Heimskringla - 07.06.1922, Síða 1

Heimskringla - 07.06.1922, Síða 1
XXXVI. AR______ WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 7. JONI, 1922. NOMER 36 CANADA SambandsþingiíS. Umræður um fjármálareikning rieldings héldu áfram í þinginu •8.1. 'viku. Urðu einkum skærur út af tollmiálunum. Panst íhalds- mönnurn stjórnin í il>ví hafa brotið öll loforð sín um kosningarnar og tollar ekki neitt svipað því færðir niður, sem ]>á var lofað. Hefir l>etta orðið til þess að Drayton, fyrv. fjármálaráðherra Meighen- stjórnarinnar, hefir gert breyting- artillögu við fjármálaáætlun Field- ings. Er sú tillaga fólgin í því, að stjórnin hafi haft í frammi hrein ■og bein kosninga-loforðasvik. Las liann upp skrá yfir breytingar ]>ær sem King og hans fiokkur hafði samið og undirskrifað og haldið látlaust fram í kosrringunum. Voru á skrá þessari ósköpin öll af vör- •um, einkum akuryrkjuverkfærum, sem áttu að verða tolifrf, ef Kings- liðið kæmist að völdum. En sam- kvæmt fjármálaáætlun stjórnarinn- ar væri ekkert af þessu efnt. Til- laga þessi liggur enn fyrir þinginu. En umræður um fjármálin halda áfram, og er af miklu kappi bæði sótt og varist. Ekki hafa bændur haft sig neitt sérstaklega í frammi í þessu málaati. Og á móti f.iár- málaátæluninni eru þeir ekki enn sem komið er. Að vfsu hefir Crer- ar, sem ágæta ræðu hélt um málið, látið á sér heyra, að skemra hefði verið farið en búast mátti við í lækkun tollanna. Kvað hann þá litlu lækkun, sem gerð hefði verið, spor f rétta átt, en yfirleitt hefði verið gengið svo skarnt f þvf efni, að hag bænda bætti það ekki. Ræða hans þótti ein af betri ræð- iinum um máiið. Bændur á þing- inu virðast vilja gefa nýju stjórn- inni tækifæri til að sýna, hvað hún vill og hverju hiin orkar á þessu fyrsta þingi hennar. Um fjármálareikninginn frá hlið verkamanna urðu heitar umræð- nr. William Irvine, verkam. frá East Calgary, og W. E. McClean, íhaidsm. frá South York, tóku mest an þátt í þelm. Kváðu þeir stjórn- ina ganga alveg'fram hjá ástandi verkamanna, eins og þar þyrfti engra umbóta við. Sögðu þeir það þó eitt af stærstu vandamájum landsins. Umbætur á hag þessarar stéttar kváðu þeir samt ekki fylli- lega bættar nema með mikilvæg- um breytingum á þjóðfélaginu í ýmsum efnum. Þær breytingar væru fólgnar í því, að gera sem mest af almennum fyrirtækjum að þjóðeign, svo sem járnbrautir, þanka, markað á bændafram- leiðslu o. s. frv. Einnig talaði McNieli, óháður, frá Comex-Alberin B. C., og hélt því fram, að þegar stjórnir Væru beðnar um eitthvað snertandi verkamenn, segðu þær það ekki koma sér við. Sambands- stjórnin segði fylkisstjórniranr verða að sjá þaf fyrir og fylkis- stjórnirnar sambandsstjórnina. — Kvað hann verkamenn í kolanám- um í sínu fylki, vera að biðja um lengri vinutíma en tvo daga á viku. En af því að þcim fyndist kaup ekki mega iækka, sækti stjórnin kol til .Tapan, heldur en að gefa þegnum sínum heimafyrir tæki- færi til að vinna þau. Skeytingar- leysi stjórnar, að því er verkalýð snerti, gengi fram úr öllu hófi. Afnám lagaákvæða, snertandi gengi peninga, var mjög gagnrýnt. Sögðu margir stjórnina með því vera að opna Djóðverjum og Kín- verjunt leið til viðskifta hér, en útb loka Bretland. En viðskifti við þessi lönd miðuöu að þvf, að færa kaup verkamanna hér niður. En samt væri sú vara hér seld neyt- endum eins dýrt og vörur hér til búnar. f þesu væri bæði verka- mannastéttinni og alþýðunni yfir- leitt gerður hræðilegur óréttur. Allir flokksleiðtogarnir í þinginu taka til máls um fjármálareikning stjórnarinnar þessa viku. Verður þá eflaust komist að niðurstöðu um, hvað gert verður við þá, eða hvort þeir verða samþyktir ó- breyttir eða ekki. Vinnulausir hermenn. !Þau tíðindi gerðust síðastliðinn mánudag, að 15,000 vinnulausir her menn fóru frá Toronto og víðar og heimsóttu sambandsþingið. Höfðu mennirnir gengið alla leið frá Tor- onto. Erindi þeirra á fund stjórn- arinnar var að biðja um einhverja ásjá, þar sem þeir væru vinnuiaus- ir og félausir. Foringi þcssara manna hét Riley. Sagði hann fyrir hönd liermannanna, að þeir færu ekki burtu fyr en þeim væri út- veguð vinna, eða einhver hjálp til þess að geta haldið f sér lífi. Menn þessir voru mjög illa til reika að því er klæðnað snerti. Ekki er stjórnin 'búin að gefa nein ákveðin svör ennþá við ibeiðni þeirra. En Wpodsworth þingm. frá Winnipeg, lofaði mönnum þessum að flytja mál þeirra við stjórnina og gera alt sem unt væri fyrir þeirra hönd. Verður ekki séð, hvernig stjórnin getur með góðri samvizku látið menn þessa frá sér fara bónleiða, og ekkert sint þeim. Bruni í Edmonton. Sbórhýsi eitt, er “Mercer Block” nefndist, brann í Edmonton s.l. mánudag. Tveir heildsalar ráku verzlun í byggingunni og brunnu allar vörur þeirra. Heildsölufélög- in voru G. F. Stephen’s félagið, sem býr til og selur mál, og Pluckett & Savage, sem verziar með aldini og garðávexti. Skaðinn er metinn um $100.000. Vínbannslagabrot. Það eru sex ár sfðan að vínbann var lögleitt í Manitoba. Hvernig hefir það reynst? Það er mjög mikið látið af þvf, að lög þessi hafi verið brotin, og þvf er jafnvel haldið fram, að vínbann sé ófram- kvæmanlegt. Lagabrotin eru að vísu nokkuð mörg, en að þau ráði úrslitum laganna og að vínbann verði afnumfð þeirra vegna, virðist bálf undarleg hugsun; ]>að virðist vera að fara aftan að siðunum, þvT þá er vanalega hert á lögunum og eftirlit þeirra strangara, er þau eru brotin. Það væri að láta iögbrjót- ana ráða, að afnema vínbannslög f Manitoba vegna þessara lögbrota. En hér fara á eftir skýrslur yfir, hve margir hafa brotið lögin á ári hverju og hve miklum sektum þeir hafa sætt: Ar Lögbrjótar sektarfé 1910.................. 2084 $ 3,050 1917 ................ 1114 * .85,762 1918 ................. 882 57,858 1919 ................ 1782 105,700 1920 ................ 2190 121,826 1921 ................ 1029 107,043 1922 ................. 850 63,000 Alls........... 9881 $545,439 f fangelsi hafa farið fyrir brot á þessum lögum 31 maður, þar af 6 úr Winnipeg, en hinir víðsvegar að úr fylkinu. 12 ára stúlka völd að dauöa föður síns. Samuel Penny hét bóndi, sem fyrir skömmu dó mjög vovejflega að Ashern, Man. Hefir lögreglan verið að grafast eftir orsökinni að dauða hans og heldur hún að 12 ára dóttir hins látna sé völd að honum. Stúlkan hefir játað, að hún hafi látið eitur (strychnin) í te föður síns, og að hann hafi drukkið það. Ástæðuna fyrir þessu tiltæki stúlkunnar veit enginn. Yerður rnálið rannsakað í ung- lingaréttinum í Winnipeg innan skams. Maður hálsbrotnar. Maður að nafni .Tosepli Piskan- owski, sem heima átti að Dufferin Ave. í \VTininpeg, dó mjög snögg- lega s.l. mánudag. Hann var að vinna í kjallara í húsi, sem í smíð- um var, er pallur með tigulsteinum og öðru á brotnaði og féll ofan á hann. Maðurinn hálsbrotnaði og dó samstundis. Bandarfskir intíflytjendur. Helmingur allra innflytjenda til Canada á þessu ári eru Bandaríkja menn. Alls hafa síðan um nýár 16,774 manns flutt inn í landið. 4528 af þeim eru brezkir, 8019 banda riskir og 4227 annara þjóða menn. Gjafir til Rússlands. Ef hver maður í Canada gæfi 1 cent í sjóðinn, sem ætlaður er nauðstöddum börnum á Rússlandi, þá yrðu það samtals $900,000. Til þessa hefir söfnunin gengið tregt, ekki helmingur þessarar fjárhæðar kominn ennþá. Ástæðan er auðsæ. Það eru svo fáir sem gefa. Hér er um góðan tilgang að ræða og ættu því allir að gefa dálítið. ■Útnefning. Séra Albert E. Kristjánsson hlaut útnefningu í St. George kjördæmi íyrir hönd bænda. TaLsvert margir voru f vali, en aðeins einn, Lee að nafni, gat heitið keppinautur séra Alberts. Eji samt hafði séra Albert um einn fimta meirihluta atkv’æða að lokum. Tap bóndans. Korman Lamhert ritari Akur- yrkjuráðsins, lagði skýrslu fyrir nefnd þá, er sainbandsþingið kaus til að athuga flutningsgjaldasamn- inginn, sem C. P. R. gerði við vest- urfylki Canada árið 1917, og kend- ur er við Crows Nest. Segir Lam- bert að bændur í VesturGanada hafi tapað $11,000,000 við það, að samningur þessi var ekki haldinn. Flutningsgjald á hveiti kvað hann nema einum fimta af verði þess til bóndans og væri ]>að alt of mikið. í Manitoba hafði burðargjaldið verið hækkað um 55 prósent á hverju járnbrautarvagnhlassi, í •Sask. 97 prósent og í Alberta 111 prósent fram yfir það sem Crows Nest samningurinn gerði ráð fyrir. Á sama tíma hefði hveiti lækkað í verði um 26%. — Burðargjald á áihöldum frá Austur-Ontario til Yesturlandsins kvað hann hafa hækkað um $132 fyrir áhöld, sem með þyrfti á hálfri section af landi. Til þess að mæta þeim auka- kostnaði, þyrfti 140 mæla af hveiti með núverandi verði. Fiskiveiöar að byrja. Fiskimenn hafa síða'stliðna viku verið að Ieggja af stað frá Selkirk norður á W’innipegvatn til hvít- fisksveiða. * Kornsölunefnd. Nefndin, sem sambandsþingið skipaði til þess, að íhuga korn- sölumálið, hefir orðið sammála um, að stofna nefnd til eftirlits með kornsölu. Kemur álit henn- ar nú fyrir þingið ]>essa viku. Rússlandi veitt lán. Canadastjórnin hefir boðist til að láná*'Rússlandi $15,000,000 til að kaupa hér vörur, sem sendast eiga til VTolgahéraðanna. Eru Rússar að íhuga kjör lánsins. Friðþjófur Nansen mun hafa lagt til, að Can- ada lánaði þetta, og sér hann um útbýtingu vörunnar, þegar til Rússlands kemur. Indíánar í Canada. Frézt hefir að Indíánaflokkarnir sex f Ontario ætli að leggja þrætu- mál sín við canadisku stjórnina fyrir fundinn í Haag á Hollandi. Eru Indfánar þeirrar skoðunar, að réttur sá, sem þeim var veittur með samningi fyrir heilli öld síðan og kendur er við Haldimand, sé þráfakliega brotinn. Segjast Indí- ánar samkvæmt þeim samningi ekki vera canadiskir borgarar og landslögunum því óháðir; þeir séu aðeins í konungssambandi við brezka ríkið, en séu að öðru rfk- islögunum ekki bundnir. Þegar Indfánum eru boðin þegnréttindi í Canada, neita þeir þeim, skoða sig tapa með þvf frelsi sfnu. f stríðið fóru margir þeirra viljugir. Fengu þeir réttindi til að taka jarðir og stjórnarlán, er þeir voru komnir heim aftur. Þetta þykir Indfánum þeim, er ekki fóru, þrengja sín rétt- indi og flokkanna yfirleitt. Skoð- uðu þeir heimkomna hermenn ekki hafa vald til að búa á heilum jörðum innan um þá. Margt fleira telja þeir upp, "sem lúti að því að skerða frelsi það, er þeir fengu með þessum gamla samningi sín- um. Tndíánaflokkar þessir eru ekki allir í Canada. þó þeir teljl Ontario aðalbækistöð sína. Þeir eiga einnig heima suður um Bandaríki. --------o------- BANDARÍKIN. Delaware-ár flóðið. Frá einni til tveggja miljóna doll- ara skaða hefir flóðið, sem féll yfir Delawareár-dalinn í New York rfk- inu, valdið, eftir því sem blöðin ■skýra frá. Orsakir flóðsins voru stórfeldar rigningar, sem gengið höfðu að undanförnu, svo vöxtur hljóp í Delawarefljótið, svo að það féll yfir dalinn og tók með sér alt sem fyrir var, eyðilagði þrjár járn- brautir, sem þar liggja og bæði hús og fénað. Manntjón er ekki getið um að orðið hafi. Ráðstefna viövíkjandi Kyrrahafs- ströndinni. Bandaríkin hafa sent út tilboð til allra þjóða, sem lönd eiga. cr að Kyrrahafinu liggja, að mæta á ráð- gtefnu, er haldin verður í október í haust að Honolulu, til að ræða um sameiginleg mál, er slíkar bjóð ir varða og eru innan beltis lvyrra- hafsins. Þykir Harding ráðrikur. Efrimálstofuþingmaður Stanley frá Kentucky hefir borið fram kær- ur gegn Harding forseta í efrimál- stofunni og sakar han num ofríki gagnvart dagblöðum landsins, seg- ir að hann misbrúki vald sitt við- víkjandi birtingu umræða um op- inber mál, sem almenning varði. Kolabirgðir að þverra. Síðan verkfall þeirra, er að fram- leiðslu kola vinna. hófst nú fyrir átta vikum síðan, hafa kolabiigðir gengið svo að þrotum, að álitið er að innan tuttugu daga verði sum- ar verksmiðjur að hætta vinnu, ef verkfallinu heldur áfram. Kola- birgðir landsins voru fyrir átta vikum síðan þegar verkfallið hófst yfir 64 miljónir smálesta, en eru nú komnar niður í 32 miljónir smá- lesta. 500,000 hafa tekið þátt f verkfallinu. Amundsen leggur af stað í norður- heimskautsför. tSkip Amundsens, Maud, lagði af stað frá Seattle kl. 3.30 e. h. 3. júní áleiðis til Nome, Alaska, sem er fyrsti áfangi fararinnar að kanna norðurheimskautið. Amundsen ætlar að láta skip sitt ffjósa inn í isinn og láta það svo berast með honum, sem hann álítur að straum- arnir muni bera yfir heimskautið. Fimm ár hefir honum reiknast til að ferðin muni taka. Verzlunarviðskifta samningunum milli Canada og Bandaríkjanna lokið. Haft er eftir Senator McCumber, að Hardingstjór.nin muni ófáanleg tii að bjóða verzlunarviðskifti við Canada svipuð þeim, sem Taft- stjórnin bauðst til að gera um ár- ið. Tollmúrar sem stefna beint að þvf, að gera örðug verzlunarvið- skifti fyrir Canadabúa, hafa reistir verið á landamærunum. með hin- um nýju tollögum, og hefir slíku verið mótmælt af mörgum máls- metandi mönnum þjóðarinnar, en án nokkurs árangurs. Bílaslysfarir. Skaði sá, er slysfarir af bílum ollu í borginni Los Angeles á næst- liðnu ári, nam $19,999,200 og kost- uðu borgina $7,671,80$, samkvæmt nýútkominni skýrslu frá klúbb bílaeigenda. Þrjú hundruþ nítíu og fimm mistu lífið og eru manns- líf þessi metin á $4.999,800. Hitt er því beint út eignatjón. Það hefir reiknast svo til, að hvert það slys, sem verður af bíl, kosti að jafnað- artali $24.57. Samkvæmt manntals og fjarhagsskýrslum Bandaríkj- anna að dæma er líf karlmannsins á aldursstiginu frá 15—44 ára álit- ið að vera $750.00 virði á ári, en kvenmannsins $300.00. Sendiherra Þýzkalands til Banda- ríkjantía. Doktor Windfelt, isendiherra Þýzkalands til Bandaríkjanna, var veitt opinber móttaka af Harding foresta þann 25. maí, og voru þá liðin fimm ár frá því að sendiherra Þýzkalands hafði verið gefið burt- fararleyfi úr landi eftir að stríðið hófst. Mikið var um dýrðir og mikill fagurgali um varanlegan frið af beggja hálfu. Úrelt að ganga á skóla. Talsvert stór hópur af stúlkum þeim, er nám stunda í miðskólum í Oklahama, aka bæði í skólann og heim úr honum aftur, í sínum eigin bifreiðum. BRETLANDj Brezki herinn á írlandi. Þar kom að því, að Bretar sáu sér ekki annað fært en að setja her sinn af stað tii bess að reka Sinn Feina burt úr Ulsterhéruðun- um. Skifti ekki bardagi sá mörg- um togum. Eftir 5 klukkustunda atlögu var lið Sinn Feina alt á valdi norðanhersins. 7 af liði Sinn Feina féllu; 16 foringjar voru tekn- ir höndum. Bardagi þessi átti sér stað á landamærum Suður- og Norður-írlands í bæ þeim er Petti- go heitir, og Sinn Feinar höfðu tek ið hervaldi. Landamærin kváðu vera vígstöðvar áð mestu sem stendur. Annan bæ, er Belleek heitir, og Sínn Feinar hafa sezt að í verður eflaust barist um bráð- lega. Einn maður féll af brezka liðinu. Hearst á Englandi. Randolph Hearst, miljónamær- ingur og útgefandi margra blaða og rita í Bandaríkjunum, er stadd- ur á Englandi um þessar mundir. Mjög er í frásögur fært að viðtök- ur hans séu kaldar á Englandi, og er það óvanalegt, þegar blaðamenn frá Bandaríkjunum sækja Eng- lendinga heim. En ástæðan fyrir þessu er þó ljós. Hearst hefir ver- ið brugðið mjög um það, að hann hafi reynt mjög að spilla friði Bandaríkjanna og Englands og hafi stöðugt í blöðum sínum kynt undir ánægju- og sundrungareldi milli þessara þjóða. Segir eitt blað á Englandi um hann, að Bretar hafi á stríðsárunum látið honum í té fréttir, sem hann hafi breytt eft- ir sínu höfði og notað til þess að óvirða England. Einnig hafi hann róið að því að koma í veg fyrir það að friðarfundurinn í Washington yrði haldinn. Að maður þessi skuli gera F.nglandi þann heiður nú að heimsækjá það, segjast brezk blöð ekki skilja í. Fæðingardagur konungsins. Fæðingardagur hans hátignar Georgs konungs V., var haldinn helgur um alt brezka ríkið s.l. laug ardag. Er konungurinn 57 ára og hefir setið á konungsstóli í 12 ár. Þræta um írsku málin. Fertug kona í Glasgow átti í þrætu við mann þar um írsku mál- in nýlega. endaði orðakast þeirra þannig, að maðurinn tók byssu og skaut konuna og sagðist með ]>ví vera að sýna benni, hvað hann retlaði að gcra við De Yalera. 12 píanó. Sannfrétt er það, að Mary, prins- essunni brezku, hafi verið gefin 12 píanó á giftingardaginn sinn. "3 Hafgyðja. LTngfrú Ivy Hawke heitir “enska hafgyðjan” sem kölluð er, sem í huga hefir að synda yfir Ermar- sund í sumar. Hún er þaulvön sundvolki; hefir verið 12 klukku- stundir f einu á sundi og farið 25 mílur án hvíldar. Einkennilegt. Kona ein á Englandi var með þeim ósköpum gerð, að hún rendi niður öllu viðstöðulaust, sem hún lét upp í sig. Yrði henni á að láta hnapp eða pening upp í sig, var hún búin að kingja því niður áður en hún vissi af. Var þetta svo al- gengt, að ekki varð komist hjá að skera hana upp, til þess að losa innyflin við þenna “mat” hennar; komu við uppskurðinn eftirfylgj- andi munir í ljós, sem hún hafði gleypt: 6 smápcningar, 1 teskeið. 1 gaffall, 1 bætinganál, 4 hárnálar, 3 títurprjónar, 4 járnskrúfur, 4 saumnálar, .1 hnappur og 1 flösku- tappi. ......—o------- ÖNNUR LÖND. Fascistar. Fascistaflokkurinn á ítalíu lætur all ófriðlega sem stendur. Um 65 þúsund manns af honum hafa safn- ast saman í Bologne úbbúnir með byssum og sprengikúlum,- Er Róm orðin hrædd um sig, heldur að ferðinni sé heitið þangað, og hefir reynt til að sefa uppreisnarand- ann í liði þessu, en það hefir enn' ekki tekist. Fascistar eru iþjóðernissinnar. En ekkert eiga þeir skylt við komm- únista eða jafnaðarmenn. Þeir eru uppivöðslusamir og grípa til vopna ef eitthvað ber út af. Það gera kommúnistar ekki eða jafnaðar- menn. Fascistar eru studdir af mörgum auðmönnum; þess vegna hafa þeir skotfæri. óttast stjórn- in flokk þenna mjög, og er bágt að segja, hve lengi hún getur haldið hönum í skefjum, þvf Fascistum vex óðum fylgi. Lenin veikur. Lenin, forseti Rússlands, er sagt að hafi fengið vont slag síðastlið- inn fimtudag. Þegar fréttin af þvf kom til Berlínar á Þýzkalandi, fóru þeir féiagar hans þar, Maxim Litvinoff og Karl Radck, sam- stundis til Moskva, svo slagið hefir að líkindum verið alvarlegt. Sendiherra Póllands svívirtur. Heim komnir hermenn í Vestur- fjkraníu, ásamt nOkkrum skóla- sveinum eru svo argir út í Pólverja vegna framkomu þeirra gagnvart Úkraníu, að þeir fóru á fund sendiherrans pólska, sem bjó á gistihúsi einu, og köstuðu f hann fúleggjum og nefndu hann ýmsum ónöfnum. -----------x---------- ÍSLAND Bæjarlæknisembættiö. Um það sækja allmargir læknar víðsvegar að. Hafa þessir sótt: Ingólfur Gíslason, Sig. H. Kvaran, Sigurjón Jónsson, Ólafur Gunanrsson, Ólaf- ur ó. Lárusson, Sigurður Magnús- son, Guðm. Th. Hallgrímsson og Magnús Pétursson. Prédikunarstarfi (fyrir fríkirkju- söfnuðinn hefir séra ólafur ólafs- son sagt af sér nýlega. Hefir hann þjónað fríkirkjusöfnuðinum í alt að 20 árum og verið afar vinsæll. Vegna heilsubrests treystist hann ekki til að halda prédikunarstarf- seminni lengur áfram. tlppgripaafli er nú á öllum veiði stöðvum hér suður undan og í Yestmannaeyjum. Og bátar, sem héðan liafa róið, hafa fengið ágæt- an afla. Atkvæði féllu þannig við kosn- ingu í Vestur-Skaftfellssýslu, að Lárus Helgason hlaut 357 en Eyjólf ur Guðmundsson 249. Kosningin hafði verið vel sótt. Stefán Jónsson docent flytur er- indi á stúdentafélagsfundi í Mensa academiea næstkomandi laugar- dagskvöld. Erindið heitir “Elli- belgurinn, og ræðir aðaleiga um tilraunir próf. Steinachs, som nú eru mikið umtalaðar, um yngingar mannfólksins og ýms atriði í sam- bandi við það. En St. Jónsson er, eins og kunnugt er, í röð lærðustu og víðlesnustu lækna hér og hefir kynt sér þetta allmikið. . .Maður druknar. Það slys vildi til á Eyrarbakka kvöldið 21. marz, að vélbátur, er var á heimleið utau af hafi, tók niðri á skerjagarðinum útl fyrir höfninni og stóð fastur. Hann dró á eftir sér róðrarbát hlaðinn fiski. Réðrarbáturinn losnaði aftan úr, hvarf og sökk. Tveir menn lentu í sjóinn og náð- ist annar þeirra með lífsmarki og varð lífgaður, en hinn druknaði. Hann hét Þórarinn Jónsson, upp- alinn á Stóra-Núpi. kvæntur mað- ur og átti tvö börn. Sagt er að vélbáturinn muni vera nokkuð brotinn, kjölurinn undan honum. Eigandi hans er Guðm. Guðmunds- son kaupfélagsstjóri og formaður var Gísli Jónsson frá Þorlákshöfn. Háskólinn í Padóru h(®ir há- tíðlegt sjö alda afmæli 4 Waga um miðjan maí í vor og hefir beðið fulltrúaráð Fornleyfafélags vors að senda mann til þeirra hátíðahaida. Háskólinn er stórfrægur að fornu og nýju; var meðal hinna helztu á 15. og 16. öld. Nú munu vera um 120 kennarar og um þúsund nem- enda við hann. * (Lögrétta.)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.