Heimskringla - 06.08.1924, Qupperneq 1
I
VERÐLAUN GEFIN FYRIR
COUPONS OG UMBUÐIR
ROYAU,
CROWH
SenditS eftir verSlista tll Royal
Crown Soap I.td.. 664 Main St.
Winnipeg.
VERÐLAUN GEFIN FYRIR
COUPONS OG UMBUÐIR
ROYAt,
CROWN
SendlTJ eftlr verTSlista til Royal
Crown Soap I.td., 654 Main St.
Winnipegr.
XXXVIII. ARGANGUR.
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 6. ÁG-ÚST, 1924.
NÚJVPJR 45.
Kvæði, flutt á Islendingadeginum í Winnipeg, 2. ágúst 1924.
Ávarp Fjallkonunnar.
Hér sé guð, og gleði og friður,
Góðan daginn. Þóknast yður,
gestir, gefa hljóð?
Konur, meyjar, menn og sveinar:
meðan nokkrar ávarpsgreinar
les — sem eru ljóð.
Hingað bar mig hamför vona,
hópinn finna dætra og sona
hér á helgum stað.
Sá eg mundi ei svoddan banna ,
sorgarleikur forlaganna,
oss er skildi að.
Nú er eg frjáls, sem nýkrýnd drotning,
nú mér jafnvel sýnd er lotning.
Breytt eru ragnaráð.
Ekki lengur íklædd tötrum,
ambáttar í þrælafjötrum,
keypt af konungs náð.
— Önnur lönd þó eigi meiri
auð, og telji höfuð fleiri,
annað var mér veitt.
Börn á engi efnilegri,
eða listamentir fegri,
hvað sem helzt sSal þreytt.
\ /
Þér hafið sannað þráfalt líka
þjóðum öðrum kosti slíka,
mér til sæmdar mjög.
Engum þarf að þykja miður,
þó að eg sé stolt af yður,
eru það eðlislög.
Lítið yfir ljóð og sögur,
listaverkin mörg og fögur,
myndaskáldsins skrift.
Hvað svo fanginn hugann tekur,
hrifning og sem mestu vekur?
— Islenzk andagift.
Þarna situr mentamaður
meðal hinna, fátalaður,
gaman þá er glætt.
Hæsta marki náms þó nær ’ann.
— Náttúrlega verðlaun fær ’ann. —
íslenzur að ætt.
Allir dá þann ofurhuga,
aldrei sem að náðu buga
íshafs-byljabrek.
Braut þá hjarns um hraun sér ruddi ’ann,
hvað var það, sem leiddi’ og studdi’ ’ann?
— íslenzkt þor og þrek.
Kappi, leiks á sjónarsviðum
sviftir niður eins og kiðum
görpum glímuþings.
Rver um annan er þeir detta,
allir spyrja: “Hvað er þetta?”
— Iþrótt íslendings.
Þama unga sjáið sveina
sund og aðra leiki reyna.
•—Aðeins úrvalsmenn. —
•
Einn þar vinnur alt til þrautar.
Öfundin í hljóði tautar:
— “íslendingur enn.”
Pleira þarf eg eigi’ að inna,
auðlegð mín er stærri en hinna,
— guðum fengin frá. —
Mér þó væri í milli boðin
miljón lönd í gulli roðin,
skifti eg ekki á.
Þér hafið öll, í orði’ og verki,
upp mitt hafið sæmdarmerki
frægðar framleið á.
Hlýjan yl um hafsins geima,
hefi eg fundið til mín streyma
hugum flestra frá.
Sérhvert ástarorð mér valið,
og annað, sem ei verður talið,
geymt en ekki gleymt.
Svo af hjarta óska’ eg, yður
öllum, framtíð brosi viður
sæl og sigurtrygð.
íslenzkt mál að ávalt geymið,
aldrei nokkurntíma gleymið
fomri drengskapsdygð.
Ávarps lokið orðum hef eg.
Öllum mína blessun gef eg.
Þökk fyrir þenna dag.
Svo til heiðurs samkomunni
syngið nú með einum munni
ílenzkt lofsöngslag.
Þorskabítur.
Minni íslands.
«3
Vort land það er kalt í svölum sæ,
en samt á það tign og unaðsblæ
og blíðu, þá vetri er varpað á glæ
og vorið með bjartar nætur
sezt við fjallanna fætur,
en himininn yfir bóndans bæ
blikandi perlum grætur.
Og mörg er þar sumarrík sólarhlíð
með sælum minnum frá bernskutíð;
þar greru blómin fjölmörg og fríð
í frjósömum moldarbeði. ,
Þau veittu oss gaman og gleði.
Þar var skjól fyrir hættum og hríð
og hamingja barnsins geði.
Minningin lifir þótt h'ði ár
og leiðirnar skilji fjöll og sjár,
þótt gangan þyngist og gráni hár,
er gott til hins liðna að muna,
þar löngum er ljúft að una,
og heimsækja í anda eyjar blár
og iðgræna fjallbrekkuna.
Þar sem vor saga með gjöf og gjöld
gróf í letri á tímans spjöld
um baráttu vora öld af öld
og alt sem vér máttum líða,
við þrautirnar þungar stríða;
hve hamingjan bar samt hærri skjöld
í hryðjum liðihna tíða.
Því allatíð menningarmerkinu hjá
vér menn áttum þá, sem ei hopuðu frá.
Þótt ljós væru fá, samt leyfðist að sjá
lánið vor framundan bíða,
ef þrek væri að þola og stríða.
Þeir kendu með foringjans framsóknarþrá
fólkinu skyldunni að hlýða.
Og fyrir þeirra þrautseigju og lag
nú þjóð vor við sjálfstæði unir í dag
og trúir á vöxt sinn að vizku og hag.
Hún vinnur að hamingju sinni,
við strönd sem í afdölum inni.
Hún vex að frelsis- og fegurðarbrag,
með framkvæmd hins rétta í minni.
» E. J. Melan.
Hér á margur helgan reit,
hér er moldin frjóvguð tárum;
enginn telur, enginn veit
öll þau spor í gæfuleit,
sem hin fyrsta frónska sveit v
framgjörn steig á liðnum árum
Hér á margur helgan reit,
hér er moldin frjóvguð tárum.
Spyrji menn um björg og brauð,
bendir gæfan þeim í vestur.
Landið mitt á allskyns auð,
— Enginn þyrfti að líða nauð —
öllum heimi hingað bauð;
hér sé enginn talinn gestur.
Spyrji menn um björg og brauð,
bendir gæfan þeim í vestur.
Vesturlandið — landið mitt —
landið ótal skipbrotsmanna;
frelsið valdi fóstur þitt
fyrir yngsta barnið sitt;
sigurmerki sólskinslitt
seldi í hendur smælingjanna.
Vesturlandið — landið mitt —
landið ótal skipbrotsmanna.
Vesturlandið — landið mjtt —
landið margra stórra vona;
drottinn blessi búið þitt;
bjart sé kringum nafnið þitt;
fylgi séhvert fótmál þitt
farsæld þinna dætra og sona.
Vesturlandið — landið mltt —
landið margra stórra vona.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Þakka eg, börn mín, — öllum
oft sem hafði mig í leynum
dreymt, eg hefði heimt.
einum,
Minni Canada.
Vesturlandið — landið mitt —
landið margra bjartra daga;
upp við blessað brjóstið þitt
börn þín verma höfuð sitt;
sumarklæði sólskinslitt
sVeipar þína blómgu haga.
Vesturlandið — landið mitt —
landið margra bjartra daga.
V estur-hlendingar.
Sé eg fríða sveit
Með fána bjartann
Hafinn hátt við loft
Af höndum styrkum:
Er þar kona fríð
Með faldinn hvíta,
— Glóir gullið hár,---
Á grunni bláum.
Sækir sveitin fram,
Og sókn er margbreytt,
Mitt í ógnar-þröng
Ýmsra flokka:
Girnist fjöldi fé,
Og fjöldi menning,
Aðrir óðöl víð,
— En allir frama.
En hin fríða sveit
Með fánann bjarta
Verndar hreinleik hans
Á hverju sviði.
Hefur hæzt mót sól
Svo heimur sjái
Tignar-fagra mynd
Fjallkonunnar.
Og við dáðrík verk
Og drengskap allann
Stígur leiftur skært
Svo ljómi fagur
Sveipar mæra mynd,
— Og mörgum skýrist
Áður ó-kent nafn:
“íslendingur”.
Heill þér, fríða sveit
Pjallkonunnar!
Gjör þú nafn hennar
í nýrri álfu
Frægt sem heiti það
Er hreinleik tákni,
Háar hugsjónir
Og heilagt þor!
Jakobína Johnson.
Sorglegt slys.
iFlestum Mikleyjingum mun verða
minnisstæður sunnudagurinn 13.
júlí síðastliðinn; því þann dag
vildi það slys til þar, að tvær
stúlkur, er voru ásam,t fleiri stúlk-
um að baða sig, druknuðu þar
Slysið vildi til í svonefndri Melstað
arvík, norðanvert við tanga þann
er Hölstangi nefnist. Snögg breyt-
ing á dýpt vatnsins frá þrem fetum
í átta feta dýpt, átti sér þar stað;
hefur það að líkindum verið slysinu
valdandi. Líklegt er, að önnur stúlk
an hafi fengið krampa. — Jafn
skjótt og slysið vildi til, var brugð-
ið við að gera björgunartilraunir,
r.áðist annað líkið eftir nærfelt hálf-
tíma, en hitt vist nærri klukku-
tíma síðar.
Stúlkurnar voru þær Sólveig
Grímólfsson og Unnur Eggertsson.
/
Sólveig Grímólfsson var fædd í
Mikley, þann 27. marz, 1909. Hún
var dóttir þeirra hjóna Jóhannesar
Grímólfssonar og konu hans Sig-
ríðar Kristjánsdóttur, Hafliðason-
ar. Sólveig var mannvænleg, fjörug
og velgefin; er því sorg foreldranna
sár, og stórt skarð höggið í þeirra
efnilega barnahóp.
Unnur Eggertsson, var fædd í
Selkirk, Man., 5. marz, 1909. Hiún
var dóttir Inga Eggertssonar (Ey-
dal), ætt föður hennar mun vera úr
Fnjóskadal; og konu hans, Guð-
laugar Eggertsson, er hún dóttir Ó-
lafs heitins Torfasonar er áður fyr
bjó í Selkirk.
Unnur var mjög efnileg, átti mik-
ið þrek, bæði til sálar og líkama.
Unnur var næst elzt dætra Mrs.
Eggertsson, er sjálf, ásamt dætrum
sínum, var sjónarvottur að slys-
inu. Hefur því móðir hennar sem
einstæðingur, mist einkar efnilegt
bam við iát Unnurar.
Þær leiksysturnar voru jarð-
sungnar frá Mikleyjarkirkju, að við-
stöddu fjölmenni, föstudaginn, 18.
julf. Yoru þær jarðaðar í sömu
gröf, hvíla þær nú saman, eins og
þær, hlið við hlið, mættu aðkomu
dauðans. Mjög var hluttekning í
sorg þessari almenn; iét fóik í ljósi
samúð og- hluttekningu á margan
og mismunandi hátt. Votta hlut-
aðeigendur hjartans þakklæti sitt,
alúg og kærleika sveitunga sinna,
sem hefur verið styrkur og huggun,
mitt í sorg þeirra.
Þær voru kallaðar tourt árla að
sumri til, þessar ungu vorrósir.
Minningin um þær mun lengi lifa f
hjörtum ástvina og þeirra er til
þektu.
Þær em kvaddar með ísl. orðum
skáldsins.
“Bláliljan unir ein á fjörusandi.
Árdaggir vorsins ljúft á blöðum
titra.
Hún er að gráta lík, sem bar að
landi,
ljómandi tár í daggarperlum glitra.
Grátin hún segir: Vinir vors og
ljóða,
Velkomnár heim, til föðurlandsins
góða”.
Sig. ólafsson.
/
*