Heimskringla - 03.10.1923, Síða 1
f Verðlaua
1 ROYAt, CBOWN gefia fyrir Coupons
1 SOAP
Sendi?5 eftir verBllsta tll og
Koyal Crown Soap Ltd. 654 Main St.. Winnlpeg. umbúðir
Verðlaun
gefúi
fyrir
Conpons
og
umbúöir
ROYAt,
CROWN
SendlS eftlr verííllnta tll
Roynl Crovvn Soap Ltd.
G.>4 Muln St., Winnipog;.
XXXVIII. ÁRGANGUR.
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 3. OKT()BER 1923.
NOMER 1
Silfurbrúðkaup.
Á fimitud'agskvöldið í vikunni
sem ieið var óvenjulega gestkvæmt
að heimili þeirra séra Rögnvaldar
Péturssonar og Hólmfríðar konu
hans. Að vísu eru þau geistagangi
vön um dagana en í þetba sinn var
þó hópurinn venju fr.emur • stór. I
Pessu fólki var kunnugt uin, að
]>etta kvöld* fyrir 25 árum liöfðu
]>au verið gefin saman í hjóna
band og áfttu þvf silfurbrúðkaups-
dag þann 27. ,sept. í tilefni af því
slógu sér svo sanian um 60 manns,
þeirra" nánustu frændur og vinir
og tóku hús af þeim að óvörum.
Kapteinn Jósef B. Skaptason var
foringi þevssa friðsama leiðangurs
og hafði orð fyrir gestunum.
Kvaddi hann þá séra Riagnar -E.
Kvaran til máls. Héit presturinn
snjalla ræðu og vinsamlega til
þeirra hjóna og lét að endingu
syngja .sálminn “Hve gott og fagurt
og inndælt er”. l>á afhenti kapt.
Jósef B. Skaptason þeim hjónum
borðbúnað úr skíru silfri er hann
bað þau þiggja til minningar um
daginn; væri það lftill vottur
þeirrar vináttu og þakklætis er
þessi hópur, frænda og vina, bæri
tn þeirra fyrir þann dugnað,
trúmensku og drengskap >er þau
hefðu íBtíð isýnt í. samvinnu og
.samverunni um síðastliðin 20 ár cr
])au hafa verið búsett og starfandi
hér í borg.
Um íeið og gjöfin var afhent var
frú Hóilmfríði Pétursson gefinn
blómvöndur úr 25 rósum. Var
Margrét dóttir þeirra látin færa
henni biomin. I>ar næst héldu
ræður hr. Þorsteinn Borgfjörð.
Ur. M. B. Halldórsson- hr. Sveinn
Thorvaldsson frá Riverton og hr.
Jón Veum frá Poam Lake. Mint-
usfc Þeir ailir hinnar miklu og víð-
tæku starfsemi ,séra Rögnvaldar
Péturssonar í fslenKkum' félags-
raáium hér vestan hafs ásaint safn-
aðarstarfi þeirra hjóna. Kvæði
flutti Þ. Þ. Porsteinsson og annað
kvæði eftir St. G. Sephanson las
Gísli Jónsson upp ásamt kafla úr
bréfum frá tveimur vinum þeirra
hjóna, Dr. G. J. GísiUsyni í Grand
Forks og Dr. Thorbergi Thorvalds-
syni prófessor við háskólann í
Saskatoon. Gátu ]>eir s%kum fjar-
lægðar og annríkis ekkið verið við-
staddir. Með söng skemti frú P.
S. Dalman.
Séra Rögnvaldur Pétursson
þakkaði heimsóknina og velvild-
arhuginn með stuttri ræðu. Skemtu
menn sér svo ‘ fram yfir miðnætti
við samræðár, og kanurnar báru
fram rausnarlegar veitingar. Að
lökuni hélt evo hver heim til sín á-
nægðuP yfir að hafa eytt kvöld-
stund í góðum og glöðum vinahóp.
Þó fram sé liðinn fjórðungur úr
öld,
Frá.fyrsta degi er stóöuð
. saman-völd,
Hvert árið flutti fegri brúðkaups
ræður!
Og við, sem náðum hingað heim
í kvöld,
Við heilsum því, frá góðra vina
fjöld:
Að dagurinn ykkar osá er minn-
is-stæður!
Stephan G. Stephansson.
bevgja ÚR BROTASILFRI.
Sýnd í silfur-brúðkaupi
Séra Rögnv. Péturssonar, og
frú H. Jónasdóttur Pétursson.
27. sept. 1923.
Við komum ei að greiða ykkur
gjöld,
Né gestir vera. Þetta er saman-
kvæður
Einn sifja-hópur, systur alt og
hræður!
Sem ykkur, hjónum, skyldust
skulu töld.
Þið prýðið okkar hátíðanna höld
Þess heiðurs-dags, er fyrstu
morgun-glæður
Þess hádags kveikti, er mest
varð skuggum skæður.
— Þið okið gulli okkar silfur-
skjöld!
f SILFURBRÚÐKAUPI
Séra Rögnv. Péturssonar
og frú HólmfríSar Jónasdóttur.
Af okkar æsku vörðum
rís einstök hella og steinn.
Af hundrað busum börðum
fær biskupsdæmið einn.
Hitt alt fer einhvern veginn
í auðn og verður gleymt.
Sá einn, sem elska regin,
fær alt sitt framtíð geymt.
Og guðir ykkur unna,
og íslenzk samtfð stór,
er sendir eins og sunna
sitt sólskin inst í kór.
Þeir geislar gera meira
en gefa vinaryl;
og lýsa upp langtum fleira
en lýðinn dreymir til.
<
Þeir fram í framtíð skína
ó fagnaðs myndir þær,
sem dýrstu dæmin sýna
frá deginum í gær.
í mótum morgunsálar
alt misgott verður steypt,
en æðst sem andinn málar
í eilífð ver.öur greypt.
Þótt ljómi sumars lækki
og laufin falli af trjám
og fuglum söngvá fækki —
rís frjáls mót himni blám,
sú veröld hugum-háa,
sem hlær mót ósk og trú;
sú iðgræn jörðin áa
til æðsta lífs er brú.
Þar býr sá góði galdur,
sem gegnum alt vort strit,
er trúrra tauga valdur
og tengir ást og vit.
Hann á sitt afl að gleðja
í aldarfjórðung hinn
þá vini er kunnir kveðja
í kvöld við fögnuð sinn.
Með árnan alls þess bezta,
sem íslenzkt hjarta veit,
og þökk, sem þeim ei bresta,
sem þykja mæt í sveit —
við lofum liðnar stundir
og lítum gjöð þar strax, 1
sem aðeins hillir undir
við óttu morgundags.
Wpg. 27. sept. 1923.
Þ. Þ. Þ.
nú. Þetota eru mánuðirnir á árinu,
sem' vanalega eru verstir fyrir
jámbrautirnar og minst er að
flyitja. Þegar nú flutningur upp-
sker.unnar byrjar, sýnir félagið ef-
laust ennþá beitri árangur af
braUtarekstrinum. Næsta árs-
skýrsla félagsins lofar fögru um
það, að rekstur jámbrauta megi
takast vel, þó þjóðeign séu.
Fleiri menn.
Um 400 manns er sagt að þörf
sé fyrir enn ]>á við uppskeru í
Sa.skatehevvan.
Fundir
Bæði hreppa (District) og fylkis-
nefndir Bændafélagsins í Mani-
toba hafa fundi í Winnipeg þ. 16.
og 17. ]>. m. Verkefnið sem fyrir
þessum fundum liggur er að gera
ráðsjafanir fyrir störfum félagsins
bæði að því er stjórnmál snertir og
útbreiðslu félagsins og fjölgun
félagsmanna. Þarna verða því
komnar saman aðal stjórnamefnd-
ir Bændafélagsins; deild sú, er
konur hafa myndað innan þess tek-
ur einnig þátt í þessum fundum.
viðskiftum. En gagn og gaman
væri þaé> ef áldrei raknaði neitt
fram úr þessum viðskiftum.
Samskot.
Samskotin 1 í Manitob
staddra manna í Japa:
viku $8,741, samkvæmt
Rauðakross félágsins.
ba. til nauð-
n, námu s. 1.
skýrs'lum
Canada.
C. N. R. \
Rekstur C. N. R. járnbrauta kerf-
isins virðist fara batnaifdi. Yfir
júlí mánuð s. 1. voru liroinar tekjur
félagsins $1,472,228. f sarna mánuði
árið áður voru þær $72,3,004. Yfir
sjö mánuðina af árinu, eða í lok
júlí, voru lireinar tekjur af kerfinu
$2,984,4(50. Þossa sömu mánuði nam
tap þesis síðast liðið ár $2,202,993.
Þetta sýnir ekkert annað en það!
aff C. N. R. kerfið hefir aukið tekj-
ur sínar um $5,187,453 á fyrstu sjö
mánuðum ársins miðað við rekstur
þess á saroa tfma árið áður; það
hefir snúið tapi þess þá í gróða
Innflutningsmál.
Sambandsstjórnin kvað hafá alla
anga úti með að ná í innflytjend-
ur frá Evrópu á komandi vori.
Yerða þeir einkum l'rá Sviss, Frakk-
landi, Hollandi, Belgíu, Bietlandi
og öllum Skandinavisku löndunum.
Við Breta og Dani hafa að minsta
kosti nú þegar verið gerðir samn-
ingar um þetta. Eru stjórnir hinna
landanna fúsar að stuðla að þessu
máli vegná ástandsins heima fyrir
hjá þeim. Stjórn þessa lands lofar
að greiða veg þéssara innflytjenda
eftir megni,. en með hvaða hætti
er eftir að vita.
40 cents af dollarnum.
Síðastliðinn laugardag var það
birt í blöðunum, að Home-bankinn
myndi borga þeim sem fé sitt áttu
þar gcyint 40 eents af dollarnum.
Mjólk handa börnum í skólum.
í ritinu “Agricultural Gazette” er
dreginn athygli að því, að í mörg-
um barnaskólum í Califomíu og
víðar sé börnunum gefin mjólk að
drekka í stað vatns. í 8 heiztu
borgum rfkisins var rannsakað
hve mikla mjóllc börnin fengju á
heimili sínu. Kom þá í ljós að af
130,9968 börnum sem skóia sóttu,
höfðu 54,233 böm enga mjólk heima
oj> 42,940 aðeins einn bolla á dag.
Þobta þótti hieldur én ekki athuga-
vert,* því þrátt fyrir ýiasar rann-
sóknir viðvíkjandi óhollustu af
mjóik. er hitt sannað, að engin
fæða er hollari fyrir börn upp að
vissum aldri, en mjólk. Var þvf
byrjað 1919 að gefa börnum mjólk
að drekka f fyrstu bekkjum skól-
anná. Hverju barni var gefin viss
skamtur. Afleiðingárnar kváðu
þær, að börnin séu að mun betur
útlítandi og fjörmeiri , og heilsu-
betri. Ritið spyr hvort þetta sé
ekki einnig tímabært mál í sum-
um borgum í Canada.
Viðskiftin minni en vænta
mátti.
Eormenn vínsölunnar í Mani-
toba, segja að viðskiftin sem þeir
geri ennþá, séu miklu minni en þeir
hafi búist við. Yínkaupaieyfi hafa
að vísu verið keypt svo að nemur
10,000, en það er samt ekki nerna
einn þriðji af þvþsem áætlað var.
Og leyfin eru sáralítið notuð. Það
óska fáir -eftir slæmum eða litlum
Önnur lönd
Plágur.
| í
M trgt verður til þess að auka á
ógæíu þeirra sem á jarðskjálta
svæðunum húa í Japan. 1 bæjun-
um iíomu brótt upp drepsóttir eft-
I ir jai ðskjálftanin og nú er hermt,
að Úugna-gangur sé svo mikill í
Yokohoma,,að ill þolandi sé.
Lloyd George lagöur af staö.
Lloyd George lagði s. 1. laugar-
dag af sfcað frá Englandi til Vest-
urheims. Kona hans og dóttir,
Mogan, eru með í förinni. Hundr-
uöir manna söfnuðust utan um
hann er hann steig á skipsfjöl til
að árna lionum fararbeillar. Stuttri
ræðu er hann liélt að skilnaöi
lauk hann ineð orðunum: “Gætið
gainla landsins meðan eg er í
burtu.”
Fellibylur.
Ofsastormur með regni gekk í
Iovh og Nebraska s. 1. föstudag.
Vatnsflóðið varð frá 3—6 fet á
dýpt .á aðalstrætum borganna
Lonisville ög Gouncil Bluff. 18
manns dóu; 9 finnast ekki og 12
liggja lemstraðir á sjúkrahúsi.
Hús hrundu iniður og er ökaðinn
mltcinn rúín miljón dala.
i
Grikkir greiöa féö.
Grikkir hafa greitt Itölum bæt-
umar fyrir mennina sem myrtir
voru í janina 27. ágúst s. 1. Nema
þær 50 miljónum líra. Með
greiðslu ó fé þesisu, er rimmunni
milli Grikkja og ítala, sem um tíma
leit út fyrir að steypa mundi
Evrópu út í annað stórstríð, lokið.
Skiftir um nafn.
Non-Partisan Leaguie félags-
skapurinn í North Dakota hefir
skift um nafn; kallar sig nú
Farmer-Labor Party. Formaður
félagsins er sá sami og áður, Tom
Ayres.
Bavaria.
Allar líkur ieru á því, að Bavaria
brjótist undan yfirráðum þýzka
lýðveldisins vegna gerða stjórnar-
innar í Berlín í Ruhrmálinu.
Kommúnistar landrækir á Finn-
landi.
Sfmað er frá Helsingfors, að
.finska stjórnin hafi iátið hand-
sama 127 kommúnistaymeð því að
hæstiréttur Finnlands hefir kveð-
ið upp þann úrskurð, að kómmún-
tetafíokkurinn sé ólöglegur í iFnn-
landi.
Frú Kemal kosin a þing.
Frú Mustapha Kefnal hefir hiot-
ið þingkoáningu á Tyrklandi. Er
]>að í fyrsta sinni að konu hlotu-
ast það sæti hjá Tyrkjum. ínisu
er um það spáð, að götu hennar
eigi 'ekki að greiða eftir að á þing
kemur Soldáns-sinnar kváðu æfir
og reiðir <út í, að hún skyldi gefa
kost á sér til þingmensku. Segja
það ótvírætt merki þesis, hve litla
virðingu að hún beri fyrir skyld-
um kvenn, eins og -þær eru boðað-
ar í trúarbókum Tyrkja. Frú
Kemal er kona leiðtoga þjóðernis-
sinnanna Tyrknesku, Mustapha
Ivomal, sem bjargvættur tyrknesku
þjóðarinnar varð eftir stríðið og
nú er stjórnar formaður þeirra.
Hún hiefir kasfað af séá- andlits-
skýlunni tyrknesku og semur sig
að öllu leyti eftir siðum kvenna í
Vestur-Evrópiii Hún er kvenfrels-
iskona og erindi sitt á þing segir
hún að vera það, að halda uppi
frelsiskröfum kvenna. Hún er
mentuð að nokkru á Englandi.
Blóöhefnd.
Þegar ítalski flotinn skaut á
borgina Corfu, drap liann sextán
grísk börn. Nauðsýnin sem til þess
rak að myrða þessa sakleysingja
var sú, að sjá heiðri Italíu borgið.
#
Verölaun fyrir ritsmíöar.
Blaði nokkru í París datt í hug
að gefa verðlaun fyrir ritsmíðar
bókmentalegs efnis. En það var
ekki fyrir bezta ritverkið eins og
vanale.ga á sér stað, sem verðlaun-
in átti að veita, heldur fyrir versta.
Dómarar voru valinkunnir rit-
höfundar og bókmenta frömuðir.
Eftir mikið andlegt erfiði og á-
hyggjur, kváðu þeir loks upp dóm
sinn. Og þeir sem verðlaim þassi
hlutu, voru mennirnir sem samið
höfu Versala-friðarsianmingan a.
Dónrararnir sögðu að það v.æri að
vfsu ekki mikið bókmentalegt gildi
að ræða í þesvsum samningum, en
]>eir álitu samt, að frain hjá þeim
hefðu þeir ekki getað gengið.
Rakovsky.
Eftir eins mónaðar uppihald,
hefir Bretland nú aftur byrjað
samvinnu við Rússiland. Lyga-
sögur voru bornaivút um Rakovsky
fulltrúa Rússlands á Englandi af
postulum Rússakeisarans sæla,
sem Frakkland skaut skjólhúsi yfir
sem urðu til þess, að Bretar slitu
viðskitasambandi um tírna og
sendu menn til Rússlands til þéss
að rannsaka hveraig á stæði með
þennan Rakovsky. En söguburð-
urinn reyndist lýgi og eru nú aftur
hafin viðskifti við Rússland á
Englandi og Radovski er fulltrúi
Rússlands þar eftir sem áður.
Rakovsky er annálaður hæfi-
leikamaður og er mælt að suinir á
Englandi hafi ýmugust á honum
þess vegna og að það — jafnframt
sögum keisarasinnanna um til—
gang Rússa með að gera Rakovsky
að sendiherra — hafi verið ástæð-
an fyrir ]>ví, að viðskiftæsamihand-
inu var slitið. En eftr för nefnd-
arinnar til Rússlands breyttist álit
Breta. Nefndin varð hissa — ekki
á svikræðisanda Rússa, heldur á
uppgangi landsiris og kvað hún
Bretland hafa tapað miklu nú
þegar af því að hafa slitið sam-
bandinu og ráðlagði að taka það
tafarlaust upp aftur.
Frá Þýzkalandi.
Af fréttuní að dæma sem * nú
berast frá Þýzkalandi, virðast þar
einhver ósköp ‘ yfirvofandi. Þjóð-
verjar hafa ákveðið iað hætta að
veita Frökkum nokkurt viðnám í
Rhur, skilyrðislaust að kalla má,
því kröfum Þjóðverja er enginn
gauinur gefin í því sambandi. IIvoi;
eftirköst það hefir verður ekki
neitt fullyrt um að sinni. En það
eitt er víst að glóðir innanlands
uppreistar, eru vel lifandi og að
éins líklegt er, að af þessu síðasta
spori — uppgjöf alírar mótspyrny
gegn Frökkum — leiði þann blást-
ur, er nægi til að gera bál úr glæð-
unum.
t
Viðvörun.
1 ræðu er prófessor Creedon, for-
seti háskólans í Georgetown hélt
fyrir nemiendum sínum nýlegá,
varðaði hann þá við því að giftast
of árslaun þeirra næmu minna en
$4,000.
Keisarasinnum snúiö aftur.
Á Angel-teyju í San Francisco-
flóanum var 57 ' rússneskum keis-
arasinnum synjað um landgöngu
og verða þeir því að snúa við aft-
ur heim til Rússlands eða enhvors
Evrópulandanna. Menn þessir
eru grimmir óvþiir Soveit-stjómar-
innar og mega sfns mikils. Dóm-
aranum fanst nægilega mikið af
þem lýð komið inn í lýðveldið og
kvað’ tíma
straum.
til að stöðva þann
Búnaöarsýning.
í Syracuse í Bandaríkjunum verð-
nr liöfð sýning á mjólkurkúm í
haust. Fræðsla í öllu er að mjólk-
ur framleiðslu lítur verður einnig
veitt þar. Búnaðardeild Banda-
ríkjastjórnarinnar hefir sýningu
þessa. Eitt af því sem einkenni- f
iegt verður að sjá þarna, er eftir-
gerð af kú úr gl.erk Æðarnar eru
úr glerpfpum stórum og smáum og
rennur bióðið eftir þeim. Tilgang-
urinn með þessu er að sýna, hvern-
ig fóður ký^innar yerður að blóði
og hveraig úr blóðinu myndast
mjólk. Á einnig að gera fólki skilj-
anlegt með þessu l>vaða fóðurteg-
undir framleiða mesta mjólk.
Geysi haglega hlýtur kýr þessi að
vera gerð.
Ósamlyndi.
Talsvert óslamlyndi kvað ríkja
milli Baldwins forsíetisráðgjafa
og Curzons lávarðar, utanrfkisráð-
gjafa. Baldwin er mjög óánægður
með frammistöðu Curzons í sum-
um utanríkismálunum. Eftir yfir-
lýsingu hans sjálfs (Curzons) í
þinginu um afstöðu Bretlands í
Ruhr-málunum og að Frakkar
yrðu annaðhvort að ganga að á-
kvæðum Brfeta, eða taka við af-
leiðinguimm, gefur Curzon Frökk-
unr sem næst sjélfdæmi í hendu: í
málinu, en England slær af ákvörð-
unum sínum, unz Frakkar eru á-
nægðir. Annað sem Baldwin geðj-
ast ekki, er það áð Curzon skyldi
gefa Poincare svo eftir á Alþjóða-
íundinum. að hann fengi því fram-
gengt að málið milli Grikkja og
ftala va»ri falið sendiherruiin land-
anna til úrskurðar ©n láta ekki
alþjóðafélagið fjalla um það eins
og sjálfsagt var. Að öðru leyti
íinst Curzon ekki til um ferð
Baldwins á fundi Poineares; kveð-
ur sitt verkefni vera fólgið í þvi
að ræða utanríkismál Breta við
hann. Er því fleygt fyrir að svo
geti farið að Curzon fari frá em-
bætíi.
Söngmannsefni.
ítalskur piltur í New York er
Mike Auglo Raginni heitir, er
gæddur svo eftirtektaverðri söng-
gáfu, að landar hans í bænum hafa
skotið saman eða stofnað félag til
þe^s að hafa saman fé til þess að
senda lvann til Italíu til að full-
numa sig í sönglist. Mike er lagð-
ur af stað og með $10,000 fór hann
som velgerðarmienn hans létu af
hendi rakna. Segja sumir styrktar
manna hans, að í drengnum sé
annar Caruso fæddur. Hann er 29
ára og vann fyrir móður sinni og
9 sysfckinum. Faðir hans dó fyrir
nokkruim árum. Mike hefir þó kom-
ist svo. langt í sönglistinni, að
menn gera ekki ráð fyrir nema
rúmu ári til þeSs, að hann skari,
fram úr.
Giftingar Konungsfólks.
Prjnsessa Maud, bróðurdóttir
George konungs á Enlgandi ætlar
að giftast Carnegie lávarði þ. 12.
nóv. næstkomandi. Þ. 3. sama
mánaðar giftist lafði Louisa
Mountbatten á Englandi krón-
prinsinum í Svíþjóð. Giftingar
þessar fara fram á Englandi og
verða hvorutveggju lijónin boðin
f veizlu í Buckingham höll af
George konungi og drotningu hans.
SvfS. konungur er sagt að verði á
Englandi um þessar mundir.
I