Heimskringla - 04.06.1924, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. JÚNÍ, 1924.
heimskrinqla'
(Ittiul 1HM>
Kiuur M • krerjim mWTtknl««l
GlgeDðun
THE VIKíNG PRESS, LTD.
MUl «55 SARtiENT AVE., WINNIPEU,
Talnlmli N-JU7
T«rl blalalM «r M.M Irraftnrln bfttf-
M fyrlr fraiu. Allnr boroalr rcftðW
rftlamanal Vlalalftft.
SIGFOS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjóri.
HÁVARÐUR ELÍASSON,
Ráðsmaður.
Stanlikrm til blaSslmat
THE VIKING PRESS, L,td-, Box 3105
Wtunlpes, 11».
VlHÍMkrtft tU rttatJðruM
EBITOIt HeimskkINGLA, Box 3105
Wlnnlpuc, M»o
The "Heimskringla” is printed and pub-
lished by The Vikingr Press Jjtd., 853-855
Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Telephone: N 6537
WINNIPEG, MANITOBA, 4. JÚNl, 1924.
Samvinna danskra
bænda.
Ef litið er á landabréf, er Danmörk sem
eitt ber í ámu samanborin t. d., við 'það
mikla land, er vér lifum í. Landið alt, Jót-
land og eyjarnar, er aðeins 15000 fermlílur
enskar, eða töluvert minna, en Vancouver
eyjan, er svo lífið ber á, á landabréfinu, hér
við vesturströnd Canada. I landinu lifir þó
naer hálf fjórða miljón manns, eða undir það
helmingur af því sem hér er, svo býsna mik-
ið þéttbýlla er þar en hér. Þó er landið
ekki mjög þéttbýlt, eftir iþví, sem í Evrópu
gerist. Landið er heldur ekki mrjög frjó-
samt nema á blettum. Eyjarnar — Sjáland,
Fjónn, Falstur og Láland, — mega þó yfir-
leitt teljast mjög frjósamiar. En stærsti bluti
landsins, Jótlandsskaginn má kallast ófrjó
jörð. Langmestur hluti skagans, eru lyng-
grónir hálsar og hólar og vesturströndin á-
kaflega sendin, og víða foksendin. Lyngið
er þétt og níðsterkt, og und:r lyngþófanum
er járnsands- og Ieirlag, er Danir kalla “Al”.
Þetta lag er grjóthart, og 2 þml. og oft meir
*á þykt. Verður að brjóta þetta lag upp með
sérstakl. gerðum plógum trl þess að ná í
flrjómoldina, því beztu næringarefnin hafa
þvegist úr yfirborðinu niðurfyrir þessa helllu.
Eins og menn geta gert sér í hugarlund,
af þessu stutta yfirliti, er Danmörk yfirleitt
ckki neitt framúrskarandi vel fallið land til
búskapar. Sennilega tæplega eins vel og
mestur hluti Englands. Þó standa Danir Eng-
lendingum Iangt um framar í landbúnaði, og
Teyndar ölluim þjóðum ,hvar sem er um heim
allann. Árlega komia sendine'fndir sérfræð-
inga, úr ótal löndum og ýmsum állfum, til
f>ess að sjá sig um í Danmörku og læra af
dönskum bændum. Þykir jafnvel sunmum
dönsku bændunum nióg um, því þeir vilja að
vísu gjarna hjálpa nágrannanum, en kæra
sig kannske ekki um, að hann viti alveg eins
mikið og þeir sjálfir. Svo sadkjast og mörg
lönd eftir ungum dönskum búfræðingumi,
sérstaklega Rússland, England og t. d.
Canada að nokkru leyti, víst aðallega vestur
í Alberta til rjómabúa og smér- og ostgerð-
ar.
Þessu hámarki hafa Danir náð í landbún-
aðinum fyrir tvent: samvinnu og lýðmentun.
Flýtur samvmnan reyndar af lýðmentun-
inni, en hún er með afbrigðum góð í Dan-
mörku, samanborið við önnur lönd. Hyggj-
um vér það rétt með farið, að 65 % af þjóð-
inni allri, hafi leyst af hendi skólanám er
svarar til ellefta, eða jafnveí tólftabekkjar
prófs hér í “High Schools”. Er það feikna-
mikið, að tiltölu við flest önnur lönd.
Eins og tekið var fram hér á undan, er
Danmörk ekki frjósamt land nema í góðu með
allagi, eða kannske betur sagt ekki nema í
meðallagi fallið til kornræktar. Komrækt
var þó hornsteinn landbúnaðarins þar til
um 1870. Þá tók komframleiðslan að borga
sispilla, aðallega vegna þess, að engir mögu-
feikar voru fvrir Danmörku, að keppa við
Rússland og Rúmeníu, sem eru bæði miklu
frjósamari og betur til komræktar fallin, —
auk stærðarinnar — og höfðu þar að auki
miklu ódýrari vinnukraft.
En þeir lögðu ekki árar í bát dönsku
bændumir. Þeir sneru sér að griparadkt,
sérstaklega stórgripa, svína og hæisna, og
settu á stofn með sér sameiginleg smjörbú
Vegna þess hve lýðmentunin stóð á háu
stigi, voru Danir fljótir að átta sig á sam-
vinnuhugmyndinni, og sérstaklega þó bænd-
urnir, sem alment vom betur mentaðir en
borgalýðurinn, og áður en Iiðin voru mörg
ár vom sameignarsmjörbú, sameignarllát-
urfélög, o. fl. komin um alt landið.
Helstu félögrn er þá voru: “Sláturfélag-
ið sameinaða”, “Hin sameinuðu smjörbú”,
— tvö félög á Jótlandi og Fjóni — “Hið
sameinaða józka kaupfélag”, “Hið samein-
aða danska heildsölufélag”, áttu svo fund
með sér 18. febr. 1899, og mynduðu þá
eitt alísherjar samvinnufélag, “Sam-
vinnuhlutafélögin dönsku”, (“De sanwirk-
ende danske Andelsselskaber”), eða máske
réttara sagt: Þessi félög kusu nefnd manna
“Allsherjar samvinnunefndina”, (Andelsud-
valget) og er hún miðstjórn allra samvinnu-
félaganna. '
Nefnd þessi hélt nýlega hátíðlegt 25 ára
afmæli sitt, og gaf út bækling, í tilefni af
því. Er hann stutt yfirlit yfir starfsemi
nefndarinnar. Hún hefir grundvallað “Hlut-
bafa bankann”, fengið löggilt hið heims-
fræga “Lur” merki, fyrir danska smjörið, o.
fl., o. fl., sem oflangt yrði hér upp að telja.
Auk þeirra samvinnufélaga, er talin voru upp
að framan, hafa síðan myndast fjöldi annara
stærri og minni félaga er eiga fulltrúa í alls-
herjarnefndmni. *
Öli framJeiðslufélögin hafa bæði reikn-
ings- og víxlalán hjá bönkunum, Afurðasölu
er þannig hagað, að um leið og varan fer úr
höndum bænda fá þeir andvirði 'hennar greitt
hjá félögunum.
Það er engin smáræðis umsetning, sem
essi samivinnufélög hafa á ári hverju. Árið
1922 fluttu danskir bændur út vikulega ^ð
meðaltali 1837 smálestir (tons)‘ af smjöri,
2142 smálestir af fleski og 392 smálestir af
öðru kjöti. Síðan hafa útflutningar aukist,
því þetta ár var ekki búið að fylla í skarð-
ið, er hjóst í gripahjarðimar dönsku á
stríðsárunum, er allar fæðutegundir voru í
því geypiverði, að margir bændur losuðu sig
við helzti mikið af húsdýrum. Nú í janúar-
mánuði 1924, nam útflutningur danskra
búsafurða því, er hér segir:
Smjör, rjómi, mjólk og ostur 56.6 miljón
krónur; svínakjöt (bacon), nauta'kjöt og
* annað slátur 37.1 miljón; egg fyrir 56.6
miljónir r* gripir á fæti 1 1.8 miljónir; feiti og
niðursoðnar vörur 5.7 miljónir. —
Á undanförnum árum hafa Danir skift
langmest við Breta, með landbúnaðar afurð- I
ir sínar, og gera enn, þó mikið séu'þeir farn- j
ir að verzla við Bandaríkin og sérstaklega
Þýzkáland líka.
Alt búnaðarfyrirkomul. Dana hefir fynr
löngu vakið eftirtekt stórþjóðanna á þeim.
Er það ein sönnun þess, að lftil þjóð á að |
fíestu Ieyti miklu hægra með að koma fyrir-
myndarskipulagi á hjá sér í flestum efnum,
og ganga á undan heiminum með góðu eft-
irdæmi. Er þetta alvarlega íhugunarvert
fyrir oss Islendinga alla, hvert sem vér með
dr. Helga Péturssyni og ýmsum fleiri af-
bragðs gáfumönnum þjóðar vorrar trúum
því, að vér Islendingar eigum jafnsérstætt
hlutverk eftir af hendi að inna, og þjóð vor
og rfki er einstaklega tilkomið í veraldarsög-
unni, eða vér teljum Island óbyggilegt og
þjóðlifsbaráttu vora vestan hafs og austan
einskisvirði.
En svo vér komum að búskapnum danska
aftur, þá Ieiddi það af hinum miklu viðskift-
um við England, að Bretar munu einna fyrst-
ir hafa orðið til þess, að veita eftirtekt, og
breiða út í landi sfnu þekkingu á samvinnu-
félagsskapnum í Danmörku.
Enskur biskup, I. Perzival, hélt fyrir
nokkrum árum fyrirlestur við einn af háskól-
unum í Wales. Sýndi hann í ræðu sinni fram
á, hvað stórþjóðimar gadtu mikið Iært af
smáþjóðunum, og benti einkum á Dani, á
framfarir þeirra, mláli sínu til stuðnings
Hann sagði meðal annars: “Oss Englending-
um virðest þetfa ganga (krafftaveþki nœst,
þar sem vér sjálfir, sem einmitt vorum í sömu
fordæmingunni á sviði landbúnaðarins, sát-
um aðgerðalausir og kveinkuðum yfir voru
vesæla ástandi. I stað þess að Ikvarta yfir
lækkun kornverðsins, höfðu dönsku bænd-
urnir með undraverðru snarræði og atorku
lagt niður kornyrkjuna, sem ekki borgaði
sig, og tekið upp smjjörgerð (á samlags-
búum) og samvinnu á rjómabúunum, sem>
göðan ávöxt hefir borið. En að þetta tókst
var dörtsku Iýðháskólunum að þakka 65 % af
formönnum rjómabúanna og 90 % af ráðs-
mönnum þeirra höfðu verið nemlendur á
þessum skólum. Hvað Iengi eigum vér í
Englandi að að bíða eftir slíkum árangri?”
Á stríðsárunum Vaknaði mikill áhugi hjá
Bretum á því, að auka og efla landbúnað-
inn. Þá voru háir skattar lagðir á stærri
landeigendur, svo sumir af þeim neyddust
til að selja meira og minna af landeignum
sínum. Var þá mikið af þeim Iagt undir
kornrækt og jarðávaxta, sem áður hafði að-
eins verið beitarland fyrir viHibráð lávarðr [
og stóreignamanna. Voru á stríðsárunum
margir búfróðir Danir fengnir til Englands .
tii þess að kenna og segja fyrir verkum. Hef-
ir landbúnaði Breta fleygt fram hin síðustu
ár og má að langmestu leyti þakka það
dönskum áhrifum.
Svo sterk hafa þessi áhrif verið, að
Ðuxton landbúnaðarráðh. Breta hefir lagt
fram frumvarp til laga fyrir þingið, er fer
-Pþá átt, að styðja brezkan landbúnað, er
rekinn sé með dönsku samvinnusniði. Helfir
frv. þessu verið tekið vel í íþinginu og héfir
stuðning allra floklka þingsins. Helstu atriði
frumvarpsins eru á þessa leið:
I. Sameignarfyrirtæki, sem fást við fram-
leiðslu, sölu eða tilbúning Iandbúnaðaraf-
urða, fá stuðning með stofnláni, og kjósa
skal framkvæmidanefnd, sem athuga skal all-
ar umsó'knir um slílk lán.
2. Stofnfé til þessara fyrirtækja eiga
bændur að leggja til að mestu leyti og á-
góði sá, sem hlutabréfin gefa í félögum,
sem njóta ríkistillags, má ekki fara fram úr
5%.
3. Þegar ræða er um félög, sem þegar
eru stofnuð, verða lán veitt til aukinnar
starfrækslu í þeim. Tillag ríkissjóðs má þó
ekki fara fram úr helming kosnaðar þess,
sem gengur til stækkunar eða endurbóta
slfkra fyrirtæikja.
4. Þar sem ræða er um ný fyrirtæki, vill
stjórnin lána stofnendunum alt að helming
þess fjár, sem stofnkostnaði nemur, þó ekki
yfir 10,000 sterlingspund til hvers fyrirtæk-
is. Lánin eiga að afborgast með 5% á”20
árum.
Þessar tillögur Buxtons landbúnaðarráð-
herra hafa vakið mikla almenna eftirtekt.
Sagt er að McDonald forsætisráðherra sé
danska samvinnufyrirkomulaginu mjög hlynt-
ur. Er ekki ósennilegt að þessi stjórn og
næstu stjórnir vilji 'hlaða sem mest undir land-
búnaðinn ensika, svo England þurfi ekki að
flytja inn jafnafskaplega mikið af matvaöl-
um og það gerir nú. Landrými er mikið enn'
þá til á Englandi, því lávarðamir, þeir sem
jarðirnar áttu, hafa ekkert af þeim viljað
selja eða leggja til akuryrkju, framyfir það
sem venð 'hefir í hundrað ár, |þó jafnan
hafi verið neega kaupendur að fá, er vildu
erja jörðina. En landaðalhnn hefir ekkert
getað mist af veiðilöndum sínum, undir plóg
bóndans. Skiftir það miljónum af ekrum,
er látnar eru vaxa ræktarlaust árlega. T. d.
má geta þess, að hertoginn af Sutherland átti
fyrir nokkrum árum hér um bil 1.400.000
ekrur og gaf öll sú landspilda einungis tæpa
700,000 dali af sér á ári, eða um 50 cent á
ekruna. Að vísu er þetta fremur laglegur
tekjuskattur fyrir einn mann, en eiginlega er
|>áð fremur lélegur búskapur á frjósömu
landi, þó vitanlega sé það ekki alt erjandi til
komrælktar.
Ekki þætti oss ósennilegt, úr því Bretar
nú semja sig svo mjög að siðum Dana með
landbúnaðinn, að þeir reyndu að ráða fram
úr atvinnuleysinu, með því að skylda jarð-
eigendur, er láta þúsundir og tugi þúsunda af
e'krum liggja sem gagnslítið og gagnslaust
beitiland öldumi saman, til þess að selja jarð-
ræktarmönnum vissan hluta af þessu landi.
Fengist land laust til 'muna, mætti vafalaust
gera ráð fyrir því, að eitthvað grynkaði á
þeirri miljóninni í Englandi, sem stöðugt er
atvinnulaus, síðan að strfðinu mikla létti.
Slíkum lögum kom Zahle ráðuneytið ný-
lega á í Danmörku. Mættu þau afarmikilli
mótspyrnu fyrst, úr ýmsum áttum, sérstak-
lega frá aðlinum, en einmitt aðallinn virðist
nú, þá er lögin hafa verið í gildi þar í nókkur
ár, sœtta sig fult eins vel við þau eins og nýju
kaupendumir sjálfir.
“Fjallkonan”
Islendingadagsnefndin hér í Winnipeg
hefir að þessu sinni komið fram með það ný-
mösli, að láta íslenzka konu koma fram í
mynd og Iíkingu Fjallkonunnar á Islendinga-
daginn. Verðiír hún kosin af þeim, er að-
göngumiða kaupa að hátíðahaldinu þann
dag. Allir aðgöngumiðar eru jafndýrir;
kosta 25 cent, og gefur hver miði hverjumi
einstökum kaupendá" eijt atkvæði. Er ekkert
því til fyrirstöðu, að hver maður, er hátíð-
ina vill sitja og einhverri vissri koma í há-'
sæti, geti keypt svo marga aðgöngumiða og
hann lystir. Fer atkvæðamagn hans alger-
lega eftir þeim aðgöngumið^fjölda, er hann
kaupir. Fær sá er kaupir 10 aðgöngumiða þá
10 sinnum fleiri atkvæði um þetta mál, en sá
sem kaupir aðeins eitt. Merkir hver kaup-
andi kross á stofni atkvæða- og aðgöngu-
miðanna, útundan nafni þeirrar konu, er hann
vill hefja í Fjallkonusætið. Verður sú krýnd
og í hásæti sett, er flest atkvæði fær.
Atkvæðagreiðslunni verður lokið þ. 15.
júlí, kl. 8 e. h. Verða því allir atkvæðamið-
ar, að vera kommir í hendur nefndarinnar, er
þá kemur öll saman, á þeim tíma. Ella eru
þau ógild til Fjallkonuikosningar, þó þau gildi
sem innigangseyrir. Verður þeirn •konum er
keppa boðið á nefndarfundinn þetta kvöld kl.
8, eða þá að senda fulltrúa í sinn stað, ef þær
vilja gaéta* hagsmuna sinna.
Mjög svo lofsverður áhugi fyrir því, að
þessi tilbreytingar-tilraun megi fara svo vel
úr hendi sem unt er, hefir þegar sýnt sig bæði
, hjá keppendum og kjósendum- Hefir ekki
einungis verið dreift atkvæðamiðum hér út
um borgina, heldur vitum vér og til, \að beð-
ið hefir verið um að útbýta nokkrum um ís-
lenzkar sveitir, og það jafnvel utan Manitoba-
fylkis og á meðal fóllks, sem jafnvel ékki býst
við að geta sótt hátíðina. Er iþað vel farið,
að menn þar sýni og, að þeim stendur ekki á
i sama, hver kosningu hlýtur, svo að allir leggi
sinn skerf, eftir bezta viti, til þess að alt megi
verða öllum málsaðilumi til sæmdarauka í'
nafni Fjallkonunnar. ,
Kirkjumál.
Frjálslyndi þjóSkirkjunnar”.
Eins og áður 'hefir verið sagt frá,
skrifaði Einar H. Kvaran nýlega
grein í danska biaðið Politiken um
íslenzku kir^juna. Kallar hann
greinina “En liberal Folkirke”. Þar
sem gera má ráð fyrir l>ví að ýmsir,
einnig hér heima, hafi forvitni á að
kynnast þessari grein, verður sagt
hér örlítið frá henni, ]ió skoðanir E.
H K. á þessum málum séu annars
fullkulnnugar hér.
Höf toyrjar á því, að hann skrifi
grein þessa vegna þess, að sór virð-
ist kenna nokkurs misskilnings á
íslenzku kirkjulífi í ýmsum ummœl-
um Dana um þau mál, og muni það
sprottið af ónógi'i þekkingu. En
þar sem óskirnar um vinsamlegd
samvinnu þjóðanna láti nú æ meira
og imeira til sín taka, sé einnig gott
að gera sér sein toesta grein þess,
sem líkt sé <>g ólíkt í fari þjóðanna.
Höf. segir, að það muni mega
sanna, að íslenzkan þjóðin hafi haft
nokkra sérstöðu í kirkjumálanum
allar götur frá því er kristindómur
hófst fyrst í landinu. Bendir hann
þar á hin aikunnu ummjæli Jóns
Loftssonar úr staðadeilunum.
Þetta telur höf. vott þess, ásamt
öðru, að íslendingar 'hafi ekki ver-
ið beygðir eins uudir valdboð kirkj-
Uínnar og annarsstaðar hafi átt sér
stað víðast hvar. Og hinsvegar hafi
íslenzka kirkjan ávalt verið óvenju-
lega lítið játningaföst (ódogma-
'tisk).
Það er þó einkum á síðustu ár-
um, að íslenzka kirkjan hefur, und-
ir stjórn helstu manna sinna, stefnt
ákveðið I þessa átt. Leiðtogar þjóð-
arinnair í andlegumj efnum hafa
v.eitt henni það uppeldi, sem virð-
ist hafa mikil og djúp áhrif’ á þjóð-
areðlið. Almenningur hefur m. a.
fengii? nánar og samvizkusamleigar
upplýsingar um niðurstöður vís-
indalegra biblíurannsókna frá lærð-
ustu guðfræðingum sínum og ýmsar
fregnir u(m niðurstöður sálarrann-
sóknanna. Áhugi þjóðarinnar á
andlegum málum hefur vaxið mik-
ið, en fer oftast aörar ieiðir en
venjulega troðninga trúarinnar.
Til dæmis um þetta segir höf.
frá tveimur atvikum úr lífi Matt-
híasar -Jochurassonar. Hið fyrra
var hiskup'sáminning sú, er hann
fekk 1891 fyrir þau ummæli úm út-
skúfunarkenniniguna, að hún væri
dogma, sem fyrir löngu væri úrelt
og væri kristindóminum til skamni-
ar og skaða, enda ljótur lærdómur,
sem á hræðilegan hátt neitaði vís-
dómi guðs, almætti og gæsku. Þessi
ummœeli M. J. voru þá talin víta-
vefð, jafnvel af þeim, sem taldir
voru þá meðal frjálslyndustu guð-
fræðinga landsins, svo sem Hall-
grfmur Sveinsson og ÞórlhaOlur
Bjarnarson
En 1920 heldur svo vígslulbiskup
Hólastiftis, Geir Sæmuudsson, * lík-
ræðuna yfir M. J. og segir þar m.
a., að hann þakki séref M. J. fyrir
hönd fslenzku þjóðkirkjunnar fyrst
og fremst fyrir það, að hann varð
fyrstur íslezkra presta til að gera
sitt til þess að afmá einhvern
svartasta hlettinn, sem settur hef-
ur verið á hina fögru guðshugmynd
sem J'Osús frá Nazaret hefur gefið
okkur. — Ennfremur toendir höf. á
það, að skömmu áður en M. J. dó
hafi guðfræðideild há skólans gert
hann að heiðursdoktor, og það þó
alkunnugt hafi verið, að mestan.
hluta æfi sinnar hafi hann hallast
að únítariskum kenningum, og hafi
þessi ráðstöfun vakið ánægju um
alt land. Einnig getur höf. um það,
að þegar danski presturinn Airtooe-
Rasmussen hafi á sínuim tfma unn-
ið fyrir hæstarétti málaferli út af
trúardeilujm sínum og nýguðfræði-
legum skoðunum, hafi íslenzka guð-
fræðideildin, með núverandi biskup
í toroddi fyikingar, semt honuml saim
fagnaðarskeyti.
Síðan skýrir höf. frá starfsemi dr.
Jóns Helgasonar og toaráttu hans
fyrir frjálslyndinu innan íslenzku
þjóðkirkjunnaT, kenningafrel'si
presta o. s. frv., og segir, að hann
hafi síðan verið gerður að Úiskupi
þjóðkirkjunnar, án þess að þurfa
I
Dodd’* nýrnapillur eru bezte
nýmame'ðali'Ö. Lækna og gigL
bakverk, hjartabilunt þvagteppu.
ok önnur veikindi, sem stafa frá
nvrunum. — Dodd’s Kidney Pilb
kosta 50c askjan eÖa 6 öskjur fyr.
«r S2.50, og fást hjá öllum lyfsöi-
um eöa frá The Dodd’s Med>c%*
Co-. Ltd., Toronto, Ont.
að taka aftur nokkuð af fyrri um-
mælum sínum.
Næst bendir höf. á synodusræðu
séra Kjartans Helgasonar, þar sem
hann hafi lagt áherslu á það, að
lærdómar kirkjunnar skygðu á sjálf
an Krist og jafnvel allar kenslubæk-
ur í kristindómi, frá kverinu upp f
dogmatik prestaskólans, h.efðu haft
sömu áhrif. Eg held, segir höf., að
slfk prédikum, við háopinbera at-
höfn, sé talsvert sérkennileg fyrir ís-
lensku þjóðkirkjuna.
Þá segir höfundur, að kennara-
stétt landsins hafi baft mikil áhrif
í áttina til aukins frjálSlyndis, enda
hafi margir kennarar fengið upp-
eldi sitt Undir handarjaðri eins
hins frjálslyndasta nianms þjóðar-
innar, séra Séra Magnúsar Helga-
sonar.
I>ví næst segir höf. frá spíritism-
r anúm á felandi. Hann sé borinn
þar fr^m af háskólalærðum mönn-
um fyrst og fremst, sem séu læri-
sveinar helstu vlsindamanna á
sviði siálarrannsókmanna, s. s. Miey-
eris, Sir. Oliver Lodge, Sir William
Crookes, A. Riussel Wallace, Sir
William Barrett og prófessor Hy-
slop. Margar tilraunir hafi verið
gerðar á íslandi og hepnast vel,
enda sé þar margt fólk með góð-
um hæfileikum í þessum efnuim.
En ekkert segir höf. þó, að sé mönn
um þessuni fjær skapi en það, að
komia fram sem sérstök trúardeild,
en kirkjan sjálf geti hinsvegar ekki
komist hjá því að færa sér í nyt
niðu i’stöður sáílarrannsókjnanna.
Helsti maður þessarar hreyfingar,
Haraldur prófessor Níeisison, segir
ihöf. ennfremur, i hefir ávalf lagt
ríka áherslut á þetta, og er jafn-
framt einhver vinsælasti kenni-
#
maður landsinis, enda hafi spirit-
isku hreyfingunni verið vel tekið
af þjóðinni. Einn andstiæðimgur
hennar hafi jafnvel sagt á prenti,
að hún væri sterkásta andlega
hreyfingin í landinu.
í þessu sambandi þendir höf. á
ummæli toiskupsins, dr. J. H. um
spiritismann í hirðistoréfi sínu, sero
vott óvenjullegs frjálslyndis í þess-
um efnum.
Loks minnist höf. áx íihaldsstefn-
una inman ísl. þjóðkirkjunnar,
sem eigi aðalstoð sína í K. E- U.
M. En sá félagssakpur hafi þrosk-
ast á ísiandi eftir norskri fyrir-
miynd, en ékki en.skri eða amerískri.
Áhrif hans séu ;líka lftil, þvi mieg-
inið af hugsunum og tilhneiging-
iran fólksins toeinist i frjálslynda
átt. Við höfum orðið þess vör, seg-
ir höf. enmfremur, að sumt danskt
kirlajufólk >er óánægt mieð okkur
f þessu efni og langar til að
“betra” okkur. Það er raeira að
segja taiað um, að nokkrir and-
legir leiðtogar þjóðarinnar reki er-
indi djöfulsins. Bn í þessui sam-
bandi segist höf. viilja henda á
það, að einn helsti forvfgismaður
hinnar gömlu stefnu, ágætur mjað-
ur, Sigurbj. Ástvaldur iGíslason,
hafi hvað eftir annað' reymt að ná
prestskosningui, en aldrei tekist
það, einungis af því hann er gaim-'
alguðfræðingur. Þetta segir höf.
að sér virðist henda í þá átt, að
það muni reynast fremur tilgangs-
lítið fyrir danska ófrjálslyndis
kirkjumenn, að ætla að “betra” ís-
lendinga f þessum efnum.
(Lögrétta).