Heimskringla - 20.12.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.12.1922, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 20. DESEMBER 1922 HEIMSKRINQLA (Stafma* 18M> Kem tt 1 kTerJmn mltTlkiteft ttgtfaatu oc olintin THE VIKÍNG PRESS, LTD. Kl •( 9AKGBNT AVB„ WIMMIPHG, Talolali N-HSST Tert bleSalma er ll.N tr(am(«rlmm berc- tat frrlr frama. Allmr barsmmtr aem«Ut rábanmamt blmSalma. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritátjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFAN EINARSSON Utamáakrtft tlt blmSalmai TBB TIKI.TG PRHSI, Lt<„ ■mx HlTl. Wlmalpetr, Mam. Ctamáakrlft tll rltatjárama BBITOR HHIH9KRIRGLA. lai HlTl WlaalH#*. Mam. Tha "Heitm«krln*lm” la krtated ma« H»’»- Habe br the Vlklae Praaa, Unlta«, at S63 og 8L5 Sar«ant Ave., Wlnnlpag, Manl- taba. Telephaaa: M-SSST. WINNIPEG, MAN., 20. DESEMBER, 1922. Jólagleðin. Þetta skoðum vér aðal þýðingu jólanna. Kristur, sem fagnaðarhátíð þessi er helguð, hafði ekki kalt hjarta. Hann skildi þá, sem bágt áttu. Fann til sviðans í sárum þeirra undan svipuhöggum miskunnarlauss þjóð- félagslögmáls. Fagnaðarerindi hans er ekki úr lausu lofti gripið. Það hvílir á hornstein- um mannúðar og ríkra tilfinninga og hlut- töku í ástandi því í þjóðfélaginu, er í raun- verulefka átti sér stað. En því miður gleyma margir því, er í fótspor hans telja sig feta. Lesari sæll. Leggur þú þenna skilning í jólaboðskapinn? Það eru margir, ótal margir, ef nákvæmlega er að gáð, sem svift- ir eru lífsgleðinni og sem jólanna geta ekki notið. Er það ásetmngur þinn, að reyna að dreifa myrkrinu, sem í huga þeirra býr, ef þú átt nokkurn kost á Iþví? Ekkert eykur hamingju þína meira en það. Ekkert gerir jólagleði þína sannari en það. Að þessum jólahugleiðingumi ákráðum, óskar Heimskringla öllum lesendum sínum, öllum Islendingum og öllum mönnum Gleðilegra jóla. Það hefir einhver sagt, að lífsgleðin væri dýrasti gimsteinn lífsins. Þetta mun mega til sanns vegar færa. Það hefir mikla og margvíslega þýðingu að vera glaður. Þráin eftir gleði er öllum meðfædd. Hún er vöggugjöf mannanna. En hún kemur þó l ekki jafnt fram hjá öllum. Lífsgleðin lýsir sér sjaldan eins vel hjá fullorðnum eins og hjá börnunum. Geisla- birta hennar í brosi þeirra vékur unað og lotningu hjá hvað kaldrifjuðum manni sem er. En eigi að síður er það ekki sannleikur, sem margir ætla, að lífsgleðin tilheyri að- eins börnunum. Hinir fullorðnu eru einnig hluttakandi í henni. Hanmingjuþráin í brjóst- um þeirra er hið sama og gleðiþráin hjá bömunum. Þegar hamingjulþrá hinna full orðnu er fullnægt að einhverju leyti, eru þeir glaðir, alveg eins og börnin gleðjast, ef óskir þeirra rætast. Lífsgleðin er því tákn þess hjá eldri og yngri, að þeim líði vel — er sól- skinshjúpur utan um hina sönnu hamingju þeirra. Þegar mönnunum líður vel, er þeim því eðlilegt að vera glaðjr. Nú fer í hönd ein mesta gleðihátíð ársins — jólin. Til hennar sjáum vér nú, sem endranær, marga hlakka. Börnin hafa með óþreyju beðið jólanna þessa síðustu daga. Þau eiga þá von á dálítilli gjöf frá mömmu eða pabba eða einhverjum vinum/ sínum. Það vekur gleði hjá þeim. Öllum, sem við sæmileg kjör eiga að búa, eiga gott og skemtilegt heimili og geta veitt sér það, er helzt þarf með til þess að láta sér líða vel, býr nú einnig gleði í huga. Er gott til þess að vita, og væri gott, að þannig væri ástatt fyrir öllum. En því er miður, að svo er ekki. Mitt a meðal vor eru margir, sem skipbrot hafa lið- ið á lífsgleði sinni. Ástæðurnar til þess geta verið margar. Ein er þó algengust. Það er skortur á lífsviðurværi handa þeim, er þeir elska. Þeim hugarkvíða, er því fylgir, þarf ekki að lýsa. Líf þeirra er “------blóðrás og logandi und” í veruleika. Sálarlífið er dimt og þungbúið eins og íslenzk skamdegis nótt. En þessir mjenn dylja, hvernig ástatt er fyrir þeim, í lengstu lög. Og vel getur átt sér stað, að þú mætir þeim á förnum vegi og verðir þessa ekki var. En sorg þeirra sker hjartað eigi að síður. Og ef að þú gæt- ir lesið hugarstríð þeirra eins og það er, þeg- ar hyldýpismyrkur hinnar gleðisnauðu æfi þeirra stígur upp úr Ginnungagapi örvænting- arinnar, þá myndi þér ekki finnast til um á- standið. Nú um jólin hljóta áð rísa upp í huga þeirra endurminningar glaðra æskudaga — sannrar jólagleði — og ræna hjartað allri ró og hvíld. Á andvökunóttun- um sjá þeir greinilegast ógæfu sína og horf- ast þá í augu við örvæntinguna, sem með járnfingrum sínum læsir sig um alla við- kvæmustu þræði taugavefsins. Hver gleði- geisli er sloknaður. Myrkrið, ferlegt ag kalt, umiykur sál þeirra. Og augun eru grátbólg- in og bænþrungin. Hér er jólaverkefni fyrir þá, sem sólskins megin sitja í lífinu. Með því að rétta þess- um gleðisnauðu mönnum hjáiparhönd, geta þeir um stund dreift svartnættisskuggunum, sem í sálu þeirra búa. Og það mundi ekki aðeins gleðja þá bágstöddu, heldur ejnnig auka á jólagleði og ánægju þeirra, er að- stoðina veita. Það virðist órjúfaniegt lög- mál, að góðverkunum er ávalt blessun sam- fara. Þeir, sem þau vinna um þessi jól, í þessum áminsta skilningi, munu finna til hinnar sönnustu Iífsánægju — sönnustu jóla- gleði — er fundin verður. Fundur Akuryrkjuráðsins, lEins og getið hefir verið um Heimskringlu áður, hélt Akuryrkjuráð Canada fund hér í Winnipeg 8. þ. m.. Með því að þetta Akur- yrkjuráð er skipað ýmsum deildum bændafélagsskapanna, og má þess vegna að nokkru leyti heita ráðuneyti þeirra félagsskapa, og ætla má, að það hafi að ýmsu Ieyti áhrif á löggjöfina í landinu, er það vel iþess vert, að taka eftir og íhuga það, sem|.það hefst að. Formaður þessa akuryrkjuráðs er Mr. Wood frá Alberta, en varaformaður Mr. Bumell, stjórnandi bændafélagsins í Mani- toba. Ritari þess var til skams tíma Mr. Lambert, en nú hefir Mr. John Ward tek- ið við því starfi. Yrði hér of langt að telja upp alla þá, er að félagsskap þessum standa. En það er óhætt að segja, að helztu menn- irnir, er ráð þetta mynda, séu framarlega í hópi þeirra, er að vexti og viðgangi bænda- hreyfingarinnar hafa únnið. Og þeir mættu flestir á fundi þessum. Fjórir lslendingar mættu þar. Voru það þeir Guðm. Fjeldsted frá Gimli, Guðm. Ó. Einarsson frá Árborg, Ingimar Ingjaldsson frá Árborg og Mrs. M. Erlendsson; var hún fulltrúi félags, er konur hafa stofnað í Árborg innan bændafélags- skaparins. Aðallega voru það þrjú mál, er á fundi þessum voru til umræðu. Hið fyrsta var um stofnun kornnefndar. Var það mál rætt frá öllum hliðum. Komst fundurinn að þeirri niðurstöðu, að reyna alt sem unt er til þess, að fá löggjöfinni um stofnun þessarar korn- nefndar breytt svo, að nefndin gæti tekið til starfa á komandi ári (1923). Leyndi það sér ekki á fundinum, að bændur hafa mikinn áhuga fyrir því, að nefnd þessi kom- ist á laggirnar, enda er hér að ræða um eitt mesta velferðarmál bænda. Annað málið var um bankalöggjöf. Var ákveðið að rannsaka fyrirkomulag bank- anna til hlítar, og gera breytingar við þá lög- gjöf, þar sem þess þyrfti rrieð, og að bank- arnir væru þjóðinm meira til aðstoðar en þeir nú eru. Út í þetta mál var ítarlega farið. Breytingar þær, sem gert var ráð fyrir á fund inum, eru ekki stórvægilegar, og eru langt frá því að vera gerbreyting á bankafyrir- komulaginu. Þær lutu aðeins að því, að fá bankana til þess, að liggja ekki eins á fé sínu og þeir gera, heldur lána það til framleiðslu- fyrirtækja, sem áreiðanleg væru, þó smærri væru en fyrirtæki þau, sem bankarnir nú eru fúsari að styðja. En eftir að fullkomin rannsókn hefir verið gerð í þessa átt, verða J þær ákveðnari tillögyr birtar. Þriðja málið, og ef til vill það málið, sem mestri nýlundu þýkir sæta, var viðvíkjandi bændalánum. Er hugmyndin sú, að fá með einhverjum ráðum lán á einum stað, og gera bændum með því mögulegt, að greiða nú allar skuldir sínar hjá lánfélögum, verkfæra- sölum og kaupmönnum. Lán þetta er gert ráð fyrir að fá til margra ára. En hvernig ráðið hugsar sér það, eða hvaða tryggingu það gefur fyrir því, er enn ekki kunnugt. Takist það, að koma þessari hugmynd í framkvæmd, verður hún óneitanlega hag- kvæm bæncfum. Lán eru að vísu altaf lán. En vegna fjárkreppunnar, sem nú sverfur svo mjög að og bændum kemur svo iila, ætti það að greiða veg þeirra í svip. Gæti einn- ig farið svo, að þetta hefði þau áhrif á lán- félög og peningastofnanir, að ekki þyrfti eins að ganga á eftir þeiiri með lán, ef þau hefðu slíkan keppinaut. Það er sem sé auðsætt, að tregða þeirra að lána fé nú, er með ráðum gerð. Lágverðið á bændavörunni, aðalfram- leiðslugrein landsins, er lágt vegna hennar. Það gerir þeim auðveldara að græða, sem kaupsýslu reka, en það eru stofnanirnar, er bankarnir lána mest, eiga fé sitt í. Það er því eðlilegt, að þeim Iiggi velferð þeirra meira á hjarta en búnaðarins. “Fínans”- fræðingarnir vita svo sem, hvað þeir eru að gera. Nokkrar smærri tillögur og mál voru bor- in upp á fundinum, sem ef til vill eiga eftir að koma fyrir löggjafarþing fylkjanna eða landsins. I. Ingjaldsson frá Árborg gerði tillögu um, að ný reglugerð fyrir aðgrein- ingu á smjöri eftir gæðum væri gerð, og kemur hún eflaust fyrir næsta fylkisþing hér. Jólin. Ljóssins herra ofar ölluni enn oss gefur heilög jól, lægstu býUitn, hastu höllum höndin máttug veitir skjól, rís af ceðstu andans fjöUum eilíf mannkyns friðar sól. Sannleiks rödd frá himins hjarta hljóniar ódauðleikans brag. Kœrieiks djiípa brosið bjarta breytir sorg í gleði-lag. Yfir hjarn og húmið svarta héilagt vorið skín í dag. Lausnin manna, Ijósið alda, lífsins kraftur, von og skjól, láttu hjartans húmið kalda hclgast þinni dýrðar-sól. Gef oss öllum, guð, að halda glöð í þinti nafni jól, M. MARKVSSON. Um daginn og veginn. V. “Ef einhver slær þig.” Ef einhver slær þig á vinstri kinnina, þá bjóð þú honum hina hægri,” bauð Kristur. Það var talsvert hugsað um þetta efni á stríðstímunum. Virtust flestir vera þeirrar skoðunar, að slík kenmng væri þá ekki hag- kvæm. Og í sannleika virtust þeir menn hafa nokkuð til síns máls. Hefði það t. d. stöðvað Þjóðverja, er þeir æddu út í stríð- ið, að taka ekki á móti þeim? Þeir voru færri, sem gerðu sér í hug, að það gæti kom- ið í veg fyrir þær hörmungar, sem af flani þeirra leiddi. Vér bjuggumst því ekki við, að sjá kenn- ingu þessa árétta frekar. Áttum von á, að stríðið hefði ráðið henni bana að fullu. En nú í jólariti emu er minst á hana enn í sam- bandi við stríðið, og þessi saga sögð henni til stuðnings: Einu sinni kom herdeild inn í lítinn bæ í Tyrol og bauð öllum út til stríðs. Hermennirnir lituðust um eftir óvinunum, en fundu þá enga. Þar voru einungis garð- yrkjumenn með rekur sínar smiðir við steðj- ana og konur við rokkana. Böinin flyktust utan um hermennina, bæði til að horfa á hina skrautlegu einkennisbúninga þeirra, og til þess að heyra söng þeirra. Það var auðvitað ekki þess vert, að eyða púðri á þetta fólk. “Hvar eru hermenn yðar?” spurði hers- höfðinginn. “Vér höfum) þá enga,” var svarað. “Vér erum kommr til þess að taka bæinn ykkar.” ‘Jæja, vinir mínir, hann stendur þá opinn fyrir ykkur.” “En hér er enginn, sem vill berjast.” Hér kom fyrir atvik, sem ekki hafði ver- ið gert ráð fyrir í hermannaskólanum. Þetta var mótstaða, sem ekki var hægt að mæta með kúlum) og púðri. “Fyrst enginn vill 'koma á móti okkur, þá getum við ekki barist,” sagði hershöfðing- inn, og skipaði liði sínu að halda burtu það- an, án þess að gera nokkrum manni mein eða valda nokkrum skemdum á eignum manna. Hefðu Þjóðverjar gert hið sama? Það er ekki líklegt. En það var samt aldrei reynt. Kenningin getur því verið góð og gild ennþá, eins og ritið heldur fram. VI. Börnin í Canada. Þeir, sem heimsótt hafa Canada, hafa oft fundið hvöt hjá sér til þess að minnast á æskulýð þessa Iands, hefir fundist hann eitt- hvað frábrugðinn æskulýð þeirra landa, er þeir hafa átt heima í. Hér í Winnipeg mint- ist einn af kennurunum frá Ástralíu á þetta nýlega; hann kennir í skiftum fyrir kennara héðan, er til Ástralíu fór í haust. Honum farast orð á þessa leið: “Það, sem einkennir börn hér, er það í mínum augum, hve djarfmannleg þau eru. Varfærrji virðist hlutur, sem þau þekkja lítið til. Þau eru spurulli en börn, er eg hefi nokkru sinni kynst. Fyrir for- eldrum, kennurum og yfirmönnum bera þau of Iitla virðingu, að því er virðist. Nöfn hafa engin áhrif á þau, 'þó virðing fylgi þeim. Það verður að grípa til annara ráða, til þess að vekja aðdáun þeirra fyrir því, sem á að kenna þeim, en benda á þau. Kennarinn verður ávalt að komja til þeirra en þau ekki til hans. Sé það ekki gert, setja þau sig fljótt á háan hest og ráða öllu sjálf. Eg hefi On I Jólaljóð. Skært er það ljós, sem um aldanna eilífu raðir Uppljómar veginn til þín, guð himnanna faðir. — Lífs er það ljós, Lífsaflsins útsprungin rós; — jÞökkum þér, göfgum þig glaðir. Sterkt er það afl, sem alheimsins brautinni beinir, Blikandi sólkerfa stefnu og hreyfingar greinir. Guðs er það afl, Almættis þungskilið tafl. Til fullnsutu’ ei þekkja það neinir. Kært er það orð, sem frá Betlehem enn til vor ómai, Aldirnar gegnum það fagnaðar-boðskapinn rómar. Máttarins orð ! Myrka það upplýsir storð, — Friðinn og frelsið það hljómar. Máni. j “Peace on Earth” j | (From the Icelandic of Guðmundur Guðmundsson.) ILord, God of peace, my spirit’s high ideal, To Thee I lift my hands in mute appeal, IOmnipotent, a miracle imploring. j Grant to my soul a vision of Thy Iight, . (Charge Thou my song vyith Thy compelling might That it may nse — Thy peace on earth restoring. | Lord, God of love, unto my spirit show IIi' all their truth the depths of human woe ; Where-from the groans of multitudes óire calling. | Mingled with tears they rise around Thy feet, Beseeching looks of dying eyes entreat: « ’Thy peace on earth, like dew on deserts faliing’. Lord, God of wisdom, with prophetic fires :t Cleanse Thou my soul, ennoble my desires, * Thy purpose to my iowly heart revealing. ? ? Thy wonder-power of love in song and sound ! Call from my harp in rhapsody profound, I The suffering and broken spirits healing. ILord, God of peace, Thy beating heart impells Mine own, when that with sweet compassion swells, Á (Thy mercy for the sufferers imploring. WTierefore I feel my spirit’s wings grow strong « j And courage rise to wake my harp in song. 0, may it rise — Thy peace on earth restoring. | Jakobina Johnson. I___ * orðið hissa á að sjá, hve jafnvel \ Þúningur liefir veriS frá bamanna ung börn eru góð fyrir sig, í fram há'fu til þess aS gera samkomuna komu sinni gagnvart þeim, sem sem ánægjulegasta, mebal annars ætla eldri eru. • eldri börnin að leika dálítinn Canadisk börn flýta sér of mikið. , skemtilegan jólaleik. — A jóladag- Þau vanta alt gert á svipstundu. (inn fer guðsþjónusta fram kl. 2.30 í Þau tefla heldur á það tvísýna Sambandskirkjunni. eða óvissa, heldur en að sann- —----------— færast, til þess að eyða ekki tíma Eknasjóðurinn. og til þess að koma sér hjá leið- Safnað af R. Hggertsson, Vogar. indaverki. Um áhugaleysi bregð- J- K- Jónasson ...................... s.oo ur þeim enginn, en hinum frjáls- Eggertson og Bergman ............. 10.00 mannlega áhuga þeirra þarf að James Goodman, Oak View .... 1.00 stjórna.” Meira. WINNIPEG $35.00 S. Fillman ................... i.oo Jón Jónsson frá Sleðbrjót ...... 1.00 Mrs. Guðrun Jónsson, Siglunes 1.00 John J. Johnson, Siglunes ...... 1.00 Miss Ingibjörg Johnson, Siglun. 1.00 B. G. Johnson ...... ........... i.oo Safnaðarnefnd Sambandssafnaðar , Kvenfélagið Tilraun ............ 10.00 hefir i hyggju að efna til óvenju- F.. Sigurgeirsson, Siglunes ....... 1.00 legrar söngskemtunar 8. jan. n.k. Mrs. S. Sigurgeirsson, Siglunes 1.00 Má óhæ“ fu"yr*^ að þar gefist betri ( j. Eggertsson, Siglunes........ 1.00 kostur en ef til vill nokkru sinni fyr til þess að heyra, hvað Islendingar í Winnipeg eru birgir af góðum söng- mönnum og konum. Vér höfumj j eknasjóðsaugiýsingu í síðustu heyrt, að þessir hafi þegar lofað að- j Heimskringlu stendur Mr. og Mrs. stoð sinm: Mrs. Hall, Mrs. A. John- 0laf«r Einarsson frá Langruth 5.00. son, Mrs. Dalman, M.ss Hermamis- j I>aS er rangt> þag á aö vera Mr_ Qg son, Mr. H. Þórólfsson Mr. P. Bnr- Mrs_ 0lafur Egilsson 5.00. dal og R. E. Kvaran. Auk þess höf- _____________________________ um vér heyrt, að hr. Jónas Pálsson ætli að leika á píanó, og ef til vill fleiri af okkar ágætu hæfileikamönn- um á sama sviði. Því hefir einnig verið fleygt, að Mr. Eggert Stefáns- son muni ekki verða fjarstaddur þetta kvöld. Nánari upplýsingar um þessa samkomu, sem margir munti vafalaust bíða með eftirvæntingu, verða væntaniega birtar í næstu blöð- um. Jólatrésskemtun fyrir sunnudaga- skólabörn og önnur börn, er kynnu að vilja koma, verður haldin í Sam- bandskirkjunni á aðfangadagskvöld og hefst kl. 7. Börnin á sunnudaga- skólanum eru beðin að koma í kirkj- una ld. 2 þann dag, til undirbúnings fyrir samkomuna. Kirkjan verður opin frá kl. 3 og geta menn sent þangað þær gjafir eða aðrar send- ingar, sem þeir vildu láta afhenda á samkomunni. — Töluverður undir- Dodd’s nýmapillur eru bezta nýrnameíSaliÖ. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilunt þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eÖa 6 öskjur fyr. ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eía frá The Dodd’s Medtckoa Co: Ltd., Toronto, Ont

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.