Heimskringla - 05.07.1922, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.07.1922, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRJNGLA. WINNIPEG, 5. JÚLÍ, Í922. Lá við skömm, en varð ekki. Þann 12. júní auglýsti Skúli Sigfússon pólitískan fund við Reykjavík P. 0., á hádegi, og á- kvað aS gista þar hjá góSum vin- i'm sínum nóttina áSur. Þegar von var á Skúla, fóru vinir hans til móts við hann til aS ferja hann yfir Narrows-inn, daginn áSur, 1 1. júní, og biSu þar á bakkanum þar til kl. 1 e. h. þann 12. Þá tók bændum að leiðast biðin og varð margrætt um, hvað tefði Skúla, og komust að þeirri niður- stöðu, að hann mundi hafa hætt við að ferðast landveg; það væri hvort sem er elcki nógu viðhafn- arlegt ferðalag, — og myndi hafa leigt sér vélbát frá Steep Rock og kæmi siglandi suður Manitoba- vatn. Einnig ryfjaðist það upp fyrir íumum, að T. H. Johnson og h.b- eralastjórnin Iét stofna flugvéla- deild í Winnipeg fyrir skömmu, svo stjórnin myndi eflaust lána legátum sínum “ballón” til skyndi ferða í kosningum, og fóru þá flestir að líta upp í loftin blá; brugðu við og óku t;I fundarstað- ar hið bráðasta, en gripu í tómt, því ekki var candidat kominn. Nú tóku menn að reisa heiðurs- boga og draga flagg að hún, því vinir Skúla töidu víst, að brátt myr.di hann koma svífa.idi með sunnanvindinum og steypa sér niður í fangið á þeim, og voru ó- þieytandi á að horfa upp í loftið, suður, suður. En svo fór nú að halla degi og . menn að verða svangir. Hélt þá hver heim til sín, gramir yfir von- brigðunum, og báðu sumir i!Ia fyrir Skúla eftir á og báðu hann aldrei þrífast. En á Skúla Sigfússyni sannað- ist orðtakið hans Þorsteins á Skipalóni; “Aldrei nennir fact- or úr fleti fyr en klukkan orðin er tólf”. Hann vaknaði seint þ. 12. júní; hefir víst dreymt illa um nóttina; kom því ekki ofan á ferjustað, sem er þó stuttur spöl- ur, fyr en allir vin.r hans voru á brott. Settist hann þá á stein í fjörunni og hvíldist til sólsetuis. Svo fór um sjóferð þessa. / Ófeigur. Dálítill ferðapistill. /• ---------------— Eins og Iesendur íslenzku blað- anna mun reka minni tii var leik- inn sjónleikur á búnaðarskóíaijum í Fargo, N. D., fyrir eitthvað þrem árum. er saminn var af 2 ídenzkúm námsmönnum við skól- ann, Eggert Briem og Matth. Þor- finnssyni, og jþótti takast mæta vel; leikendur, að mig mmmr, flestir íslenzkir líka. .. ^. . Nú í febrúar ; vetur var einnig á kveðið að leika annan sjón!e:k á þessum skóla eftir Islending, “Hadda padda” eftir Goðmund Kamban, í enskri þýðingu. I tilefni af því fór eg suður á skólann fyrir tilmæli próf. Ar- volds í febrúar s.l. og gerði tjöld fyrir þann leik. Vorn þá á skólanum um 20 ís- lenzkir nemendur, piltar og stúlk- ur, i g var það hinn mannvænieg asti hópur oj í miklu áliti skól- anum. Viðdvöl mín var þá stutt og gat eg Iítið kynst þeim þá því ee þurfti að flýta feið minni heim fyrir þing Þjóðræknisfélagsins hér í Winnipeg, og gat ekki notið þess að sjá leikinn, sem eftir því er eg frétti síðar, tókst mæta vel, og kennurum skólans þótti stór mikið til koma. Nú í apríl í vor fór eg aðra ferð suður á skólann, aðallega til þess að mála tjöld og “Floats”, . er nota átti í sambandi vio maí- hátíð (May Festival), er haldin er við skólann á hverju voru. Gafst mér nú meira tórn til að litast um og kynna mér skólann og borgina, sem hann stendur við. Fargo er stærsta og mesta verzlunarborg Norður Dakota rík- isins og stendur vestanvert við Rauðá, 160 mílur suður frá jandamærum Canada og Banda- ríkjanna, og er íbúatalan um 30 j þúsundir. Austanverðu við ána er Moorehead í Minnesotaríkinu. mikið minni borg. Fargo er snyrtilegur bær. Mun mikill meirhluti borgarbúa vera Skandínavar og bera nafnspjöld jverzlunarmanna og annara í bæn- um þess ljpsan vott. Skemtigarður bæjarins “Island Park”, er lig'gur í bugðu Rauðár, er sérlega fagur. Á hæð einm í ' þessum garði stendur prýðilegt eirlíkneski á steinstöpii, af skáld- inu Wergeland, er Norðmenn hafa Iátið gera. Inni í borginni tók eg eftir ann- ari einkennilegri standmynd úr eir, af víking með sverð við hhð. Stendur sú mynd á gelli í litlum skemtigarði nálægt Great North- ern vagnstöðinni, og er Ietrað á stöpulinn, sem myndin stendur á: “Rollon”, nfl. Hrólfur (Göngu- Hrólfurl- Lék mér nokkur for- vitni á að vita nokkur deili á þess- j ari mynd, og fékk þær upplýsing- I ar, að á 1000 ára afmæli Rúðu- [borgar (1911) gáfu borgarmenn j 2 standmyndir af Hrólfi; aðra Noregi og skyldi hún sett upp í Aalesund, fæðingarstað Hrólfs, en hina Bandaríkjunum. Nú vildi svo til, að allmargir Nor- mandimenn hafa. sezt að suðvest- ! an við Fargo, og fyrir tilstilli ' þeirra og norsks læknis í Fargo, dr. Hermanns Fjelde, var því komið til leiðar að Fargo hrepti standmyndina. I svo miklu áliti hjá Rúðuborgarmönnum er þessi j dr. Fjelde, að ein gata Rúðuborg- ; ar er nefnd'eftir honum. — — Þá’ætla eg að minnast stutt- lega á skólann. North Dakota Agricultural Col- 1 Iege er meira en venjulegur bún- ! aðarskóli, og hefir verið raétt um að breyta nafninu og kalla hann “State CoIIege”. Skólinn var stofnaður 1889 og síendur á hálfri annari “section” af landi norðvestan við Fargo og áfast við hana. Sífelt hefir verið aukið við bygginguna síðan skól- inn var stofnaður, og eru nú á skólavellinum, sem tekur yfir 100 ekrur, allmargar reisulegar og fagrar byggingar, úr steini og tig- ulsteíni, með öllum nýtízku þæg- indum og áhöldum. Vegir og gangstéttir úr steinstypu, liggja í bugðum um völlinn, og raðir plantaðra trjáa af ýmsum tegund- um. og blómarunnar, gera völlinn yndisfagran. lEfnafræðisdeiId skólans hefir með höndum rannsókn á fæðuteg' undum o. fl. fyrir hönd fylkisins, og er mikil rækt lögð við efna- fræðislegár tilraunir. Skólastjóri john Lee Coulter var skólabróðir Vilhjálms Stefánssonar við há-, skólann í Grand Forks og mikill vinur hans. Hann er hinn mæt- ?sti maður og leggur mikla á- herzlu á það, að starf skólans sé sem frumlegast, að nýjar leiðir séu fundnar og uppgötvanir gerð- í því efni hefir akuryrkju- ar. deildin miklu áorkað. Próf. H. L. Bolley plöntufræðingur, hefir framleitt nýja tegund af hör (flax), sem ekki gengur úr sér eins og áður þektu tegundirnar gerðu, væru þær ræktaðar að staðaldri á sama bletti. Einnig fann hann up á “formalin”-þvotti á hveiti til. sótthreinsunar. Til- raunir er stöðugt verið að gera í þá átt, að framleiða hveiti, sem ryð tekur ekki á. Eitt af því, sem þessi skóli hefir fram yfir flesta aðra skóla, ei leikhús með góðum útbúnaði. Leikhús skólans, sem hefir venð komið fyrir í elztu byggingunni (stiérnarráðsbyggingunni) er kalíað “The Little Country Theatre” og er ætlast til af stofn- anda þess, að það. sé fyrirmynd og bvatning fyrir sveitir og smá- þorp út um ríkið, til þess að koma sér upp samskonar stofnunum. Sjálft er það orðið allfrægt um alla álfuna, og hefir eigi lít- ið stuðlað að þvf að gera skól- ann frægan. Það, að leikhúsið var stofnsett og svo mikil rækt lögð við leiklistina á skólanum, er að þakka áhuga og dugnaði eins manns, prófessors Alfred G. Arvold. Er hann af norskum ætt- um, fæddur í Wisconsin. Faðir h&ns er úr sömu sveit og skáldið Björnstjerne Björnson, og vorit þeir miyir vinir. Á skólavellin- um framundan “The Little Country Theatre”, stendur líka stéinsúla og greypt í hana eir- mynd af Björnson. Próf. Arvold réðst fyrst til skól ans sem kennari í enskum bók- nsentum, en tók sér avo fyrir héndur fyrir eitthvað 10 árum að innrétta þetta leikhús og iðka Ieikiist í skólanum. Er hann nú kennari í “Dramatics and Ora- tory” (Ieiklist og mælskufræði), Hefir hann ifrnsjón með kappræð- um og öðrum ræðuhöldum, æfir nemendur í rökfimi og framsögn, fundarsköpum o. fl. — Hefir hann mikinn áhuga á því að sveit- ir og þorp komf sér upp þessum “Little Country Theatres”, ti! efl- ingar félagslífi, andlegu lífi og smekkvísi. Lífið út um sveitir sé stundum of tilbreitingalítið og ht- laust. Li’r þessu öllu vi'l hann bæta. — Frá skrifstofu hans á skólanum eiga ríkisbúar kost á að fá leikrit, skemtiskrár af ýms- um tegundum fyrir samkomur og sýn.rgar, og leiðbeiniagar og heil - ræði í því sambandi. Meðan eg dvaldi við skólann, gafst mér kostur á að sjá leiklist nemenda. Skozki kikurinn “The Bonnie Brear Bush”, eftir Ian Maclaren, var leikinn í tvö kvöld, annað kvöldið fyrir “Kiwanis”- klúbbinn í Fargo og hitt fyrir al- menning. Tveir beztu leikendur skólans tóku þátt í leiknuná, Sid- ney Lynn Huey, bóndasonur frá Wyndmere, N. D., Iék aðalper- sónu leiksins, Laughlin Campbell, og gerði það af þeirri afburða snild, að sá, sem þetta ritar, hefir ekki séð neinn “professional” Jeikara.gera eins vel í því hlut- verki. — I fyrra lék Huey aðal- hlutverkið í leiknum “David Har- um” afbragðs vel. Hann hefir nú haft nokkurra ára æfingu við ltiklist, enda viðurkendur lang- beztur leikari * af námsmönnum ríkisins. Katherýie Blake, námsmey frá Fargo, lék einnig mjög vei. Hefir hún haft talsverða æfingu við sjónleiki. I vetur sem leið !ék hún Hrafnhildi í “Hadda padda”, og gerði það ágætlega, að því er mér var sagt. -“May Festival” skólans, er eg gat um áður, var haldið II., 12. og 13. maí, og í sambandi við það var íþróttamót, íðnaðar- og listasýning ýmiskonar (Literary, Contest). Sex sjónleikir (í ein-j um þætti hver) voru sýndir í, “Little Country cTheatre”, af lerk-; flokkum frá ýmsum öðrum menta stofnunum ríkisins — flestum, lýðháskólum — er keptu um verð l&un. Tókust leikirnir mæta'vel.j bæði að efni og velferð. . Fern. yerðlaun voru aefin. Við lok hátíðarirmar var fjölda verðlauna útbýtt til sigurvegar- anna, og gerði skólastióri það. Aðalatriði hátíðarhaldsins var samt þessi áður áminsta “symbol- iska” sýning, ér próf. Arvold stóð fyrir og stýrði. Fór hún fram f stórum heræfingaskála, er stend- ur á skólavellinum, 2 kvöld, og var húsfyliir bæði kvöldin. Kall- aði hann sýninguna “The Gifts of the Gods” (gjafir gúðanna). Var, fyrst sýnd sköpun veraldarar,: sólar, tungls og himinstjarna, í, líkingu við það, sem sagt er frá í biblíunni. Svo var sýndur aldin- garðurinn Eden. Og þar næst framþróun mannsins og hversu hann færir sér í nyt og lærir að þekkja auðlegð náttúrunnar í stema-, jurta- og dýraríkinu. — Margir “symboliskir” dansar voru sýndir, svo sem dans laufanna, blómanna, fiðrildanna, skógar- dísanna o. s. frv.; alt æfðar dansmeyjar og skrautbúnar; og lék hljómsveit skólans viðeigandi lög meðan á sýningunni stóð, í samræmi við það, sem sýnt var. Leiksviðið var um 70 fet á hvern veg, enda veitti ekki af, því um 250 manns tóku þátt í eða að- stoðuðu við sýninguna. Einn daginn var skrúðganga mikil frá skólanum niður um helztu stræti Fargoborgar, og tóku þátt í henni lúðrasveit skól- áns og herflokkur (Cadets). í broddi * fylkingar reið “George (Washington” með 'hárkollu og í cínum 18. aldar herforingjabún- ingi, með sverð við hlið. 9 “Floats” á vögnum, með I ýmsum “Tableaus”, er höfðu hvert sína þýðingu, svo sem: “Sköpunin”, “Hljómlist”, “Sigur- gyðja vísindanna”, “Eden”. — j Voru þessi “Floats”, að undan- teknu málverkinu á þeim, útbúin með “Tableaus”, klædd og prýdd af hinum ýmsu bekkjum skólans. Annaðist hver deild sitt “Float” og tókst það mæta vel. Báru þau vott um frumlegt hugvit þeirra, er að þessu störfuðu. ; Því tók eg eftjr, að próf. Ar- j.vold hefir hinar mestu mætur á i íslenzku piltunum við skólann. j Voru honum handgengnastir þeir Árni Helgason frá Hensel, Snorri Þorfinnsson frá Mountain og Jón- | as Sturlaugssorrfrá Svold. Árni Helgason hefir verið á þriðja ár við skólann, en 9 ár hér vestra; ættaður úr Hafnarfirði, móður- fólk hans frá Setbergi þar nær- iendis. Áður en hann kom vestur gekk hann 2 ár á Flensborgar- skólann í Hafnarfirði, og fékk þar góða undirsaöðumentun. Leggur ! hann nú fyrir sig Mechanical En- ! gineering (verkfræði). Hefir ■ hann hinar beztu námsgáfur, og hneigist hugur hans einkum að j stærðfræði. Þjóðrækinn íslend- ingur er hann í húð og hár; hinn i mesti áhuga- og fjörmaður og tekur þátt í öllum íþróttum og I félagslífi skólans. Hefir hann verið próf. Arvold til mikillar að- | stoðar og leikið í ýmsum sjón- leikjum, svo sem “Hadda padda” og tekist ágætlega, einkum í því skoplega. 1 herlið Bandaríkjanna gekk hann og fór til Frakklands á vígstöðvarnar 1918. Hann er með afbrigðum vinsæll á skólan- um, enda drengur hinn bezti. Tveir íslenzkir skóiapiltar hafa sérstaklega skarað fram úr öllum á skólanum í ræðuhöldum og kappræðum (og eru þó yfir 1200 skrásettir nemendur), en það eru þeir Snorri Þorfinnsosn, sonur Þorláks Þorfinnssonar og Guðríð- ar Guðmundsdóttur, Skúlasonar, ! sem nú búa að Mountain, N. D. i Móðir Snorra er systir þeirra Barða og Skúla Skúlasona lög- fræðinga. Þorlákur faðir hans er náfrændi séra Friðriks Friðriks- sonar í Reykjavík og ættaður úr Skagafirði. Hinn er Jónas Sturlaugsson, sonur Jónasar Sturlaugssonar að Svold, N. D., ættaður úr Dala- sýslu. — Hafa þeir marga hildi háð í kappræðum fvrir hönd bún- aðarskólans á móti öðrum skólum og vancflega gengið sigri hrósandi af hólmi. Geta má þess, að í vet- ur kjjppræddu þeir á móti Mont- ana State College og einnig á móti Sout Dakota Statc College. í ann- að skifti ðhöfðu þeir jákvæðu hlið umræðuefniftins, en í hitt skiftið neikvæðu hlið sama spurs- máls, og unnu í bæði skiftin. I apríl í vor háðu þeir kappræðu við kappræðendur frá Pennsyl- State College og héldu sínum hlut. Var mér sagt, að sú kappræða hafi verið harðsótt og naumast mátt á milli sjá, því Pennsylvaníu- drengirnir voru afburða kapp- ræðumenn. 1 tveggja heimila, og er foreldrun- ' um það mikill sómi. W. Frímann frá Upham, N. D., | er að taka “College Course” | (Agr.)*. JJann býr nú’ í Fargo. j Kona hans er bróðurdóttjr Hjartar Þórðarsonar rafmagnsfræðings í i Chicago, ættuð frá Gardar. W. ! Frímann var í herliði Bandaríkj- anna og tók þótt í margri hreðu hjá þeim. Er til heimilis hjá Chris Benson frá Bantry, N. D.. Er hann einnig að taka “College Course” (Agr.). Þetta fólk er fætt og u.Valið hér í álfu, en talar þó ágæta ís- lenzku og er íslenzkt í anda og hið skemtilegasta heim að sækja. Margskonar félög hafa nem- endur skólans mvndað — yfir 30 —og í þe:m, sem þessir íslenzku ncmendur eru, skipa þeir oftar forsetastöðuna eða annað em- bætti. Vænti eg þess, að leið- logáhæfileikar íslenzku nemend- anná, sem hafa fengið svo góða þroskun á þessari ágætu menta- slofnun, muni skipa þeim öndvegi er þeir fara út í heiminn til að verða brautryðjendur. Að lífs- starf þeirra í framtíðinni verði þeim sjálfum og þjóðflokki vor- um til farsældar og blessunar, óskar sá, sern'þetta ritar, af öllu h>arta. Lengi Iifi N. D. A. C.! Fred. Swanson. Tveir eldri bræður Snorra hafa útskrifast af skólanum. Matthías útskrifaðist 1917. Var hann skírður af séra Matthíasi Joch- umssyni, þegar hann var á ferð hér vestra og látinn heita í höfuð honum. Theodore útskrifaðist 1921. Báðir eru þeiT vel gefnir og gáfaðir o& tóku öflugan þátt í kappræðum og félagslífi skól- ans á sínum skóalárum. Matthías hefir ágaeta stöðu í Montanaríki; er þar búnaðarmála ráðunautur (County Agent) ; og Theódór hef ir svipaða stöðu við búnaðarskól- ann. Hefir þar skrifstofu og ferð- j ast um á sumrum meðal bænda fyrir útfærsludeild (Extension Department) skólans. Tvö systkini jónasar Sturlaugs- soanr ganga einnig á skólann, | Victor og Lára, sérlpga vel gefin. Þannig er þrent frá hvoru þessara Bréf til Heimskringlu. Blaine I 5.—6.—’22. Ritstjóri Heimskringlu, Winnipeg, Man. Kæri herra! háein orð í fréttaskyni frá Biaine. Um veðráttufar skal eg fdorð. Aðeins þetta. Eftir ó- vanalegan frosta og þurkavetur kom jafn óvanalega þurt vor og fremur kalt í tijbót. Tefur það að sjálfsögðu fyrir öllum jarðar- gróður og eyðileggur sumt ef til vill með öllu. En slíkar misfellur verða af og til víðast í heimi. Þó mðurröðun sú í náttúrunnar ríki, að “meðan jörðin er við Iýði, skuli ei linna sumar né vetur, vor né haust”, haldi ser að mestúrer það þó allbreytilegt með köflum. En hversu illa sem það kemur sér, tjáir ekki um að kvarta, því þeirri stjórn, sem því ræður, fá menn eigi breytt með atkvæðum eða óánægjuyfirlýsingum, og verður því þar við að sitja, hvort sem það líkar betur eða ver. Atvinna er nú mikil orðin hér um slóðir. Öll trjásögunarverk- slæði vinna fullum krafti og kaup hefir hækkað til muna. Sagt er að lægsta kaup á verkstæðum þessum verði ekki undir $3.50 á dag, að undanskildum kassaverk- stæðum máske. Mentun. — Út af háskólanum hér skrifuðust í þetta sinn átta ís- lenzk ungmenni, meira en '/4 af öllum, sem það gerðu í ár. Þessi ungmenin eru sem fylgir: 1. Lillian Grace Straumford — með heiðri. Föreldrar hennar eru hjónin Bella og Jo4n Straumford. 2. Sigríður Rannveig, með heiðri, og systir hennar 3. Jónína Guðlaug. Foreldrar þeirra hjónin Ingibjörg .(Hansen; rú látin) og Halldór Johnson frá Sleitustöðum nálægt Hallson N.D. Halldór býr nú hér í Blaine með seinni konu sinni Kristínu, áður Peterson. 4. Sigrúrn H. Símonarson, með jheiðri. Foreldrar henrtar Guðrún I og Thorgeir Símonarson. 5. Lára Magnússon. Foreldrar | hennar Ingibjörg og J. 0. Magn- I ússon. 6. Arthur Johnson, með heiðri. Foreldrar Sigríður og Sigtýr John- son. 7. Unnur Stevenson. Foreldr- ar Josee og John Stevenson. 8. Thordur Thordarson, sonur ‘Magnúsar Thordarsonar. Tvær af þessum stúlkum, Sig- rún og Sigríður, fóru strax á kenn araskóla til að búa sig undir kenn- arastöður. Giftingar. — Giftingar, sem eg man eftir nú í svip, eru: Ungfrú Annie Soffoníasson; foreldrar hjónin Snjólaug og Sveinbjörn Sóffoníasson, gift Clarence Bring. Settust þau svo að á bújörð brúð- arinnar skamt frá Blaine. Gustave Anderson, foreldrar hjónin Ólína .og S. A. Anderson, fyr meir í Hallson. N. D., nú til heimilis hér, giftur amerískri stúlku. Býr hann nú með konu smm í Everett, Wn. Halldóra Kristjana Straumford, /foreldrar hjónin Bella og John Straumford, gift J. H. Pherson. Búa þau hjón nú í Bellingharn. Helen Margrét Benedictson, foreldrar hennar eru Margrét og Sigfús Benedictson, gift Gustave H. Dalsted, foreldrar hans Sólveig | (nú Mrs. Anderson) og John kapteinn Dalsted (druknaðui á Winnipegvatni fyrir mörgum ár- um). Búa ungu hjónin í Everett, (Wash.. Ekkjan Kristín Jónsdóttir gift ekkjumanni Halldóri Simundsson, bónda nálægt Blaine. Burtflutningar. — Þcir herrar ! Chris. Freeman og Peter Fir.nson, ásamt fjölskyldum sínum, fluttu héðan til Valdeseyjar í B. C. Og hrj Magnús Jóhannsson flutti ásamt fjölskyldu sinni lil Port Angeles, Wn. Innflutningur til Blaine. — Þeir herrar Einar Bjarnason frá Ester- hazy, Sask., og Jón Stephanson frá Winnipeg. Ferðafólk kemur og fer, og er þess vanalega getið í blöðunum, þegar það leggur af stað, komi það að austan, sem vanalega er, og þess vegna óþarft að endur- laka. Eftir man eg samt Bardais- bræðrunum komnum og förnurn. Einnig frú Guðbjörgu Th. John- son frá Glenboro, Man., nýfarin , heim, eftir að hafa dvalið meiri- 1 hluta vetrar hjá frændum og vin- 1 um hér vesturfrá, ýmist í Blaine : eða Vancouver. Dauðsfall. — Kristín Freeman ; íézt að heimil foreldra sinna, Sig- ! urlaugar og Jóns Freemans, 26. I apríl s.I., og var jarðsungin af ! hérlendum presti 28. s.m., að við- | stöddum fjölda manns. Kristín ! sál. mun hafa verið nær fertugu, góð stúlka og vel látin. Hennar ! verður frekar getið á öðrum Stað. | Fleira mætti sjálfsagt tína til, en eg man ei neitt frekar, er í frá- sögur sé færandi, og læt svo hér við lenda að sinni. M. J. B. Guðmundur Finnsson. iÞeim fækkar óðum frumherj- unum íslenzku, sem í byrjun síð- asta aldarfjórðungs og þar áður fluttu vestur um haf og tóku sér bólfestu á sléttum Vestur-Can- ada, til þess þar jöfnum höndum að leggja lið sitt til þess að byggja upp þetta Iand og að tryggja sér sjálfum arðmeiri og öruggari framtíð en þeir gerðu sér von um að geta átt í föður- 1 landi sínu. 1 hópi þeirra, sem hingað fluttu á fyrstu landnámsárum Vestur- íslendinga, og sejn nú nýske? hef- ir kvatt samtíð sína þessa hetms, er Guðmundur vélstjóri Finnsson. Hann var fæddur í Klettsbúð í Keflavík í Snæfellsnessýslu þann 27. nóvember 1853. Foreldrar hans voru hjónin Fmnur Jónasson og Kristín Tómasdóttir, ,er þar bjuggu þá. Hjá þeim dva'di hann fyrstu sjö ár æfinnai. Eflir það ólst hann upp hjá þeim hjón- um Einari Sveinssvni og Sesse'íu Jónasdóttur, sem var föðursystir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.