Heimskringla - 04.06.1924, Blaðsíða 5

Heimskringla - 04.06.1924, Blaðsíða 5
V- WINNIPEG, 4. JÚNI, 1924. HEIMSKKINGLA S. BLAÐSIÐA Gullfoss Kaffe (fyr R(ooin-ey’» Lunch) 629 Sargent Ave. LLreinlæti og smieifekvísi ræðutr i miatiartilbúninigi vorum. Lítið hér in-n og fáið yður að borða. Höfnm -oinnig -alt-af á boðistól- -um: kaffi og al.lskonar bafeninga; tóbak, vindlia, svaladrykki og sæt- indi fslenzkir íþróttamenn Erá því sagan hófst hafa Norður- landaþjóðir átt afbragðs íþrótta- menn. Að stenda öðrum fremri í lífeamllegu atgervi og karlmensku, var markmið allra hraustra manna. Leikir og íþróttamót voru stofn-uð og oft gleymdust um stUndarsakir iheiftur og hefndir í á-hu|gainum og skemtunin-ni af að horfa á leikina. Islendingar stóðu ekki öðrum að baki. Gunnar á Hlíðarenda, Stein- þór á Eyri Og Hlífar-Gunnar, v-oru frægir um alla Norðurálfu. Pað er álitið satt að þeir stukku hæð sína í ölllum herklæðum. Allir muna líka sögun-a af -Skarphéðni, er hann stökK 18 fet undir mjög erfiðum krin-g- uimstæðum og hafði öxina Rimimú- gýgi og brynju. Nú á dögum er það allgóður íþróttamaður er stekkur 20 fet. I Islendingar í Vesturheimi -hafa haldið við gömlum og góðum sið með því að komia saman 2; ágúst á ári hverju. Pessi dagur er nokkurs- konar alþingisdagur. I>á koma menn saman með góðum hug til að kynnast, ræða vandamál, sýn-a í- þróttir, lbera fram ljóð og minnast föðurlan-dsins. Eynr yngri kynslóðina er einn þáttur af skemtiskrá Islendinga- dagsins sérstaklega mikiisvarðandi, það eru íþróttirnar. Þess vegna er áríðandi, að hafa þær fjörugar og skemtilegar., Islendingadagulrinn er nóg tilefni til þess að hver hraust- ur, ungur maður fyllist eldmóði og kappi, að hann geti komig kari- mannl-ega fyrir sjónir þegar á í- þróttavöliinn kemur. Þessi síðustu ár, hefur ekki ver- ið eins mikill áhugi fyrir íþróttum eins og vera mætti. 1 fyrra virtist helst sem að áhuginn væri alveg að deyja. I>etta má ekki eiga sér stað. íslenzkir piltar -hafa reynst eins góðir og betri en margir, sem n-ú eru að keppa um tækifæri að reyna sig í Montreal. I>að þarf ekki annað en- að líta yfir hámörk lið- inna ára ti-1 að fullvissa sig u'm það. Skrá yfir hámörk betri íþrétta- mann-a okkar verður birt í blaði þessu fyrir alla að kynna sér. Eins má segja að verðlaunin-, sem íslenzkir íþróttam-enn eiga kost á eru vel þess virði að keppa um þau. Árið 1913 voru mynduð íþróttafé- lög og glímu-klúbbar að Lundar, Seikirk o-g Winnipeg. Eyrir íþróttir (track and field) gaf Thorst-einn- ■Oddsson prýðisfallegan skjöld, sem sá klúbbiir, er flesta vinn-inga hafði. eignaðist fyrir eitt ár. Einni-g gaf *> % % % % % % % % % \ \ S, % % s S \ % % s s s s Fyr og nó (Stuttu pil'siin). Þá klæddi lærin lín og lön-gu pilsin hrein, en ástar yndis ljós úr augum meyja skein. En alt er orðið breytt, og annað maður sér, — því augun eru klædd, en aftur lærin ber. Seinasti dansinn. v Þú gjálífi heimur, með glys l>itt og prjál, til glötunar leiddir þú mig; í eitruðum dreggjum ég dra'kk þína skál og dansandi kveð ég nú þig, því aðeins þær dömur, sem dan-sa nú bezít hjá drengjunum verðskulda lof. — í fótunum á þeim er mentunin mest og hjá mörgum hún nær upp í klof. K. N. r? Gœfa og ógæfa. Þeir höfðu átt mikið og stórbrotið starf, Og stiklað á þjóðræknis-tindum, Geymdu þeir fjölbreyttan feðranna arf í fegurstu gullaldar myndum, — En umhverfið suðaði í syndujm — Svo þegar dygðir og drengskapur hvarf Og djöfullinn gamli að mannkostum svarf, Þá bilaði þróttur í blindum. Það var hans gæfa að geta þá leitt Á glapstigu, af þjóðræknis vegi. Þess vegna er drekum í bardaga beitt, Og brandarnir glampa á fleyji — Minkar þá ógæfan eigi. Trygðabönd slitna, og útsýnið eitt Er Öfundar-hraun, sem er nakið og breitt En glottir við dreyr-rauðum degi. Víst er það ógæfa íslenzkri þjóð, Ef ótrygð í hásæti kemur, Sem leitar á frændvíg og biður um blóð, Og beiskasta kaupmálann semur, — Heimskuna tjóðrar og temur, — Magnar svo haturs og heiftræknisglóð. Hættan á þyngri og raddmeiri hljóð En tapið í tuttugu þremur. G. O. Einarsson. % * % % \ % \ % % % * * % \ % % % * % % % ■i % Skúli Hannes-son stórain silfurbikar fyrir ein.staklinginn er flestum vinningum náði yfir d'aginn. Glímu- kappinn eignaðist Óelti er hann mátti eiga eitt ár eða ein-s miorg ár og hann -gat haldið veJli. Þessi íþróttafélög voru stofnuð með því markmiði, að hvetja men-n til æfinga, og fyrstu þrjú til fjögúr ár varð af því mjög góður árangur, eins og sýndi sig á íþróttamótun- um 2. ágúst. Árin- 1913—’16 settu piltamir hám-ark -sem enginn þarf | að skammast sín fyrir og sem þola sam-anburð við hámark annara í- þróttamanna í Mianitoha. Magnús Kelly, er féll í stríðinu var íþrótta- m-aður með afbrigðum. Aðrir er stan-da í fremstu |röð -eru Einar Johnson og Gústi Magnússon frá Lundar og Björgvin- St-efánsson og Jack Baldwin frá Winnipeg. Meira verður minn-st á þe-ssa m-enn sfðar. Eitt mega menn reiða sig áf — það er enginn- barnal-eikur að ná há- mörkum þ-essara manna. Það er ekki hægt nema með því móti, að æfa af áhuga og ein-beittum. vilja. íslendingadagsnefndin vonast eft- ir því að íþróttamen-n taki si-g sam- an -og myndi félög ef mögul-egt er, að koma því við. Lundar vann bæði skjöi-din-n og bikarann í nokk- ur ár samfleytt en Winnipeg vann hvorttveggja 1922. í fyrra var ekki kept um skjöldin-n. Það, sem á við “track and field” íþróttir á líka við giímur. Bróður- leg samkeppni vor nauðpynleg til þess að maður geri sitt ítrasta — það veit engin-n krafta sína fyr en hann tekur á þeim. Takið ykku.r saman piltar og æfið hver í kapp við annan. Látu'm, Islendingadag- inn vera fjörugan og karlm-ann-ieg- an-n. Athleticus. Til ferskeytlunnar. Enn á ísa góðri -grund græðist vísum. kraftur. Ertu að rís-a af rökkur blund rímnadísin aftur? Yer.tu á sveimi' vina til, . vek þá hreimi snjalia, ^ láttu str-eyma ljós Og yl ljóðs yfir heima aila. Þjóðar o'kkar áttu nafn m-eð yndis þokka fínum, Gyltra lokka lista safn liðast í flokkum þínu-m. Lítið á eg orða val, ef eg miá þiig flytja, utar frá í óðar sal yndi er þá að sitja. Þjáði þig aldrei ánauð heins útlends valds í leyn-um. Þú h-efur haldið ávalt/eins IsJands faldi hreinuan. ís-a spöng af and-ans hyl Islands söngvar þíða, kalt er ön-gvum komjium til kvæða lÖnguhlíða. Þar er angan hátts og hljóms, er hlíðin fang þér breiðir, en upp að vanga blaðs og blóms brattar og strangar leiðir. Eilífð veit um veginn þann, völt eru skeyti hinna, engin 1-eit því enda fan-n óðar sveita þinna. Elýi njóla nesjum fjærst að n-orður póli köldum, ]>ar á sól þín sigurglæst sumartoól á öldum, Þeki ósa ísa miúr, þá en-ginn rós hér finnur, norðurljósa leiftrum úr listin hrós þér spinnur. Var ei hrós þitt van né of, villa ei Ijós né -skuggar þann, som rósum þylur lof, þegar frjósa gluggar. -Gaf þín ærið ljúfa list lífsine kærust gæði, en-ginn fær þá aftur mist ef þú slær í bræði. Á ey og bala ölduifalls áttu sali kunna, Þú ert dala dís og fjalls, dóttir alþýðunnar. FAIÐ YÐUR $1.00 SILKISOKKA ÓKEYPIS Á ÁRLEGU ÚTSÖLU VORRI. Aíimtudag, töstudag og laugardag þessa vik.ii. Silkisokkar ókeypis með hverjum leður eða hvítum sumar skóm. ^ N Skór búnir til eftir nýustu sniðum íyrir sann- gjarnt verð á $3.85, $4.85 og upp í $8.85. Peningar yðar eru ekki vorir nema að svo miklm leyti sem þér eruð ánægðir með að greiða þá. ^HOE ^HOPltd SOMERSET BLDG. 296 PORTAGK Þó -sumuin háum lítist 1-ág leið þín ná þeir hvergi, en standa hjá er stikiarð á stuðla gljáu bergi. Undra heim-a áttu þá, sem ýmsra gleymast sýnum. Vel sé þeim, sem verði á vaka yfir sei-mi þfnum. Ólína Andrésdóttir. (Eimreiðin). Frá ídandi, Þau tíðindi gerðust á Alþingi, að afgreidd voru í n. d. siem lög frá þinginu þr-eyting sú á skipun- Hæstaréttar, sem Jón Magnússoii, forsætisráðherra bar fram í e. d. á öndverðu þingi. Er aðalbreyting- in sú, að dómendum er fækkað um 2, og eiga þeir framv-egis að verða aðeinis 3. — F1 ubnings-maður lýsti þar yifir margsinnis, að m-eð þessu væri réttaröryggið rýrt, en taldi þó rétt að samþykkja það, af sparn- aðarástæðum. Líklegt er það einsdæmi í stjóm- málasögu 'heimsins, að dómsmála- ráðherra beri fram slíkt frumiv-arp, og það að því yfirlýstu, að með því sé sbefnt að því, að rýra rétt- aröryggið. Mun flestum kom.a sam- am um, að slíkt mætti sízt af öllu h-enda dómsmálaráðherra, ts-em að sj-álfsögðu á að vera sívakandi yfir því, að réttarörygginu sé ekki stefnt í tvísýnu. H-erra Jón Magn- ússon taidi þetta þó ‘full-forsvar- anlegt”. Á það væntanlega í þessu samhandi að þýða “nógu” forsvar- anl-egt! Á þingi 1919, þegar hæsta- réttarlögin voru samþykt, taldi sami maður ó-fonsvaranle-gt, að hafa færri 5 dómendur í réttinum, en hann mun nú telja það of forsvar- anlegt. ------------0----------- Skemtiferdir AUSTUR CANADA VELJIÐ inw LEIÐINA A LANDI — EÐA BÆÐI A LANDI OG VATNI. ... Canadian Pacific Gufuskip Leggur af stað frá Fort William og Port Arthur á miðvikudag, laugardag tilPort McNicoll, og 4 fimtudag til Owen Sou^d VESTUR AD HAFI VANCOUVER, VICTORIA OG Ni J ANNARA STAÐA * ** FRÁ WINNIPEG OG TIL BAKA Farið eina leið en kom- ið til baka aðra. Skoðið Banff, Louis vatnið og hina yndislegu sumarbú- staði í Klettafjöllunum. FJÓRAR LESTIR Á DAG — HVERJA LEIÐ YFIR KLETTAFJÖLLIN MEÐ HINNI ÁGÆTU SVEFNVAGNALEST “The Trans-Canada Limited” UmboÖsmenn eru fúsir að veita yður allar upplýsingar og ráðstafa ferð ySar. S p y r j i $ Kjöttollsmálið. Landstjórnin tilkynnir, að -við saminingaumleitanir milli norska verzlunarmáilaráðherrans og Sveins Björnssonar sendiherra, hafi náðst samkomulag um þ-að, að nolrska I stjórnin leggi til á næstunni, að saltkjötstollurinn verði lækkaður. svo framt hefir orðið samkomulag á framkvæmd á nokkru-m atriöuan fiskiveiðalaganna, en engin tiMök- un verið veitt um notkun 1-and- helginnar. Samkvæmt því, sem frá er skýrt -hér að ofan, mun þá miega fullyrða að kjöttollsmálið sé á enda.kljáð og samningar kom|nir á við Norð- menn. Hefir þingig haft þetta mál til meðferðar frá þingbyrjun. Má heita, að þar hafi allir verið á einu máli um, að slaka -ekfeert til á grundvallaratriðunn fiskiveiðalög- gjafarinnar. Elokkadrættir hafa ekki komist þar að, og er það bændum á þingi til ^óm-a, hvemig þeir hafa snúist við þvf mláli. Erá upphafi þessara samninga við Norð- menn, var því haldið eindregið fram af fyrverandi stjórn vorri, að fiskiveiðalöggjöfinni yrði ekki ibreytt, og þeirri sömu sfcefnu hélt þin-gið og núverandi sfcjóm. Enda munu Norðmenn líta svo á, að þeir hafi ekkert fengið 'l aðra hönd, fyr- ir lækkun kjöttollsins. (Vísir). -XXX- V

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.