Heimskringla - 22.08.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.08.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. ÁGCST, 1923. HEIMSKRINGLA ÍIM) Kmir M I hv«r|ui ■ft«rlki(l«ci Klgrendari THE VIKING PRESS, LTD. •Ot •( «65 9AHUBNT AVE, WIHHIPBO, Ttiatatlt AAU7 Tw« MtMu «r H.N irfuorin kotar- tot frrte (rtta. Alltr btrgulr IW rlbttatttl MtMtt. STEFÁN EINARSSON, riutjóri. H. ELIASSON, ráðsmaSur. Vtullkrltt til «1 HelmtkriiiKla New* *V Pnbllthlng: Co. Lessee of THH TIKItra PHIH, I*<«, Htl WH. Wta.ttrc. litt. Vtulthrm tU rHtlllr.u RBfTOH flBIMSKRIHGLA, Bti «« Wta.ttu. Mmm. The 'HeimskWngla” is printed and pnh- lished by Heimskrlngla New* a*4 Pubiishing Co., 853-885 Sargent Aye. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 22. ÁGOST, 1923. Sakirnar. Um fáa menn hefir blöðum orðið eins tíðrætt og dr. Alexander Meiklejohn. Eins og kunnugt er, var hann formaður Amherts- skólans í ellefu ár, en var nýlega vikið frá embætti. Hvers vegna? Hvaða syndir hafði hann drýgt, að hann þurfi að gjalda þeirra þann- Þó ótrúlegt sé frá að segja, voru brot hans fólgin í því, að maðurinn var frjáls- lindur í skoðunum. Já, svo frjálslindur, að Lögberg skrifar dálkslanga ritstjórnar-grein um byltingar- anda hans, fásinnu í að hafa gengið svo langt í breytingar-áttina, að engin hliðsjón hafi verið höfð af því, sem hagkvæmt var, Og blaðið minnir á Rússland, sem dæmi af hvað af slíku geti hlotist. Svo er myndin, sem Lögberg dregur upp af þessum manni, og það bregður henni upp fyrir almenningssjónir mönnum til alvarlegr- ar viðvörunar! En hver er nú þessi varasami maður? Hann er einn af fremstu mentafrömuðum heimsins, eftir ummælum dr. Frank Cranes að dæma. Skólann litla, sem hann hefir veitt forstöðu í ellefu ár, hefir hann hafið upp í tölu fremstu og eftirtekta verðustu skóla Bandaríkjanna. Ræðan, sem hann hélt í vor við uppsögn skólans, er ein sú fagrasta og göfugasta ræða, sem við slík tækifæri hefir verið haldin. Birtist hún í Heimskringlu 18. júlí s. 1., í þýðingu eftir séra Guðmund Árnason, og lesendur sjálfir geta dæmt um, hvort hér er ofmikið um hana sagt. Og að því er byltingar-andan snertir hjá þessum manni, má lýsa honum með orðunum: “Sýnið trú yðar í verkuné um”. Hann minnir Bandaríkin hógvært. en alvarlega a það, að um lýðfrelsi geti ekki verið að ræða hjá þeim, eins lengi og hug- sjónirnar um sérréttindi fárra, auðstöður og þjóðfélags-klíkur séru eins ríkjandi og nú er; það standi sannri mentun fyrir þrifum. Það, sem háleitt sé, og fagurt og réttlátt bíði tjón við það. Hugsjónir þeirra, sem lyfta vilja mannkyninu á hærra stig, geti ekki sézt í verkunum. Það er mergurinn í stefnum þessa manns, sem Lögberg varar menn við. “Skólanefndin vék honum frá embætti vegna þess, að hún áleit hugsjónir hans ó- framkvæmanlegar, nema með því, að um- turna núverandi skipulagi”, segir blaðið., En þess er ekki getið, að maðurinn, sem síðastliðin þrjú ár hefir kappsamlegast unn- ið að því, að reka Meiklejohn frá embætti og var nú sem fyr, forkólfur þeirrar tilraunar, var Dwight Morrow, einn af kumpánum J. P. Morgan auðsamkundunnar. Þar voru menmrnir, sem ekki gátu umborið frelsis- og mentamála-stefnu Meiklejohns. Lögberg var nógu þefvíst til að sjá það um leið og það fór að leggja til þessara mála. Um and- mælin gegn athæfi þessara manna, er ekki getið í Lögbergs-greininní heldur. En sex kennarar skólans sögðu embættum sínum lausum, er- Meiklejohn var vísað frá skólart- um, og tólf námsmenn neituðu að taka burt- fararpróf'vegna gerða skólaráðsins. Og að- stoðar-ríkisstjóri, George R. Lunn, í New York ríkinu, sagði daginn eftir afsetninguna þessi orð í ræðu er hann flutti, og sem var tekið með dynjandi lófaklappi: — “Er það tímabil nú þegar runnið upp A Bandaríkjunum, að peningavaldinu sé feng- ið í hendur stjórn og tilhögun mentamál- anna? Eftir engu er nú eins sózt og frelsi og jafnrétti, bygðu á mannúð og mentun. Fyrir þrem árum sagði maður mér, sem kunnugur var innan vébanda Wall-Street — auðsamkundunnar, að dr. Alexander Meiklejon væri fordæmdur, að auðsvaldið væri staðráðið í því, að hrekja hann frá stöðu sinni við Amherst-skólann. Og það er eftirtektavert fyrir þetta land, að Dwight Morrow, félagi J. P. Morgan, skyldi vera andlegi forkólfurinn í því að svifta þjóðina leiðsögn eins síns kærasta og aðdáunar verðasta andlega leiðtoga — Alexanders Meikejohn — hámentaðs manns, óviðjafn- anlegs kennara, guðelskandi og kristins manns, þess manns, er þeim hugsjónum hélt að Bandaríkja þjóðinni, er hún nú frekast þarfnast. Að hann er rekinn frá embætti sínu, gengur glæpi næst. Það er högg, sem reitt er til höfuðs heilbrigðri, frjálsri upp- fræðslu í Bandaríkjunum.” Á ummæli þessu lík má benda í þúsunda- tali um þennan mann, sem verið er að fræða íslenzka lesendur um, að sé vanhygginn byltinga eða æsingamaður. Walter Lippmann, alkunnur rithöfundur, segir í blaðinu “New York World” þetta meðal annast: — “Á nemendur sína hafa fáir eða engir* kennarar haft slík áhrif og Alexander Meikle John. I hópi námsmanna eru þeir algerlega sérstakir, svo lifandi, sönn og heilbrigð er mentun þeirra og hugsana heimurinn sól- skinsríkur, frjór og víður og frjáls. Ákjós- anlegri æskuleiðtoga er ekki hægt að hugsa sér. En hvernig leiðtogi var hann hinna fullorðnu? Slæmur, eftir því sem nú er komið í ljós af málunum við Amherstskól- ann. En fullorðnir menn eru oft — eins og allir vita — dálítið blindir! ” Hvað sem annars er um þetta mál sagt, dylst það engum, er kynnir sér það, að það voru Wali-Street auðmennirnir, sem Meikle- , john ráku frá embætti — sömu mennirnir, * og standa háum hugsjónum í vegi, sömu mennirnir og fræðslu berjast á móti, vegna þess að hén getur skert auðsafns-kenningu þeirra, sömu mennirnir og alþýðufrelsi og jafnrétti hata, vegna þess, að þá vantar eina að sitja að frelsinu og réttindunum; sömu mennirnir og með peninga-valdi sínu gera heiminn að mæðu- og táradal fyrir fjöldan, en skoða sér einum úthlutuð gæði hans. Það eru mennirnir, sem þannig hugsa, sem j gleðjast nú yfir því, að menta-frömuðurinn dr. Alexander Meiklejohn fær nú ekki beitt sínum góðu áhrifum fyrir lýðinn og upp- vaxandi kynslóðina við Amherst-skólann. En “óvinafagnað” má það kalla og hefði Lögbergi verið betra, að vera utan við hann. Óvinur rómantízku- stefnunnar. Irvin Babbitt er maður nefndur. Hann er prófessor við Harvard háskólan. Franska og frakkneskar-bókmentir eru aðal kenslu- grein hans. Bækur hefir hann nokkrar skrifað. Hin síðasta er kom út eigi alls fyr- ir Iöngu heitir “Rousseau and Romanticism”. Ræðst hún hlífðarlaust á rómantízku-stefn- una. Hefir bókin sætt afarmiklu umtali í blöðum og ritum bæði á Englandi og í Bandaríkjunum. Einn ritdómaranna Stewart P. Sherman prófessor við háskól- ann í Illinois, segir um hana, að engin bók, sem skrifuð hafi verið vestan hafs, knýi menn eins til að hugsa og hún geri. Á helztu atriði hennar gæti því verið bæði gagn og gaman að benda. En það er erfitt í stuttu máli. Sérstaklega þó vegna þess, að höfundurinn hefir áður skrifað þrjár bækur um sama efnið. Kom sú fyrsta út árið 1908. Laut hún að því, að sýna fram á hvernig rómantízka sefnan ylli hnign- un í bókmentum og uppeldismálum í Banda- ríkjunum. Aðra bók gaf hann út árið 1910 og benti hann þar á veikleika manna í því að greina á milli þess er sönn list væri og þess er ekki væri nema stæling. Árið 1912 skrifaði hann bók um bókmentastefnu Frakka á 19 öldinni. Eru þessar bækur ail- ar fyrir-rennarar þeirra skoðana, er í síðustu bók hans eru birtar, og lúta að því, að sýna fram á, að rómantízka stefnan sé stærsta mein þessarar aldar og standi andlegri þrosk- un og framförum fyrir þrifum. Prófessor Babbitt viðurkennir það um leið og hann byrjar árás sína á rómantízku stefnuna, að það sé við atriði að glíma, sem afar djúpar rætur eigi í mannlegu eðli. “Hugsjónir óþroskaðra manna hafa ávalt og á öllum tímum”, segir hann, “verið róman- tízkar .Mannkynið hungrar og þyrstir eftir því, sem æsir, hrífur eða ögrar. Öll börn, flest kvenfólk og mikill meiri hluti karl- manna, hafa ávalt og verða ef til vill á- valt rómantízk.” Innan vissra takmarka skoðar höfundurinn rómantízku stefnuna á- kjósanlega og nauðsynlega. En hún hefir eftir hans skoðun gengið svo langt á síðustu tímum, að sjá ekki fótum sínum for- ráð og hefir verið blönduð öðrum stefnum eins og því t. d., að taka sér náttúruna sem mest til fyrimyndar og kalla það svo, að þeir séu börn hennar, er þeirri stefnu fylcja. “Öfgarnar, sem menn hafa lent tit í með slíku ögra nú því, sem er undirstaða sjálfs þjóðféiagsins”, segir hann. “Meðvitundinni um ábyrgð hefir verið ítt til síðu fyrir kröf- unum um það, sem æsir og gagntekur menn. Siðferðis hugsjónin hefir sljófgast. Og svo höfum við kórónuna á heimskuna, seril af þessu sprettur, þar sem stríðið mikla er. Aldrei höfum við séð óráðið óforsjálna, og æði huga vors betur í nokkrum spegli, en þeim sem bregður fyrir sjónir vorar frá síð- asta stríði, þar sem af líf og sál er unnið að því með öllum fullkomftustu vísinda-tæ'kj- um nútíðarinnar, að gera heiminn að helvíti fyrir mennina að búa í. Það hugarástand, er ekki á marga fiska sem umber annað eins og finst jafnvel að það svali með því ein- hverri þrá, sem í huganum býr.” Babbitt heldur fram eins og Emerson, að manninum séu tvö lögmál gefin að fram- fylgja. Annað snertir manninn sjálfan, en hitt h'lutina í kring um hann. En í því er stóra villan fólgin, segir hann, að þessa er ekki gætt og svo er stöðugt verið að reyna að sameina hugsjónalíf mannsins og eðli þess, lögmáli hlutanna eða náttúrunnar. Og vegna þess, að sá veldur altaf miklu sem upphafinu veldur, er Babbitt óvæginn í dómi sínum um Roussean — höfund róman- tízku stefnunnar. Hann skoðar sem hann hafi ekki gert sér þessa réttu grein fyrir hug- sjónalífi mannanna, sem hann sjálfur álítur óbrigðula. Guðspjall hans, segir hann vera það, að menn eigi aftur að snúa sér að nátt- úrunni. 1 bók sinni “Social Contract” byrjar Rousseau með orðunum: “Maðurinn er fæddur frjáls en er þó alstaðar í hlekkj- um.” Þar segir Babbitt, að hann leggi náttúrufræðisheimspeki sína til grundvallar í skipun þjóðfélagsmála. I “The New Helö- isa” og í “Confessions” (játningum) hefir Rousseau holdlegar ástríður upp til skýanna. Og í “Eimile” ver hann eðlis-dygðir barna. Hann hallast alstaðar að því að skoða dygð- ír þroskaðrar sálar hinar sömu og hvatir mannsins á frumstigi sínu. í fótspor Rousseau hafa svo mörg af átrúnaðargoðum og augasteinum manna á skáldskapar og bókmentalega vísu gengið. Og þeim vill Baibbitt öllum hrinda úr há- sæti sínu. Eru þar á meðal Shelley, Worcjrt Worth, Whitman, Lowell, Browning, Blake, Byron, WSlde, Ruskin, Poe, Hugo, Nietzsche, ! 1 olstoi, Bergson og MeaterlinkJ Veígrlar hann sér ekkert við að kalla þessa menn einn í sem alla fals-spámenn. Guð segir hann, að J þeir setji í samband við nautnir og óhóf og skemtanir. Og hverjar verða hmar æðstu skyldur mannsins með svona stefnu fyrir leiðarstein? spyr hann. Nokkra af þeim er heilbrigðum stefnum fylgja nefnir hann. Eru þeirra á meðal Búdcflia, Confucius, Kristur og Aristótel. Þeir eru boðberar þess siðalögmóls, er maðurinn þarf að fylgja til þess að þroskast. Gyllingin, sem sett er á rómantízku- stefnuna, virðist í fljótu bragði fögur, segir Babbitt. Og þessvegna eru áhrif hennar ó- takmörkuð. En þau áhrif lúta oftast að því, að skapa óhollar hugsjónir, og stefnu hjá mönnum, og leiða í raun og veru mann- kynið til baka. Á daglega sviðinu nefnir hann ótal dæmi þessu til sönnunar. Eitt dæmið, er það, að fólk geri sér svo háar vornir um hjú-skaparlífið, að ómögulegt sé að þær rætist. Af því l^Íi svo vonbrigði, óánægju, hjónaskilnaðí — og yfirieitt mis- skilning á lífinu og sorg, sem oft sé svo reynt aðdrekkja, með því, að sökkva sér of- an í dyflisu siðleysis. Skáldskaparlist þessara manna viður- kennir BaMjitt fyllilega. I sjálfu sér nær sökin ekki til þeirra nema að því, er skáld- skapar-stefnuna snertir og hin veikjandi á- hrif hennar er þeim óljóst um, og öðru vísi en ósjálfrátt nær því ekki til þeirra. Að þessu athuguðu virðist aðal-gallinn að skoðun Babbitt á rómantzku stefnunni sá, að hún haldi sér of mikið að eðlis-ein- kennum eða hvötum þeim sem á frumskeiði mannsins ber mest á. En eftir að hugsana lífið sé þroskað, beri minna á þessum hvöt- um, og þá taki alt annað lögmál við; og það lögmál eða hvatir mætti segja, er það sem íyf.t hefir og Iyfta mun manninum á hærra stig. Það er þroska-skilyrði hans. Það er ekki nóg, að vitna í náttúruna. Maður- inn er sjálfur skapandi afl. Það afl hans stjórnast af viti hans og verður að gera það, ef sanns þroska á að verða auðið. Heim- spekin og trúin, sem menn segja að eigi ræt- ur að rekja til rómantízku stefnunnar, eru af þessu sálar-afli mannsins sprotnar og stjórnast því af alt öðru og æðra og mann- inum eiginlega afli, en rómantízku-stefn- unnar. Það er hindurvitna átrúnaðurinn og óskynsamlegar hugmyndir og hégiljur alls konar, sem frækorn rómantízku stefnunn- ar má telja. Andmæli gegn þessari skoðun Babbitt, hefir lítið enn orðið vart, en eflaust eiga þau eftir að koma fram; svo ótrauða-fylgj- endur á rómantízka-stefnan bæði vísvitandi og óafvitandi. Kvittun. Eg hefi verið íjarstaddur úr bæn- um um hríð, og hefi þessvegna ekki fyr en nú, haft tækifæri tii þess að svara ‘‘Málalokum” sára Adams Þorgrímssonar í Lögbergi 2. ágúst s. i. En eg vil ekki alveg lát-a það undir höfuð leggjast, þó dálítið sé frá liðið. Mér finst ekki, að þessum skrifum okkar sr. A. Þ. megi ljúka svo, að eg þakki honum ekki fyrir. Eg er orðinn töiu- verðs margs fróðari, heldur en eg var, er hann hóf að “ávíta” mig. Fyrst og fremst hafa bæði eg og aðrir lesendur blaðsins, sem hann hefir skrifað f, fengið vitneskju um að hinu lúterska kirkjufélagi er þó að þokast dálítið áfram, þrátt fyr- ir hinn einiæga vilja á því, að standa í stað. í>á vitneskju fengu menn þegar í fyrst.u grein hr. A. Þ. Þar afneitaði hann hinum orþó- doxa skiiningi kirkjudeiidai-innar á þessu efni, sem við höfum rætt um, altarissakrarmentinu. Og hann hefir enn ekki verið rekinn. Þetta er alveg óvænt og gleðileg fram- för hjá félaginu. Þá verð eg að þakka fyrir hvað hr. A. Þ. gerir sér f síðustu grein sinni mikið far um, *að menn fái skiiið mína bágbornu og óljósu ís- lenzku. Það er vitaskuld engu síð- ur þakkarvert, þó tilefnið hafi ekki verið neitt. Mér vitanlega hefir enginn misskilið neitt í þessari margumræddu ræðu minni fyrir þá sök, að hún væri ekki nógu Ijóst orðuð. Mér hefir aldrei dottið í hug, að hana mætti ekki orða bet- ur. En sé 'ekki verið að ieiðrétta íslenzkan þrófstíi, þá er gjörsam- iega áistæðulaust að hengja hatt sinn á þeirri setningu, sem hr. A. Þ. gerir svo mikið veður út af. Og hvað þá viðvfkur, að ekki sé hægt að segja á íslenzku, að “hætta sveiflist á milli tveggja öfga”, þá er eg áreiðanlega ekki einn um það, að geta ekki komi.ð auga á, i hverju yfirsjónin sé fólgin. Eg hefi sagt, að hætta gæti af þessum sið stafað. Á þeirri hættu eru tvær hliðar. Annarsvegar er Scylla vit- leysunnar, og hinsvegar er Carybd- is hræsnimar. s Þá þykir mér vænt um þá nið- urs'töðu séra A. Þ., að vér verðum, er vér kveðum upp dóm í öðru eins máii sem þessu, að reyna að gera oss far um, að sá dómur verði í samræmi við kenningar Kriets, eft- ir því sem vér getum frekast gert oss þeirra grein. Eg er þessu alveg sammála. En séra A. Þ. reynir að láta líta svo út, sem aðalmunurinn á stefnu Sambandss.afnaðar og hins lút. kirkjufélags sé sá, að hið síðar- nefnda hviki aldrei frá kenningu Krists, en bæði eg og söfnuður minn “óhlýðnist boðum Jesú og vé- fiengi hann”. Ofurlítið gætilegar finst mér þessi vandlætari og ávít- ari hefði gjarnan géta farið í sak- imar. Það þarf mjög mikinn ókunnugleika á kristni-sögu íslend- inga hér í landi, eða óskamrnfeilni, tii þess að fullyrða, að þetta kirkjuféiag hafi aldrei vikið frá kenningu Jeeú. Og dálítið hæpinn (Staðhæfing er, að Sambandssöfn- uður hafi þá stefnu að “óhlýðnast boðum Jesú og véfengja hann”. Sé það ekki staðhæft, þá er það að minsta kosti gefið í skyn. Oig um mig er það fullyrt, að eg sé að líkja mér við .Tesú, þó eg haldi því fram, að eg sé í samræmi við hann í skoðunum mínum á þcssu máli, sem nu hefir verið deilt um um hríð. Ef séra A. Þ. hefir ekki roðnað er hann las þessi orð eftir si.g á prenti í viðlesnu blaði, þá hlýtur hlygðunar-tilfinningu 'hans að vera öðruvísi farið en annara manna heilbrigðra. Nema eitthvað annað sé að. Séra A. Þ. ílytur fólki sfnu ræður hvern helgidag. Eg geri ráð fyrir, að hann telji kenningar sínar í þeim ræðum vera í sam- ræmi við Jesú. En dragi hann af því þá ályktun, að hann sé Jesú jafn eða iíkur, þá er hann kominn svo langt frá skynsamlegu viti, að komið er langar leiðir út yfir alla venjulega geðveiki. Það sálar- ástand getur maður ekki ætiað séra Dodd’s nýmapillur eru bezta nvmameðaJið. I^ækna og gigt. bakverk, hjartabilun( þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr_ * Í2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- «*m eJSa frá The Dodd’s Medktes Co., Ltd., Toronto, OnL A. Þ. Ekkert verður .eftir til þess, V að skýra þessa einkennilegu fjar- stæðu heldur en að hún sé ein af fleiri tilraunum til þess að gera mig sem allra iíkastann blökku- manni í augum alþýðu. En sórna- tilfinningin virðist ekki vera svo viðkvæm, að það sé talið skifta neinu máli hvernig því marki verði náð. ' ,rA En hverjar voru skoðanfr Jesu A altarissakramentinu? Þær vonr blátt áfram engar, því að á hans dögum var ails ekkert tii, sem heit- ið gæti því nafni. Það varð ekki til fyr en löngu eftir hans daga. Hann hefir aldrei fyrirskipað neiitt altarissakramenti. Orðin, sem haim mælti til iærisveina sinna við hina sfðustu samefginlegu máitíð þeirra eru með öllu óskyld þeirri merk- ingu, sem lengst af hafa verið £ þau lögð, bæði innan kaþólskrar og lúterskrar kirkju. Altarissakra- mentið innan þeirra kirkjudeilda er arfur frá heiðnum fómarmynd- um, eins og friðþægingarkenning- ar þeirra hafa einnig verið. Jesú,s hefir aldrei haldið fram neinní. friðþægingarkenningu er líkiist þeirri, er drotnað hefir í kirkjunni í margar aldir. Þar fyrir segi eg: ekki að þessi siður—altarisgangan— hafi verið með öllu gagnslaus fyr- ir kristna menn. Hann hefir oft og víða gert gagn. En hann hefir ekki gert gagn fyrir þær kenningar, se^m kirkjan hefir flutt um hann, heldur má öllu frekar segja, að nytsemina, sem menn hafa af hon- um haft, hafi þeir hlotið þrátt fyrir keimingar kirkjunnar. Alþýða manna hefir svo þráfaldlega verið. heilbrigðari og skynsamari ea kennimenn hennar. Og um íslenzka aljiýðu hefir svo farið, að ]>að virð- ist hafa verið sérstaklega ein heil- brigð hugmynd, sem hún hefur bundið við þennan sið. Um lang- an tíma hefir sú hugsun ríkt hjá. fjölda fsiendingum, er stund hafa lagt, á altarisgöngur, að það sem mest á riði við undirbúninginn fyri.r þá athöfn, væri að þeir bæru fullkominn friðar og fyrirgefning- arhug til allra manna. Að öðrum kosti famst þeim þeir neyta máltíð- arinnar “óverðugir”. Það er þessí fagra hugsun, sem valdið hefir l>ví, að siðurinn hefir orðið inörg- um svo mikils virði, en í raun og veru á hún ekkert skylt við sakra- menti kirkjunnar. Og hinsvegai- hefir langm&stur hluti inanna tek- ið Jiátt í þessu af J>ví einu, að l>að var siður, þeir fylgdust með af hugsunarleysi, eða af rótuin þeirr- ar jafngömliu ímyndunar og mann- kynið sjálft *er, að þeir ynna séra velþóknun og helgi guð« með því að hafa um hönd ytri trúarsiði hvað sem eiðferðislífi eða þroska þeirra sjálfra liði. Þessi “verk- helgi” er enn við líði. Hún er skað- legasta liindurvitnatrú, sem til er, á hvern hátt, sem hún birtist. Það var eitt af þvf, sem Jeeús gerði sér mest far um .að kveða niður, og það var fyrir árásimar á þetta, eem liann var tekinn af lífi. Kirkj- an hefir verið merkilega blind á þessa hlið starfsemi hans og pré- dikunar, en ©g tel mér það ekki til vansaqimdar þó eg sé ekki al-blirul- ur. Ragnar E. Kvaran. ----------XX----------

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.