Heimskringla - 12.07.1922, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.07.1922, Blaðsíða 3
WINNIPEG', 12. JÚLI, 1922. HEIMSKRINGLA. i 3. BLAÐSIÐA. um stigi þannig óblandið lofgerð- arlag upp í hæðirnar til guðs, Iof- gerðarlag, er hljórrii í orðum vor- um og athöfnum öllum og geri lífið að unaðslegri sönghöll sam- uðarinnar, samleitarinnar og sam- starfseminnar í anda guðs, sam- kvæmt sannleika hans. Og þó er mannssálin ekkert minna en það, að hún á að óma og hljóma þannig. , Mér dettur í hug lítil saga: 1 gistihúsi einu í Schwarzwald á Þýzkalandi var gamalt píanó. '"Barnakennarinn í þorpinu lék á það á sunnudögum fyrir bænd- urna ofan úr dölunum, þegar þeir komu til að stíga dans í veitinga- salnum. Og á k*öldin, þegar ferðamennirnir voru komnir sam- an í gistihúsinu var leikið óspart á gamla píanóið. Stúdentasöngv- ar og jafnvel lágfleygir söngvar voru leiknir á það, hverskonar geðblæ og hughrif varð það að túlka — þar til gestgjafakonan kom að lokum og slökti ljósin. Og svo •stóð það eitt og yfirgefið úti í horni í rykugum veitingasaln- um, þar til fyrsti stúdentinn byrj- aði með nýjum morgni á nýjan leik. Var það nokkuð undarlegt, þó píanóið hefði fyrir löngu glatað hljómfegurð sinni og tónarnir væru mjóróma og hálfbrostnir? IÞá var það kvöld eitt, að mikill snillingur kom til gistihússins, þegar gull aftansólarinnar var að Ímíga í Rín, gylti fjallatindana og hvarf svo að baki þeirra. Hann gekk út að glugganum og horfði á hnígandi og hverfandi sólarlags- dýrðina> Þá settist hann við pí- anóið. Það svaraði hægt og feimn •islega snertingu meistarans, alveg eins og barn, sem ókunnugt mikil- menni ávarpar. En meistaranum var svo mikið niðrifyrir, að hann gerði sig ekki ánægðan með það. Hann snart strengina með krafti listamannsins. Og það var eins ög þeir fengju nýja stælingu, nýtt hljómþol og nýr titringur færi ura það. Það var eins og gamla pí- anóið vaknaði af löngum dvala. Gestirnir við veitingaborðið hlust- uðu með öndina í hálsinum, und- ursamleg hljómfylling og hljóm- fegurð streymdi um salinn og út í aftankyrð náttúrunnar. Það var eins og gamla píanóið vildi syngja innan frá ínstu * fylgsnum hjaíta síns alt það, er það árum saman hafði orðið að þegja yfir vegna danslaga og gatnavísa. Og gestunum var eins og allir streng- Ir hjartna þeirra yrðu að hljóma með, jafnvel þótt áreynslan virt- ist svo mikil, að þeir ætluðu að hrökkva. Alstaðar urrihverfis var hlustandi þögn.v— Enn hljómaði fagnandi tónaregn — svo hætti * snillingurinn skyndilega. Og* þegar allir gestirnir voru gengnir til hvílu, stóð gamla pían- óið titrandi í horni sínu. Gest- gjafakonan sagði um morguninr., að hljóður hljómur hefði ómað frá því alla nóttina. En listamaðurinn hafði haldið göngu sinni áfram við sólarupp- rás. Aftur heyrðust mjóróma og hálfbrostnu tónarnir frá gamla píanóinu. ‘“Þetta er auma sarg- ið,” sögðu menn og hömruðu á. því. (Líkt og gamla píanóinu fer um marga mannssálina. • Klaufarnir leika á þær oft og einatt skilnings- lauát og andlaöst. Þær finna ekki hinn mikla listamann í heimi and- ans og sannleikans, listamaninnn, er veit skil á að vekja hið hulda og dulda Iíf sálarinnar — og kæmi einhver slíkur, er hann oft- ast horfinn fyrir sólaruppkomu. En mesti listamaðurinn kemur altaf aftur. Hann er altaf að koma og hann vill ekki aðeins snerta strengi mannssálarinnar, þegar kvölda tekur og á daginn’ líður. Hann vill altaf, líka við sólarupprás, knýja fagnandi lof- gerðarsöngva qm andann og sann- leikann úr hljómdýpstu strengjum mannssálarinnar, lofgerðarsöngva er fylli allan salinn og streymi út í víða gdðs veröid. Hann er alt af að koma. Kristur er altaf að koma. — Vér heyrum ekki ætíð fótatak’ hans, vér merkjum ekki ætíð listamannshönd hans snert^ sálarstrengi vora. Vér höfum leyft þeim að leika á þá, sem ekki kunnu réttu tökin, seiddu ekki fram fegurstu hljómana, og í því tónaósamræmi finnum vér ekki Krist. Og fegurstu söngvar sálar vorrar eru ajdrei sungnir, fegurstu tónar hennar fylla aldrei salinn og umhverfið. Dýpsta þrá manns sálarinnar nær ekki að stíga ti! hæða sem söngur, dýrðarlag um andann og sannleikann. Guð og mannssálin voru brenni- deplarnir tveir í fagnaðarboðskap Krists. Mannssálin var honum dýrðlegasta hljóðfærið til að leika á iag guðs, lag andlegleikans og sannleikans. Hún var honum veg- legasta musterið; þar var víðast tii veggja og hæst undir loft. Þar stigu þrárnar upp til guðs, ósk- irnar og vonirnar og bænirnar. Og þar fæddust dáðríku áfcrrmin um að verða andans og sannleik- ans megin — tilbiðja guð í anda og sannleika við sólarupprás og sólarlag og allan liðlangan dag- mn. Og Kristur er enn að koma, og enn bíður mannssálin ef til vill feimin og óframfærin eins og barn — en með brennandi þrá. Á þessum stað hefir trúarþörf og trúarþrá safnaðarins hérna reist musteri. Allar línur benda upp, oddbogarnir Ieita upp og benda upp eins og þrá manns- hjartans, trúarþráin eilífðarþráin. Og turninn leitar hæst. Um hann leikur blær himinsins, niður á turn spíruna stíga geislar sólarinnar og glitra þar og titra í andblæ him- insins. Eg horfi yfir söfnuðinn. I aug- um yðar sé eg lampa, eilífðar- giampa, þrár er leita upp eins og línurnar í musterinu, er þéi* hafið reist, þrár er benda upp, eins og oddbogarnir í musterinu, er þér hafið reist. Og þær halda áfram að stíga, halda áfram að rísa hærra og hærra, hærra en turn- spíran efsta nær. Þær stíga upp í háan guðshiminn, langt upp fyr- ir alla kirkjuturna, upp fyrir allar turnspírur. Hærra og hærra stíga þær, og andi himinsins leikur um þær, sól guðs skín á þær og þær titra og fagna !yið snertingu and- ans og koss guðs sólar. — Eg sé mannssálirnar allar hér inni. Þær eru allar dýrðlegt musteri guðs og turnar þrár þeirra og vona og dáðríkra áforma ná upp í eilífðina t:I guðs. Og gúð stígur niður, stíg ur niður í musteri mannssálnanna og dýrð guðs og friður fyllir alt húsid. Morgunbl. Til Skúla Sigfússonar. Tekið úr Voröld 26. júní 1920. Eftir Dr. Sig. Júi. Jóhanne&son. Slet tur þínar í Lögbergl til nu'n og Vor.íldar hefðu verið betur geymdar heima hjá móður sinni. Eg Eafði hugsað mé: að ráðast alls e’ k á b;g persó •al'-ga, í sam- bandi við þessar kosnr gcr Þú e:t kunningi minr og mitt á- lit á þér er það, að þú sért ærleg- ur maður og viljir vel. Þetta hefi eg sagt við 11,» og urn þig, jafnt rneðan við vorum samsl.oðana og siðcln þú srierist eða iéz! bindast á Norrisl •: íann. Fg <\V e.ð I « hafir að ergu leyti íeyn't gi;ður fulltrúi og hafir viljað kjördæmi þínu vel, en þú hefir veriðsvo leiðitamur, að þú hefir aldr^j — ekki einu sinni — greitt atkvæði á anna veg en stjórnin vildi vera láta. Eða að minsta kosti minnist tg þess ekki. Þegar þess er minst, að Norris- stjórnin hefir beitt fólkið þræla- tökum, þá tel eg þig hafa vcrið henni of fylgispakur. Þegar Dixon barðist fyrir rétti fólksins og á móti hinni voðaleg- ustu harðstjórnaraðferð, sem heimurinn þekkir, þá varðst þú ekki til þess að fylgja honum áð málum. Þegar Norris sagði, að Dixon verðskuldaði líflát fyrir það, að halda uppi rétti fólksins, þá stóðst þú ekki upp með honum. Hvers vegna? Þig brast ekki hjartað né manngæðin eða réttlætistilfinn- inguna, heldur kjarkinn. Þú varst bundinn á flokksklafann. Þegar Prout þingmaður mót- mælti svívirðingum stjórnarinnar og fór úr flokknum heldur en að vera ekki með hag fólksins, þá heyrðist hvorki til þín stuna né i hósti; þú horfðir þegjandi og hljóðalaust á það, að rétti fólksins væri traðkað og varst ekki nógu §tór maður né sjálfstæður til þess að veita Prout að málum. Þegar Norris og fleiri níddust á> útlendingum, þá varðst þú ekki til þess að taka taum þeirra; nei, þú þagðir. Þetta og margt fleira, sem benti á flokksklafann um háls þér, mislíkaði frjálslyndum mönnum. Þeir tóku sig því til og gerðu þér tvo kosti; vildu sýna þér sann girni. Annar kosturinn var sá, að þú — bóndinn — sæktir um þing- mensku sem bóndi og ^egðir skil- ið við grútarstjórnina í Manitoba. Var þér heitið eindregnu fylgi frjálslyndra, manna, ef þú gerðir það. En stjórnarsnatar á fundi á Lundar ákváðu að “renna þér sem straight Norrismanni”, og undir það ákvæði smalanan beygðir þú þig, annaðhvort nauðugur eða viljugur. Sá, sém gerir sér gott af því að láta nokkra menn koma Saman og ákveða að “renna sér” sem tóli einhvers flokks, hann er ekki þeim I vanda vaxinn að vera fulltrúi,1 hversu ærlegur sem hann kann að vera og hversu vel sem hann kann að vilja. Þú nýtur óefað víða vinsælda þinna, en þú geldur klafans, sem þú berð um háls þér. Menn skilja það^að þú hefðir ekki neitað að sækja sem bændafulltrúi, hefði sá klafi ekki haldið þér. Klafatímabilið er að hverfa. (Aðsent.) DR. C- H. VROMAN Tannlaeknir |Tennur yðar dregnar eSa lag- aSar án alfra kvala. Talumi A 4171 |505 Boyd Bldg. Winnipeg DR. KR. J. AUSTMANN M.A., M.D., L.M.C.C. Wynyard Sask. Dr. A. Blðndal 818 SOMERSET BLDG. Talsími A.4927 Stunidar sérstaklega kvenajulc- dóma og barna-ajúkdóma. A8 KktaU. 10—12 f.K. og 3_5 e.h. Heimili: 806 Victor St. Sími A 8180 . . . KOMID OG HEIMSÆKIÐ MISS K. M. iJNDERSON. at» 275 Donald Str., rétt hjá Ea- ton. Hún talar íslenzku og ger 1r og kennir “Dressmakíng”, ‘IHeinstitohing”, “yimlbroidery”, Cr“Croehing’, “Tatting” og “De- signing’. The Continental Art Store. SÍMI N 8052 Abyggileg ljós og Aflgjafi. Vér ábyrgjuacst ytJur varanlega og óalitna ÞJONUSTU. ér aeakjum virðkigarfylat viSakífta jafnt fynr VERK- SMIÐJUR iem HEIMILI. Tala Main 9580. CONTRACT -DEPT. UmboSamatSur vor er reitSubúinn »8 Hnna yBur «8 tnáli og gefa ySur kostnaðaráaetlun. Phones: Office: N 6225. Heim.: A 7996 Halldór Sigurðsson General Contractor. 308 Great West Permanent Loan Bldg^ 356 Main St. Arnl Anderaon E. P. Garlnnd GARLAND & ANDERSON löc;fk.koi>g AH Ph«ne:A-211»T SOl Kl.ctrie K.llnaj Ck«nbfn «K«. ’FBONI: r. K. ITU Dr*GE0. H. CARLISLE Itundnr Slngðnau Kyrnn. lui Nnf •( Krwki-ajOUaa ROOU Tl* STKHUNð Pa«n«i A2M1 ar. IV/. B. Halldorson 401 Roytl Rldjp. ■ Skrifstofusími: A 3674. Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er a« finna á skrifstofu kl. 11—12 f h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: Sh. 3138. TnUfmli ASma Dr. J, G. Sntdal V TAjrsn.CKKI«IR •1« Snnernet Bl«k Portngt Avo. Wienripuu Dr. J. Stefánsson «00 sterllnn Bank Bld*. Horni Portage og Smkh tiA kl. 10 tll 12 f.h. oi kf 1 tll «. Ol Phonoi ASSSt «*7 MoMlllan Avo. Vlanlpof X Winnipeg Electric Railway Co. A. IV. McLimont, Gen'l Manager. RALPH A. COOPER Regintered Optometriat and Optician 762 Mulvey Ave., Fort Rcuge, WINNIPEG. Talumi F.R. 3876 óvanalega nákvaem augnaskoSun, og gleraugu fyrir\ minna verS «n vanalega gerist. KOL HREINASTA og BESTA tagtmd KOLA bae« tfl HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHTSl ABur fhitnmgur roeB BIFREB9. Empire Coal Co. Limited Tala. N6357 — 6358 603 ELECTRIC RWY BLDG Heimili: 5 77 Victor St. Phone Sher. .6804 C. BEGGS Tailor 651 Sargent Avenue. Cleaning, Pressing and Repair- >n8f—Dyeing and Dry Cleaning Nálgumst föt ySar og sendum þau heim aS loknu verki. .... ALT VERK ABYRGST Talrimi: A 3521 Dr. J. Olson Tannlæknir 602 Sterling Bank Bldg. Portagi iAve. and Smirit St. Winnipeg A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um út- farir. Allur litbúnaOur sá beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarlla og lesstetna_ 843 SHERBROOKE ST. Phon.l N 64107 WHYNIPRO Eureka nr. 4 B. Lœknar sólbruna og svita sem fólk ei svo næmt fyrir á summm. Við heita eða sveitta fætur, of mikinn svita undir handleggjunum og óþefinn, sem af hon- um stafar, má undireins losast og uppræta með öllu, ef greint meíjal er notað til þess. Einnig kemur það í veg fyrir að menn fái saxa, sem sækir svo á fólk í hitunum. Þeir, sem af líkþornum og fótabólgu þjást, munu strax finna mun á líðan sinni eftir að hafa einu sinni rejmt “Eureka”. Því er enginn sviði samfara, og sár á börnum og saxi læknast ekki betur með öðru. • Meðal þetta er samsett af reyndum læknum og efnafræðingum. $1.00 krukka af því nægir hverjum. — Ekkert er eins gott og ekkert !íkt því. Til sölu í öllum stærri lyfjabúðum. Ef sá.er þér skiftið við, hefir það ekki, þá sendið $1.00 í bréfi til WINNIPEG CHEMICAL LAB0RATDRY C0., 128 Pritchard Ave., Winnipeg, Manitoba; gefið oss um leið nafn og áritan þesser þér skiftið við. Skrifstofa: 129 Selkirk Ave., Wininpeg, Manitoba. W. J. LINDAL & CO. W. J. Lindal J. H. Lind>l B. Stefánason IslenzJcir lögfræðingar 1207 Union Tmat Building, Wpg. Talrimi A4963 Þdr hafa etnnig akrifatofur að Lundar, Riverton og Gimli og eru þar að hitta á eftirfylgjandi tím- um: Lundar á hverjum miðvikudegi, Riverton, fyrata ng þriðja hvem þriðjudag í hverjum mánuði. Gimli, fyrsta og þriðjtdivem mið- vikudag í hverjum mánuði. ARNI G. EGGERTSON íslenzkur lögfraeðingur. I félagi við McDonald ðc Nicol, hefir heimild til þeaa að flytja máil baeði í Manitoba og Saak- atchev-an. Skrifstofa: Wynyard, SasJk. C0X FUEL C0AL and W00D Corner Sargent and Alverstone Tamrac Pine Poplar Call or phone for prices. Phone: A 4031 MRS. SWAINSON 696 Sargent Ave. hefir ávalt fyrirliggja>di úrval birgðir af nýtízku kvenhötbui Hún er eina íslenzka konan ae slíka verzlun rekúr í Canad Islendingar, látið Mrs. Swai son njota viðskifta yðar. Talaími Sher. 1407. TH. JOHNSON, Crmakari og Gullnmiður Selur glftlngaleyflsbríL B’érathkt athysrll veltt pÖQtaioa og viOTjorOum útan af laadl 264 Main St. Phone A 4637 J. J. Swaoita H. O. HtarUktta J. 1 SWANS0N & C0. rASTIIUNASALAR 06 _. »«■>•(« mlSlar. TaUfml AS34S 408 PaiU Buildlaa WUal| Phone A8677 639 Nobr* JENKINS & CO. The Faanily Shoo Stare D. MacphaO, Mgr. WinnÍpa* UNIQUE SHOE REPAIRING Hið óviðjafnanlegaata, besta q ódýraata akóviðgerðarverkataelN borginni. A. JOHNSON 660 Notre Dame eiganel KING GE0RGE H0TEL (Á horni King og Alexandra). Eina íslenzka hótelið í bænum. Ráðsmenn: jf Th. Bjamason og Gaðm. Simonarson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.