Heimskringla


Heimskringla - 06.08.1924, Qupperneq 4

Heimskringla - 06.08.1924, Qupperneq 4
4, BLAÐSIÐA 1-WfJ HEIMS RRINOLá WINNIPEG, 6. AGÚST, 1924. ffúhnskringla: (Stofnntt 1886) Kfnur út A hverjum miSvlkadegl. EIGENDURi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., AVINNIPEG, Talnfmi: N-6537 Ver5 blatSsins er $3.00 árgangurlnn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE YIKING PIiEHS LTD. SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. ITtanANkrlft tll l»laú«In»: THE VIKIN'G PRESS, Ltd., Dox 3105 lTtanA«krfft tll rlt»tjAranN: EDITOR HEIMSKRINGLA, Ilox 3105 WINNIPEG, MAN. "Heimskringla is published by The Viklng Preas Ltd. and printed by CITY PRINTING & PUBLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Winnlpeif, Man. Telephone* N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 6. ÁGOST, 1924. Þjóðhátíðin. Þá er nú 2. ágúst liðinn og meiga Winnipeg-Islendiingar vel viS unna ,Lversu vel hátíðahald þeirra fór fram, a<5 þessu sinni. Þótt nefnd sú, er sjá átti um hagstætt veður þennan dag, yrði skelkuð mjög, árla morguns, er hún heyrði drunur miklar í austri og leit eldingar leika dátt í skýjum himins, sem undir vanalegum kringumstæð- um boðar þungt regnfall, þá áttaði hún sig skjótt á því, að merking þess var alt önn- ur í þetta sinn, því nú var það Þór, þrumguðinn, að kunn- gjöra ferð drotningarinnar — Fjall- konunnar — vestur um haf, til að heilsa vestrænum sonum og dætrum sínum;. Þetta kom líka skjótt í ljós, því himininn gerð- ist von bráðlega heiður og hreinn og sólguðinn Helios sendi vermigeisla sína að þerra regndropa þá, er óvart höfðu fallið af aðgangi þrumuguðsins. Þegar Fjallkonan, Mrs. Hannes J. Lín- dal gékk í garð inn með sínum fögru dætr- um og var leidd til hásætis af forseta dags- ins, Mr. Th. H. Johnson, og flutti ávarp það, sem góðskáldið okkar frá Pembina, Þorskabítur, hafði ort fyrir tilmæli hennar og Islendinganefndarinnar, þá var alt orðið þurt og þokkalegt. Það má víst fullyrða, að aldrei hafi nokkur Islendingadagshátíð veríð fjö'lsótt- ari eða al-íslenzkari í anda en þessi, og virð- ist það benda á, að afturför eigi sér ekki stað viðvíkjandi þjóðlegu viðhaldi þess sem íslenzkt er, og einnig að samhugur sé vor á meðal með þetta mál, þó máske vanhöld verði á hjá okkur með sum önnur málefni. Skáld og ræðumenn dagsins létu það ó- tvírætt í ljósi, að ‘Tslengingar viljum vér allir vera”, og leikfimismennirnir, er sýndu íþróttir sínar sönnuðu, að það er engin aft- urför f íslenzku þjóðinni hér vestanhafs. Kvæðin og sumt af ræðum þeim, sem fluttar voru á deginum, birtast hér í þessu blaði, og mun óhætt að Iofa, að framhald af þeim komi í næsta blaði. Þökk eiga allir þeir, sem á einn eða ann- an hátt styrkja þetta þjóðræknisstarf. Ein- um degi á ári hverju, ættum vér Vestur-Is- Jendingar að minsta kosti að geta varið til að styrkja ætternisþættina, er tengja okkur við móðurlandið og Fjallkonuna gömlu, er með heilJavættum sínum vill benda okkur á brautum framsóknar, menta og metnaðar, svo vér getum borið merki hennar hátt með- al merkja stórþjóðanna, og hún geti með sanni sagt: “Ég er stolt af ykkur, börnin mín, þó ég eigi ykkur ekki lengur, þá arf- leiddi ég ykkur að því bezta, sem ég átti, og það er: “Aldrei að víkja”! B. P. Ræða Flutt af G. GRfMSSYNI, ríkislögmanni, Langdon, Norður Dakota. Herra forseti! Góðir Islendingar! Kon- ur og menn! Ég hlaut þungar áhyggjur af skeyti því, er Islendingadagsnefndin sendi mér, þar sem ég var beðinn að mæla fyrir minni íslands hér í Winnipeg í dag. Ég var í efa um hvort ég gæti nokkuð um það málefni sagt. Ég var aðeins hálfu ári betur en þrevetur, er ég kom til þessa lands. Aðeins ein endurminn- ing frá íslandi stendur sem í draummóðu fyrir hugskotsjónum mínum. Ég hefi stöð- ugt dvalið á meðal enskumælandi manna, frá því að ég var níu ára gamall. Alt upp- eldi mitt, mentunarþroska, hugsjónir og sið- venjur, hefi ég hlotið frá amerískum stofn- unum. Um Island veit eg lítið annað en það sem ég drakk í mig við skaut móður minnar, er hún kendi mér að lesa íslenzka tungu, og lesa íslenzkar hetjusögur, auk þess andlega samneytis, semi ég hefi reynt að halda við þessar fyrirmyndar hetjur barnæsku minn- ar, og virðingar þeirra, sem ég hefi borið fyrir íslenzku landi og þjóðerni. Önnur kyn- slóð íslendinga í þessu fylki er annað- hvort fædd hér af íslenzku foreldri, á Is- landi fæddu, eða fluftist hingað á barnsaldri., Ég er og sjálfur einn af þeim flokki Eftir að hafa brotið heilan um þetta fram og aft- ur„ komst eg að þeirri niðurstöðu, að ýmis- legt væri það, er mig langaði til þess að vekja athygli á í sambandi við aðra kyn- slóðina og fyrir hennar hönd. Þess vegna afréði ég að taka boðinu, og því er ég hér kominn, þó mig skorti alla kunnáttu til þess að færa það til hæfilegs máls er ég vildi helzt sagt hafa. Tvær aðal spurningar risu í huga mínum, en þær eru þessar: Hverja þýðingu hefir Island fyrir aðra kynslóðina, og er nokkur gild ástæða til þess að önnur kynslóðin sem er alin upp við og gegnsýrð af andrúmslofti amerískrar og canadiskrar þjóðmenningar, skuli minnast á Island, elska það og bera lotningu fyrir því. Þegar ég hugleiði hvers virði ísland er mér, þá hugsa ég mér fyrst landið sjálft. Andstæðulandíð, land jökla-firninda og funabáls, og alls þess sem þar skilur á milli. Lítil eyja, — er náttúran hefir sett sem varnargarð mót stórsjóum æstra norðan- vinda og íssruðningi ystu norðurhafa, eyja, yljuð af hlýstraumum suðurhafa um suður- strendur. Fjörutíu þúsund miílur enskar að flatmáli, og aðeins einn sjötti hluti þess byggilegur. Hitt er jötnasmiðja jökulísa og jarðelda. ar brjótast sjóðandi hverir fram úr eldheitum jarðariðrum og tempra ískulda jökulfljótanna. Þar heyja hraunþreiður eld- fjallanna einvígi um yfirráðin, við hjarnfann- ir skriðjöklanna. Island er landið er svo stendur mér fyrir hugskotsjónum, sem þar heyji náttúruöflin voldugri og margbreyti- legri leik en á nokkrum öðrum stað um víða veröld. , I þessari smiðju náttúrunnar sé ég frjó- sama og iðgræna dali. Fjöllin eru há, tign- arleg og ægileg. Smálækir sitra niður jökul- hlíðarnar og sameinast í stórfljótum, er geysast í þröngum gljúfrum, og hendast fram af hengiflugi stands og stuðlabergs, voldugustu fossarnir í allri norðurálfu. Ég sé fyrir mér land, sem hefir þessi einkenni helzt: sviphörku, styrk, afl og traustleik. Það má vel vera, að það eigi ekki mikla framtíð sem akuryrkjuland. Það má vel vera, að það nái aldrei forystu í kaupskap eða iðnaði, en þó er, sem ég sjái í óljósri og fjarlægri framtíð eitthvað af hinu tak- markalausa vatnsafli þess beizlað til bless- unar fyrir þjóðina. Vel geta þeir tímar komið, að olía, kol og annað eldsneyti til orku þrjóti. Vel má vera að þá séu fundnír nýjir orkugjafar er oss ekki dreymir um nú að finnast muni, en sennilegra þykir mér, að þá verði beyzlað vatnsaflið mikla á ís- landi, er nú gnauðar til einskis, og notað til daglegra nauðsynja, til verksmiðjuiðnaðar, vísinda og Iista. Þannig kemur mér Iandið fyrir sjónir. Svipmikið, sviphart, og ef til vill ekki örlátt | á nátturugæði og hart í kröfum við þá, er j þeirra leita í skauti þess. En á hina hliðina emstætt að fegurð og undursamlegum fyrir- brygðum, og auðugra af möguleikum en töl- i um verði talið. En þegar ég nefni Island, þá er þaðf ekki aðeins landið, er ég festi athygli mína* við, heldur og þjóðin sjálf, sem fyllir Iandið með sálar og lífsanda. Ég þarf ekki að skíra j ykkur frá þvf, hvemig Iandið bygðist fyrst af frjálshugsandi vikingum, er heldur kusu að sigla ókunn og víðáttumikil höf og taka ! sér bólfestu við drfiða og kanske harða landkosti, heldur en að lúta drottinvaldi ! nokkurs manns Þvi hefir venð haldið fram að vagga mannkynsins hafi staðið í Suður-Asíu. Að minstakosti*bendir mannkynssagan, það vér ti! vitum; á það, að uppruni siðmenn- j ingarinnar hafi orðið í hitabeltinu. Fyrstu 1 tilraunir til stjórnarskipulags voru þar gerð- ! ar en svo virðist sem þeir einstaklingar er ; harðgerðastir voru hafi ávalt leitað norð- i ar og vestar á bóginn. Þessir harðgerðari j einstakhngar stofnsettu ný ríki, er þeir ekki * vildu þola ánauð og harðstjórn þeirra sem j eldri voru. Þegar Persaveldi og Carthago 1 fellu i rustir, hofust Grikkir og Rómverjár ; til ríkis og valda og upp af rústum þeirra. í risu fyrst keisaradæm! Karla-Magnúsar og j Napoleons. Síðar færðist heimsveldið yfir á hendur Breta, og nu á síðustu tímum einn- ! ig Bandaríkjanna. Hendingunni “Alþjóða- j veldisins veg til vesturs miðar æ” mætti kanske breyta svo þar' stæði til vesturs og norðurs. Að minsta kosti voru frumbyggj- ar íslands búnir þeim kjarki og því skap- ferli, sem engum vildi lúta og altaf Ieitaði nýrra sigurvinninga. Öll þrá þeirra stóð til þess að kanna ókunna stigu, sigrast á hverri þraut og deila hlutskifti hamingju sinnar sjálfir á eigin óðölum. Sjálfráðir vildu þeir vera. f þeim anda tóku þeir sér bólfestu og trygðu sér frelsi og sjálfstæði á fslandi. Þar myndaðist fyrst algjörð sjálfstjórn. Þang- að fluttu þeir siðvenjur feðra sinna, þar reistu þeir bú sín með fylginautum sínum, og þar riðu þeir í gistivináttu og til veizlu- halda, þar sem þeir skemtu sér við að segja og hlusta á frásagnir skáldanna um afreks- verk þeirra sjálfra og forfeðranna, afbragð annara mann. Af þessum neista tendraðist það blys í bókmentaheiminum sem um aldir hef- ir lýst og sem mætti vera hverri stórþjóð sem er til stoIts og fagnaðarauka. Tungan er þeir töluðu, var og töluð, eða skildist um mestalla norðurálfuna, og á Bretlandi. Þess- ari tungu hafa fslendingar einir haldið fram á þennan dag. Hið óþýða og kuldalega og harða náttúrufar landsins átti vel við skaps- muni frumbyggjanna, því hugur þeirra stóð til bardaga og sigurvinninga á öllum svið- um. Og landslag og landskostir elfdu þessa skapsmuni til fullnaðarþroska. Baráttan fyrir daglegu viðurværi jók þrek þeirra, festu og þolgæði. Tignarsvipur landsins, kastaði ljóma yfir hugarfar landsmanna, og varpaði endurskini frá sálum þeirra. Vér sannfærumst um þetta, ef vér les- um sögurnar og gerum oss grein fyrir helztu , lundareinkennum þeirra garpa er í þeim lifa og hrærast. Egill Skallagrímsson, Grettir, j Njáll, Gunnar á Hlíðarenda og aðrar hetjur, fyrnast mér aldrei. Það er ekki hægt að meta til fjár þau áhrif er slíkar bókmentir hafa á auðmótaðar sálir æskulýðsins. Viljið þér í skiftum við þær taka “Diamond Dick”, Nick Carter og þesskonar sorpdyngjur, sem reidd- ar eru fram á borðið fyrir ameríkan æskulýð nú á dögum? Anda þessara manna og því skapferli, er ég hefi drepið á hér að framan, er meistar- lega lyzt í íslenzkum bókmentumi. Frá því er Sæmundur fróði var uppi, og fram á þenn- an dag, er um auðugan garð þessarar lynd- iseinkenna að gresja, í þeim bókmentum. Engin þjóð á ágætari bókmentir. Á þvf sviði hefir íslenzk snild vafalaust komist hæst. Eg þarf ekki að lýsa sem þar hefir verið afrekað. Þið vitið það betur en ég. En það vil eg meiga segja hér frá eigin | brjósti. að ég hefi grafið dýrmætari fjársjóð úr Njálu og öðrum íslendingasögum, en mér hefir nokkurntima auðnast að notfæra mér frá Homer og Cæsar. Lífssaga hinna fyrstu Islendmga, er mér dýrmætari, en hin hálof- aða gríska og rómverska siðmenning. Þannig er þa landið og þjóðin er ég sé í ; anda, þegar ég nefni fyrir mér orðið ís- Iand. Og þá kem ég að síðari spuming- unni, er ég gat um áðan: Hversvegna skyld- um vér önnur kvnslóðin, uppalin með amer- irskar og canadiskar hugsjonir, heimihsfast- ir hér. snúin þáttur í am/erískt og canadiskt þjóðlíf, auðsyna íslandi virðingu og Iotningu. | ^ Að mínu áliti er það einkum tvent hér á jörðu, er „styrir oss mannlegum verum um ófarnar æfibrautir — arfgengi og um- hverfi. Ameriskt og canadiskt bjóðlíf, sem ver erum einn báttur af, er umhverfi vort. Það er líka umhverfi margra annara. er til bessa lands hafa komið; frá Suður-Evrópu, PóIIandi, Rússlandi, Þýzkalandi og ýmjsum í (Ieiri löndum. Að umhverfi voru búum vér jafnvel eða illa og allir aðrir þjóðflokkar, sem hingað hafa komið, til þess að steyp- ast saman í nýtt mót í þessari miklu devglu nyrrar heimsálfu. Se þessvegna einhver munur bessara þjóðflokka, þá 'hlýtur hann að orsakast af meðfæddu arfgengi. Ef vér sem hér erum bornir og barnfæddir af fs- enzkum ættstoftn, stöndum að einhverju leyti betur að vígi í menningunni — og framsóknarbaráttumii hér í landi, en menn af oðrum þjóðflokkum, bá orsakast það af arreengi, en ekki umhverfi. Feður vorir og mæður, sem hingað komu, höfðu að erfðum tekið skaoferli os lyndísfénkijfnnir víking- anna, er fyrstir toku ser bolfestu á fslandi, með samvistum við skrúðgræna dali, eldfiöl! og iölralbreiður, og úísæinn er umkringir landið. Ekkert sýnir betur að í þeim lifði andinn sami og í forfeðrum þeirra, en sá stálkjarkiir sem þeir sýndu, er þeir tóku sig unp frá heimdum sínum og nágrönnum, frá öllu er þeir þektu og unnu. til þesc að hefja nýtt landnám í ókunnu Iandi, meðal ókunnra bjóða. og ókunnra lifnaðarhátta, taka sér ból- festu í umhverfi gerólíku öllu er beir og for- feður beirra höfðn þekt. Þeir komu hing- að með þá einu vissu — sömu vissuna og víkingarnir forfeður vorir höfðu í förunevti sínu til íslands — að hér yrðu þeir að yrkia á algiörlega nvian stofn. byria nýtt líf í nýju landi. Þeir höfðp kiark ti) þess að færast þetta í fang og staðfestu ti] bess að halda á- fram ti! úrslita, úr því að á stað var farið. Þeir hófu starf sitt hér æðrulausir og héldu fast í horfið. Þeir unnu bug á hverri þraut, drepsótt, og máttleysi, ókunnum siðumi og lifnaðarháttum. Þeir höfðu í fórum sínum viljan til sigurs. Þeir létu heldur ekki hverjum degi nægja sína þjáningu, og tóku sig ekki út úr í smahópum til þess ^ims að geta haldið áfram v)lð sömu lífsvenjur og þeir höfðu al- ist upp við. Þeir höfðu þær gáf- ur til að bera er þarf til þess að átta sig á öllu umhverfi. Þeim skildist strax, að ef þeir áttu að aukast og margfaldast í þessu nýja heimkynni, þjóðerni sínu til frama og sóma, þá yrðu þeir að taka sinn skerf á herðar af þeim kvöðum og býrðum, er þetta nýja þjóðfélag er þeir höfðu nú sagt sig í lög við, krafist. Feður vorir og mæður höfðu hugrekki tií þess að koma, staðfestu til þess að sigra, og nægilega skyn- semi til þess að sameinast þjóð- félaginu og taka þátt í og láta á lit sitt í Ijósi um hvert það mál- efni er þau og þjóðfélagsbræður þeirra varðaði. Allir þessir kostir eru íslenzkt arfðleifð, og þá arf- leifð flutti foreldri vort með sér vestur um hafið, og eftirlét oss á sínum tíma. Að þessu eina leyti stöndum vér Islendingar í öðrum ættlegg betur dð vígi en iþirúr partar þjóðsamsteypunnar í þessu landi. Vér höfum betri arfleifð. Og hvers vegna skyldum vér þá ekki heiðra Island og dáðst að því, hvert sem vér höfum litið það aug um eða ekki, er vér eigum því svo mikið að þakka. Eg er hræddur um, að við sem teljum okkur til annarar kynslóðarinnar höfum aldrei eða sjaldan gert okkur nægilega skýra grein fyrir þeirri þakklætisskuld sem v>ð eigum að inna af hendi, minningu forfeðra vorra, og mæðra íslenzkra, sem okkur hafa slíkt arfgengi eftir- skilið. Okkur verður altof oft, þegar við getum farið að skynja sjálfstætt, að telja feður og mæð- ur gamalldags, útlendingslegt og afkáralegt. Altof mörgum okk- ar verður það þó á, að apa eftir umhverfi okkar fánýtan stundar- hégóma, og jafnvel hálf skammast okkar fyrir að vera af útlendu bergi brotin. Okkur hættir altof mikið til þess að rífa okkur laus frá jáhyifum foreldra okkar, *bg okkur verður það ekki ljóst fyr en Iöngu seinna á æfibrautinni hví- líka glópsku við höfum framið. Hagskýrslur sýna það, að glæp- ir eru Iangtum tíðari meðal ann- ararkynslóðar innflytjenda heldur en þeirrar fyrstu, eða forfeðr- anna á heimalandinu. Að mínu áliti stafar það eingöngu af þess- um óviturlega flótta frá hand- leiðslu foreldranna, ýmsar þær áttir sem við kunnum ekki fulla skilgreiningu á. Við erum að stritast við að elta hina og þessa tízkudutlunga samtíðarmanna okk ar, sem ekki hafa þegið svo göf- ugt arfgengi frá ættfeðrum sínum að byggja megi á heilbrigða sið- menningu. Við köstum arfleif vorri altof oft á glæ og eyðum dýr- mætum tíma ti! þess að eltast við sápubólur, blásnum úr brunni þeirra manna, er enga hagnýta lífsreynslu hafa, í samanburði við foreldra okkar. Aldrei hefi ég eins Ijóst séð* þann kjark, þá staðfestu og þann þrótt, sem svo greinilega kom fram hjá foreldrum okkar, er þau yfirgáfu heimkynni sín og fluttu hingað, eins og fyrir ári síðan, er ég bar gæfu til þess að verða góðu málefni að liði, í fjarlægu ríki. Eg hafði vakið opinberan gremju- storm gagnvart því ríki. Vinir mínir sögðu mér, þá er eg lagði á stað til þess að vinna það verk, er ég hafði á hendur tekist að það væri ráðlegt fyrir mig að taka lík- kistuna með í farangur minn. Og þegar ég kom á áfanga þá lagði kuldagust mótþróa á móti mér, hvar sem ég fór. Eg fann að eg þurfti kjark, þó ég hefði mér til styrktar vitundina um, að ég hafði réttan málstað, að berj- ast fyrir almenningsálitið Jieima fyrir bakhjalli. Þá skildi eg bezt, hvílíkan kjark, staðfestu og Iífs- fjör víkingarnir fornu of feður okar og mæður hafa haft til brunns að bera, er þau yfirgáfu hús og heimili og réðust í langferðir tii ókunnra ianda og þjóða. Eg fór að vísu í fjarlægt ríki, en ég var kunnugri öllum ástæðum. Feður okkar og mæður fóru til framandi lands, án þess að þekkja j nokuð til þess, er þar tók við, án ' Gullfoss Cafe (íyr Iiiooiiey’e Lunch) 629 Sargent Ave. Hreinlæti og smiekikvísi ræðutr f mat.artilbúninigi vorum. Lítið hér inin og fáið yður að borða. Höfnm einnig altaf á boð&tól- nm: kaffi og all'S'konar bakninga; tóbak, vindla. svaladrykki og skyr. þess að hafa nokkurs skjóls að leita heimafyrir ef í skjólin fyki hér, og án þess að kunna nokkra þá atvinnugrein, er hér mætti til sigurs leiða í lífsbaráttunni. Eg endurtek það, vinir mínir, sem teljist til annarar kynslóðar- innar og þeirra er á eftir koma, aS við gerum okkur ekki nægilega vel grein fyrir því arfgengi, sem við höfum þegið af íslenzkum feðrum og mæðrum. Við auðsýn- um þeim ekki nægilega virðingu fyrir unnið starf, í þágu landsins og okk/ir. Við berum ekki nógu djúpa virðingu og lotningu fyrir íslandi. Beri ég gæfu til þess, aS vekja fult athygli yðar á þessum atriðum. þá er starf mitt hér í dag fullkomnað. Þegar ég hugsa um Island, þá hugsa ég um móðir mína. Ekk- ert á jarðríki er eins fagurt í aug- um barnsins og móðir þess. Mynd móðir okkar stendur okkur fyrir hugskotsjónum liðlanga æfina, sveipuð helgiblæ og töfraljósi. ViS erum flest komin á efri þroska- árin, þegar okkur skilst, að engin hefir miðlað okkur eins miklu og hún mamma okkar. Hún er oft býsna alvarleg, og hún stillir vana- lega öllu við hóf, sem hún veitir okkur. Hún skipar okkur oft að gera það, sem við vildum helzt láta ógert, og sem vér ekki í svip- inn getum skilið, að miði til vel- ferðar fyrir okkur. En það er hún niamma okkar, sem gróðursetur í sálum okkar trúmensku, kjark, staðfestu og viljan til þess að fá einhverju afkastað. Eg væri léleg- ur borgari í hvaða landi sem væri, ef ég ekki virti hana móður mína, og bæri Iotningu fyrir henni. Eg ætti ekki skilið ást né virðingu hennar, sem æ síðan tengi mér fastari böndum, ef ég ekki enn- þá elskaði og virti móðir mína. Og ég trúi því, að ísland sé okk- ar móðurmold. Við eigum að varðveita myndina af fegurS hennar í hjörtum okkar. Við meg- um aldrei gleyma hvað hún hef- ir fyrir okkur gert, með því a$ varðveita og efla beztu Iundarein- kenni frumibyggja íslands og þann anda, sem við höfum að erfðum fengið frá ættfeðrum okkar. Við eigum að elska Island og auð- sýna því lotningu fyrir það arf- gengi. Þó við bindumst þessu landi fastari trygðaböndum, þá meigum við ekki gleyma þeirri ást og virðingu, sem við skuldum ættlandi okkar. Fósturland okkar krefst þess ekki. Við verðum ekki eins nýtir borgarar og starfsmenn í þessu landi og verðskulduðum ekki þau réttindi, sem okkur era hér í hendurnar lögð, ef við ekki elskum, xv*r;ðum| og berum lotn- ingu fyrir þeirri móður okkkar, því ættaróðali, sem bar oss og verndaði oss signandi Ihendi á æskuárunum okkar, sem gróður- setti í hjörtum okkar alla þá ást, alla þá staðfestu, allan þann kjark sem í okkur kann að búa. Munið bað, að kvnnast Islandi betur, og láta ímynd þess standa okkur fyrir hugskotsjónum, eins og það væri ímynd móður okkar. Við eigum að elska það og virða, eins og við elskum og virðumi hana móður okkar. Svo eigum við í dægur- stríðinu að standa, að alt starf okkar miði til blessunar þessari nýju fósturjörð okkar, að við færum henni sem viðauka við vax- andi líf ogjjjóðerni það, sem við höfum dýrast borið í okkar hlut- skifti af íslenzku arfgengi. Á bann eina hátt getum við orðið því arfgengi til sóma, feðrum okkar og mæðrum — og hinni gömlu og nýju fjósturjörð okkar ti! frama.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.