Heimskringla - 07.01.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 7. JANUAR, 1925
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
The Dominion
Bank
HORNI NOTRE DAME AVE-
off SHERBROOKE ST.
Höíuístóll uppb.......$ 6,000,000
Varasjó'Sur ...........$ 7,700,000
APar eignir, yfir ....$120,000,000
Sérstakt athygli veitt viðskift-
um kaupmanna og verzlunar-
félaga.
Sparisjóðsdeildin.
Vextir af innstæðufé greiddir
jafnháir og annarsstaðar við-
gengst. _____
PHONE A 9253
P. B. TUCKER, ráðsmaður.
_________________________________'
Dánarminning.
Sigríður ÞiSriksdóttir er dáin!
Henni var frábær, af föður himna,
GuðhræSsla gefin og göfuglyndi,
Trygð og trúmenska, traust og still-
ing;
hjartagæska og hugarprýöi.
Þann 17. september síöastliöinn.
andaðist aö heimil tengdasonar síns,
Helga Sturlaugssonar og Ingunnar
dóttur sinnar, heiöurskonan, Sigrið-
ur Þiðriksdóttir. Hún var fædd aö
Sviðningi í Kolbeinsdal í Hólahreppi
í Skagafjaröarsýslu á IsJandi, áriö
1836.
Foreldrar ihennar ‘yoru nafnkend
heiðurshjón, Þiðrik Ingimundarson
og Helga Bjarnadóttir, frá Mann.
skaðahóli á Höfðaströnd.
Sigríður sál. var elst sinna Sj’stk-
ina, og ólst upp hjá foreldrum sín-
um til fuHórðins ára, eöjn þar tjil
að hún misti móður sóna. Næsltur
henni að aldri var Ingimundur bróð-
ir hennar, sem nú er einnig nýdáinn
hér í Selkirk, aðeins 2 árum yngri.
Þá má nefna annan bróður hennar,
heiðursbóndann Albert Þiðriksson,
sem lengi bjó á Steinsstöðum í Víði-
nesbygð í Nýja-Isiandi, og er dáinn
fyrir nokkrum árum, mætur merkis-
maður. Þá má nefna Sigmund bróð-
ur hennar, og þekti ég hann lítið.
Systur hennar voru Viktoría, sem nú
er einnig dáin og Sóiveig, sem enn
er á lífi; ekkja Jóns kapteins á Gimli
og er hún yngst þeirra systkina.
Sigriður sál. var. sem vinnukona
til og frá um Skagafjörð, eftir að
hún misti móður sina, því faðir henn
ar brá búi og kom börnunum fyrir.
Það var hún, unz hún giftist Jóh-
annesi Jónssyni frá Neðstabæ í Norð
urárdal í Húnvatnssýslu. Þau reistu
hú á Núpi í Fremri Laxárdal i sömu
sýsíu og bjuggu þar nokkur ar, og
eignuðust þar sarnan 4 dætur, sem
hér skal greina:
Viktoria elzt, nú fyrir löngu gift
Jakobi Sigurðssyni, prests frá Grund
í Eyjafirði, og hafa þau búið um
langan aldur á Gimli og eiga saman
marga og myndarlega syni. Onnur
dóttir þeirra er Sólvig, sem nú er
orðin ekkja Sigurðar sál. Þórarins.
sonar, og á hún einn son og 2 dæt-
ur, eftir hann. Sú þriðja er Ing-
unn, kona Helga Sturlaugssonar hér
í Selkirk. Þau eiga engin börn á
lifi; sú fjórða dó í æskn, Elizalret að
nafni.
■Árið 1883 misti Sigríður sál. mann
sinn fr áþessum ungdætum sinum
og sýndi þá bezt hversu mikil dugn-
aðarkona hún var, því þá voru mikil
harðindaár heima á Fróni. Hún seldi
þá bú sitt og dreif sig til Ameriku
með dætur sinar allar, og settist að
á Gimli, í Nýja.Islandi, og reisti þar
stórt og mikið hús, sem að hún nefndi
TravellersLHbme. Það hús var
sannarlega gestaheimili, o.g var þar
oft margt af ferðamönnum, sem
þáðu þar góðan greiða og hlýlegar
viðtökur, þvi ekki skorti þær mæðg-
ur islenzka gestrisni, né höfðingsskap
og rausn, svo margir ferðamenn, sem
voru þá á ferðum um Nýja.Island,
sóttu það fast að ná næturgistingu
að “Travellers.Home”.
Sigriður sál. hafði ráðsmann, sem
Kristján Guðmundsson hét, og höfðu
þau land 1 mílu fyrir vestan Gimli.
Það land heitir á Flugumýri.
Það sýndi bezt hver fyrirtaks
dugnaðar og “forstands”-vikingur
hún var, að ráðast i slikt, og stjórna
þvi öllu vel. Líka var hún mikil tru-
kona, og hélt fast við sina ágætu
barnatrú, og hafði miklar mætur á
þeirn beztu guðsorðabókum, sem völ
var á hjá okkur Islendingum heima
á Fróni, svo sem Péturspostillu og
Passiusálnuini Ilallgríms Péturssonar.
Hún var gjafmild og höfðinglynd og
sannarlegur vinur vina sinna, en vöad
að vinum, föst á sinni sannfær-
ingu, og lét ekki hlut sinn fyrir nein.
um. I einu orði: trygg, fastlynd og
dygðug.
Eftir 20 ára dvöl á Gimli, seldi
hún land sitt og húsið á Gimli, og
flutti sig alfarin til Selkirk, og keypti
þar hús og lóðir, því hana langaði
til að vera þar nærri tengdasyni sin-
um Helga og Ingunni dóttir sinni, þvi
hún unni þeim mikið. Nú fyrir ári
siðan kendi hún sjúkdóms innvortis,
sem leiddi til bana. Dóttir hennar,
Ingunn, tók hana til sin heim í sitt
hús, og hjúkraði henni með mestu al
úð og nákvæmni, þar til að hún and-
aðist, þann 17. september siöastliöið
haust, eins og áður er sagt, þá 88 ára
að aldri. Hún var jarðsett 21. sama
mánaðar í grafreit Lúterska safnað-
arins hér, og jarðsungin af séra N. S.
Thorláksson, að viðstöddu fjölmenni.
Belssuð sé minning hennar!
Vinur þcirrar látnu.
-----0------
“Sínum augum lítur
hver á silfrið”.
Mér finst þetta orðtak eiga vel við
undanfajrin -deilumál ritstjóra
lenzku vikublaðanna okkur, viðvíkj.
andi skóglendum Manitoba.
Með leyfi ritstjóra “Heimskringlu”
vil ég gjarnan leggja fáein orð í
belg, af því mig hefir stórfurðað á
afstöðu aðalritstjóra “Lögbergs”, og
staðhæfingum þeim, er hann hefir
flaggað með á hátopp ritstjórasiðu
blaðsins; vitandi, að miklum meiri
hluta kaupenda getur ekki dottið í
hug, að hann hafi borið þar á borð
sina eigin sannfæringu, og þvi síð-
ur fullyrðingu um vilja meginhluta
fylkisbúa í þvi máli. Hvar á hann
I>3'fTíí'r þa staðhæfingu, er fáum
auðskilið, þar sem það mál liefir ei
verið borið undir atkvæði fylkisbúa,
og nnin 'heldur ekki hafa verið i
fyrstu akveðið að viija fylkis.
stjórnar, þó vera kynni, að hún hafi
óviljug gefið samþykki sitt til á-
kveðinna skilyrða.
Síðan það mál kom á dagskrá; hefi
ég átt tal við marga menn, og hafa
allir, undantekningarlaust, fordæmt
slikt landst j órnargj örræði, ósk.
að að það næði aldréi framkvæmd. _
þar sem auðlegð skóganna á 40,000
fermil. hefði horfið fyrir minna en
hálfvirði eins og tilstóð aö verða
mundi eftir þeim samningum, er
blöðin birtu; þetta voru engin smá-
landflæmi er bjóða átti auðkýfingun.
um. v
Alt annað mál var það, ef Canada.
rikið sjálft hefði stofnsett og starf.
rækt pappírsverksmiðju á tilteknu
svæði, til búbætis fólki og fylkissjóði.
Það væri að Iikindum ekki siður bág-
borið ti! atvinnuauka fátækum verka.
lýð Iandsins.
Annars virðist mér bera helst til
mikið á þvi, að aðalritstjóri “Lög-
bergs” hafi verið og sé taglhnýting.
ur auðfélaga og stjórna innan Cana.
da. Yrði framhald á því, væri full-
komin ástæða til að fella hann aft.
ur á bak úr ritstjóra-sessinum, og
væri það ver farið, því marga góða
grein hefir blaðið flutt lesendum i
hans tið.
En því ber að gæta, að sá er ekki
sjálfráður, sem öðrum er háður.
Þetta þykir máske einhverjum ó.
nota olbogaskot við árslokin, og
skal ég nú hætta í þetta sinn.
Óska ég ritstjóranum og öllum
lesendum blaðsins, Gleðilegs Nýárs.
A Gamlársdag, 1924,
Guðbr. Jörundsson.
-----0------
Fullhuginn frá
Svefneyjum.
(Brindi flutt á sumarhátíð Ung-
men nafélags Húsavíkur 1924.)
iKæru gestir og ungmenni!
Þessa stund, sem ég á yfir að ráða
hér, ætla ég að biðja ykkur að minn.
ast með mér eins löngu burtfarins
merkismanns þjóðar okkar. Ha»n
»•
átti auð dýrra og fagurra hugsjóna
og um nokkrar þeirra hafa einmitt
ungmennafélög fylkt sér nú; finst
mér því eiga vel við að helga minn.
ingu hans eina stund æskudagsins.
Þessi maður er Eggert ólafsson.
Við könnumst vist öll við nafn hans.
Flestum íslenzkum börnum er sagt
ungttm frá glæsimenninu, sem kom
utan úr löndum til þessa að festa bú
á ættjörð sinni og lifa lífi þjóðar
sinnar, hvernig “hann ýtti frá kaldri
Skor” og sté aldrei framar fæti á
land. Og skáld okkar hafa gert
þann atburð lifandi í þjóðarminni
með snildarkvæðum, svo að varla
mun sá Islendingur til nú á dögum,
að eigi hafi heyrt Eggerts Ólafssonar
getið. En ljóðmæli hans ertt í fárra
hö*dum og fátt af þeim við nútíma.
hæfi, hvað búning snertir. Sá, sem
kemst yfir þau og les, mun þó eigi
iðrast þeirrar Stundar, svo margt
fagurt og svipmikið finnur hann,
svo ríkur og heitur hugur fylgir þar
rnáli simt, eða réttara sagt málum,
þvi að ahugamál Eggerts Ólafssonar
voru rnörg og á harla ólikum sviðum.
anlegum orðum og dæmum sýnir
hann löndum sinum hve illa þeir séu
búnir að fara með sína eigin tungu.
— Minnumst þess, er við finnum
unaðinn af fögru máli streyma um
sál okkar. Minnumst þess og, þenn.
an heiðríka sumardag, að það var
Eggert Ólafsson, er fyrstur brá
upp og festi í þjóðarvitund mynd
Fjallkonunnar, er þeir Bjarni og
Gröndal máluðu síðar, hver á sinn
hátt, og þá einn af öðrum.
Okkur finst oft, að það þurfi
mikið bjartsýni, mikla fastheldni og
trygð til þess að byggja og treysta á
landið okkar nú. En hvað mun hafa
þurft á dögum Eggerts Ólafssonar?
Hugsum okkur við hvað hann átti
að etja, fullhuginn frá Svefneyjum.
Alt Island mátti heita Svefney réttu
nafni á þeim tíma. En Eggert
ttúði því fastlega, að guð hefði sent
hann til þess að vekja þjóðina. Og
honum varð að trú sinni — um sið-
ir.
“ — Það var hann Eggert Ólafsson,
imgur og frár og vizkusnjall,
stóð hann á hauðri, studdur von ....
Hann var eins og góður kennari, er
lætur ser jafn ant um andlegan og
Hkamlegan þroska lærisveina sinna.
Alt gott vildi hann innræta lönJum
sínum, alt ilt og ósæmilegt uppræta
út' fari þeirra. Hann elskaði landið
eins og það var; það vori^ menn-
irnir, er þurftu og áttu að breytast
til batnaðar. Sem dæmi ættjarðar.
ástar hans vil ég nefna eitt litið er.
indi úr Islandsminni, er flestir kann.
ast viö:
‘Tsland, ögrum skorið,
ég vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefir mig
fyrir skikkun skaparans,
Vertu blessað — blessi þig
blessað nafnið hans”.
Þannig kveður Eggert ólafsson um
Island, og man ég eigi aðra heitari
vísu um okkar kalda land. Þá er
bæði fögur og frumleg lýsingin á
komu skáldsins heim til Islands árið
1766, þar Sem Hekla lýsir honuim
langt utan af hafi og höfrungarnir
hefja dans og gleði umhverfis skip.
ið. Það er eins og við finnum
hvernig hann yngist upþ við hverja
báru, sem ber hann nær Islandi, eft.
ir langdvöl í útlöndum. Þar hefir
hann verið tekinn að þreytast á kyr.
setunum og bóknáminu:
“Þó mitt hjarta þryti á ný
og þorna loksins tæki,
hver veit nema ég Island í
annað hjarta sæki.”
Hér var náttúran söm að sjá, hér
beið hans hinn mikli óplægði starfs.
akur, er hann helgaði krafta sína alla
og ástúð frá þeim degi. Og fáa
landa höfum við átt, er tækju rösk-
legar til starfa, en þennan unga og
fjölmentaða hugsjónamann. Hann
vinnur, syngur og hrópar inn í sína
bágstöddu og framfaratregu landa
dug og trú. Fyrst var að kenna þeim
að þeirra Iand var gott, fagurt land
og dásamlegt, eins og öll verk drott-
ins. Og þetta land var órannsakað
ið mestu. Eggert hikar ekki,
heldur leggur sjálfur af stað
að kanna landið, með þeim eina
manni, sem vjldi fylgja honum að
þvi verki. Jafnframt lætur hann skáld
gyðjuna leggja hönd á plóginn, ykir
“Búnaðarbálk” til þess að sýna hve
sælu og fögru lífi íslenzkur bóndi geti
lifað, bregður upp, jöfaum höndum,
myndum af því sem á að vera og
hinu, sem ekki á að vera. F.kkert
sem guð hefir gefið, er vont í sjálfu
sér, segir Eggert; við kunnum að.
eins ekki að nota gjafir hans rétt.
Og hann yrkir um Hornstrendur hrika
legasta og afskektasta hluta lands.
ins, til þess að sýna hve gott sé þar
að búa. Jafnvel hafísinn á sína af-
sökun, hann flytur oft með sér bless
un guðs í dýrmætu veiðifangi. Og
enn vítir hann ruddaskap og of.
drykkju, semur brúðkaupssiðabók,
kveður harðorð ádeilukvæði um ósið.
semi og agaleysi yfirmanna, eymd og
ræktarleysi almúgafólksins. Alstað.
a>- sá hann meinin, alt vildi hann bæta
Og svo framsýnn var hann, að reglur
•hans fyrir heilbrigðu þjóðlífi hafa
fullkomið gildi enn í dag, Búnaðar-
bálkur bezta kvæði sem ort hefir ver.
ið um íslenzkt sveitalíf. Með átak-
Jónas lyftir blæjunni og við sjáum
lengst inn í liðna tímans dularheim,
sjáum þjóðarljúfling okkar ganga á
land, á næturþeli, til fundar við hina
huldu dis landsins.
“ ..... hann svipast um, með tárum,
saltdrifin hetja stigin upp úr bárum.”
og
“litfögur blóm úr værum næturblund
smálíta upp og gleðja skáldið góða.”
Og við heyrum náttúruvindinn and.
varpa: i \ .<
“Veitt hefir Fróni mikið og margt
miskunnar faðir, en blindir menn
meta það aldrei eins og ber, v
unna því lítt, sem fagurt er,
telja sér lítinn yndisarð
að annast blómgvaðann jurtagarð”.
Seint þótti homim, hetjunni og hug
sjónamanninum sækjast leiðin til
þekkingar og þroska, seint kom feg-
urðarþráin og fegurðin, en — þær
áttu þó að koma, um siðir. Eins og
sætur morgunsöngur hins verðandi
tima berast vísur smalans að eyrum
hans. Æskan hefir orðið snortin af
eldmóði Eggerts og syngur um hann
og það sem hann sjálfur hafði sung-
ið um — yfir fénu í haganum, meðan
aðrir sofa.
“I fjalldölum búa og trúa því menn
að enn komi sumar eftir eymdanna
stund
og eitthvað flytji sólin í gulllegri
mund.”
kveðtir Gröndal löngu síðar. Alt af
eru einhverjir sem “elska, byggja og
treysta á landið”. En af fáum,
máske engum ættjarðarvina okkar Is-
lendinga stafar meiri Ijómi en af Egg
ert Ólafssyni. Hann hverfur sjónum
okkar, á unga aldi, eins og sól í haf-
ið. En þaðan lýsir hann enn.
Hann kendi ekki einungis i orði,
heldur í verki, hvernig Islendingar
eiga að lifa á íslandi. Hinn þriðja
dag brúðkaupsveizlu sinnar bjóst
hann alíslenzkutn búningi, þar var
ekki einn þráður erlendur og fór þó
hið bezta á öllu. Þannig sýndi Egg-
ert hinum ttngu mönnum, hv(e vel
má búa að sinu, t þessu sem öðru.
Þetta atvik sýnir hvernig hann greip
hvert tækifæri til þess að kenna í
verki. Jafnvel brúðkaupsgleði sina
gaf hann hugsjón sinni.
Skaphiti og máttur var í orðum
hans, er harm réðist á móti hleypi-
dómum og ragmensku “dönsku ls.
lendinganna”:
“Þó að margur, upp og aftur,
Islands niði, búðarraftur,
Meira má en kvikinds kjaftur
kraftur guðs og sannleikans.”
Þetta er kveðið af þeirri sannfær.
ingu, sem hrífur enn. En “vaninn
seini vill ei læra”, andvarpar hann á
milli. Þá var bezta huggunin að lita
í kringum sig, hressa 'hugann við feg
urð og yndi landsins. Glaðttr söng
hann um alt, er þar bar fyrir augu:
“Sólin rennur hýr í heiði,
hverfur burtu þögn og leiði,
hauðrið gyllir, hnoðrum eyðir,
hlær þá flest í geði manns
út uni sveitir Isalands.
Sæt og fögur grösin glóa,
gleðja kindur, naut og jóa;
endar hörkur hljóðið spóa,
hreiðrin byggir þessi fans
— að stekkjarfénu stúlkur hóa.
Álftirnar með söngvum sveima,
sólskrikjurnar ei því gleynta;
þá márierlan hér er heiina
hafskip sjást á brúnum lands.”-------
Og umhvefis landið sjálft liggur
“sjórinn eins og silfurslétta”. 1 feg.
urð náttúrunnar og auðleg bjó hugg-
un og von Eggerts Ólafssonar þegar
honttm þóttu landar sínir þykkeyrð.
ir og þungir til framkvæmdanna. Við
getum hugsað okkur hve marga fagra
og þó jafnframt erfiða stund þeir
vinirnir og samherjarnir hann og
Bjarni Pálsson landlæknir hafa átt á
rannsóknarferðunt símtm. A mörgu
var að sigrast: stórsvæðum öræfa og
eldfjalla, þar sem aldrei hafði manns
fótur stigið, hjátrú og fáfræði fólks.
ins er oft var svo rik ,að þeir fé.
lagar fengu engan til fylgdar og
þurftu að brjótast tilsagnarlaust og
aleinir yfir erfiðustu hluta óbygð.
anna. En þeir voru frjálsir og
glaðir, eins og allir ungir landnemar
í andans og náttúrunnar ríki. Og
marga “sæla sjón” sáu þeir, Iangt of
an hinni sofandi bygð. Urn þessar
ferðir Eggert Olafssonar bæði ritað
og ort, og ætla ég að tilfæra einn
lítinn kafla í óbundnu máli um ferð
þeirra félaga upp á Heklu:
..... “Eldurinn hefir stundum
blossað með öllum litum og í öllum
myndum, stundum orðið biksvartur
og aftur upp skotið yfrið skærum
hnöttum, hvörjir sundur hafa brostið
í loftinu í ótal parta; ný f jöll og háls.
ar með stórum hraunum hafa og kom.
iö úr Heklu, svo sem árið 1390, þegar
stóð í munnum Heklu, svo að eldur.
inn varð að brjótast út fyrir neðan
hana (í skóginum fyrir ofan Skarð)
hvar eftir urðu tvö fjöll, og mikil
gjá í miMum. Af slíkum ófagnaði
hafa eyðst ótal bæir, ágæt lönd og
skógar; sumt hefir yfirbræðst af log-
andi hraunflóðum, sumt þakist a§i
vikri, steinum og ösku, t. d. árið 1443
þá hlaup hennar aftók á einum morgni
18 bæi. — Til að sjá eftirleifar alls
þessa umgangs, komum við út á
Vestmannaeyjaskipi, en alþýða kvað
það mesta óráð, bæði sökum brenni-
steinsbleytu og hvera á fjallinu og
lika reimleika; þvi að þar voru sagð-
ir hrafnar uppi járnnefjaðir, hvörjir
rífa vildu augu úr öllum, sem þang-
að kæmu. En vér trúðum ekki slík-
um frásögum, heldur fengum til
fylgdar bóndann á Selsundi (Vigfús
að nafni), er hitti vað yfir þessar
torfærur; þó hafði hvorki hann né
aðrir, svo menn vissu, upp á Heklu
farið. Vér riðum svo lengi yfir svarta
sanda, þar til vér komum að þeirni
miklu og háu hraundyngju, er gengur
umhverfis fjallið; þar létum vér
hestana hvílast og eftir verða, en klifr
uðum yfir urðarhryggisn og gengum
svo upp á fjallið. Marraði þá undir
fæti í klettunum, því þeir voru allir
til vikurs brendir. Þetta var hæsta
sumar um nóttina; fengum vér þá
kálfasnjó nýfallinn á jökulinn, en
bæði þá og fyrirfarandi daga hafði
heiðviðri verið í bygðinni. Mætti
oss engin torfæra, sem sagt hafði ver
ið; sáum vér hæst af Heklu mikinn
hluta landsins, með fjöllum, jöklum og
vötnum, mest norður og austur af;
einnig mörg fjöll af eldi uppkomin
og stórgjár, hvar upprásirnar höfðu
verið; en þær væru aftur neðantil
uppfyltar með ösku og vikri. Þar
voru og í fjallshlíðinni aflangir
svartir steinar, hvörjir mjög líkir
voru kolbrendum trjástofnum, kvist.
um og greinum, yfirbræddum síðar
með steinrensli.
jEfst á Heklu skildum vér, eftir staf
niðursettan í fjallið, runnum síðan
ofan af fjallinu og fundum hestana,
samt mann þann er eftir hafði með
þeini orðið; hann sagði sér hefði ilt
orðið í höfði, þegar vér ætluðum að
ganga á fjailið. — — Komum á-
nægðir frá Heklu og gistum í Skál-
holti, hvar biskup gjörði oss hinn
bezta greiða, en veitti oss þó nokkrar
ávítur fyrir ofdirfskuna og sagði það
hefði verið guðs mildi að alstaðar
hefði upphaldið undir oss. En vér
svöruðum, að það væri vist honum
að þakka, sem og hitt, að jörðin
héldi uppi svo stórri mergð mann.
kynnsins.” — —
Ræktun lýðs og lands, er kjörorð
ýmsra æskumanna nú. Gleymi þeir
aldrei þeim, er löngu áður, á miklu
erfiðari öld, báru þessi sömu orð
greypt í hug og hjarta, sem hófu upp
blysin og tendruðu, handa öldum og
óbornum. Unt Eggert Ólafsson mætti
segja hin sömu orð er hann mælti
sjálfur yfir Jóni Arnasyni biskupi:
“Kveikti hann upp í landi ljós,
er lýðir eiga að skara.”
Ungmenni Islands eiga að skara í
þann eld er Eggert kveikti, trúa og
vona á sitt eigið land, byggja smá.
vinum Eggerts, blómunum, hæli við
hvert hús og hvern bæ; elska og nýta
alt, sem islenzk náttúra lætur í té, alt
frá litarmosanum á steinunum og
blóðberginu i melnum til hinnar hvit
ustu lambaullar — syngja við starfið
og þakka guði að ekki er verra þegar
illa gengur — þegar náttúran agar
okkur Islands börn, eins og hún hefir
gert í vor hér um slóðir. Að fjöldi
manns með vorhug i brjósti er hér
saman kominn, sýnir einmitt hver
seigja leynist með íslenzkri alþýðu
því mikið þarf til þess að standast
harðindi og hriðarbylji fram yfir
miðjan júnímánuð, þegar undanfarið
sumar hefir »erið óvenju erfitt og
veturinn sezt að i september.
En önnur lönd hafa lika ókosti með
kostum. Uppskerubrestur veldur þar
löngum hungursneyð, stríð og sóttir
herja þar mitt í menningu og auðæf
um. Verum ánægð með það land
sem okkur er gefið, þótt stundum sé
þar hart í ári. Leggjum því betur
fram alla krafta, sem okkur er leyft
að ráða yfir með frjálsum vilja hins
frjálsa manns. Slík barátta göfgar
og stælir í senn. Eggert Ólafsson
segir í Bútiaðarbálki við íslenzka
bóndann og ber hann saman við
auðmanninn;
1
“Sá riki sinju ræður ekki,
ríkdómurinn hans drottinn er
og beygir hann í bönd og hlekki,
en blessað sjálfræði fylgir þér.
Hans strit er þreyta og þorstapín,
þitt strit svalandi gleðivin.”
HULDA. — Dagur.
i
Timbur, Fjalviður af oll- ♦♦♦
tegundum, geiréttur
um
♦♦♦ Nýjar vöruMrgðir
♦+♦ 1 —
►♦♦ 0g allskonar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur. Vér erum ætíð fúsir að
r sýna, þó ekkert sé keýpt.
^♦TheEmpire Sash & Doo Co.
Limited.
WINNIPEG.
:
f
f
♦!♦
V HENRY AVE. EAST.
►>
:
t
t
f
I KOL! - - KOL! f
:
f
f
♦:♦
HREINASTA og BEZTA TEGUND KOLA.
Bæði til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI.
Allur flutningur með BIFREIÐ.
f
f
f
t
f
f
603 Electric Ry. Bldg. y
X Empire Coal Co. Limited
t Sími: N 6357—6358