Heimskringla - 11.10.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.10.1922, Blaðsíða 4
*. BLAÐSIÐA, HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, II. OKTÓBER, 1922 WINNIPEG, MANI., 1 OKTÓBER, 1922. Sporvagnafélagið. Samnmgar, er Winnipegborg og spor- vagnafélagið gerðu með sér endur fyrir löngu um sporvagnarekstur bæjarins, eru nú innan skams úr gildi gengnir. En eigi að síður þarf bærinn þessara flutn ingatækja með. Menn geta ekki verið án sporvagnanna. Veldur margt því, svo sem leti, offita manna, hælaháir skór, mðurþröng pils o. fl. o. fl. Það er því tvent, sem fyrir bænum Iiggur. Annað er það, að framlengja samningana við sporvagnafélagið. Hitt er, að kaupa alt kerfi þéss af því, og að bærinn hafi spor- vagnareksturinn sjálfur með íhöudum. Hvorugur er kostur þessi góður. Að endurnýja samningana við félagið hef- ir verið gagnstætt vilja margra. Þjóðeignar hugmyndin hefir náð talsverðri fótfestu í hugum manna í seinni tíð. Og þeim hinum sömu finst það ekki nema eðlilegt, að bær- inn hafi sporvagnareksturinn með höndum. Að hinu' leytmu eru ástæður bæjarins ef- laust nokkur þrándur í götu framkvæmda í þessa átt. Verður þar því nokkursskonar stríð milli holdsins og andans. Þeir, sem með þjóðeignarhugmyndinni eru, þykjast vissir um að fyrirtækið beri sig, því svo hafi sporvagnafélagið grætt mikið á ári hverju. Munu það engar ýkjur heldur. Fyrir stríðið stórgræddi félagið árlega, eða sem nam 1 — 2 miljónum á ári. En síðustu 5 árin er sagt að félagið hafi tapað, og því vilji það nú selja. Má og eitthvað í þessu satt vera, þó annað komi til greina í því efni. Félagið hefir á seinni árum bygt brautir út úr bæn- um, sem auðvitað hafa ekki nærri því hlut- fallslega borið sig eins vel og brautirnar inn- an bcgjarins. Af bæjarkerfinu hefir því á- valt verið nokkur gróði, en hann hefir ef til vill jetist upp fyrir þessa utanbæjar-brauta- stúfa. Þeir, er þjóðeignahugsjóninni .unna, skoða þetta ef til vill ekki nógu rækilega, og því er hætt við að lítið verði af kaupum á kerfinu. Það er hætt við a ðfélagið og bær- inn komi sér ekki saman um þetta atriði, því við brautirnar utan bæjanns hefir bærinn ekkert að gera, og þær meira að segja koma samnmgum borgarinnar og sporvagnafélags- jns ekkert við. Hinn kostur bæjarins, að kaupa spor- vagnakerfið, eða þann hluta þesS, sem er í þessum bæ, er auðvitað ekki óálitlegt. Verð- ið er sagt 14 miljónir dala. Fyrir 10—12 arum var þetta sama mál uppi á teningnum. Var þá kerfið alt hér í bænum. Verðið var þá 18 miljómr dala, segja minnisgóðir menn. Þó sporvagnafélagið hafi lítið bætt við brautir hér í bænum síðan, hafa þó ein- hverjir stúfar verið lagðir. Má því segja, að núverandi verð sé ekki ósanngjarnt. Ef bærinn hefir því nokkur ráð að taka þessu boði, ætti hann að gera það. En auðvitað barma menn sér yfir kostn- aðinum og hinum auknu útgjöldum, sem þetta þlýtur að hafa í för með sér. En þó að rekstur þessi hafi gengið illa á stríðsár- unum og hann hafi þá ekki borgað sig, er. ekkert ómögulegt, að tímar batni og að það borgi sig betur framvegis. Torontoborg keypti út sporvagnakerfi sitt fyrir ári síðan. Og gefið var það ekki, bó lélegt væri. Samt eru íbúarnir hinir ánægð- ustu yfir því, og hafa bætt það á margan hátt. Þeir urðu að leggja sér dálítið meiri byrðar á herðar vegna þessa, en þeir gerðu það með glöðu geði, þegar þeir víssu, að þeir eða bærinn var að eignast með því álit- lega auðskaparlind. Þj/ðeignarfyrirkomu- lagi fylgir oftast nær góður hugur borgar- anna, sem ekki er óeðlilegt, þegar partísku- laust er á það mál litið. Það getur verið, að ástæður þessa bæjar [ séu ekki góðar. En í hverju er þá öll sú bjarta framtíð hans fólgin, sem oss er sagt af, ef hann getur ekki færst kaup sporvagna- kerfisins í fang? Það væri meira samræmi í, að kannast við, að framtíðin bjarta væri ekki til nema á pappírnum, heldur en að játa, að bænum sé um megn, að leggja út í þetta þjóðeignarfyrirtæki. Mál þetta ætti að vera lagt fyrir kjósend- ur. Það er ekki vél af sér vikið, að kepp- ast við að ráða því til lykta áður en bæjar- kosningar fara fram, eins og sporvagnafé- lagið vill. Bæjarráðið fer ef til vill eins nærri um, hvað réttast væri fyrir bæinn að gera, og almenningur. En málið er samt of víðtækt til þess, að bæjarráðinu sé gefið í sjálfsvald nú þegar að ráða því til lykta. Auk þess hefir bæjarráðið ekki hugmynd um vilja íbúanna í þessu efni. Að takast framkvæmdir á hendur í því án þess, að komast eftir, hver hann er, væri mjög illa af sér vikið. Að bæjarráðsmennimir, sem næst ná kosningu, hefðu framkvæmdir í málinu, eftir að almenningur værf, búinn að greiða sérstaklega atkvæði um það — segjum um leið og kosningar fara fram — væri alt öðru máli að gegna; þeir gætu þá nákvæmlega hagað sér eftir vilja fólksins, eins og hann sýndi sig við atkvæðagreiðsluna um málið. Að bænum sé ekki fært að leggja út í þetta, er ef til vill ekki eins víst og reynt er að telja mönnum trú um. Hitt er meira um vert, hvað íbúarnir vilja gera, hvort að þjóð- eignarhugmyndin á góðum viðtökum að fagna í hugum þeirra eða ekki. Sé það vilji þeirra, að bærinn taki sporvagnareksturinn í sínar hendurv þarf naumast að efa, að þeir vilji leggja það í sölurnar, sem með þarf til þess, eða því er samfara. »cccscGCcccccccccccccsccccccccceoe Þegar tímarnir eru harðir, og menn hafa lítið fé handa á milli, er undrunarvert, hve margt það er, sem hægt er að vera án, þó ekki mætti hugsa til þess að vera án þess, þegar tímarnir voru góðir og meiri peningar voru handa á milli. Demokratiski stjórnmálaflokkurinn í Mis- souri hefir nú tekið upp nýtt skjaldarmerki. Er það gyðja frelsisins í stað ösnu-folans, sem áður var. Þegar htið er á stjórnmála- flokka svona yfirleitt og hugsjónir þeirra, erum vér efins um, að skift hafi verið um til hins betra. ' soaosoeoeseeeGGGOSGOcoscococceoeoee AlþjóðafélagiÖ. Er Alþjóðafélagið sálað? Þó sumir vilji halda því fram, eru það ef til vill ýkjur. En eigi að síður hafa þeir, sem þeirrar skoðunar eru, talsvert til síns máls. Þegar farið var að blása í herlúðrana og rjúka átti af stað í nýtt stríð, tyrkneska stríðið, leituðu þjóðirnar ekki ráða Alþjóða- félagsins um það, heldur en að það væri ekki til. Þær fóru algerlega sínu fram. Og nú sitja þessar þjóðir á sáttafundum og kem- ur Alþjóðafélagið þar ekki nærri. Svo mik- ið tillit taka þjóðir þessar til þess, eða hitt þó heldur. I __ Samt er þetta félagsskapur, er þær sjálfar áttu hlut í, að stofnaður yrði, til þess að koma í veg fyrir stríð. Þær sniðu lög hans sjáifar, með það fyrir augum, að stríðum | yrði ekki hleypt af stað án tilhlutunar hans. Og þegar þær eftir langa mæðu komust að niðurstöðu um, hvernig lög þessi ættu eða þyrftu að vera, skrifuðu þær allar undir þær og innsigluðu með því friðarhugijónir sínar í verkinu, hiivég'laðar og ánægðar yfir því, að nú væru þær búnar að leggja þann stein í veg stríða, að þau væru sama sem ómögu- Ieg úr þessu. Hvílíkt fals og dár! Þótt þeir væru nokkrir, er vissu, að félags skapur þessi myndi aldrei reynast eins og spáð var, og væru hinir óánægðustu með til- högun hans alla, þá samt voru hinir margir, er lifðu í voninni um, að hann gæti að ein- , hverju Ieyti að minsta kosti náð tilgangi sín- um. Og því verður ekki neitað, að félags- skapurinn hefir greitt vel úr ýmsum vand- ræðamálum þjóðanna eftir stríðið mikla. Þau mál hafa að vísu snert smærri þjóðirnar mest. En eigi að síður eru þau sýnishorn þess, að félagsskapurinn getur gert gagn, ef nægilegt tillit er tekið til umboðsins, er hann fer með. Smærri þjóðirnar hafa gert það. Hví skyldu hinar stærri ekki einnig gera það? Það var hlutverk Alþjóðafélagsins, að vernda smærri þjóðirnar fyrir yfirgangi hinna stærri. Þetta fagra áform hans hafa stórþjóðirnar reynt að eyðileggja. Þær hafa reynt með framferði sínu að hafa endaskifti á hlutunum, sett smáþjóðunum reglur, sem þær skoða sjálfar sig ekki bundnar við, nema ef þeim býður svo við að horfa. Þær hafa snúið réttlæti í óréttlæti, gert sannleika [ að lýgi. Með slíkri breytni er ekki von að \el fari. Og beri Alþjóðaféjigið barð sitt eftir þetta, má segja, að.vel takist til. En varkárari þurfa stórþjóðirnar að vera framvegis, en þær voru nú, ef þær vilja, að vel fari og traust sé borið til friðarhugsjóna þeirra, eins og þær koma fram í lögum Alþjóðafélagsins. Ann- ars getur svo farið, að dagar félagsins séu taldir. >seeceececoeccsoscececosceoscecccc< Stiórnm á Suður-lrlandi hefir veitt $22,- 500 til akuryrkiustofnunar í landinu til þess að útbreiða þekkingu á samvinnuhugmynd- inni. — Jæja, það er þó ein stofnun til á Ir- landi, sem ekki er þjáð af ástríðum trúarlegs haturs og pólitískra ofsókna, og vinnur samt að velferð Iandsins! >scccccccsecccccccesccccccccccccoe: Allir hlógu. Otto Kahn heitir nafntoguð fésál í New York. Honum er ant um velferð þjóðfélags- ins og stofnana þess, eins og fleiri stall- bræðrum hans. Hann er vinur stálsamsteypu íélaganna í Bandaríkjunum, og er óþreyt- andi í að gera þeim greiða, ef hann getur. Með það fyrir augum lét hann gera veizlu mikla og bauð í hana leiðtogum stálsteypu- félaganna og þeim, er forystu bændastofn- ana landsins hafa með höndum. Átti að leiða þessi tvö meginöfl þjóðfélgsins saman og vita, hvort ekki tækjust með þeim samning- ar er til velferðar mættu verða landi og lýð. Við matborðið var Aaion Sapiro aðal- málsvari bændafélaganna. Það hafði ver- ið vakið máls á því, hvort að það væri ekki óráðlegt fyrir bændur, að vera að mynda samtök með það fyrir augum, að ráða markaði og sölu á koini. Sapiro svaraði og vék máli sínu að Gary dómara, sem fyrir hönd stálsamsteypufélaganna mætti á fund- inum. Samtök um yfirráð markaðarins, sagði Sapiro, að væru í alla staði ákjósanleg og arðvænleg fyrir bændur. Það gæti heldur ekki hjá því farið, því þau væru sama fyrir- komulagið og það, er myndað hefði stál- samsteypufélögin. En þau kvað hann aldrei demba vörum sínum á markaðinn fyrir- hyggjulaust eða hvernig sem á stæði; þau þröngvuðu sér aldrei sjálf til að selja ódýr- ar, með því að fara svo að ráði sínu. Aftur hefðu bændur gert það. Þeir hrúguðu hveit- inu á markaðinn og sypu svo seyðið af því. En nú væru þeir að hætta þessu. Með sam- tökum ætluðu þeir sér að skapa sér markað á eins raunverulegan og vísindalegan hátt og stálsamsteypufélögin. “I fyrsta skifti,” sagði Sapiro, “erum við nú að taka upp verulegt viðskiftafvrirkomulag — það fyr- irkomulag, er þér, herra Gary, fylgið — að að því er komsölu snertir.” Það var nú komið til kasta Gary, að segja eitthvað, sem höfuð-fyrirliða hinna miklu stálsamsteypufélaga í Bandaríkjunum, stofn- ana, sem hann hafði varið öllum kröftum til að afla einveldis á mrkaði á vörum sínum. Viðvíkjandi kornsölunni hafði hann það að segja, að hann óttaðist mest, ef bændur tækju hana í sínar hendur, að hún leiddi til einokunar eða ofmikils einveldis á matvöru í landinu! — Allir, sem viðstaddir voru, skellihlóu. Hvað gátu þeir annað gert? scccccccccccccsccccccccccccccecccc: Þegar stjórnmál verða skilin í sín rétta ljósi, og skoðuð það, sem þau í raun og veru eru, bússtjórnarfræði, þá verða konum feng- in þau í hendur, segir blaðið Current Opin- ion. Þau eru ekki karlmannsverk. Karl- maðurinn á að vinna, skapa, afla, byggja; hann á að draga að búinu. Konan á að gæta þess, vernda og geyma. Ef menn sæju þetta, myndi mörg pólitísk þrautin auð- leyst. scacsccccccscccccccccccccccoccccccí Bracken kosinn. Úrslit kosninganna í Le Pas munu fylkis- búum yfirleitt geðfeld. iForsætisráðherran hlaut þar að minsta kosti helmingi fleiri atkvæði en allir gagn- sækjendur hans til samans. Sóknin, sem þar var hafin gegn kosningu Brackens, virtist frá upphafi gerð af Iitlu ráði ,eins og nú er á daginn komið. Gaura- gangur sá átti eflaust að mestu upptök sín | hér í bænum, hjá brennivínsfélaginu og flgjr- i um. Þó að það sjálft og samverkamenn j þess skoði sig nú Iítinn heiður hafa haft af því og neiti jafnvel, að hafa átt nokkurn þátt í því að reyna að koma í veg fyrir, að Brack- en yrði kosinn, þá gerir það hvorki til né frá. Atkvæðagreiðslan í Le Pas ber það með sér, að mótbyrinn stafaði ekki frá kjós- endunum. En hvaðan gat hann þá komið, nema frá þessari samkundu hér? En það hlægilega við þetta er, að hún skuii nú vera að afsaka sig í þessu efni. Enda þótt verk henn- a; væri ekki metið, átti það full- an rétt á sér, úr því skoðanir henn ar og forsætisráðherrans fóru ekki saman. Þótt kosningamótbyr þessi væri ekki mein en það, að hann gerði Bracken nú ekkert til, getur hann, er frá líður, haft gott í för með sér fyrir hann. Forsætisráðherr- ann vann kosninguna ekki stríðs- laust. Og það gefur honum betri aðstöðu í þinginu. Að þessari kosningu lokinni hefir nú bændaflokkurinn 28 þing menn. Er það einum fleira en all- ir aðrir flokkar hafa til samans. Auk þess er hann viss um nokkurt fylgi annara flokka. Ættu því ekki að verða nein vandræði fyr- ir hann, að leysa þau störf af hendi, er honum er ant um og hann skoðar fylkinu til velferðar. Velvild alþýðu hafa að líkind- um færri stjórnir í þessu fylki haft meiri en þessi nýja bændastjórn. Jafnvel þeir, er ekki tilheyra bændaflokkinum, dylja það ekki, að þ eir beri hlýjan hug til henn- ar. Veldur því það, að starfsemi bændafélaganna er fleirum kunn en þeim, er þar hafa starfað. Það- an hefir stjórnin sitt almennings- traust. Sýni hún það í löggjafar- starfi sínu, að hún sé trú stefnu bændafélagsskaparins, sé sjálfri sér trú, ætti það traust ekki að fara rénandi. ---------x--------— Bréf til Heimskr. 6926 Denver Ave., Los Angeles, 28. september 1922. lleiöraði ritstjóri! l>að er ekki langt síöan aö eg sendi |>ér línu, enda ekki Ixiriö margt til t'öinda hjá okkur Los Angeles Is- lendingum síöan. En þó furðu margt, þegar tekið er til greina, hve hópur- inn er smár. Fyrir rúmum mánuÖi síðan fluttil hingaö til Iiæjarins Mr. og Mrs. Sig- urður Sigurðsson og gjafvaxta dótt- ir þeirra. Einnig Mr. og Mrs. Er- lendur Johnson og fóstursonur þeirra 7 ára gamall. Letta fólk kom alt frá Eoam Lake, Sask. T’ann 18. þ. m. vildi það hörmulega slys til, er litli 7 ára drengurinn, I.ennard að nafni, fóstunsonur þeirra Johtisons hjóna, var að leika sér með öðrum dreng nálægt heimili sínu, að bifreið ók yfir hann, og Ijeið hann bana af þvi eftir fáar klukkustundir fþá á sjúkrahúsi). Er sagt, að hann hafi mist meðvitunditia um leið og slysið vildi til, og þvi ekki tekið út neinar kvalir, og er það sönn htiggun fósturforeldrunum og móðurinni, úr því sem komið var, að fá að vita litla drenginn sinn lausan við þær þján- ingar, sem Svo oft fylgja bústaða- umskiítunum frá þessttm heimi til arnars, ekki sízt, þegar svona slys koma fyrir. T’etta er afar hart fyrir þau John- sons-hjónin, og er söknuðurinn þeim fiasrka tilfinnanlegur, því fyrst og fremst var ást og umhyggja þeirra til Lennards litla eins heit og innileg eins og bezt þekkist hjá foreldrum til síns eigin barns, og sýndist hann vera þcim hin aeðsta heimilisánægja hér í þessu ókunna landi; og mun framtíð- aránægja og von þeirra hjóna hafa hvilt mest á fóstursyninum. — I>ann 23. þ. m. var Lennard jarðsttnginn af presti Onitara hér t borg, séra Th. C. Abel. Við jarðarförina voru um 20 Islendingar og hafðir íslenzkir lík- menn. T>ar voru sttngnir íslenzkir út- fararsálmar, og stýrði H. S. Helga- son söngnttm. A sunnudaginn var komu saman hér í borg h<>pur Tslendinga, í þeini tilgangi, að mynda íslenzkan félags- skap í Los Angeles. Þar voru sam- þykt lög- fyrir félagið og kosin stjórn a>nefnd þess. Akvarðað er að hafa fasta fundi þess ekki færri en einn á mánuði, og er þetta gert í þeim til- gangi, að viðhalda hér íslenzku þjóð- erni, og til þess að kynnast hver öðr- tun og njóta ánægjunnar af að koma saman einstökti sinnum. A þesstun; fundi skrifuðu sig i félagið. tun 201 rr.anns. Það er ekki stór hópur, en [ Dodd’s nýmapillur eru beztfi nýrnameSalið. Lækna og gigt„ bakverk, hjartabilunt þvagtepDU.. og önnur veikindi, sem stafa frá nýnmum. — Dodd’s Kidney Pilia* kosta 50c askjan e'ða 6 öskjur fyr„ ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s Medicto* Co., Ltd., Toronto, Ont. svo er vonandi, að hann fari stækk- andi með hverjum fundi. En svo hlýtur það að draga úr framförum félagsins, að hér eru nokkuð margir Islendingar, sem ekki geta notið sío aö fullu eða fylgst með, ef töluð er íslenzka. En samt getur góður vilji gert mikið, og landinn hefir oft verið talinn námfús; og vildi eg óska, að þeir, sem tapað hafa hinum dýrmæta fjársjóð tungunnar okkar íslenzku, y>-ðu fvrir þeim gróða, aö ná honum aftur. Þá væri þó nokkuð únnið með þessum félagsskap. Héðan er fátt af tiðinni að segja; altaf eins, sama blessuð bliðan og hreinviðrið, ekki rignt síöan í maí. Mikið er bygt hér i l>org, og er næStum óskiljanlegur vöxtur þessar- ar borgar; en svo flytja hingað marg ir alstaðar að. Los Angeles var þriöja hæsta borg að verðmæti í hyggingarleyfum fyrir síðasta ágúst- ! mánuð i allri Ameríku; New York og Chicago hærri. Evrir þnnn mán- uð urðu á aðra miljón dollara meirí byggingarleyfi tekin út í Los Angel- es einni, en í fjórum stærstu strand- borgunum til samans (Seattle, Port- land, San Fransico og Oakland); encla hygg eg að fólkstala í Tærs An- geles aukist meira á hverjum mán- uði en i öllitm hinum borguiYim tif samans. Enda furðar mig ekki á, þó svo væri, þó ekki væri nema fyrir tið- arfar og loftslag Suður-Californíu. Svo bið eg þig, ritstióri góður, að fyrirgefa þetta bréf. Eg get kanske sagt þér seinna nánar af félagi okk- ar hér, sem nú er rétt í myndun. Þinn einl. G. J. Goodmmidson. —----------x------------ Nokkrar hugleiðingar^ u minnflutningsmál o. fl. “Fyrirliehtna landið” og fólk í Bvrópu. l'ólk í Bandaríkjunum virðist lengí hafa verið þeirrar skoðunar, að það væru heitustu óskir meginþorra fólks i Evrópu, að flv'ja tll Bandarí' janna — setjast þar að. Sérstaklega urðu margar raddir háværar í log styrj- aklarinnar um, að Evrópufólk myndi flytja inn í stónhópum og .flytja með sér allskonar kvilla og sóttir, ef éitak- markaður innflutningur yrði aftur leyfður. Var það ein af ástæðunum fyrir ,að samin voru í Bandartkjun- um hin svoköíluðu “3% lög”, serra takmarka innflutning nijög eða þanra ig, að sem svarar aðeins 3% af nú- verandi fólksfjölda hverrar Evrópu- þjóðar í Bandaríkjttnum er leyfð landganga þar, meðan þau lög eru t RICH IN VITAMINES MAKE PERFECT BREAD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.