Heimskringla - 04.03.1925, Síða 2
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. MARZ, 1925h
Sœlueyjar.
Svo mikiö hefir veriS talaö um
Vestmannaeyjar nú undanfariö,
vegna hins þjóösorglega manntjóns,
að ég hefi einatt verið að spyrja
mig sjálfan, hvort rétt væri af mér að
þegja algerlega um hugmynd nokkra,
sem ég gerði mér fyrir mörgum ár.
ttm um hafnargerð við Eyjarnar. Eg
ræð það nú af, að láta hana koma
fram fyrir almenning, þrátt fyrir það
þótt ég búist við því, að ekkert verði
framkvæmanlegt í þá átt, fyrir ein.-
hverjar þær orsakir sem ég hefi ekk>
kunnað að íhuga.
Eg verð fyrst aö segja tildrög
nokkur til þess, aö ég fór að hugsa
um þetta mál. Dybdal, fyrverandi
skrifstofustjóri Islandsráðherra í K.
höfn, bauð mér eitt sinn Vestmanna.
eyjasýslu og hafnaði ég þvi að vísu,
en sá svo mjög eftir því síðar, er ég
kyntist betur hvernig til háttaði.
Þegar ég svo varð sýslumaður Rang.
æinga, kom mér í hug, að leggja það
ti! við landsstjórnina, að eitt lögsagn.
arumdæmi skyldi gera úr héraðinu
og Eyjunum. En mjög lítið varð úr
rekstri þess máls, því að skömmu
síðar slasaðist ég í Markarfljóti og
varð að segja af mér sýslunni. — En
meðan ég var að byggja íbúðarhús
mitt á Rangárvöllum, þar sem ég
kyntist því, hve ágætt efni móbergið
þar, — hið sama sem er í Vestmanna.
eyjum — er til allskonar bygginga,
flaug mér í hug, að hlaða mætti haf.
garð úr heimakletti í mynni Eyjavík-
urinnar með tiltölulega auðveldum og
ódýrum hætti, þar sem hæð og efn.
isríki bjargsins hvorttveggja virðist
tala hátt á máli steinanna ttm það,
að byggja heimshöfn fyrir fengsæl-
ustu fiskistöð jarðarinnar. Eg átti
tal um þetta síðar við verkfræðing
,einn, sem var hér í þeim erindum
fyrir allmörgum árum, að gera áætl-
un um Reykjavíkurhöfn, og lét hann
vel yfir þessari tillögu. Samt varð
ekkert úr því, að ég gerði neitt til
þess að koma þessu málefni á fram.
færi.
En um leið og ég set nú loks þessa
hugsjón mína fram fyrir almenning
vildi ég réttlæta fyrirsögn þessarar
greinar, þótt hún að vísu standi ekki
í beinu sambandi við hið mikilvæga
hafnarmál. — “Forsaga” Vest.
mannaeyja er, eins og annað það er
lýtur að elstu frásögnum um ísland,
meðan það var nefnt Thule (á máli
Landnámu Tíli) vanrækt, afbökuð og
jafnvel vísvitandi falin þessari þjóð,
sem er þó, og á að vera, fræg fyrir
söguleg fræði. En enginn efi er um
það, á hinn bóginn, að ást og stolt
niðjanna yfir gamalli sögu ættar.
stöðvanna er voldugur þáttur og
frömuður alls framtaks og menning.
ar meðal allra siðaðra þjóða. Olg
frá því sjónarmiði er réttmætt að
minnast þess, að sögugögn eru fyr.
ir því, að gert hefir verið út skip ti!
Vestmannaeyja á fyrstu eða annari
öld rómverska keisaravaldsins, og eru
nokkrar líkur ti! þess að ætla, að það
hafi verið á keisaraárum Hadrians,
með því að griskur nýlendumaður
einn stóð fyrir förinni, en Hadrian
var, eins og alkunnugt er, uppnefndur
fyrir grískunám sitt — og rit Pythe.
asar, sem fór til íslands á timum Al-
exanders mikla, hafa sjálfsagt ver-
ið kunn keisaranum. Grikki þessi lýs.
ir jöklafýlunni af landi og talar, að
þvi er mig minnir, um hafnleysi við
Suðurlandi. Óhrekjandi skjalsannanir
eru auðvitað ekki fyrir þekking elstu
kristnialda um Island, en út i það
verður ekki farið hér. Aðeins vil ég
taka það fram, að efalaust má það
teljast, að til Vestmannaeyja beri að
rekja uppruna nafnsins á “Sælueyj.
um”, sem eru tiðnefndar í helgisögn.
tim og gömlum fræðum.
Til þess að mönnum verði þetta
gleggra vil ég aðeins nefna einstöku
meginatriði, sem kollvarpa hinum al.
gengu kenningum “æsku” islenzkrar
byggingar. Eg hefi sannað, að Grett.
isbælin eru steinaldargrafir. Grettis.
tökin eru og samkyns “mannvirki” frá
e'dri forntíma, sem alkunn eru frá
steinöldum ananra landa. Eg hefi
sýnt fram á, að ýmsar jarðhvelfing.
ar Suðurlands geta ekki verið frá svo.
kölluðum “sögutíma” vorum. Eg
hefi heldur engan efa um það, að
fjölmörg mannvirki finnast órann.
sökuð eða rangskírð viðsvegar um
land, ævafornum öldum á undan land.
námi Norðmanna (sbr. “göngugarð.
ar”, “traðir”, vatnsveitingar t. d. á
Rangárvöllum, sjá greinargerð mína
í “ísafold” 1906 o. s. frv.). Vöntun
viða í húsabyggingar hefir knúð
menn til þess að nota hér grjót og
jörð í hleðslur, sem Daniel Bruun
tekur réttilega fram, að varðveitir
enn mergð minnismerkja. En hér er
ekki rúm til þess að fara út í langt
mál um neitt. Einungis nefni ég ör..
fáar uppspunagreinar Landnámu.
Faxi er enn í Vestmannaeýjum
nafn á röst einni — og er ágætt rétt
nefni, sem hefir orðið varðveitt fyr.
ir málið. Maðurinn Faxi var fund.
inn upp til þess, að útskýra upp-
runa nafnsins á þeim flóa landsins, er
átti helst skilið að nefnast eftir hin.
um miklu straumamótum. Svo afar-
ótrúleg er fjarstæðan um sjómann-
inn er sá Snæfellsnes en hélt fjörð.
inn þó vera fljót, að engan furðar á
því, sem sagt er um þrælaflóttann til
Vesmannaeyja til útskýringar þessu
nafni. Sagan um skógarbjörninn
sem aldrei hefir verið til á íslandi)
er af líku tagi. En ef til vill hefir
upphafsmanni þeirrar frásagnar ekki
verið kunnugt um, að írar (“Vest.
menn”) hafa komið til Eyjanna vit.
anlega einni öld og sennilega mörgum
öldum fyrir landnámstið. Þá er
skýringin um það, hvernig Island fékk
nafn sitt, ekki siður augljóslega til.
hæfulaus uppspuni. Isufjörður á
Vesturlandi bar nafn sitt með réttu,
eins og flest sem landnámsmenn vor.
ir sjálfir gáfu nafn. En Thule, is.
land, (sbr. Tilinsel meðal Suðureyja)
hefir af einhverri orsök verið rang.
lesið, óviljandi eða vísvitandi, ef ti!
vill í sambandi við óvild Noregs.
konupgs gegn útflutningum hingað.
Meira að segja er ekki ósennileg til-
gáta, að þetta rangnefnj hafi á ein-
hvern hátt getað slæðst inn frá
“Croin”.land (Freraland, ísaland o.
s. frv.), sem núnefnt Grænland hafði
verið kallað af Kletum á undan land-
námi. En vissulega er uppspuninn i
sögunni augljós, þvi fremur sem ísa.
lög koma þvi nær aldrei þangað.
sem er sá hluti fjarðarins, er heitir
nú Tsafjörður,, en á að bera réttnefn.
ið Isufjörður.
Eg hefi nefnt þessi örfáu atriði ti!
þess ,ef verða mætti að einhver,
sem ann sérstaklega sögu þessara
merkilegu eyia, sem nú eru orðnar
heimsfrægar fvrir fiskiföng og stór.
úlgerð, gæti unnið að þvi, að rann.
sóknir fornleifa i Eyjunum megi fara
fram með þvi fyrir augum, að lik.
legt er að þar finnist merki rnanna.
vistar fyrir landnámstíð. Vestmanna-
eyingar mega með réttu unna sinum
fögru, fengsælu eyjum, ekki siður en
hinir helgu menn, sem flúðu ofsóknir
Rómverja gegn kristnum mönnum í
Bretalöndum og fundu þar friðland
■ og auðvelt að afla viðurværis. Það-
an mun nafnið Sælueyjar vera runn.
ið. Þar áttu að vera sex — og svo
eru og Vestmannaeyjar, sé alt rétt
talið.
Einar Benediktsson.
— “Tíminn”.
------0-----
Kirkjan.
VIII.
I hini postullegu trúarjátningu er
svo talið, að kirjan sé ein, almenn og
heilög. Þó er kristin kirkja klofin
í margar deildir. Svo hlýtur og að
vera. Eðli þjóðanna og sérkenni
einstaklinga veldur þvi. Siðbót
Lúthers er ekki til komin af tilviljun.
Þar rís germönsk sjálfstæðisþrá gegn
rómverskri kúgun. Germanskar þjóð
ir stofna þá þjóðkirkjur, en hinar
rómönsku þjóðir halda fast við sinn
sið. Rómversk-kaþólsk kirkja er arf.
taki rómverska ríkisins. Páfadómur
er þar kominn í stað keisaravalds, en
agi og ágætt skipulag er sameigin.
íegt. Þar gengur skipulagið á rétt
einstaklir^ganna. Þá < kúgun gátu
hinar germönsku þjóðir ekki þolað.
Lúther er oddviti þeirra og vinnur
líkt verk fyrir germanska menning
og Armenius, þegar , hann stöðvar
sigurför Rómaríkisins. Germanskt
kyn er “protestaniskt” að eðlisfari, og
af “protestöntum” munu Islendingar
vera germanskastir. Á sama hátt og
Rómaríki er enn við líði, þar sem er
hin kaþólska kirkja, fgeymifst forn-
germönsk menning með íslenzku þjóð
inni. Tunga og bókmentir tengir oss
óslitið við fornöldina. Heiðnin er hér
ekki í fyrirlitningu, heldur er á henni
gullaldarblær. Og svo römm var
hin germanska taug í þjóðinni, að
hér var lítil þörf siðbótarinnar móts j
við það, sem var sunnar í álfunni. ,
Það kemur því ekki á óvart, þó hin
höfðinglegu ummæli Lúthers eigi hér
fastara fylgi en viða annarsstaðar,
er hann á þinginu í Worms setti
skynsemi sína og skýr rök hærra en
valdboð kirkjunnar. Það er glæsi.
legasta stundin í sögu siðbótarinnar,
þegar hinn gráklæddi munkur stend.
ur frammi fyrir öllum máttarvöldum
sinnar aldar, furstum, páfalegáta
og keisara, og neitar því að óhlýðn.
ast boði sinnar eigin samvisku. Það
gat varðað hann fjöri og frelsi. En
sú hætta þótti honum lítil móts við
það, að brjóta bág við samvisku sína
og sannfæringu. Grár og grófgerður
munkakuflinn verður glæsilegri i
augum þeirra, sem á horfa aftur i
aldirnar, er rauð klæði kirkjuvalds.
ins og pell og purpuri keisarans. I
stað þess að segja: “Þarna er mað.
ur eftir mínu höfði, kastaði kirkjan
Lúther út fyrir. Og þó verður kirkj
an aldrei fullkristin fyr en hún td.
ur þann mann meira virði en sín
eigin kerfingargervi, sem er þess
reiðubúinn að leggja nokkuð í söl-
una fyrir sannjfæring sína. Slikra
manna þarfnast kirkjan helst. Við
siðferðisþrek og réttláta breytni ber
að miða manngildið. Kristur hefir
aldrei sagt: “Af trúarjátningunum
skuluð þér þekkja þá. Sælir eru
þar sem þekking er talin synd en fá-
unnar og fella ekkert undan o. Sí
frv.”. Og þó hafa lútherskir prestar
til skamms tima og kaþólsk klerka-
stétt alt fram á þennan dag, stilt sér
í kirkjudyrnar og bandað með hend.
inri^ þegar s^ámaðupirvn náíljgast.
Hinn kirkjulegi embættishroki má
öfunda Amasja prest af ríkiskirkju
reigingnum, er hann vísaði Amos
spámanni á bug með þessum orð.
um: “Haf þig á burt, vitranamaður I
I Betel mátt þú eigi framar koma
fram sem spámaður, því að þar er
konunglegur helgidómur og ríkis.
musteri”. Þar sem þessari stefnu er
fylgt, verður kirkjan að kredduklíku,
þar sem þekking er talin synd en fá
fræðin sáluhjálpleg, og hættan mesta,
að hinn heilagi eldur kveiki í kirkj
unni.
Það er kirkjunnar rikasta þörf, að
hið klerklega íhald sitji ekki eitt við
stýrið. Hvert félag þarf spámann.
legrar framsóknar við, svo það fúni
ekki niður. Kirkjan er samtök
þeirra, sem vilja feta í fótspor Krists.
Það er meira virði að rétt sé stefnt,
en að stefnuskráin sé nákvæm um
hvert atriði. Kirkjan á að vera op-
in öllum þeim sem leita guðs rí'kis
og þess réttlætis. Líf og hreyfing e>'
henni nauðsynlegt. öldur hins and.
lega lífs risa þar og falla. Það er
óþarft að kalla hverja ölduhreyfing
fyrir sig hina sönnu kirkju. Kirkj
an á að vera hvelfingin, sem hvelfist
yfir allri andlegri viðleitni mann.
kynsins. Ekkert mannlegt á að vera
henni óviðkomandi. Jafnvel kaþólsk
kirkja kemst ekki fram hjá því lög.
máli, að öll menning hlýtur að
ganga í öldum. Blærinn á trúar. og
kirkjulifi br^itist eins og stíll hins
ytra hjúps. T einn tima einkennir
hinn þungi. jarðfasti rómanski
hringbogi hið andlega líf. í annan
tíma tekur mannsandinn á sig mynd
hins gotneska oddboga, sem stendur
fast á traustum súlum og teygir sig
ti! himins. En hvorttveggja eru
kirkjur, sú sem er reist i rómönsk-
um stíl og hin, sem hefir á sér got.
neskt snið. Og það er jafnvel fleira
kristilegt en kirkjan hefir enn breitt
væng sinn yfir. Margt af þvi, sem
enn ber á milli austrænni og vest.
rænni menning, er aðeins frábrugð.
inn still, ólík tunga og annarlegt þjóð-
erni. Deus og Allah þýðir hvort.
tveggja: Guð. Andi guðs er hinn
sami þó hann beri ólík nöfn á ýmsum
tungum. Undir ýmsum búningi, orð-
ttm og ytri táknum bærist hin sama
þrá hjartans, er brýst fram í til.
beiðslu og lotning fyrir þeirri göfgi í
tilverunni, er vér nefnum eiginleika
guðs. Glöggskygni á það, sem er
sameiginlegt í andlegu lifi þjóðaana,
er samboðin lærisveinum þess meist.
ara, er sagði við rómverska her.
manninn: “Ekki einu sinni í Israel
hefi ég fundið slíka trú”. Það er
engin þjóð útvalin guðs þjóð.' Vér
trúum þvi ekki lengur að Zion sé
miðdepill jarðar, né heldur að jörð.
in sé miðdepill alheimsins. Það er
ekki af vantrú, að vér erum horfnir
frá hinni gyðinglegu þröngsýni,
heldur vegna hins, að þekkingin hef.
ir vaxið og trú vor um leið. Það
er nú hærra undir himininn og við.
ara milli endimarka jarðarinnar en á
dögum Abrahams. Oss hættir því
síður til ofmetnaðar en Gyðingum og
krefjumst því engrar einokunar fyrir
kirkjunnar hönd né óskeikulleika
fyrir hönd hebreskra bókmenta. Það
er mikil skammsýni að nefna það
niðurrif, þegar fornfræði falla fyr-
ir vaxandi þekkingu. Það er ekk.
ert niður rifið þó sjóndeildarhring-
urinn færst út. Alt, sem verðmæti
hefir, felst í hinu nýja útsýni. Af því
mun ekki einn stafkrókur líða undir
lok. Vitið, víðsýnið og hinn spámann
legi eldmóður rifur aldrei niður. Þaö
heitir ekki að rífa niður, þó mok.
að sé úr rústum fornum fúa — þó
einhverjir eftirleguklerkar haldi fast
við að kalla rústirnar kirkju. Það,
sem fúnað hefir, og ræsta þarf burt,
er ekki kirkja Krists. Kirkja Krists
er það afl, sem sífelt byggir upp að
nýju, það sem tímans tönn hefir unn.
ið á. Kirkja Krists er hið skapandi
afl, sem heldur síungum þeim boð.
skap, er Kristur flutti það afl, sem
leysir fagnaðarerindið úr álögum úr.
eltra fræða og brennir haminn.
Kirkja Krists er hærri til loftsins,
en nokkur klerkakirkja, því hvelfing
hennar er himininn, gólf hennar
jarðríki og söfnuðurinn mannkynið.
Þrengri getur guðs heilög kirkja ekki
verið. Allir múrar, sem reistir
hafa verið og gryfjur, sem hafa ver.
ið grafnar, eru af manna höndum
gert. Sumt af því hefir máske stund
um gert gagn. En alt hverfur það,
þegar horft er frá sjónarmiði eilífð.
arinnar. Svokölluð kirkjusaga er
ekki sama og saga guðs ríkis á jörð-
unni, heldur er öll saga saga guðs
rikis, ef rétt er rituð. Gyðingar
sögðu sina sögu að hætti trúaðra
manna. Brot hennar hafa geymst oss
i ritum Gamla testamentisins. En
þar eru óþroskaðar trúarhugmyndir
og þjóðarrembingur til mikilla lýta.
Það er fágætt að saga sé sögð á síð.
ari tímum, svo að sjá megi fingur
forsjónarinnar í hverri línu. Og þó
hefir Thomas Carlyle ritað sögu
frönsku stjórnarbyltingarinnar svo,
að ætíð er sami grunntónninn: trú-
in á það, aí5 hinstu rök lífsins séu rétt
læti, máttur og viska. Gladstone, hinn
mikli skörungur enskra 4tjórnrrtála,
vinnur alt sitt starf i þeirri trú. Lin.
coln, forseti Bandaríkjanna, er eins
og leiddur af æðri öflum. Enn eru
æðri öfl að verki í sögu mannkyns.
ins, ef ekki brestur hugarfar og sjón
til að sjá fingur guðs í rás viðburð.
anna. En síst má halda, að æðri öfl
séu eingöngu að vérki innan þeirra
félaga, sem kalla sig kristnu nafni.
Viða getur kirkjan leitað aðdrátta,
ef hún gætir þess að binda ekki ferð.
ir sinar við þá staði eina, sem hún
hefir sjálf helgað með vígslum og
yfirsöng. Fegurð grískrar menning.
ar, festa Rómverja og drengskapur
germanskrar heiðni er kirkjunni ekki
óviðkomandi. Þeir tímar eru undir
lok liðnir, að almenningur fái ágæt-
um “heiðingjum” daufiegan dvalar.
stað hjá Helju, eins og Dante gerir
í “Divina Comedia”. Það voru til
menn eftir guðs hjarta áður en saga
kirkjunnar hófst og utan hennar vé-
banda, eftir að vald hennar óx. Kirkj.
an á að vera svo víð milli veggja,
að þeir rúmist í hóp helgra manna.
Hún má engum perlum kasta, heldur
safna öllu í sjóð sinn. Kirkjan verð.
ur að njóta allra helgra manna. sem
standa eins og fjallstindar úr hafi tim
ans, og enn hefir ekki vantað yfir.
iHin bezta stoð kirkjunnar eru helg-
ir menn. Mannadýrkun er ekki hættu.
leg, ef þeir menn ertt ágætir, sem lit.
ið er upp til. Það eru mennirnir,
sem eru innblásnir af guðs anda, en
hvorki bækur né stofnanir, nema að
svo miklu leyti, sem innblásnir menn
eru þar að verki. Sýnir og vitran.
ir hafa án efa átt ríkan þátt í að veita
ýmsum ágætum mönnum þrek til að
berjast hinni góðu baráttu. En þó
mun flest opinberun hafa orðið með
sama hætti og þegar hugsunum vorra
hversdagsmannanna skýtur upp • úr
djúpi sálarinnar. Innblástur og op-
inberun verða ekki skýrð fyr en sú
gáta er ráðin, hvernig hugsanir vorar
verða til. Það er eins og elding slái
niður eða ölht heldur Ijósi sé brugðið
upp í sálu mannsins. En hvernig
þetta verður, er hulinn leyndardómur.
Hin hversdagslegustu fyrirbrigði sá.l
arlífsins eru enn óskýrð, en þegar
GIN PILLS
Höfuðverkir, bakverkir,
þvagteppa eða þvagmiss.
ir eru viss merki um
nýrnaveiki. Gin Pills
lækna fljótt og vel. 50c
hjá öllum lyfsölum og lyf
sölubúðum.
•'National Drug & Chetn.
. Co. of Canada, Ltd.
Toronto Canada
gátur þeirra verða ráðnar, fæst um
leið lausn á hinum háleitustu fyrir-
brigðum trúarlífsins. Mannasetn.
ingar verða ekki greindar frá guð.
legri opinberun eins auðveldlega og
kirkjan hefir oft haldið. Hjá hinum
ágætustu mönnum rennur hið mann.
lega og guðlega saman, svo ekki verð
ur sundur greint, eins og grænka
jarðarinnar rennur saman við bláma
himinsins út við sjóndeildarhringinn.
Göfgi mannanna er guðleg opinber.
un. Helgir menn eru kirkjunnar
sterkustu stoðir. En þá er ekki átt
við helga menn í kaþólskum skiln.
ingi. Vorflóð siðbótarinnar ,sópaði
burtu fimm sakramentum, helgum
dómum og dýr?in(gum, Fyrjir ,það
verður siðbótin ekki áfeld. Helgra
manna sögur sannfæra lesandanna
um það. Þar er sagt frá dýrlingum
en ekki mönnum með holdi og blóði.
Sumir eru einsetumenn, sem berjast
við djöfla og gera kraftaverk svo und
ursamleg, að * galdrasagnir heiðinna
manna komast ekki í hálfkvisti við
það. Aðrir eru riddarar, sem berjast
við óvætti. Þar er blandað saman
þjóðsögum og heiðnum goðsögnum.
Dýrlingurinn dregpir að sér allar und-
ursamlegar sagnir. Það hleðst utan á
hann þar til ekki sést móta fyrir mann
legum eiginleikum. Kynjasögur af
einum dýrling eru færðar yfir á ann.
an. Hver borg og hvert land vill
gera sinn dýrling sem dýrlegastan. I
frásögninni er venjulega lítil list og
lélegt mál. Það er hreinsun að því
þegar þessir trjámenn trúarlífs mið-
aldanna sópast burtu með vorflóði sið
bótainnar. En siðbótirj hefði mátt
setja sanna menn í staðinn. Hún
hefði átt að setja í kórinn ýmsa hina
ágætustu fulltrúa heilagrar kristni.
Það er ekki allra hæfi að vera steypt.
ir í sama móti og hann. Trúareðli
manna er með ýmsum hætti. Einn
laðast að Lúther, annar að Melan
chton, sá þriðji hefir mest uppáhald
á Bernhard frá Clairvaux, hinn
fjórði hyllir Thomas á Kempis. Lúth.
ersk kirkja þarf að opna sal sögunn.
ar fyrir börnum sínum. Þar er um
auðugan garð að gresja. Eitthvað
handa öllum. Mikilmenni kristninn.
ar, innlend og útlend, þarf að draga
fram í dagsljósið. Þeir eiga að
standa inst í kórnum, en Kristur yfir
altarinu.
Jesús guðspjallanna er hin mikla
uppgötvun siðari tíma. Á þeim grund.
velli verður reist sú siðbót, er nú
stendur fyrir dyrum. I trúar- og
kirkjulifi Norðurálfunnar má sjá
öll tákn nálægrar siðbótar. Fyrir-
boðarnir eru nú jafnskýrir og á 15.
öldinni. Hinum visindalega undir
búningi er um það bil lokið. Vér bið-
um hins spámannlega eldmóðs, er
kveikti i tötrum gamallar trúfræði,
sem enn hylja Kristsmyndina sjónum
almennings. Siðbót Lúthers opnaði
biblíuna fyrir alþýðu manna. Nútim.
inn greinir milli hinna einstöku rita
bibliunnar og setur guðspjöllin í önd.
vegið. Kaþólsk kirkja horfir á Krist
gegn um gleraugu háspekinnar Lúth-
erska kirkja lagði höfuðáherslu á
bréf Páls postula. Nútiminn leitar
Jesú sjálfs eins og honum er lýst í
guðspjöllunum eftir sögusögn hand.
genginna lærisveina. Það var eins á-
statt um Kristsmynd kirkjunnar og
um helgra manna sögur miðaldanna.
Siðbót Lúthers skolaði burtu dýrling.
unum. Helgir menn kristninnar eiga
því að geta staðið oss fyrir hugskots.
sjónum eins og þeir voru i lifanda
lifi. Sú siðbót, sem nú er undirbú-
in og fyrir dyrum stendur, mun end-
urnýja Kristsmynd kirkjunnar. Hin
nýja Kristsmynd kirkjunnar verður
altaristafla tuttugustu aldarinnar. Deil
an um það þagnar, hvort Kristur
hafi verið guð eða maður. Á þvi
veltur alt, að menn hafi þroska til að
sjá Krist eins og hann var. Hug—
myndir manna um Krist fara eftir
þeirra eigin sálarþroska, en ekki eft-
ir þvi, hvað þeir kalla hann. Oftlega-
hafa þeir, sem hylt hafa Krists fræði
fyrri alda, þó dregið hann niður í
undirheima meðalmenskunnar í ræð-
um og riti. Þráfaldlega hafa þeir,
sem kirkjulegri Kristsfræði afneita,
haft háleitari hugmyndir um Krist-
En undir því á kirkjan alt sitt, að
Kristsmynd hennar, sem yfir altar-
ínu hangir, sé göfug og tiguleg eins
og lýsingar guðspjallanna. Um þá
lýsing þarf ekki að bæta. Hún er
sönnust mynd þeirrar göfgi, er vér
þekkjum hæsta. Hún er sú opinber-
un guðdómsins, sem mannkynið hef-
ir mesta hlotið.
IX.
“Þar sem góðir menn genga, ertr
guðs vegir”. Kirkja Krists er hvar.
vetna þar, sem kærleikurinn er a5'
verki. Tími og rúm setja henni ekki
takmörk. Hjún býr hvorki í turnháum
húsum né þykkum bókum. Hún er
ekki þess eðlis, að á hana verði bent.
En þær kirkjur, sem kenna sig til
nafns Krists, eru með ýmsu móti á-
þreifanlegar. Þær halda vigða presta.
reisa kirkjur og hafa skapað miklar
bókmentir. En rúmbetri mega þær
vera en guðsþjónustuhúsin og bóka-
spjöldin, ef þær eiga að rísa undir
nafninu. Kristur hefir sjálfur sagtr
að það megi bíða hins efsta dags að
skilja illgresið frá hveitinu. Oft hafa
þó afskifti kirkjudeildanna hverrar
af annari verið.í því einu fólgin, að
setja innflutningsbann gegn öllum á-
hrifum' og gera kínverska múra um
lendur sínar. Á seinni árum hefir þó
orðið mikil breyting í þessu efni.
Samgöngur hafa jafnan aukið samúiS
rneð mönnunum. Við nána viðkynn-
ing víkkar sjóndeildarhringurinn.
Hrikalegar kynjasögur um vantrú or
grimd fjarlægra þjóða hjaðna fyrir
áblæstri þekkingarinnar. Mætti uni
það langt mál skrifa, hvílík áhrif
bættar samgöngur, eimskip, járnbraut
ir og sími, hafi haft á sambúð þjóð-
anna í andlegum efnum. Og þó á
I víðboðið e. t. v. eftir að hafa meiri
áhrif i þessum efnum en allar sam_
göngubætur samantaldar, þó sumuni
finnist ekki mega nefna slikt nýtisku
J vantrúartæki i satnbandi við andleg
. mál. öflug hreyfing hefir vaknað f
þá átt, að kirkjudeildir kristninnar
J sameinist í eina heild. En hætt er þ<»
I við, að hægt miði að þvi marki. Enda
et ekki alt undir því komið, að all-
ar kirkjudeildir sameinist í eitt félag
ttr.dir einn páfa. Það verður aldrei.
En sameiningin getur orðið með þeim
j hætti, að hver kirkjudeild rúmi inn_
^ an sinna veggja allar aðrar kirkju-
deildir. Það er svo margt sinnið sem
skinnið, og trúareðli manna með ýmstt
móti eins og kirkjudeildirnar. Það
fer illa saman að mælast til vináttu
við önnur trúarfélög og úthýsa um
leið þeim, sem taldir eru að vera af
öðrtt sauðahúsi. Það er mest um þá
sameiningu vert, að gamlir múrar sétt
rifnir niður og greitt fyrir góðum
samgöngum. T þvi er enginn kristin-
dómur, að alt komist undir einn hatt,
heldur er það takmarkið, að allir
starfi í einum anda. Hinar sjálfstæðu
þjóðkirkjur ertt systur. Það er eng-
in ein þeirra drotning og hinar am-
báttir.
Þjóðkirkja Islands er ein þeirra
systra. Hún er sé itm svip og á að
bera höfuðið hátt í hóp systra sinna.
Islenzkur þjóðbúningur fer henni
bezt. Það er engin nauðsyn að htjn
fari á danskan búning. Hér hafa
undanfarið verið talin nokkur ein-
kenni hennar. Hún er engin annexía
frá Danmörku. Hún getur ekki hælt
sér af guðrækissamkomum og ræðu-
fjölda. En óvíöa munu ræður að
jafnaði betri en meðal islenzkra
piesta. Þar sem ég hefi farið, heft
ég enga þá hitt fyrir, er taki fram
beztu prédikurum islenzkum. Góð-
gerðastarfsemi er hér ekki skipulags.
bttndin. En óviða mun meiri góð.
gerðasemi en hér. Hér á landi géfa
menn sjálfir. Er svo jafnan meðal
fámennra þjóðflokka, þar sem allur
almenningur skipar eina heild. Trúar.
ofsi er hér enginn, en heilbrigt trúar.
líf þar fyrir ekki minna en þar, sem
ofsinn er meiri. Bókmenning þjóð.
arinnar hefir haldið verndar hendi
sinni yfir heilbrigðri skynsemi og
þjóðsögur og dularfull atvik augun.
um opnum fyrir leyndardómum til.