Heimskringla - 27.09.1922, Blaðsíða 4
í*. BLAÐSIÐA.
HEiMSKRINGLA.
WlNiSih’tG, 27. SEiri. t v/2.
HEIMSKRINQLA
188«)
Krnur öt 1 bverjum ■i«TÍku(l«fL
Ctsefeodur og eiseoduri
THE VIKÍNG PRESS, LTD.
853 of 855 SARGBKT AVE- WINNIPBQ*
ToUímIi N-«537
Ver« bloBolon er $5.08 ftrjfaoRurlo* «•»«■
lut fyrlr frooi. Allar Horcanlr ■•Milat
rfl«NBionaI blo«alos.
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Ri t 8 t j ó r a r :
BJÖRN PÉTURSSON
STEFÁN EINARSSON
l.<a»a«krlfl <11 blattalati
THK VIKINlJ rHIH, I.ld.. ■« HlTl,
Wlnalpe-c, Man.
UtaaAnkrfft til rltitjfli-ano
EDITOR HKIMSKItLtGLA, Box 8171
Wlanlfefi Mia.
The '*Heimokrin*la” la jorlntod ^n4 puh-
Uske by the Vikln« Preas, Ll»it#4, at
863 og 815 Sargrent Ave., Winnipej, Manl-
teba Teleioheae: N-6537.
* • --------------------------------
WINNIPEG, MAN., 27. SEPTEMBER, 1922,
íHeimskringla, 36 ára.
Með þessu blaði lýkur 36. árgangi Heims-
kringlu
1 mannsaldur er hún búin að sækja hcim
'slenzku heimilin flest hér vestan hafs —
auk margra á íslandi og víðar, þar sem ís-
lendingar búa.
Stofnuð var hún, eins og kunnugt er, ár-
íð 1886. Sá, er blaðinu hnnti fyrst af stað,
Frímann B. Anderson, sem enn er á lífi og er
heima á ættjörðinni, hefir þá líklegast ekki
hugsað því þann aldur, sem það nú hefir
ráð. Slíkt hefir hann vart getað, ems og þá
stóð á, með þá erfiðleika fyrir augum, er þá
voru fram undan.
iEn þarna var nú samt fyrsta sporið stigið
að því, er hér var álitið ókleyft, og legið
hefir við ávalt, að ókleyft reyndist, enda þó
að margt hafi breyzt til hins betra síðan með
að halda úti íslenzku vikublaði hér. Með
það fyrir augum er ekki hægt að komast hjá
því, að hugsa meðjilýjum huga til manns-
ins, er kjark hafði til að leggja út f þetta
fyrirtæki, sem svo mikil tvísýni hlaut að
vera á, að þrifist gæti.
En það verður ekki farið út í það hér, að
rekja þann erfiðleikaferi! fyrstu áranna;
heldur ekki að rekja sögu blaðsins. Síðan
sá hætti að starfa við það, er setti það af
stað, hafa margir ágætismenn unnið við
blaðið. Þarf ekki annað en að nefna þá Jón
ólafsson, Gest Pálsson, Eggert Jóhannsson,
séra Rögnv. Pétursson o. fl. því til sönnun-
ar, að þar hafi hæfileikamenn með penna
farið. Yfirleitt hafa ritstjórar blaðsins ver-
ið vinsælir hjá alþýðu, þá fáir hafi líklega í
því efni tekið B. L. Baldwinssyni fram. Þá
skrifaði og séra Friðrik Bergmann um tíma
mikið í blaðið, sem lof fékk hjá almenningi.
Vinsældir þess, útbreiðsla og kaupendafjöldi
hafa vaxið svo fyrir áhrif bæði þessara
manna, sem taldir eru, og margra annara,
er við blaðið hafa unnið, að það hefir nú
náð þessum háa blaða-aldri.
Og Heimskringlu finst ennþá, að hún eigi
eitthvað eftir ólifað — að dagar hennar séu
ekki taldir. Hvers vegna? Vegna þess, að
hér er verkefni fyrir íslenzku vikublöðin enn
þá. Það er skoðun VóP. áí hljótt verði um
'sambandið milli þjóðarbröísins ísienzka hér,
ef vikublöðin hverfa úr sögunni.
^ Það verður aðaltilgangur ísienzku blað-
anria hér, að vera noklcurskonar fréttaþráð-
ur milli þjóðbræðranna íslenzku í þessári
álfu. Auðvitað geta þau haft önnur mál
með höndum. Mun Heimskringla í þeim efn-
um framvegis fylgja þeim stefnum, er hún
nú fylgir, jafnframt því, að hún vill leitast
við. að Ijá þjóðræknismálinu eindregið fylgi.
iHvað eina fleira af fréttum, fróðleik eða
einhverju til skemtana, sem kostur er á að
láta blaðið flytja, verður auðvitað heldur
ekki gengið framhjá. Og Heimskringla vænt-
ir þess, að eins og hún hefir síðastliðin 36
ár flutt lesendum sínum ýmislegt til gagns
og gamans, og hlotið velvild manna fyrir,
verði henni framvegis tekið með vinsemd á
íslenzkum heimilum hér.
!Það þarf ekki að taka það fram, að út-
gefendurmr hafa góðan vilia á, að gera hana
sem bezt úr garði. En efnin koma til sög-
unnar, þegar um það er að ræða. Til þess
að einhverju af vilja útgefendanna í því efni
verði framgengt, heita þeir nú á Iið-
sinni kaupenda blaðsins, að reynast því skil-
vísir og hjálpsamir á hvern þann hátt, sem
blaðinu má hagur að verða.
Með þessa þrá í brjósti, að geta framvegis
orðið ísienzku heimilunum hér til gangs og
gleði, og með eftirvæntingu um aðstoð og
bjálp til þess frá lesendum sínum og vinum,
byrjar Heimskringla 37. árið.
Annað stórstríð.
Þeir voru margir, er héldu, að stríðið
mikla yrði til þess að binda enda á öll stríð.
Þeim fanst svo mikið komið “af svo
góðu” að því loknu, að þeir trúðu því ekki,
að það yrði ekki heiminum nægileg lexía til
þess, að sneiða hjá stríðum framvegis.
Og víst er um það, að blóðfórnin sú og
böiið alt, hefði átt að nægja til þess, að opna
augu þjóðanna fyrir bölvun stríða.
Að þjóðirnar tækju þá höndum saman og
ynnu í friði að því, að lækna sárin mörgu og
lagfæra það aftur og reisa við, er niður var
brotið, virtist frá heilbrigðu sjónarmiði
skoðað aðalverkefni heimsins á þessum tím-
um, og koma með einhverjum ráðum í veg
fyrir, að það yrði alt rifið niður aftur, jafn-
óðum og það var bygt upp. Jafnvel þetta
virtist og ærið verkefni fyrir þjóðirnar.
En hvað skeður? Áður en þjóðirnar eru
komnar að nokkurri niðurstöðu um það,
hvernig þær eigi að bæta úr böli og meinum
undanfarins stríðs, berast fréttirnar af óför-
um Grikkja fyrir Tyrkjum, sem það hafa í
för með sér, að annað stórstríð er óhjá-
kvæmilegt, nema því aðeins, að einhver yf-
irnáttúrleg hönd jíomi til sögunnar og bægi
því frá mannkyninu.
Þetta stríð milli Grikkja og Tyrkja, sem
orsök er nú að hinu ægilega ástandi, byrj-
aði síðastliðið ár. Upptök þess stríðs áttu
rætur að rekja til samninganna, sem gerðir
voru í Sevres og undirskrifaðir voru 10.
ágúst 1920. Samningar þessir voru illa
haldnir af þjóðunum, sem undir þá skrif-
uðu, enda var það ekki nema ein þjóð, sem
þeim var hlynt, nefnilega Bretar. Og áður
en blekið var þornað á samningunum, voru
sambandsþjóðirnar vestlægu farnar að ræða
um breytingar á þeim. Það leiddi til þess,
að þær höfðu fund í Lundúnum í marz 1921
og breyttu samningunum. Þó þetta væri alt
í góðu skyni gert af sambandsþjóðunum og
ætti að I\ða til ró og friðar í löndum þeim,
er Múhameðstrúarmenn bygðu í Vestur-
Asíu, en Bretar og Frakkar höfðu yfir að
ráða, þá samt varð þetta til þess, að Grikk-
ir ruku út í þetta stríð við Tyrki.
En hvernig stendur á því, að vestlægu
þjóðirnar eru ekki s^mtaka á móti Tyrkjum?
spyrja ýmsir. Það á alt rót sína að rekja til
Sevres-samninganna. Tyrkir eru nú tvískift
þjóð. Sá hluti hennar, sem í Constantinopel
situr, er soldáninn og hans félagar. Var það
vilji Breta, og ef til vill Grikkjastjórnar, sem j
þá var, sem sé Vemzelosar, að hann yrði
ekki hrakinn úr Evrópu, en yfirráð borgar-
innar voru þó mest í höndum Breta og
Grikkja. Yfirráð soldánsins þar hafa því
ekki verið nema að nafninu til. Hinn hluti |
tyrknesku þjóðarinnar, sem kölluð er Ung-
Tyrkir, komu tyrkneskri stjórn á fót í Angora
í Litlu-Asiíu, og hafa verið þeir einu Tyrkir, |
er mótþróa hafa sýnt Grikkjum og vestlægu
þjóðunum. Þeir eru stjónarfarslega kallaðir
Þjóðernissinnar (Nationalistar). Sá flokkur
varð til á Tyrklandi, þegar stjórn soldánsins
keyrði svo fram úr hófi, að aðrar þjóðir gátu
ekki annað en litið niður á tyrkneska ríkið
fyrir framferði hennar. Þessir Ung-Tyrkir
voru í fyrstu fáir, en þeir voru upplýstari
íluti manna á Tyrklandi. Og nú eru það
reir, sem merki tyrknesku þjóðarinnar bera.
Frakkar. $em yfir löndum réðu, 6em láu að
þessu nýja stjórnar$etri eða ríki Tyrkjanna j
í Litlu-Asíu, sáu sér hag í. að hallast á þeirra
sveif. Og við þá hafa þeir leynisamninga
gert og stutt þá á ýmsan hátt í stríðinu á
móti Grikkjlim, á sama hátt og sagt er, að
Bretar hafi styrkt Grikki. Auk þessa var nú
Constantin aftur kominn til valda á Grikk-
landi, en hann hötuðu Frakkar fyrir morð
frönsku hermannanna í Aþenu 1916. Kæm-
ust Ung-Tyrkir til valda í Constantinopel,
þótti Frökkum, sem þeir myndu veikja yfir-
ráð Breta í Vestur-Asíu, en tryggja sér þau
að einhverju leyti. Þannig stendur nú á
fylgi Frakka við Ung-Tyrki, eða Kemalist-
ana.
Nú er ennfremur sagt, að eftir Lundúna-
fundinn hafi bæði Ung-Tyrkir og soldáns-
sinnar haft levnifund í Róm við Itali og
Frakka. og með þeim hafi tekist samningar.
En að hverju þeir samningar !úta, veit eng-
inn, nema hlutaðeigendur. Er það bæði
merkileg og ósvífin aðferð gagnvart Bretum.
Að því er Itali snertir, hefir þar um ráðið
heift til Grikkja, sem fyrir þeim mistu yfir-
ráð landa í Litlu-Asíu samkvæmt Sevres- j
samningunum. Og að því er Ung-Tyrki og
soldáns-sinnana snertir, er sá samningur
einnig undarlegur. því Kemaiistarnir eru eig-
inlega uppreisnarflokkur, sem á móti stjórn
soldánsins reis og sat um að steypa honum
af stóli. Sannast á þeim, sem öðrum, að
sami sé maðurinn, bó annar sé kyrtillinn.
Ennfremur er það tekið fram í Sevres-
samningunum, að Bretar hafi umráð Dar-
danellasundanna og lands nokkurs beggja
megin þeirra.
Eftir hinn mikla sigur Kemalistanna í
Litlu-Asíu, var auðvitað, að þeir myndu leita
vestur á bógmn og eflaust reyna að komast
j til Constantínopel. Fyrst verður fyrir þeim
j þetta óháða iand á vesturströnd Litlu-Asíu,
er Bretar ráða yfir. Er ótti Breta við stríð
( af því run^inn, því sóma síns vegna geta
þeir ekki gefið það landsvæði eftir, án þess
að reyna að setja upp einhverja vörn.
Sá ótti virtist og á rökum bygður, því nú,
j þegar þetta er skrifað, er sagt, að Tyrkir séu
j komnir inn á þetta svæði með her sinn, og
! heiti því, að nema ekki staðar, hverjum sem
! sé að mæta, fyr en komið sé til Constantin-
opel.
Þarna eru nú helztu tildrög þessa nýja
stórstríðs, er vofir yfir. Þó vestlægu þjóð-
irnar hafi kallað allar hlutaðeigandi þjóðir
til fundar, til þess að reyna að afstýra því,
er ekkert að vita, hvernig það tekst. Svo
skuggalegt er nú ástandið orðið.
Þegar um upptök stríða er að ræða, fell-
ir vanalega ein þjóðin sökina á aðra. En
það er alt öðru nær, en að stríð séu nokkru
sinni einni þjóð að kenna. Þau eiga beint
rót að rekja til ástandsins, sem þjóðrinar
skapa sameiginlega með sínum utanríkis-
eða alþjóðasamningum.
Og svo virðist það í þessu efni. Eg Sevres-
samningarnir hefðu ekki verið til, hefði að
líkindum aldrei komið til þessa stríðs. Þetta
er eigi að síður satt, þótt það virðist óskilj-
anlegt, hvernig svo margar þjóðir, sem í
þeim tóku þátt, gátu gersamlega gengið
fram hjá þeim atriðum öllum, er frið trygðu.
En það er sýnishorn af því, hve alþjóða-
pólitík, eða samningar þjóða á milli eru
bygðir á litlu réttlæti, og í raun og veru
gagnstætt því, sem vilji þjóðanna eða fjöld-
ans er í þeim efnum.
Eftir því hvernig er
á það litið.
! Uppskeran mikla í Vestur-Canada kveikir
hjá mörgum, sjálfrátt eða ósjálfrátt, von um
ársæld og betri tíma. Og þá von vildum
vér ekki verða tii að slökkva. En með því,
að líta ber á hvern hlut eins og hann í raun
og veru er, í stað þess að skapa sér eintóma
loftkastala um hann, er þetta atriði þess vert
að Iitið sé nánar á það, en gert er.
lÖIl er upskeran metin að minsta kosti eins
mikil í ár, og hún var gæða árið 1915. En
verð á henni er nú ekki það sama og þá var.
Forsætisráðherra Dunning í Saskacthewan,
dró að verðugu athygli að þessu á fundinum
í Regina, sem fjallaði um innkallanir á
bændalánum. Hann hélt sér eingöngu að
því, hvert ástand bóndans væri eða yrði,
þrátt fyrir hina góðu uppskeru, og Iét ekki
hinar háu tölur um uppskeru-gnægt villa sér
sjónir. Sannleikurinn er sá, að uppskera er
ekki alstaðar góð; hún er bæði Iítil og rýr
á stöku stöðum, og þar má búast við nokkru
verðfalli á henni. Bændur eru að jafnaði
stórskuldugir, og geta ekki, hversu mikil,
sem uppskeran kann að verða á einu ári,
gért sér von um að greiða allar skuldir sín-
ar, og allra sízt nú, ef verð á hveiti er borið
saman við verð á öðrum vörum í landinu,
iðnaðarvörum t. d., eins og gera verður. ef
komast á að réttri niðurstöðu. Hér eru
dæmi, er sýna þetta. -
Samkvæmt skýrslum sambandsstjórnár-
innar um heildsöluverð í Canada s. 1. júlí
(sem eru síðutsu skýrslur, er út hafa kom-
ið), var jafnaðarverð vöru 225,3; en fyrir
sama mánuð 1914 var það 134,6. Heildsölu-
vöruverð var með öðrum orðum 90,7%
hærra í sumar en 1914. En tökum svo
skýrslurnar um framfærslukostnað. Yfir
júlímánuð síðastliðinn sýndu þær, að hann j
var $20.76, en 1914 var hann $14.17. !
Viku-framfærslukostnaður fjá fjölskyldu
þeirri, er eins sparsamlega heldur á og unt
er, er nú $6.50 hærri en í júlí 1914. Fram-
færslukostnaður er því ajj. meðaltali 46%
hærri nú en þá.
Berum nú saman verðið á hveitikorni. 1
september 1914 var það að meðaltali $1.12
í peningum, en októberverðið var $1.11.
Nú er septemberverðið 99Yzc' en október-
verðið 96c. Bóndinn, sem er að selia hveiti-
korn sitt nú. fær I 1 % minna fyrir það en í
september 1914, og fyrir októbersöluna nú
fær hann 15% minna en í október 1914,
nema því aðeins, að markaðurinn taki bráð-
um breytingum, sem komið getur fyrir, eft-
ir því hvernig fréttir berast af stríðinu!. En
þannig er þessu nú varið samt, þegar þetta
er skrifað. Framfærslukostnaður, auk alls
annars kostnaðar, sem á bóndann hefir lagst,
er nú miklu hærri en 1914, en verð hveitis-
ins talsvert lægra. Frá hvorri hliðinni, sem
þetta er skoðað, er bóndinn í
tapinu. Tekjur hans eru minni en
1914, en útgjöidin aftur hærri.
Hið mikla starf að viðreisn lands-
ins, sem nú er sagt, að svo ötul-
lega sé verið að vinna að, snert-
b því bóndann, eins og á hefir
verið bent.
Þar sem svona stendur nú á, er
það augljóst, hve mikil þörf er á
því, að bóndin geti setið að því
bezta markaðsverði, sem unt er
að fá, og að lánardrotnar hans
gefi honujn alt það tækifæri til
þess, sem kostur er á. Dunmng
hefir sýnt fram á, hverjar af-
Iciðingar það hafi, ef allir beri
ekki í sem jöfnustum hlutföllum
byrðina, sem samfara er viðreisn
Iandsins. Öll viðskifti og hagur
landsins hvílir á því, að allir leggi
þar hönd á plóg. Þeim mun leng-
ui, sem nokkrir skyrrast við því,
þess hægfarara og erfiðara verð-
ur viðreisnarstarfið.
Einstöku smásalar hafa veitt
bændum lán á vörum langt fram
yfir það, er þeir efnalega geta.
Hvers vegna ættu ekki þær stofn-
anir í .þjóðfélaginu, sem beinlínis
eru á föt settar til þess, að veita
lán í þörfum tilgangi, eins og
bankar og lánfélög, að geta gert
hið sama? Og eru þær ekki að
bregðast ætlunarverki sínu og
þjóðfélaginu með því, að skorast
undan því?
Tímarnir nú krefjast þess, öllu
öðru fremur, að sérplægnishug-
sjónirnar séu kveðnar niður, en
að þjóðfélagshugsjónin sé vak-
andi.
---------x----------
Dreymir enn |um bann-
færingar.
Kaþólska kirkjan hefir lagt
bann við því, að bækur hi|s aldr-
cða, heimsfræga frakkneska rit-
höfundar, Anatole France, séu
lesnar.
iBannfæringar eru ekki nýjar
ínnan kaþólski£, kirkjunnar. En
þeim hefir samt fækkað á seinni
tímum. Það voru eitt sinn þeir
tímar, að slík aðferð og sú, er
fcirkjan beitir gagnvart Anatole
France, hefði nægt til þess að
draga úr áhrifum hans. Hefði
hún komið fram áður en France
varð víðfrægur höfundur, gat hún
haft tilætluð áhrif. Skammsýni
fylgjenda hennar var um eitt
skeið svo mikil, að þeir hefðu
umsvifalaust tekið bækurnar —
að boði kirkjunnar — borið þær
út og brent til ösku.
En þeir tímar eru liðnir. Augu
manna hafa opnast. Kaþólska
kirkjan hefir of oft ofsótt þá
menn. er heiminn vildu hefja upp
úr hleypidómum, heimsku og
villu. Og afleiðingin af því er sú,
að kaþólska kirkjan er álitin langt
á eftir tímanum hjá öllum frjáls-
hugsandi mönnum. Boð hennar
og bönn eru orðin svo létt á met-
um, að þau eru ekki lengur tekin
til greina eða skoðuð alvarleg.
(Einu áhrifin, sem þetta bann
bennar á ritverk France hefir, eru
þau, að auglýsa höfund þeirra
betur en áður, ef hægt væri. Það
er ekki ólíklegt, að á móti hverj-
um einum. sem bækurnar legði
frá sér — vegna bannsins —
verði 20 til að taka þær upp,
kaupa þær og lesa. France getur
þnví sagt, eins og Jóep forðum:
“Þér ætluðuð að gera mér ilt, en
guð sneri því til góðs”. Það er
ekki til neins fyrir kirkjuna, að
veia að láta sig dreyma um völd
hér með bannfæringa-aðferðinm.
Það tímabil er hjá liðið og kemur
ekki aftur.
---------x----------
Smávegis.
í bæ nokkrum í Massachusetts
herma fréttirnar, að þeir, sem
keyri fólk um bæinn, hafi tekið
upp þá reglu, að setja ekki neitt
ákveðið verð fyrir það, en láti
fólk siálfrátt um, hvað það borgi. j
Á vögnum þeirra kvað standa:
“Þér borgið það, sem yður þókn-
ast.” j
Þetta minnir á það, að fyrir j
Dodd’s nýmapillur eru bezta
nýrnameðaliS. Lækna og gigt,
bakverk, hjartabilun, þvagtepDu.
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilla
kosta 50c askjan eÖa 6 öskjur fyr.
ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöT
um eía frá The Dodd’s Medic*na
Co-, Ltd., Toronto, OnL
rokkrum árum byrjaði hreyfing á
Englandi, sem laut að því, að
skattar yrðu borgaðir með því að
gefa hverjum einum í sjálfsvald,
hvað mikið hann vildi borga.
Þeir, sem með þessu fyrirkomu-
lagi mæltu, héldu, að menn
myndu fúsari til að greiða skatt-
ana á þenna hátt en nokkurn
annan.
Það hefir enginn ennþá Iagt tií,
að stríðsskuldirnar yrðu borgað-
ar þannig. Áfergja ýmsra auð-
manna að kaupa skattfrí verð-
bréf, ber það að vísu ekki með
sér, að þeir séu mjög áfram um
að borga skatta. En ef þeir
menn, sem hátalaðastir voru um
það á stríðstímunum, að síðasta
manni og síðasta centi skyldi fyr
eytt, en hætt væri þátttöku í
stiíðinu, var það alvara, ætti ekk-
ert að vera á móti því, að stríðs-
skuldirnar yrðu borgaðar með
fijálsum samskotum. Það er
meira en nóg til af fé til þess í
vörzlum einstakra manna.
Ríkisbankinn í Ástralíu græddi
um $6,000,000 síðastliðið ár.
Ágóði þessi tilheyrir fólkinu.
Gróði bankanna í Canada gengur
Tft einstakra íflanna, þrátt fyrir
það. þó að fé það, sem bankarnir
hafa undir höndum, sé að miklu
leyti eign almennings. Með þetta
fyrir augum, er ekki tiltökumál,
þö þjóðeignar fyrirkomulag á
bönkum og lánstofnununi sé nú
athugað meira en nokkru sinni
áður. Heldur virðist ekki ósann-
girni í hinu, að fara fram á það
við bankana, að þeir séu tilhliðr-
unarsamari, að því er lánveitingar
snertir til almennings eða bænda,
en þeir hafa verið, að minsta
kosti síðustu árin.
Bernard ShaW var eitt sinn
beðinn að nefna 5 menn, er hann
áliti æskilegast, að í örkina kæm-
ust, ef nýtt Nóa-flóð skyldi koma
yfir jörðina. Hann svaraði, að
frá stjórnfræðilegu sjónarmiði
æskti hann þess, að það kæmist
ekki einn einasti af, því það væri
augljóst, að guð þyrfti að skapa
nýtt mannkyn, ef þess ætti að
vera nokkur von, að það kynni
að stjórna sér sjálft.
Þessi orð eiga ekki illa við tím-
ana nú.
Það er loksins uppgötvað ráð
við óánægjunm, sem nú á sér
slað í heiminum. Uppgötvarinn
fullyrðir, að það sé einhlítt. Ráð-
ið er þetta: Að gefa hverjum
manm “bíl”.