Heimskringla - 05.07.1922, Blaðsíða 7

Heimskringla - 05.07.1922, Blaðsíða 7
WINNIFEG, 5. JCLÍ, 1922. HEIMSKRINGLA. 7. RLAÐSÍÐA. Tlie Dominion Bank HORM NOTRE DAMB /VB. OQ SHBHBItOOKlg ST. Höfu«stóll, upí>b. 6,000 000 Varasjóður .........$ 7,700,000 Allar eignir, yfir .$120,000,000 Sérstakt athygli veitt viðskfift- uin kaupmann* og Teralunarté' at». Sp»risjóðsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir jafn háir og annarsstaðar riíí- tengst. rHOBB A >m P. B. TUCKER, Ráðsmaíhir Að austan og vestan. (Framhald frá 3. síðu) mál að eiga sér stað \ ísl. ]ijóð- lífi, engin sérmál flokka, engin sljórnmál, engin trúmál o. s. frv. Svona er nú ástandið í íslenzku þjóðlífi 25. maí 1922. — “Var það þá heppilegt af ritstjóra Þjóð- raeknisritsins, að leyfa rúm í riti félagsins kvæði, sem særa hlaut tiifinningar margra af meðlimum félagsins?” — Svemstauh. Nú er Rögnvaldur kominn í k'iípu — og nú sér maður ástæð- una fyrir því, að kvæðið er sær- andi fyrir fjöldann (þessa 999 af þúsundi). Þar sem ástandið í ís- lenzku þjóðlífi er, eins og þegar hefir gremt verið, hljóta höfuð- drættir kvæðisins að vera teknir úr ensku þjóðlífi —? — Það var annars slæmt, að þjóðrækninni skyldi ekki þóknast að fá mann úr rökfræðafélaginu: Sigurjóns- son, Sveinstauli and Co., fyrir meðritstjóra við ritið! Þá hefði Jbetur tekist, og myndirnar orðið allar úr íslenzku þjóðlífi — þessu líka litla þjóðlífi — þar sem eng- in deilumál eiga sér stað, engin sérmál flokka, engin stjórnmál, engin trúmál o. s. frv. Þá hefðu ljóð Stephans G. verið útilokuð úr ritinu, sömuleiðis ritgerð Kjart- ans Helgasonar, Magnúsar Helga- sonar, Steingríms Matthíassonar o. fl. Sveinstauli endar rökfærslu sína til mín með þessum orðum: “Eða eiga þeir engan rétt á skoðunum sinum, sem ófúsir eru að viðurkenna málstað Banda- manna í hildarleiknum mikla”? Að lokum sést að Stauh og hans féíagar eru ófúsir að viðurkenna málstað Bandamanna! , “Hver er Sveinstauli?” spurði maður kunningja sinn hérna um daginn. Svar: Það er óæðri helm ingurinn af S. Sigurjónssyni. — “Hvernig stendur á því? Hann er þó vanur að rita sitt nafn undjr.” “Já, hann er vanur því; en svo er að hinu að gá, að þegar S. Sigurjónsson las útleggingu dr. Sig. Júl. Jóhannessonar á kvæðinu “Á rústum hruninna halla”, datt hann í tvent, og hefir síðan skammast sín fyrir að rita undir réttu nafm.” Það var einu sinm strákur. Hsnn var einfeldningur; hagaði sér fíflslega þegar gesti bar að garði og sömuleiðis á öllum irannamótum. Faðir hans bar í bætifláka fyrir hann við gesti og ókunnuga með þessum orðum: “Það er ekki von að Jónas sé 'greindur, því hann hefir aldrei komið í kaupstað.” — Það er ekki von að hann Stauli sé greind- ur, því hann hefir víst aldrei kom- ið í kirkju, og veit ekki, að aðal- slörf prestanna er . að útskýra kvæði, sem vanalega eru nefnd guðspjöll. Nú befir guðspjalla- útleggingin ekki tekist betur en svo (í nítján aldir), að prestarnir og söfnuðurinn taka enn undir með “gömlum Vígabörðum”, fall- byssum og öðrum morðtólum, fyrirvaralaust — í Jesú nafni IV. S. Sigurjónsson á þakkir skilið fyrir það að minna fólk á, að kvæðið “Á Rústum hruninna halla” sé sömu tegundar og víg- slóði St. G. Leiðir hann þar í Ijós undirstöðuna undir haturs- og cfsaárásum, sem þá vorú geiðar á mannvininn og skáldið St. G. - Ekki skal því svarað með já eða nei af mér, hvort Ijóð Steph- ans G. og ritgerðir merkustu manna þjóðarinnar eiga heima í riti því, sem Vestur-íslendingar gefa út. Mikið er undir því kom- ið. hvort rökfræðafélagið áður- nefnda segir satt í því, að aðeins 1 af 1000 kunni að meta skáld- skap St. G. og þeirra, sem rita í slíkum anda. Meðlimatala Þjóð- ræknisfélagsins er nú sem stendur um 700 sálir, ef allir skrokkar meðlimanna hafa sál. — Sjálfur ann eg þjóðrækninni alls þess bezta, sem til er, og þar af leið- andi fyrst og fremst ljóða St. G.. Það skal viðurkent, að því göf- ugri og dýrari sem hugsjónin er, þess sjálfsagðari eru þær systur, Skammsýni og Fólska til að mis- bióða henni. Flestir Evrópu- og Ameríku- menn kunna að nafninu )il “Fað- ir vorið”. Þó skal það staðhæft, ao sú bæn á alls ekki heima í hjarta þeirra^manna, sem ala rán og morð í huga. Leiðin, sem ligg- ur til hinnar mestu bölvunar, er vanalega farin með barnalegu trúnaðartrausti og frelsisþrá fjöld- Manndómur hinna undirok- BARNAGULL ans. uðu er svo mikill. Hann grunar aldrei neinn um græsku. T. d. þegar ástúðleg og elskandi móð- ir — eins og allar mæður eru — oífrar manni sínum og sonum á altari morð- og ránsguða, með þeirri fullvissu í hug og hjarta, að nú sé hún að uppfylla helgustu og sjálfsögðustu skyldu lífsbarátt- unnar. Þung hafa Abraham reynst sporin að altari því, sem honum var boðið að fórna synr sínurn Isak á. En guðsYöddin hljómaði í sál hins góða manns, svo hann mat son sinn meira en hrútinn. Og guð Abrahams tók hann gild- an. — Margir munu þe*r vera nú a dögum, sem fegnir fetuðu í fótspor Abrahams, ef kostur væri á. En guðir nútímans gera sig eigi ánægða með hrútinn, þeir heimta soninn líka. Fá eru dæmin ljós- ari um sakleysi fórnarlambsins en finna má í .sögunni af ísak. Mað- ur sér hann með baggann á bak- ir.u, berandi fórnarviðinn, elds- neyti það, sem brenna átti hold hans og bein til ösku, guði til dýrðar, spyrjandi: “Faðir minn, hvar er fórnarlambið? Þó bera óbreyttir hermenn alha landa og þjóða sömu byrð- ina í sakleysi sínu, spyrja hinnar sömu spurningar. Fá ekkert svar. Komast að því fyr eða síðar, að ágirnd og drotnunargirni ræður þar um, og þeir vita, að þeir eru sjálfir fórnarlambið; margfaldar þessi vissa byrði hermannanna, og þó eru þeir ekkert síður sak- lausir en ísak, á meðan þeir eru knúðir af landslögum og heraga, gætu ekkert að því gert, þó þeir dræpu föður sinn eða bræður, ef þeir væru í fylkingum andstæð- inganna, eins og segir í kvæði hjá St. G. Hvar er fórnarlambið, fað- ir minn? Það voru þessi orð, sem bergmáluðu guðs rödd í sálu Abrahams og öftruðu honum' frá að lífláta son sinn. Stephan G. segir að þessi rödd verði að hljóma í sálum allra manna, svo að pardísardraumur niannkynsins komi fram hjá börn- um þess, jafnvel fegurri en hann var dreymdur. Mannkynið verð- ur að hætta að leita lífsins í dauð- anum; það er ólíklegasti staður- inn til þess að finna það. Flestir vita, að Ijósið getur ekki verið í myrkrinu, af því að þar sem Ijós er kveikt, þar er ekki iftyrkur, af því að ljósið er ljós. Eins er með lífið, það |;etur ekki verið í dauð- anum, af því að Kfið er líf. Svo er og með frelsið. I fjötrum og óírelsi er ekkert frelsi, eða fjötr- að frelsi. “Friður á jörðu og vel- þóknan yfir mönnunum”, getur ekki átt sér stað, á meðan mann- kyiþð er látið leita friðarins í ófrið og manndrápum. Það er sama svarta villan og að Ieita lífs- ins í dauðanum. Mannúðin er það Ijós, sem Frástígur rándýranna. (Rándýrin komu nú fram fyrir | hásæti ljónsins. Þau viðurkendu fyrir ljóninu grimd sína. “Við lifum einna i helzt á kjöti annara dýra. Guð hef ir gefið okkur skarpar klær, með þeim grípum við bráð okkar. í munninum höfum við hvassar tennur; með þeim rífum við í sundur*dýr, er við veiðum. Á næturþeli förum við á veiðar. Á daginn sofum við í bælum okkar. Aldrei verðum við vel tamin. Stundum hafa mennirnir tekið okkur sem hvolpa. Við höfum al- isl upp meðai þeirra. Um stund- | arsakir höfum við beygt okkur undir vald mannsins. Þá 'hefir slundum það að borið, að við sá- u mblóð renna. Stundum hefir tamið dýr komið of nálægt okk- ur Þá vaknaði gnmdareðl’. okk- ar. Þá kom það fyrir, að við rif- um þá í sundur, sem gáfu okkur fæðu.” Tígrisdýrið öskraði hræðilega. “Þekkir þú mig, konungur góð- ur? Af kattarkyninu eru öll grimmustu rándýrin. Viltu vita I krafta mína? Virtu. fyrir þér köttinn, sem er nokkurskonar smá mynd af mér. Hugsaðu þér kött i á stærð við lítinn hest. Varaðu jþig, konungur! Eg vægi engu, j sem lifir, því er eg get náð til með tönnunum. Með slunginni níð- ingslund sit eg um óstyrkari dýr, sem slökkva þorsta sinn við læki eða tjarnir. Eg ríf í sundur veiði- manninn, er sækist eftir flekkótta feldinum mínum.” Ljónið grenjaði af reiði. “Einn- ;ig eg er af kattakyninu. Eg þekki | ykkur alla. ættingja mína. Eg þekki ganpuna í skógum Norður- landa. Eg þekki Jagúarinn í Suð- ur-Ameríku og pardusdýrið í Asíu Þið eruð öll lævísir morðingjar. Eg blygðast mín fyrir ættingja mína. Eg er sterkast ykkar allra. En eg er líka eðallyndast. Aldrei gleymi eg þeim, sem hefir gert mér gott. Einu sinni var þræll, að nafni Andrókles, sem strauk burtu frá harðstjóra sínum. Hann mætti mér í skóginum. Hann dró þyrniflís út úr fætinum á mér. Til þakklætis varð eg vinur hans. Lengi bjó hann óhultur í holu minni. En dag einn var eg tekið til fanga. Vinur minn náðist líka. 1 fjóra daga fékk eg ekkert að eta. Mennimir, grimmlyndari en eg, köstuðu svo Andrókles bundn- um fyrir fætur mínar. Það var ljóta freistingin! Hungraða ljón, ettu upp vin þinn! sagði freisting- in. En eg lagðist að fótum Andr- óklesar. Eg lét þá, sem ætluðu að grípa hann, sjá mínar hræði- legu~tennur. Þá komust við all- ir, sem sáu þetta. “Göfuglynda ljón, vinur þinn er frjáls! ” Svo gáfu þeir Andrókles upp sakir vegna trúfesti minnar.” Birninum»þótti þetta ágæt saga. Hann rumdi af ánægju: “Herra konungur, eg skil eðallyndi þitt. Varaðu þig samt á hramminum mínum sem hefir tólf manna afl. Varaðu þig á grimma bróður mín- um, ísbirnmum, sem býr á ísnum í norðurhöfunum. Eg drotna í skógunum á Norðurlöndum. Þar liggur híðið mitt, þar sem eg sef á vetrum. Á sumrum fer eg á beriamó. Stundum næ eg mér í hunang býflugnanna. Einstöku sinnum rota eg kú bóndans og et hana síðan. Það verk er ekki vel þokkað, og er eg því ofsóttur af veiðimanninum, sem hefir loðna íeldinn minn í loðkápur á vetr- um. Oft á eg þá líf mitt að verja. Stundum mæti eg smábörnum, er vilzt .hafa í skóginum. Brátt kemur mamma þeirra hlaupandi til þess að leita að þeim. Börn- unum geri eg eigi mein. Móður- inni granda eg heldur ekki. Vík eg þá hægt úr vegi.” Ljcnið lét vel yfir þessari sögu. “Þú ert vænsta skinn, bjarnartet- ur. En aicki er öll sagan sögð. Eitt. sinn sá eg mann, sem feyiadi bjarndýr. Margir komu saman til að sjá bangsa dansa. Maðurinn lámdi björninn vægðarU.ust. Þá dansaði bangsi. Klunnaleg voru danssporin han; þá.” Olfurinn ýlfr.iði: “E. nokkvrt hræ hér? Eg er ekki matvandur. kg á f’sífeldnm ófriði við frænda minn, hundinn. Hundur, ;em drepur úlf, lætur hræið liggja. U'fur, sem drepur hund. éínr hann upp með húó og hári. A veirar- kvöldum fövum við úlfarrir í fíokkum saman á veiðar. Bezt er þá að gæta bnrnanna, sem leika sér á -túni. Sjálfur verð eg að gæta mín fyrir veiðimönnum, því (é er lagt mér tii höfuðs.” Ljónið kunni sögur um úlfinn: “Varst það ekki þú, sem dazt í úlfagröf? Fátæk kerling kom gangandi þar fram hjá. Hún teygði sig út yfir gryfjubarmini: og gerði gys að úlfinum: ‘'Þctt i er mátulegt handa þér, óhræi.ð þitt',” sagði hún. I sama bili misti kerling jafnvægið og datt ofan í gryfjuna. Þá kom annað 'hljóð í strokkinn. “Háttvirti herra úlfur!” sagði hún þá í hrærðslu sinni, “mundúð þér ekki vera svo lítillátur að þiggja köku- bita úr poka mínum?” Eina sögu kunni ljónið; “Vinnupiltur var að sækja vatn í viða tunnu í vök eina á ísnum. Þá fíyktust að honum ótaf úlfar. Pilturinn slepti klárnum, sem gekk fyrir sleðanum. Vatnstunnunni hvolfdi hann yfir sig á ísnum. Uifarnir, sem vildu ná í piltinn, stungu löppunum undir tunnu- barminn. Pilturinn skar af lapp- irnar með beitta hnífnum sínum. Lifarnir, er sáu þeim blæða, réð- ust á þá særðu. Urðu þá gríðar- áflog í kringum tunnuna. Margir úlfar voru bitnir til bana; hinir hlupu á braut. Er alt var kvrt orðið. skreið drengurinn undan tunnunni. Hann fékk mikið fé fyrir skinnin af dauðu úlfunum.” Nú læddist íefurinn fram. Hann setti á sig sakleysissvip, en bragða refur er hann þó mikill: “Herra konungur, eg er líka af hundakyn- inu. Lymska mín er alræmd. Eg veit ótal brögð til að leika á veiði- manninn, er sækist eftir mjúka skinmnu mínu. Það kemur fyrir, að eg naga af mér skottið, sem crðið hefir fast í tófugildrunni. Fleiri sögur fær þú síðar að heyra. Varla á eg minn líka að hyggind- tm, sem í hag koma.” Ljómð hnyklaði brýrnar. “Gort- aðu ekki meíra tófuhró! Lævísi ei ekki hyggindi. Hrekkjavit er ekki sama og hugvit. Nú veit eg í bráðina nóg um rándýrin. Mér býður við þeim, sem lifa á líftjónr annara.” Ljónið rak síðan rándýrin burt; því lék hugur á að fræðast um enn önnur dýr. ^ A. Meira. aldrei verður hulið öllum tilj lengdar, og aldrei verður hún svo | lögð undir mæliker, að hennar j gæti ekki þó nokkuð. Stephan G. er um fram alt for- svari og skáld mannúðarmenning-; ar. Mun það vera aðal ástæðan \ fyrir því, að SÍtúmar og einfeldn- ingar verða óðir og uppvægir yf- ir mestu mannúðar snildarverk- um Stephans. Enginn sæmilega hugsandi maður getur í fhótu bragði gert sér grein fyrir sálar- ástandi þessara aumkvunarverðu manna. Þó er eins og ósjálfrátt i komi í hugann, a’ð svona lagaður sjúkdómur hafi í fyrri daga verið nefndur “djöfulæði”. I þessum j ham sendast þeir qfan fyrir bakka grimdar og haturs, veltast um í, sínum eigin hugsunarhætti og l hrópa í sífellu: Mannúðin særir J tilfinningar aHra góðra manna! j Slíkir hljóta að vera óvitar hel- j stefnunnar og vita ekki, hvað þeir gera. Góðir menn vilja að sönnu J fyrirgefa þeim, ef það stæði í! þeirra valdi. En þeir vita, “að misgerðir feðranna koma fram á börnunum”. Er því varhugavert I fyrir góða menn að fyrirgefa þeim, því misgerðir "þeirra koma fram á óvitum og ófæddum börn- um. Tökum dæmi. Hugsum okkur 6—7 ára gamlan dreng í faðmi foreldra sirvia. Með einlægni og áftúð afhenda foreldrarnir barnið kirkjunni og skólanum til and- legrar uppfræðslu, sem þau telja sig ekki sjálf fær um að veita barninu, enda í bága við landslög að slíkt sé gert. Þegar drengur- inn er kominn í kristinna manna tölu og útskrifaður úr skóla, get- ur hann kinnroðalaust, og í sam- ræmi við helgustu skyldur þjóð- félagsins tekið þátt í spellvirkj- um.ránum og morðum í ókunnugu landi, fyrirvaralaust, að boði yfir- valda og yfirmanna, trúandi því stöðuglegá í hjarta sínu, að nú framkvæmi hann helgasta boð bæði guðs og manria. Hann get- ur ekki grunað fósturforeldra sína um græsku, því líf hans liggur við. Hver vill nú vera sá óviti, að ásaka dreng fyrir það, þó hann hlýði boðum kirkjunnar og lands- laganna? Að honum geta samt ekki góðir menn dáðst, sökum þess að verkið, sem honum er boð ð að vhi.ua í hernaði, er ljótt. En það er ekki hans skuld. “Mun ei glappaskot gera, Spyr mín stuttorða stakan — Þeir sem barnsvitið bera Ut' á kenmnga-klakann?” Það barnið, sem kemst aij því I fyr eða síðar, að það hafi verið j borið út á kenninga-klakann, þeg- ar það lá í reifum, og óviljandi hvað foreldra áhrærði, þolir písl- ii og pyntingar sjálft, til þess að svíkja ekki helgustu og dýpstu til- finningar mannssálarinnar: kær- leikann til allra manna’. Þetta barn er aðdáunjjrvert, hlýtur þar af leiðandi aðdáun allra góðra manna, fyrir að brjóta þau lög, sem altaf hafa verið og visrða mannkyninu til dýpstu bölvunar. Lnda sést þá, að meirihlutinn ræður ekki nema stundum. Hvenær rennur sá dagur upp, að samtíðin sjái sína beztu menn? Dr. Heigi" Péturss segir, ati hann sé í nánd. En þá verða margir að brjóta lög helstefnunnar. Ávarp til íslenzkra kjós- enda í Winnipeg. Jak. Jónsson. -x- Froskurinn og nautio. Froskkind nokkur bola’ á beit burðamikinn og stóran leit, tútnaði út af öfund þá, undi ei lengur að vera smá. “Svona stór eg vera vil, vegsemd slíkt er, það eg skil! Hleypti’ hún í sig miklum móð, magann þandi’, á blístri stóð; tútnaði út og teygði á sér, en tjón og sneypu drambið ber, hún blés sig upp með bálvont geð unz blaðran sprakk — og sagan með. Kæru íslendingar! Eins og sumum af yður er vænt anlega þegar ljóst, hefi eg orðið fynr þeinr4ieiðri að vera útnefnd- ur af frjálslynda flokknum sem þingmannsefni fyrir Winnipeg- borg. Mél dylst eigi sannleiksgildi málsháttarins forna, að “vandi fylgir vegsemd hverri”. að eg sæki í kjördæmi þess íslendings, er mestan sóma hefir unnið þjóð- flokkigvorum vestan hafs, Hon. Thos. H. Johnsons, fyrrum dóms- málaráðherra Manitobafylkis, er um 15 ára skeið hefir verið full- trúi þjóðflokks vors í fylkisþing- inu. Eg hefi ávalt verið og er enn þeirrar skoðunar, að íslendinga* hér í borg, jafn fjölmennir og þeir eru, eigi tilkall til sætis á löggjaf- arþingi fylksins. Með þetta fyrir augum tók eg útnefningu í þeirri von, að íslenzkir kjósendur í Winnipeg myndu gera sitt bezta til þess að tryggja mér kosningu. Afskifti mín af opinberum mál- um yfirleitt eru flestum Islending- um kunn. Meginþorri þeirra mála, sem eg barðist fyrir í stjórn Winnipegborgar, fékk framgang, og voru sum þeirra engan vegin þýðingarlitil, svo sem rafleiðslu- málið. Alla mína tíð í þessu landi hefi eg fylgt frjálslynda flokknum að málum, verið þeirrar skoðunar, að stefnuskrá þess flokks væri í beztu samræmi við framsóknar- viðieitni vors unga þjóðfélags. ^ í þessum skilningi hefi eg altaf verið flokksmaður. Afstaða mín tii frjálslyndu stjórnarinnar í Manitoba, er Hon. T. C.! Norris veitiv forystu, skal þegar gerð iýð um ljós. Sú stjórn hefir, að minni hyggju, leyst störf sín öll sam- vizkusamlega af hendi og hrint í framkvæmd ýmsum stórvægileg- um umbótamálum fyrir fylkisbúa í heild sinni, ekki þó.hvað sízt fyrir bændur og verkamenn (sbr. Rural Credit og Farm Loan lögin, lög um lágmarkslaun kvenna, lög um stofnun sparibanka Manitoba- fylkis og síðast en ekki sízt lög um pólitískt jafnrétti kvenna o. s. frv.) Islenzkir kjósendur í Winnipeg- borg ganga þess því eigi duldir, að eg býð mig fram sem ákveðinn stuðningsmaður Norrisstjórnar- irnar. Tíminn til kosningaundirbún- ings er naumur, og það því sýnt, að vel þarf að vinna og sleitu- laust, ef kosning mín á að vera ! trvgg. En það verður hún því aðeins, að íslenzkir kjósendur | Winnipegborgar, konur sem karl- ar, merki kosningaseðilinn sinn með tölunni 1 við nafn mitt. Alla þá íslenzka kjósendur, ; konur sem karla, er hlynna vilja i að kosningu minni, vil eg enn- ; fremur vinsamlegast minna á, að ! iáta ekkert tækifæri ónotað til þess, að afla mér fylgis hjá öðr- um þjóðflokkum, er borg þessa byggja. Undir áhrifum yðar og starf- semi fram að kosningum og á kosningadaginn sjálfan, eru úrslit- in komin. Winnipeg 30. júní 1922. Virðingarfylst. Árni Eggertsson. Augl. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.