Heimskringla - 11.03.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.03.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIREG 11. MARZ 1925. MARIA HELGASON FÆDD 9. SEP. 1897. — DÁIN 10. JANÚAR 1925. At5 kveldi hins 10. janúar, andaöist á sjúkrahúsi hér í bæn. um, María Jc/hanna Snorra-dpttir Krisitján&sonar, kona Eánars Ola Helg'asonar Jóhannessonar, frá Gardar, N. Dakóta. Bana. mein hennar var eftirstöövar af lungnabólgu. Jaröarförin fór fram 13. janúar, og var framkvæmd af þýzkum Lútherskum presti, en íslenzkir sálmar voru sungnir, bæöi viö húskveðjuna og í graf. reitnum. Jarðarförin var mjög fjölmenn þegar tekið er tillit ti! tölu Islending hér, enda var margt af annara þjóöa fqlki. Kistan var alsett sveigum og blómum. Hin látna eftirskilur auk eiginmanns, mjög efnilegan son á fjóröa ári, Kalman H^lga aö nafni, og tvo syni mistu þau hjón nýfædda. Eftir fimm ára innilegasta hjónaband, syrgir nú ekkju. maðurinn konuna, sem gaf honum alt er hún átti. Einnig lifa hana aldraðir foreldrar, Snorri Kristjánsson og Elin Siguröar- dóttir og átta bræöur, alt til heimilis hérna i bænum. Dóttur miss- irinn bera foreldrarnir með einstakri stillingu og er það þögull voltur um vissuna um frarrthald lífsins og endurfundina hinumegin. María heitin var fríö kona, stór andlega og líkamlega, föst í skoðunum og trú sjálfri sér í beztu merkingu. Hún haföi ágæta námshæfileika svo kennarar hennar veittu því sérstakt athygli. Hún var mjög söngelsk og spilaöi vel á hljóöfæri. Hún var frjálslynd í trúarskoöunum, fyldi nýguöfræöinni að málum, og nú veit hún hVaö ve! hefur valiÖ hvert veganesti á himnum bezt er talið. Lífiö hér er lítil íerö, sem lánar sorg og gleði. Eftir þeirri greina gerö er gamla fólkið réði. Ferðabænin mömmu manns mest um haginn ræöur, og fylgitónar föður hans fastar innistæöur. Tak nú bæn og tónafar til hans María á hæðum, sem aö reiknar rífastar rentur af innistæöum. John S. Laxdal, National City, Calif. Skipbrotíð í Þorlákshöfn. VIÐTAL VIÐ MR. THOMAS WREN, SKIPSTJÓRA Á VIS- COUNT ALLENBY. [Heykjnvík 4. janöar 192.V] Tiðindamaður ‘‘Visis átti í gær tal viö Mr. Thomas Wren skip. stjóra á Viscount Allenby, sem strandaöi 13. þ. m. viö Þorláshöfn. Hjann kom hingað til bæjarins í fyrradag og býr í sjómannaheimili H j ál p ræð,i s Ijpr s ins| ásamt isk^pshöfn sinni. Skipstjórinn er maöur liölega fimtugur og hefir lengi stundaö veið. ar hér við land. Hann var 'nú á leiö til Hafnarfjarðar og ætlaði aö stunda veiðar þaöan á vertíðinni. Harm sagðist hafa |hreppt vond veöur á leið hingað og ekki verið alls kostar hress síöustu dagana. Úr. Ikoma Var og svartamyrkur, þegar skipið kendi gruns á skerinu við Þorlákj|[iöfn. Brim Ivar n\ikiö óg braut þegar botninn undan skipinu. Skipverjar voru 10 og fóru þeir fyrst ttpp á stjórnpaM skipsins, en síðar fram á “hvalbak”, því að stefni skips ins vissi aö landi. Von bráðar sáu þeir menn vera komna sér til hjálpar. Kyntu þeir bál á landi og var nú flotholti fleygt út af skipinu og lína bundin viö þaö. Sogaðist þaö oft út, áður en því varð náö. Síöan var kaðall bund- inn í linuna, dreginn á land og fest. ur þar, en skipverjar strengdu 9em best á honum. Þegar þvf var lokiö, 'vortl þeir bæöi orönir blautir og kaldir, en réö. ust þó í aö handstyrkja sig til lands á kaölinum, því aö ekki höföu þeir tæki til að flytjast ööru visi á hon- um. Lögöu þeir 9Íöan af staö, einn og ei«n, og höföu ekki lengi þum. aö sig eftir kaölinum, þegar sjór. inn skal! á þeim. Mistu þá sumir handfesti, en þaö kom ekki aö sök, því að vaðiö var í móti þeim úr landi og þeir ýmist gripnir í brimlöðrinu eöa á kaðlinum og dregnir á land, ó. meiddir en þjakaðir mjög. Svo sem kunnugt er, var það Þor. leifur Guð|mundsson í I>orlIák9höfn, sem gekkst fyrir björgun þessari og þrír menn aðrir, fullorönir, en hinn fimti v^r 13 ára gamall drengur, Siguröur, sonur Þorleifs. Skipstjórinn sagöi fortakslaust, aö þeir félagar heföi allir farist, ef þeim hefði ekki komiö þessi hjálp. Eng. ín tök voru aö skjóta út báti fyrir brimi, og skip þau, sem lágu þar íyrir utan, fengu enga aðstoö veitt. Litlu síöar er þeir komu á land, valt skipið af skerinu og sökk. Heföi þá verið úti um hvern mann, sem þar heföi verið. Skipstjóri lofaöi mjög framkomu og forsjá Þorleifs Guömundssonar, hreysti hans og þeirra félaga allra. Einkum furðaöi hann á dugptaöi ^([rengsins, sem áöur var nefndur, sagði, aö hann hefði gengiö fram sem fullorðinn maður1 og væri þó ekki nema 13 ára. Þá lauk hann hinu mesta lofsorði á viðtökurnar á heimili Þorleifs. Hann hafði sent dreng, sem Sigurgeir heitir Sigfússon, eftir Gísla lækni Péturs. syni á Eyrarbakka, þegar hann sá að skipiö var strandað, og var hann1 kominn þegar skipverjar komu á land, og kom þeim það aö góðu haldi. “Þegar viö komum heim til Þor. Jlelfs Guömundssbnar”, sagði skip. atjórinrn, “fengum vi8 þur fot log vcrum látnir hátta niöur í góö og hlý rúm, og var færð flóuð mjólk að drekka. Viö sátum þar í viku og nutum hinnar mestu gestrisni. Sið. an fylgdi Þorleifur okkur á hestum, fyrst að Kolviöarhóli, en þar sát. um við um dag kyrt í veðrinu, en þaðan riðum við öð iLögbergi og vorum sóttir þangað í bifreiöum. Við erum engir hestamenn og vor- um þreyttir eftir reiöina.” Skipstjórinn fór mörgum og mikl. um lofsorðum um konu Þorleifs Guðmundssonar, frú Hannesínu Sig. uröardóttur. Sagði aö hún heföi lagt mjög miikið á sig viö aö taka á móti þeim og farist þaö snildarlega. Hann Iét þess getið, aö sýslumaöur Magnús Torfason heföi sent menn til hjálpar, þá er hann frétti um skip- brotið, en þeir komu ekki fyrri en skipverjar voru komnir úr skipinu. Þeir fengu allir mat og gistingu, og sagöi hann, aö konan og börnin heföi haft mikil óþægindi og átroöning af þessum gestagangi. — Hann sagöist hafa veitt því eftirtekt, að allir, sem komu, hefði þekt Þorleif, og sér heföi virst, af framkomu þeirra, að þeim væri mjög vel til hans, og þætti sér þaö ekki undarlegt, því aö hann heföi reynst sér afbragðsve!, og ætti þeir félagar honum allir lif aö launa. Þorleifur og þeir félagar hafa gert landinu mikinn sóma meö hreysti sinni og er framkoma þeirra þess verö, aö hún sé lengi í minnum höfö. Þeir, sem unnu að björguninni með Þorleifi, voru Guðmundur Sigurðs- son, frá Riftúni, Rúnólfur Ásmunds. son og Guðmundur Gottskálksson. -------0------ ■ Fjöll og fjallabúar. — Eftir — HANS BRUUN. Forlög réðu því, aö ég, sem er borinn og barnfæddur á flatneskj. unni nálægt Oslo, hefi eytt meira en mannsaldri í fjalla.bygð og lifaö Iífi fjallabúa. Og það hefir farið á sömu leið fyrir mér og svo mörgum öðrum: Eg hefi orðiö “bjargtekinn”. Bjargtekinn á þann hátt, aö ég slepp aldrei úr greipum fjallanna — og hirði ekki um þaö. Og þaö eru á- hrif fjallanna og fjaliabúanna á lif mitt, sem ég ætla að fara um nokkr. um orðum, hér á Finse, þar sem' safnast hafa saman Vestlendingar og Austlendingar, fjarðamenn og fjalla. búar — og flatneskjufólk. Hann Siewers gamili, landfrreðis. kennarinn minn í fyrri daga í Osló. sagði einu isnni við okkur drengina: “Noregur er eins og stór grásteinn 'meö sprungum hingaö og þangað. 1 sprungunum stritar fólkið og ræktar jörðina. En þaö fær enginn neina httgmynd um, hversu stórt land Nor- egur er, fyr en hann kiífur upp úr sprungunum og ttpp á sjálfan grá. steininn og horfir — eins langt og atigað eygir.” Það er hérna upp á fjöllunum, sem viö sjáum hversu stórt land okkar er og hversu sprungttrnar ertt hverfandi, þessar sprttngurr sem við höfum skriðið upp úr; jafnvel Austurlands- bygöirnar ertt agnarlitlar bornar saman við háfjallaheiöarnar (Vidd. erne). Þegar komið er 100 metra ttpp á við, þá geta menn fyrst sagt, að menn séu komnir upp á háfjöllin. Já, en hvers viröi er þaö, munu margir spýrja. Þar er alt svo nakiö og kuldalegt, segja sumir. Hér veröur svo létt yfir mér, segja aðrir. Og enn aörir: Hér mundi ég deyja úr leiðindum á einu ári. Svona heyra ménn oft tekið til orða, alt eftir því hver áhrif fjöllin hafa á hvern ein. stakan. Fjalliö er eins og hafiö. Áhrifin veröa eftir þvi hvernig strengir sál. arinnar eru stiltir. Mér finst, aö fjallið sé þinn mikli friöargjafi, sem getur látiö menn. ina eygja ódauöleikann og jafn- framt látið mennina finna til lítil. máttar síns i stórleik almættisins. Hafið þið séö sólarupprás frá fja-Hs tindi? Eða sólsetur? Hafið þiö séð mjallarhvitan fannirnar í fjallshlíö. unum á vetrardögum, þegar þaö er eins og miljónir demanta glitri á hverri hlíð? Hafið þið tekið eftir litaauðlegð haustsins uppi í fjöllun. um, þegar- það er eins og móðlr nátt. úra á morgni dags eftir liðna froSt. nótt, flýti sér til þess aö breiða fyrir fætur manna alla hina dásamlegu liti, samanofna sem af snillings hönd. Hafið þið athugað dýralífið upp á háheiðunum? Hnfið þið séð villi- hreindýrin þjóta um í hundraöahóp- ttm? Hafið þið séð rjúpnaflokkana, eins og hvít ský, stökkvandi laxa í elfum og vötnum, örnina á veiðum og refinn lymskulegan og kænan i ránför? Hafið þið séð á beit i hundr. aðahópum uppi á heiöunum grasi. vöxnu, geiturnar t hamraklifunum? Hafið þiö séð viöáttumikiar berja. heiðar, eins langt og augað eygir fram undan, hafiö þið, eftir langa og erfiða fjallgöngu slökt þorsta ykkar í tærri bergvatnslind eða fengið hnausþykkan rióma hjá ein- hverri seljastúlkunni ? Munu þeir, sem eiga skynfæri stn' t góðu lagi eigi kunna að meta alt þetta? Og ef svo er ekki, mun þá ei sálin sofa? Hafið þið nokkurn tíma farið um fjöll í stórhríð, þegar aug- un fyllast af kófinu og blindar þau og hríðargttsurnar næða um ykkur inn að skinni, þegar höggva verður skíðastafnum t bakkann og leggjast á kné, til þess eins aö þyrlast ekki burt í óveðrinu? t Skilst ykkur ekki á slíkum stund. ttm, að íjöllin ráða yfir kröftum, sem þiö eruö lítil borin saman við. Hefirðu fundið til myrkfælni á fjallvegi og hafa allar draugasögur bernskuáranna þá ekki rokið í gegn. um heila þinn!? Varstu þá ekki var viö hiö undarlega seiðmagn, sem fjöllin eiga? Þaö er meira en aug. að sér og hugann grunar. Eins og fjöílin eru fjallabuarnir. Hraustir, frískir, sterklegir og nægjuríkir ertt þeir, harðgerðir og þolinmóðir oö hyggnir, meö rótsterka trú á sjálfum sér og fullkomið traust á hinum almáttka. Sálir þeirra eru endurmyndir fjallanna. Og í skáldskap fjallabúanna, söng og skrautlituðum klæðnaði, kennir á. hrifa fjallanna. Stöðu minnar vegna ferðast ég oft með Björgvinjarbrautinni frá Aal og upp eftir. Um það leyti er styrjöld. in mikla braust út, var ég oft spurð. ur hinna kynlegusti; spurninga, af út. lendum ferðamönnum. Ein spurn. ingin, sem oft var borin upp, festist mér í minni: Á hverju lifir fólkið í þessum litlu kotbæijum?” í (bjyrjun svaraðf ég þessarl (spurriin^u eftir því hvernig á mér lá. En svo datt mér svar í hug. “Þeir lifa á fjall. inu,” sagi5i ég. Og það svar fram- leiddi altaf undrun í andlit. “Á fjallinu — en þar vex ekkert. Þar er ekkert, nema grjót og snjór.” En það eru fjöllin sem eru búr fjallabúanna. Nægtabúr þeirra, nú, eins og í fyrri daga. Hafið þið tek. ið eftir því, að elstu bæir fjallabygð. anna eru oft efst í hlíðunum? Hyers vegna? Jú, það var hægara að hafa auga með búfénu og þar var skamt á beitarlöndin ágætu. Og þar voru hreindýr, rjúpur, hérar og önnur dýr. Feldirnir þeirra voru hlýir og peninga virði. Vötn full af fiski. í fyrri daga grófu menn dýragrafir og veiddu dýrin í þær eöa jsipjót og önnur Vopn voru riotuðl Stundum bogar og örvar. Það var nó^ í þessu nægtabúri. Það var nóg um kjöt og fisk, sem var reyktur eöa saltaður. Aðeins skorti mjölmat. Fjallinu átti fólkið það að þakka að það var sjálfbjarga að kalla. Svona líf mann fram af manni, dró fram og þroskaði alt það bezta, sem kemur fram hjá mönnum. En þaö var erfitt líf, og margir þeir, sem veikbygðir voru, biðu ósigur í bar. áttunni. Bert er það. að alt landiö býr að því, hversu stálhraust og kjarngott fólk byggir fjöllin. Það er ekki að ástæðulausu að fjallabúar hvar sem eru í heiminum skara fram úr. Fjöllin hafa stálhert þjóð vora í gegnum aldirnar og mun svo áfram verða á ókomnum timum, meöan elfur renna aö flæði fram og fjöll gnæfa viö himin. Og þvi segi ég: Lærum að skilja fjallabúana og þau kiör, sem þeir eiga viö aö búa og hjálpum þeim i lífs. baráttunni. Frá fjöllunum fær þjóðin lífssafa sinn og kraft. En þá verðum viö aö hyggja á gamalli reynslu. Viö megum ekki, og þurfum ekki aö leita að erlendum fyrirmyndum. Við viljum sjá norsk- an Noreg og Noreg fyrir Norðmenn. • — “Rökkur”. ------0------- Ritfregn. Frederic W. H. Myers: Endurnýjung æskunnar. — Rvík 1924, 8 blbr. 72 bls. Mér var nýlega sent þetta kver, og þótti mér gaman að lesa það. Efn- ið er: I|ngun höf. til þess að teygja þekking sína út yfir gröf og dauða og niðurstaðan af viðleitni hans í þessa átt. er ofið þar í trúar. fögnuði hreinnar sálar, er fagnar þvi mest að renna að lokum saman við alheimssálina: Lif þú og unn, því eins þannig má þin eina sál hinni’ Einu Sálu ná, — þinn æfistraum í úthaf lífs þá ber, þú ekki verður neitt, en guð íþér. Mér þótti þó eigi sérstaklega gam. an að lesa kverið vegna þessara skoðana, því að ég er löngu vaxinn upp úr öllu þar að lútandi. En vel má mæla með kverinu við þá, sem eiga enn þá í trúarbaráttu við sjálfa sig. Mér var mest ánægja í hand. bragðinu á þýð.ingunni. Hana hefir gert Jakob skólakennari Jóhannesson. Tel ég hana í'alla staði svo góða, að ranglátt væri að þegja um hana. Eft. ir lesturinn mundi ég trúa Jakobi fyr. ir þýðing á allra vandasömustu efn. um. Væri æskilegt að menn vildi lesa kverið og ganga sjálfir úr skugga um að enn þá er vandvirkni til og kunnátta á þessari öld hroð. virkni og fákænsku. Bjarni Jónssoit frá Vogi. — “Vísir”. Hvað lengi sem þú hefir þjáðst af bakverkjum, höfuðverkjum, bólgn um liðamótum og öðrum merkjum nýrnar., eða blööru-sjúkdóma, eyða Gin Pills vissulega þjáningum þín. um. 50f hjá öllum lyfsölum og kaupmönnum. National Drug & Chemical Company of Canada, Umited. Toronto — — — Canada. 82 DÓMENDAFÆKKUNINi Eftir Björn Þórðarson. Sérprcntun úr Tímariti lögfrœðinga og hagfrœðinga. Reykjavík 1924. I^ritgerÖ þessari gerir höfundurinn að umtalsefni lög siðasta Alþingis um breyting á thæstaréttarlögunum, og dvelur þó einkum við aðal.breyting. una, fækkun dómendanna. Legst hann fastlega og með þugum rökum gegn þessari breytingu, og þykir með henni mjög vera hörfað frá fornum kröfum beztu manna þjóðarinnar um sem fullkomnast réttaröryggi í land. inu. Höf. rekur sögu málsins frá upphafi ti! síðasta þings og kemst, meðal ann. ars, svo að oröi um undirbúning þann, er málið hafði hiotið: “Undir. búningur sá, sem málið hafði fengið, áður en þingið tók það til úrslitameð- ferðar á síðastliðnum vetri, var því ekki annar en sá, að þingið hafl5i hvað eftir annað fengið hörð og eindreg. ir. mótmæli hæstaréttardómendanna gegn þvi, að hrapað væri að þvi, að fækka dómendum. — Hjafði málið ekki verið borið undir aðra utan þings.” Þá minnist höf. á aðstöðu þing. mannanna til málsins og segir svo: “Spurningin, sem þjóðfulltrúarnir áttu að leysa úr, án nokkurs stuðn- ings af vilja kjósenda sinna, var þessi: Er það tiltækilegt, aö veikja úrslitadónestól Iþjó^aiðnnar og rýra réttar.öryggiö í landinu til þess að spara ríkissjóði áöur en langt um líð. ur um 20 þúsund kr. útgjöld?” Svo sem kunnugt er, svaraði meiri hluti þingmanna, nieð dómsmálaráð. herrann í broddi fylkingar, þessari spurningu játandi og mun sú skömm lengi uppi. Þvi næst rennir höf. augunum aft. ur í tímann og skygnist eftir, hvort þess finnist nokkur dæmi í sögunni, að tilraun hafi verið gerð í þá átt, af hálfu íslendinga, að rýra traust og öryggi dómstólanna. En hann finnur þess engin dæmi. Þjóðin reyndi stöö. ugt að efla og styrkja dómstóla lands ins. “Yfirgangur og ofsi gat stund. um skygt á þessa viðleitni, en að löggjafarvaldið rýrði traust nokkurs dómstóls, án þess að samhliða byð. ist önnur réttarvernd, kom ekki fyr- ir.” Höf. rekur sögu hérlendra dóm. stóla frá því er landíyfirdómurinn var stofnaður, (árið 1800) og fram til vorra daga. Þegar landsyfirdómurinn var stofn aður var ekki i þaö horft. þó að hann “kostaði þrefalt meira árlega en dóm. stólar þeir, sem hann kom í staðinn fyrir”. Svo mikils þótti mönmim á þeim dögum um það vert, að eignast full- komnari dómstól í landinu, en þeir og feöur þeirra höföu átt við að búa áö. ur. — Rúmum 100 árum síðar eru niðjar þessara framsýnu manna orðn. ir svo miklir ættlerar, aö þeir vilja fórna miklu af réttaröryggi þjóðar. innar fyrir einar 20 þúsund krónur á ári. Og sjálfur yfir.Iagavöröur þjóð. félagsins, dómsmálaráöherrann, geng. ur þar á undan meö riddara Jónas og ,I'ry&&va s'nn ti’l hvorrar handar og “Framsóknina” alla í halarófu á eft- ir sér. IHöf. segir frá því, aö fyrr á tím. um, eftir aö landsyfirdómurinn var stofnaður, hafi ýmsar tilraunir ver. iö gerðar til þess, aö spilla réttarör- yggi þjóöarinnar (með þvi aö fækka dómendunum.) Voru þaö danskir menn, stiftamtmennimir, sem beittui sér fyrir því, undir yfirskyni sparn. aðarins, alveg eins og dómsmálaráð- herrann á vorum dögum og samherj. ar hans í þessu máli, Framsóknar. mennirnir. — “Sagan endurtekur sig” og vissulega eru “sparnaðar”.höfð- ingjar nútímans ekki öfundsveröir af Þvi, að hafa tekið að ser að leika upp aftur hlutverk hinna dönsku stiftamt- maína í þessum efnum. Þjóðin braut af sér allar tilraunir, sem stefndu i þá átt, að spilla réttar. öryggi hennar og veikja landsyfir. dóminn, og um miðja öldina sem leið voru ýmsir beztu menn þjóðarinnar svo hugumstórir, að þeir vildu Játa fjölga dómendum yfirréttarins, svo a8 i dóminum sætu jafnan 5 dómendur, og var þó ekki landsyfirrétturinn úr- slita-dómstóll þjóðarinnar, svo sem kunnugt er. Höf. kemst að þeirri niðurstöðu og i'yRgic hana a orðum og gerðum vorra vitrustu og beztu manna síðan um 1800, aö á meðan dómaskipan v°r sé reist á sama grundvelli og verið hefir að undanförnu, sé réttar. farinu "sæmilega borgig með tveim dómstigum, ef málskotsdómstóllinn er fimtardómur, skipaður færustu lög_ fræðingum, sem kostur er á”. — Og enn segir hann: “Þetta álit, að efra og úrslitadómstigið sé of veikt, skipað aðeins þrem mönnum, er ekki nein hverful hugarhræring, stundar geð. brigði eða staðlaus hjátrú fáeinna manna. Nei, það er rótgróin skoðun, bjargföst sann færing, ókvikul vissa lærðra sem leikra, ólöglærðra sem löglærðra, kynslóð eftir kynslóð. Þetta byggist vitanlega á því, aö þess ör. uggari sé dómsniðurstaðan, sem fleirf læröir og vitrir menn gjalda henni samkvæði, og þó fult svo mikið á þeim raungæfa sannleika, aö þessir góðu menn geta haft.býsna mismun. andi skoðanir um, hver úrslit máls og dómur eigi að vera”. — Síðan rök. styður höf. þessar skoðanir nokkurtr nánara, í Ijósu og glöggu máli, og væri æskilegt, að sem flestir vildu kynna sér ritgerð hans ekki hvaö síst þeir, ef nokkurir eru sem hafa lát. ið sér til hugar koma, aö sparnaðar- gosar Framsóknar og dómsmálaráð. herrans hefðu einhverja sæmilega af- sökun í þessu máli. Aö lokum stingur höf. upp á því, til samkomulags að því er virðist, og til þess að hæstiréttur verði þó jafnan forsvaranlega skipaöur, aö tveir yngstu dómarar réttarins (af 5 dómendur alls) verði látnir gegna kenslustörfum i Jagadeild háskólans samhliða dómarastörfum. — Vænt- ir hann þess, aö sú tvískifting á starfskröftum þessara manna þurftí ekki aö koma aö sök, en geti hins veg- (ar orðið til nokkurs sparnaöar. — “Visir”. -----0------ Undrabókin mikla. These Eventful Ycars. The Twenticth Century in the Making. Otgefcndur The Encyclopœdia Brinntaica Comp~ any, Londonog Nctu York. Tvö bindi. Vcrð 50 sh. Nálega fjórðungur tuttugustu ald- arinnar er nú hjá liðinn. Á honum hafa gerst svo miklar og svo marg- breyttar byltingar og umbreytingar, að engan mun hafa óraö fyrir slíkum þegar fyrsta sól aldarinnar rann upp. Síðasta á,ratuginn hafa umskiftin ver ið svo snögg og stórfeld aö vel má segja að mannkynið standi nú uppi ringlaö og áttavilt eftir öll þau um_ brot. Alla langar til að átta sig á uirthverfinu, en fi^stum tekst það öllu meir en til hálfs, enda hefir það og borið við að þá sem til áttanna vildit segja, hafi sundlað ekki hvað minst sjálfa. Það er óhugsandi annað en að hver einasti maður sein dálítið hugsaði út fyrir sinn eiginn bæ — ma8nr ^111 hafði þaö sem með nokkru móti gat kallast sjóndeildarhringur mentaðs manns — hafi óskað sér bókar er gæfi honum hugmynd um heiminn eins og hann var eða er aö afléttri styrjöld. inni miklu. Án slíkrar hugmyndar hlýtur hverjum hugsandi manni aö finnast hann vera á flaki, sem reki stjórnlaust fyrir straumi og vindi. En bók sem fullnægt gæti þessari kröfu hlaut að verða afar stór, ef hún átti að gefa þá fræðslu, sem meira var en nafnið tómt, og ekki bundin viö aö skýra frá greiningu þjóöa og ríkja í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.