Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. ÁGÚST, 1923 Meðal Malaya. Endurminningar eftir Sigfús Halldórs frá Höfnum. Frh. Það bar ekkert til tíðinda á leiðinni til Honolulu. Að undan- skildum tveim dögum, er stinn- ingskaldi var á, skreið skipið alla ieiðina gegnum spegilslétiann logn- sæ, einkennilega og yndislega ^.djúpbláann. Það var eins og að ösia í gegnum blákkuvatn, eins og ósýnileg og almáttug hönd hefði litað allan sjóinn. — Við félagar styttum okkur stundir með ýmsuin leikjum á þilfari, og svo náttúr- lega við matinn. Hollendingarnir einkum með því síðarnefnda, enda var matur bæði mikill og góður á borð borinn. Mátti það lika á holdafarinu sjá, að farþegar voru engir meinlætamenn yíirleitt, og tók þó út yfir alt með konur þær, sem komu heiman frá Hoilandi, úr orlofinu. Enda eiga þær náð- uga daga, í nýlendunum, ef heilsan ekki bregst, og hafa þjóna þar á hverjum t'ingri. Var ein þó miklu stórfenglegust, fcví hún var á liæð, sem velvaxinn karlmaður og tók þó útyíir með gildleikann. Blund- aði hún jafnan eftir hádegisverð í langstól á þilfari, og var þá siður okkar yngra fólksins að fara í felu- leik í kringum stólinn. Hún hef- ir sjálfsagt verið spengileg yngis- mær á sinum sokkarabmdsáium, og reynli ennþá að villa mönn- uin sjónir þar um, með því að reyra svo að sér panzarann, að hún varð ekki ósvipuð tröllaukinni kónguló í laginu. Var hún heldur ósveigjanleg af þessu, eins og ^iún hefði beinserk, sem ööngusHrólt- ur forðum og það svo, að er hún lá endilöng þarna í langstólnum, þá féll ekki bakið alt niður að stólnum, og sögðu gárungar, að vel inætti eygja sjóndeildarhringinn gegnum þetta vindauga, er mynd- aðist mili hennár baks og stólbaks- ins. Eftir 8 daga siglingu vörpuðum við svo akkerum að morgni dags á höfn- inni í Honolulu, sem er höfuðstað- ur Sandwieheyjanna, og lögðum svo að bryggju litlu siðar, er við höfðum fengið lækni uiri borð. Ekki var skriðurinn fyr af skipinu en krökt var orðið í kringum okk- ur af strákum, frá 7-4-14 vetra á að gizka. Voru þeir á eintrjáningsr krílum sumir, en langflestir höfðu cngann farkost. Erindið var, að betla peninga. En þannig guldum við peningana að við þeyttum eyri í senn af hendi í sjóinn. Stungu strákarnir sér |)á í áttitia bángað, er þeir sáu að peningurinn laust sjávarflötinn, og brást aldrei að ein hver þeirra næði honum. Komu þeir upp ineð hann á miili tann- anna og glottu út undir eyru, enda sómdi sér vel mjalihvítur tanngaið- nrinn, í korgmórauðu andlitinu. l>arna sá eg eiginlega i fyrsta sinn hvað það er, að vera syndur eins og selur, því það var engu líkara en að strákarnir hefðu aldrei á þurt land komið. — Eg þeytti litl- uin silfurpening, eins langt og eg gat út á sjóinn, að gamni mínu, og datt ekki í hug, að honum myndi verða náð. Þrír strákar stungu sér eins og elding i áttina, og viti mcnn, eftir iíklega svo sem hálla aðra mínútu kom sá stærsti með peninginn í munninum og veifaði hendinni, sigri brósandi, í áttina til mín. Þá gafst eg upp orða- laust. Skipið átti að létta akkerum kl. 5 urn kvöldið, svo allir farþegar íiýttu sér í land, til þess að litast dálítið um f þassari paradís Kyrra- Miafsins, sem þó vitanlega á þó nokkra jafningja. Sópuðust nú að okkur innlendir ökuþórar og buðu okur bíla fyrir ránverð. Sumir þeirra voru glerfinir, með hálslín og handstúkur, en flestir þó ber- fættir. Þótti okur þetta kyndugur útbúnaður, enda höfðum við lítið af heiminum séð ennþá. Sá rnælfík- asti náði í fimm af okkur, slöngvaði okkur upp í bílinn og kvaðst myndi aka með okkur upp að Kuuanu Pali. Kom okkur saman um að Játa hann og forsjónina ráða, og iðraði okkur þess ekki er^Iag- urinn var liðinn. Honolulu liggur á eyjunni Oahu, sem er ein af minstu eyjunum. sem bygðar eru, og aðeins tæpar 600 ferhyrningsmíiur enskar að flatar- máli. Oahu er eldbrunnin mjög eins og ailar eyjarnar, en gígir all- ir víst hættir að gjósa. Fjöllin, eða kannske öllu heldur gigaraðirnar, eru líka skrúðgræn upp á eístu tinda, sem að vísu eru ekki sérlega háir, en sundurtættir og snarbratt- ir ílestir. En engin hraunsilla er svo tæp, að vafningsviðurinn ekki nói fótfestu, eða tátyllu. Og lofts- lagið er svo blítt og vætan svo ríku leg, að alt er gróðri þakið, órækt- að land jafnt og ræktað. Honolulu liggur við vík, sem Waikiki heitir, og er strandlengjan meðfrain víkinni orðin heimsfræg undir nafninu Waikiki Beach. Undirlendi er Iftið upp frá vík- inni, því lágur fjallgarður liggur eftir eyjunni endilangri, og eru út- jaðrar borgarinnar bygðir upp undir og upp eftir fjallsrótunum. Er fjallgarðurinn aflíðandi þeim megin. Skarð er í fjallgarðinn, upp frá miðri borginni, og er Nuuanu Pali efst í skarðinu. Breiður og beinharður akvegur lá npp í skarð- ið, og forkunnarskrautleg stórhýsi, aldina- og blómagarðar á báðar hendur og skuggasæl pólmaviðar- göng upp að húsunum, en sá pálmaviður er kaliaður konungs- pálmi, (Royal Palm) og er einn af hinum fegurstu pálmum er gefur að líta, þegar hvort tré er tekið fyrir sig, því af öllutn pálmum er í lundum vaxa, er kókospálminn fegurstur. — Skarðið er þröngt og fellur allmikill lækur eftir því miðju, en óteljandi lækir, bulla og hoppa og sitra niður eftir hlíðun- um. Eanst okkur þetta vera Para- dís á jörðu, og lá við að endur- minningin um Californíu bliknaði i hugskoti okkar. X" Óteljandi söngfuglar hentufít grein af grein, hásyngjandi, svo all- ur litli kroppurinn nötraði eins og þeir væru vitstola af ofsalegri gleði, "á þessum dýrðardegi. Nú siná- þrengdist skarðið, unz okkur sýnd- ist hamrarnir ganga saman skamt fyrir frainan okkur. Þar var bugða á veginum og handan við bugð- una var sléttur flötur á stærð við ■alsgólf, og þessi flötur var Nuu- anu Pali, merkasti sögustaður eyj- arinnar. Að baki er skarðið. A báðar hlið- er þverbrattir hamrar eins ogsauin högg. Rokstormur beint í fangið þar sem staðvindurin þjappast í gegnum skarðsmynnið í stríðum flaum. Að fótum þverhnípt hengi- flug, og fyrir framan og neðan geysivíðir vellir, þar sem -kiftast á |ykurreyrekrur og kókospálma- lundar, grasbalar og dananasbeð í blóðrauðri frjómold, eins og glit- ofin purpuraábreiða, frá fóturn hamrabeltisins niður að brim- bryddri sandströndinni. Og þar fyrir utan dimmblár og glitraridi endalaus útsærinn. Eg gat þess að þarna væri merk- asti sögustaður eyjarinnar. Þarna vann Kamehameha I. eða mikli, Napóleon Sandwiehseyjanna, sém um 1800 fyrstur sameinaði þær und- ir eina stjórn, úrslitasigur á fjand-i mönnum sínuin, og rak þá á t'Iótta upp skarðið, og hrökti þeim fram af hengifluginu. Það er engu niinna hlaup en Hæringshlaup á Drangey, enda urðu afdrif fjand- manna hans hin sömu og Hærings. Leiðtogi okkar sagði okkur þessa sögu á leiðinni upp skarðið. En það var ekki þessi saga, sem fylti sál mína, er eg stóð þarna í skarðs- mynninu.\ Engin skynsamleg hug«- un komst að. Sál mfn fyltist bara óiimræðilegum fögnuði, svimandi sælu, yfir því að vera til, yfir þvf að fá að lifa. Tíbráin titraði og glitraði úteftir hamrábeltunum, svo langt sem augað .eypði. Yfir höfuð okkar helti sólin geifílaflóði sínu^ffá heiðskírum og heiðbláum himni. Og inn í brimgnauðið og veðurþytinn blandaðist lækjarnið- urin pg söngfuglakliðurin að baki, eins og ómandi vind-harpa, eins og rödd Guðs f storminum. Við héldum þaðan beint niður á Waikiki Beach og fórum í sjóinn. Þar var fult af fólki, hvítum mönn- um og innlendum, sem þreyttu sundlistir og brimreiðar. Brim- reiðin fer þannig fram, að menn róa sig langt út á 6 feta löngu og 2 feta breiðu borði. Snúa sér svo í áttina til lands og bíða þesss að stór bylgja ríði undir þá. Með því að ná jafnvægi á bárukambinum fleygist borðið áfram á bylgjunni með ofsahraða alveg upp í í'læðar- mál. Þetta e* ekki fært nema beztu sundmönnum, en er ljómandi falleg íþrótt. Innlendir menn báru auðsjóanlega af öðrum i þessari og annari sundkunnáttu. Þeir eru risavaxnir flestir og íturvaxnir. Gljábrúnir á hörundslit, en ófríðir i andliti, ekki ósvipaðir svertingj- um Þeir eru og gáfaðir og sérstak lega söngelskir og sönggófaðir. En þrátt fyrir líkams- og sálargáfur fækkar þeim, eins og flestum frurn- þjóðum, sem komast undir yfirráð hvítra manna. Skyldi það ekki vera áfengið? Við vorum 3 stúndir í sjó, og þótti altof stutt. Það inó vera i sjónum dag og nótt að eg hehl, loft og sjór er nálega jafnheitt all- ann sólarhringinn árið um í kring. írtgrynni er þarna svo mikið, að vaða má sjálfsagt hálfa mílu enska út frá landi. Voru konur að fisk- veiðum þarna á grynningumim, því alt er fult af fiski. Veiddu þær í háf og létu fiskinn í netpoka, er þær báru við belti sér. Voru þær annars fáklæddar og litu óhýrum augum á ferðalangana, er gláptu á þær eins o.g naut á nývirki og tóku myndir af þeim. En alt tekur enda. Og við urð- pm að fara á skip áður en klukkan varð sex. Við lögðum frá í rökkur- byrjun. Nýtt tungl var að koma upp, og f íandi kviknuðu óðum ljósaraðir, og á himninum stjörnur. Fjórir innlendir verkainenn, er unn- ið höfðu að því, að hlaða skipið um daginn, komu nú út f loftsdyrnar á vöruhúsinu, með strengleiki sina lukulele) og djúpar og hreiinmikl- ar karlmannsraddir runnu fjórþætt- ar saman við yndislegt og angur- blítt undirspil, er þeir sungu kveðjusönginn Aloha oe, — vertu sæl og sjáumst aftur — sem hljóm- að hefir frá hvers manns vörum þar í landi, og nú er að breiðast út um allan hinn mentaða lieim, sern eitthvert yndislegasta |>jóðlagið sem til er. Þeir hurfu okkur sjónum syngj- andi, með þunglyndisleg og draum- kend augu starandi út í fjarskann, og brot af sfðustu angurblíðu óm- unum náðu til okkar gegnum kvöldróna, þegar við liðum til hafs í blikandi stjörnuljósi, gegnum ilmþrungið næturloftið. Eg stóð á bak við stýrishúsið, og hallaði mér út yfir Imrðstokkinn, út yfir 'kjölfarið blikandi af maurildum, þangað til síðustu ljósin í Honolulu voru horfin sjónum, og hat’t'íriyrkV- ið hafði sveipað blæju sinni uin Oahu. Og mér flugu í hug orð Sigurðar; um aðra eyju: “Það hafa verið guðir góðir, sem geymdu þenna unaðsreit.” Frh. ------------x------------ Fréttabréf frá Los Angeles. • _____ Fyrir nokkru las eg í Heims- kringlu um frægð hinna mólsnjöllu landa vorra, þeirra Thorfinnson og Sturlaugson fyrir kappræður þeirra og þótti mér væntum að sjá það. En út af því dettur mér í hug, að geta um hálf íslenzka stúlku, 15 til 16 ára gainla, sem varð skóla sínum til heiðurs i'yrir kappræðu, sem haldin var hér í borg s. 1. vet- ur. í litluin bæ, um 30 mílur frá Los Angeles, sem heitir Huntington Beach, er háskóli. Yfirkennari þess skóla er íslenzk kona, hún heitir Júlíana J. Hazelton; var hennar skóli valinn til að kappræða á móti L. A. háskóla, þeim stærsta sem til er í SuðurCaliforníu, og sýnd- ust þar vera ójafnir leikar á borð- um; þar sem L. A. háskóli hafði 100 nemendur að velja úr á móti hverjum 10 nemendurn frá H. B. háskóla. L. A. háskóli valdi þvi 4 sfna snjöllustu ræðusnillinga úr nemendahópi sínum, og svo gerði Mrs. Hazelton; voru svo þessir átta unglingar (4 á hvora hlið) látnir f-eina með sér á ræðupallinum. En í bæði skiftin unnu fjórmenning- arnir frá Huntington Beach há- skóla sigur, og í bæði skiftin tók hálf-fslenzka meyjan hæðstu verð- laun fyrir málsnild og gófur, sem hún auðsjáanlega sýndi í þessari kappræðu. Þessi hálf-íslenzka unga mey, heitir Elízabeth Halzelton, er hún dóttir frú Hazelton, sem óður er nefnd að vera kennari H. B. háskól- ans, Móðir frú Júlíönu J. Hazel- ton heitir Málfríður, býr hún i Duluth, Minn. Sú Málfríður er Baldvinsdóttir prests var sá Bald- vin föðurbróðir Jónasar Hall- grímssonar skáldsins góða; er því Málfríður, amma litlu Elízabetar, og Jónas skáld bræðra börn. Því ekki ólíklegt, að litla meyjan erfi eitthvað af gáfum Jónasar Hall- grímssonar ættarinnar, en svg þarf Elizabet ekki langt að seilast eft- ir gáfunum, því móðir hennar er vel gáfuð og skáldmælt kona, einn- ig hefi eg heyrt, að faðir hennar sé gáfaður og vel mentaður maður. iSnemma í júnímáðuði kom hing- að til California fjölskylda frá ís- landi, herra Ivristjón N'ielson og frú hans, Guðrún að nafni ásamt tveim dætrum og tveim sonum, úr Reykjavík. Er herra Nielson bróð- ' ir Miss Elíinar Nielson í Pasadena, Calif. og herra Davíðs S. Nielson hér í borg og þeirra syskina. Miss Elín Nie lson fór til New York til að mæta þessu fólki sínu þar, 'og tók svo hjónin heim til sín til Pasa- lena, sem hann hefir ákveð- ið'að gera að framtíðar bústað sfnum. Um fleiri nýkomna Islendinga til Los Angeles sem eg veit um, og er eg tel með fslendingum, tel eg Albert Roders að nafni, sem kom Jiingað í Apríl síðastl. ár frá Winni- peg. En í september sama ár kom hingað myndarleg ungfrú frá Winnipeg, Guðrún Sigurdson að nafni kom til L. A. þann 15. sept- ember og gifti sig hér þann sama dag; brúðguininn var herra Roders sem hér að framan er nefndur. Líð- ur þeim hjónum ágætlega ems og nýgiftum hjónum ber að líða, og sýnist fara vel sainan ástalíf þeirra og blfðviðri Suður-Californiu; óska eg þeim svo til allrar hamingju og blessunar í framtíðinni. Hér er nýkomin mjög efnileg og myndarleg ungfrú frá Winnipeg, hjúkrunarkonan Halldóra Landie, ættuð bá Argyle; eg held að hún hafi komið hingað i skemtiferð og hafi búist við að hverfa aftur fljótlega. En þó hér sé heilsugott fólk, þá koma hingað margir meira og minna veikir frá austri og norðri, og þar fyrir megum við (ekki við því að missa til baka þær hjúkrunarmeyjar, sem hingað koma og f öðru lagi segja ógiftu L«- lenzku piltarnir, að hér séu langt of fáar»-'migar og fagrar íslenzkar stúlkur, og býst eg við að drengirn- ir viti hvað þeir segja, og af sögð- um ástæðum vona eg að þið í norð-austrinu fyrirgefið okkur þótt við sleppum ekki Miss Landi orða laust liéðan, ekki sízt, ef hún kynni að finna til þess sjálf, að hér sé hún stödd í mikið betri parti heimsins, en þeim sem hún kom f’á, og von- um við að hún verði hér að eilífu. f nóvember s. 1. kom hingað ung- frú Guðrún Steinson frá Alberta. Efnileg og ung stúLka, vinnur hér og býst við að gera Los Angeles að sínum framtiðarbústað: hún skil- ur glökt, að ekki sé ráð að sleppa ])ví bezta, sem hægt er að finna i þ&ssum heimi, ])á einu sinni sé bú- ið að ná í það. Snemma í þessum mánuði kom j hingað listitúr frá Stettler, Alberta roskinn maður, Magnús Steinsson, hann er faðir Miss Steinson, sem getið er um hér að framan, en son- ur Steins í StóruGröf í Skagafjarð- arsýslu. Var Steinn í StóruGröf orðlagður bóndi fyrir dugnað og hjálpsemi við fátæka. Magnús kom hingað til að heiinsækja dóttur sína, og eins til að skoða Los Angeles-iborg. Nú gerir hann róð fyrir, að flytja hingað alkominn eins fljótt og möguleikar leifa býzt við að sala á fasteign hans, þar sem hann á nú heima geti taf- ið fyrir komu sinni hingað. Nýlega fór hér f gegnum borgina ungfrú Vilborg Sigurdson frá Ar- gyle, Man., á leið til NorðurGaiif., þangað sem systir hennar býr. Mun Miss Sigúrdson hafa stanwað hér lítið, en bjóst við að koma hingað aftur og skoða sig þá betur um í borginni. Mikið höfum við hér f Calffomiu þróð komu þeirra hingað, pró- fessors Ágústs H. Bjarnasonar og séra Rögnvaldar Péturssonar. Þeg- ar við fréttum af þeim í Seattle, þá töldum við víst, að þeir myndu ekki fyrir nokkurn hlut missa af að fíkoða Californiu. Eg veit að við höfum mist mikið hér, að fá ekki tækifæri til að hlusta á þá snjöllu og gáfuðu ræðugarpa. Eg held, að þeir hafi einnig mist mik- ið að gefa sér ekki tækifæri til að skoða íegursta ríki Bandaríkjanna, og furðar mig það, þar sem þeir voru komnir svona nálagt því.# Mér finst það svipað, eins og ef ferðamenn frá fjarverandi heims- álfum kæmu alla leið til Ameríku til að skoða dýrð og mikilleik West Selkirk, en gæfu sér ekki tima tií að sjá Winnipeg. Eins ei að ferð- ast svona langt til að skoða Seattle, en koma svo hvorki til San Fran- cisco eða Los Angeles. Var eg því meir hissa með þessa menn, að þeir skyldu ekki koma suður, þar eð eg hélt þá bóða fróðleiks og feg- urðar dýrkendur. Nú er álitið að sé einn daufasti tími ársins hér í borg, því margir fara héðan til austur og norður rfkjanna yfir sumartímann, aðrir þyrpast að sjónum og aðrir til fjall- anna. En samt sýnist fólksfjöld- inn mikill og umferðin í borginni gífurleg, og alt verk sýnist halda á- fram með sama lífi og fjöri sem fyr. Og sýnist borgin halda áfram að stækka þótt margir fari í burtu um tfma, enda er álitið að byggingar- leyfi þetta ár muni fara um eða yfir 200 miljónir dollara. En sú upp- hæð alveg fyrir utan þær 311 mil- jónir, sem bæjarstjórnin hefur nú Ókvarðað til að nota til framfara borginni, og á mikið af bví fé að brúkast til að byggja undirgang á stræta krossingum og til að breikka stræti, einnig til að bæta hér höfn- ina og margt fleira, enda sýnist dá- lítið mega gjöra með þessa upp- hæð. Eg sé að það er um 14 miljónir Autos í öllum Bandarikjunum í brúki ,þar með talin flutningsbif- reiðar og mótorhjól og ein miljón af þessari tölu er aðeins í Calif.rík- inu, en helmingurinn af tölu þess- ari mun vera í Los Angcles-borg, enda kaupa menn sér bifreiðar hér til að koinast á til vinnu, og sér til skemtunar, þó þeir hafi litla pen- inga til að kaupa fyrir, og er þeim slíkt sízt lánandi, því borgin er af- ar stór og tekur oft langan tíma að komast frá einum stað í ann- an með sporvögnum, enda er spor- vagna samban^l hér afar slæmt, og langt á eftir tíma að öllu leyti, og virðist sem sporvagnafélögin ekki reyna að fylgjast með vexti boig- arinnar, en svo er líka vöxturinn mikill, að álitið er að í ágústmán- uði mun Los Angeles telja miljón íbúa. Eg veit, að ykkur dettur nú í hug, að spyrja: á hverju á all- ur þ^ési mannfjöldi að lifa, ef byggingarvinna kynni að minka? Því er kannske hart að svara, en eitt er víst, að nú er óðum verið að byggja allar sortir af verksmiðj- um, sem bæði auðfélög hér og auð- félög frá New York og Chicago og víðar að, eiu að, láta byggja og sýnast þeir miklu fjármálakongai giögglega sjá framundan hina miklu framtíð og framför Lo.s Ang: eles-borgar. Þann 11. þessa mánaðar var sagt, að búið væri að kaupa land fyrir 89 verksmiðjur, sem eigi þá fljót- lega að byggja og af þeim séu nú 42 byrjaðar. Þetta eitt hlýtur að gefa afarfjölda manna vinnu. Enda er margur farinn að sjá, að Los Angeles borg verði með tímanum stærsta borg þessarar heimsálfu. Er því einnig margt sem með því mæl- ir, þótt ekki sé ncma tíðarfar og loftslag, þá hefur það mikið að segja. Auðvitað liggja Austur-fylk- in betur við öllum innflutningi frá Evrópu löndunum, en svo fer það ekki að gjöra mikið til, því flutn- ingstæki batna altaf og fólk fei ekki að láta sig muna um að fara spottanum lengra, ef það sér tækifæri að komast þangað, sem því liði betur. Ekki heyri eg sagt, að aukist sið- ferði borgarinnar með fólksfjöld- anum, sagt (/ að liafi verið framin 1107 innbrot í iriaf mánuði í vor, og að þann sama mánuð hafi lög- reglan hér tekið 10,000 manns fasta. En þó hata verið hér miklar klag- anir á ferðum út at lögleysu, sem sumir lögregluþjónar fremja, bæði fyrir að taka mútur og fleira ljótt(> sem sagt er að þeir aðhafist fyrir peninga, enda ekki að undra, því tækifærin eru mörg og altaf marg- ir nýir í lögregluliðinu, sem kannske fara f það til að njóta þeirra *tækifæra, sem lögreglumenn hafa, ef þeir eru illa upplagðir, sem má búast við að geti átt sér stað. Síðan á nýjári þar til 1. júlí hafa verið stolnar bifreiðar upp á $2,200,- 000 hér í borg, og á sarna tíma hafa verið drepnir 307 manns af bifreiðaslysum i Los Angelses hér- aði. Fleira mætti tína til í fréttaskyni en svo er þetta bréf orðið nokkuð langt, og læt eg því staðar nema í þetta sinn, og bið Heimskringlu að færa góðkunningjum mínum í norð-austrinu mína bestu kveðju- 807 Cassatt Str. Los Angeles California, 26. júlí 1923. G. J. Goodmundson. Feriaminningar. Hér fer engin ferðasaga á eftir, þó að titillinn gæti bent í þá átt. En fyrir ýmsra hluta sakir lang- ar mig til að skrafa við fleiri um ýmislegt sem mér datt í hug og fyrir augu bar á nýlega afstaðinni ferð minni um Dala- og Stranda- sýslur. £g hafði aldrei fyr farið um norðurhluta Dalasýslu og Strandir. En áður hafði eg ferðast um flest- ar sveitir landsins, að undantekn- um aðallega SkaftafeMssýslum og Yest fjörðum. Eg hafði því aðstöðu til að bera saman kjör manna og búnaðarhætti f þessum héruðum og í fjölmörgum öðrum héröðum á landinu. Getur slíkur samanburð- ur orðið fróðlegur. ;Stradasýfíila og norðurhluti Dala eru yfirleitt heldur fáfarnar sveitir af utanhéraðsmönnum. Þau liggja úr helstu þjóðbrautum. Þessvegna inunu þau vers mörgum lítt kunnug. ' En méfe virtist svo margt eftir- tektarvert að sjá og heyra þarna nörður frá, svo margt sem beinlín- is gæti orðið til fyrirmyndar fjöl- farnari héröðum, að mig langar til að skrafa um það. Ferðasaga verður það cngin, eins og sagt var, heldur, “sundur- lausir þankar” og gripið á efni á vfð og dreif. Árgæskan. Rétt er að slá einn varnagla þeg- ar í byrjun. Eg var á ferðinni um mesta blómatima ársins, f miðjum júní- mánuði. Eg fékk yíirleitt ágætt veður. Mér var afbragðs vel tekið. Veturinn nýafstaðni hafði verið með afbrigðum góður. Slík aðkoma .hlýtur að setja svip á það, sem ber fyrir augu ferða- mannsins. Geta þeir sem vilja virt mér það til betri vegar, ef þeim finst eg líta björtum augum á hlutina. Til dæmis um árferðið vil eg fyrst geta þess að eg hefi margoft fárið yfir Holtav örðpheiði. Ea eg hefi aldrei séð hana jafnvel gróna og í þetta sinn. Til samanburðar má geta þess, að eg fór yfir Mos- fellsheiði fyrir fáum dögnin á leið til Þingvalla. Eg hefi aldrei held- ur séð hana jafriveJ gróna. Meðal hlunnindanna mörgu í Strandasýslu eru æðarv’arp og sel- veiði. Frostaveturinn mikla hrundi fuglinn unnvörpum og selurinn sömuleiðis. Varp og selveiði gekk mjög til þurðar. Nú er alt að kom- ast í blóma aftur og munar ekki minst um síðasta órið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.