Heimskringla - 18.03.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.03.1925, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. MARZ 1925. A læknisheimilinu. — E F T I R — GRACE S. RICHMOND. Jóhannes Vigfússon þýddi. “Prú Lessing!” greip hann fram í fyrir henni. “Eruð það slíkir draumar, sem yður dreymir. Mig furðar-------”. “Hvers vegna furðar yður það? Er ekki slík- ur draumur ágætur. Ef ég að eins gæti fram- kvæmt hann.” “Það getið þér eflaust. Þurfið þér læknir?” “Auðvitað. Viljið þér-----”. “Frú Lessing!” sagði hann og leit til henn- ar. “Mig hefir um langan tíma dreymt sama drauminn. En ég hefi ekki haft tíma til að leita þeirrar persónu, sem gæti komið þessu af stað, og ég hefi því ver ekki efni á a, gera það sjálf- ur enn þá. En ef þér getið stofnað heimilið, skal ég hjálpa yður með öllu mögulegu móti. Viljið þér hafa mig fyrir félaga? Og ég, sem hélt að þér værið fullar af heimsanda”. “Já, í méí býr auðvitað heimsandi”, sagði hún hlægjandi, “en við lítum máske misjafnt 4 hann. En hvers vergna ætti það að hindra upp- áhalds áform mitt?” “Eg skil nú, að það mætir ekki slíkri hindr- un. Hve margar hliðar hafið þér? Tvær hefi ég fundið í dag — leikfimiskona — velgerninga- kona---------”. “Ó-nei, ég hefi ekki jafn marga hliðar og þér haldið — en gerið svo vel að hjálpa mér of- an þenna bratta halla, af því mig sundlar af gleði yfir því, að nokkur vill hjálpa mér með á- förm mín.” Hann rétti henni hendi sína, og hún hopp- aði fimlega ofan til hans. “Jafningi slíks félaga er ekki til á jörðinni”, hugsaði Red yfirburða glaður. IV. KAPÍTULI. “Nú, þarna ertu þá loksins, Red, þorparinn þinn — og ég hefi tapað. Eg og Ches veðjuð- um; ég sagði að þú hefðir farið að vitja sjúklings með græna tröllinu þínu, og að þú kæmir ekki aftur fyr en um háittatíma”. “Eg vissi að þú mundir leika á okkur”, sagði Chester, “og ég ásaka þig ekki fyrir það, eins og veðrið er núna. Eg skil ekki hvers vegna fólk vill hafa dansleik í ágúst”. “Farðu inn og heilsaðu konunum, piltur minn. Frú Lessing dansar ekki. Fáðu hana til að sitja kyrra meðan dans fer fram, og flýðu svo hingað út”, sagði Macauley. “Þökk fyrir, ég skal fylgja ráði þínu. Eg hefði ekki komið, ef Winifred hefði ekki krafist þess”. “Hún álítur það skyldu sína, ]að há J þá menn, sem Pálína vill hafa. En þegar þú sérð Ellen hvítklædda, þá gleymir þú gufulauginni, sem þú ert í”. Macauley var mjög glaður. Burns ruddist áfram til húsmóðurinnar, með- an Chester gestgjafinn, lét sér nægja að vera kyr í sólbyrginu hjá vinum sínum og gægjast inn um gluggann. “Nú er hann kominn til Winifred — þar sá Páh'na hann! Hún þýtur til |hans eins og >ör að skotmarki--------Nú spyr hann hana hvort hún hafi geymt fyrsta dansinn handa sér, og hún segist hafa gert það, þangað til fyrir mín- útu síðan, en nú er dansspjaldið fult, og — hann er svo ánægður”, sagði Chester og hló. “Hvar er Ellen? Hún hefir verið svo glöð í alt kvöld. Hún situr líklega einhverstaðar á- samt þessum Wardlaw, sem eltir hana eins og skuggi-------”. “Er dr. Burns hér?” spurði róleg rödd úti á flötinni. Chester sveiflaði sér yfir handriðið. “Hann kom einmitt núna, ungfrú Mathewson. Þér ætl- ið líklega ekki að senda hann strax af stað aft- ur?” “Eg er hrædd um það, hr. Chester, þó mér þyki það leitt”. “Biðjið þann sem í hlut á, að gera boð eft- ir öðrum lækni.” “Dr. Burns mundi ekki líka það — þeir eru sérstakir vinir hans.” “Gott, — ég býst við að hann verði fús til að yfirgefa gufulaugina þarna inni”. Chester gekk inn til að kalla á hann. Red kom út og talaði við ungfrúna. “Það er ekki um annað að gera, Chester; ég verð að fara”, sagði hann með illa duldri gleði. / “En þú reynir líklega að koma aftur?” bað Chester. “Það hættir naumast snemma þama inni, þegar Pálína ræður fyrirt leiknum”. “Eg skal reyna”, og Burns hvarf út í myrkr- ið. “Hann er heppinn”, tautaði Macauley. “Mér þætti gaman að sitja við hlið hans. Sannarlega Hann greip fram í fyrir sjálfum sér, greip rykkápuna, hljóp og vatt sér upp í græna tröll- ið um leið og það kom út úr skýlinu. Bums, sem líka var í rykkápu utan yfir sparifötunum, hló glaðlega. “Liðhlaupari?” spurði hann. “Þú kemur líklega aftur, áður en dansinn endar?” “Líklega. Tröllið flýgur eins og fugl í kvöld. Sko, hver er það, sem eltir okkur? Nei, er það ekki Chester!” 1 Chester fleygði sér upp í bifreiðina um leið og hún rann út á brautina. “Nei’„ sagði Burns og stöðvaði bifreiðina. “Þú gleymir að þú ert gestgjafi? Hugsaðu þér, ef ég yrði lengi í burtu”. “Eg voga það samt. Eg þoldi ekki að sjá ykkur strjúka, án þess að vera með!” “Jæja þá!” sagði Burns hlægjandi. “Þið hrós- ið því alt af, hvað það sé gott að vera giftur, en það er einkennilegt, hve ákafir þið eruð með að komast burt frá boðgestum konunnar yééar”. “Hve gæfurík sem hjón eru, þá kemur þeim þó ekki alt af saman um hvað er skemtilegt og hvað ekki”, sagði Macauley. “Og Winifred og ég verðum að taka tillit til þess, að Pálína vill dansa”, sagði Chester. “Hún verður naumast glöð, þegar hún heyrir að Burns er farinn, í stað þess að dekra við hana.” j Bifreiðin nam staðar fyrir utan lítið hús. Burns gekk inn en kom næstum strax aftur. “Það er leitt, en ég verð að vera hér að minsta kosti tvær stundir”, sagði hann. “En ég vissi ekki hve alvarlegt það var. Þið verðið að fara heim og biðjá Johnny Caruthers að koma hingað aftur með bifreiðina og ungfrú Mathewson. Flá- ið henni þenna seðil, svo hún viti hvað hún á að taka með sér.” Hann fékk Macauley seðil, og sagði: “Flýtið ykkur nú!” “Það lítur ekki út fyrir að þér mislíki þetta”! sagði Macauley. “Nei, alls ekki.” Hálfri þriðju stundu síðar kom Burns út úr dyrunum all-ánægjulegur. “Það sigrar alla erfiðleika, þegar maður sér slíka hepni og þetta”, tautaði hann. Johnny var löngu farinn heim, og ungfrú Mathewson átti að vera þar um nóttina og fara aftur með lækn- inum, þegar hann kæmi heim um morguninn. “Það er líklega hætt að hoppa núna”, sagði ihann við sjálfan sig, meðan hann ók heim. “Þessar dansbrúður álíta eflaust að þeim hafi liðið ágætlega, en hvað er gleði þeirra í saman- burði við mína? Hún var svo yfirburða gæfu- rík yfir fyrsta drengnum sínum, þessi litla móð- ir, — hann er líka ágætt sýnishorn! Og hann Tom — hann hlýtur að vera mjög hreykinn yfir því, að vera faðir slíks drengs. Það hlýtur að vera enn betra en að ættleiða einn — og samt 'er Bobby Burns nokkuð af því bezta, sem R. P. hefir hlotið.” í húsi Chesters voru alstaðar ljós, en í hans húsi var myrkur, að undanteknum lampanum í skrifstofunni, og í svefnherberginu var líka ljós. Burns gekk að glugganum og leit inn. Bobby sat uppréttur í rúminu og var mjög glaður, um leið og hann horfði á persónuna, sem sat hjá honum í silfurhvítum kjól og hélt hendi hans í sinni. “Þau eru svo lík, að þau gæti vel verft móð- ir og sonur”, hugsaði hann. Nú.sá hann þau kyssast innilega, og var þá svo óvarkár að koma við gluggann. Ljósið var undir eins slökt. Burns flýtti sér að skrifstofudyrunum til að ná í hana, en þeg- ar hann kom inn í svefnherbergi sitt, var Bob aleinn. “Enginn heyrði mig gráta, nema hún”, sagði Bob. “Cynthia kom ekki, og ég heyrði hljóð- færasönginn, og hann kom mér til að gráta. Svo kom fallega konan og sagði mér sögur. Mér þykir vænt um hana; en hún flýtti sér út þarna”. Hann benti á glugga, sem náði ofan að gólfi. Heldur þú ekki að hen»i þyki vænt um mig líka?” “Auðvitað, dregngur minn. Legstu nú út af og reyndu að sofna”. “Ferð þú aftur til samkomunnar?” “Nei, en ég hátta ekki strax. Sof þú bara — ég er ekki langt frá þér”. Drengurinn hlýddi. Burns fór úr sparikjóln- um og í skrifstofujakka. Stundu síðar sá Chester kunnugan mann við saghestinn, um leið og hann slökti ljósin. Það kom honum til að fara út og ganga yfir flötina. “Ertu brjálaður, Red, að saga við núna?” j Red teygði úr sér. “Far þú að hátta, og skiftu þér ekki af hvað nágrannar þínir gera”. “Sagaðu dálítið enn. Þú ert ekki búinn með nóg enn þá”, ráðlagði Chester. “Viltu að ég sitji hjá þér, þangað til þú ert búinn að jafna þig?” “Það lítur ekki út fyrir að ég geti jafnað mig”, tautaði Red. “Þá ert þú meira særður en vanalega. Hve lengi hefir þú sagað?” “Eg veit ekki!” “Hefir þú sagað þenna haug?” “Já”. Hefir þú mist sjúkling?” “Nei”. “Er bifreiðin brotin?” “Nei”. “Hefir þú heyrt slæmar nýungar?” “Nei. Farðu að hátta”. “Mundi það ekki létta huga þínum, ef þú segðir mér hvað á honum hvílir”. Burns gekk til hans með sögina, og Chester flúði. Red lagaði viðinn, stóð svo kyr og horfði á stjörnumar. “Þegar einnar stundar sögun getur ekki frið- að mig”, sagði hann hátíðlega við eina stjörn- una, “þá er líklega engin björgun til fyrir mig. En ég skal verða — mulinn í mola — áður en ég gef eftir. Farðu og legðu þig, Burns.” “Burná, legðu frá þér bókina og komdu til okkar, kl. er sex, og Pálína fer þenna morgun, ,'eins og þú veist. Og hún hefir fengið frú Lessing til að verða sér samferða nú, í stað þess að bíða ennþá í þrjá daga.” Burns var utan við sig. “Get ekki komið núna. Eg á annríkt”, svaraði hann. Chester leit undrandi á hann. “Red, heyrir þú ekki? Hún fer núna”. “Láttu hana fara! Amaðu mér ekki”. “Eg á ekki við Pálínu. Það er Ellen!” Red strauk hendinni gégnum hárið á höfði sínu. ♦ Chester gekk til hans. “Red”, þrumaði hann. “Frú Lessing — ”. Red scópaði þremur bókum og ótal blöðum ofan á gólfið og stóð upp bálreiður. “Reyndu að skilja það, að ég skeyti ekkert um | hver er að fara, á meðan ég er að reyna aðferð |til að framkvæma þetta starf”. Hann settist aftur niður og fór að brjóta heilann um viðfangsefni sitt. “Hann kemur máske seinna, þegar hann er j búinn að finna þessa aðferð, sem hann leitar I að”, sagði Cbester við gesti sína. “Og geti hann ekki fundið hana, þá kemur hann ekki”, sagði Macauley. “Og ég þori að j veðja um það, að hann gleymir að koma hingað og kveðja gestina, áður en hann fer í sjúkra- húsið”. “Eg skal fara út og standa í bugðunni”, sagði Pálína. “Og sjái hann mig ekki, klifra ég u»p í bifreiðina.” “Farðu ekki núna, Ellen”, svíslaði Marta að systur sinni. “Eg vil heldur fara”, hvíslaði Ellen aftur. “Eg lofaði Pálínu að verða henni samferða, og ég vil standa við orð mín”. “Það eru vandræði, að hann á svo annríkt. Engum líkar að sér sé gleymt”. “Eg er þér ekki samþykk núna. En við skul- um ekki tala meira um þetta. Eg vona inni- lega að holdskurðurinn hepnist”. Kl. 7. ók Bums og ungfrú Mathewson af stað, til að framkvæma uppskurðinn. Kl. 5 síðdegis kom græna tröllið aftur. Chest- er lá í sólbyrginu, þegar hann heyrði til bifreið- arinnar og þaut á fætur. Burns veifaði hend- inni sigri hrósandi til hans”. “Strákurinn hefir sigrað”, hugsaði hann og hljóp til hans. “Er alt búið, Red?” I “Alt er búið!” svaraði Red. “Bugðan, sem ég gerði 4 áháldið, réði úrslitunum. Hinir spáðu að það mundi ganga illa — en það gerði það ekki.” “Eg hélt að spádómur þeirra orsakaði þér taugaskjálfta”, sagði Chester. “Þvert á móti. Hann gerði mig enn þá á- kveðnari í að vinna sigur. Viltu koma með mér, Chester, að heimsækja sjúklinga? Eg skal hlaupa inn og sjá hver þarfnast mín mest”. Hann sté ofan, tók áhaldatöskuna og hljóp inn. Chester hgálpaði ungfrú Mathewson ofan og spurði hana margs. “Þetta var snildarlega gert, ungfrá Mathewson, er það ekki?” Ekki verður annað sagt. Allir bæjarlæknarn j ir sögðu, að þessi holdskurður mundi drepa sjúk- j linginn”. “Hvað sögðu þeir, þegar holdskurðurinn hepnaðist?” Þeir gleymdu ekki að þeir voru göfugmenni og vísindamenn — að fáeinum undanteknum. Þegar hann var búinn, klöppuðu þeir lófum sam- an af ánægju — það hafa þeir víst aldrei gert fyr í holdskurðarstofunni.” “Og hann hefir reynt að vera lítillátur”, sagði Chester himinglaður. Hann var hvítur meðan holdskurðurinn stóð yfir, en roðnaði þegar þeir hrópuðu heillaóskir, og sagði: “Kæra þökk, herrar mínir”. Þetta var markverður holdskurður, hr. Chester. Það er að eins einn þýzkur prófessor, sem hefir gert eitthvað líkt þessu áður, svo dr. Burns verður nú nafnfrægur eftir þetta”. “Það er ágætt. Það er þáí engin furða, þó hann sé hreykinn og ánægður”, hugsaði Chest- er, meðan hann horfði á eftir aðstoðarstúlku Burns. Burns kom aftur. “Komdu upp í vagninn”, sagði hann. “Eg hefi nóg að gera til háttatíma — annars hefði mér líkað að eiga frí fáeinar stundir og ferðast mér til skemtunar með þér, Win og frú Lessin g------”. “Frú Lessing! En manstu þá ekki að hún er farin? Mac ók með þær til lestarinnar augna- bliki fyr en þú komst”. Red starði undrandi á vin sinn. “En hún ætlaði ekki að fara fyr en daginn eftir morg- undaginn”. “Eg kom til þín í gærkvöldi”, sagði Chest- er, “og sagði þér að PáBína hefði fengið frú Lessing til að verða sér samferða. Hún ætlar að vera í South Carolina í allan vetur, en kem- ur svo aftur næsta sumar. Þá getur þú eflaust kvatt hana”. Burns leit á úrið. “Nær fer lestin?” spurði hann. “Klukkan 5.30. Þú nærð henni ekki. Sendu henni bréfspjald og segðu henni, að þú hafir al- veg gleymt henni, þangað til það var of------< ”. Bifreiðin fór af stað með eldingar þraða áleiðis til stöðvarinnar. “Þarna kemur lestin við neðanjarðargöngin; þú kemur af seint, því hún dvelur að eins tvær mínútur. Þú getur að eins komist á stöðvar- pallinn--------”, “Ef ég næ í lestina, viltu þá aka til bæjarins og mæta mér þar?” bað Burns. “Eg þori ekki að taka að mér að stýra tröll- inu, Red.” “Þá getur þú fónað til Johnny Caruthers frá stöðinni og sent honum með bifreiðinal til að sækja mig, Þá fæ ég fimtán mínútur á lestinni”. “Hvaða gagn er að því? Pálína gætir ykkar alt af.” Burns svaraði engu. Þeir námu staðar hjá stöðjinni; Red stökk ofan og hljóp í gegnum bygginguna; hann stökk upp í lestina, meðan Macauley, Martha og Winifred horfðu á hann með opin munn. “Hann kom nú samt”, sagði Marta ánægð og sendi Winifred þýðingarmikið augnatillit. Inn í vagninum horfðu farþegarnir á þenna háa, sterkbygða mann, sem gekk til hinna fal- legustu ungu stúlkna. önnur var bláklædd með ljóst hár, hún tók á móti honum með blending | af dekri og þykkju og óstöðvandi orðastraum. Hin, fögur, gráklædd persóna með töfrandi and- lit, rétti honum róleg hendi sína og sneri sér svo við, til að veifa til vina sinna á pallinum. “Nú verðið þér að biðja um afsökun, og reyna að verða vinur okkar aftur”, sagði Pálína. Eg brosi máske til málamynda, en innvortis er ég æst og það er Ellen líka”. Pálína talaði um þetta hvíldarlaust, en Red gaf því engan gaum. “Eg er viss um að holdskurðurinn hefir hepnast vel”, sagði frú Lessing. “Það getur maður séð á augunum hans”, sagði Pálína. “Eg vissi ekki að brún augu gætu verið svo geislandi------”. “Já», hann gekk vel”, svaraði Bums. “Eg átti svo annríkt í gærkvöldi — ”. “Já, Arthur sagði okkur það”, masaði Pá- lína — — ”. “Þér álítið það ekki undarlegt, vona ég, að ég komi ekki yfir til ykkar í kærkvöldi?” spurði Burns. Hann laut áfram og talaði svo lágt, að Páflína að eins heyrði það. Hann horfði alt af á Ellen. “Ó, við söknuðum yðar afarmikið”, hrópaði Pálína. “Mér þykir svo leitt, að ég missi ánægjuna af kvöldinu í gær — það er aðeins eitt, sem get- ur endurbætt mér það--------”. “Hvað er það! Þér verðskuldið enga endur- bót”. Pálína var mjög glettuleg. En það gagn- aði ekkert; það var enginn annar en Ellen til fyrir hann. Og þrátt fyrir sjálfstjórn sína roðn- aði hún. ; “Eg hefi alt af haldið því fram, að kvenmað- ur þekki ekki karlmann — og gagnstætt — fyr en þau hafa skrifað hvert öðru um tíma — lát- um okkur segja heilan vetur”, sagði Burns. “Eig- um við að.reyna þetta”? “Hve oft ætlið þér að skrifa okkur?” spurði Pá-lína. Loksins leit Burns til hennar, en það augna- tillit kom henni til að þagna um stund. “Mig langar til að heyra eins mikið og mögu- legt er um Bob”, svaraði Ellen. “Eg hefi lofað að skrifa honum. Þér verðið að lesa bréfin hátt fyrir hann — og ef þér skeytið um eina örk auk reitis handa yður sjálfum — nú og þá---------”. “Eina örk aukreitis! Þegar vel liggur á mér skrifa ég yðar heila tylft af örkum. Ef ekki, verðið þér eflaust ánægðar með eina blaðsíðu. Viljið þér lofa því, að standa í dutlungafullu bréfasambandi við dutlungafullan mann?” “Það virðist aðlaðandi”, sagði hún brosandi. Lestin rann inn til stöðvarinnar í bænum. t troðningnum og hávaðanum hepnaði^t Burns, að fjarlægjast Pálínu eina mínútu, svo hún gat ekki heyrt til þeirra. “Eg skal telja stundirnar þangað til ég fæ fyrsta bréfið”, sagði hann. Hún leit upp. “Þér búist líklega ekki við bréfi fyr en þér hafið skrifað fyrst?” “Nú fer ég heim og byrja að skrifa”, sagði hann hlæjandi. Pálína fylgdl honum út úr vagninum, og hann hristi hendi hennar, sem merki um fyrir- gefningu. Ai pallinum sá hann annað andlit, sem brosti til hans. Meðan hann stóð fyrir utan stöðina og beið eftir bifreiðinni, talaði hann við sjálfan sig. “Red — þú hefir gert fleiri en eina stúlku ó- gæfusama — og sjálfan þig líka *— með því að daðra við hana af því hún var falleg og þú varst hrifinn af henni. t þetta skifti ætlar þú að reyna að bíða, þangað til þú ert viss um sjálfan þig. Nú verður tíminn og aðskilnaðurinn að leiða það í ljós. En eins og lífæðin mín slær núna — held ég verði erfitt að skrifa vingjarnlegt bréf I— ”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.