Heimskringla - 20.12.1922, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.12.1922, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 20. DESEMBER 1922 HANNES HAFSTEIN fyrverandi ráðherra látinn. 4. desember 1861 — 13. desember 1922. i. Fyrra miðvikudag hinn 13. þ. m., klukkan nær þrú eftir há- degi, barst hingað sú fregn með símskeyti frá Islandi, að andast hefði þá um morguninn í Reykjavík, rúmri stundu upp úr dag- málum, fyrverandi ráðherra íslands, Hannes Hafstein. Skeytið var sent dóttur hans, frú Þórunni Kvaran. Hann var lengi búinn að vera veikur kom því andlátsfregn hans engum á óvart, er nokkuð þektu til, en hins vegar slær hún samt þögn og söknuði yfir huga og heimili allra Islendinga, svo hér í álfu sem heima á ættjörðunni. Er þar á bak að sjá hinu sann-nefndasta mikilmenni andlega og líkamlega, svo að sam- tíðin hefir fáum við að jafna, þótt leita vilji hún fyrir sér meðal hinna mannflestu þjóða. Svo bráðþroska var hann, að tvítugur er hann orðmn eitt helzta skáld þjóðarinnar, og eftir það er saga hans saga þjóðarinnar sjálfrar í hinum víðtækasta skilningi — á öllu menningarsviðinu. Hann var af óvenjulega gáfuðum og táp- miklum mönnunt kominn í báðar ættir. I föðurætt hans er sam- einaður kynstofn norrænna þjóða, því þeir feðgar eru ættaðir af Noregi, Færeyjum, Danmörku og Holtsetalandi, — komnir beint af Jóni lögmanni Heinesson í Færeyjum, en faðir Jóns lögmanns var prestsson af Mærinni í Noregi; en að móðurkyni er hann dótt- ursonur séra Gunnars í Laufási og systursonur Tryggva Gunnars- sonar. Hannes var fæddur miðvikudaginn 4. desember 1861, að Möðruvöllum í Hörgárdal, amtmannssetrinu fræga þeirra Norð- lendinga. Foreldrar hans voru Jörgen Pétur Hafstein, amtmaður í Norður- og Austur-umdæmjnu (1850—1870, dáinn 1875), og síðasta kona hans, frú Kristíana Gunnarsdóttir prests í Laufási, Gunnarssonar, prests í Laufási, Hallgrímssonar. Er hún enn á lífi og býr í Reykjavík, nú komin hátt á níræðisaldur. Nítján ára útskrifaðist Hannes úr Reykjavíkurskóla og tutt- ugu og firnm ára gamall aflýkur hann embættisprófi í lögum við Khafnarháskóla (19. júní 1886). Var hann þá settur sýslumað- ui í Dalasýslu sama ár 23. ágúst, og í desember málafærslumaður við Landsyfirréttinn. Hinn 3. nóvember er hann skipaður land- ritari, en 29. september 1895 er honum veitt lsafjarðarsýsla og bæjarfótgetaembættið á Isafirði. Árið 1901 er hann kjörinn ann- ar þingmaður Isfirðinga, en 1903 er hann kjörirm þingmaður Ey- firðinga, og situr eftir það í kjöri Eyjafjarðarsýslu fram til þess tíma, að hann misti heilsuna og varð að leggja niður opinber störf. Er stjómarskrárbreytingin frá 1903 náði staðfestingu kon- ungs, og stjóm íslenzkra mála er færð inn í landið, erTiann skip- aður ráðherra — hinn fyrsta ráðherra Islands — 31. janúar ár- ið 1904. Þeirri stöðu hélt hann til 1. apríl 1909; varð þá þriðji tankastjóri við Islandsbanka til 1912, að hann tók aftur við ráð- herrastöðunni um tveggja ára tíma. Hinn 15. október 1889 kvæntist hann ungfrú Ragnheiði, dóttur séra Stefáns Helgasonar biskups Thordersens, og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur Stephensens úr Viðey, hinni ágætustu og mikilhæfustu konu, en misti hana 18. júlí 1913. Þau eignuðust 6 dætur og 2 sonu. Eldri soninn mistu þau rúmt þriggja ára gaml- an. Yngri sonurinn, rúmt 9 ára gamall, er heima í föðurgarði ásamt þrem yngstu systrunum, þrjár eru giftar. Ein þeirra er frú Þórunn Kvaran, kona séra Ragnars E. Kvaran, prests Sam- bandssafnaðar Islendinga hér í bæ. Heiðursmerkjum mörgum var hann sæmdur um það skeið, er hann stóð mest fyrir opinberum málum, svo sem Kommandör- kross I Dannébrogsorðunnar, Officer frönsku heiðursfylkingar- innar o. s. frv. Sjálf veitti íslenzka þjóðin honum ekkert aðals- merki, en hann var hennar sjálfkjörni aðalsmaður. Árið 1917 misti hann heilsuna, svo að hann hafði litla og enga fótavist eftir það. I fimnrv ár hefir hann því háð hið mikla og sára stríð við dauðann, er að lokum hefir nú sigrast á hinni óvenjulega hraustu líkamsbyggingu hans og gefið honum sinn frið.-------- IÞegar maður rennir huganum yfir æfiferil hans, staðnæmis* hann fyrst við það, hve fádæma bráðgerr hann var og bráðþrosk i Innan við tvítugt yrkir hann þau kvæði, er með hinum fremstu mumi standa að efni og búningi í íslenzkri ljóðagerð. Minnir hann á þá Byron og Shelley, er báðir voru orðnir þjóðfræg skáld á þeim aldri, er flestir eru enn lítt vitandi vits. Hann hefur nýja stefnu í íslenzkum bókmentum, lyftir sannleikanum hátt, talar skorinort og hispurslaust og heitir á þjóðina til lífs og dáða. Hann kastar sér út í framsóknarbaráttu hennar, sem verður “barátt? óbifanlegs vilja við lífið, eins og það er”, eftir hans eigin orðuifi. Sigrinum er náð “með því að þreyta fram með óhagganlegri stað- festu; verður þá ljóst, hve ótal margt í lífinu, sem vanalega virð- ist rétt og sjálfsagt, er sífeld hlykkferð yfir beina strik'ð. og trú- in sjálf, náðin og friðþægingin er höfð að skálkaskjóli fyru háll- Ieik og hlykkferðir. Til þess að ná hinu sanna og rétta, á að fara bemt og sleppa öllum smákaupum og lausakaupum við guo og sjálfan sig” (Verð. bls. 3). Þó hann með þessum orðum sé að Iýsa hugsjónastefnu skáldsins Ibsens, þá verður það og hugsjóna- stefna hans sjálfs. Hann ræðst á fortíðardýrkunina, er alla dáð dregur úr sam- t.ðinni. Það sem unnið hefir verið, fær aldrei komið í stað þess, sem gera þarf. “Eg stend við það, séu menn svo hæverskir, að gera alls ékkert, af einskærri virðingu fyrir því, sem forfeðurnir hafa gert, þá eru menn of hæverskir”. 1 þessum skilningi gprist hann “Niðurskurðarmaður". En honum lætur betur að kenna en flestum öðrum. 1 kvæð- um hans ér svo mikið af lífi, ljósi, hreysti og heilbrigði, að það verður að ósjálfráðum unaði að fylgjast með anda hans, og skoða og lifa í framtíðardraumunum, er allir eru um það, að einstak- lingarnir verði að vakandi mönnum, og að vaxi upp tápmikið, starfsauðugt þjóðlíf, svo vesaldóm og volæðisokinu sé í bókstaf- legum skilningi lyft af sálum manna, eins og árdagssólin lyftir þokunni af dalsbrúnunum. Á hásfkólaárunum er hann meðútgefandi að tveimur tíma- ritum, er ruddu hinni ungu raunveruleikastefnu braut til þjóðar- innar. I ritum þessum eru flest hinna meiri hvatningakvæða hans. “Verðandi” gefa þeir út í félagi fjórir 1882: Hannes, Gestur Pálsson Einar Hiörleifsson Kvaran og Bertel E. ó. Þorleifsson, en Tryggvi Gunnarsson, er þá var í Khöfn, kostar útgáfuna. Inn- gangskvæðið er “Stormur”: “Þú þenur út seglin og byrðinginn ber, og birtandi, andhreinn um jörðina fer, og loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur, og lífsanda starfandi hvarvetna vekur.” “Heimdallur”, mánaðarrit, kemur út 1884, í svipuðu broti og þeir hafa síðan verið “Sunnanfari” og “Óðinn”. Flytur hann nyungafjöld utan úr heimli starfs og hugsjóna hins nýja tíma. Rit- stjóri og útgefandi er Björn Bjarnarson cand. jur., en flestir hinir sömu og stóðu að “Verðandi” rita, auk ýmissa fleiri. 1 fyrsta heftinu er kvæðið “Við Skotland”: “Ótal sigla fley um fjörð, fjör er nóg í landsins æðum. IFeginn vildi’ eg, fósturjörð, fært þér geta hlut af þessum gæðum.” Bera svo sýnir fyrir hugarsjónir skáldsins, er hann óskar, í.ð verða megi að áþreifanlegum atburðum : Fjöllin þakin græn- um skógum, firðirnir kaupförum, — það eru gæðin, er hann vill færa föðurlandinu. En fyr en því takmarki er náð, verður að vinna þá fjendur, er heiftum hafa hótað þjóðinni öld af öld. “Sé eg í huga fósturfold fjendur þína: Svefn og Doða, báða fallna flata í mold fyrir nýjum, skærum morgunroða.” ut á það gekk alt hans stjórmrtálastarf. Og það eru verk hans, að því leyti sem úr þeim hefir verið dreginn máttur. En baráttulaust var það eigi. Gretti var goldin útlegð að björgun- arlaunum fyrir frelsi heillar skipshafnar, með eldsókninni. Svo hefir oft skipast, að álítast verður það hættulegasta og mann- raunarmesta verkið í þessari veröld, að flytja fátækum gleðiboð- skap, herteknum lausn, blindum að þeir fái sýn, þjáðum frelsi, og kunngera hið þóknanlega ár. Frá þeim tíma, að Jón Sigurðsson leið, og upp til aldamót- anna, hafði enginn borið gæfu til að sameina svo hugi þjóðar- ir.nar í sjálfstæðisbaráttu hennar, að málefni hennar yrði borið fram til sigurs. Einn af öðrum hafði reynt það. Það skorti eitt- h\að, leiðtogahæfileika, tiltrú innan lands og utan, víðsýni, starfsþrek, sairjúð og hpurð, til þess að beina hugsununum í einn og sama farveg. Við aldarlokin nítjándu eru margir hrópendur í hinni pólitísku eyðimörk. Samningatilraunir voru gerðar við sljórnina í Danmörku, er ærið voru tvísýnar: ráðherra fyrir mál- um landsins, búsettan í Danmörku, er sæti ætti í ríkisráðinu danska; “jarl viljum vér hafa yfir oss etc.” eftir Sáttmálagrein- inni fornu, o. fl. — Það var þá, að Hannesi Hafstein auðnaðist að sameina þessa sundurdreifðu krafta. Alinnlend stjórn, með fullkomið vald til að fara með öll sérmál þjóðarinnar; ráðherra, búsettur á Islandi, er ábyrgð bæri fyrir þingi og þjóð. Allflest- ir beztu menn þjóðarinnar skipuðust undir þetta merki. Heima- stjórnarfrumivarpið náði samþykki þjóðar og konungs, og ráð- herrann var sjálfkjörinn, um annan gat eigi verið að ræða. — Fjölhæfari, framsýnni og glæsilegri mann en íslenzka þjóðin hlaut c ð Teiðtoga, var eigi unt að velja. Drauma- og hugsjónamaður, gæddur þeim áhuga og þreki, er yfir gat brotist allat torfærur, brotið vakir í sjálfan hafísinn og siglt fram á auðan sjó. En jafn- framt því líka hagsýnn og fyrirhyggjusamur. Þess utan hið mesta glæsimenn, er þjóð vor hefir ahð, svo að um hann mátti segja, að hann var auðþektur hvar sem hann fór — gullhjálm- mn þektu allir. Ráðherratíð hans er hið söguríkasta og hið mesta framfara- tímabil í allri sögu þjóðarinnar. Stórfljót eru brúuð, vegir lagð- ir um landið þvert og endilangt, sæsími til útlanda, talsími um land ?It, landbúnaður aukinn, sjávarútvegur margfaldaður, viðskifta- lífinu komið í það horf, að til stórra hagsmuna horfði fyrir þjóð- ina. Islenzkri þjóð hefir aldrei vegnað betur en á árunum 1904 —1909, aldrei kortúð ár sinni betur fyrir borð, aldrei verið stór- slígari á framsóknariórautinni. Réttarkröfur þjóðarinnar hlutu þá hina fylztu viðurkenningu, er þær hafa nokkurntíma náð, með Millilandanefndinni, er skipuð var til þess að gera um málin árið 1908. Það var í fyrsta skifti, að nefnd, skipuð Dönum og Islend- ingum, var kjörin af hálfu beggja landanna til þess að ákveða réttarstöðu íslands.' Fram að þeim tíma var Island óaðskiljan- legur hluti Danaveldis. Það spor, sem þá var stigið, varð eigi aftur tekið, og hin konunglega viðurkenning, er falin var í nefnd- arskipun þessari, var hrein og bein viðurkenning um sjálfstæði og og þjóðarrétt Islendinga. En þessa viðurkenningu átti þjóðin að þakka Hannesi einumi- En það er ekki tilgangurinn, að rekja sögu sjálfsstjórnar- baráttunnar með þessum línum, heldur í þessum fáu orðum að benda á mina miklu þýðingu, er nefndarskipun þessi hafði til að bera fyrir réttarkröfu Islendinga, en sem of fáir virtust sjá sum- ?rið 1908. Báðir málsaðiljar, jafnt Danir sem Islendingar, urðu csáttir með nokkrar samþyktir nefndarinnar. Æsingar og orð- frekja mikil spanzt út af þessu, er lyktaði með því, að Heima- stjórnarflokkurinn beið ósigur við þingkosningar þá um sumarið, er frá athugun iþess, er síðar hefir gerst, hlýtur að skoðast sem hið mesta ólán. Eigi svo mjög er nefndartillögurnar voru eigi sam- þyktar óbreyttar, heldur að með því mistist Hannes frá stjómar- formenskunni, og með því komst það los og stefnuleysi og beint ut sagt bruðl og hirðuleysi á stjórnarfarið, er auðkent hefir Iþað síðan, þótt út yfir taki ráðherratíð Jóns Magnússonar. “Holu hismisorðin” urðu þyngri á metunum hjá þjóðinni eftir 1908, en fyrir þau hefir hún goldið. Frá árunum 1909 til 1914, hefir hann enn alldrjúg afskifti af málum landsins, en eftir það fara þau þverrandi. Misti hann konu sína um þetta leyti (18. júlí 1913), er hann tregaði mjög. Var þá sem orka hans og þrek tæki að bila. Stóðu þá og járnin á honum úr öllum áttuirt, öfundarmannanna, eigi síður úr hans eigin flokki en úr herbúðum andstæðinganna. Ráðherratignin var girnileg, en sjálfsprófun lítil, hvort hæfileikana eigi skorti, því á- byrgðartilfinningin var engin. Eftir að hans misti við, kom það brátt í ljós, hve mjög er nauðsynlegt, að samfara sé stjórnarákvörðunum öllum, hugsjón- ir, bjartsýni og framtakssemi. Hafa kannast við það nú síðari ár jafnt vinir hans sem andstæðingar, og munu flestir játa, að hag þjóðarinnar væri farið á annan veg, hefði hans notið við yfir hin erfiðu undangengnu ár. — Og nú, þá hann er horfinn, munu engir álíta hinar fögru afmælisvísur Þorsteins Erlingssonar til hans ofmæh, heldur hina alsönnustu lýsing æfi hans og persónu, sem og sannleiksskáldinu góða var trúandi til: “Hvísla um þig í hljóði hópar glaðra minna, eins úr leik sein óði, yndi bræðra þinna. > Þar varð afli ungu alt að leik á skeiði, strauma strengir sungu, stormur glímdi á heiði. Stefndir þú að stríði, stýrðu sönnu hendur, horfðir hátt við lýði hverjum manni kendur. Fleyi og frægð var bjargað, fram úr þröng var ratað, engum auði fargað, engum vini glatað. Rögnv. Pétursson. II. Hinn frægi enski stjórnfræðingur, James Bryce lávarður, kemst einhversstaðar svo að orði, að menningargildi þjóðanna fari ekki eftir mannfjölda; og segir hann, að Forn-Grikkir og Is- lendingar séu ljósast dæmi þess. Orð slíks manns eru meira virði t n álit margra þúsunda, sem halda, að alt sé undir stærðinni einni komið og fjöldanum, þegar um þjóðagildi er að ræða. En bæði með smáum þjóðum og stórum er það ekki fjöld- inn, ekki almenningurinn, sem verpur mestum frægðarljóma á þjóðina, heldur mikilmennin. Þetta er jafn satt um þær þjóðir, er lengst hafa komist á braut lýðfrelsisins, sem hinar, er mest hafa í hávegum forna tign og ættgöfgi. Hver þjóð verður að eiga sín rrikilmenni, og því fieiri sem mikilmennin eru, því meiri menning- arbragur verður á þjóðinni allri. Islenzk þjóð hefir átt því láni að fagna bæði fyr og síðar, að eignast mörg mikilmenni, marga menn, sem hafa skarað fram úr, og sem eflaust hefðu skarað fram úr, ef þeir hefðu lifað með öðrum fjölmennari þjóðum. Að vísu er það satt, að á sumum sviðum hefir oss vantað menn, en þeim sviðum fer fækkandi. Á öðrum sviðum aftur, svo sem í bókmentunum, höfum við átt ótrúlega marga afburðamenn. Margir þeirra hafa lagst til sinn- ar hinstu hvíldar nú síðari ár, en vonandi er, að aðrir nýir rísi i'pp í þeirra stað. Hannes Hafstein var tvímælalaust einn af þeim allra fremstu í hópi íslenzkra mikilmenna nokkru fyrir og eftir síðastliðin a1da- niót. Sá verður dómur sögunnar, og það mun undantekninga- iítið vera skoðun íslenzks fólks nú, þótt um eitt skeið liti svo út sem margir hefðu mist sjónar á þeim sannleik í moldviðri stjórn- málaþrefs og valdabaráttu. Hann var mikilmenni, ekki aðeins á einu sviði, heldur á tveimur, sem skáld og sem stjórnmálamaður. Það er ekki tilgangurinn með línum þessum, að lýsa honum, hvorki sem skáldi né stjórnmálamanni; það verður gert af mörg- um öðrum, sem til þess eru færari. En fáein orð í viðurkenning- arskyni frá manni, sem um mörg ár hefir einlæglega dáðst að þessu mikilmenni þjóðar vorrar, án þess þó að hafa svo mikið s<*m séð það, eru, ef til vill, afsakanleg. Mjög finst mér það vafasamt, hvort íslenzk þjóð hefir átt nokkurn annan meiri stjórnmálaskörung en Hannes Hafstein, að Jóni Sigurðssyni undanskildum. Eg býst við að ýmsir séu á annari skoðun um það, En hver er hinn rétti mælikvarði á þá menn, sem gefa sig við opinberum málum? Er hann það, sem þeir sjálfir koma í verk, eða er hann það, sem þeir vilja gera fyrir sína þjóð, andinn í starfi þeirra, hugsjónirnar, sem þeir slefna að? Eg held að hið síðamefnda sé rétti mælikvarðinn. (Niðurlag á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.