Heimskringla - 19.09.1923, Side 4

Heimskringla - 19.09.1923, Side 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. SEPT. 1923. HEIMSKRINGLA (IMnf 1IM> Kwma at I krtttui BWTlkwhat Klffendur: VIKiNG PRESS, LTD. Kl o« «55 9ARGBNT AVE.. WINNIPHG, Talduli H4MT Tm« MiWu w K.N Irntctrln borg- lot trrir frau. Allar bargaalx itallal rllaauaal blaWaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H, ELÍASSON, ráðsmaÓur. Dtaalakrllt til Malalwi HelmakrtnKla Jíens A Pnbllahlnw Co. Lessee of . THH TIKIHG rRIH, Ltl., Bu UIL Wtaalm, ltaa. Utaalakrltt tU rUKKram EnrroR ■hihihimgla. Hu im Wlaalfac. Maa. The ‘Helmskrtnírla” is printed and puh- lished by Heimskrlngla Neirs and Publishing Co„ 853-8B5 Eargent Are. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. WINNIPEG, MAN. 19. SEPT.‘1923. Hlutskifti bóndans. — Þýtt úr “The Christian Statesman”, Bandaríkjunurn. — Ef eg væri bóndi — sem eg er nú ekki en vona einhvern góðan veðurdag að verðá að öðrum störfum loknum — vekti það ekki mikla von í brjósti mínu, að horf- ast í augu við núverandi ástand; heldur myndi eg ekki með þakklátu hjarta geta þegið al'lar ráðleggingarnar, sem bóndanum berast nú frá háttstandandi stjórnmála- mönnum, þjóðmegunarfræðingum og há- lærðum hagfræðingum. Blátt áfram talað, fæðir bóndinn al'la og svo hrækja allir í lófan sem fæðir þá. Hveiti- verðið er nú tæpur einn doilar fyrir hvern mæli. Og í flestum hlutum þessa lands (Bandaríkjanna) kostar það einn dollar og fimtíu cents, að framleiða og flytja mæli hveitis til markaðar. Bóndinn vinnur því fyrir ekkert einn þriðja tímans — og geldur ríflega fyrir ánægjuna, sem hann hefir af því. lEinhver lagði toll á hveiti og bóndanum var sagt, að það væri gert til þess, að vernda hag hans. En þeim sama gleymist samt, að færa rök fyrir því, hvernig að út- flutt vara væri vernduð með tolli á inn- fluttri vöru. Og svo var hveitið selt undir framleiðslukostnaði. * Þá koitl annar og fræddi bóndann á því, að hann væri háður lögmáli því sem réði í aliri sölu, en það væri “eftirspurn og fram- leiðslu magn”. En sá kauphallar brjóstmylk- ingur, gleymdi að gera grein fyrir hvernig á þvf stæði að eftirspurn réði ávalt verði á vörunni, sem bóndinn þyrfti að selja, en aldrei verði á vörum þeim, sem aðrir þyrftu að selja bóndanum, eins og t. d. stóriðnaðar framleiðandinn svo kallaði. Sá næsti sagði bóndanum, að hann þyrfti að fá sér fleiri vélar, til þess að g«ta fram- leitt ódýiara. En þeim vinnuvísinda-hesti sást yfir að segja bóndanum, hvernig hann ætti að fafa að því að komast yfir nýjar vélar meðan hinar gömlu væru óborgaðar og veðsettar hjá peninga-okrurum. Þá kom enn einn og mælti: Tímarnhr fara nú að skána; innan þriggja ára verður alt komið í gott lag aftur. Alt sem bónd- inn þarf að gera, er að hálda í horfinu, and- æfa móti storminum, þar til sá tími kemur, að mótblæstrinum lægir. En þessi forvitri gaf bóndanum ekkert í skyn um það, hver myndi verða orðinn eigandi að jörð hans að þrem árum liðnum. Og loks fræddi einn bóndann á því, að hann ætti að vera ánægður með hlutskifti sitt og þak.ka skaparanum fyrir, að hann skyldi hafa lagt honum það tækifæri í hlut að fæða alla. En sá háfleygi fugl, sagði bóndanum engar fréttir af því, að gemsamir sem að jötunni röðuðu sér, væru þakklátir skaparanum — og því síður bóndanum — fyrir fóðrið. Þannig er þá hlutskifti bóndans í Banda- ríkjunum nú. Hann kaupir alt á hæsta verði, en selnr sjálfur á lægsta En enginn kemur til hans að segja honum afleiðingam- ar af því. Þegar að þeim dýrðardegi kemur, að eg verð bóndi, vona eg að hagur hans verði orð- irm sá, að hímn hafi eitthvað annað en heimskulegar ráðleggingar að grípa til, að borga með skuldir sínar. Ljóð og saga. Þetta er nafn á nýútkominni bók, eftir einn bænda-öldunginn íslenzka vestan hafs, Jón Stefánsson, sem um langt skeið bjó að Gimli, en er nú búsettur að Steep Rock, Manitoba. iBókin er um 220 blaðsíður að lesmáli í allstóru broti. Er meira en helmingur henn- ar kvæði. Yrkiséfni höf. em vel valin, en meðferð þeirra gæti þó verið betri, þar sem efnið er oftast nær hugnæmt og höfundinn skortfr ekki mælsku. Kvæðin eru víða of löng en verða ekki að sama skapi fjölbreytt. En fjölbreytnina má ékki skorta í löng kvæði, til þess að skemtileg verði. Stærsta yrkisefnið í bókinni er um land- j nám Nýja-íslands. En ekki virðist höfund- I urinn gera því eins góð skil og æskilegt væri. j Efnið er skáldlegt. Þróttur og hugrekki of- j ið inn í stórfengilegasta æfintýralíf þjóðar j vorrar á seinni tímum. En J. S. er ekki sá j eini, sem um efni þetta hefir orkt og honum j hefir ekki tekist það ver en öðrum. En hin j tilkomumikla mynd þess, hefir ekki enn ver- ið steypt í því móti íslenzkrar ljóðsnildar, sem vera þarf til þess að hún verði lifandi og sönn ímynd eftirkomandi kynslóðum. Betri j landnáms-óður en þesíi kvæðabálkur er Minni Nýja-Islands í þessari sömu bók. Yms smærri kvæðin, t. d. “Fuglinn minn j smái”, og fleiri, eru með beztu kvæðum bókarinnar. Eftirmælin eru og sum vel ort og viðeigandi. Sagan í bókinni heitir “Ólafur og Kristín”. Er hún ram-íslenzk og sönn og víða vel skrif- uð. “Óg áfram leið tíminn”, kemur þó alt of oft fyrir í henni; svo oft, að lesarinn fer, er fram í söguna kemur, að hlaupa yfir | það. En persónurnar í sögunni eru svo heil- steyptar og samkvæmar sjálfum sér, að úr j þeim eru engir óeðlilegir umskiftingar gerð- ir, eins og bregður oft við nú • hjá j yngri smásagna höfundum. Hinar betri j skifta ekki um eðii sitt vegna ytri atvika og j hinar verri ekki heldúr. Þess vegna má segja söguna bæði sanna og holla. Þó ýmislegt hafi hér verið fundið að j meðferð efnisins, er skylt að geta hins, að hussjónir höfúndarins eru hreinar og heil- næmar og bókin kynnir lesaranum vel hugs- andi mann, sem gagn og ánægja er að kynn- ast Pappír er góður og letur er skýrt. En prófakralestri er eins ábótavatn og hægt er að hugsa sér, Bókin kostar í kápu $2.00 en í bandi $2.75, og er ein sú ódýrasta bók, sem lengi hefir á bókamarkaðinn komið. aði manninn þessmn orðum: “Eg dvaldi einu sinni á jarðríki, eins og þú. Eg vissi eins og þú, að það var ánægjulegt að lifa; eg þekti bæði ástir og sorgir. Líf okkar er af sömu rót sprottið. Báðir höfum við rétt til að lifa og leita gæfunnar og gleðinn- ar, en það líf var frá mér tekið og sælu þess og ákvörðun lokið, þegar eg var á besta skeiði, af þínum völdum. í friði og fullkom- - inni ánægju lifði eg á hinum kyrru vötnum. sem að baki skóginum lágu; þar lifði eg eftir lögum þess guðs er allri náttúrunni stjórnar og drakk af sælulindum þeim, sem öllu lifandi er leyft að drekka af. Raddir náttúrunnar hljómuðu indælar umhverfis mig. Eg þekti þær, því eg vissi hvað hrein ást var. Og grasið sem óx upp við vatns- barminn og á hólmunum í vatninu var hofu fyrir mig, þegar stormar geysuðu. Hér dvaldi einnig maki minn, sem konungur lífs- íns hafði af vísdómi sínum gefið mér tii þess að unna og vernda. lEn þá laust eld-fleygnum úr mökkugráu skýi frá vatnsbakkanum, sem lífi mínu eydfdi með angist og kvölum. Frá mér var þá tekið alt sem eg átti, og frá engum var tekið — líf mitt. Og það varst þú, sem bana- örina sendir til að fremja grimdarverkið. Það varst þú, sem skreiðst með morðs- ásetning í sál þinni í gegnum skóginn, knú- inn af eínni hvöt — ánægjunni af því, að svifta mig lífi! Marga unaðs og sælu og friðarstund hafði eg átt á þessum blátæru og kyrru vötnum. Þar var alt sem mér var kærast. Eins og Iíkami þinn er ekki tilfinningalaus, svo var minn það ekki heldur. Og sá iem báðum okkur gaf lífið, veit hvaða kvalir eg Ieið þá þrjá daga, sem hönd dauðans hlífði mér; hann þekti einnig angistina, sem ástvina skilnaðinum var samfara. Þú vissir ekkert um það — og skeyttir því mun minna. Hvað aðhafðist eg, að eg verðskuldaði þetta? Eg var einn af persónugerfingum hins dulda lögmáls lífsins. Það er alt sem við getum viðvíkiandi tilgangi okkar sagt. En börnin þín höfðu oft skemt sér stundum saman á hinurn blómum stráðu bökkum þessa vatns — og eg var farinn — og þau, ef til vill líka — að líta svo á sem vináttuband væri millum okkar knýtt. Og börn mín voru mér eins kær og þín voru þér. Þau höfðu sama rétt til þess að njóta sælunnar og börn þín. Til hvers hafði eg unnið?” Hinn mikli dómari ávarpaði manninn og sagði: “Það seml þú hefir gert einum af þessum minstu bræðrum mínum, það hefir þú mér gert.” lim leið og dómarinn lauk orðunum, Iog- aði bál helvítis í samvisku mannsins. (Þýtt úr “Kelvington Radio”.) Á dómsdegi. Hann var barn gæfunnar. Hann hafði í mörgu teigað af hinum sæta bikar lífsins á þes^ari jörð. Alt, sem hann fékst við hepn- aðist honum og varð honum til fjár. Heim- ili hans var himnaríki líkast og þar ríkti ást og eining. Konan hans var bæði ástúðleg og vel gefin og börnin efnileg. Hjarta hans var auðmýkt, þrátt fyrir auðsöfnunina. Hann hafði heldur aldrei tilbeðið auðinn. Þegar aðrir féllu á kné sín og dáðust að dýrð þessa nútíðar-guðs, stóð hann æfinlega uppréttur. Hann var reglusamur og ástund- aði verk sitt með iðni og staðfestu og vék sér aldrei frá því, nema 2 vikur úr sumrinu, þegar hann fór að skjóta fugla; af því hafði hann mikla unun og ánægju. Þegar kallið kom, veiktist hann og dó. Margir syrgðu hann og viðhafnarmikil var útförin og kostuleg blómin, sem vottuðu hjartasorg vinanna. Aldrei hafði prestinum verið eins létt um að finna viðeigandi orð, eins og þegar hann lýsti hvílíku fyrirmyndarr- lífi hinn mikli látni maður hefði lifað, sem nú væri fyrir vel unnið starf hér kominn í hið eilífa ríki sælunnar og gleðinnar. Hann mætti fyrir domstóli þess sem Iífið gefur, þar sem allar gerðir mannanna eru skráðar af englunum og þeir bera vitni. Þangað var og öllum stefnt, sem á jarðríki höfðu verið samverkamenn hins nýlátna, til þess að bera vitni um breytni hans. Og allir luku upp einum munni um þennan ágætis mann. All nærri þessum stað sat lítill fugl, tígu- legur ög undrafagur. Honum var bent að koma og bera manninum vitni. Hann tal- aði svo að allir skildu, því á “landi hinna lifandi”, tala sálirnar en ekki líkamirnif á einu og sama máli. Fuglinn flögraði upp að hásætínu, svo að ctllir gætu séð hann. Flugið var honum erf- itt og kvalafult, þvf ein vængpípan var lÖskuð, og brjóstið ekki heilt. Hann évarp- f í-'.lrfl 1 ‘ • ’ :/I. 'U5b *-:« Frímerkja ákvæöið nýja. Fyrsta október næstkomandi ganga lög í gildi sem banna að nota önnur frímerki en þau er innanlands tekjudeild stjórnarinnar gefur út, á ávísanir, kvittanir og víxla og önnur skjöl, er skattar ná til. Póstthús frí- merki má með engu móti not^ á þessi skatt- skyldu skjöl. Þessi skattfrímerki er sagt að seld verði á tekju- og tollmála skrifstofum sambands- stjórnarinnar og á bönkum. Þau verða ekki seld á pósthúsum, og er sú ástæða færð fyrir, að pósthúsið neitaði því, því að það kynni að olla rugiingi í sölu þessara tveggja tegunda af frímerkum. Bændum og búa- liði, sem heima á oft fjarri bönkum, er því gerður dálítill grikkur með þessu. Stjórn- in í Ottaw virðist hafa gleymt þeim, er hún gaf út þessa nýju reglugerð sína. Eins og kunnugt er, hefir pósthúsið selt skatt-frí- merki stjórnarinnar eigi síður en sín vana- legu póstgjalds frímerki. Og hvorutveggju frímerkin hafa verið notuð á bréf og hin skattskyldu skjöl jöfnumi höndum. Póst- húsið og innanlandstekjudeildin jöfnuðu reikningana sín á milli af sölunni. En þeirri samvinnu virðist nú lokið. Yfirpóstmeist- ara og ráðuneytinu, eða fjármálaráðherran- um líklega helst, hefir sinnast út af þessu. Og til þess að sólin gengi ekki undir yfir- reiði þeirra, varð að gera þessa breytingu, og selja skattfrímerkin sér í lagi. Það er með öðrum orðum vegna dutlunga þessara manna, en ekki neinnar brýnnar þarfar, að sveitalýð er nú víða gert heimsku'ega erfitt fyrir með að ná í þessi skattfrímerki-, sem hegning er lögð við ef ekki eru eingöngu notuð á ávísanir og önnur skattskyld skjöl. Sanngjarna ástæðu fyrir því, að pósthús- in selji ékki þessi frímerki, er ekki hægt að benda á. Og það er einnig í hæzta máta undarlegt, að stjórnin Iætur einstakrá manna stofnanir gefa út skattfrímerkin, en ekki sína eigin stofhun, pósthúsið. Það væri sízt að furða, þó' álnienningur færi fram á, að stjórnin skýrði frá ástæðu sinni fyrir þessu. ' t! t . Sagnaritun úr “Les Opinions de M. Jérome Coignard” Eftlr Anatole France. 'Monsjör Elward, sem hefir gert það að æfistarfi sínu, að rannsaka Uppreistarsögu Englands, heldur þvf hiklaust fram, að heil manns- æfi endist ekki til þess að lesa helminginn af því, sem ritað var um þá byltingu meðan hún stóð yf- ir. Það mirtnir mig á smásögu nokkra, sem Blanchet ábóti sagði mér einu sinni. Mér þykir það slæmt að hann skuli ekki vera sjálfur staddur hér til að segja okk-ur hana, því hann sagði svo skemttilega frá og var mjög fynd- inn í orðum. Saga þessi er þann- ig: “Þegar Zémire, hinn ungi ríkiserf- ingi settist í hásæti og tók við stjórn Persalands eftir föður sinn, lét hann kalla fyrir sig alla lærða menn í ríki sínu, og ávarpaði þá á þessa leið: “Kennari minn sannfærði mig um það, að ef stjórnendur þjóð- ,anna, þektu betur sögu liðinija alda, þá fremdu þeir færri yfir- sjónir. Eg þarf því að kynna mér ítarlega sögu þjóðanna. Þess vegna býð eg yður, að rannsaka þeirra, og semja síðan sögu alls mannkynsins, og ganga ekki fram hjá neinu því, sem stuðlað getur að því, að gera hana sem allra full- komnasta.” “Spekingarnir hétu að upþfylla skipun konungsins og skunduðu sfðan út og byrjuðu tafarlaust á verkinu. Að tuttugu árum liðnum gengu þeir fyrir konunginn með lest af tólf úlföldum, og var hver þeirra klyfjaður 500 bindum. Ritari þes&a “lærdóimslistafélags” hneigði- sig fyrir konunginum og mælti: “Vér hinir lærðu menn ríkis yð- ar, leggjum hér fram fyrir yður sögu alls mannkynsins, sem vér höf- um samið eftir boði yðar hátignar. Hún er sex þúsund bindi og inni- heldur allar frásagnir um háttu, stjórnarfar og byltingar konungs- veldanna. Hún Inniheldur einnig alla þá anniáia fomaldarinnar, sem nú eru til. Henni fylgir sömu- leiðis fjöldi athugasemda viðvíkj- andi landafræði, tímatali og póli- tískum viðburðum. Eormálinn er 500 hindi, og meðfylgjandi skýring- árrit önnur, eru þyngsla úlfalda- kiyfjar”. “Konungurinn svaraði: — “Eg er yður mjög þakklátur fyrir yðay miklu fyrirhöfn. En eg er önnum kafinn við stjórnarstörf. Eg hefi iíka elzt taJsvert þennan tímá, sem þér hafið unnið að þessu verki, og er nú eins og persneska skáldið komst að orði, á rniðjum vegi lífsins, og' þó að eg komist til hárrar elli, bjjst eg naumast við, að hafi tima til að lesa jafnlanga mannkynssögu eins og þessa. Eg læt geyma hana í skjalasafni ríkis- ins. Gerið svo vel og stytta hana hiutfailslega við skammvinnleik mannlegs lífs”. < Hinir lærðu Persar unnu önnur tuttugu ár að því, að stytta sög- una. Eóru síðan með hana í ann- að sinn til konungsins í 1500 bind- um á þremur úlföidum. “Yðar hátign!” mælti ritarinn, mjúkur í máli. "Hér er nú okkar nýja verk. Eg held við höfum ekki slept neinu, sem verulega þýðingu hefir.” “Það getur satt verið”, svaraði konungurinn, en eg hefi ekki tíma til að lesa hana. Eg er þegar orð- inn aldraður og svona umfangs- mikið ritverk er mér ekki hentugt í ellinni. Styttið hana ennþá, og hraðið yður alt hvað þér getið.” Nú liðu tíu ár, þar til þeir komu með söguna aftur á ungum fíl í 500 bindum. “Eg verð að segja það, að nú vorum við mjög stuttorðir”, mælti ritarinn. “Hún er enn of löng”, mælti kon- ungurinn. Eg stend næstum því á grafaríbakkanum. Styttið hana! styttið hana! þessa aögu mann- kynsins, ef eg á að geta lesið hana áður en eg dey.” Eimm ár liðu. Ennþá kom rit- arinn, og gekk nú við hækjur, og httfði lítinn asna í taumi, klyfjað- an hedjaratórri bók. Dodd’s nýmapillur eru bezta nírnaine8ali?S. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun, þvagtepDU. og önnur veikindi, sem stafa frá nvrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. **■ S2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- eSa frá The Dodd’s Medicina Co.. Ltd., Toronto, OnL “Hraðið yður!” hrópaaði einn af embættismönnurium. “Konungur- inn liggur fyrir aduðanum!” “Já, konungurinn liá á bandasæng- inni. Hann snéri sér .að hinum iærða manni, leit hálfbrostnum augum á þessæ stóru bók, mælti og andvarpaði um leið: “Eg dey þá án ]>ess að þekkja sögu mannkynsins”. eins náiægt dauðanum eins og konungurinn. Eg skal kenna yð- ur hana og draga hana saman f þrjú orð: Þeir fæddust, þeir þjáð- ust, þeir dóu”. Þannig lærði Persa-konungúr sögu mannkynsins á æfi-kveidi sínu.” Sigtr. Ágústsson íslenzkaði. ----------—x------------ Athugasemdir til bráða- byrgða frá “Wynyard- prestinum,,. Séra Páll Sigurðsson á Gardar, er á förum að heiman og sendir mér, sé eg heldur betur, “kveðju Guðs og sína” í Löghergi áður en hann leggur af stað. Loksins rauf hann þögnina! Er það vel farið, og í samræmi við bréflegar óskir mínar til ihans á liðnum' vetri. Grein hans er löng og ítarleg, og fyrirsjáanlegt, að hún verður til hins mesta gagns — svo framar- lega sem opinberar umræður um trúmál eru gagnlegar. Er ágætt að góðir menn komi felulaust fram á sjónarsviðið með skoðanir sínar, og geri þeirra grein, svo vel sem þeim er vitið til þess gefið. Er æði mikið annar og hetri bragur á þessu skrifi séra Páls, en t. d. rit- hætti Bjarma-ritstjjórans'. En, ef til vill mætti segja hinum sfðar- nefnda það til afsökunar, að hans háttvirta málgagn má ekki við því rúmsins vegna, að hann né aðrir geri sig þar eins “breiða” eins og við séra Páll gerum okkur, í okkar síðustu skrifum í stórblöðin Heimskringiu og Lögherg. Er verulega ánægjuilegt að sjá hversu 'rausnarlega sóra Pálll breiðir úr sér í .grein sinni við það, að færa, eftir bestu vitund og getu rök fyr- ir sínum málsitað. Það er í fylsta máta virðingarvert hversu inni- lega maðurinn sjálfur er sanmfærð- ur um, að það séu ágæt rök. 1 því tilliti er grein hans sönn fyrirmynd. Já, svona eiga menn að skrifa, málefnisins vegna, heilir og hik- lausir, “tilneyddir af isamvizku sinni og beztu vitund”. Til ein- lægni og góðs tilgangs má æfin- lega ætiast af þeim, sem opinber- lega skunda út á grundvöllinn. En um snild og gáfnagildi skrif- anna er alt öðru máli að gegna. Þar mega menn ekki vera eins kröfuharðir. Margur vill dæmalaust vel; og það er altaf svo lofsvert, jafnvel þótt vit bresti til að gera svo vel, sem viljað er. Eg ætlast t. d. til þess, að mér verði góðgjarn- * lega fyrirgefið í hvert sinni, sem það kann að henda mig, að fara með rökleysur 1 röksemda stað — ef aðeins það verður séð, að eg ,hafi sjálfur álitið mig iara með spejjji, og viljað vel. Og þessa sama úín- burðprlyndis vil eg að aðrir mepn njóti, ekki sízt séra Páll — gæti það komið ,fyrir hann, að mjsstíga sogu sjiekingurinn, sem var hér um bii

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.