Heimskringla - 05.11.1924, Page 6
6. BLAÐSÍÐA
HElMSKHINOLi
WINNIPEG 5. NÓVEMBER, 1924
“Litla stúlkan hans”
SAGA EFTIR L. G. MOBERLY.
Sigmundur M. Long þýddi.
“Mamnia hefur víst ætíð haft hann”, svar-
aði Sylvía, “þegar eg var mjög lítil sýndi hún
mér hann oft. Eins lengi og eg hef minni til,
hafði hún hann, og hún sagði að hann væri dýr-
mætur, og eg yrði ætíð að gæta hans vandlega
og engum sýna hann fyr en eg væri komin til
vits og ára. En það er annað mál, þó eg sýni yð-
ur hann, eða er ekki svo?” bætti hún við hik-
andi. “Mamma bað mig að sækja hann og sýna
yður, kvöldið sem — ” varir hennar titruðu, og
hún þagnaði fljótlega, — “og þar að auki — er
eg nú yður tilheyrandi — er það ekki?” enti
hún, og brosti, en varimar titruðu.
“Já — nú heyrir þú mér til”, svaraði hann
vingjarnlega, og lagði sem snöggvast hendina á
dökka hárið hennar, mjúka. “Þangað til við finn
um einhvern, sem í raun og veru tilheyrir, og
sem er fús til að sjá um þig, viö verðum að at-
huga bréfið og blöð móður þinnar, og vita hvert
við finnum ekkert um skyldmenni hennar”.
“Við eigum engin skyldmenni”, svaraði hún
blíðlega.
“Mamma sagði að við hefðum ekki nema
okkur sjálfar”.
“Og faðir þinn — ?”
“Eg man ekki eftir föður mínum”, svaraði
hún. “Mamma þoldi ekki að eg spyrði um hann,
það gerði hana svo angurværa, svo eg veit ekki
hver hann er”.
“Hefurðu ekki mynd af honum?”
Sylvia hristi höfuðið.
“Eg held það hafi angrað móður mína að
sjá mynd af honum”, var hið alvarlega svar.
“Hún sagði svo oft, að sér væri óbærilegt að
minnast á útlit hans, henni var alt of þungbært
að hugsa til þess, að hann hefði yfirgefið hana
fyrir fult og alt”.
“Og”, — Giles hikaði við — “þú hefur ætíð
lifað annarstaðar en í Englandi?”
“Eg að eins man eftir Englandi, við bjuggum
einu sinni í stóru, fallegu húsi og ríkmannlegu,
en eg var þá svo undur lítil, en þó man eg sumt
frá þessu stóra húsi. Mamma var í hvítum föt-
um, og með marga skínandi steina í hárinu og
um hálsinn, en svo fórum við burtu — og síðan
höfum við verið hingað og þangað, — ætíð í smá
herbergjum, líkt þessu, og mamma aldrei verið í
hvítum fötum, eða borið glansandi steina”.
“Eru öll skjöl móður þinnar geymd í þessu?”
spurði Giles og studdi hendinni á gamalt skinn-
veski sem lá á borðinu hjá hinu dótinu. “Er
það ekki meira, engin bréf eða skírteini af nokk-
urri tegund?”
“Nei, það er ekki meira, við höfum aleigu
okkar í þessum stóra kassa”, og Sylvía benti á
stórt koffort, sem stóð úti í horni. Bréf sín og
alt þessháttar geymdi mamma í þessu veski”,
Sylvía rétti að Tredmann lykilinn, og hálfvegis
móti vilja sínum lauk hann veskinu upp'og tók
út blaðaböggul, innihaldið tók hann og lagði
frá sér hvað af öðru, hikandi og sáróánægður
yfir að neyðast til að rannsaka eigur dauðu
konunnar, þó ekki gæti hann hjá því komist.
En þegar hann var búinn, var hann engu nær,
en þegar hann byrjaði, hann hafði ekki fundið
hina minnstu upplýsingu um ætt eða uppruna
frú Burnetts, skjölin voru einskis virði, nokkrir
borgaðir reikningar, fáein bréf með vandaðri
gamaldagsihendi, kveðjan var: “Elsku barníð
mitt”, og undirskriftin: “Þín elskandi móðir”.
Þau voru dagsett fyrir mörgum árum, þar var
eltt bréf með fastri einkennilegri karlmanns-
hönd, þar var eldheitt ástabréf, en undirskriftin
var aðeins orðið: “Þinn”. Á bréfunum var ekk-
ert að græða, og hvergi tilgreint heimilisfang
hennar.
“Maðurinn hefir verið kærasti hennar —
eða — maðurinn hennar”, hugsaði Giles og
stundi við, um leið og hann tíndi bréfn saman,
og batt um þau eins og verið hafði.
Eitt einasta blað var eftir í veskinu.'og sann-
arlega glaðnaði yfir hinum unga manni, þegar
hann utan á skjalinu las þessi orð: “Minn síð-
asti vilji og Testamenti Jóan Burnett.” En
þetta urðu ennþá ein vonbrigði. Erfðaskráin var
blátt áfram ógild, — og þó svo hefði verið, þá
samt var Giles nær því fullviss um, að hún var
einskisvirði. Hún hljóðaði svo:
“Eg, Jóan Bumett, gef og arfleiði mitt eina
barn, Sylvíu Maríu, að öllu sem eg á, þegar eg
dey, þar með talið fílabeinsskrínið og það, sem
í því er, hún má aldrei skilja það við sig, fyrr
en dagurinn kemur — ”.
Eftir þessa undarlegu og helzt meiningar-
lausu setningu, kom undirskirftin, “Jóan Bur-
nett”, og þar á eftir undirskrift tveggja vitna:
Jean Marteau, Marie Cachot, þessi tvö nöfn voru
hripuð þvert yfir blaðröndina og þau voru ef-
laust hjú á veitingahúsi, því aftan við nöfnin
stóð orðið “vinnuhjú”, og nafnið á frönskum
bæ afskektum, það var dagsett fyrir tveimur ár-
um, þetta var alt sem var í veskinu, og alt sem
Giles fékk uppúr þessum bréfum, sem hann
hafði gert sér svo góðar vonir um. Hann leit
til Sylvíu undarlega forviða og utan við sig, svo
lét hann 'bæði bréfin og erfðaskrána pftur í
veskið.
“Eg finn engar upplýsingar”, sagði hann,
meira við sjálfan sig, en barnið. “Eg veit ekki
hvað eg á að gera”.
“En ef eg heyri nú engum öðrum til”, sagði
Sylvía uppá sinn einkennilega, alvarlega máta,
og laumaðist með sína litlu hendi inn í hans, “og
þá er eg í raun og veru litla stúlkan yðar, og ef
yður væri það ekki mjög móti skapi, vildi eg
helzt vera hjá yður. Er það ekki satt, að okkur
þyki vænt um hvort annað — yður og mér —
og eg vil heldur heyra yður til, en nokkrum öðr-
um í heiminum, nú þegar mamma ekki er fram-
ar til, að sjá um mig”.
IV. KAPÍTULI.
“Eg held beinlínis að Giles sé eitthvað geggj-
aður”.
“Hvers vegna?” frú Cardew leit af brófa-
hrúgu sem lá fyrir framan hana, og til dóttur
sinnar, sem með þessum orðum fleygði frá sér
bréfi, sem hún var nýbúin að taka á móti.
“Hann skrifar hér frá Aix les Bains mjög
langdregið bréf og gerir þar grein fyrir hvers-
vegna hann kom, ekki til Englands um lok síð-
ustu viku, sem hann hafði einsett sér. En þessi
útskýring — ”
Grace Cardew tók bréfið, sem lá á kjöltu
hennar, og hló hæðnishlátur.
“Hvaða skýring er þetta? og hvers vegna
segir þú, að Giles muni vera ruglaður? Hann
er þó ekki að segja þér upp?” rómurinn var ó-
rólegur.
“Nei, þó það væri nú ekki”, Grace var óró-
legri en áður.
“Ávítanir þínar, móðir góð, eru ætíð svo
leiðinlegar. Ef trúlofan okkar yrði upphafin,
mamma, þá er trúlegra, að það yrði eg en ekki
Giles, sem gerði það”.
“Hvað áttu við?” Þungur áhyggjusvipur fór
yfir andlitið á frú Cardew, og hún festi augun á
dóttur sinni, með auðsjáanlegum kvíða.
“Eg hefi vitað að Giles var einskonar auli,
sem vís væri til að berjast við vindmylnu, ef
honum dytti það í hug. En guð minn góður,
eg vildi heldur að hann berðist við allar mylnur
í Hollandi, heldur en fremja það asnastykki, sem
líkindi eru til að hann ætli að gera”.
“Ef þú vildir segja mér, hverskonar heimsku
pör hann hefur fyrir stafni, þá gæti eg betur
dæmt um það”, svaraði frú Cardew seinlega,
“þú situr bara og úthúðar aumingja Giles án
þess að segja mér, hvað hann hefur til saka
unnið, hvenær kemur hann til Englands?”
“Ó, hann keitíur á þriðjudag, aumingja Gil-
es kemur á þriðjudag, og hefur með sér —
stúlkubarn tíu ára, sem misti móður sína í
Aix fyrir slysi”
“Hvað kemur hann rneð?” hálfskrækti frú
Cardew.
“Nú, svo þér skiíst þá, að eg geri ekki of
mikið úr vitleysunni í Giles”, svaraði Grace á-
kveðin.
“Giles skrifar langa sögu um einhverja frú
Burnett, er sýnist hafa verið drepinn af bifreið,
— en hvað Giles kemur það við, skil eg ekki.
Hann var ekki í bifreiðinni, það var að engu
leyti í hans ábyrgð hvernig konan dó, en samt
tekur hann að sér, að sjá um læknishjálp fyrir
hana og útför hennar, er hún var dáin, og það
er að skilja sem hann ætli að sjá um barnið fram
vegis.”
“Annast um barnið framvegis”? Frú Cardew
rétti úr sér, stóð á önidnni og starði með opin
munn.
“Herra guð, hafðu ekki eftir það sem, eg
segi”, svaraði Grace gremjufull.
“Já — sjá um bamið framvegis, hann segir
að hún eigi hvorki ættingja, vini né peninga og
hann ætli að koma með hana til Englands, og
svo ráðstafa henni, mér skilst að hann ætlist
til — ” hún hló háðslega — “að eg taki á móti
þessari ókunnugu stúlku opnum örmum. Hann
er eitthvað að tala um, að við hjálpumst að, að
sjá fyrir henni”.
“Góða Grace mín!”
“Já, hvað sýnist þér? Auðsjáanlega ímynd-
ar hann sér að eg muni dansa af fögnuði yfir
að fá tíu ára gamalt barn til að sjá um, hann
talar um að þessi litla stúlka — Sylvía heitir
hún — skuli eiga heima hjá okkur og eg sé henni
í móðurstað. Ó, hann er sannarlega ruglaður.”
Grace stóð upp og gekk um gólf í dagstof-
unni, en stansaði af og til og jós út gremjunni
yfir kærasta sínum,, og heimskupörum hans.
Hún var há vexti, vel vaxinn og fríð sínum,
en á þessu augnabliki var andlitið gremjulegt.
Augun voru blá og skær, og hárið var eins og
skínandi gull er sólin skein á það, hörundslit-
urinn var hvítur og aðlaðandi, Grace Cardews
var viðurkend mjög fögur, og þareð hún var
einkabarn móður sinnar, sem var ekkja, var hún
alin upp við yfirdrifið dekur og dálæti. í nokkr-
ar mínútur hlustaði frú Cardew á gremjuraus-
ið í dóttur sinni, alveg ráðalaus.
“Þú þreytir og kvelur sjálfa þig Grace að ó-
fyrirsynju. Giles tilbiður þig og er sannfærður
um, að alt sem þú hugsar og talar sé það rétta,
og sízt af öllu mundi hann vilja gera á móti þín-
um vilja, þegar hann kemur getur þú gert hon-
um skiljanlegt, hve einfeldningslega hann hag-
ar sér — og —”
“Eg er ekki viss um að Giles verði eins eftir
látur og þú heldur, honum er eiginlegt að vera
fastur á því, sem hann hefur ásett sér, og hann
yfirgaf England, og það er nun skoðun, að nú
sé hann þúsund sinnum verri en áður. Hann er
strangur í skoðunum”.
Grace stansaði frami fyrir speglinum, til að
lagfæra sitt mjúka krullaða hár, hún skoðaði
með velþóknan yfirlit sitt, og sína eigin inntak-
andi persónu, og við það varð henni talsvert
skapléttara.
“Eg vona að þú fáir þó ekki óbeit á honum,
Grace?”
Frú Cardew leit hörkulega til dóttur sinnar,
er hún setti fram þessa spurningu með einskon-
ar grófu kæruleysi, sem hver stúlka, öðruvísi
innrætt en Grace hefði tekið sér til, en það
gerði Grace ekki, hún hló aðeins og snerist í
hring til að sjá sig sem bezt í speglinum.
“Mér mundi fljótlega leiðast, að lifa eftir hans
reglum og skoðununt”, svaraði hún léttilega.
“En það vill svo vel til, að eg ætla ekki að gera
það Giles verður að dansa eftir minni pípu —
eða — ” hún ypti öxlum og bætti svo við:
“Sjáðu bara til. Á þessum tímum þurfa hjónin
ekki að verða samferða á lífsleiðinni, þau geta
farið hvert sína götu”.
Frú Cardew lauk upp munninum og ætlaði
að segja, að maður sem, eins væri gerður og
Giles, mundi ætlast til að konan hans tæki sömu
stefnu og hann, en ekki aðra, en hún var svo
hyggin að hætta við það, og sagði að eins:
“Nær kemur Giles?”
“Föstudag eða laugardag”.
“Það kemur af þessu óhappa barni Hann
hefir ráðið franska barnfóstru til að fara til
Calais með þeim, og svo talar hann um að tefja
einn eða tvo daga í París, svo að Sylvía geti hvílt
sig. Svo stingur hann upp á, að ráða enska frú
eða kenslukonu — til að líta eftir, þessari óheilla
litlu skepnu, þangað til hann og eg erum sezt
að á Manderley Court, og eg — hvemig lízt
þér á? — get haft hana hjá nijér, Giles hefði átt
að vera flökku-riddari — hann er svo hundruð-
um ára skiftir eftir tímanum”.
“Ó, góða Grace mín. Eg veit hann verður
góður maður”, svaraði frú Cardew í dapurleg-
u m róm, því þegar Grace var í þessum ham, var
ekki auðvelt að sjá fyrir hvað hún kynni að
taka til bragðs, og frú Cardew óttaðist mest ef
trúlofun þeirra Giles Tredmanns og dóttur henn
ar ýrði upphafin. Hin síðustu fjórtán ár —
eða frá því hún misti manninn er lét hana eina
um, að hafa sig áfram sem bezt hún gæti, og
ala upp þetta eina barn þeirra, með litlum eigum
sem hann eftirfét henni. — Frú Cardew hafði
ekki dansað á rósum, því það hafði gengið tregt
að láta peningana hrökkva, og ieitast þó við að
lifa eins og aðrir sem voru líkir henni að mann-
virð|ngum og metnaði, en voru miklu ríkari,
þetta stríð hafði gert hana þreytta og ellilegri,
en hún var í raun og veru, og hún vissi það
bezt sjálf, hversu mikið það létti á henni að vita
Grace vel gifta, manni sem létti af þeim bájðum
áhyggjum og erfiðleikum örbyrgðarijinalr. í
fyrstu hafði hún verið hálf míótfallinn þessum
ráðhag, því fyrir tveim árum var Giles Tredmann
ekki annað en réttur og sléttur hermaður, með
sín liðsforíngja-laun og annað ekki, nema von-
ina að erfa hinn ríka frænda sinn, Sirjrílip. en
nú voru kringumstæðumar stórum, breyttar, —
nú var Sir Giles eigandi að miklu lausafé og einu
hinu fallegasta höfuðbóli í Hampshire — í fám
orðum: afar glæsilegur ráðhagur, og ef henni
aðeins kom til hugar, að dóttir hennar í ein-
hverju geðleiðindakasti, hafnaði þessum eftir-
sóknarverða manni, þá var eins og henni rynni
kalt vatn milli skinns og hörunds.
“Eg er viss um að Giles verður ágætur eig-
inmaður”.
“Grace fleygði sér á ný í hinn stóra stól og
athugaði með sýnilegri velþóknan litlu fætum-
ar á sér.
“Eg er miklu fremur hrædd um, að hann
verði helst ofgóður eiginmaður, hræðilega af-
brýðissamur og ófrjálslyndur, ef nokkur annar
maður vogar sér að veita mér athygli, hann
mun krefjast þess, af n>ér, að eg snúi mér helst
að leiðinlegu alþýðufólki og lifi í einveru, úti-
lokuð frá öllu sönnu frjálslífi — ”
“Hvað áttu við með þessu?”
Frú Cardew snéri sér við í stólnum og horfði
á dóttur sína með rannsakandi augnaráði.
“Ó, — eg átti við, að hans hugsunarháttur
yrði öfugur við minn”, svaraði Grace, eins og
hún yrði hálffeiminn og óróleg, undir tilliti móð-
ur sinnar.
“iMð hefur ætíð langað eftir fjölm^nni og
stórborgalífi í London, París, Monte Carlo,
— skemtununx — og nautnum — og — og — ó,
það væri gaman”, svo þagnaði hún snögglega,
og daufur roði færðist yfir andlit hennar, m;eð-
an móðir hennar sat kyr, og athugaði hana ná-
kvæmlega með áhyggjusvip.
“Hvenær he)fur þú fengi^ jxessa skoðun?”
I spurði frú Cardew þurlega.
“Síðan þú mættir hinum óþekta manni hjá
Digbys? líklega ertu þó ekki svo einföld að í-
rnynda þér — ”
“Að ímynda mér hvað?“ Grace hafði staðið
upp aftur og leit til m^óður sinnar reiðuleg.
“Eg veit að þessi ókunnugi maður, sem þú
kallar hann, var framúrskarandi skemtilegur, og
aðlaðandi, og hafði meiri áhrif á mig, en flestir
þessir vel uppöldu höfuðtómu ungu menn, sem
vanalega rnæta manni, eg segi ekki annað um
hann, en að hann var afbragðs fríður”, sagði
hún að endingu og tók á sig kæruleysissvip,
en sem ekki blekti móður hennar.
Einhverskonar kvíði var auðsjáanlegur í aug
um hennar. Frá Cardew sem fyrir eina tíð haft
skær og glampandi augu, eins og dóttir henn-
ar. Einnig hún stóð upp, og lagði hendina á herð
ar dóttur sinnar.
“Látum Giles vera alt of góðann, eða leið-
inlegan, og alt það sem þú hefur ásakað hann
fyrir í dag, en við þekkjum þó alla hans æfisögu
} og vitum hver hann er. En um þenna aðkomu-
mann veizt þú ekkert, — öldungis ekkert, nema
hvað hann heitir, ef til vill, er hann máske ekki
annað en réttur og sléttur flækingur”.
“Væri hann æfintýramaður eða flækingur,
þá kemur hann þó í óvanalega góð hús”, svar-
aði Grace með háðssvip.
“Og þú kallar hann fallegan”, hélt frú Cardew
áfram, án þess að ansa því, sem dóttir hennar
sagði. “Er þó andlit hans hart eins og steinn og
það fór um mlg hrollur, er eg sá í augum á hon-
! um, og tillit hans minti mig á nýhvatt stálsverð”,
sagði hún síðast.
Grace skellihló.
“Ekki höfðu augun hans þessi áhrif á mig,
og vertu nú ókvíðin hans vegna, góða móðir
mín, eg fann að hann var ánægjulegur og at-
hyglis verð mótsetning hinna heiðarlegu en stífu
Englendinga, — þetta er alt og sumt <— eg
' ætla að giftast Giles, — nema það færi út um
þúfur okkar á milli,.út af einhverjum hans róm-
antísku hugmyndum, og nú — ”
“Herra Miller”, sagði stofu-stúlkan, og
hennar enski framburður á nafninu setti móð-
ur sem dóttur í óvissu um hver þessi seinfæri
gestur gæti verið. En er þær sáu þenna háa
mann, sem augnblik síðar lét sjá sig í dyrunum-
urn, litu þær mæðgur snögglega hver á aðra
og það fór eins og lítilsháttar hrollur gegnum
frú Cardew.
Henni fanst að koma þessa manns, í sömu
svifum, og þær voru að tala um hann, væri ekki
góðs viti, og þegar augu hans mættu hennar,
um leið og hann laut henni kurteislega og tók í
hendina á henni, þá titraði hún á ný.
Aðkomumaður var afar hár, ög eins og
Crace hafði sagt, sérlega fríður, hann var vel
fullorðinn að aldri, en hin einstöku gráu hár,
sem voru í hári hans, virtust fremur en hitt, að
auka andilts fegurð hans. Hann var nýrakaður,
nema lítið, svart yfirvaraskegg, sem ekjki
huldi hans vellöguðu varir.
/