Heimskringla - 07.01.1925, Blaðsíða 6
6. BLAÐEIÐA
HElMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. JANUAR, 1925
“Litla stúlkan hans”
SAGA EFTIR L. G. MOBERLY.
Sigmundur M. Long þýddi.
“Já, og þeim þykir vænt um hana”, sagði ung j
frú Helen kjökrandi, og þurkaði sér um augun,
með blautum og krukluðum vasaklút, og leit með
hryllingi í kringum sig, í hinum tóma skemti-
skála.
, “Öllur fólkinu þykir vænt im hana, hún er
svo blíð og aðlaðandi, og vill öllum gott gera.
Gamla Granny Portridge á fátækahælinu, sagði
við mig nýlega:
“Sá maður, sem nær ástum Sylvíu, þegar
hún er orðin gjafvaxta, hann getur talið sig
gæfusaman mann.”
Þrátt fyrir áhyggjur sínar, galj Giles ekki
stilt sig um að brosa.
“Það er nokkuð snemt að hugsa um giftingu
Sylvíu okkar, — en ef henni fer fram eins og
hingað til, þá- hefur Granny gamla rétt að mæla.
Einhvemtíma eignast hún góðan mann, —
og eg skal leiða hana að altarinu”.
“En hvar er hún nú?” spurði ungfrú Helen
og stóð upp, “ yður sýníst líklega að það sé van-
stilling úr mér, að láta svona, en það bítur svo
á mig, að hún sé ekki í skóginum, og hvers
vegna ætti hún að vera að því, og það hefur hún
heldur aldrei gert fyrri; eg er svo hrædd um
hana.” •
Sir Giles gerði alt sem hann gat til að gleðja
og hughreysta ungfrú Helenu. En tímarnir liðu
og kvöldið kom yfir, án þess nokkuð væri upp-
götvað. Barnið var alveg horfið, þó jörðin hefði
opnast við hliðina á skólanum og gleypt hana,
þá var það ekki óskiljanlegra en þetta hvarf, er
allar eftirspurnir urðu til einskis. Verkamaður-
inn í garðinum hafði séð hana fara til skálans,
með brúðurnar sínar í fanginu, og litlu síðar
hafði hestadrengurinn séð hana vera að plokka
rósir í garðinum. Frá því augnabliki hafði eng-
inn séð hana eða rósavöndinn hennar. Leitinni
var haldið áfram alla nóttina, bæði af þorpsbú-
um og heimamönnum, alt var rannsakað á mílu
svæði, garðurinn, engjarnar, skógurinn og út-
haginn, en þegar þeir komu aftur næsta morg-
un, höfðu þeir ekki annað að segja hinum ang-
urbitna Sir Giles, en að öll þeirra fyrirhöfn hafi
orðið til einskis. Sylvía var öllu horfin, og
hvergi spor að finna eftir hana.
Giles hafði sjálfur verið í Birdbrook, og
spurt stöðvarformanninn, því honum hafði flog-
ið í hug, að ekki væri ómögulegt að barnið hefði
verið tekið og flutt eitthvað burt með eimlest-
inni, en bæði stöðvarstjórinn og vinnumaður
hans, tóku þvert fyrir það, að nokkur stúlka,
sem líktist Sylvíu, hefði verið með lestinni,
kvöldið fyrir eða um nóttina.
Þegar Sir Giles og ungfrú Helen fundust við
morgunverðarborðið, voru þau hæði mjög svo
dapureygð og niðurlút, er þau litu hvert á ann-
að.
“Hvað getur hafa orðið af henni?” spurði Sir
Giies, sjálfsagt í þúsundasta sinni.
“Og hvað getur hafa orðið af henni?” tók
ungfrii Helen eftir honum.
“Mundi nokkur hafa viljað gera henni ilt?”
þessum tveim persónum, sem elskuðu hana, sýnd
ist það óskiljanlegt, og nær sagt ómögulegt, að
mokkur gerði saklausu baminu ilt.
Dagurinn leið með kveljandi langsemi, fyrir
þau bæði. Ungfrú Helen var eyðilögð af hugar-
angri og kvíða, og Sir Giles rölti um kring, hvít-
ur í andliti, og alvarlegur og andlitsdrættir hahs
voru svo ólíkir, því sem vanalegt var, eins og
hann hefði elst um tíu ár.
“Þessi óvissa er óþolandi,” sagði hann oftar
en einu sinni við ungfrú Helen, á þessum hræði-
lega degi. “Ef maður aðeins vissi, hvort Sylvía
hefur orðið fyrir nokkru áfalli, eða hún er ó-
meidd, flutt eitthvað — það væri þolanlegra,
en eins og það er nú, er það næstum óbærilegt,
og svo er það óskiljanlegt, — það er engin skíma
í því voða myrkri.”
Næsta morgun kom pósturinn með nokkuð,
sem var til upplýsingar, og þó var það, eins og
Giles sagði “ljós”, sem ekki létti af myrkrinu,
en gerði það enn hræðilegra. Bréfið var vél-
skrifað og með West-Central frímerki; það var
fáort og þannig hljóðandi:
“Sylvía verður send yður aftur, ef að gim-
steinninn, sem er í vörzlum yðar, er afhentur
sínum rétta eigenda. Móðir Sylvíu stal honum.
El' þér viljið skila honum, þá auglýsið þér það
á fyrstu blaðsíðu í Morgunpóstinum, með fyrir-
sögn “Sylvía”.
Þetta bréf sýndi Giles hinni opinberu lög-
reglu, og líka leynilögreglumanni frá Skotland
Yard, sem hann hafði leitað til. Þeir ráðlögðu
honum hvorutveggja, að draga tímann
með því að láta prenta auglýsinguna, og sjá hvað
gerðist.
Til leynilögreglumannsins, sem hét Stokes,
og var nafnkendur maður í stöðu sinni, sagði
Giles alla söguna, frá því hann fann þær mæðg-
ur fyrst. Frá fílabeinsskríninu með sínu dýr-
mæta innihaldi, sem frú Burnett hafði afhent
honum á sinni dauðastundu.
“Hún sagði með fastákveðinni alvöru, að
demantinn væri eign Sylvíu”, sagði Giles að end-
ingu. “Og ég hefi haft þá meiningu, að hún hafi
á-tt við föður Sylvíu, er hún bað mig svo ítarlega
að varðveita hana fyrir vissum manni, og forð-
ast, ef hægt væri, að hann sæi hana. Af orðum
hennar skildist mér,' að hver sem þessi maður
var, þá væri ástæða til að óttast hann, og forð-
ast og geyma vandlega barnið og gimsteininn,
hvað sem það kostaði, það er auðskilið, að ein-
hver hefur fundið Sylvíu, og ætlar nú að kúga
út úr mér lausnargjald. Ef ég aðeins vissi að
barninu liðu þolanlega og væri í engri hættu,
þá — ”. '
“Sá, sem hefir skrifað þetta bréf, ætlar enga
upplýsingu að gefa yður um litlu stúlkuna, það
megið þér vera viss um”, sagði Stokes snerpu-
lega, “hann vill halda yður í æstu skapi og á-
hyggjufuilum, eins og framast verður, þar til
hann finnur hvað miklar líkur eru til að hann
fái gimsteininn”.
“Og það fær hann aldrei, hver svo sem hann
er”, sagði Giles alvarlegun “Gimsteinninn til-
heyrir Sylvíu, og er arfur hennar og aleiga, ég
ætla mér ekki að láta hann af hendi.”
“Það næsta sem höfundur bréfsins gerir, er
að hóta Sylvíu dauða, þessháttar samvizkulaus-
ir fantar, hika ekki við neitt. Og ef hann af ein-
hverjum orsökum, hefir lagt hatur á yður, gerir
hann vafalaust alt, sem hann getur, yður til
skaða og skapraunar”.
“Eg skil ekki að nokkur hafi ástæðu til að
óvingast við mig” svaraði Giles undrandi. “Eins
tók ekki eftir geðbreytingunni og vandræða
svipnum á andliti Rósu.
“Helen er á sama máli, hún segist helzt óska
að Sir Giles, sendi þorparanum demantinn, svo
þessu máli gæti verið lokið, hún þolir ekki að
hugsa til þess, að verið geti að líf Sylvíu sé f
hættu, en Sir Giles telur sjálfsagt að lögreglan
nái þessum manni, og Sylvía sé óhult”.
“Að henni sé óhætt?” Þessi orð skruppu
einnig upp úr Rósu, með mikilli áhrezlu.
“Segðu mér meira, segðu mér alt, hvenær
hvarf barnið; er það nýskeð?”
Eftir að ungfrú Stansdale hafði þurkað gler-
augun sín vandlega, og sett þau á sig, byrjaði hún
stilt og gætilega að lesa bréf systur sinnar, og
Rósa stóð við hliðina á henni og hlustaði á
hvert orð með áhyggjusvip á* andlitinu, og hend-
urnar kreystar saman.
“Nú hafið þér heyrt hvað Helen skrifar mér”,
sagði ungfrú Stansdale, og braut bréfið saman.
“Sylvía hvarf fyrra þriðjudag. 1 dag er fimtu-
dagur og sé gimáteinninn ekki sendur á mánu-
dag, eða fyr, verður litla stúlkan — ”.
“Nei, nei — segðu það ekki”! hrópaði Rósa
áfergjulega, og gekk um gólf í herberginu, æst
í skapi svo liún réði sér ekki.
“Hún má ekki verða fyrir neinu misjöfnu.
Eg hefi aldrei gefið mig að börnum, en Sylvía
var svo einlæg og ástúðleg, og hún kysti mig”.
f síðustu orðunum duldist svo kveljandi sárs-
auki, að þaö vakti athygli hinnar skilningssljóu,
ungfrú Marion, og hún leit forvitnisaugum á
stúlkuna.
“Það var nú ekkert merkilegt í því, þó hún
kysti yður”, sagði hún, “þér eruð ungur kven-
langt og ég veit á eg engan óvin í heiminum.
Eg tók þessa litlu stúlku að mér, sem nú er horf-
in svo undarlega, af því hún var einmana í heim
inum, án ættingja eða vina, — í það minsta hefi
ég engann getað fundið, sem hefir nokkurt til-
kall til hennar, og ég skil ekki hver það er sem
sendir þessi bréf.”
“Hvað vitið þér um föður þessarar stúlku?”
spurði njósnarinn. “Var móðir hennar ekkja,
þegar þér kyntust henni? Eða átti hún lifandi
mann einhversstaðar?”
Giles hristi höfuðið.
“Eg veit ekki, hefi aldrei heyrt neitt um það”,
svaraði hann. “Konu auminginn dó, án þess að
geta sagt mér nokkuð nákvæmlega um sig
sjá-lfa, eða barnið sitt, og meðal hinna lítilfjör-
legu eigna hennar, fann ég ekkert, sem gæfi
nokkurar uppiýsingar henni viðvíkjandi. í það
heila tekið er málið dularfult, og ég skil ekki
hvernig menn hafa fundið út, að ég tók Sylvíu
að mér, og hef gimsteininn í vözlum mínum.”
Samkvæmt ráði leynilögreglumannsins lét
Giles setja svo hljóðandi auglýsingu í Morgun-
blaðið:
“Sylvía” — Eg er fús að semja um nefnd-
an gimstein, óska nákvæmari upplýsinga. Giles”.
Daginn eftir fékk Giles aftur vélritað bréf,
svohljóðandi:
“Kæri Sir! — Þessi umtalaði dýrgripur, er
mín eign, stolinn frá mér, af móður syl-
víu Burnett, sem þér kannist við. Eg hefi enga
löngun til að mæta yður persónulega. En það
skyldi gleðja mig, ef þér senduð mér gimstein-
inn með póstinum. Utanáskrift: Hr. Smidt.
Heimili herra I. Cox, 155 Redman Str., Chelsea,
S. V. — Sé demantinn ekki kominn í hendur
þessa herramanns, næsta mánudag, í seinasta
lagi, verður Sylvía send til móður sinnar. Þér eig-
ið við samvizkulausann og fífldjarfann mann,
sem æfinlega fær vilja sínum framgengt.”
15. KAPÍTULI.
“Aumingja Helen er utan við sig af harmi, og
hún skrifar, að Sir Giles líði ekki betur, það er
líka óttalegt að hugsa til þess, að hin hugljúfa
og góða litla stúlka — ”.
“Eg skil yður ekki verulega”. Rósa Miller
horfði á Marion gömlu, sem sátu saman í dag-
stofunni á Standsdale.
“Gengur nokkuð að Sylvíu?”
“Já, það er það sem það er”, sagði ungfrú
Marion. “Helen skrifar mér, að í fyrstu var
hún svo af sér gengin, að henni var ómögulegt að
minnast á það, en nú finst henni hún hljóta að
segja mér frá því. Sylvía er horfin, henni hef-
ur verið stolið, og — ”
“Stolið?” — Rósa hrökk á fætur, og starði
efandi á ungfrú Standale.
“Já, einhver hræðileg mannpersóna hefur
stolið henni — þau vita ekki hvemig. En hver
sem þessi viðbjóðslegi fantur er, hefir hann
skrifað Sir Giles, og látið hann vita, að ef hann
verði ekki búinn að senda gimsteininn, þá kosti
það líf Sylvíu. Það er alt of hræðilegt til þess
að vera satt, og Helen segir mér líka, að Sir Gil-
es fullyrðir, að maðurinn geri þetta, aðeins til að
hræða hann, og hann geri barninu ekkert ilt.”
“En það er hann vís til”. Þessi orð hrukku
af vörum Rósu óvart. “Hann — ”.
“En hvað eigið þér við?” spurði Marion með
ódulinni undrun. “Vitið þér nokkuð uih þenn-
an voðalega mann?”
“Eg hugsaði — eg áJtti við, — að slíkir sam-
vizkulausir fantar hiki ekki við neitt”.
Hin einfalda og trúgjarna ungfrú Marion,
maður, mjög svo aðlaðandi, og hljótið að hafa
áhrif á alla, hvað þá barnshjarta, ég — ”.
“Ó-jæja, barnið hændist að mér”. Rósa
neri hendurnar í örvæntingu. “Hún sýndi mér
teýna hreinu barnssál, og opnaði sitt litla hjarta
fyrir mér, en — ég hefi aldrei hugsað um þetta
— nei, guð minn, þetta hefi ég ekki hugsað
um — ”.
Ákafinn í Rósu gerði ungfrú Marion hálf-
skelkaða.
“Nei, það er náttúrlegt, að þér hafið ekki
hugsað um svo óttalega hluti”, svaraði hún.
Hverjum mundi hafa hugkvæmst að saklausu
barni væri stolið, vegna eins gimsteins, og ekki
einungis það, en — ”. Hrollur fór um ungfrú
Stansdale, og hún þagnaði, og Rósu lá við að
titra, og þó var heitur og loftþungur júlídag-
ur, og loftkyrðin virtist boða þrumuveður.
“Eitthvað verður að gera”, tautaði hún. “Eg
má til — ef ég aðeins vissi hvað — ”. Svo sneri
hún sér hastarlega til ungfrú Steinsdale, og
sagði hátt.
“Það sem þér hafið sagt mér, hefur haft
sterk áhrif ái mig. Eg — eg verð að fara upp á
mitt herbergi og hugsa ítarlega um þetta, það
er óþolandi, — ég verð eitthvað að gera — og
með þessum sundurslitnu setningum, sem gerði
ungfrú Stansdale enn órólegri, flýtti hún sér út
úr dagstofunni og hljóp upp stigann til herberg-
is síns.
“Mér. hafði aldrei dottið í hug að þetta kæmi
fyrir”, sagði hún, meðan hún þeyttist fram og til
baka um gólfið. “Eg vissi að honum var ant
um að fá gimsteininn, en mér datt ekki í hug, að
það kæmi illu til leiðar, þó eg segði honum, hvar
hann var. En ef hann gerir barninu ilt, þá missi
ég vitið. Eg get ekki haft það á samvizkunni.
Hún studdi höfðinu á gluggakarminn, og rendi
augunum yfir hinn vel ræktaða garð, þar sem
fallegu rauðu g eraníu-blómin ljómuðu í sól-
skininu, og henni kom í hug eftir miðdaginn,
fyrir fáum vikum, þegar Sylvía og hún sátu undir
akasiutrénu, og litla stúlkan sagði með sínum
viðkvæma róm:
“Mér líst svo vel á yöur.”
Sylvía hafði margendurtekið þessi orð, og
horft á hana með hlýlegri aðdáun, í hinum stóru
dökku augum, og nú — nú var það henni að
kenna, að Sylvía var í hættu, — og því miður
vissi hún að það var mikil hætta.
“Alt er þetta mér að kenna,” stundi hún upp.
“Eg hefi svo lengi verið verkfæri í höndum þessa
manns, að ég hefi ekki getað losað mig við
hann, — ekki einu sinni nú, þegar hann lagði
þessi vondu ráð móti barninu saklausu. En mig
hafði aldrei órað fyrir, að hann gerði þetta, mig
hafði aldrei grunað, að hann sæktist eftir lífi
hennar. Ó, Guð minn góður, segðu mér hveriv-
ig ég get frelsað hana, — því þetta er þvert á
móti mínum vilja.”
Næstum sem svar uppá hennar brennheita
andvarp, — hérumbil á sama augnabliki — birt-
ist henanr hugskotsaugum, mannsmynd, með grá
augu, sem kom hjarta hennar til að slá svo sterk
lega, að það hafði það aldrei gert áður. — Andlit
Hugh Burners. Ef hún gæti fengið sig til að
segja honum alt eins og var, hreinskilnislega,
væri hugsanlegt, að hann gæti hjálpað henni.
Heili hans gæti máske fundið bragð til að leika
á Hermann. Hún vildi leita hjálpar doktor
Berners, — og þó, hvernig átti hún að geta það?
Hún fór aftur frá glugganum, og byrjaði að
ganga um gólf í herberginu. Jafnframt og hún
aftur og aftur, yfirvegaði þessa nýju hugsun, sem
svo óvörum hafði komið fram í huga hennar,
það var ekki til að hugsa, að leita aðstoðar Hugh
Berners, neina hún segði honum allan sannleik-
ann, — og hvernig gat hún gert það, og eiga
það víst, að það kæmi honum til að forðast hana
og fyrirlíta? Aldrei framar mundi hann, renna
til hennar þessum góðlegu aðdáunaraugum, —
þegar hún væri búin að segja honum sína slitr-
óttu æfisögu, mundi hann snúa við henni bak-
inu, fyrir fult og alt. Hann var ekki einn af
þeim mönnum, sem geta elskað kvenmann, þó
þeir hvorki heiðri þær né virði, — og hún elsk-
aði hann. Sú vissa kom hvarvetna fram í hugs-
unum hennar, og þegar hún stansaði frammi
fyrir speglinum, og sá inn í sín eigin augu,1 fór
djúpur roði hægt og hægt yfir andlit hennar.
Já, — hversvegna ætti hún að dylja sannindin
fyrir sjá-lfri sér. Hin gráu augu Hugh Berners
höfðu vakið í brjósti hennar tilfinningar, sem
hún hafði ekki vitað áður, að væru þar til, hin
riddaralega framkoma Hugh ‘Berners hafði
hreyft þá strengi í sál hennar, — sem hún vissi
ekki að væru þar til. Hún vissi að hún hafði
lánið í hendi sinni, hún vissi, að ef hún aðeins
rétti hendina frá sér, þá væri henni áuðvelt að
handsama gæfuna, — hún vissi að það stóð í
! hennar valdi, að slétta yfir hin óþægilegu áhrif,
I sem hennar köldu og kæruleysislegu orð, hlutu
i að liafa valdað honum, við síðustu samfund; hún
| átti víst að geta snúið huga hans til sín, nær
sem hún vildi. En ef hún nú færi til og leitaði
aðstoðar hans, og segði honum hverja hlutdeild
hún ætti í hvarfi Sylvíu, og sýndi honum eins
og í skuggsjá — þó ekki væri meira — lífsfer-
il sinn, mundi liann fyrir fult og alt, snúa baki
að henni.
“Hann hefur vakið lijá mér löngun til að
- verða ný og betri persóna”, sagði hún við sjálfa
,sig, um leið og hún sneri sér frá speglinum, og
byrjaði á ný að ganga um gólf. Hingað til hefi
ég aldrei hirt um með hverju móti ég kæmi á-
formi mínu í gegn — aöeins ef ég gæti náð því.
Nú sé ég gjörla hváð vond eg liefi verið. Her-
mann hefur ætíð verið minn vondi engill, og
brúkað mig til þess sem ilt hefur verið, síðan
móðir mín dó, og ég er sokkin niður í sömu spill-
ingu og hann. — í stað þess að hefja mig, svo ég
væri verðug fyrir slíkann mann, sem Hugh Bern
ers”.
Á sínu sífelda vandri um gólfið, kom hún enn
að glugganum og nú stóð hún þar og starði á
hinar björtu geranúir og akasiutré, sem
teygðu toppana hátt í loft, móti bláum himin-
um.
“Hvað er það sem hindrar þig frá að verða
jafnoki Hugh Berners?” fanst henni að einhver
innri meðvitund segja við sig. “Það er á þínu
valdi að firrast hinn fyrra leiðtoga. Nú er uni
að gera, hvort þú vilt kappkosta, að komast upp
á liæðina, þar sem Hugh Berners stendur eða
halda áfram á því lága stigi sem Hermann Miller
og hans líkar eiga heima. Það er í þínu
valdi —- ”
í hennar valdi? Þessi innri rödd var svo
hrein og auðskilin, eins og hún heyrði orðin töl-
uð við sig.
í — sjálfsvaldi — að veija milli góðs og ills —
að hefja sig upp til þess manns, sem hún elskaði
— já, hún viðurkendi það ófeimin að hún elsk-
aði hann, — eða sökkva dýpra og dýpra í þann
afgrunn, sem hana sjálfa hrylti nú við að hugsa
til.
“Eg hlýt að taka fasta stefnu á þessu augna-
biiki”, sagði hún hátt. “Eg stend á merkilínu
æfi minnar. Ef eg fer til Berners læknis, og
segi honum alt eins og er, veröur Hermann ó-
vinur minn. Eg get aldrei framar unnið fyrir
hann, ekki einu sinni þó í góðum tilgangi væíri,
eg kem til að verða míns liðs, einmana og vina-
laus. Enn ef eg fer ekki, er Hermann vís til að
svifta Sylvíu litlu lífinu, aðeins til að kvelja Sir
Giles, vanalega framkvæmir hann hótanir sín-
ar, það sem hann segist ætla að gera, það gerir
hann — eg veit það helzt of vel.
' Svo fór hún að skjálfa og titra — “og ef
ég gjöri hann að óvin mínum — mun hann sitja
um líf mitt, eins og hann hefur gert öðrum. Hún
titraði á ný, en þó hún væri kvíðandi var þó eins
og sérkennilegur staðfestusvipur á- andliti henn
ar. Hún klemdi varirnar saman. Augun ljóm-
uðu nieð nýjum og fegurri glans, — því á þessu
augnabliki, sigraði hún, liið góða bar hærri
hlut.
Doktor Berners hafði skrifstofutíma frá
klukkan 2 til 3 á hverjum degi og síðari hluta
þessa dags, hafði hann fært skrifborðið sitt fast
að glugganum, sem sneri að fallega garðinum
hans, sem var eins ólíkur og hugsanlegt var
snotra enn litla garðinum hjá ungfrú Stans-
dale. Mitt á hinum litla, græna glasfleti var
laufskáli, þakinn rósum af öllum litum og teg-
undum, frá hinum sterkasta rauða lit til hins
hvítasta, — þessi skínandi blómskrúði nægði til
þess að í nágrenninu jafnaðist enginn garður við
hans. Til beggja hliða við þennnan laufskála
voru smáblómsturbeð, þar voru fagrar dvergrós-
ir, indræl stjúpmóðurblóm, i\auð, gylt með bronzse
lit og bleik. Þar var fiskmunnur; hvítar og gul-
ar nellikur. Skamt frá þessu beði var langs
með grasfletinum breitt beð með allskonar sjald-
gæfum blómategundum, ólíkum að útliti en hvert
var öðru fallegra og fágætara.