Heimskringla - 18.03.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.03.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSEÐA HEIMSKRINGLA Vesturheimsferð Pistlar frá STGR. MATTHÍASSYNI. AUSTUR UM HAFIÐ á 3ja íarrými. Sérstaklega ritaðir fyrir “H cimskringlu’’. I. ..... Eg hafði eytt svo miklu fé í New York, aö hart var oröiö á, aö þaö sem eftir var entist mér heimleiö. is. Þessvegna afréð ég aö kaupa ó- dýrasta far, sem völ var á yfir hafið, en sem jafnframt gæfi mér kost á að koma við á Englandi og skreppa til London. Eftir marga snúninga og fyrirspurnir á skrifstofum eimskipa- félaganna, 'komst ég aö þeirri niöur. stöðu aö ódýrast væri aö fara meö skipum Holland - Ameríkulínunnar. Hjá því eimskipafélagi gat ég feng. iö farmiða er gaf mér kost á aö kom. ast til Noregs en koma við á Eng. landi, feröast þvert yfir landiö til Newcastle, og þaðan meö norsku skipi til Bergen á 3. farrými. Kostaöi far- miðinn aöeins 95 dali. Meö þvi aö vera á 3. farrými sparaði ég 30 dali (eöa um 240 krónur eins og gengið var þá). Þarna get ég þá fyrirhafn- ariítið unniö mér aftur inn 30 dalina, sem svarti þrællinn stal frá mér í Edmonton, en samt var ég hálfhik. andi viö að velja 3. pJáss, því ég var orðinn svo góöu vanur. Gunnar bróöir haföi reyndar eggjaö mig á aö spara mér skilding á heim. leiöinni meö því aö ferðast á 3. plássi. Hann hafði sagt, að þar væri fullþrifalegt aö vera og nógur matur og góður, en þó tók hann þaö fram, aö réttast væri aö skifta sér sem minst af samferðamönnunum á þvi plássi, því oft væri misjafnir sauðir þeirra á meöal og jafnvel úlfar. Hinsvegar bót í máli, aö á austurleiö væru , venjttJegai fáir farþegar, einkum á þessum tíma árs. Mörgum dögum áöur en skipið átti aö fara fór ég um borð til að kynna mér plássið. Eg hitti þar brytann meö boröaJagða húfu og silfurlita hnappa. Hann talaöi bæöi ensku og þýzku og frönsku, tók mér sérlega vel, sýndi mér öll híbýlin og hét því aö láta fara vel um mig. AÖ vísu sá ég, aö mörg þægindi vantaði, en hanrt hét mér að ég skyldi búa þar einn (það var 4. manna klefi), og þá var ég ánægður. i Skipiö var næstum helmingi minna aö lestatölu en Berengaria (aöeins 27, 000 smálestir), sem ég fór meö vest- um hafið. Eigi að síöur var þaö myndarlegur knör og furÖu rúmgóö- ur Munurinn mestur á dýptinni. Fjórar bygöir voru í skipinu í staö sjö í Bergengaria, en breiddin var svipuð og Jengdin full forsvaranleg, svo aö jafnvel á þeim hluta þilfars. ins, þar sem þriöja farrýmis farþeg- um leyföist aö ganga, mátti fá sér allgóðan göngutúr. “Nieuw Amsterdam” heitir skipið, í höfuöiö á höfuöborg Bandaríkjanna áöur en Englendingar endurskiröu hana og kölluðu hana New York. Því Hollendingar stofnuöu borgina (1612) og áttu hana nokkurn tima eins og fleiri nýlendur er Englendingar rændu frá þeim (1664). Fyrstu tvo dagana var hlæjalogn og sólskin. Eg var oftast á þilfari til aö teiga i mig tæra, svala sjóloftiö. Og mér fanst færast í mig nýtt fjör og kraftur. Eg gleymi aldrei þeim góöu við- brigöum aö koma út á sjóinn í slíkt ágætisveðfúr log heiðríkju úr kola. ryki stórhæjanna og kulda-drunga- lofti sléttunnar endalausu, sem ég haföi verið aö sveima um. “Þalassa — þalassa”: (þ. e. sjórinn — sjór. inn) kölluöb jliðsmennárn|r hans Xenofons foröum, þegar þeir eftir langt villuráf um háslétturnar í Litlu. Asíu komu loksins auga á hafið. Þeir grétu af gleði og veltust um af fögn- uði. Svipuö tilfinning greip mig þegar ég kvaddi New York og komst á flot út á speglandi sœ. Og svipað finna margir Vestur.íslendingar, sem búa inn á ^léttunum þegar ; Jþeir koma austur eöa vestur aö Ameríku. ströndum. Þetta er sjálfsagt ein af á- stæðunum til þess aö fleiri og fleiri eru aö flytja sig úr innhéruðum Kanada vestur aö Kyrrahafsströnd. Eé hélt aö sjóloftið ætlaöi aö gera mig að nýjum og betri manni. Svo snögg og þægilega hressandi voru á- hrifin. Þó entust þau ekki lengur en svo sem tvo daga. Eg hefði óskaö aö þau hefðu varaö eilíflega. En svona er þaö með gæöi þessa heims, þau hrifa í bili og svo ekki meir. Þaö er meö hreina loftið eins og kaffi. Þaö hressir um stund en ekki stöð- ugt. Þaö er gott aö fá góöan kaffi- bolla þreyttur og illa upplagöur, en úr því hjálpar Htið aö svelgja í sig hvern bollann eftir annan. Eftir ei- líft ryk og drungaloft verkar hreina loftiö eins og bezti lifselíxír, örvar brunann í blóöinu svo aö lífið bloss- ar upp líkt og ljós í loftillu herbergi, þegar opnaðar eru gættir og gluggar. En þessi áhrif eru takmörkum bundin, ef þau héldu áfram jafnmegn, mundi bruninn veröa of mikill í blóðinu og líffærin ofreynast. Eftir fyrstu þæg. indin kenna flestir til þreytu, þegar þeir hafa fengið aö seöja lungun á hretnu fjallalofti eöp sjólofti æftir langar innisetur. Líkamsvélin okkar ér svo gerö, að hún finnur á sér að of mikið má af öllu gera, líka til- ’færslu tæra loftsins og skrúfar fyrir einhver spjöld í ofninum. Nú eftir nokkra daga á sjónum kæri ég mig ekki lengur aö soga í mig sjóloftið og þenja brjóstiö eins og ég geröi fyrsta daginn. Alt kemst upp í vana — bæöi gott og ilt. Góöa loftið er aö visu gott en við) finnum þaö ekki nema í mótsetningu viö vonda loftiö. Og líkaminn er undarleg skepna, aö geta sætt sig viö svo margt og þrif- ist jafnvel furðanlega viö margt, sem er miklu verra en gott. Og langt, langt frá því aö geta heitiö hcst. Er þaö ekki furðulegt aö margir stór. bæjarbúarnir í kolaloftinu skuli geta veriö jaf» heilbrigðir og sjómenn. 'irnir eöa fjallabúarnir? Þaö er enginn vafi á, aö hreint loft og sólskin reynist okkur Noröur- landabúum læzta heilsuráð gegn mörgum sóttum ekki sízt berklaveiki. óvíöa í heimi er loft tærara og sól- skin bjartara en á Balkanskaganum. 'Þó eru þeir aö drepast úr tæriagu á seinni árum, meir en víöast hvar annarstaðar. — III. 3. farrými liggur aftast í skipinu. Framan viö þaö kemur yfiiibygging skipsins meö 2. farrými fyrst og þar ofan viö 1. farrými, og þar fyrir ofan er aftur lyftingin með stjórnpallinum. 3. farrými er þama markaður bás og urðum vér farþegarnir aö halda okk- ur við þennan undirheim og aöeins horfa upp til hinna æöri, en ekki þar aö koma. Annað pláss, næst fyrir of- an okkur var til að sjá miklu fínna en okkar og allir farþegarnir, sem voru á gangi, miklu betur til fara en fólkið í okkar hjörö. Frá okkar lægri bygð var þar til aö sjá eins og man- hcimnr af betra tagi, en út yfir tóku fínheitin á 1. farrými, þar fyrir of- an. Þar var alt sallafínt, eins og væri í sjálfu himnaríki og skipstjórinn marggiltur, borðalagður og einvaldur eins og drottinn alsherjar. /Þeir voru aðeins 30 farþegarnir á mínu plássi. Flestir Hollendingar. nokkrir Rússar og einn franskur karl. Alt bændafólk og verkamenn. Tvær fjölskyldur vortt með marga krakka. Alt var þetta fólk fátæklegt til fara en ekki óþrifalegt. F.g sýndist bera af því, hæði í klæðaburði og i því aö ég var mest gefinn fyrir bókina og fyrir að skrifa. Það var aö dunda við hitt og þetta t. d. við spil og dóminó, konurnar með litlu krakkana a hönd- unum, en stærri krakkarnir að hoppa í kring og leika sér. En karlarnir himdu úti í horni rabbandi saman og altaf með pipu eða sígarettu í trant- inum. Allir sýndu mér sérstaka kurteisi, ekki sízt þjónarnir um borð. Þeir sáu það á vegabréfi minu, aö ég var læknir. Það var alveg nýlunda að nokkur læknir tæki sér far á 3. plássi. Sjálfsagt Ihugsuðu íþeir að einhver sérstök neyð heföi rekið mig á þennan bás, og kendu >hálfgert í brjóst um mig. Litið gat ég talað við farþegana, þvi hollensku og rúss. nesku skil ég ekki. En þeir töluöu lítið ensku, því þeir höföu verið aðeins stuttan tima í Ameríku. Franska karl- inn reyndi ég að tala viö, en mér reyndist hann svo heyrnardaufur og andlega volaður, aö ég gafst upp við hann. Viö þjónana gat ég hinsvegar talaö margt, þvi þeir töluöu vel ensku og þýzku, þótti gaman að skrafa og voru hvitklæddir og þokkalega ti! fara. Yfirleitt vár öll skipshöfnin allra geðugusta fólk, eins og vænta mátti frá Hollandi. WINNIPEG, 18. MARZ 1925, Þaö er enginn reykskáli,, engin lestrar- eða skrifstofa á þessu plássi og engir þægilegir legubekkir til að hvíla sig í. Alstaðar stendur: bann- að að reykja: Het is verboten hie zu rooken — nema uppi á þilfari. Milli máltíða gat maöur hafst viö í borð- salnum og þar tók ég mér sæti á bekk úti í horni viö eitt matborðið til að skrifa og lesa. Borðsalurinn var víöur geymur, jámveggjaður með járnlofti, allur járnnegldur og járnbitar óprýddu loftiö og allur var hann grámálaður. í þessum skála voru 18 borö, 2 bekkir viö hvert, en afmörkuð sadti ifyúir 4 ,á (hverjum bekk. Bekkirnir voru líka úr jámi en sætin úr tré. Rúmuðust þannig '144 í salnum. Bláköflóttir dúkar voru á borðunum þegar matast var. Maturinn var borinn inn i tinskálum, sem líktust þvottafötum. Af hvítum leirdiskum boröuðum viö þó. Matur- inn var góður og allir fengpi nóg. ÞaÖ var borðað þri.mælt, og eftirmiödags kaffi aö auki meö þurru kexi. Á öll- um málum var framborinn einhver heitur réttur. Á morgnana egg eða eitthvaö steikt, og hin málin eitthvaö steikt eöa áoöiö með átöðugri (til- breytni. Á hverjum morgni voru á- vextir og einhver grautur (hafra, hrís eöa mais) og sömuleiðis fylgdu á- vextir miðdagsveröi. Þaö var synd aö segja aö ekki væri nógu boðlegt hverjum meðalmanni. Alt var þrifa. lega framreitt, þó ekki gæti boröhald. iö kallast fínt. Viö borðiö meö mér sat hollensik fjölskylda og talaöi eintóma hol- lensku; ennfremur 1 Serbi, sem taJaði slitrótta ensku. En þaö reif hver í sig eins og hann bezt gat. SaJtaða síld fengum við oft aukreitis. Þaö er algengur matur á hollenskum heimil. um. Kerlingin, sem sat hinumegin við borðið var auðsjáanlega þaulæfö í aö snæða hana upp á hollenska al- þýðu.vísu. Stldirnar voru fram. reiddar í heilu lagi, hráblautar upp úr tunnunni. Iþún tók sér eina og eina síld í ‘hönd, skar/ hana aldrei með hníf, heldur reif hún fyrst af henni roðið og síðan kjötið af bein- unum endilörtgum með fingrunum, lfkt og þegar við rífum kjamma heima á Fróni. Það var aðeins eitt, sem mér finst af skornum skamti, það var útálátið út á grautana. Það var borið fram í Htilli rjómakönnu og átti aö endast handa okkur 8, sem við borðið átum. Sú var þó bót í máli að við fengum í könnuna einum tvisvar til þrisvar sinnum ef við báðum um það. Það voru töluverð vonbrigðl aö vera innan um 3. farrýmisfarþegá frá því að hafa verið á 2. farrými á Ber. engaria eða yfirleitt þessum Atlants. hafsskipum, því vistin er svipuð á þeim öllum. Þar situr maður eins og í góðri veizlu á degi hverjum innan um prúðbúið, snyrtilegt fólk og þar var ágætur hljóðfærasláttur viö hverja máltíð. Hér kom fólkið að borðinu án þess að halda sér til, þvo sér eða greiða, karlarnir sumir snögg- klæddir og kerlingarnar eins og frá saltfiskvinmi eða lir síld. Og það hámaði í sig matinn, kjamsaði og smjattaði og ropaði yfir diskunum. Það var ekki laust við, að stundum fyndist mér “nauð aö ferðast meðal svo heimskra þjóða” -— svo ég vildi gefa talsvert á milli að fá aö komast upp á 2. farrými. Hinsvegar sá ég það, að ef nokkrir kunnugir slægju sér saman á feröalagi yfir hafiö, þá væri einskis aö sakna og vistin góð á 3 plássi. IV. Það var rúmt um mig i svefnklef- anum, og fór allvel um mig, en bóm- ullarábreiðurnar þóttu mér óþægi- (legar. Hrirtginga'rtæki voru .enlgin til. Eg hélt það fyrst, en þegar ég ætlaði að fara að sfyðja á hnapp í veggnum reyndist þaö vera hvítmál- aður nagli. Eg verð að gera svo vel aö fara á fætur og út, til að biöja um þaö sem vanhagaði kim. Þvottatækin voru fullgóð en drykkjar vatn ekkert, og sumt var enn sém fyrirfanst ekki. Eg hugsaði til allra bægindanna á “Gullfoas” og Goða. foss”, þar sem jafnvel er sérstakur einkennilegur skápur á veggnum, (en aö vísu ekki til prýðis), í seilings fjarlægð yfir einhverju rúmi fyrir ónefndan hlut. Þegar ilt var í sjó, lá ég fyrir í kiefanum, því hvergi var þá vistlegra. I tvo daga var illviöri og ósjór og talsvert rugg á skipinu. Aðeins eitt rafljós var uppi í loftinu og ber ekki betri birtu en svo aö erfitt var aö lesa. Þó mátti notast viö þaö. Á morgnana kl. 7 voru allir vaktir. Einn a{ þjónunum gekk þá um meö stór- an pjáturhlemm (Gongtgong) og sló á hann. Mér féll þetta illa í byrjun, því þetta vakti mig svo fruntalega, i er hann sJóg á hlemminn rétt viö j eyrað á mér. Eg kom mér brátt svo vel I við hann, að hann, aö hann leyföi mér aö lúra frameftir. Þjónar voru á I hverju strái, og höföu átakanlega lít. iö að gera. Tveir þjónar ræstuöu gólfiö hjá mér og sá þriðji bjó um. Það var fljótaskrift á ræstingunni Fyrsti þjónninn staðnæmdist með 1 fötu fulla af sápuvatni utan viö dyrn- ( ar, síðan dýföi hann heljarmikilli skaftþvöru niður í fötuna, sletti henni ' síðan á gólfiö, nuggaði henni yfir ; þann partinn, sem lá framan viö rúm- ið, en ekki undir þaö. Fór svo aö næstu dyrum. Eftir dálitla stunh kom annar þjónn með þurran klút á skafti. Hann þurkaði af gólfinu alla þá bleytu sem ekki hafði þegar guf- að upp, var fljótur sem örskot og fór. Viö borðið var sægur af þjón. um og höföu þeir svo Htiö aö gera, að þeir hímdu mest allan tímann og horföu út í bláinn. Hvar sem fariö var um skipið voru borðalagðir em- bættismenn, þrifalegir og vel aldir, og sjálfsagt ve! launaöir. Sama var að segja á "Berengaria”. Skipaútgerðin ■hlýtur að bera sig vel aö geta kostað svo marge hálaunaða liöléttinga. V. Eftir 9 daga ferö komum við til Plymouth. Þaöan fór ég til London og siöan til Newcastle. Eg fór Bvo I til Bergen frá Newcastle, og hittist svo vel á, að “Gullfoss” lá þar til aö far^ til Reykjavíkur. Eg gat dvalið 5 daga í London og ailokið ýmsum erindum þar. Þetta ætlaði þó að ganga erfiðlega. Þegar ég lenti í Plymouth, vildu þeir full- trúar Holland-Ameríkulínunnar synja mér um nokkurn stans í Lundúnum. Þeir héldu því fram, að farmiði minn heimilaði mér aðeins viðstöðulausa ferð í gegnum England, og ef ég stansaði nokkuð, þá misti farmiðinnl gildi sitt. Þaö vildi mér til aö ég kunni nógu vel ensku til aö tala tnáli mínu. Sá sem seldi mér farraiöann í New York haföi lofaÖ mér þessu. Þeir neituöu aö hann hefði haft heimild til þess. Eg hótaöi þá mál- isókn og öllu illu, og þá létu þeir und- an. “Sá hefir alt sem kjafta kann”. Nieuw Amsterdam hafnaði sig í Plymouth að næturlagi og vorum vér farþegarnir þá vaktir til að flýta okkur í land. Þar var þá verkfall meðal hafnarverkamanna. Afleiöing- in af því var sú, að skipverjar'uröu sjálfir aö afgreiða allan póst og far. angur í land. Vér farþegarnir urö- um að hjálpast tveir og tveir, að koma okkar pjönkum upp að járn. brautarstöðinni. I>etta gekk þó eins og í sögu, því vér fengum línaöar hjólbörur. Svo var að sjá, sem allir á skipinu sættu sig vel við verkfall- ið. AJIir þjónar skipsins fengu auk. reitis atvinnu, vel borgaða af félag- inu, við að koma póstbögglunum i land, en vér farþegarnir sluppum viö að borga fyrir flutning farangurs okk ar og sýndist þvi í fljótu bragði, sem slíkt verkfall væri hið ákjósanlegasta og að allir hafparverkamenn mættu vel missa sig. En aögætandi var, að allur lestafarmur skipsins varð að bíða ósnertur. Hann máttu ekki skipverjar afferma sjálfir, og skipið varð aö fara með hann alla leið til Hiollands. Heföi þvi orðið stryk í reikninginn fyrir félagið, aö þurfa bíða með hann óákveðinn tíma og koma honum siöan til Englands. Eftir fljóta og meinlausa tollskoð- un, þaut járnbrautarlestin til London. Það var 5^-6 tima ferð. Dáðist ég að hve landið alt á Suður-Englandi var vel ræktað, öll tún græn isem um há- sumar og hvergi snjór að sjá. En hér og hvar meðfram brautinni var fé á beit og nýbornar æt með lömb- 'um sinum. Þótti mér nýstárlegt að sjá slikt í febrúarmánuöi. Eg frétti, að þarna á Suöur.Englandi væri venja aö láta ærnar bera annaðhvort 1 febrúarmánuði eða í april. Kemur þar sjaldan fyrir, að fé geti ekki gengið úti allan veturinn. Annars var ég fyrir feikna von. brigðum, að koma til Englands i þetta skifti. Alt var isvo smátt og fátæk. Ieg3 í samanburði við þaö sem aug- að var búið að venjast í Bandaríkj. unum. Að koma frá risabyggingun. um í New York til bæjanna á Eng- GINPILLS Bakverkir eru vanalega einkenni nýrnaveiki. Gin Pills hafa læknað hundr. uö sjúklinga af langvar- andi nýrna. og blööru. veiki. 50c hjá öllum lyf. sölum og kaupmönnum. ' National Drug & Chem. • Co. of Canada, Ltd. Toronto Canada landi var líkast því, aö vera kominn til Putalands. Húsin í ensku borgun- um eru flest aöeins tvær — þrjár hæðir og göturnar langt um mjórri en í istórbæjum í Ameríku. Alstaðar er lægra til loftsins í húsunum, litlar dyr og lágir gluggar og litil herbergi í samanburði viö hin geymvíðu húsa. kyni í stórborgunum vestra. Og járn brautirnar eru langt um mjórri, og jarnbrautarvagnarnir nærri því eins og barnaleikföng í samburöi viö Pullmans vagnana i Ameriku. Þar á ofan bættist, aö altstaöar í ensku bæjunum varö maður var við fátækt í ýmsri mynd. Hvarveína sást veiklu. legt fólk, hrörlega til fara, ennfrem. ur lélegt v|iðhald jafnt á opinber. um byggingum, sem einstakra manna húsum og ekki síst hneykslaöi það aö sjá marga drukkna menn og jafn. vel drukknar konur slangra um göt. urnar eöa híma viö búðarboröin í drykkjukránum. Og algeng sjón að sjá vínrauð andlit og rauðblá viský- nef bæöi á dónum og “gentle”.mönn- um. 1 Ixmdon þótti mér sukksamt á götunum á kvöldin. Hefi ég nokkrum sinnum komið þangaö áöur, en aldrei eins og í þetta skifti orðið var viö eins mikinn drykkjuskap og nætur- göltur bæði manna og kvenna. Eitt kvöld var ég aö fara heim á hóteliö þar sem ég bjó, tjl aö hátta (þaö var nálægt Paddington Station og frétti ég eftir á, aö hverfið þar í kring væri illreemt mjög fyrir slark). Þá mætti ég ungri, laglegri stúlku. 'Hún brosti til mín blíðlega, breiddi faöminn á móti mér og rak aö mér rembingskoss beint á munninn, áöur en ég gat komið viö nokkurri vörn. “Stillingin sem oss er á, ætlaði ai •verða á förum” — skyldi maöur halda. En hún var vel drukkin og bað mig að hýsa sig og gefa sér í etaupinu. Eg giftur, reglumaður, læknisfróöur, baö hana afsaka pen. ingaleysi og skírlífi, bauö henni góöa nótt, en hún slóst i för með annari stúlku, sem i þeissu kom aðvífandi, og var auðsjáanlega samkynja gleöi- drós. --------0-------- Stefán M. Olson. LaugardagBmorguninn 14. febrúar síöastliðins mánaðar, andaöist að heimili foreldra sinna norðvestur af Hensel í Norður.Dakota, Stefán M. Ólason, mesti myndar og efnis mað- ur og á bezta aldri. Stefán heitinn var fæddur þar i sveit 30. marz árið 1882. Skorti hann þvt rúmar sex vikur á fertug- asta og þriðja árið. Foreldrar hans, sem bæði eru á lífi og búa enn á landi því er þau námu þar i bygö vorið 1881 eru þau Mathúsalem ólason (bónda á Útnyrðingsstöðum í Vallahreppi í Suður.Múlasýslu, ísleifssonar, Finn- bogasonar, ólafssonar, Finnbogason. ar, en móðir Mathúsalems og kona Óla bónda á Útnyrðingsstöðum var Salný Guðmundsdóttir frá Ekkjtt. fellsseli og Vaði í Skriðdal, Sigurðs. sonar) — og Guðrún Þorsteinsdóttir (frá Egilsseli í Fellum í Norður. Múlasýslu). Voru þau gefin saman á Urriðavatni í Fellum, sumarið 1875, og fluttust þaðan úr sveit vestur sum_ arið eftir, 1876, til Manitoba í Cana. áa. Settust þau fyrst að í Nýja- íslandi og var Mathúselem í hópi þeirra manna er fyrstir námu land við íslendingafljót. Eftir 5 ára veru þar fluttu þau suður til Dakota 1881, — sem fyr segir — námu þar land og hafa búið þar síöan. Með foreldrum sínum dvaldi Stef- án heitinn alla æfi, fyrst í skjóli þeirra sem barn, en nú hin síðari ár, sem formaður og fyrirvinna, á búi þeirra. Hann var hinn mesti dugnað- ar og atorkumaður, en nú nokkur síöari árin heilsutæpur. Hann var að eðlisfari harðger og ógjarn á að kvarta, svo hann lét þaö lítt á sér festa, þó til einhverrar meinsemdar fyndi. Á þessu hau$ti fann hanfl framar venju til lasleika, var þó á fót- um þangaö til fjórum dögpum fyrir andlátið. Sem gefur að skilja á stór- búi gefast frístundir ekki margar til skemtana, ferðarlaga eöa félagsmála. Eina ferð fór hann þó vestur aö Kyrrahafi, og dvaldi þar um tíma og “Woodman.reglunni” heyrði hann til, og báru sex reglubræður hans og sveitungar hann til grafar. Stefán var vel skýr og allvel að sér, þó skóla- vistar nyti hann eigi annarar en viÖ alþýöuskóla bygðarinnar. Hann var fremur dulur í skapi en ávalt viðmóts- þýður og sérstaklega tryggur þar sem hann tók þvi. Samvizkusamur var hann og hugsunarsamur um alt er hann tók sér fyrir hendur aö gera, góöur sonur og eftirlátur foreldrúm sínum, er því söknuður þeirra og missir mikill viö burtför hans. Svstkini Stefáns heitins er til ald- urs komust voru níu. Var ein systir dáin á undan honum, er Salný hét, bjó hún vestur viö haf og var gift hérlendum manni, Jordan að nafni. Einn son eignaðist hún er Tómas heitir og er nú nær fulltíða aldurs og hefir veriö alinn upp af móöur for- eldrum sínum. Hin isystkinin eru: Jón, kvæntur Arndísi Elmfríöi Jóns- dóttur, búa þau viö Hnausa í Nýja- íslandi; Óli, járnsmiöur í Mozart, Sask., kvæntur Þóru Jósepsdóttur Einarsson viö Hensel; Sigríður, gift Jóni Ásmundssyni, búa þau í ná- grenni við foreldra hennar; Guðrún, gift Arnóri Jóhannessyni Sæmunds- sonar, búa þau viö Hallson, N.Dak.; Guttormur timbursmiöur í Seattle í Waish., kvæntur Jónassínu Siguröar- dóttur Björnssonar; Vigfús Bjórgvin, timbursmiður, einnig í Seattle, Wash.. i kvæntur Karolínu Bjarnadóttur Ste- phansson; Anna, gift Jóni Jónssynt Hörgdal, og Skapti kvæntur EJínu Jónsdóttur Magnússonar. Búa þau tvö síðasttöldu í grend við foreldra sína, suöur og austur af HaJlson. ( Útför Stefáns heitins fór fram frá heimi foreldranna og frá kirkju Vídalínssafnaðar viö Akra. laugard. 21. febrúar. Ræðu flutti á báðutn stöðunum síra Rögnvaldur Pétursson frá Winnipeg. Fjöldi manna var staddur á báöum stöðum er fylgdi hinum látna til grafar. Sýndi það hverra vinsælda hann naut og svo for- eldrar hans. Hann var jarðsettur í grafreit Vídalínssafnaöar, þar sem svo margir landnemar austur bygö- arinnar nú hvila. Yfir moldum hans blessa vinir og vandamenn. l^inur. Dánarfregn Helgu Hall- dórsson frá Rangá. Helga Halldórsson (dóttir) mun hafa verið fædd kringum 1870 — 11. júlí. — Foreldrar hennar voru Hall- dór bóndi Einarsson og Guðrún kona hans, Pétursdóttir, sem eitt sinn bjuggu að Fremstaseli í Hróars. tungum, N.-Múlasýslu á íslandi. Föður sinn misti Helga ung, og ólst að mestu upp hjá föðurbróður sín- um, Halli bónda Einarssyni á Rangá í sömu sveit. Þegar Helga haföi til aldur, var hún send á Kvennaskól- ann á Ytri.Ey á Skagaströnd í Húna. vatnssýslu. Þaöan fór hún til Kaupmannahafnar, var fyrst um sinn á vegum Halldórs bróður sínis, sem var nokkuð eldri en hún og kominn þangað á undan henni. í Khöfn var Helga þrjú ár, nam þar klæðaskurð og fatasaum, og stundaði þá iön. jafn. an síðan. Frá Khöfn fór Helga heim til Islands. En dvaldi þar aðeins ejlk missiri eða svo. Vestur um haf til Winnipeg kom hún árið 1900. Þaðan flutti hún vestur að hafi 1907; var eitt missiri í Spokane, Wash., en fór þaðan til Ballard (partur af Seattle), og var þar síðan. Samferða vestur urðu þær Helga H. og frú Björg Lúðvíksson Schou, og bundu þá með sér þann félags. skap, sem hélst meðan þær lifðu báð- ar. Nokkur ár bygðu þær íbúð í Ballard, en keyptu síðan hús i félagi og bjuggu þar saman. Var sambúð þeirra hin bezta og mun varað hafa í 17 ár. Var þar1 jafnan fyrir að hitta glaðlyndi og gestrisni á hæsta stigi, þegar gesti bar að garði þeirra og það var oft. Móðir Helgu giftist að fyrra

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.