappi og Frakkar eyddu meiru fé til her- útbúnaðar en þeir höfðu gert á undan stríðinu. Hvort sem menn litu til austurs eða vesturs, brá fyrir ófriðarblik- um í lofti, og enginn var svo fram- sýnn, að hann kynni að því getur að leiða, hvenær þessi illveðurs- ský drægjust saman og veðrinu slæi niður. I þessu illveðursútliti var það, að Harding forseti kvaddi þjóð- irnar til fundar í Washington, til| þess að ræða um takmörkun her- útbúnaðarins, og til þess að stuðla að meira samkomulagi milli ríkj- anna, sem lendur eiga meðfram eða í Kyrrahafinu. Misjafnlega hefir verið látið af afrekum þessa fundar. En hvað um það, óbeinlínis að minsta kosti hefir með honum stórt spor verið stigið í friðaráttina, því hann hef- ir sannað, — þó hann hafi ekki öllu því til leiðar komið, sem æski legt væri — að með friðsamlegum umræðum milli stórþjóðanna verður herútbúnaðurinn takmark- aður og bráðustu ófriðarhættun- um afstýrt. Ætti slíkt að geta orð- ið til þess, að fleiri og afkasta- meiri þjóðfundir yrðu haldnir í framtíðinni um þessi málefni. Þrent var það einkum, sem fundurinn átti að afkasta: 1. Að takmarka vígbúnað þjóð- anna, einkum á sjónum og á eyj- unum í Kyrrahafinu. 2. Að tryggja sjálfstæði Kín- verja. 3. Að viðurkenna og vernda eignarrétt þjóðanna, sem ítök og eignir eiga í Austurlöndum. Hvað hefir nú áunnist í þessum efnum? Eftir því verða verk fundarins að dæmast. Það hefir áður verið að því vikið, hversu þjóðirnar, einkum Japanir og Bandaríkjamenn kept- ust um að auka flota sinn eftir al- heims ófriðinn. Árið 1918 sam- þyktu Japanjr að byggja víg- dreka svo stóra, að heimurinn hafði aldrei því líka séð. Grunaði nú marga, að þeir væru með þessu að búast til ófriðar við Bandaríkja menn, og smíðuðu skipin svona stór, svo móti þeim stæðust engin skip, sem fært væri gegnum Pan- Dodd’s nýmapillur em bezta nýrnameÖaliS. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun; þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eí5a 6 öskjur fyr. úr $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- una eða frá Uie Dodd’s Med'cine Co.. Ltd., Toronto, Ont. amaskurðinn, en með því móti hefðu þeir einungis átt ameríska Kyrrahafsflotanum að mæta, ef til ófriðar drægi. Til þess nú að bíða ekki slíks varbúnir, tóku Banda- ríkin nú að efla flota sinn af al- efli, svo fyrirsjáanlegt var, að inn- an skams yrðu þeir öllum voldugri á hafinu, því fjármunageta ann- ara þjóða hamlaði þeim að sigra mestu auðmagnsþjóð heimsins í þvílíkri samkepni. Slíkir yfirburðir afls vekja einatt tortrygni og óvild hjá öðrum. Einkum var það fyr- irsjáanlegt, að Japanir myndu með því álíta hamingju sinni í hættu stofnað. Með tvennu móti gátu Japanir reynt að tryggja öryggi sitt gegn valdi Bandaríkjanna. Með því að auka herskipastól sinn að miklum mun, en slíkt gátu þeir auðvitað ekki gert, nema með st/5rkost!egum fjárgripum í Aust- urlöndum, en á slíkt hefðu Banda- ! ríkin tæpast horft aðgerðalaus. Hin aðferðin var að bindast hern- aðarsamtökum við önnur stór- veldi. Þar sem Bretar virtust ó- fúsir á að endurnýja varnarsam- band sitt við Japani, gátu þeir auð vitað hvergi annars styrks leitað en hjá Rússum, því aðrir höfðu engin tök á að aðstoða þá í ó- friði; en nærri má geta, hvernig öðrum þjóðum hefði getist að bandalagi milli Bolshevika og Japana. Til þess að fyrirbyggja þessa háskalegu samkepni í vígbúnaði, bar Hughes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fram þá tillögu í byrjun Washingtonfundarins, að þjóðirnar takmörkuðu sjóflota sinn með vissum hlutföllum, nefni- lega eftir hlutfallinu 5—5—3— 1.75—1.75, fyrir Bandaríkja- menn, Breta, Japani, Frakka og ítali, í réttri röð talið. Bæði Jap- anir og Frakkar höfðu hlutfalls- Iega stærri flota, en Bretar og Ital- ir studdu tillögu Bandaríkjamanna — þó með því skilyrði, er ítali snerti, að þeir hefðu aldrei minni sjóher en Frakkar. • Með örfáum breytingum var þó tillagan samþykt að því er hin stærri herskip snertir. Hversu þýðingarmikil sú samþykt er, sést meðal annars á því, að eftir henni er ráð fyrir gert, að fleiri skip séu eyðilögð en brent eða sökt hefir verið í nokkurri sjóorustu. Eng- Jn stór skip skulu heldur smíðuS á næstkomandi tíu árum, nema þá til þess að fylla í skörðin fyrir þau skip, sem kunna að eyðileggjast. Að samskonar samningur tókst ekki viðvíkjandi neðansjávar- herskipum, var hið mesta óhapp, sérstakléga þar sem flestir sjp- foringjar fullyrða, að í framtíð- inni verði fleiri sjóorustur háðar með neðansjávar- en ofansjávar- skipum*). Hér er þó engum öðr- um um að kenna en Frökkum, því þeir töldu sér neðansjávarherskip nauðsynleg til flutninga á her- mönnum frá nýlendum sínum í öðrum álfum, þegar sá hildarleik- ur hefst, sem þeir telja óumflýjan- *) Af þeim, sem þessu hafa haldið fram, má sérstaklega nefna hinn franska flotaforingja Le Bon, amerísku foringjana Fiske og Sims og brezka foringjann Sir Percy.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.