Heimskringla - 22.08.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.08.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. ÁCtST, 1923. “Viltu gera svo vel,” sagði Sidney og rétta mér henchna eða spítu eða eitthvað, því eg er hrædd um að eg drukni, ef áin skyldi vaxa.” K. Le Moyne hló ekki þegar hann snéri sér við og sá hana. Hann fór út á klettinn og lyfti henni upp úr vatninu. Steinninn var hátt og ómögulegt að fóta sig utan á honum, en K. var mjög sterkur, þótt hann væri grannur. Þau stóðu bæði á steininum og reyndu að halda jafnvæginu. . ! “Er þér kalt?” “Nei, hreint ekki, en mér líður mjög illa. Það er víst ósköp að sjá mig”. Svo mundi hún eftir kurteisisreglum. }>eim, sem giltu á “strætinu.” “Eg þakka þér fyrir að hafa bjargað mér,” sagði hún. “Það var í rauninni engin hætta á ferðum, nema — nema að áin hefði vaxið.” Svo hló hann hjartanlega. I fyrsta skifti á mörgum mánuðum, ef til vildi. Hann hristist af hlátri, en ryendi að bæla hann niður, er hann sá, að henni mislíkaði það, og gat loks gert sig furðu al- varlegan með því, að horfa stöðugt á árbakkann. “Þú vildir, ef til vill, fylgja mér til hótelsins, þegar þú ert búinn,” sagði hún rólega. “Eg er viss um, að eg þarf að láta þvo og járnbera hverja- spjör af mér.” Hann studdi hana með mestu varfærni. Pilsin flæktust um fætur hénnar og skórnir voru þungir og fullir af vatni. Hún studdi sig við hann og horfði á vatnið fyrir neðan sig. Honum hvarf alt glens úr huga, er hún snerti hann, og hann studdi hana varlega og mjúklega, rétt eins og maður fer með einhvern mjög dýrmætan hlut. 6. KAPÍTULI. Doktor Max Wilson skar upp sjúklinga á spítal- anum þennan sama dag. Þetta var einn af hans dögum; hann gerði sex uppskurði. Ein af breyt- ingum þeim, sem hann hafði komið á, var sú, að láta helstu uppskurðina fara fram um miðjan síðari hluta dagsins í staðinn Jyrir snemma á morgnanna. Honum gekk eins vel síðari hluta dags, — taugar hans voru óbilandi og þótt hann reykti ótölulegan fjölda af vindlingum, varð hann ekki vitund skjáif- hentur. Og honuifi var lila við að fara snemma á fætur á morgnana. Það var orðinn vani fyrir spítalalæknunum, að vera viðstaddir, er doktor Wilson gerði uppskurð. Aðferð hans var ágæt, en aðferðin ein er ekki nóg til þess, að skurðlæknir fái orð á sig. Wilson gat sýnt að lækningar sínar hepnuðust vel. Jafnvel stéttarbræður hans urðu að kannast við, að þær hepnuðust vel. Og hvergi er meiri öfund heldur en meðal skurðlækna. Uppskurðunum var lokið þennan daginn. Síðasta sjúklingnum hafði verið ekið út úr lyftivélinni. I uppskurðarstofunni var alt á rúi og strúi — þurkur láu til og frá, smáborð með uppskurðarhnífum og öðrum áhöldum, og ílát með sjoðandi vatm í til hreinsunar voru hvað ínnan um annað. Spítala- þjónarnir voru á þönum við að bera út línföt og hella úr skálum. Við eitt borðið voru tvær hjúkr- unarkonur að hreinsa áhöld og láta þau í glerskápa. Sáravökvarar voru tæmdir og svampar taldir og markaðir niður á skrifaðan lista. Mitt í öllum þessum ruglingi stóð Wilson læknir, og var að gefa læknisnemanum, sem stóð hjá hon- um síðustu skipanirnar. , (Hann þvoði hendur sín- ar og handleggi með litlum busta um leið og hann talaði, og smáslettur af sápufroðu fuku á gólfið, sem var lagt með glertiglum. Orð hans voru mjög skýr 9g ákveðin. Það var sagt í spítalanum, að taugar hans væru sem úr stáli; hann var ekki minstu vitund eftir sig eftir dagsverkið. Læknanemarnir tilbáðu og óttuðust hann. Hann var réttsýnn, en sýndi enga miskun. Að geta unmð svona látlaust, með þessari vissu og svona öruggu handtaki, var aðdáunarvert; og þar að auki að vera fagur eins og grískur guð! Wilsons eim kenninautur var serfræð- ingur í kvensjúkdómum, sem hét 0 Hara. Honum hepnuðust uppskurðir sínir líka mæta vel; en hann svitnaði og bölvaði við uppskurðarborðið, var ekki mjög varkár með sárahreinsun; og vaj, Ijótur eins og gorillá-api. Það hafði verið mikið að gera þennan dag og hjúkrunarkonurnar í uppskurðarstofunni voru þreyttar. Tvær eða þrjár stúlkur, sem voru að byrja, og ein fullnuma hjúkrunarkona voru sendar til þess að hjálpa til að hreinsa til. Wilson leit á hjúkrunarkonuna um leið og hún fór fram hjá hon- um. “Þú ert þá komin hingað, Miss Harrison,” sagði hann glaðlega. “Hafa þeir sen,t þig hingað á eftir f -v*» mer? Stúlkan svaraði blátt áfram í fáum orðum; hún vissi að allir, sem innj voru höfðu augun á henni: “Eg á að vera í skrifstofu þinni á morgnanna, hluta dagsins.” doktor Wilson, og hvar sem mín þarf með síðari “Og hvað er mið sumarleyfið ?” Eg tek það, þegar Miss Simpson kemur hingað.” Hann fór að tala við læknisnemann aftur, en samt heyrði hann skóhælana hennar tifa á gólfinu. Hann hafði tekið eftir því, að hún roðnaði, er hann yrti á hana. Löngunin til að tefla á tvær hættur, sem lá faiin í huga. hans, kom upp á yfirborðið. Hann fylgdi henni á eftir, þegar hann var búinn að skola sápuna ai höndunum á sér, með þurkuna í hendinni. Hún stóð og var að tala við umsjónar- konuna yfir hjúkrunarkvennaskólanum. “Þakka þér kærlega, Miss Gregg,” sagði hann. “Það gekk alt ágætlega.” “Mér þótti mjög slæmt með garnaseymið. Við höfum aldrei nein vandræði með það sem við búum til sjálf. En með alla þessa uppskurði — Hann var í góðu skapi og var ekki að setja fyr- ir sig smámuni. Hann brosti til Miss Gregg, .sem var farin að eJdast og hærast, en sem auðsjáanlega var á hans valdi. ‘ Það gerir ekkert til. Þetta er í fyrsta sinn, sem það hefir komið fyrir, og það verður náttúr- lega það síðasta./ “Listinn yfir svampana, doktor.” Hann leit á hana og tók nákvæmlega eftir havð margir svampar höfðu yerið undirbúnir, notaðir og skilað aftur. En hann tók eftir hverri hreyfingu stúlkunnar, sem stóð við hliðina á Miss Gregg. “Þetta er ágætt.” Hann rétti henni listann. “Skrambi lagleg stúlka, sem eg kom með til þín í gær. Tvær ofurlitlar hrukkur sáust á milli dökkra augabrúnna á Miss Harrison. Hann sá það, sá 'íka hið alvarlega augnaráð hennar. Það skemti honum og æsti hann. “Hún er mjög ung.” “Mér þykir betra að þær séu ungar,’ sagði doktor Max. “Þær eru viljugar að læra á þeim aldri. Þú verður að líta eftir henni samt. Læknanem- arnir verða utan um hana eins og flugur og gá ekki að því sem þeir eiga að gera.” Miss Gregg var á báðum áttum. Elún Iét sér á- valt fátt til finnast um læknanema og ungar stúlk- ur, sem voru að byrja hjúkrunarnám fundu ekki náð í hennar augum; en á móti þessum tilfiningum var hollusta hennar við hinn ágæta unga lækni, sem var óðum að ná yfirráðum yfir öllum spítalarvum. Það var efablendni í augnaráði hennar er hún var kölluð burt til þess að sinna einhverju við hreinsunina. Wílson varð einn eftir hjá Miss Harrison. “Þreytt?” Hann talaði í þessum þýða, næst- um viðkvæma róm, sem ýfirbugaði flestar konur og gerði þær að þrælum hans. “Ofurlítið —- það er heitt!” “Hvað ætlarðu að gera í kvöld? Nokkrir fyrir- lestrar?” Fyrirlestrunum er lokið í sumar. Eg fer fyrst til bæna og svo upp á þakið til þess að fá ferskt loft.” “Það var gremiublær í röddinni. I áheyrn hinna hjúkrunarkvennanna stilti hún sig vandlega. Það leit út sem þau væru að tala saman um starf- ið fyrir næsta dag í skrifstofu hans. “Handaáburðinn, ef þú vilt gera svo vel. Hún hlýddi, kom með áburðinn og helti hon- um í lófa hans. Efnauppleysingarnar í uppskurðar- stofunni fóru illa með hörufidið, Iæknarnir, eink- um Wilson, báru óspart græðandi áburð á hendurnar á sér. Augu þeirrar mættust aftur yfir áburðaglasinu. I þetta skifti brosti hún ofurlítið. “Getur þú ekki brugðið þér út í kvöld, tíl þess að kæla þig aftur lítið. Eg skal hafa bifreiðina til staðar hvar sem þú vilt. Hvað segirðu um það, að létta þér ofurlítið upp í bifreiðinni og hafa svo kvöldverð á eftir. Þú gætir komist út klukkan sjö. “Miss Gregg er að koma!” Hún fór burt með flöskuna eins og ekkert væri um að vera. Fólkið sem var að vinna kom á milli þeirra, eins og hafalda. Læknisnemi kom með skrá yfir það sem þurfti að fá og rétti að Iækninum; þeir sem áttu að þvo gólfið voru komnir og biðu þess að allir færu út. Það leit út fyrir að* Wilson mundi ekki ná í tækifæri til þess að tala við ungfrú Harrison aftur. En hann hafði slægð karlmannsins, sem leitar á. Allir horfðu á hann er hann gekk að dyrunum á klæðaherberginu, þar sem hann ætlaði að skifta um hvítu fötin og fara í útiföt, og hann talaði við hana mitt á meðal allra hinna hjúkrunarkvennanna. ‘Utanáskrift sjúklingsins, sem eg var búin að gleyma, Miss Harrison, er hornið á Park og Elling- ton stræti.” “Þakka þér fyrir.” Hún lék þennan leik vel og lét sér ekki bregða hið minsta. Hann dáðist að því, hvað hún var róleg. Hún var falleg, á því var enginn vafi; og henni stóð ekki á sama um hann. Móðgunin, sem hann hafði orðið fyrir nokkrum kvöldum áður, var alveg hætt að svíða' í honum. Hann fór blístrandi inn í klæðaherbergið. Um leið og hann fór inn varð honum litið framan í læknis- nemann. Þeir skildu hvor annan. Læknisnem- inn glotti. Herbergið var ekki tómt. Bróðir hans var þar, og var að hlusta á 0’ Hara, hinn vingjarnlega keppi- naut hans. “Vel gert, drengur minn!” sagði 0’ Hara og klappaði með loðnri hendinni á öxlina á honum. “Síðasti uppskurðurinn var hreinasta snildarverk. Eg er upp með mér af þér, og hann bróður þinn hérna ræður ekki við sig fyrir monti. Það var Edwlardsrfiðferðin, var það ekki?, Eg sá þetta einu sinni gert í klíníkinni hans í New York.” « “Þykir vænt um, að þér líkaði það. Já,, Ed- wardes var kunningi minn í Berlín, þegar eg var þar. Ágætur læknir og allra bezti náungi vesaling- unnn. / “Það eru ekki þrír menn til í öllu landinu, sem hafa taugar og hönd til að gera það.” 0’ Hara fór út hæstánægður yfir göfuglyndi sínu, en undir niðri með nagandi öfund í hjarta sínu — ekki sjálfs sín vegna, heldur vegna stöðu sinnar. Þessir ungu náungar, sem engum hefðu fyrir að sjá og gætu farið yfir til Evrópu og komið aftur með alt, ^em nokkurs virði væri að hafa, þeir gætu skar- að fram úr eldi mönnunum. Ekki svo að skilja að hann kærði sig um að hafa skifti; nei, síður en svo. Doktor Ed stóð og beið meðan bróðir hans hafði fataskifi. Hann var fremur þögull. Hann hafði margoft óskað þess, að móðir þeirra hefði lifað', til þess að sjá, hvernig hann efndi loforð sitt úm að “gera Max að manni” Og hann óskaði þess nú. Hann þakkaði sér ekkert orðstýr þann, sem Max fékk — en hann vildi, að hún hefði getað vitað að alt gekk vel. Hann átti mynd af henni, sem hekk yfir borðinu í skrifstofunni hans. Stundum datt honum í hug, hvað hún mundi hafa sagt um skeyt- ingarleysi hans í samanburði við þessa alveg fram- úrskarandi reglusemi hiá Máx — um töxkuna til dæmis, með hálsgjörðinni af hundinum í, og fleira þesskonar. Og þá hét hann því ávalt með sjálfum sér að hremsa til í töskunni. “Eg held að það sé bezt að eg haldi áfram,” sagði hann. “Kemur þú heim til að borða?” “Eg held ekki, eg — eg ætla að skreppa út úr bænum og borða þar sem er svalara. ” “Strætið” var alræmd hitahoia á sumrin. Þegar doktor Max var nýkominn heim frá Evrópu og dok- tor Ed var að selja eitt eða tvö skuldabréf, sem hann hafði komist yfir með mestu erfiðismununum, til þess að kaupa það*sem þurfti með af skrifstofugögn- um fyrir skrifstofuna niðri í bænum, þá höfðu bræð- urnir stundum farið með strætisvagninum og borðað kvöldverð í White Springs hótelinu. Það höfðu verið skemtilegir dagar fyrir eldri bróðurinn. Það hafði verið tilbreyting fyrir hann í hans viðburða- snauða lífi, að heyra Max nefna hiklaust nöfn, sem hann hafði lesið með óttablandinni virðingu og borið rangt fram alla sína deiga — “gamli Stein- metz” og “Heydenreich, asninn sá”; eða að heyra um það, sem helst var skrafað um meðal læknanna þar, ný lyf, nýjar aðferðir; smá sorgir, sem komu upp í spítölunum og stúdenta slúður. En nú var þessu öilu lokið. Max hafði fengið nýja vini og nýjar samkvæmisskyldur; hann átti altaf annríkt Eldri bróðurinn var of stórlátur til þess að láta á því bera, að hann sæí eftir þessum dögum. Hann var fjörutíu og tveggja ára gama’ll. Svefn*- leysisnætur og óreglulegar máltíðir í tuttugu ár höfðu höfðu gert það að verkum, að hann leit út fyrir að vera fimtugur. Max var aftur áTmóti að- e ns þrítugur. “Við höfum nautaketssteik í kjföld. Það ei skömm að því að matreiða hana handa einum.” Það var líka eyðsla að matreiða handa tveimur, en aðeins einn til að borða. Væn nautaketssteik kostaði eina heimsókn meðal sjúklinga þeirra, sem doktor Ed stundaði; þeir gátu ekkbborgað há Iækn- isgjöld. Doktor Ed. borgaði einn allan kostnað við húshald þeirra bræðranna. “Slæmt, bróðir sæll; eg hefi gert aðrar ráð- stafanir.” Þeir fóru út úr spítalanum. Yngri bróðurnum var sýnd sama virðingin. Maðurinn, sem stýrði lyfti- vélinni hneigði sig og opnaði dyrnar upp á gátt; pilt- urinn í lyfjabúðinni, dyravörðurinn og jafnvel sjúk- lingurinn, sem var að fægja stóra branzskjöldinn á hurðinni — allir sýndu honum virðingarmerki. Dok tor Ed leit hvorki til hægri né vinstri. Þeir skildu, er þeir komu að bifreiðinni. En doktor Ed stóð kyr ofurlitla stund og lagði hend- ina á sætisbríkina. “Eg var að hugsa um það í dag þarna upp- frá”, sagði hann með hægt, “eg er ekki viss um að eg kæri mig um að Sidney Page verði hjúkrunar- kona.” “Hvers vegna?” . “Það er sitt af hverju í Iífinu, sem ung stúika þarf ekki að vita — að minsta kosti ekki þangað til að maðurinn hennar segir henni frá því. Það hef- ir verið vakað yfir Sidney, og það kemur henm áreiðanlega á óvart.’ “Hún hefir valið sér þetta sjálf. “Já, það er satt. Börnin rétta út hendurnar eftir eldinum.” . . "Vélin var farin að snúast. Yngri bróðirinn var ekki að hugsa um Signey Page þessa stundir.a. “Hún kemst fram úr því. Margar aðrar stúlk- ur hafa farið í gegnum það sama, án þess að iifs- ánæga þeirra hafi eyðilagst. Bifreiðin var lögð af stað, og hann var farinn að hugsa um mótið, sem hann hafði mælt sér um kvöldið. Sidney hafði horfið um tíma inn í White Springs hótelið, þegar hún var komin upp úr ánni. Hvítu skórnir hennar stóðu inni í ofninum í eldavélmni, úttroðnir með pappír, til þess að þeir skyidu ekki tapa lagi um leið og þeir þornuðu. Vinveitt vinnu- kona var að járnbera föt hennar í þvottahúsi á bak við hótelið' og söng við vinnuna. Sidney sat í svefnherbergi í hótelinu, sveipuð innan í rekkvoð, nema hendurnar voru luasar, og reyndi að vera eins róleg og hún gat. Þetta gaf henni gott næði til þess að hugsa. Venjulega hafði hún mjög lítinn tíma til þess. Hún ætlaði sér að Jiætta við Joe Drummond, en hún vildi ekki særa hann. Hún þurfti að hugsa um það, og svo var búningur fyrir spítalann, sem hún þurfti að tala um við Harriet frænku sína, Svo voru margar ráðleggingar, sem hún yrði að gefa K. Le Moyne, sem var mesti eyðsluseggur, áður en hún skildi heimilið eftir í hans umsjá. Hún kross- Iagði hvíta armana og ætlaði að fara að hugsa um alt þetta. En í rauninm flaug hugur hennar eins og ör, sem hæfir mark, beint til Wilsons yngra. Hún sá hann þráðbeinan í snjóhvítri treyju, með dökk au8u, þykt hár og skarð f hökunni, þegar hann brosti. “Eg hefi altaf verið hálfskotinn í þér sjálfur, eins og þú veizt..... ” Það var barið á dyrnar. Hún hrökk við og mundi eftir því, að hún var í sjóðhe*ítu svefnher- berginu í hótelinu; hún vafði fastara að sér rekk- voðinni. “Hver er þetta?” /->. Það er Le Moyne. Líður þér vel?” Já, ágætlega. Þetta hlýtur að vera dauðans leiðinlegt fyrir þig.” Mér líður vel. Stúlkan verður bráðum búin. Hvað á eg að biðja um fyrir kvöldverð?” “Hvað sem þú vilt. Eg er glorhungruð.” 1011 hræðsla við skjálfta eða kvef með hitasótt hvarf úr huga K. Le Moyne við þetta svar. “Tunglið er komið, eins og um var beðið. Eig- um við að borða úti á grasflötinni?” “Eg hefi aldrei borðað úti á grasjlöt á æfi minni. Mér þætti það fjarska gaman.” “Eg held að skórnir þínir hafi hlaupið.” “Hræsnarinn þinn,” sagði hún hlæjandi. Farðu og útvegaðu kvöldmatinnn. Mér finnst eg sjái ferskt grænmeti. Fáum við salat?” K. Le Moyne fullvissaði hana í gegnum hurðina um það, að hann skyldi biðja um salat, og bjóst svo til að fara ofan. En hann staðjiæmdist eitt augnablik, til þess ef hann skyldi heyra hana hreyfa sig fyrir innan. Eft- ir þennan eina daga þarna úti var afil-mikil breyting orðin á honum. Að vísu ekki eins og síðar varð, en nóg til þess, að hann gat séð í hvaða hættu hann var að komast. Hann gat ekki fa,rið burt; hann hafði lofað henni að vera kyr, og hans var þörf. Hann hélt, að hann hefði getað þolað að sjá hana giftast Joe, ef hún hefði elskað hann. Þar væri henni að minnsta kosti óhætt. Trygðin og trúmenskan skinu út úr piltinum. En þessi nýja ást hennar á Wilson lækni, og afskifti hans af henni, það fylti hann með geig. Hann þekti nokkuð til mannsms. Hann gekk niður stigann og þoldi á meðan heils árs sálarkvöl. Þegar hann kom niður, vaknaði hann upp af dagdraumum sínum.. Þar stóð Joe Drum- mond og beið eftir honum; og á augunum í honum var auðséð, að hann var ekki í góðu skapi. “Hundurinn þinn!” sagði Joe. Það var fólk í stofunni. Le Moyne tók í hand- Iegginn á piltinum, sem réði sér ekki fyrir reiði og Ieiddi hann út í fordyrið, sem var mannlaust. “Nú, skal eg hlusta á það, sem þú ætlar að segja, ef þú hefir ekki of hátt,” sagði Le Moyne. “Þú veízt hvað eg ætla að segja. Le Moyne svaraði þessu engu, en horfði fast á Joe. Joe rykti handleggnum lausum og krepti hnefann. “Til hvers fórstu með hana hingað?” “Eg veit ekki hvort eg er skyldugur til að segja þér það, en eg skal gera það samt. Eg skrapp út með henni hingað með strætisvagninum í skógar- ferð. Við höfðum íkorninn með okkur og slept- um honum.’ Haun vorkendi piltinum. Lífið hafði ekki ver- ið eintómur leikur fyrir hann. Hann vissi vel hvað Joe varð að þola og var framúrskarandi þol- inmóður við hann. “Hvar er hún núna?” “Hún var svo óheppin að detta í ána. Hún er uppi á lofti” -— Hann sá að Joe trúði honum ekki. — ‘Ef þú vilt grenslast eftir því sjáifur, þá muntu finna að eg segi alveg satt. Úti í þvottahúsinu, er stúlka -v— “Hún er trúlofuð mér,” greip Joe frammí með þráa. Allir nágrannarnir vita það, og samt ferð þú með hana hingað. Það er bölvuð skömm að því. Hann var hættur að kreppa hnefann og hann leit undan hinu stöðuga augnaráði, sem K. Le Moyne horfði á hann með. Hann fann til þess að hann var ungur og gat ekkert gert, og reiði hans varð ekk- ert annað en eintómt gagnslaust fum. “Segðu nú alveg eins og satt er. Eruð þið trú- lofuð?” “Já!” ----- ..... “Og þó að svo væri, er það ekki dálítið þjösnar* legt að ætlast til þess — að stúlkan afþakki vana- lega vináttu frá öðrum manni?” Joe varð orðlaus af undrun. Á strætinu var trúlofun sama sem einangrun fyrir bæði og ekkert nema giftingin sjálf gat aðskilið pilt og stúlku meira frá öðru fólki. Eftir augnablik sagði hann: “Eg veit ekki hvaðan þú komst,” sagði hann, “en hér skifta skikkanlegir menn sér ekki af stúlk- um, sem eru trúlofaðar.” “Einmitt það.” “Og hvað vitum við um þig? Hver ertu? Eg hefi leitað upplýsinga um þig, en jafnvel í sknfstof- unni, þar sem þú vinnur, veit enginn maður neitt. Það getur vel verið að þú sért almenmlegur mað- ur, en hvernig get eg vitað það? Og þó að þú værir það, þá hefðirðu engan rétt til þess að skifta þér nokkuð af fjölskyldunni þótt þú leigir herbergi í húsi Mrs. Page. Eg drep þig, ef þú kemur henni í nokkur vandræði.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.